Lögberg - 29.11.1945, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1945
T
5
AHIJGAMÁL
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Mikilvirk og merk kona
Frk. Halldóra Bjarnadóilir.
Þessi mæta kona, frk. Hall-
dóra Bjarnasdóttir er Vestur-
íslendingum að góðu kunn vegna
dvalar sinnar hér í landi fyrir
nokkrum árum; hún ferðaðist um
flestar íslenzku bygðirnar, flutti
erindi um Island og íslenzku
þjóðina og sýndi íslenzkar hann-
yrðir og heimilisiðnað; hafði
þetta hvorttveggja athyglisverð-
an fróðleik í sér fólginn er Vest-
ur-Islendingar nutu mikils af við
að kynnast.
Frk. Halldóra hefir unnið ís-
lenzku þjóðinni mikið þarfaverk;
hún hefir svo úratugum skiftir
ferðast um landið þvert og endi-
langt og hvatt konur til samtaka
um sameiginleg velferðarmál,
svo sem , hússtjórn og heimilis-
iðnað. Ást hennar til íslands er
rótgróin og sterk; hún er vel að
sér í fornsögum okkar og leggur
á það alveg sérstaka áherzlu að
samtíð og framtíð taki sér göf-
ugustu menn og konur fyrri alda
til raunhæfrar fyrirmyndar; á
þessum grundvelli hefir frk.
Halldóra bygt lífsstarf sitt og
unnið sína margvíslegu sigra.
Merkasti starfsþátturinn í
langri og viðburðaríkri æfi, frk.
Halldóru, mun þó jafnan verða
♦
Handavinna í barna-
skólum
Eflir Halldóru Bjarnadóllur
Það þarf ekki að hafa langan
formála fyrir því að Kandavinna
sé þarfleg fyrir lífið. Hver ein-
asta manneskja, í hvaða stöðu,
sem hún er, getur haft þess not,
næstum að segja daglega frá
vöggunni til grafarinnar' að vera
liðugur í höndunum. Hendin er
dásamlegt verkfæri, en við þurf-
um að liðka hana og þroska svo
að hún verði okkur auðsveip við
sem flest verk. Allir menn nota
hendina að meira eða minna leyti
til lífsframdráttar, og þess betur
þjálfuð sem hún er, því betra, og
gott er að byrjað sé snemma að
æfa hendina til einhvers verks.
Þetta er í stuttu máli um
handavinnuna að segja frá al-
mennu sjónarmiði og sem líkam-
legt þroskaatriði. En hvað er að
segja um hinn andlega þroska,
talinn sá, er að ritstörfum hennar
lýtur. Hún hefir í meir en aldar-
fjórðung gefið út ársritið Hlín,
er fjallar um áhugamál kvenna,
og annast sjálf allan þann tíma
um ritstjórn þess; frá hénnar
hendi hafa árlega birzt nytsamar
hugvekjur um heimilismál, upp-
eldismál, hannyrðir og heimilis-
iðnað, auk þess sem fjölmargar
rithæfar konur í ýmsum bygðum
landsins hafa skrifað mikið í rit-
ið. Þá hefir og ritið gert sér það
að reglu að minnast látinna úr-
valskvenna er svipmerkt hafa
sögu samtíðar sinnar.
Frk. Halldóra Bjarnadóttir
hefir jafnan látið sér hugarhald-
ið um menningarleg og þjóð-^
ræknisleg samtök íslendinga
vestan hafs. I ársriti hennar er
jafnan að finna umsagnir um
Vestur-íslendinga og stundum
fluttar af þeim myndir. Frá
penna hennar andar samúð og
hlýju í garð þjóðarbrotsins ís-
lenzka, sem hérna megin hafsins
býr. Sambandið milli Austur- og
Vestur-íslendinga á frk. Hall-
dóru mikið upp að unna.
