Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1945 7 Y ngstu lesendurnir Ingólfur reisir bæ í Reykjavík Þið hafið heyrt talað um goð- in, sem hinir fornu Norðmenn trúðu á; Óðinn, Þór, Freyr o. fl. Ingólfur Amarson var mikill trúmaður; hann trúði því að goð- in vildu að hann byggði bæ sinn þar sem öndvegissúlur hans rækju á land. Hann fleigði þeim í sjóinn þegar hann kom í nám- unda við austurströnd íslands. Öndvegissúlurnar ráku vestur með suðurströndinni, fram fyrir Reykjanesið, inn Faxaflóa, að litlu nesi þar sem nú stendur höfuðborg fslands, Ryekjavík. Takið kortið af fslandi og at- hugið hve langt súlurnar ráku. Þegar Ingólfur og fólk hans kom í víkina,, þar sem súlurnar höfðu komið að landi, sá það reyk af heitum uppsprettum, sem eru þar skamt frá; eftir þeim kallaði Ingólfur bæ sinn Reykja- vík. Ingólfur var fyrsti landnáms- maður fslands; hann nam land þar árið 874 og árið 1874, hélt íslenzka þjóðin þúsund ára af- mæli sitt. Steingrímur Thorsteinsson skáld orkti fagurt kvæði um Ingólf. Þið ættuð að læra það og syngja það. Gnoð úr hafi skrautleg skreið, skein á jökulfjöllin heið, Ingólfur þá eygði fyrst fsland, morgungeislum kysst; ándvegs stólpum stafni frá steypti hann út í kaldan sjá; hetjan prúð, í helgum móð horfði lengi og þögul stóð. Hægt og seint á hulinsbraut hverful aldan súlum skaut, unz hún þar að ending ber upp að strönd, er byggjum vér; áshelg tákn frá Arnarhól Ingólfs vörðu tignarstól, út við haf þar auðnan rík aldna prýddi Reykjavík. Orðasafn. Goðin — the heathen gods að trúa — to believe, to have faith in öndvegissúlur — high seat posts höfuðborg — capital city nes — point kort — map að athuga — to observe vík — bay reykur — smoke, steam heitar uppsprettur — hot springs landnámsmaður — settler afmæli — anniversary skáld — poet gnoð — skip jökulfjöll — glacial mountains eygði — to see (far off) Frá Vancouver B.C. 12. nóv. 1945. Tíðarfarið í haust var hið á- kjósanlegasta, sólskin og blíð- viðri flesta daga. Um miðjan október byrjaði votviðratíminn, og hefur það haldist síðan. Þann 10- nóv. kom þriggja þumlunga snjór hér í Vancouver og nokk- uð meiri snjór kom víða annars- staðar hér á vestur ströndinni og á Vancouver eyjunni. Aldrei varð kaldara en 21 gráða fyrir ofan núll, svo þessi snjór varð strax að krapi er hann kom niður. Næsta dag var þessi snjór mest ^lur horfinn nálægt strönd- inni, en þegar manni verður lit- ið til fjallanna í kring, þá er þar að sjá alt hulið undir “Búngóttri fjalfellu af bláhvítum snjó”. Þeg ar rigndi, hér niðri á láglendinu, þá snjóaði uppi í fjöllunum. Það er að lifna við aftur fél- agslífið hér í bo'rginni. Flestir af þeim, sem hafa verið á ferða- lagi víðsvegar, til að skemmta sér, eru nú flestir heimtir heim aftur. Kvenfélagið “Sólskin” fór fyrst á stað með skemtisamkomu 7. nóv., í sænska samkomusaln- um á Hastings og Clark Drive. Komu þar saman um 250 manns. Var þar til skemmtunar söng- ur og hljóðfærasláttur, aðeins einn ræðumaður, próf. T. J. Ole- son, var á skemmtiskránni. Var mikið sungið af íslenzkum söngv um, sem allir tóku þátt í, sem gátu, stýrði Mr. Carl Fredrick- son þessum parti af skemmti- skránni, en Mrs. Lára Johnson