Lögberg - 25.10.1945, Page 2

Lögberg - 25.10.1945, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER, 1945. í bjarma leiftursins Eftir PÁLMA |7G var dauðþreyttur á því, að “ lifa í gestgjafahúsinu Com- modore Perry í Toledo, Ohio, og á því að hafa ekkert að gera. Eg hafði í fyrstu haft þá hugmynd, að hvíld og aðgerðarleysi væri nokkurskonar jarðnesk sæla fyr- ir þá, sem efnalega hefðu ráð á því, að lifa á þann hátt. En nú, eftir fárra mánaða dvöl í þessu góða veitingahúsi, var eg dauð- þreyttur á breytingaleysi og að- sina’ eins °§ að hún væri ávíta hana fyrir eitthvað, sem gerðarleysi mínu. Mér dauðleidd- ist í herbergjum mínum, þó að þau væru í alla staði mjög þægi- leg. Öskrið í gufuskipunum, sem fóru upp og niður fljótið, undir lyftubrýrnar, var hið eina, sem kom mér.stundum til þess, að líta út um gluggana mína yfir hinar reykmyrku járnbræðslustöðvar á suðurbakka Maumee fljótsins. Þar að auki voru þeir, sem við vinnu sáust á þilförum skipanna, talsvert mikið efni til umhugs- unar. Þessir menn voru í raun réttri farfuglar æfintýranna. Þeir voru altaf önnum kafnir, hér í dag, en á morgun einhvers- staðar annarsstaðar. Líf þeirra var breytingasamt og gagnlegt. Eg óskaði þess stundum að eg væri einn af þeim. En eg var aðeins einn af heima göngum gestgjafahússins. Eg þekkti flest þjónustufólkið og þjónustufólkið þekkti mig. Gest- ir komu og fóru áður en eg hafði ástæðu til að kynnast þeim. Það voru altaf ný og ný andlit í forsal hótelsins. Menn sátu þar við blaðalestur og reyktu. “Það er gott veður í dag. Það er ekki gott veður úti. Það rikn- ir”, o. s. frv., voru vanaleg á- vörp. Og svo voru höfuðlínur blaðanna einstökusinnum valdar sem umtalsefni. Þetta var alt einstaklega leiðinlegt.* Jafnvel þegar þeir, sem eg hafði kynst buðu mér góðan daginn, kom mér stundum til hugar að urra að þeim. “hvað þeir sæju í raun og veru gott við þennan dag?” Einbver hræðilegasti þreytubrag ur lífsins, er að vera þreyttur af aðgerðarleysi. Að lokum afréð eg, að breyta til um lifnaðarhætti og svo lagði eg af stað, til að leita að herbergjum til leigu hjá ein- hverri fjölskyldu þar í borginni. Eg fann fljótlega hús, sem mér geðjaðist að, sem eg vissi að var þar að auki í góðu nágrenni. Eftir að eg hafði hringt dyra- bjöllunni nokkrum sinnum, komu tvær ungar stúlkur til dyra. Þær voru báðar vel til fara og mjög myndarlegar; bros þeirra var einstaklega þægilegt og öll ffamkoma þeirra aðlað- andi. “Hafið þið herbergi til leigu?” spurði eg. “Gerðu svo vel,” sagði eldri stúlkan um leið og hún opnaði dyrnar og benti mér að koma inn. Hún sýndi mér svo tvö her- bergi með smekklegum hús- gögnum. Hvort það var fyrir yndisþokka þessara tveggja stúlkna, eða vegna þess, hve smekkleg þessi herbergi voru, get eg ekki sagt, en herbergin tók eg til leigu umsvifalaust. Eftir að eg hafði borgað mán- aðarleigu fyrir herbergin og rit- að nafn mitt í gestaskrána, sagði eldri stúlkan fremur feimnis- lega. “Nafn mitt er Ruth West og þetta er Helen systir mín.” Hún þagði um stund og svo hélt hún áfram. “Mamma er ekki heima í dag, svo eg tek það á mína eigin ábyrgð, að leigja þér þessi her- bergi. Má eg