Áskriftargjöld fyrir “Hlín”
sendist til Mrs. J. B. Skaptason,
378 Maryland St., Winnipeg.
♦
sem hún veitir? Hver áhrif hefir
hún á hugsunarhátt barnsins? —
Að mínu áliti er hann engu
minna virði. Handavinnan hefir
einmitt þann mikla kost, að
þroska huga barnsins ekki síður
en hönd þess. Það þarf hugsun
við hvert handtak. Handavinnan
getur orðið barninu til mikillar
blessunar, ef hún er rétt fram-
kvæmd, undirstaðan lögð traust
og stöðug, kenslan látin ganga
stig af stigi og börnunum ekki
ofþyngt með náminu. — Hún
vekur eftirtekt barnsins, skarp-
skygni þess og dómgreind. Eg
hefi oft tekið eftir því, að dreng-
ir t.d., sem hafa lært handavinnu:
Burstagerð, körfugerð, eða bók-
band, að dómgreind þeirra hefir
skerpst og glæðst við námið, þeir
hafa veitt samskonar hlutum
nána eftirtekt og gert sér ljósa
grein fyrir hvað betur fer eða
ver. Þetta var þeim áður sem
lokuð bók.
Handavinnan gefur kennaran-
um alveg sérstakt tækifæri til
að innprenta barninu og æfa hjá
því tilfinningu fyrir því sem
fallegt er og sem betur má fara í
vinnubrögðunum, fyrir lista-
smekk og litasamsetningu og
annari smekkvísi, að eg ekki tali
um reglusemi, hreinlæti og þrifn-
að, sem alt er sérstaklega þörf á
að iðka í sambandi við handa-
vinnuna.
Það er mikils virði, að öll und-
irstöðuatriði og handtök séu rétt
kend, þá kemur leikni og flýtir
af sjálfu sér, sem veitir gleði
og ánægju, auk þess gagns, sem
það veitir.
Sjóndeildarhringur barnanna
víkkar, þau kynnast áhöldum og
efni, sem þau nota við vinnuna,
og þau læra að fara með verk-
færin og hirða þau. Hvergi er
hægra en hér, um leið og barnið
vinnur, að kenna því nýtni og að
fara haganlega með efnið, missa
ekki niður að óþörfu, sníða hag-
anlega spýtur, bókbandsefni,
burstaefni, band, fataefni. —
Sömuleiðis má hvetja þau til að
nota innlent efni og virða það.
Að sjálfsögðu notar skólinn, að
svo miklu leyti sem mögulegt er,
íslenzkt efni.
Það er ómögulegt annað en
viðurkenna réttmæti handavinn-
unnar í skólunum, þar sem hún
gerir menn hraðvirka, vandvirka
og lagvirka. Það ætti að koma
sér vel til undirbúnings í lífs-
baráttunni, en hún vekur um leið
í huga barnsins eftirtekt, skarp-
skygni og dómgreind, þroskar
smekk þess og fegurðartilfinn-
ingu, eykur hreinlæti, reglusemi
og nýtni og vekur sjálfstraust
barnsins, því í skólanum fær það
að gera margt það, sem því er
ekki trúað fyrir heima: Sníða,
sauma á vél, hefla, saga o. s. frv.
Með handavinnukenslunni má
vekja áhuga og kapp við störf-
in og heilbrigðan metnað. — Sú
námsgrein laðar margt það barn-
ið að skólanum, sem hefir tregar
námsgáfur, en er myndarlegt til
handanna, og finnur gleði og á-
nægju í skólaverunni, því það
finnur að þarna stendur það hin-
um í sporði. Þetta er ekki lítils-
vert atriði. ^— Börnin bera virð-
ingu fyrir allri handavinnu, líka
þjónustubrögðum, af því hún er
tekin upp meðal námsgreina
skólans, hún er nietin jafnt og
þær bóklegu, það hefir áhrif á
börnin og þá ekki síður á for-
eldrana.
Handavinnukenslan v e i t i r
hressingu og tilbreytni innanum
alt bóklega námið. Það er hent-
ugt að hafa þá kenslu um mið-
bik dagsins, líka vegna birtunn-
ar, sem þarf að vera svo góð sem
hægt er. Að sjálfsögðu þarf að
vera samvinna hjá kennurunum
um þessa námsgrein sem aðrar,
að ofþyngja ekki börnunum með
heimavinnu.
Þptta er sannfæring mín um
gildi handavinnukenslu í barna-
skólum eftir 25 ára reynslu í þeim
efnum. — Eg þekki enga náms-
grein, sem gefur tækifæri til að
iðka og æfa jafnmargar uppeldis-
legar dygðir og handavinnan,
enginn skóli má án hennar vera,
að mínum dómi.
—Hlín.
