Lögberg - 25.10.1945, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGIMJN 25. OKTÓBER, 1945.
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
Jackueline varð einnig dálítið fjarlægari
manninum, sem hún kallaði “hinn mikla mál-
ara”, en hún hafði áður verið. Jackueline hafði
í hjarta sínu einhvern bala til hans. Hún hélt
að hann áliti, að hann mætti stríða sér, og eftir
því, sem hún varð eldri, þeim mun meir breytti
hann við hana eins og h;n væri barn, og í smá
skærum á milli þeirra, sem oft komu fyrir, varð
Jackuline sér til gremju, þess meðvitandi, að
hún bar nú ekki ávalt hærri hlut, eins og hún
hafði gert áður. Hún var nú ekki framar brúða,
eða eins fjörug og hún hafði verið. Hún var
fljót til skapbrigða, og tók allt glvarlega, og það
var eins og hugsun hennar og vitsmunir nytu
sín ekki, vegna feimni, sem var henni áður alveg
óþekkt. Henni sárnaði hin stöðugu meinyrði sem
Marien brúkaði við hana, svo henni lá oft við
að fara að gráta, en þó var hún aldrei ánægð
nema að hann væri viðstaddur. Hún taldi dag-
ana frá einum miðvikudeginum til annars, því
hann borðaði óvalt miðdagsverð hjá þeim á
hverjum miðvikudegi, og hún fagnaði hverju
tækifæri til að sjá hann á öðrum dögum. Þessa
vikuna hafði hún séð hann tvisvar. í hálfan
klukkutíma hafði Marien staðið þegjandi og ó-
lundarlegur meðal hinna kátu gesta, sem hann
skifti sér ekkert af. Hann óskaði helst að geta
komist burtu, en hafði ekkert tækifæri til þess,
vegna einhvers, sem Madame de Nailles sagði,
eða einhvers merkis, sem hún gaf honum. Jack-
uline hafði verið að hugsa: “Ó, ef hann bara
vildi koma og tala við okkur.”
Hann færði sig nú yfir í stofuna til ungu
stúlknanna, og einhver eðlisávísun kom Jack-
uline til að standa upp og segja honum — hvað,
hvað átti hún að segja honum?
Hún vissi það ekki, en fáum augnablikum
áður var svo margt í huga hennar, sem hún
ætlaði að segja honum, og það sem húh loksins
sagði var:
“Monsieur Marien, gerðu svo vel að fá þér
bita af þessu kryddbrauði,” og eitthvað svo
óhöndulega rétti hún honum diskinn með krydd-
brauðinu, vegna þess að hendur hennar voru
óstyrkar og skulfu.
“Nei, þakka þér fyrir,” sagði hann, mjög hátíð-
lega, “með þínu leyfi kýs eg fremur að taka
glas af púnsi.”
“Eg held að púnsið sé kalt; — eigum við ekki
að láta heitt te í það. Bíddu við, eg skal hjálpa
þér.”
“Þúsund þakkir; en eg kann betur við að
gera svoleiðis smá eldamensku sjálfur. Þess
utan virðist mér að jómfrú Giselle, með sitt
engils sinni, sem vill ekkert sælgæti, hafi ekki
eftirskilið mikið á borðinu hana okkur að eta.”
“Hver — eg?” sagði vesalings Giselle, í sak-
leysislegum undrunarmálróm.
“Kærðu þig ekki um hvað hann segir,” sagði
Jackueline, eins og hún væri að taka þessa
frændkonu sína undir sína vernd.
*Hann er alveg fullur af stríðni; og það er
ekki takandi mark á því sem hann segir. En
eg mætti alveg eins vel tala við hana grísku,”
bætti hún við og yppti öxlum.
“í klaustrinu vita þær ekkert um hvernig á
að taka spaugi. Viltu gera svo vel að vera ekki
að spauga við hana, Monsieur Marien.”
“Eg veit, eftir því sem eg hefi heyrt, að
jómfrú Giselle, verðskuldar aðdáun og sanna
virðingu,’? bætti hinn miskunarlausi málari við.