spyrja þig, hvaða atvinnugrein þú stundar?” “Auðvitað. Líttu nú á fiskana þarna í glerkistunni. Eg lifi eins og þeir, — eg snýst í kringum sjálfan mig,” sagði eg hlæjandi. Báðar stúlkurnar horfðu alvar lega á mig. “Snýst í kringum sjálfan þig?” spurðu þær í lágum rómi. “Það er einkennileg atvinna.” “Það er ekki atvinna,” flýtti eg mér að 'segja, “það er aðeins lifnaðrháttur minn.” Báðar stúlkurnar virtust óá- næðar með þessar útskýringar, en Helen spurði hikandi: “Ertu giftur maður?” Ruth leit alvarlega á systur að hún hefði ekki átt að segja. En Helen brosti barnalega. Seinna komst eg að því, að hún var að- eins 16 ára gömul. En spurn- ingin hafði þó þægileg áhrif á mig. “Nei, eg hefi aldrei verið gift- ur,” sagði eg hlæjandi, “en eg er á boðstólum.” Báðar stúlkurnar fóru nú að hlæja. “Á'boðstólum,” sögðu þær. “Maður, sem fylgir engri atvinnu en lifir eins og fiskarnir, sem snúast um sjálfan sig?” En nú varð Ruth alvarleg aft- ur. “Maðurinn, sem var hér á und- an þér, var svo mikill drykkju- maður,” sagði hún, “að mamma var glöð, þegar hann fór. Við vonumst til þess að þú drekkir ekki.” “En eg drekk.” “Eg átti við, að þú drekkir ekki mikið, — ekki svo mikið, að þú verðir drukkinn og komir svo drukkinn heim.” Eg vissi að hún var að leita eftir lundarfari mínu og lifnað- arháttum, en eg á hinn bóginn, fann til löngunar til þess að gera sem mest úr þessu samtali okk- ar, og á þann hátt skygnast inn í hennar eigin hugsunarhátt. Eg sagði því mjög hreinskilnislega. “Einu sinni sannfærði eg sjálf- an mig um það, að eg hefði verið talsvert drukkinn. Sönnunin var í því fólgin, að þegar eg vakn- aði morguninn eftir, gat eg hvergi fundið skóna mína. Þeg- ar eg var að leita eftir þeim undir rúminu mínu, fann eg hattinn minn þar. Þetta færði mér heim þá eðlilegu ályktun að leita að skónum á hattsnagan- um, og þar fann eg þá.” Ruth var alvarleg en Helen skellihló. “Þú ert þá skemtilegur þegar þú ert drukkinn,” sagði Helen u-m leið og hún fór út úr her- berginu með systur sinni. Eg undi mér vel í þessum nýju herbergjum mín-um. Þar var heimilisbragur á öllu. Húsmóðir mín var viðfeldin miðaldra ekkja sem eyddi mestmegnis tíma sín- um við bókalestur. Þær systurn- ar, Ruth og Helen, tóku til í herbergjum mínum þegar eg var ekki heima. Eg var vanur að yfirgefa herbergi mín klukkan níu á morgnana og svo kom eg ekki heim aftur fyr en eg hafði neytt miðdegisverðar. Þá dvaldi eg nokkra klukkutíma í herbergj um mínum, og svo fór eg aftur út fyrir kvöldverð, og á eftir, eyddi eg oft tíma mínum á leik-- húsunum. Eg hafði því litlar ástæður til þess að kynnast heim ilisfólkinu í þessu húsi eða þess- um fögru systrum, þó að eg í laumi, hefði löngun til þess. Eg hafði óljósa tilfinningu um það, þegar eg fór að heiman á morgn- ana, að einhver væri að horfa á mig undan fluggatjöldunum gagnvart herbergjum mínum, og ef að eg leit þá snögglega við, sá eg stundum að gluggaslæðurn- ar hreyfðust. Samskonar hug- boð hafði eg á kvöldin þegar eg kom heim. Eg þóttist vera viss um það, að einhver stæði þarna á bak við gluggatjöldin og veitti mér nána eftirtekt. Jafnvel þó að eg kæmi seint heim á kvöld- in