aðstoðaði við hljóðfærið. Á eftir skemmtiskránni var dansað, þar til um miðnætti. Ágætan kveld- verð veittu konurnar í veizlu- salnum, sem var alt íslenzkt sælgæti, eins og kæfa, rúllu- pylsa, vínartertur, pönnukökur, skyr og rjómi og margt fleira, ásamt kaffinu þeirra velþekta, eins og hvern lysti. Var þetta aðeins 75 cent- “Sólskin” hefur gott lag á því að hafa samkom- ur sínar góðar og skemmtilegar og hafa því æfinlega góða að- sókn. Samkomunni stýrði Mrs. Le Messurier forseti félagsins. Kvenfélag íslenzka lúterska safnaðar heldur 'sinn árlega “Bazar”, 28. nóv. í fundarsal dönsku kirkjunnar á Burns St. og 19th Ave. Mrs. Dr. H. Sigmar setur samkomuna kl. 7.30 e. m. Konurnar hafa þar á boðstólum ýmsar hannyrðir og heimatil- búinn mat. Líka verður dregið um brúðu upppuntaða í íslenzk- an búning og koBtbært rúm- teppi. Þann 4. nóv. messað í dönsku kirkjunni, og prédikaði séra S- O. Thorlaksson á ensku. Hann á heima í Berkley, Californiu, en var hér á ferðinni að heim- sækja agttingja sína, sem eru hér búsettir. Þann 24. okt. var haldið veg- legt gullbrúðkaup þeirra Mr. og Mrs. J. E. J. Straumfjörð í fund- arsalnum á Lillooet og Hastings St. Um 150 manns var þar sam- ankomið, surrlt af því langt að, frá Astoria í Oregon, Seattle og Blaine í Washington og víðar. Voru það börn þeirra hjóna, sem stóðu fyrir þessu gleðimóti. Séra Albert Kristjánson var veizlu- stjóri og aðal ræðumaðurinn við þetta tækifæri, og leysti hann það verk af hendi prýðilega. Til skemtunar var bæði söngur og hljóðfærasláttur. Nokkrir tóku til máls og ávörpuðu heiðurs- gestina á viðeigandi hátt. Þórður Kr. Kristjánsson skáld flutti þeim snjallort kvæði. Er skemti- skránni var lokið, bauð veizlu- stjórinn orðið, þeim sem vildu, og tóku þá til máls Archie Orr og J. H- Johnson, og töluðu til heiðursgestanna. Seinast ávörp- uðu bæði brúðhjónin samkom- una á vel viðeigandi hátt, sem sýndi að þau eru bæði vel máli farin, þegar þau vilja á því taka. Margar lukkuóskir komu frá vinum þeirra hjóna, sem ekki gátu komið því við, að vera þar til staðar. Margar og kostulegar gjafir voru heiðursgestunum færðar frá ættingjum og vinum, sem þau eiga marga, því þau eru bæði sérstaklega vinsæl. Eg veit að það verður annar til að skrifa um þetta samsæti, sem þekkir þar betur til, og gerir því betri skil en hér er gjört. Þetta samsæti var bæði veglegt, og ánægjulegt í alla staði. Hið nýlega stofnaða ung- mennafélag íslenzka l^terska safnaðar, Luther League, hefur ákvarðað að hafa dans samkomu þann 15. nóv. í Peter Pan dans- salnum, 1636 Broadway. Þessi ungmennafélagsskapur hefir um 20 meðlimi. í stjórnarnefnd fél- agsins eru Hugh Sölvason for- seti, Miss Brynjólfsson skrifari Æfiminning Guðmundur Goodman■ Það hefir dregist lengur en átt hefði að vera að birta fáein minningarorð um Guðmund Goodman. Hann var fæddur í Keewatin, Ontario, 1. júní 1898. Faðir hans var Barney Goodman, ættaður úr Snæfellsnessýslu á Islandi; og Bill Law gjaldkeri. Viðskifta ritari Miss Joyce Sumarliðason, ráðunautur er Miss Margaret Bardal. Hér er í undirbúningi að stofna þjóðræknisfélag, helst með því fyrirkomulagi að sam- eina félögin “Ingólf” og “Isa- fold”, og gjöra úr