“Eg gæti kropið að fótum hennar, — og þínum
líka. Nú fer eg og ætla að fá mér ofurlítinn
dúr, upp á gamlan og góðan enskan móð.”
“Því ferðu svo fljótt? Þú getur ekki gert neitt
meira í dag.”
“Nei, þessi dagur hefir verið mér tapaður —
það er satt.”
“Það er á sinn hátt, kurteislega sagt —!” og
Jackueline roðnaði í andliti og talaði af ákafa.
“Af hverju starir þú svona stöðugt á mig?”
“Eg? Það er ómögulegt að eg hafi leyft mér
að stara á þig, jómfrú góð.”
“Það er þó það, sem þú gerir. Eg hélt þú
værir að setja eitthvað út á mig. Hvað er það?
Kannske að það hafi verið ógreiddur lokkur í
hárinu á mér, eitthvað sem þér fanst hlægi-
legt?”
“Eitthvað rangt við hárið þitt? Það er allt
af eitthvað rangt við það; en það er ekki þér
að kenna. Þú getur ekki að því gert þó það
líti út eins og broddgöltur.”
“Broddgöltur hefur ekkert hár,” sagði Jack-
ueline, stórlega móðguð af því er hann sagði.
“Það er satt, þeir hafa bara brodda, sem
minna mig á geðsmuna viðkvæmni þína. Eg
bið þig fyrirgefningar, ef eg horfði of for-
vitnislega á þig. Eg var einungis að horfa á
þig frá sjónarmiði listamannsins, — sem er
ávalt leyfilegt í minni stöðu. Þú veist að eg
sé þig varla nokkurntíma að deginum til, eg
verð að vinna eins lengi og dagsbirtan endist.
Og á þessum sólbjarta apríl degi, var eg að
segja við mig sjálfan — fyrirgefðu frekjuna! —
að þú værir nú búin að ná hinum rétta aldri til
þess að mála mynd af þér.”
“Mynd! Varstu að hugsa um að mála mynd
af mér?” sagði Jackueline, uppljómuð af fögn-
uði.
“Vertu nú róleg. Á milli draums og þess að
hann rætist, er oft langur tími. Eg var bara að
ímynda mér mynd af þér.”
“En mynd af mér mimdi verða hræðileg.”
“Hugsanlegt. En það roundi vera komið undir
hæfileikum málarans.”
“Já, en eg er svo — eg meira, svo vöðvalaus
— svo grönn,” sagði Jackueline, í ósamstæðum
orðum.
“Já það er satt; limirnir eru ems og á engi-
sprettu.”
“Oh! þú meinar fótleggina — en handlegg-
irnir ...?”
“Handleggirnir verða að samsvara fótleggj-
unum, en eins og þú situr núna, sé eg bara
höfuðið, og það er betra. Nú hefi eg gert grein
fyrir því, hvers vegna að eg horfði svo fast á
þig. Eg skal muna það framvegis að móðga þig
ekki með því. Eg býst við, að í staðinn fyrir að
jagast við mig, að þér sé ætlað að fleigja þér
í faðminn á Fred frænda þínum.”
“Fred! Fred d’Argy! Hann er núna í Brest!”
“Hvar hefurðu augun barnið mitt, hann var
rétt núna að koma hér inn, með móður sinni.”
Og rétt í þessu kallaði Madame de Nailles,
með sínum skæra hljómfagra málróm:
“Jackueline!”
Jackueline fór aldrei, án þess hún væri kölluð
yfir hina ímynduðu línu, milli þessara sam-
kvæmissala. Henni var vanalega sagt, eins og
barni að koma og tala við þá sem tóku hlutdeild
með henni, eða þeim sem voru svo vingjarn-
legir að langa tiFað sjá hana. Madame d’Argy,
hafði verið kær vinkona móður hennar sálugu.
