Lögberg - 25.10.1945, Síða 5

Lögberg - 25.10.1945, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER, 1945. 3 II UCA/HAL UVENNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDlS Árdís, er ársrit, sem gefið hefir verið út af Bandalagi Lúterskra kvenna í síðastliðin þrettán ár. Ritstjórar þess eru: Mrs. Ingi- björg J. Ólafsson, forseti B.L.K. og Mrs. Margrét Stephensen. Árdís hefir jafnan verið fjöl- breytt rit að efni og hefir birt greinar eftir margar ritfærustu konur meðal Vestur-íslendinga. Prestar kirkjufélagsins hafa einn ig lagt fram drjúgan skerf til ritsins. XIII hefti ritsins hefir borist kvennadálk Lögbergs til umsagn- ar. Er þetta hefti mun stærra en hin fyrri og er að nokkru leyti helgað 20 ára afmæli Bandalags- ins. í prýðilegri ritgerð, Banda- lag Lúterskra Kvenna 20 ára, gerir Mrs. Flora Benson ýtar- lega grein fyrir stofnun félagsins og starfi þess. Styttri greinar um sama efni eru þar, eftir Mrs. Margréti Stephensen og Mrs. Finnur Johnson, en þessar þrjár konur voru meðal stofnenda Bandalagsins, Mrs. Johnson var fyrsti forseti þess og Mrs. Ben- son fyrsti skrifari þess. Mrs. S. O. Bjerring, gjaldkeri kirkjufélagsins flutti vingjarn- lega ræðu fyrir minni Banda- lagsins á afmælishátíð þess og birtist hún einnig í ritinu. Eitt aðal áhugamál B.L.K. hef- ir verið, og er, kristileg upp- fræðsla ungdómsins. Um þá starfsemi félagsins, skrifar Mrs. H. G. Henrickson ýturhugsaða ritgerð á ensku er hún nefnir The Future Belongs to Those that Prepare for it. Ofannefndar ritgerðir svo og ágæt skýrsla forseta bera þess glöggt vitni að B.L.K. hefir mik- ið starfað og miklu góðu til leið- ar komið á þessum 20 árum. Fyrst og fremst hafa fundir og hin árlegu þing félagsins gefið konum, frá hinum dreifðu ís- lenzku byggðum, tækifæri til að kynnast starfi hinna ýmsu félaga og það hefir glætt og kveikt á- huga fyrir starfsemi í heimabygð inni; vináttusambönd hafa og skapast, sem styrkt hafa kon- urnar í framsókn þeirra. Um nokkra ára skeið, hélt B.L.K. uppi sunniudagaskólastarfsemi í prestlausum bygðum Islendinga, þar næst stofnaði það til nám- skeiða í kristilegri fræðslu á sumrin á einhverjum fögrum stað við vatnið. Nú eru konurn- ar að berjast að því marki að reisa sínar eigin sumarbúðir til þess að tryggja framtíðar starf- semi sína á þessu sviði. Eru þær þess maklegar og málefnið engu síður, að þær njóti stuðnings og styrks almennings til þess að hrinda þessu áhugamáli í fram- kvæmd. Félagsleg starfsemi íslenzkra kvenna svipmerkir sögu Vestur- Islendinga. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar varð fyrst til þess að safna í sjóð til þess að stofna gamalmennaheimilið. Með nokkr um skýrum og lifandi myndum rekur séra Sigurður Ólafsson, 30 ára sögu gamalmennaheimilis- ins Betel. Aðrar greinar í ritinu varðandi kristileg málefni og starf Bandalagsins eru: Bregð- umst eigi skyldu okkar, eftir Mrs. Sigríði Sigurgeirsson; Sex- tíu ára minning kvenndjákna starfsins í Ameríku, eftir Mrs. Lenu Thorleifsson; Prayer, eftir Maria Buhr. Þá eru og skýrslur forseta, Mrs. Ingibjargar Ólafs- son; formaður