þeim eitt félag. Á seinasta fundi Ingólfs var kos- in þriggja manna nefnd til að flytja þetta málefni á næsta fundi ísafoldar, svo ef samkomu- lag kemst á, svo að bæði félög- in vilji vinna í sameiningu við að stofna slíkan félagsskap, þá er ætlast til að kallaður verði almennur fundur, til að ræða þetta málefni, og að stofnað verði þá þetta nýja félag. Stefnu skrá þessa félags og lög, er á- kvarðað að verði samkvæmt stefnu og lögum Þjóðræknis- félagsins. Það hefur vakað fyrir mörgum félagsmönnum í báðum þessum félögum, að það væru mistök fyrir íslenzkam» félags- skap að skifta sér í mörg félög, heldur ætti að vera eitt félag þar sem félagsmenn gætu verið sammála og unnið í sameiningu, og slíkur félagsskapur ætti að vera Þjóðræknisfélag, því þrátt fyrir alla sundrung og flpkka- drátt, þá munu flest allir íslend- ingar vilja taka undir með Jóni Sigurðssyni, og segja “íslending- ar viljum vér allir vera”. Bein- asti og traustasti vegurinn fyrir okkur, til að geta verið íslend- ingar, sem lengst, er að við höld- um sem best hópinn. Eg ætla ekki að vera marg- orður um elliheimilis málið í þetta sinn- Það er ekki hægt að telja til neinna framkvæmda í því máli, ennþá sem komið er. Fimtán manna nefndin, sem kos- in var, er búin að “sitja á” þessu málefni í tvö ár og sama sem ekkert orðið ágengt. Það virðist vera svo mikill busamensku bragur á allri starfsemi nefnd- arinnar, og þar afleiðandi hefir ekki getað verið um neinar veru- legar framkvæmdir að ræða. Strax í byrjun klofnaði þessi nefnd í tvo andvíga flokka. Sum- ir af þeim vildu að þessi elli- heimilis stofnun væri óháð öll- um öðrum félagsskap, og væri sjálfstæð stofnun. Hinir í nefnd- inni álíta að það sé ekki hægt að stofnunin geti verið óháð, og vilja það það sé gjört í samvinnu við Betel og á vegum Lúterska kirkjufélagsins. Þannig stendur þetta málefni enn í dag. Strax í byrjun hefði nefndin átt að fá það útkljáð hver stefna félags- ins væri. Það er mín skoðun að þessi nefnd hafi ekkert umboð til að ákveða hvort fyrirkomu- lagið skuli vera viðtekið, og hefði því átt að vera búin að kalla almennan fund fyrir löngu síð- an, til að ráða fram úr þessum ágreiningi nefndarinnar. Von- andi er að nefndin láti heyra eitthvað frá sér sem fyrst. Þetta framkvæmdarleysi af hennar hálfu er ekki viðunanlegt. S. Guðmundsson. en móðir hans Ragnheiður, dótt- ir Einars Zoega, fædd og upp- alin í Reykjavík. Níu ára að aldri, árið 1907, fluttist Guðmundur heitinn, (Mummi, eins og hann var venju lega kallaður af fjölskyldu og vinum), vestur á Kyrrahafs- strönd, til borgarinnar Seattle í Washington ríki, og átti hann þar heimili upp frá því. Snemma kom fram hjá honum sterk og góð hneigð til hljóm- listar. Átti hann ekki langt að sækja þá gáfu því foreldrar hans voru bæði mjög sönghneigð; hafði faðir hans góða söngrödd og móðir hans var vel að sér í píanó spili, og reyndist hún syni sínum góð aðstoð við nám hans í þeirri list. Hann lagði sig aðal- lega eftir píanó spili og varð hann brátt svo vel að sér í því að þegar hann var fimtán ára fékk hann atvinnu við að spila á leikhúsi og upp frá því var píanó spil atvinnugrein hans. Hann spilaði á öllum beztu leik- húsum