heyrði eg oft fótatak í húsinu fram á miðja nótt, og seinna komst eg að því, að einskonar leyni samkomur áttu sér stað í stofunni, sem var gagnstæð her- bergjum mínum á fyrstu hæð hússins. Þessar samkomur voru svo langdrægar, að eg vaknaði stundum á næturnar við það, að fólk var að laumast frá húsinu, skamt fyrir dagrenning. Þó þess- ar ástæður röskuðu ekki að miklu leyti ró minni, gat eg ekki gert að því, að forvitni mín haíði vaknað. Þess vegna sat eg stund- um við glu’ggann minn þangað til þessar samkom-ur enduðu, og á þann hátt komst eg að því, hve margir hefðu verið þar sam- ankomnir. Eg taldi 16 menn og konur. Ef til vill hefði eg látið alt þetta líða hjá og gleymast, ef atvik hefði ekki komið fyrir, sem á ný dró huga minn að þeim systrum, Ruth og Helen, og sem leiddi til þess, að eg ásetti mér að kynnast þei-m betur. Einu sinni þegar eg kom heim, eftir að hafa verið í leikhúsinu, fann eg aðdáanlega fagra rós á koddan- um mínum. Þessi rós var í dá- -litlu keri, og það hafði verið gengið svo frá henni, að hún var mjög áberandi. Eg setti kerið með rósinni á borðið mitt, sem stóð við rúmið. Svo tók eg penna og ritaði eftirfarandi erindi á blaðið svo vel sem eg átti kost á. Eg fór að heiman. Alt var kyrt og kalt, og klaki og snjór á vonar löndum mínum. Eg kom til þín, — þá álit breytt- ist alt, — nú á eg rós úr blómagarði þín- um, og vorið ber mér hlýja himins strauma sem huga mínum lyfta í þína drauma. Eftir þetta fann eg daglega bækur og blöð á skrifborðinu mínu, og mér varð ljóst, að þær höfðu verið lagðar þar, með þeim ásetningi, að draga huga minn, að ýmsum atriðum í þeim, sem vanalega voru merkt eða undir- strikuð. Eg taldi það víst, að Ruth, eldri systirin, mundi vera völd að þessum glettum, og með það í huga, ásetti eg mér að leita eftir tækifæri til þess að hafa viðtal við hana. Þessu á- formi mínu náði eg á þann hátt, að eg breytti til um venju mína, og beið í herbergjum mínum, þangað til þær systur komu inn, til þess að taka þar til, eins og eg vissi, að var venja þeirra, þegar eg var ekki heima. “Eg þakka þér fyrir rósina,” sagði eg við Ruth. Hún varð nið- urlút en hélt áfram við vin»u sína en sagði ekkert. “Versið þitt var fallegt,” sagði Helen. “Andinn kom yfir mig þegar eg fann rósina,” sagði eg. Báðar stúlkurnar störðu undr- andi á mig, eins og eg hefði sagt eitthvað, sem var í raun og veru miklu máli að skifta. “Ertu andatrúarmaður?” spurðu þær á sama tíma. Þetta var óvænt spurning. Eg hafði lesið talsvert um andatrú og dularfu^l fyrirbtrigði, en i raun og veru hafði eg aldrei komist að neinni niðurs-töðu, sem mér þótti fullnægjandi, um þetta málefni. Á hinn bóginn vildi eg á engan hátt leiða fram skoðan- ir, sem gætu orðið þessum stúlk- um mótfallnar, því eg vissi af gamalli reýnslu, að trú og skoðun á sjaldan samleið. Eg ásetti mér því, að fara varlega: “Andatrúarmenn styðja trú sína við fyrirbrigði, sem ekki eru að fullu skilin, en sem hafa um allar aldir, átt sér stað. Eg gæti að minsta kosti orðið góður lærisveinn,” sagði eg. Það var þögn um stund, og eg varð var við það, að systurnar litu hver á aðra, eins og þær væru að leita eftir því, hvað