Lögberg


Lögberg - 29.11.1945, Qupperneq 4

Lögberg - 29.11.1945, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1945 r Xöffberg OefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 095 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrbergr” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnípeg, Manitoba PHONE 21 804 MI!llllll!ll!lll!lllll!lll!l!l!linillllllllllllllM Or ríki bókmentanna HKI'íllllllllllillllUllllllllllllllllllllllllfflllllllllllUlllllllllUIIIHIIIIIIIIIIIillHlllllllllllllllllH^ I. Þó hálf öld sé í venjulegri merkingu ekki langur kafli í lífi þjóða, þá er þó slíkt tímabil betri partur af mannsæfi, og engan veginn ó- verulegur þáttur í sögu fyrirtækja eða stofn- ana; það verður því óhjákvæmilega til merkis- viðburða talið í menningarsögu Islendinga, er íslenzk tímarit hafa fylt hálfa öld, og eru enn á öru þróunarskeiði; en slíkt má rétjilega heim- færa upp á Eimreiðina, er varð fimmtug á önd- verðu því ári, sem nú er í þann veginn að syngja sitt síðasta vers; í tilefni af áminstu afmæli þessa gagnmerka tímarits, sem jafnast að öllu á við beztu tímarit annara menningar- þjóða, sendi núverandi ritstjóri þess, hr. Sveinn Sigurðsson, kaupendum og lesendum, prýðis- vandað minningarhefti fyrri hluta yfirstandandi árs, sem er hvorttveggja í senn bæði fjölskrúð- ugt og innviðatraust, og öllum þeim, er hlut sig aað máli til hins mesta sóma* Eimreiðin hóf göngu sína árið 1895, er heitar lífsbylgjur andlegrar og stjórnarfarslegrar vakningar fóru um landið og kvöddu landslýð allan til þrekrauna og látlausrar frelsisbaráttu. Fyrsti ritstjóri tímaritsins var Dr. Valtýr Guð- mundsson, þjóðkunnur fræðimaður, er jafn- framt kom svo við stjórnmálasögu samtíðar sinnar, að heil stjórnmálastefna var kend við hann og nefnd “valtýska.” Dr. Valtýr hafði rit- stjórnina með höndum fram á árið 1917. Ársæll Árnason, bókaútgefandi, flutti Eimreiðina heim til Reykjavíkur, og gaf hana út frá 1918—1923, en þau árin annaðist Dr. Magnús Jónsson rit- stjómina; en það sama ár keypti Sveinn Sig- urðsson guðfræðingur frá Brimnesi við Seyðis- fjörð tímaritið, og hefir frá þeim tíma verið út- gefandi þess og ritstjóri, við vaxandi orðstír og menningarlegt áhrifagildi. Hr. Vilhjálmur Þ. Gíslason rekur fimmtíu ára bókmentaferil Eimreiðarinnar í áminstu af- mælishefti með slíkum ágætum, að vart verður á betra kosið; er ritgerð þessi meitluð að mál- fari, og að öllu óhlutdræg, og þess vegna er svo mikið á henni að græða; niðurlagsorð hennar eru á þessa leið: “Frjósemin frá fyrra hluta tímabilsins hélzt ekki öll. Stundum kom yfir menn kjarkleysi og kæruleysi. Bókmentirnar urðu fitl við fánýt efni, ljót eða leiðinleg, uppgerðar frjálslyndi og grunnfærar ádeilur. En innan um er altaf fall- egur og þróttmikill gróður og ýmislegt í bók- mentunum síðara hluta tímabilsins á sjálfsagt eftir að lifa. Sum einkenni benda nú til nýrrar aldar. Nú vantar okkur nýtt líf í bókmentir okkar, riýjan söng, kraft og kjark, víða útsýn og glaða trú á framtíðina, frjósama og fágaða list með virðingu fyrir sjálfri sér og lífinu.” Dr. Richard Beck hefir fyrir nokkru L)irt ýtarlegan ritdóm um áminst afmælishefti í þessu blaði, og gert því ágæt skil; af þeirri ástæðu verður heldur ekki drepið að þessu sinni nema á nokkur atriði- Gunnar skáld Gunnarsson hefir alveg sett nýtt met í skrásetningu æfiatriða með minningargreininni um frú Sigrúnu á Halí- ormsstað, þessa stórgáfuðu ágætiskonu, sem jafnan bar Island, alt og óskift í hjarta sínu hvar sem leið hennar lá; þessi minningargrein er bókmentalegt þrekvirki, er seint