Jackueline hafði alist upp undir hendi stjúp-
móður sinnar, en mundi svo sem ekkert eftir
móður sinni, því hún var svo ung er hún dó.
Það sem hún vissi um hana, hafði Modeste,
hjúkrunarkonan hennar sagt henni. Hún mundi
bara eftir móður sinni, sem fölri og veikri, sem
lá altaf í sófanum. Litli svarti kjóllinn, sem
hafði verið búinn til handa henni, var ekki
hálf slitinn þegar ný mamma, eins kát og fjörug,
eins og hin hafði verið veik og fjörlaus, kom á
heimilið, eins og sólskins geisli.
Eftir það voru þær, Madame d’Argy og
Modest, þær einu manneskjur, sem töluðu við
hana um móður hennar. Madame d’Argy kom
vissa daga til að fara með hana út í grafreit-
inn, til að sýna henni gröf og legsteininn á leiði
móður hennar, þar sem Jackueline las á leg-
steininum, er hún bað fyrir sál móður sinnar:
“Marie Jackueline Adelaide De Valtier. Bar-
onne De Nailles, tuttugu og sex ára gömul.”
Sú viðkvæmnis tilfinning, sem með þ-essu
var vakin í huga Jackueline til móður sinnar
og sem festi rætur í huga hennar, varð oft
áberandi, er hún við viss tækifæri var valin
til að leika fyrir gestum, heima hjá sér, “hinn
melankóliska pílagrím.” Þrátt fyrir að enginn
sérstök ástæða væri til þess, varð Jackueline
þess þó vör, að einhver kuldi átti sér stað á milli
Madame d’Argy og stjúpmóður sinnar.
Þessi trygga vinkona, fyrri kona Monsiure
de Nailles, var hvorki skrautbúin né fríð. Hún
hafði ávalt borið hinn dökka sorgarbúning síð-
an hún misti manninn sinn, fyrir mörgum ár-
um. Jackueline fanst þetta, bæði óþörf og ó-
eðlileg siðavendi. í þetta sinn, var eins og ó-
þægileg skylda befði neytt hana til að slíta hin-
um glaðværu samræðum við skólasystur sín-
ar. Hinn ólundarlegi svipur, sem hún setti á
sig er móðir hennar kallaði á hana gat vel
þýtt, að hún ætti að koma til að ónáða Madame
d’Argy.
“Jackueline,” var kallað aftur með hinum
silfurskæra málróm, sem kallaði á hana áður,
og innan stundar var Jackueline komin mitt á
meðal fullorðna fólksins. Hún heilsaði hæversk-
lega, og hneigði sig samkvæmt siðareglum fyr-
ir gestunum, og kypti á hendina á gömlu
Madame de Monredon, eins og henni hafði ver-
ið kennt að gera frá því hún var lítið bar'n.
Madame de Monredon var amma Giselle. Jack-
ueline hafði verið sagt að kalla hana “móður-
systur sína”, en í huga sínum kallaði hún hana
La fée Grognon. Madame d’Argy benti á son
sinn, og sagði:
“Ertu ekki forviða, elskan, á svona óvæntri
komu hans? Hann fékk leyfi til að koma heim,
sem snöggvast. Við komum hingað fyrst, auð-
vitað.”
“Það var mjög vel gert af þér. Hvernig líður
þér Fred?” sagði hún, og rétti ungum manni,
sem var í gullborðalagðri treyju, hendina; hann
stóð hjá móður sinni, og fitlaði við húfuna
sína, milli handa sér, eins og hann væri hálf
vandræðalegur.
“Það er nú orðið langt. síðan við höfum sést;
en mér sýnist að þú hafir ekkert stækkað síð-
an,” sagði Jackueline.
Fred roðnaði upp í hársrætur.
“Það má segja sama um þig,” sagði Madame
d’Argy.
“Nei, hvað hún er orðin stór!” sagði baron-
essan, kærleysislega.