sumarbúða nefnd- arinnar, Mrs. Fjólu Grag; bind- indismála, Miss Lilju M. Gutt- ormsson og þingtíðindi. Að sjálfsögðu skipa ofangreind mál öndvegi í ritinu en þar er einnig að finna margt skemti- legt annars efnis: Óður alþýðu- konunnar, kvæði eftir Jórunni ólafsdóttir, Sörlastöðum. Iðnaðar sýning, eftir Mrs. Albert Wathne, lýsing af iðnaðarsýningunni, sem haldin var í vetur, undir um- sjón Manitoba deildar Canadian Handicrafts Guild; Frá fjarlœg- um stöðvum, skemtileg ferða- saga frá Afríku, eftir Mrs. Freyju Ólafsson Thomas; í gegnum dal- inn, smásaga eftir hina góðkunnu skáldkonu, Rannveigu K. G. Sigurbjörnsson; Stjúpmóðurin, frásögn um stjúpmóður Abra- hams Lincoln, þýdd af Ingi- björgu J. Ólafsson; Sundurlausir þankar, varðandi þjóðræknismál eftir sama höfund og þrjár fagr- ar minningagreinar um látnar samtíðarkonur. Eftir að hafa lesið ritið spjald- anna á milli, las eg aftur Sundur- lausa þanka, eftir I. J. Ó. Finst mér sumar niðurstöður höfund- ar, varðandi þjóðræknismálin, ekki í fullu samræmi við þann þjóðræknisanda, sem kemur greinilega í ljós í mörgum rit- gerðanna; þær gefa ekki til kynna að þjóðernisvitund okkar sé að sljófgast. Þvert á móti virðist mér konurnar gera sér fulla grein fyrir því að þjóð- ernistilfinning Vestur-íslendinga sé enn svo sterk, að hún geti orðið þeim öflugur stuðningur í því að hrinda hugsjónamálum sínum í framkvæmd. Þjóðernis- metnaður þeirra er slíkur að þær ákveða, að vera sjálfstæðar og byggja sínar eigin sumarbúðir; þær fagna því sérstaklega að eignast stað fyrir sumarbúðirn- ar, sem merkur er í sögu Vestur- Islendingá; ritið sjálft, Árdís, skrifað að mestu á íslenzku og þessi félagsskapur íslenzkra kvenna, sem færist í aukana með ári hverju; alt þetta bendir til að þjóðernisvitund okkar er enn í fullu fjöri. Og tilfinning- in fyrir þjóðerninu er dýrmæt, þegar hún glæðir ábyrgðartil- finninguna gagnvart feðrum og niðjum og hvetur menn til fram- sóknar og dáða. Sambandið milli þjóðernisvit- undarinnar og tungunnar er svo náið að hætt er við að þjóðernis vitundin tapist þegar tungan gleymist. Öll viðleytni, jafnvel sú, að kenna unglingum að bera fram íslenzk ljóð, þótt þau séu ekki sem bezt að sér í málinu þar fyrir utan, ber einhvern ár- angur. Myndu margir fagna því ef Bandalagið beitti sér aftur fyrir samkeppni í framsögn ís- lenzkra ljóða. Eftir að B.L.K. hefir reist sumarbúðir sínar með aðstoð góðra Islendinga, mun félagið e. t. v. sjá sér fært að stofna til stuttra námskeiða í ís- lenzku og íslenzkum fræðum? Árdís, er rit, sem allar kver\- félags konur ættu að eiga; það er málgagn félags þeirra og þeim því ómissandi, ef þær vilja fylgj- ast með því, sem er að gerast í félagsskapnum. Ritið er einnig skemtilegt aflestrar, fyrir utan- félagsmenn. Áskriftargjald” er aðeins 35 cent. Til sölu hjá Mrs. Finnur Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg, Man. Fæst einnig hjá forsetum kvennfélag- anna. Æskuminningar Eftir Kristínu í Watertown III. Þorkell var maður gæfur í lund og gætinn, með ljúfmann- legt viðmót, bindindismaður og trúrækinn. Fóstursystir