mun fyrn- ast yfir. Eimreiðin hefir jafnan átt miklum vinsæld- um að fagna, en í tíð núverandi eiganda síns og ritstjóra, er hún orðin að bókment^legu stór- veldi, sem haft hefir holl og djúpstæð áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar, og var þess sízt van- þörf. Sveinn ritstjóri er vitur maður og víðsýnn að sama skapi; hann finnur að því með rökvísi og festu, er honum þykir aðfinnsluvert í lífi þjóðar sinnar, eins og mentuðum umbótamanni sæmir; hann á ekkert skylt við þá ritfálmara, er halda að ruddaskapur og stóryrði standi í ein- hverjum samböndum við karlmensku og styrk. 1 stuttri, en mergjaðri inngangsgrein að afmælisheftinu, farast ritstjóranum þannig orð: “Prófið alt, haldið því sem gott er,” hefir reynst mesta hollráð allri þróun á öllum öldum — og reynist enn. Þessvegna getur Eimreiðin ekki beygt sig í hlýðni undir neinar staðhæf- ingar eða valdboð stjórnmála, trúarbragða, vís- inda eða annara fyrirbrigða fyr og síðar nema að rannsökuðu máli. Eimreiðin hikar þá ekki heldur við að birta öðru hvoru fræðslu og frá- sagnir um efni, sem hvorki hefðbundin trú- arbrögð né hefðbundin vísindi hafa sérlegt dá- læti á og jafnvel fyrirlíta. Hún hefir birt all- mikið af slíku efni og mun halda því áfram í samræmi við þá stefnuskrá, sem enn er óbreytt og höfð að einkunn í hvert skifti, sem nýtt hefti kemur fyrir almenningssjónir: Eg trúi því sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni. Með þessum orðum heldur Eimreiðin áfram ferðinni í frelsandi framtíðar nafni.” Lögberg flytur Eimreiðinni fimmtugri hug- heilar þakkarkveðjur, jafnframt því sem það óskar henni og hinum djarfhuga ritstjóra henn- ar, langra og farsælla lífdaga. II. Hr. Jónas Jónsson alþingismaður og rit- höfundur sýndi ritstjóra þessa blaðs þá vin- semd, að senda honum nýlega með eigin hand- ar áritun, bók eina mikla og vandaða, er “Sam- vinnan á Islandi” nefnist; bókin er í vönduðu bandi, 632 blaðsíður að stærð; hún er gefin út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, en prentuð í prentsmiðjunni Eddu, Rvík, 1939. Það, sem maður rekur sig einna fyrst á við lestur bókar þessarar er það, að tveir höfund- ar standa að henni, þeir Thorsten Odhe, sænsk- ur samvinnufrömuður, og Jónas Jónsson al- þingismaður, sem um langt skeið hefir staðið í fremstu víglínu meðal íslenzkra samvinnu- manna á vettvangi viðskifta og athafnalífs. Thorsten Odhe er víðförull maður og mikil- virkur rithöfundur; hann ferðaðist um ísland, eða mikinn hluta þess, að Austfjörðum og Vest- fjörðum undanskildum, og kynti sér eigi ein- ungis viðhorf samvinnumálanna, heldur lagði sig einnig í líma um að kynnast landi og þjóð; þegar þeim kom ritaði hann bók um Islandsför sína, þar sem hann dáir mjög andlega og efna- hagslega þróun þjóðarinnar hin síðari ár, og lýsir með glöggu gestsauga þeim straumum og stefnum, er hæzt rísa í þjóðlífinu; í heimsókn- um slíkra manna felst djúpstæðari gróði, en nokkurri nýsöfnun auðs er samfara. Hr. Jón Sigurðsson frá Yztafelli hefir íslenzkað þenna bókarkafla, og er þýðing hans lifandi og skemti- leg aflestrar. 