Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGUMJN 22. NÓVEMBER, 1945 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON “Hamingjan góða,” sugsaði Marien, “e£ hún bætir sinni fljúgandi mælsku við aðra sína prýði, þá verður það meir en nóg fyrir mig.” Þegar myndin var nógu langt á veg komin, kom M. de Nailles til þess að sjá hann, og dæma um hvort honum líkaði hún. Hann varð himin- glaður: “Einungis vinur minn, — eg held,” sagði hann, og reyndi að láta sem minst bera á því sem hann hafði á móti myndinni. “Það útlit sem þú hefur gefið henni — eða hvernig á eg að segja það? Þú hefur gefið henni, hinn indis- legasta svip og útliti, sem hægt er, um það verða engar skiptar skoðanir, en sem samsvara ekki ungling á hennar aldri. Þú veist hvað eg meina- Það er ertthvað svo milt — svo ákaft — svo djúpt, of kvennlegt. Það getur skeð að þetta kunni að samsvara henni seinna, ef til vill — en hingað til hefur útlit Jackueline verið eins og á glettingsfullum og kátum krakka.” “Ó, pabbi!” hljóðaði Jackueline upp, særð af þessari niðrun. “Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér”, flýtti Marien sér að segja, “það stafar lík- lega af því að hún hefur verið orðin þreytt að sitja fyrir, og það valdi þessum fullorðins blæ á andliti hennar.” “Æ”, sagði Jackueline skelkaðri en áður. “Eg get breytt því,” sagði málarinn, sem hafði gaman af örvæntingu hennar. Marien áleit að Jackueline hefði ekki það bráðþroska útlit, sem faðir hennar áleit, því þar sem hún stóð frammi fyrir honum, las hann hugsanir hennar, eins og opna bók, er hann gaf nánar gætur að hinum sífeldu svipbrigðum á hinni góðlega andliti hennar. Hvernig hefði hann getað málað hana öðru vísi en hún kom honum fyrir sjónir? Var það sem hann sá vitrun — eða var það töframynd? M. de Nailles kom nokkrum sinnum til málar- ans, meðan hann var að mála myndina, og eftir að ljúka hinu mesta lofsorði á verk mál- arans, hélt hann sér þó stöðugt við þá mein- ingu sína, að myndin sýndi Jackueline eldri og þroskaðri en hún í raun og veru væri. En þar sem hún leit þannig út fyrir augum málar- ans, varð hann að gera sig ánægðan með dóms- úrskurð hans. “Jæja,” sagði faðir Jackueline við hana, “það gerir ekki svo mikið til, þú þroskast brátt til þess, að þetta verður rétt mynd af þér. Og eg óska þér til lukku, fyrirfram, með útlit þitt í framtíðinni.” ✓ Henni fanst eins og kökkilr kæmi í hálsinn á sér. “Er það rétt”, hugsaði hún, “af foreldr- um, að ætla að hafa ungar stúlkur, stöðugt, svo að segja í vöggunni.” 4. KAFLI. Hættuleg mynd. Tíminn leið of fljótt, að Jackueline fanst- Myndin af henni var nú fullgerð, þrátt fyrir allan þann tíma, sem málarinn eyddi í að snurfusa myndina, sem allra mest, og gjöra stöðugar smábreytingar, svo hún þyrfti að koma sem oftast til hans. I síðasta sinnið, sem hún kom til málarans, til þess hann legði síð- ast hendi á þetta málverk, var henni sársauki í hug, því- hún var vonlaus um að hún mundi aldrei framar klæðast þessum álfkonu búning, sem hafði, eins og hún hélt, breytt henni svo, að hún yrði ekki framar litla Jackueline. “Þú þarft að vera hér aðeins eitt augnablik, eg þarf einungis að sjá'framan í þig”, sagði Marien. “Eg þarf að breyta — línu — eða eg veit varla hvað' eg á að kalla það, það er við annað munnvikið. Faðir þinn hefur rétt fyrir sér; munnsvipurinn er of alvörugefinn. Hugs- aðu um eitthvað sem þér þykir skemtilegt — um dansinn hjá Madame dEtaples, eða þá ánægju sem veitist þér að vera nú laus við þessar