hans, sem unni honum ekki síður en bræðrum sínum, kvað um hann vísu þessa: Viðmótshýr og viðfeldinn viður Freyju trega, hjartagóður, guðrækinn, greindur sæmilega. Þetta var sönn lýsing. Hann stundaði sjómennsku, haust og vor; var laginn og heppinn sjó- maður, en fjármaður var hann á vetrum. Líka var Þorkell lag- tækur maður og hafði á hendi alla viðgjörð verkfæra og áhalda heimilisins og ýmsar smíðar. Sigríður Guðmundsdóttir, kona hans, líktist bæði fóstru sinni og móður. Hún var stórvirk og þrekmikil; sjálfstæð sauma- kona og unni hannyrðum; skrif- aði fallega hönd; var kát í lund og fljót að svara í hendingum, eins og margir á þeim tíma. Voru þar liprar og auðveldar hending- ar, látnar ríma. Var það oft að Hámundastaða bræður létu fjúka í ljóðum og hendingum, en stúlk ur botnuðu vísurnar, sem kallað var. Þótti þetta góð skemtun. Þannig var það eitt sinn að Þorlákur Hallgrímsson færði Sig ríði bréf, sem hún átti von á frá móður sinni, vestan úr Skaga- firði. Þá kveður hann: Hér er bréf þitt baugaskorð. Breið það nú í parta. Þá svarar Sigríður: Þér skal greiða þakkarorð, það af glöðu hjarta. Á þeim tíma voru hagyrðing- ar, svo að segja, á hverju heimili Eiríkur skáld í Uppsölum, afi Þorsteins skálds í Winnipeg, kom þá inn á ströndina og las sögur og ljóð fyrir fólkið. Öllum þótti vænt um hann, því hann var mesti gleðimaður, frjáls og fynd- inn. Líka var hann listfengur í öllum verknaði. Góðkunningi var hann foreldra minna, Þor- kells og Sigríðar, og orkti þeim br úðkaupskvæði. Eiríkur skáld og Margrét kona hans áttu þrjár dætur, hétu þær Margrét, Aldís, og Gunnvör, myndarstúlkur og vel gefnar. Al- dís, móðir Þorsteins skálds, var einna líkust föður sínum, kát og glaðlynd. Voru stúlkur þessar, vinkonur móður minnar, þó þær væru nokkuð yngri en hún. Um þetta leyti breyttist margt á Hámundarstöðum. Hallgrímur yngri, sem kallaður var, giftist nú í annað sinn. Konan var Filipía Stefánsdóttir Baldvins- sonar prests á Upsum. Móðir Filipíu var Þórdís Þórðardóttir, ein af hinum vel kunnu Kjarna systrum, Þessi Þórður á Kjarna í Eyjafirði var merkismaður, en þótti lítið eitt sérvitur. Hann átti sjö dætur, sem allar hétu Bjarg- ir, nema þessi Þórdís. Þar voru Ingibjörg, Þorbjörg, Kristbjörg, Sigurbjörg, Aðalbjörg og Björg. Allar voru þær álitlegar og beztu kvennkostir. Er mikil ætt frá þeim komin, bæði á Norður- og Austurlandi. Ingibjörg og maður hennar, Andrés, bjuggu á syðri Bægisá í Hörgárdal. Hún varð nítján barna móðir, sem öll komust upp. Margt af börnum þessum og barnabörnum komu til Vest- urheims snemma á árum, efni- legt og myndarlegt fólk. En Ingi- björg lét ekki við það sitja, að koma upp barnahópnum sínum með sóma; hún hafði líka alls- konar hjáverk. Hún var orðlagð- ur vefari og hannyrðakona. Hún óf hin fögru áklæði, er konur á þeim tíma lögðu á reiðsöðla sína. Var það prýðisfallegur vefnaður; uiidirliturinn dökkur með alls- konar útflúri og fögrum litum, líkt og skattéring. Voru áklæði þessi víðfræg um alt Norðurland. Ef við hefðum þessi áklæði nú á tímum, myndum við breiða þau á sófa eða legubekki og yrði það