“Ef hún gerði sér grein fyrir því,” hvíslaði
Madame de Monredon, sem sat hjá Madame
d’Argy í causeuse í laginu eins og S, “því klæðir
hún hana eins og krakka, sex eð sjö ára? Það
er alveg óþolandi! Hún hefur enga aðra ástæðu
til að láta hana vera svona krakkalega búna,
nema til þess að sýnast sjálf svo ungleg. Hún
er bara stjúpmóðir hennar.”
“Auðvitað. En það gæti skeð að fólk færi að
bera þær saman. Fegurðin í blómknappnum
springur stundum út þegar minst varir, og
þess er hvorki vænst né óskað.”
“Já, hún er að láta ásjá, býsna mikið. Smá-
vaxnar konur ættu ekki að leyfa sér að verða
feitar.”
“Hvað um það, eg get ekki fyrirgefið henni
að láta fimtán ára gamla stúlku ganga í stuttu
pilsi.”
“Eg held að þú sért að segja hana eldri en
hún er.”
“Hvernig er það? hvernig er það? Hún er
tveimur árum yngri en Giselle, sem nú er á
átjánda árinú.”
Meðan þessar tvær konur voru að ræða sam-
an um Jackueline, var Madame de Nailles að
tala við hinn unga sjóliða.
“Monsieur Fred, okkur skyldi þykja vænt
um að hafa þig hérna hjá okkur, en þig langar
líklega til að sjá einhverja af þínum görnlu
vinstúlkum. Jackueline getur farið með þig til>
þeirra. Þær verða glaðar að sjá þig.”
^“Agætt!” sagði Jackueline. “Dolly og Belle,
eru í hinum salnum. Þú manst eftir Is’abel
Ray, sem tók dansæfingar með okkur.”
“Auðvitað,” sagði Fred, og fór með frænd-
konu sinni, en saknaði þess að sverðið hans var
ekki að dangla í fótleggina á sér, sem hefði gert
hann svo mikið stórmannlegri í augum allra
kvennanna, sem þar voru. Honurn var alls ekki
ógeðfelt að fara frá þessum kvennahóp; og um-
fram allt varð hanin feginn að sleppa frá
hinum kristal skæru augum Madame de Nailles.
En að hinu leytinu, að vera sendur yfir til ungu
stúlknanna, eftir að hafa verið móðgaður með
því að segja, að hann hefði ekkert stækkað,
það særði sjálfsmetnað hans.
Jackueline fór nú með hann þangað sem ungu
stúlkurnar voru; þær voru flestar leiksystur
hans frá bemskuárunum og þekktu hann. Þær
hrópuðu allar í einu:
“Velkominn Fred!” og drógu að sér kjólana
til þess að gefa honum rúm á bekknum hjá
sér.
Jackueline gekk fram fyrir stúlkurnar og
sagði:
“Eg ætla að kynna ykkur borðalagðan snáða,
frá æfinaskipinu Borda.”
Þær fóru allar að hlægja.
“Borðalagðan snáða!” sögðu þær allar í senn.
“Eg verð ekki lengur á æfingaskipinu,” sagði
ungi maðurinn, og gerði hreifingu með hægri
hendinni, eins og hann væri að þreifa eftir
hjaltanu á sverðinu sínu, sem var þar ekki,
“eg fer nú bráðlega í mína fyrstu sjóferð, sem
merkisberi.”
“Já,” sagði Jackueline, “hann á nú að fara
á annað skip — Jean-Bart. Þið sjáið að hann
ber þrjú “C”, sem tákna að hann var hæstur í
sjóheræfingaskólanum.”
Stúlkurnar létu fögnuð sinn í ljósi með hægu
lófataki. Fred þurfti þess líka með, að honum
væri sýnd samhygð og viðurkenning, eins og
hann hafði unnið til. Hann var ekki mikill á
að sjá, hann var á þeim aldri er yfirskegg
ungra manna er eins og dúnn, aldri, þegar
ungir piltar líta æfinlega sem verst út, og eru
klaufalegir og ófélagslegir af því þeir eru
feimnir.