eilífu fyrirsetur, og þurfa nú ekki leng- ur að rogast með þetta þvingandi leyndarmál í einu orði, að losna nú frá málaranum þínum.” Hún svaraði engu, þorði ekki að treysta mál- róm sínum. “Svona, komdu nú. f staðinn fyrir að gera eins og eg sagði þér, kiprar þú fastar saman varirnar,” sagði Marien, og hélt áfram að leika við hana, eins og köttur leikur sér að mús. “Það liggur ekki vel á þér, þú ert svo dauf. Það fer þér ekki vel.” “Því tileinkar þú mér þínar eigin hugsanir? Það ert þú, sem fagnar yfir að losna við alla þessa erfiðleika og fyrirhöfn.” Fraulein Schult, sem með mestu þolinmæði bætti við einni lykkjunni eftir aðra, í hinu langa borða, sem hún var að hekla, hafði oft gaman af samtali Jackueline og málarans, hún hlustaði eftir að heyra hvað fransmaður myndi segja við því, sem sjáanlega var meint sem hrós og aðdáun. “Nei, þvert á móti, eg sakna mjög að missa þig héðan,” sagði Marien blátt áfram. “Eg er orðinn svo vanur við að sjá þig hér. Þú ert orðin ein af mínum uppáhalds fyrirmyndum í málverkastofunni minni. Fjærvera þín skilur hér eftir autt rúm.” “Svo sem álíka eins og þetta eða hitt, sem hér er inni væri farið,” sagðiJackueline í særð- um róm, og benti á japanskan bronze vasa. “Mismunurinn er bara sá, að þú kærir þig minna um lifandi hluti-” “Þú ert bituryrt jómfrú.” “Vegna þess þú svarar mér svo kuldalega, herra minn. Mín tilfinning er allt önnur,” sagði hún í talsverðri æsingu, “eg gæti eytt allri æfinni í að horfa á þig mála.” “Þú yrðir líklega þreytt á því er til lengdar léti.” “Aldrei,” sagði hún í æstri geðshræringu. “Og þú yrðir að venja þig við að láta þér líka pípuna mína, þessa stóru pípu, sem hangir þarna á veggnum — svo hræðileg.” “Eg skyldi láta mér líka hún,” svaraði hún með sannfæringar vissu. “En þér mundi ekki líka mínir slæmu skaps- munir. Ef þú vissir hve geðvondur eg er stund- um! Eg er í standi til að skamma þá sem hjá mér eru, og eg verð óþolandi, þegar tildæmis,” og hann benti með mælikvarðanum sínum á Savonarola, “að mér líkar hann ekki.” “En það er svo elskulegt málverk — svo fallegt!” “Það er blátt áfram viðbjóðslegt. Eg verð að fara aftur til Florenc, til að endurnýja kynn- ingu mína af borginni og umhverfinu — sjá meira af Piazza, af Signora og San Marco — og svp byrja eg á að mála myndina alla yfir aftur. Við skulum fara þangað saman — viltu það.” “Ó,” hrópaði hún upp, af miklum fögnuði, “að sjá Italíu! — og það með þér.” “Það er ekki víst að það væri eins mikið gaman og þú heldur. Það er ekkert leiðinlegra en að ferðast með fólki sem hefur aðeins eina hugsun í huga, og mín hugsun er aðeins um myndina — minn mikla Dominican mimk.” Hann hefur náð svo sterku valdi yfir huga mínum, að það yfirskyggir allt annað; eg get . ekki hugsað um neitt annað en hann.” “En þú hugsar stundum um mig líka, vona eg,” sagði Jackueline í myldum róm. “Eg hugsa um þig, og ásaka þig fyrir að hafa dregið huga minn frá fimtándu öldinni,” svar- aði Marien alvarlega. ■ “Ó, þar heppnaðist mér það loksins. Þessir spékoppar, sem eg gat aldrei náð fyllilega, hefi eg nú náð hvort það er til bóta eða ekki- Nú máttu fljúga í burtu. Nú ertu frjáls — litli anginn þinn!” Hún var í engum flýtir, þó henni væri gefið fararleyfi. Hún stóð alveg hreyfingarlaus á miðju gólfi stofunnar. “Heldurðu að eg hafi setið vel fyrir, og gert eins og þú vildir, meðan þú varst að mála mynd- ina?” spurði hún. “Eg skal gefa þér skriflega viðurkenningu fyrir því, ef þú vilt. Það var ekki hægt fyrir neinn að