Lögberg - 25.10.1945, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER, 1945.
T
islendingur heiðraður
A. S. Sigurðson
Eins og kunnugt er, er Rexall
lyfjasalafélagið afar stórt og
hefur búðir um öll Bandaríkin,
í Canada og á Englandi. Tilheyra
yfir tíu þúsund menn þessum
félagsskap. Fyrir svo sem ári síð-
an voru kosnir embættismenn
fyrir þetta stóra félag, fimm
víðsvegar úr Bandaríkjunum,
einn frá Canada og einn frá Eng-
landi.
Af þessum fimm sem kosnir
voru í Bandaríkjunum, var einn
íslendingur, A. S. Sigurðson,
Moorhead, Minnesota. Þarf ekki
að orðlengja um það að hér er
um verulegan heiður að ræða.
í þessu sama Rexall félagi eru
sex heildsölu lyfjaútbýtinga
stöðvar í Bandaríkjunum. Hefur
hver þeirra ellefu framkvæmdar
stjóra. Er ein af þessum kvíslum
í Chicago og af hennar ellefu
framkvæmdarstjórum er Mr.
Sigurðson einn. Hlýtur þessi ís-
lendingur að hafa meira en lítið
álit hjá embættisbræðrum sín-
um, að þeir skuli hvað eftir ann-
að kjósa hann í sínn úrvals hóp.
A. S. Sigurðson fæddist í
Reykjavík á íslandi. Voru for-
eldrar hans Sæmundur Sigurðs-
son og Steinunn Arinbjörns-
dóttir. Lifðu þau fjölda mörg ár
á Mountain, North Dakota, þar
sem þau voru mjög vinsæl. Eru
þau bæði dáin fyrir nokkrum ár
um. Ein dóttir þeirra, Mrs.
Chris Guðmundsson, lifir enn á
Mountain og er einn sonur þeirra
Sigurður, lyfsali, í Bottineau, N.
Dakota. Hin börn þeirra Sæ-
mundar og Steinunnar munu
vera Norðvestur í Canada og í
Californiu.
A. S. Sigurðson (Ed kalla flest-
ir hann), kom til Ameríku tíu
ára gamall. Var hann strax lát-
inn fara að vinna við hitt og
annað eins og var siður var á
þeim dögum. Seytján ára byrj-
aði hann að vinna í apóteki eða
lyfjabúð og hefur hann verið við
það starf síðan. Ungur vann hann
traust og álit húsbónda síns og
var snemma settur forstöðumað-
ur í lyfjabúðum, fyrst í Valley
City og seinna í Fargo. Árið 1928
keypti hann búðina í Moorhead,
sem hann á og stjórnar. Er það
reisuleg verzlun og sýnist oftast
margt um manninn þar.
Það er ekkert nýtt fyrir Mr.
Sigurðson að vera valinn í em-
bætti. 1 Moorhead hefur hann
á meðal annars verið forseti
Chamber og Commerce, forseti
Moorhead Rotary Club og for-
seti Retail Merchants Association
auk þess að vera í allskonar
nefndum og ráðstefnum. Líka
hefur hann verið forseti North
Dakota lyfsalafélagsins og Minne
sota—North Dakota Rexall
Clubs.
Alstaðar ávinnur hann sér
sama orðstýrinn. Fólk treystir
honum, því hann reynist öllum
vel. Hann er hógvær, skynsam-
ur og trúverðugur. Góðlegur og
glaðlegur er hann og kemur æf-
inlega fram fyrirmannlega. Hann
er hár og grannur, snar í hreyf-
jngum og æfinlega mesta snyrti-
menni.
Mr. Sigurðson er kvæntur
Ruth Nilles, hjúkrunarkonu, sem
er bæði falleg og fær. Eru tveir
bræður hennar með fremri lög-
fræðingum í Fargo. Eiga þau
Sigurðsons hjónin þrjú ung
börn: Mary Elizabeth, Katherine
Anne, og Jon Edward. Er heim-
ili þeirra prýðilegt og þangað er
gaman að koma.