ætti nú við að segja. Helen varð fyrri til og sagði: “Við heyrum andatrúar söfn- uði til, sem hefir höfuðstöðvar hérna í húsinu okkar.” “Eg hefi orðið var við það, að fólk kemur hér saman á kvöld- in og næturnar en auðvitað hafði eg enga hugmynd um það, að þetta væru trúarbragða athafn- ir.” Helen hló, og það var eitthvað í látbragði hennar, sem lýsti því, að hún hefði ekki mikla trú á þessum félagsskap. Ruth var al- varleg og hún snéri sér að mér og sagði: “Ef þér þykir það þess vert, þá ertu velkominn til að vera með okkur á samkomum okkar. Mr. Cowby, miðillinn okkar hefir talað um þig. Hann álítur að þú hafir miðilshæfileika.” “En hann hefir aldrei séð mig og þekkir mig ekki, — svo eg viti til,” sagði eg undrandi. “Ó, — hann talaði jafnvel um þig, áður en þú komst í þetta hús. Hann lýsti þér nákvæm- lega,” sagði Ruth, “hann hefir þó aldrei mætt þér.” “Hann sagði lífca að þú værir dálítið haltur. En eg hefi tekið eftir því, að þegar þú ferð út á morgnana og kemur heim á kvöldin að þú ert ekki haltur,” sagði Helen um leið og hún sneri sér að Ruth og sagði í ávít-unar- rómi: “Þáð er ekki alt satt, sem Mr. Cowby segir. Hann sagði að Mr. Hanson hefði brún augu, en þú sérð að hann hefir blá augu. Svo sagði hann að —” “Já, en hann sagði að hann gæti ekki lýst Mr. Hanson greini- lega, því að það væru þokuslæð- ur í kringum hann,” flýtti Ruth sér að segja. “Eg er glaður efir því, að þess- ari þoku hefir nú létt, svo að þið getið nú séð mig greinilega,” sagði eg hlæjandi. “Annars tek eg feginsamlega við tilboði ykk- ar um að taka þátt í félagsskap ykkar.” Eftir þetta sá eg þær systur daglega. Ruth var altaf alvarleg, hæglát og jafnvel draumlynd. Allar viðræður hennar við mig, voru blátt áfram og báru mikinn alvöru og sannleiksþunga með sér. Spaug og skrítlur virtust Vera h-enni ógeðfeldar, og eg hafði stundum óljósa hugmynd um það, að alt slíkt væri á móti siðferðistilfinningu hennar og trúarskoðunum. Aftur á móti hlustaði hún með mestu athygli á allar skoðanir um dularfull fyi;irbrigði, og reyndi af fremsta megni að samrýma þær við Biblíusetningar um ódauðleikann og annað líf. Hún var mjög fög- ur stúlka, og alt framferði henn- ar, þar að auki, fágað og aðlað- andi. Það, að hún var svo gagn- ólík öllum öðrum stúlkum, sem eg hafði kynst, leiddi til þess, að eg í fyrstu hugsaði mikið um hana, og svo seinna varð var við það, að eg beið með óþreyju eft- ir því að sjá hana og tala við hana. Helen systir hennar var henni ólík í flestu. Hún var altaf full af fjöri og glettum og tap- aði engu tækifæri til þess, að stríða Ruth á alvörugefni henn- ar og einlægni. Tíminn, sem hafði verið settur, fyrir það, að eg skyldi taka þátt í samkomuum, sem haldnar voru í húsinu, var nú kominn og mér var sagt, að þetta mundi verða merki-leg samkoma, vegna þess, að Mr. Cowby hefði lofast til þess, að hafa þekktan miðil með sér, til þess að gefa spádóma og orðsendingar til vina og vanda- -manna frá framliðnum ættingj- um. Ruth var mjög hrifin; hún bjóst við andlegum hugvekjum frá pabba sínum, sem hafði verið dauður -um nokkurra ára skeið. “Látbragð Helenar var annars eðlis. “Hið bezta, sem eg get