“Svo þú verður ekki iðjulaus hér eftir,” sagði
Dolly, frekar stríðnislega.
“Það var sagt að þú hefðir farið í sjóherinn
til að losast við skólalexíurnar þínar. Það get
eg vel skilið.”
“Ó, hann hefur staðist með særnd, mörg erfið
próf,” sagði Giselle, sem vildi koma honum til
hjálpar.
“Eg hélt að eg hefði verið búinn að fá nóg
af skólaveru,” sagði Fred, án þess að bera
neina vörn fyrir sig, “og auk þess hafði eg aðra
ástæðu fyrir að fara í sjóherinn.”
Þessi “önnur” ástæða var að losast úr þeirri
einangrun, sem móðir hans hélt honum í, hún
hafði hann svo að segja tjóðraðan við svuntu
strenginn sinn. Hann langaði til að gera eitt-
hvað sem gerði hann að manni, en hann sagði
þeim ekkert um áform sitt, en borðaði með
góðri lyst krydd kökurnar, sem þær buðu hon-
um. En áður en hann tók kökurnar sem honum
voru réttar, tók hann hanskana af höndurn sér,
og sást þá að hann hafði bæði sigg og sprungur
á höndunum.
“Hvað er að sjá hendurnar á þér, Fred!” sagði
Jackueline, sem tók strax eftir hvernig þær
litu út,” hvaða óþverra berðu á hendurnar á
þér?”
Hann svaraði stuttlega:
“Við þurfum allir að róa, við þurfum líka
allir að vinna við vélarnar; en það er bara
meðan við erum að læra. Það er býsna harð-
ur lærdómur. Að náminu loknu fáum við ein-
kennisbúninginn okkar og verðum sendir í her-
þjónustu utanlands, og búumst við að fá hærri
itöður.”
“Og meiri sæmd,” sagði Giselle, sem fékk
nú áræði til að tala.
Fred leit þakklátlega til hennar. Hún skildi
afstöðu hans og tilfinningu langtum betur en
Jackueline, sem hann hafði þó fyrst trúað fyrir
áformi sínu, og dagdraumum. Hann hélt að
Jackueline væri sjálfselsk. Hún virtist hugsa
bara um sig sjálfa. En hvort heldur sjálfselsk
eða ekki, þá geðjaðist honum betur að henni
en nokkurri hinna stúlknanna, sem hann þekti
— þúsund sinnum betur en hinni hógværu og
blíðu Giselle.
“Já, upphefð, auðvitað!” sagði Jackueline.
“Eg skil hve mikils virði það er, en það er
ýmisleg upphefð, og eg veit hvaða sæmd eg
mundi kjósa mér”, bætti hún við í málróm,
sem gaf til kynna, að það væri ekki í hermensku
né hættulegum sjóferðum.
“Við vitum öll,” hélt hún áfram, “að allir
menn eru ekki genius, en hver heppinn og
duglegur sjómaður getur orðið aðmíráll.”
“Við skulum vona að þú verðir það bráðum,
Monsieur Fred,” sagði Dolly.
“Þú verðskuldar það, eins og þú hefir getið
þér góðan orðstýr á skólaskipinu Borda”.
Þetta kom Fred til að segja þeim svolítið um
tilhögun og lífið á æfingaskipinu; hann sagði
þeim hvernig foringjarnir, sem byggju í landi,
kæmu upp stiga, upp á byssu dekkið, sem hafði
verið igert að kennslustofu; hvernig sex sjó-
liðar yrðu að hafast við í einum byssuklefa,
þar sem hengirúmum úr striga var krækt upp,
það voru legurúm þeirra; að bænahúsið var
skápur, sem var opnaður aðeins á sunnudög-
um. Hann lýsti fyrir þeim klifur æfingum í
reiða skipsins, skotæfingum, og mörgu öðru,
sem hefði verið fróðlegt að heyra. Sú ályktun
sem ungu stúlkurnar komust að, eftir að hafa
heyrt það sem Fred sagði, var ekki hughreyst-
andi. Þær sögðu nærri því allar einum dómi:
“Hugsa sér að nokkur stúlka vilji giftast
sjómanni.”