gera betur.” “Og ef viðurkenningin er svo ekki allt sem eg vil biðja þig um’ viltu þá gefa mér einhverja aðra gjöf?” “Fallega mynd — hvers meira getur þú ásk- að?” “Myndin er fyrir mömmu. Eg bið um nokkuð fyrir mig sjálfa.” “Því neita því fyrirfram. En þú getur samt sagt mér hvað það er.” “Jæja, það eina sem eg hefi séð af húsinu þínu, er þessi vinnustofa þín. Þú getur vel ímyndað þér að mig muni langa til að sjá meira af því.” “Eg skil, þú óttar mér með húsrannsókn án fyrirvara. Jæja! sjálfsagt, ef þú hefur nokkurt gaman af því. En það er ekkert undravert að sjá, í húsipu mínu. Eg get sagt þér það fyrir- fram.” “Mann langar til að sjá hvernig lítur út heima hjá vinum manns, eg hefi bara séð þig hér í vinnustofunni.” “Það er líka besti staðurinn að sjá mig. En eg skal verða við beiðni þinni. Viltu sjá hvar eg borða midagsverðinn minn?” spurði Marien, og tók hana með sér ofan stigann, sem lá að borðstofunni- Fraulein Schult, hefði gjarnan viljað fara með þeim, en það var ekki skylda hennar. Henni hafði ekki verið falið slíkt á hendur. Hún var í vafa sem snöggvast um hvað hún ætti að gera, en Jackueline hvarf ofan í stig- ann. Eftir litla umhugsun, hélt hún áfram að hekla, og ypti öxlum, sem meinti: “Það getur ekkert komið fyrir hana, vona eg.” Hún heyrði til þeirra niðri, að þau voru í ákafri samræðu. Jackueline var að skoða líkamsæfinga herberg- ið, þar sem Marian, var vanur á hverju kvöldi, að afloknu dagsverki að gera ýmsar líkams- æfingar til þess að halda líkama sínum í sem bestu ásigkomulagi. Hún var að skoða og hand- leika hin ýmsu áhöld, sem þar voru inni, meðal annars var þar ofar dýr riddara herbúnaður. Því næst fór hún með hann upp í lítið herbergi, sem var til hliðar við vinnustofu hans; þar sá hún mikið safn af teikningum, eftir hina fræg- ustu málara liðinna alda. Jómfrú Schult var orðin óþolinmóð, en kept- ist við að hekla, en var að gera sér upp hósta af og til, eins og til að gefa merki, en henni flaug samt í hug hversu óþægilegt henni mundi hafa þótt það, að vera þannig ónáðuð í téte á téte, við apótekarann sinn, svo hún áleit best að ónáða þau ekki á síðustu stundinni. Skipun M. De Nailles var, að hún sæti í vinnu stofunni, meðan verið væri að mála myndina. Svo hún sat þar og beið,„og gerði eins og fyrir hána var lagt, án nokkurs samviskubits. Þegar Marien var búinn að sýna Jackueline allar teikningarnar, þá spurði hann, “ef hún væri nú ánægð.” Jackueline hafði gripið í silkitjald, sem var á milli þessa litla herbergis, og svefnstofu hans. “Ó, fyrirgefðu,” sagði hún og fór inn. “Maður gæti ímyndað sér að þig langaði til að sjá mig sofandi,” sagði Marien dálítið for- viða. “Mér gat ekki komið til hugar að svefnher- bergið þitt væri svona fínt. Það er eins skraut- legt og nokkur kvenmanns svefnstofa,” sagði hún, og litaðist um í því, er hún talaði, með æstri löngun til þess að gera eitthvað sem hún ætti ekki að gera. “Hverslags móðgun, eg hélt að mín smekkvísi væri bara fyrir það sem er einfalt og alvar- legt,” svaraði hann; en hann fór ekki með henni inn í svefnherbergið, hann áleit það sér ósamboðið, þrátt fyrir innri tilfinningu, þegar sakleysið verður að ófyrirleitinni dirfsku sök- um þekkngarleysis- “Hvað þú hefir elskuleg blóm hér,” sagði hún/“færðu ekki höfuðverk af þeim?” “Eg tek þau út á nætdrnar.” “Eg vissi ekki að karlmenn væru eins og við, að vera umkringdir blómum. Viltu gefa mér eitt?” “Öll, ef þú vilt.” “Ó, eitt er nóg fyrir mig.” “Taktu það þá,” sagði Marien; hann