Menn eins og A. S. Sigurðson
vinna álit og heiður fyrir íslend-
inga jafnframt að þeir ávinna
sjálfum sér hvorttveggja.
K. O. T.
Drekatrú
Margra grasa kennir í vísinda-
ritum 18. aldar. Þar á meðal
má telja bók, sem enskur próf-
essor, er var vinur Isacs New-
tons, ritaði um dreka í Alpafjöll-
um Prófessor þessi kom á náttúru
gripasafn í Luzern, sá þar gljá-.
andi stein og spurði, hvaða berg-
tegund það væri. Safnvörðurinn
sagði, að það væri steinn úr
drekahöfði, væri hægt að ná hon-
um, ef skurður væri gerður á
kvikindinu lifandi. Prófessorinn
spurði, hvort nauðsynlegt væri,
að skepnan svæfi. Honum var
sagt, að “steinnimr’ yðri að engu
ef drekinn vaknaði, meðan á
uppskurðinom stæði. En það var
hindrað með því að hafa yfir
töfraorð og strá yfir drekann
svefnjurtum.
Prófessornum var enn fremur
sagt, að þessi “steinn” væri sjálf-
lýsandi og kæmi það drekanum
vel, þegar hann hefðist við í
dimmum hellum, þessum skepn-
um förðlaðist sýn með aldrinum,
en þá lýsti “steinniinn’ þöim.
Næðist “steinninn” úr hausi drek
ans, var hann margra meina bót,
einkum þó gegn kýlaveiki, melt-
ingarsjúkdómum og blóðnösum.
Hann var þá settur undir höfuð
sjúklingsins.
Alt þetta skildi prófessorinn
mæta vel og fékk nú brennandi
áhuga fyrir lifnaðarháttum drek-
ans. Hann spurði, hvort nokkrar
skjalfestar sannanir væru til við-
víkjandiþessum sögusögnum. Og
ekki stóð á því. Vörður safnsins
bom með sæg af gömlum skjöl-
um, sem vísindamenn og opin-
berir embættismenn höfðu stað-
fest.
Samkvæmt þessum heimildum
tók prófessorinn að rita fræðibók
um drekana í Alpafjöllum. Voru
í henni ellefu teikningar, gerðar
eftir hinum ýmsu sögusögnum
manna um drekana. Útlit þeirra
var nefnilega mismunandi. Sum-
ir voru vængjaðir, aðrir vængja-
lausir. Sumir spúðu eldi, aðrir
ekki. Sumir höfðu mannsandlit,
aðrir kattarhaus. En allir höfðu
þeir það sameiginlegt, að andar-
dráttur þeirra var svo mikilfeng-
legur, að þeir önduðu að sér
fljúgandi fuglum, ef þeir urðu á
vegi þeirra. Ein sagan er þannig:
“Jóhann Finner í héraðinu Frum
sen, iheiðarlegur maður, hvers orð
ber ekki að rengja og enn er á
lífi, hefur sagt mér skilmerkilega
frá því, að hann hafi fyrir tólf
árum, í lok aprílmánaðar, mætt
við Frumsenfjall ægilegri skepnu
svartri og grárri, sem fyrst lá
hringuð upp en hóf sig síðan þráð
beint í loft upp, minnst tveggja
metra löng, en ekki gildari en
eplatré, með kattarhaus, en enga
fætur —.” Það var, segir hann
ennfremur, sett í samband við
þessa sýn, að kýr geltust í sveit-
inni um þær mundir.
Svipuð var frásögn rituð með
eigiji hendi fógetans í Luzern,
Kristófers Schorers: “Árið 1649
gekk eg heimleiðis að kvöldlagi
og var að virða fyrir mér fegurð
himinsins. Sá eg þá allt i einu
eldrauðan dreka koma út úr helli
í fjallinu Pílatus og fljúga í hring
með miklum vængjasveiflum.