Kaffi, syknr og fleira
(Frh. af hls. 3)
hjá þýzkum kaupmanni. Vegna
mikillar gestanauðar og heim-
sóknar göfugra höfðingja, urðu
biskuparnir að vera vel birgir af
allskonar góðgerðum. En að
þeir urðu sjálfir að panta krydd-
metið, sýnir bezt, að kaupmenn
hafa ekki flutt það inn nema eftir
pöntunum og ekki talið það selj-
anlegt hér á landi.
Útlit er fyrir, að Þórður biskup
og Guðríður Vísa-Gísladóttir,
kona hans, hafi verið gestrisin í
bezta lagi, og máske nokkrir
“sælkerar”. Þórður biskup gerði
víst árlega pöntun eða því sem
næst, á óvenjumörgum krydd-
vörum, t. d. eitt árið (1679); 6 tn.
malt, 1 tn. humall 1 tn. bygg-
grjón, Vz tn. bókhveitigrjón, %
tn. ertur, vín og vínedik dálítið.
Svo einnig dálítið krydd (“noget
speceri”): sykur, rúsnur, “mann-
eler” sveskjur, pipar, engifer,
múskat og ‘velkertimean’ (Bréfa-
bók.) — Ekki nefnir biskup
hversu mikið hann vilji af kryddi
þessu. Kaupmaður hefir átt að
fara nærri um það af reynslu
fyrri ára.
I verzlunarskýrslum síðari ára
tuga 19. aldar, eru kryddvörur
lítið aðgreindar eftir tegundum.
Verður því ekki rakið hér hversu
eyðsla þeirra hefir aukist þá og
margfaldast með ári hverju, svo
að segja. Aðeins skal þess getið,
að í aðflutningsskýrslum til Ár-
nessýslu árin 1849 og 1855—63,
sést ekkert súkkulaði, gráfíkjur
eða rúsínur. Dálkar slíkrar vöru
eru þá auðir í flestum skýrslum
landsins, en þó með tölum annara
vara allsstaðar.
En á næsta ári (1864) kemur
í ljós furðu mikið af þessu góð-
gæti — eins og áður er sagt —
og verður því að álíta svo, að
eitthvað lítið af þessu kryddi hafi
komið áður.
Fólkinu fanst kryddbragðið
gott og því óx innflutningurinn.
Eftir 6 ár t. d. 1872 í Ársskýrslu
og í Skaftafellssýslu að auki í
svigum: Súkkulað 185 pd. (136
pd.), rúsínur 1609 pd. (436 pd.)
gráfíkjur 600 pd. (561) og stein-
fíkjur 208 pd- (122 pd.).
Brennivín og drykkjarvörur
Um vörur þessar verður lítið
sagt hér, en vísað til þess litla,
er síðar á að sjást í aðflutnings-
skjali. Viðvíkjandi tegundunum
og flutningi til landsins yfir höf-
uð, má lesa í Einokun Dana á
íslandi (bls. 458—66).
Áður en kaffið kom til sögunn-
ar, hefir blandan (sýrudrykkur-
inn) verið alþjóðardrykkur á
Islandi. Eitthvað dálítið af ýmis-
legum öltegundum hefir að vísu
verið flutt til landsins á öllum
öldum frá bygging þess, og frá
ýmsum löndum. En það hefir
víst að mestu leyti lent hjá höfð-
ingjunum og stærstu bændum,
svo að almenningur hefir haft
lítið af því að segja. Sama er að
segja um aðrar tegundir vína og
brennivínið. Um 180 ár á næst-
liðnum öldum sézt ekki að flutt
hafi verið til Eyrarbakka, nema
svo sem 12—46 tn. árlega til sam-
ans af öli og víni, oft innan við
20 tn. og vínið þar vitanlega
messuvín að miklu leyti. Alt
fram á 19. öld hefii1 þurft nokkr-
ar tunnur af messuvíni í 70 kirkj-
ur Eyrarbakkasóknar og miklu
fleiri á fyrri öldum.
—Fálkinn.