var orð- inn þreyttur á þessari forvitni hennar, og vildi fyrir hvern mun koma henni sem fyrst í burtu. “Mér þafetti vænna um ef þú gæfir mér það sjálfur,” svaraði hún, með klökkva 1 rómnum. “Hér er eitt, jómfrú; og nú verð eg að segja þér að eg verð að klæða mig um, því eg þarf strax að fara út, í áríðandi erindum.” Hún nældi blóminu svo nærri hálsmálinu á kjólnum sínum að hún fyndi ylminn af því. “Eg bið þig að fyrirgefa. Þakka þér fyrir, og vertu sæll,” sagði hún og rétti honum hendina, og stundi við. “Au revoir.” “Já — au revoir heima — en það verður ekki eins og hér. Þar sem hún stóð fyrir framan hann, kom undarlegur glampi í augu hennar, sem hann vissi ekki upp á víst hvað meinti, en til að endurgjalda það, kysti hann á litlu hendina hennar, sem hann hélt ennþá í sinni hendi. Hann hafði oft, frá því hún var lítið barn, kyst hana svo allir sæju, en í þetta sinn gaf húíí frá sér veikt hljóð, og varð hvít í andliti eins og nýfallin mjöll. Marien hörfaði óttasleginn aftur á bak. “Vertu sæl,” sagði hann, í það, sem hann ætlaðist til að væri, kæruleysis málróm, en ár- angurslaust. Þó hún væri í allmikilli æsingu, fór ekki framhjá henni að hann var í mikilli hughrifn- ingu, og úr dyrum vinnustofu hans, blés hún kossi til hans af fingurgómum sínum, án þess að tala eða brosa. Svo sneri hún til Fraulein Schult, sem sat í sama stað og hún hafði skilið vi ðhana, og sagði: “Við skulum fara.” Næst er Madame de Nailles sá stjúpdóttir sína, varð hún alveg hissa á að sjá fagnaðar- ljómann á andliti hennar. “Hvað hefur komið fyrir þig?” spurði hún, “þú lítur út sem sigrihrósandi.” “Já, eg hefi góða ástæðu til að líta þannig út,” sagði Jackueline. “Eg held að eg hafi sigr- að.” “Hvern þá. Sigrað þig sjálfa.” “Nei, að sigra sig sjálfan gefur oss frið og góða samvisku, en það gerir engan eins kátan — eins og eg er.” “Segðu mér —” “Nei, nei! eg get ekki sagt þér það ennþá. Eg verð að þegja yfir því í tvo daga ennþá”, sagði Jackueline, og féll í faðm móður sinnar. Madame de Nailles spurði ekki fleiri spurn- inga, en horfði undrandi á stjúpdóttur sína. Undanfarandi um skeið, hafði hún ekki haft neina ánægju af að horfa á Jackueline. Hún var farin að verða þess vör, er hún var hjá henni hve frábærilega fögur sumarfluga var í fyrsta sinn farin að baða út vængjunum — svo elskulega fögrum vængjum, sem þegar þeir flöktu í loftinu, mundu þeir draga að sér allra athygli, frá öðrum sumarflugum, sem hefðu mist eitthvað af fegurð sinni yfir sumarið. Hún hafði erfitt viðfangsefni framundan sér að fást við. Hvernig gat hún haldið þessum bráðþrosk- uðu flugum frá því að verða ekki fyrir meiri aðdáun en hinum eldri, sem höfðu mist dálítið af fegurð sinni og yndisleik. “Jackueline,” sagði hún, í óblíðari málróm en hún var vön að tala við hana, “eg held að þú sért að eyða tímanum til einskis. Þú stundar alls ekki nám þitt, gerir ekkert til að ljúka því af. Eg veit ekki hvað það getur verið sem glep- ur svona fyrir þér, eg hefi fengið umkvörtun, sem ætti að koma gáfaðri stúlku eins og þér, til þess að skammast sín. Veistu hvað eg er farin að hugsa um? — að mentunar fyrirkomú- lag Madame Monredon, sé betra en mitt.” “Ó, mamma, þú getur þó ekki verið að hugsa um að senda mig í klausturskóla,” sagði Jack- ueline með hryllingi. “Eg segi það ekki — en eg held að það væri reglulega gott fyrir þig, að vera um tíma þar sem Giselle frændkona þín er, í staðinn fyrir að lenda út 1 alslags heimsku; sem stendur í vegi fyrir framför þinni” “Kallar þú danssamkvæmið hjá Madame dEtaples, heimsku?” “Þú ferð áreiðanlega ekki þangað, það er út talað mál,” sagði stjúpa hennar, þurlega. . 