Hann vai' afar stór, halinn lang-
ur og hálsinn. í sboltinum hafði
hann sagtennur og spúði eld-
glæringum, eins og þegar gneist-
ar þjóta, er smiður hamrar gló-
andi sbeifu-----.”
Vantrúaður menntamaður á
Englandi lét í ljós þá sboðun á
sýn þessari, að fógetinn hefði
“komið heim með eithvað í koll-
inum þetta kvöld, sem hann sá
drekann”. En það þótti öðrum hin
mesta fjarstæða.
Það merkilegasta við drekana
í Alpafjöllum var þó uppruni
þeirra. “Náttúrufræðingarnir”
tóku gilda þá staðhæfingu, að
drekar blátt áfram “kviknuðu”
í rotnuðum hræjum, sem ernir
skildu eftir af bráð sinni, en
ættu alls enga foreldra.
Sunnudagur.
“Hvað er að sjá þetta,” sagði
presturinn, þegar hann hitti Jóa
sífulla á götu, “þér emð ennþá
drukknir. Eg hélt að þér væruð
gengnir í stúku.”
“Já, en finnst yður það ekki
stórmerkilegt, herra prestur, að
síðan eg gerðist bindindismaður,
þoli eg svo miklu minna en áð-
ENGINN VAFI...ÞETTR ER BEZTI
STAÐURINNII JDRflUNNI
LANGT í BURTU frá siríðsrúsium Evrópu
og Asíu . . . viium vér Canadamenn að land
vori er búsíaður frelsis. jafnréiiis og óvið-
jafnanlegra iækifæra.
Canadamenn af öllum hugsanlegum þjóðern-
um, vinna í einingu að heill landsins, sem þá
»
dreymdi um, þar sem öllum veiiasl jöfn skil-
yrði iil farsællar afkomu.
Vér stöndum í djúpri þakkarskuld við þá
menn og konur siríðsþjónusiunnar, sem eru
synir og dæiur frumherjanna, er hingað komu
um óravegu frá óial þjóðlöndum; menn og
konur, er háðu orusiur vegna rétiinda vorra
og frelsis. Og nú reynir á þolrif stjórnarinn-
ar, að koma flugmönnum vorum, sjóliðum og
hermönnum fyrir í borgaralegu lífi á ný. Nú
gefsi oss kosiur á að sýna í verki þakklæti
vori iil þeirra.
Hinir lömuðu og særðu þarfnasl læknishjálp-
ar. Þúsundir þarf að fæða og klæða, og greiða
þeim kaup meðan verið er að kenna þeim
friðariðju; lífeyri verður að greiða aðstand-
endum þeirra, er inniu af hendi fórnina miklu.
Alls þessa fjár þarf að afla með sölu Sigurláns
veðbréfa.
Nú er þess æskt, að þér kaupið Sigurláns veð-
bréf á ný. Að baki Sigurláns veðbréfunum
liggur öll auðlegð landsins, og fólkið sjálft.
Fesiið í minni, að Canada endurgreiðir hvern
dollar, sem lagður er í sigurlánsbréf. Svip-
aðir vexiir og af hinum fyrri lánum, nægja
til þess að kaupa helmingi fleiri signrlánsbréf
nú á 12 mánaða iímabili.
Sigurlánsveðbréf má kaupa með fernum
hætii:
1. Fyrir peninga.
2. Gegn reglubundnum 12 mánaða afborg-
unum af kaupi yðar.
3. Gegn umsömdum greiðsluíresii. Og með
þeim hæiii geiið þér kéypt meira af Sig-
urláns veðbréfum, er peningar berast yður
í hendur frá degi til dags.
4. Með persónulegum samningi við banka
eða fésýslufélög.
Leggið peninga yðar í bezia búsiaðinn á jörð-
unni.
Undirskrifið vegna Sigursins
Kaupið
SIGURLANS VEUBREF
9-49
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE
%