1 innganginum að bók þessari kemst Jónas Jónsson þannig að orði: “Stjórn Sambandsins þótti einsætt, að því- lík bók ætti að birtast á íslenzku. Þar gæti þjóðin séð óhlutdrægan dóm hins hæfasta manns um gildi samvinnunnar fyrir íslendinga- En þar sem er fyrst og fremst miðað við að gefa útlendum mönnum mynd af Islandi og sam- vinnuhreyfingunni hér, og höfundurinn hefir auk þess ekki ferðast um tvo af stærstu og merkilegustu hlutum landsins, þá þótti eðli- legt að bæta við nokkrum þáttum, og miða þá einkum við ungu kynslóðina, sem tekur við hinum mikla arfi samvinnunnar, án þess að hafa tekið nema að litlu leyti þátt í hinni erfiðu baráttu frumherjanna. Það féll í minn hlut að rita þenna eftirmála. Verður hann frá minni hálfu alveg sérstaklega miðaður við það, sem eg kalla þýðingarmikla atburði í íslenzkri sam- vinnusögu og við æfiatriði merkra samvinnu- manna.” Tillag Jónasar alþingismanns, er fult af samanþjöppuðum fróðleik, eigi aðeins um sam- vinnuhreyfinguna sjálfa, eins og hún nú kemur fram. í veruleikanum, heldur og um almenna þróun viðskiftalífsins á því tímabili, sem tekið er til yfirvegunar; frásögn öll er aðlaðandi eins og vænta mátti þar sem jafn fleygur og snjall höfundur á í hlut og Jónas Jónsson er; þessi kafli bókarinnar er prýddur fjölda mynda, þar á meðal af elztu forvígismönnum samvinnu- hugsjónarinnar, svo sem þeim Tryggva Gunn- arssyni, Jakobi Hálfdánarsyni á Húsavík, á- samt þeim Sigurði Kristinssyni, Árna G. Ey- lands og Helga Þorsteinssyni úr hópi þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að eigi séu fleiri tilgreindir. “Samvinnan á íslandi,” þessi tvíburabók þeirra Thorstens Odhe og Jónasar Jónssonar, er gagnmerk um flest, og ætti að verða sem allra víðlesnust. III. Meðal eigulegra rita, er Lögbergi berast af íslandi annað veifið, má telja “Samtíðina,” sem Cand. mag. Sigurður Skúlason er ritstjóri að. Tímarit þetta er einkum sérkennilegt vegna þess, hve ritstjórinn leggur mikla áherzlu á ís- lenzka málvöndun í ræðu jafnt sem riti; sjálfur ritar hann fagurt og tilgerðarlaust mál, og hon- um er það ljóst, hve uppruninn og tungan eru í rauninni óaðskiljanlegar tvenningar; yfir rit- gerðum hans um bókmentir og íslenzk menn- ingarmál, hvílir blær djúpstæðrar alvöru og sanntrúar á sigurmátt íslenzkra menningarerfða. Þeir, sem gerast vilja áskrifendur að Eimreið- inni og Samtíðinni, geta snúið sér til Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Major S. SOSKIEE, M.P., lögfræðilegur ráðunautur verkamanna stjórnarinnar á Brellandi. Kaffi, sykur og fleira Eftir Vigfús Guðmundsson Talið er að kaffibaunir flytt- ust fyrst til Suður-Evrópu frá Asíulöndum fyrir miðja 16. öld, og var þá farið að nota kaffið til drykkjar fyrst 1534 í Miklagarði í Tyrklandi. En um norðan verða álfuna og Norðurlönd ekki fyr en á 18. öld. Notkun kaffis hefir þó eflaust verið þar lítil og fá- gæt öldina þá alla. Fór svo einn- ig hér, að um marga áratugi reyndust íslendingar tornæmir á töfradrykkinn. Hvorki er kunn- ugt, með fullri vissu, hvenær kaffibaunir fluttust fyrst til ís- lands, jié til Éyrarbakka. En það er fyrst vitanlegt, að árið 1760 komu 40 pd. af kaffibaunum til Hólmsverzlunar í Reykjavík, og þar með 25 pd. te, og 200 pd. syk- ur. Kaffibirgðir þessar hafa að líkindum nægt til nokkurra ára, því ekkert hefir sézt innflutt næstu árin. Varla heldur notað að nokkrum mun, nema hjá kaupmönnum og máske einstöku embættismönnum fyrir fágæta gesti. Te hefir þá líka verið fremur notað á slíkum stöðum, með því að næstu árin, 1762, koma til landsins 10 pd. af því, en 34 pd. 1763 og aðeins á hafnir við Faxaflóa. (Hólm, Hafnarfjörð og Básenda) og Grindavíkur. Smám saman glæddist þessi verzlun, svo að áratug síðar, 1772, komu til landsins 110 pd. af kaffi, 77 pd. te og 663 pd. sykur, því að hann varð jafnan að fylgja kaff- inu og teinu. Næstu 7 árin glædd- ist svo kaffinautnin, að árið 1779 komu 3320 pd. kaffi, 579 pd. te og 8644 pd. sykur. (Einokun bls. 420). Á þessu tímabili — 1776 — var svo hátt verð á þessum vör- um, að ekki var furða þó þær •yfðu ekki almenningseign. Kaffi- pundið 32 skildinga, te 64 sk. og sykur 20V2 sk. Vafalaust hefir teið rutt sér til rúms og fluttst til Eyrarbakka fyr en kaffið. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um ís- land 1752—57. Líklega helst um Árnessýslu 1756. Telja þeir þá að mikil breyting hafi orðið á 10— 20 árum, svo að flestir betri bændur eiga teáhöld. (Reise gennem Island II. 285). — Kaffi hefir þá naumast þekkst þar (hjá kaupm. eða biskupum), þar eða þeir nefna það ekki. Og sennilega hafa þeir heiðursmenn lítt heimsótt eða dvalið á þeim árum, nema hjá embættismönn- um og úrvalsbændum, er allir hafa látið það bezta og fágæt- asta í té, við þá aufúsu gesti. Verzlunarskýrslur frá Eyrar- bakka eru mjög fágætar og gloppóttar og finnast engar nema frá einstöku árum. Ekkert te sézt þar aðflutt í skýrslum árin 1731, né heldur 1734. En svo komu þar 40 pund af tegrasi hvort árið 1765 og 1766. Fer svo aftur minkandi löngu síðar, ekki nema 19% pund te árið 1791, og 10 pd. 1792. Kaffið er þá að koma í staðinn, og sézt þar fyrst þessi árin: 1791 98V2 pd., 1792 250 pd. og 1793 299 pd. kaffibaunir. Þrátt fyrir þennan litla vöxt aðfluttra kaffibauna á þremur fyrstu árum síðasta tugs 18. ald- arinnar, verður kaffineyslan næsta lítil og ókunn almenningi fram yfir aldamótin, og á fyrstu áratugum 19. aldarinnar. Nægja verður hér að tilgreina tvö dæmi þessu til sönnunar. Prestsdóttir á einu betra brauði landsins, Guðrún Þórhallsdóttir á Breiðabóls^tað í Fljótshlíð (f. 1789, varð öreigi og lengi niður- setningur á Keldum). Hún sagði svo frá: Þegar eg var ung stúlka, kom eg til prófastsins í Odda, (Gísla Thór og madömu Jórunn- ar). Madaman var svo góð við mig og lítillát, að hún gaf mér caffi í bolla og skeið með, og sagði mér til um hvernig eg ætti að haga mér, þv( eg þekkti þetta ekki. Byrjaði eg að sötra kaffið upp í mig með skeiðinni, en þá sagði madaman: “Það er nú sið- ur að súpa þetta úr bollanum, leillin mín.” Svo þorði eg nú ekki að tæma bollann alveg, hélt kurteisara að skilja éftir dálitla lögg, en þá mælti madaman aft- ur: “Það er nú ekki siður að leifa af þessu, heillin mín.” Hitt atvikið gerðist meira en áratug síðar, og þó að ólíklegt sé, gefur það bending um sparsama og lítt þokkaða nautn kaffisins meðal bænda. Þegar faðir minn, Guðm. Brynjólfsson, byrjaði bú- skap á Árbæ á Rangárvöllum, árið 1819, tók hann 2 pd. af kaffi- baunum (aðra minnir 4 pd.), að sjálfsögðu aðeins til að gefa gest- um og til hátíða. Þótti þetta þá óhóf og ráðleysisvottur hjá frumbýlingi. En svo treindist kaffið, að meira en missiri síðar lánaði Guðmundur hjónunum auðugu á Keldumí Þuríði Jóns- dóttur og Páli Guðmundssyni, helminginn af því. En svo mikið óx notkun kaffisins á 64 búskap- arárum föður míns, að hún 100 faldaðist. í staðinn fyrir eitt eða tvö pund fyrsta árið nægði ekki minna en kaffisekkur 200 pd. ár- lega til heimilis (og hjálpar þurf- endum) síðasta áratuginn. Enn má geta þess, að Markús stift- prófastur í Görðum, ritar 1. ág. 1801 skýrslu mikla um nauðsynj- ar presta til heimila sinna. Þar á meðal 8 tn. rúgmjöls, % tn. af hverju: baunum, bókhveiti og bygggrjónum, 1 kút hafragrjón, 2 brauðtn. 