5. KAFLI. Að óvöru. Þar eð Madame de Nailles grunaði ekkert, var hún meir til hjálpar en hindrunar í að koma þessu áformi mannsins síns og stjúpdóttur sinn- ar í framkvæmd. Annar júní, St. Clotilds dag- inn, fór hún út, og gaf þannig allt tækifæri til þess að öllu yrði fyrirkomið eins og Jack^ueline vildi. Hún hafði einnig farið út þennan sama dag fyrir ári síðan; og er hún kom heim, var búið að tjalda samkvæmissalinn hennar, með rósóttu silki veggfóðri, sem hafði verið fengið frá Austurlöndum, án þess hún vissi af. I þetta sinn var hún að ímynda sér, að þegar hún kæmi heim mundi hún kannske finna skraut- legt sólskýli, sem búið væri að setja upp í* blómagarðinum sínum. Madame de Nailles, til- heyrði sínum tíma; hún unni japönskum skraut- munum. En hún vissi ekki hve yndisleg gjöf beið hennar á bak við silkiblæju, sem var hengd fyrir málverkið. Fjölskyldan óskaði henni til lukku, með afmælisdaginn sinn, sem hún svar- aði með allri viðeigandi einlægni og innileg- leik, því næst var hún leidd þangað sem mynd- in hékk, sem enn var hulin bak við blæjuna. “Hvað þú ert góður!” sagði hún við mann- inn sinn. “Það er mynd, sem Marien hefur málað — mynd sem Marien hefur málað af Jackueline.” Því næst dró hann tjaldið frá þessu meist- araverki listamannsins, fagnandi yifir að gleðjast með konunni sinni yfir þessari fallegu gjöf. En eitthvað óvænt kom fyrir. Madame de Nailles hentist aftur á bak, eitt eða tvö skref, baðaði út höndunum eins og hún hefði séð vofu, andlitið afmyndaðist og hún sneri sér frá myndinni, og fleygði sér niður í næsta stól, og féll í grát. “Mamma, elsku mamma! hvað hefur komið fyrir þig? Hún hljóp til hennar til að kyssa hana. Madame de Nailles ýtti henni kuldalega frá sér, er Jackueline vildi faðma hana að sér. “Skiftu þér ekki af mér! láttu mig í friði! — Hvernig vogaðir þú —?” og í bræði sinni, gat hún varla haldið í skefjum hatri sínu og viðbjóði, og flýtti sér inn í herbergi sitt. Mað- urinn hennar fór þangað á eftir henni, alveg yfirkominn og ráðalaus, þar fékk hún hræði- legan taugakrampa, sem endaði með æðisleg- um skammalestri yfir honum. Var það mögulegt að hann hefði ekki getað sér, hvaða óhæfa það var, að láta hana sitja fyrir hjá Marien? Oh, já, hann var gamall vin- ur fjölskyldunnar, en það gat ekki breitt yfir þessa blekkingu, allan þennan launvef, og öll önnur heimskupör, sem hann hafði látið eftir henni — þetta, — af honum, föður Jackueline, var mjög ósmæilegt. Vildi hann svifta hana öllu valdi yfir Jackueline? — Stúlku, sem var of hneigð til sjálfræðis. Allar hennar tilraunir höfðu miðað að því að bæla þessa hræðilegu sjálfræðis hneigð hennar niður — já, hræðilegu — hræðilegu fyrir framtíð hennar; og allt ár- angurslaust! Það var þýðingarlaust að segja neitt meira. Mon Dieu! Hafði hann ekkert traust á hollustu hennar og umhyggju fyrir barninu, í hyggni hennar og forsjálni, að hann skyldi ónýta allt sem hún hafði verið að reyna að gera? Hún hafði altaf í þau tíu ár síðan hún tók við Jackueline reynt samviskusamlega að full- nægja móðurskyldunni.” Hverslags vanþakklæti frá öllum! Jómfrú Schult skyldi strax vera látin fara í burtu. Jackueline skyldi vera send í klaustur. þau skyldu ekki framar hafa neina umgengni við Marien. Þau hafa öll verið í samsæri gegn mér — já, öllu saman-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.