borgarinnar og fyrir eina aðal útvarpsstöðina um sex ára tímabil. Hljómlistin var ekki að- eins atvinnugrein, sem hann stundaði sér og sínum til fram- færslu, heldur var hún honum hans líf og yndi. Guðmnudur heit. var ást- ríkur sonur, mjög heimiliselskur. Hann dvaldi í föðurhúsum þar til hann giftist og stofnaði sitt eigið heimili. Árið 1929 gekk hann að eiga ungfrú Láru Jó- hannson, dóttur Gunnlaugs Jó- hannsonar og Ragnheiðar konu hans, sem nú lifir hann ásamt einu barni þeirra, dreng, sem nú er fimtán ára að aldri og heitir Barney Goodman. Guðmundur heit. var gæfur í lund og tilfinningaríkur, sér- staklega vel látinn af öllum sem þektu hann og með honum unnu. Hann var mjög góður í sér og hjálpsamur við þá er bágt áttu, sérstaklega börn og gamalmenni. Hann átti við heilsubilun að stríða öðru hvoru um nokkur ár og andaðist 26. janúar 1945, að- eins fjörutíu og sex og hálfs árs- Hann var jarðsunginn 1. febr., og stýrði séra Kolbeinn Sæ- mundsson útfararathöfni^ni. Hinzti hvílustaður hans var Crown Hill grafreiturinn rétt norðan við bæjartakmörk Seattle borgar. Föður sinn misti Guðmundur heit. fyrir þremur og hálfu ári, en móðir hans lifir hann og treg- ar ástfólginn son. Einnig lifa hann þrjár systur, Ásta, Guðrún og Ragnheiður; og einn hálf- bróðir, Hákon Bjarnason. Guðmundur var skírður, upp- alinn og fermdur í Lúterskri trú. Far vel, burtkallaði samferða- maður til framtíðarlandsins fögru heimkynna. “Morgunblaðið” í Reykjavík er beðið að birta æfiminning þessa. Samferðamaður. BILSTJORAR Ný lög öðlast gildi 1. desember Samkvæmt fyrirmælum Safety Responsibility laganna, verða allir eigendur eða ökumenn bíla, sem lenda í bílslysi, sem veldur yfir $25 tjóni, að verða að geta sannað fjárhagslegt öryggi- Að öðr- um kosti verður ökuleyfið afturkallað, og bíllinn tekinn í vörzlu. Fjárhagslegt öryggi má sanna með Public Liability og Property Damage tryggingu, eða gegn full- nægjandi veði hjá skásetningarstjóra, éða með því að leggja inn hjá fylkisféhirði peninga, eða trygg- ingarskírteini að upphæð $11.000. Upplýsingabæklingur, er skýrir ákvæði áminstra laga, fæst ókeypis á öllum bílastöðvum í Mani- toba, eða hjá Motor Vehicle Branch, Revenue Building, Winnipeg. Fáið yður eintak STAX! Motor Vehide Branch PROVINCE OF MANITOBA WARD TWO ELECTORS! “Mr. Bardal was a use- ful member for he had behind him a long background of service on our City Council and during his term represented the city well. Perhaps now he can be persuaded to return to his first love, the City Council. The City Council could use his talents, probably put them to greater use than the Legislature could.” "Elect Him to Council" “lt would certainly be a great pity if Mr. Bardal’s splendid abil- ities and long years of experience were lost to Winnipeg. Perhaps he can be persuaded to allow his name to stand in the coming Civic Elections. We cannot afford to over- look one of ‘Mr. Bar- dal’s quality’.” Winnipeg Tribune, October 19th, 1945. BALLOT Winnipeg Free Press, October 19th, 1945. é The Answer, mark your BARDAL, Paul for ALDERMAN WARD 2 SUPPORT THE CIVIC ELECTION CANDIDATES »

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.