40 pt. vín og brenni- vín, 8 pd. tóbak o. fl. en ekkert kaffi eða krydd og ekki svo nýk- ið sem klút handa konum þeirra. Árið 1830, voru ekki flutt til Eyrarbakka nema 500 pd. af kaffibaunum, en svo mjög fer neysla kaffis í vöxt, á tveimur næstu áratugum, að 1849 er að- flutningurinn orðinn 20,182 pd., og 1855, 31,016 pd. Eftir það dregur nokkuð úr kaffi innflutn- ingi aftur, t. d. árið 1870, er hann 17,901 pd. En þá er líka kaffi- bætir (export) komið til viðbót- ar, og ekki minna en 9,795 pd. Sézt kaffiþætir (rót) ekki í verzl- unarskýrslum fyr en 1859, og þá aðeins á Eyrarbakka, 2,074 pd., og í Suður-Múlasýslu 878 pd. Nokkurn tíma hefir fólkið þurft til að venjast kaffibætinum, því ekkert er, flutt af honum tvö næstu árin til Eyrarbakka. Af þessum fáu dæmum má ráða í það, að fyrst upp úr miðri 19. öld, verður kaffið daglegur drykkur, eða því sem næst, á flestum bæjum í Eyrarbakka- verzlunarsókn. Og hélt svo á- fram að aukast mjög eftir það, alt til aldamóta, eða lengur. Á Rangárvöllunum var svo háttað, að um 1870—80, var far- ið að hita kaffið daglega við frá legu á engjum í fjallferðum o. s. frv. En um nokkur ár áður, var frálegufóllp sent kaffi að heiman, á kútum,,aðeins við hirðingu eða við henutgleika. Fljótt hefir jjóðin lært að nota rjóma í kaff- ið, og auka þannig eyðsluna. Sönnun fyrir því, sér maður í Norðra 1853. Þar er komist svo að orði: “Er kvartað um bjargar- skort og smjörleysi á Norður- landi.” Og kennt um það ekki aðeins harðæri og málnytuskorti, heldur líka “og það ekki minna, hvað eyðist af rjóma til kaffi- drykkjunnar.” Matbætir eða krydd, að öðru leyti en kaffi eða te og sykur, kom bæði lítið og seint til Eyrarbakka og landsins yfir höf- uð. Að vísu kom öðruhvoru ofur- lítið af hunangi og sírópi á 18. öld, en lítt hefir það borist til almennings. Og alveg hverfur það litla, sem sézt nefnt fyrir aldamótin. Árið 1797 kom á Eyr- arbakka krydd þetta: “Sukker- lade” 12 pd., og árið á eftir rúsín- ur 161 pd. kúrenur 22 pd., engi- fer 5 pd. allrahanda 4 pd. og möndlur 2 pd. Eitthvað slíkt smávegis, kann að hafa verið flutt inn fleiri ár en þau, er þetta sézt í skýrslum, sem nú eru til. En hagur al- mennings og hallærin hafa oft útilokað slíkan munað algjörlega. I Eyrarbakkaskýrslum 19. ald- ar, sézt ekki krydd svo teljandi sé fyr en 1864: súkkulaði 155 pd. gráfíkjur 411 pd., rúsínur 734 pd. og fleira smávegis. Svo er þó mikið af þessu hverju um sig, að eitthvað lítið af því hefir komið til Eyrarbakka áður. Eigi er það fyr en tveimur árum síðar, (1866) að hrísgrjón eru nefnd á nafn í þessum verzlunarskýrslum, og eru þá talin með kryddvörum næst á eftir rúsínum, svo að lík- lega er þetta fyrsti hrísgrjóna- innflutningur til Eyrarbakka. (Skýrsla um landshagi IV. 343). komu þá af grjónum þessum 2,100 pd. og er auðséð, að héraðs- búar hafa þegar haft góða lyst á þeim, því að á næsta ári voru flutt til Eyrarbakka 4,201 pd. af hrísgrjónum, en 3,150 pd. árið 1868. Allur slíkur innflutning- ur hefir svo margfaldast nokkr- um árum síðar, þó að undanskild- um stórum afturkipp á hallæris- árinu 1882 og eftir það. Sjálfsagt hafa útlendir kaup- menn flutt með sér ýmislegt til matbóta, meðan þeir dvöldu hér, og sömuleiðis æðstu fulltrúar konungsins. Þeir hafa svo komið biskupum á bragðið, og öðrum háttsettum embættismönnum, sem einnig lærðu “átið” irt»n- lands. Eigi mun finnast getið um krydd hér á Suðurlandi fyr en um 1497. En þá fékk Stefán biskup í Skálholti “eina pipar- mörk” fyrir 8 fiska, og nokkuð af fíkjum, rúsínum og hveitibrauði fyrir 12 fiska — ásamt húfum, höttum, svartaskóm og ýmsu fleira. (Fbrs. VII. 377). Munaðar- vörur þessar færðf biskupnum presturinn á Staðarstað, Einar Snorrason. Er það líklegra að lann fengi þær hjá enskum kaup- mönnum á Snæfellsnesi, en frá verzlun á Eyrarbakka. Áður hafa nefnd verið “nockur prion, item nockud edik”, sem Gissur biskup Einarsson pantaði (Frh. á hls. 5)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.