Alexander Pope
1 sambandi við afmæli Jóns
Þorlákssonar skálds á Bægisá,
hafa íslenzku blöðin minst á
enska skáldið Alexander Pope,
því að Jón skáld þýddi rit hans
“Tilraun um manninn.” Fæstir
núlifandi íslendingar munu hafa
lesið þá bók, enda hefir hún ekki
verið endurprentuð nú á bóka-
flóðsöldinni og mundi varla verða
keypt að mun, þó að nú sé margt
keypt. íslendingum mun líka
fátt kunnugt um Alexander Pope
sjálfan, þó að hans sé enn getið
í bókmentasögum. — En þetta
var eitt af mestu skáldum Breta
á sinni tíð, fyrri hluta 18. aldar,
samtíðarmaður Jonatans Swifts,
Addisons og Drydens.
Á síðastliðnu ári voru 200 ár
liðin frá dauða Alexanders Pope.
Þykir því rétt að segja nokkuð
frá manninum, og er hér fylgt
að mestu frásögn enska höfund-
arins J. B. Peel.
— Alexander Pope, skáldið,
sem dó fyrir rúmum 200 árum,
eða 30. maí 1744, er ef til vill sá
maður í enskum bókmentum,
sem mest hefir verið deilt um.
Sumir bókmentakönnuðir telja
hann mesta Ijóðskáld sinnar tíð-
ar og hefja hann til skýjanna,
en aðrir þverneita því að hann
hafi verið skáld.
Popa, fæddist 23. maí 1688, í
Lombard street, í hjarta hinnar
gömlu Lundúnaborgar. Þegar
hann var í skóla samdi hann
leikrit, og var efni þess úr Ilions-
kviðu; í þá daga var hann kall-
aður “litli næturgalinn” vegna
þess að hann þótti hafa svo fall-
ega rödd. Hann var kaþólskur
og var í miklu eftirlæti hjá prest-
um safnaðar síns, sem útveguðu
honum styrk til fornbókmenta-
náms. Hann las mikið og veittist
sá heiður að farið var með hann
á fund Johns Dryden, leikrita-
skáldsins mikla, sem þá stóð á
hátindi frægðar sinnar. Dáði
Pope hann jafnan síðan og kenn-
ir áhrifa frá Dryden í stíl hans
og hlutu kvæðin lof skáldsins
Congreve. Kvæði þessi voru lip-
urt kveðin, en tilþrifalítil, og
sama er að segja um næstu kvæði
hans, sem hann nefndi “Windsor
Forest”, þar sem hann yrkir um
ýmislegt sögulegt í sambandi við
hallarskóga konunganna, í
Windsor.
En árið 1712 kemur út ljóðið
“Huganir um gagnrýni”. (Essay
on Criticism), og árið eftir “Hár
lokksránið” (The Rape of the
Lock) og það urðu þessi rit, sem
skópu honum frægð. 1 fyrnefnda
ritinu dregur hann ýmsa sam-
tíðarmenn sína sundur og saman
í háði, svo meinlega, að undan
sveið. Úr þessum kvæðabálki
geymast enn ýms spakmæli á
vörum enskumælandi þjóða, og
munu lifa lengi. Þessi hirting
Popes mun hafa verið einskon
ar endurgjald til þeirra, sem létu
sér sæma að skopast að honum.
Hann var skotskífa ýmsra og bar
margt til: hann var til dæmis
dvergur vexti, undarlegur í hátt
um, heilsuveill og spéhræddur;
einnig voru flokkadrættir miklir
og klíkuskapur um hans daga, og
hlífðust heldri menn ekki við að
ganga hver í skrokk á öðrum
opinberlega og leigja menn til
að skrifa og yrkja níð um and-
istæðinga sína eða þá, sem þeim
var í nöp við. Má skoða “Hug-
anir um gagnrýni” sem svar
Popes við þessu. Og svarið þótti
svo gott, að ýmsir líktu Pope við
háðfuglinn Voltaire eftir þetta.—
I “Hárlokks-ráninu” gerir Pope
að umtalsefni atburð, sem sagt
væri að snerti hefðarmey eina,
sem kunnug var honum. Einn að-
dáandi hennar hafði gerst svo
djarfur að klippa af henni»hár-
lokk og hafa á burt með sér, og
spannst út af þessu fjandskapur
milli fjölskyldna stúlkunnar og
ræningjans. Var Pope fenginn
til að yrkja brag um atburðinn,
og lýsa honum þannig, að sættir
mættu takast út af lokksráninu.
— Það tókst líka. Kvæðið var
létt og góðlátlega kveðið, undir
bragarhætti, sem aldrei hafði
verið notaður af enskum skáld-
um. En hvað formið á þessum
kvæðabálki snertir þá gætir þar
ótvíræðra áhrifa frá Dryden.