mikil stofuprýði. Frh. Dr. Helgi . . . (Frh. af hls. 4) ykkur Vestur-lslendinga að með bæði handrit, bréf og bækur, sem hér hafa verið prentaðar. Væri vel gert ef menn vildu athuga hvort ekki væri eitthvað af slíku geymt í gamalli kistu. Sérstak- lega vil eg skora á prestana, sem aila tíð hafa verið manna drjúg- astir að varðveita gömul menn- ingarverðmæti og helst kynnu að vita hvar slíks er að leita. Mætti senda allt slíkt hvort heldur til ræðismannsins okkar í Winnipeg, til mín í New York eða senda það beint til Landsbókasafnsins. En fyrir alla muni: Sjáið um að ekkert glatist af slíku. Að endingu vil eg biðja um að skila kveðju til vina hér, sem eg hefi ekki haft tíma til að hitta. Mér þótti ákaflega gaman að koma hingað aftur og fanst eg vera að koma heim er eg hitti ykkur hér. Og kona mín er jafn hrifin af fegurð Winnipeg og ást- úð ykkar landanna og eg, enda vissi eð að svo mundi verða.” Borgið LÖGBERG VÉR VERÐUM AÐ VINNA FRIÐINN! ♦ Áður en sagt verður að sigur vor sé fullkominn, verðum vér að leggja fram fullan sicerf í þágu þeirra viðreisnar og nýsköpunar, sem koma á. Lamaða líkami þarf að græða .. . hungrað fólk þarf að seðja, og klœðlausa að klœða ... borgir verða að endurbyggjast. Konur og menn, sem heim koma úr herþjónústu, eiga heimtingu á liðsinni voru, og vænta þess að vér leggjum ftam vorn hluta með það fyrir augum, að þeim auðnist hluttekning i þeirri fögru veröld, sem þeim hefir verið heitið. Manitoba verður að kaupa $100,000,000 í níunda sigurláninu. Stjórnin mun enn sem fyr leggja fram ríflega upphæð úr varasjóðum sínum sigurláninu til fulltingis, en markinu verður ekki náð öðru vísi en með samstiltum átökum borgaranna í heild. Vegna framtíðarinnar . .. vegna þeirra er vér unn- um og standa oss næst . .. vegna framtíðar Canada, verðum vér að kaupa Sigurlánsbréf nú með jafn glöðu geði og viðgekst um fyrri lánin. Premier. THE GOVERNMENT OF THE PROVINCE OF MANITOBA Minniát BETEL í erfðaskrám yðar you/t Abmei/ÚUt/U/ VICTORY BONDS HuGSIÐ yður allar þær umbætur, sem efnavísindin hafa hrundið í framkvæmd hin síðustu ár. Bílar vorir hafa notað hjólbarða, sem enzt hafa lengur vegna vísindalegrar gerðar. Fegurð þeirra hefir orðið miklu varanlegri vegna notkunar “Duco” og “Dulux”. Gangskiftirarnir hafa verið hertir með efnavísindalegum aðferðum, og mótaðir sveigjanlegir partar hafa verið not- aðir til prýðis að innan. Hið fræga nylon garn er afkvæmi efnavísindanna, og sama er að segja um málningarvörur, gljákvoðu og lakk- efni til fegrunar heimilum vorum, og hið gagnsæa “Lucite”. Efnavísindin hafa fundið upp vatnshelda dúka og hlífarföt, ásamt mörgu fleru. En mest er þó um það vert, að efnafræðingar vorir eru sýknt og heilagt að verki, leitandi að aðferðum til þess að gamlar framleiðsluvörur gefi betri árangur, og finna upp nýjar framleiðslutegundir, sem auka á þægindi canadiska fólksins á ókomnum árum. Efnavísindin eru sífelt á ferð. Með umbótum . . . skapa efnavísindin bætt kjör CANADIAN INDUSTRIES LIMITED með efnavísindum I.N./45-9 Þjóna Canada

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.