“Því ekki?” spurði Giselle, undir eins.
“Til hvers er að eiga mann, sem altaf er í
burtu frá þér? Það væri þá betra að vera ekkja.
Ekkja getur þó að minsta kosti gift sig aftur.
En þú skilur þetta ekki Giselle. Þú ætlar að
verða nunna.”
“Ef eg hefði verið í þínum sporum, Fred,”
sagði Isabel Ray, “hefði eg fremur farið í
riddaraskólann í Saint Cyr. Mig mundi hafa
langað til að verða góður veiðimaður, ef eg
hefði verið karlmaður, það er og sagt að for-
ingjar í sjóhernum séu aldrei góðir reiðmenn.”
Vesalings Fred! hann varð að hálfgerðu við-
undri þarna á meðal ungu stúlknanna. Flest,
sem fólkið var að tala um var honum ókunnugt
um, og það sem hann gat talað um virtist ekki
vekja athygli né eftirtekt neinna viðstaddra,
nema Gíselle, sem var snillingur í þeirri list að
láta í ljósi samhygð sína, hún hlustaði á það
sem hann sagði, og veitti því nána eftirtekt, en
sagði ekkert orð sjálf.
Auk þess var Fred fálátari í tali við Jack-
ueline en hann var vanur. Þeim hafði verið
bannað að þúast, því þau væru orðin of gömul
fyrir svo náin kunnugleik. Það var hann, en
ekki hún, sem fór eftir þessari fyrirskipun.
Jackueline varð þessa brátt vör, og skelli hló.
“Fred, þú þérar mig,” sagði hún hlæjandi,
“eg átti náttúrlega að þéra þig líka, en eg
gleymdi því. Mér finst það svo sérvitrungslegt,
þar sem við höfum alltaf verið vön að þúa hvort
annað.”
“Maður á að hætta því, eftir fyrstu endur-
fundi,” sagði elsta stúlkan í hópnum, ofur til-
gerðarlega. Við hættum að þúa drengina, sem
eru skyldir okkur eftir að við höfum neytt
altarissakramentisins í fyrsta sinn. Mér hefur
verið sagt að það sé ekkert sem meir skapraun-
ar eiginmanni, en þessi unglingslegi kunnug-
leiki milli konunnar hans, og frænda hennar,
eða leikbræðra.”
Það mátti sjá á svip Giselle, að henni geðj-
aðist ekki að þessari ræðu, og sama var með
þær Bella og Yvonne. Þær sneru nú samtalinu
að því hvaða námsgreinar í skólanum þeim
þættu skemtilegastar, og hverjar hefðu fengið
hæsta einkunn fyrir að semja smásögur. Giselle,
sem var alin upp í klausturskóla, gat lítið sem
engan þátt tekið í því tali. Auk þess höfðu
þær yfir gamanvísur, sem Giselle þótti ekki
kvennlegar. Þær hlógu allar dátt að þessum
vísum, og sögðu eftir litla þögn:
“Eru þær ekki aldeilis ljómandi?”
“Hvernig geta þær talað svona?” hugsaði
Giselle. Því svona glensfullar ástavísur mis-
þyrmdu hennar ströngu siðferðis tilfinningu.
Fred leið heldur ekki sem best undir þessum
vísum, því hann hélt að Jackueline liti á sig
sjálfa, sem fullþroskaða stúlku, en hann sá, að
þó hún væri ekki fullþroskuð, var hún stöðugt
að verða fegurri og yndislegri.
Þegar hér var komið, var alt í einu kallað á
Belle og Yvonne, og þær fóru burt með þann
ásetning að segja frá því sem víðast, að Giselle,
þessi litla gæs, hefði virkileglega /vitað, að
Lambertine hefði skrifað Le Lac. Svo mikinn
fróðleik höfðu Benidiktin systurnar þó að minsta
kosti öðlast.