búist við, er að fá bendingar um það, að lesa Biblíu-greinar, sem eiga við það, hvernig eg eigi að ráða daglegar gátur,” sagði hún. “Ó, Helen, þú ert svo léttlynd,” sagði Ruth í sorgarrómi. “Andarnir eru líka léttlyndir við mig,” sagði Helen, “þeir gefa mér aldrei nein ákveðin svör. Þeir misbjóða líka stundum sann leikanum.” “Uss-uss, hvernig getur þú talað svona,” sagði Ruth agn- dofa. “Þeir sögðu t. d. að Mr. Hanson hefði gert versið til mín fyrir rósina, sem eg gaf honum, en nú veit eg að hann ætlaði þér versið,” sagði Helen æst. Ruth stóð orðlaus. En þarna voru þá upplýsingar fyrir mig; Helen hafði gefið mér rósina og hún hafði með kvenlegri við- hvæmni komist að því, að hugur minn var farinn að hnegjast að Ruth, þó að eg vissi ekki til, að látbragð mitt hefði á nokkurn hátt látið það í ljós. En Helen hélt áfram: “Ruth er ekki hrifin af ljóð-um svo eg geymi versið hérna,” hún benti á brjóstið á sér. Svo fór hún að hlægja. “Eg ætla ekki að efa andana. Þú gerðir versið til mín, Mr. Hanson, — fyrir rósina mína, sem eg gaf þér.” Hún fitjaði dálítið upp á nefið og nú stóð hún beint fyrir framan mig. Það var einkennilegur glampi í augunum á henni og kinnar hennar voru blóðrjóðar. Það, að hún var í raun og veru miklu fegurri stúlka en Ruth systir hennar varð nú alt í einu ljóst fyrir mér. Það var aðeins æska hennar og barnahlátur, sem hafði staðið í vegi fyrir því, að eg hafði ekki tekið það til greina. Hún kom svo nálægt mér að eg hélt að hún ætlaði að hvísla einhverju í eyrað á mér. En hún sagði í eðlilegum málrómi: “Systir mín er hrædd við þig. Andarnir hafa gefið henni boðskap um það, að vera varkár. Mr. Cowby er alt- af að gefa henni bendingar, frá þeim, um það, að vera varkár.” “Hefir þú gengið af göflunum,” spurði Ruth þóttalega. “Nei,” tók Helen fram í fyrir henni, “en segðu mér hvers- vegna Mr. Cowby finnur aldrei ástæðu til þess, að gefa mér við- vörun? Hann hefir aldrei haft neinn boðskap í þá átt til mín, um það að eg skuli varast Mr. Hanson.” Þegar þær systur yfirgáfu herbergin mín, sneri Helen sér við í dyr-unum og sagði: “Mr. Hanson. Gleymdu því ekki að koma á samkomuna okk- ar í kvöld. Samkoman byrjar klukkan 9.” Hún sneri sér mjúk- lega við, og skelti hurðinni á eftir sér. Fólkið, sem eg mætti á anda- trúarsamkomunni, var flest mið- aldra fólk, mest megnis kvenn- fólk. Safnaðarstjórinn, Mr. Cow- by, virtist vera á þrítugs aldri. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, gráeygður og þunglyndis- legur á svip. Við fyrstu kynn- ingu okkar, afréð eg það, að hann væri ekki að mínu skapi, og fyrir þá ástæðu fann eg til undiröldu í sjálfum mér, um það, að vera á verði um framferði hans, eða með öðrum orðum, að leita eftir gölLum hans og gera hann að skotspæni fyrir útásetningar mín ar. Frh. \ ý V Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grœnmetisverzlun ríkisins. SURE DID, JOE.- \?UT.THEN l GOT TO THINKING -THE HARNESS CAN NN/AIT- |'M PUTTINQ THAT MONEY INTO AN extra VICTORY BOND/ PEACE MAV BE HERE gUT W/e've STILL GOT TO PAY FORIT ! BESIDES I LIKE THE FEEL OF VlCTORY BONDS IN THE OLP

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.