Pope var nú orðinn kunnur
maður, tæplega hálfþrítugur. En
eigi skorti samt á að hann ætti
sér marga öfundarmenn. Til þess
að ná sér niðri á þeim samdi
hann nýjan kvæðabálk, sem út
kom árið 1728 og nefndist “The
Dunciad” eða eða “Dunces- skóla-
mennirnir” og var háðið þar enn
hárbeittara og neyðarlegra en í
“Huganir um gagnrýni”. Varð
þetta frægasta rit Popes, þó að
nútímamenn geti ei haft þess full
not, nema þeir séu gagnkunnug-
ir þeim mönnum og málefnum,
er uppi voru á þeim tíma er það
gerðist á.
Pope var mikilvirkur þýðandi,
eins og Jón Þorláksson. Merk-
astar eru þýðingar hans á Odys-
sevs- og Illionskviðu, sem komu
út á árunum 1715—25. En Pope
fékk meira fyrir þýðingar sínar
en presturinn á Bægisá. Honum
voru greidd 10,000 sterlingspund
fyrir þær, eða svo mikið að hann
hafði engar búksorgir eftir að
hann hafði lokið þeim. Settist
hann þá að í Twickenham, árið
1718 og dvaldi þar til æfiloka,
1744.
Síðasta rit fians, sem nokkru
skiftir,, var “Tilraun um mann-
inn,” er Jón prestur nefnir svo.
Dr. Guðm. Finnbogason skóp ný-
yrði fyrir “Essays” og kallar það
huganir. Þetta rit kom út árið
1733, en er hvergi nærri eins
frægt í Bretlandi og þau rit, sem
áður hafa verið nefnd. En efni
þess er óstaðbundnara en hinna,
og því mun Jón Þorláksson hafa
valið það, til þess að kynna Is-
lendingum þetta skáld, sem svo
mikill ljómi stóð af á dögum
Jóns Þorlákssonar.
Forstjórinn: Hefir nokkur ver-
ið hér meðan eg var í burtu?
Skrifarinn: Já, eg.
— Asni. Eg á við hvort nokk-
ur hafi komið!
— Já, þér.
•
— Tengdamóðir mín er engill.
— Svo? Það þykir mér merki-
leg tengdamóðir.
— Já. Hún er dáin.
— Hvernig fanst yður “Bláa
kápan” í gærkveldi?
— Yndisleg. Þegar maður sat
þarna í leikhúsinu og lokaði aug-
unum, var rétt eins og maður
sæti heima hjá sér og væri að
hlusta á útvarpið.
•
Eiginmaðurinn: Loksins á eg
þig með húð og hári, elskan mín.
Eg var að greiða hjúskaparskrif-
stofunni síðustu afborgunina
fyrir þig í dag!
•
Strákur liggur ofan á öðrum
minni á götunni og er að berja
hann. — Gamall maður gengur
fram hjá og segir:
— Það er ljótt að sjá hvernig
þú berð drenginn. Veistu ekki
að maður á að elska óvini sína?
— Þetta er ekki óvinur minn
— það er bróðir minn.
•
Læknirinn: Þér hóstið léttar
í dag.
Sjúklingur: Annaðhvort væri
það, eftir að hafa æft mig í alla
nótt.
•
Læknir: Eg get ekkert gert
við þessum sjúkdómi yðar. Hann
er arfgengur.
Sjúkl.: Þá skuluð þér senda
föður mínum reikninginn.
•
—Litla telpan mín hefir gleypt
gullpening og það verður að gera
á henni uppskurð. Eg veit ekki
hvort eg á að trúa honum Robb
lækni fyrir því.
—Það er alveg óhætt. Þetta
er einstaklega ráðvandur maður.
•
Hann: Þegar eg giftist þér þá
hélt eg-að þú værir engill.
Hún: Það er eijimitt það, sem
þú gerðir. Þú hélst að eg þyrfti
hvorki kjóla né hatta.
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
Kaupendur á íslandi
Þeir, sem eru eða vilja ger-
ast kaupendur Lögbergs á
íslandi snúi sér til hr. Björns
Guðmundssonar, Reynimel
52, Reykjavík. Hann er gjald-
keri í Grænmetisverzlun
rikisins.