Lögberg - 27.12.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.12.1945, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. DESEMBER, 1945 r --------Hogberg-------------------- Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Sérkennileg og gagnmerk bók wiHiiiiiiimiiiiniiHiiiiii!iiiiimimimmimiiiimiiiiiniiimnHiimii"ii'iimitimi;i’miiim!’iiT'miiii'nm;mnniffinniimnniinn'mmiiiíi þó verða deildar meiningar um það, að í áminstri bók Jóns Pálssonar sé heild- arsvipur litbrigðaríkrar æfi þessa gagn- merka manns, heilsteyptastur og skír- mótaðastur. Ágæt mynd af Þorleifi prýðir ritgerð þessa. "^^.Sagt er frá nokkrum öðrum sér- kennilegum mönnum en Þorleifi í þess- ari skemtilegu bók, þótt í styttra máli sé, og er frásagnarlistin ávalt hin sama. Aðrir kaflar bókarinnar fjalla um veðurmerki og veðurspár, loft og sjó, fiðurþoku, fjallabláma, himinhá ský og heljarmyrkur, bakka og blikur, klósiga- rót og og hríslur hennar og margt fleira. Um þokubakkana mun vísa þessi hafa kveðin verið á Eyrarbakka: “Þokubakkinn þegar færist nær þar að ströndu, er móti vestri liggur, þá mun brimið brjótast fram, og sær bráðlega ærast, fyr en nokkur hyggur.” Eigi alls fyrir löngu barst ritstjóra Lögbergs í hendur sérstæð og skemti- leg bók eftir fyrrum féhirði við Lands- banka íslands, Jón Pálsson; bókin nefn- ist “Austantórur”, og er fyrsta bindi ritsafns eftir þenna mæta mann, sem nú er kominn yfir áttrætt, en logar engu að síður af starfsáhuga. Höfundurinn er einn hinna þjóðkunnu Stokkseyrar- bræðra; hann er maður söngvinn með ágætum, og bræður hans, þeir ísólfur og Bjarni, voru báðir íhyglisverðir söng- lagahöfundar; í þessu tilfelli að minsta kosti, hefir hljómlistargáfan gengið í ættir, því bróðursonur Jóns er Páll ís- ólfsson, sem nú mun standa einna fremst í tónmennt sinnar samtíðar á íslandi, og hefir á þeim vettvangi leyst af hendi merkilegt brautryðjendastarf. Magister Guðni Jónsson hefir búið bók þessa undir prentun, og er nafn hans næg trygging fyrir vönduðum frá- gangi, og gerir hann með eftirgreindum orðum í formálanum all glögga grein fyrir efnivið hennar; auk þess sem hann skilgreinir að nokkru höfundinn: “Jón Pálsson byrjaði snemma að safna ýmsum fróðleik og færa í letur. Handrit hans nú orðin geysimikil að vöxtum og um harla sundurleit efni. En magn þeirra og megin eru þó hin þjóð- legu fræði. Þar sitja í fyrirrúmi þættir af merkmn eða einkennilegum mönn- um, frásagnir af ýmsum sögulegum at- burðum, vinnubrögðum til sjávar og sveita, ýmiss konar þjóðháttum og þjóð- trú og alþýðlegum reynsluvísindum. Þar er og allmargt þjóðsagna, sem eigi eru til annars staðar. Skrítlur af ýmsu tagi skifta þúsundum. Yfirleitt er safn þetta svo auðugt, að ekki sér högg á vatn, þótt af því sé "ausið í eitt hefti sem þetta er.” Svo er til ætlast, að af ritsafni þessu komi út að minsta kosti eitt hefti á ári, unz því er lokið, sem prentað verður af því fyrst um sinn. Afar fróðleg og snildarlega samin, er ritgerðin í hefti þessu um Þorleif Kolbeinsson á Stóru-Háeyri, er á síðari tímum hefir nefndur verið Þorleifur ríki; þessi gáfaði og sérstæði maður var alinn upp í bláfátækt, en ruddi sér af sjálfsdáð smátt og smátt slíka braut til efnahagslegrar velgengni og mann- virðinga, að til verulegra undantekn- inga má telja um mann, sem ekki naut betri aðstöðu í æsku, og varð að öllu leyti að sigla sinn eiginn sjó. Eins og vitað er, urðu tveir af bræðrum Þorleifs fyrir þeirri ógæfu, að taka þátt í Kambsráninu árið 1827, og gekk það honum mjög til hjarta, því hann unni þeim hugástum; þó var því viðbrugðið með hve miklu sálarjafn- vægi og þreki hann tók þessum hörmu- lega atburði. Þorleifur varð brátt mik- ill héraðshöfðingi, og munu honum hafa falin verið flest þau trúnaðarstörf, er mestu þóttu skifta fyrir Stokkseyrar- hrepp; hann hafði um langt skeið með höndum hreppstjórnar- og oddvitastörf, og stóð hagur hreppsins þá jafnan í miklum blóma; hann var manna stór- tækastur ef því var að skifta, og gaf hrepp sínum jarðir og peninga til bættra samgangna og annara umbóta. Á bls. 49 farast höfundi þannig orð: “Árið 1880 var Þorleifur sæmdur Dannebrogsorðunni. Fór sú athöfn fram í Stokkseyrarkirkju, og man eg eftir því, eins og það hefði skeð í gær. Þótti það óvenjuleg athöfn og harla virðuleg.” Um Þorleif á Stóru-Háeyri hefir margt verið í letur fært, sem að mak- leikum hefir vakið athygli á þessum sér- stæða atorkumanni; en naumast munu íslenzkri málsmenning er drjúgur fengur í Austantórum Jóns Pálssonar; þar er hinn mesti sægur orðatiltækja úr sjómannamáli, og eins varðandi veð- urfar, sem nú eru lítt viðhöfð, en verð- skulda það fyllilega að vera vernduð frá gleymsku, auk óteljandi svipbrigða annars fróðleiks, sem bókin hefir til brunns að bera. Jón Pálsson hefir með samningu þessarar bókar, unnið íslenzkri menn- ingu raunverulegt gagn, sem þjóðin vonandi að makleikum metur. .............................. Þinglausnir ................... Síðastliðinn þriðjudag var sam- bandsþinginu í Ottawa slitið með venju- legri athöfn í fundarsal efri málstof- unnar; þetta fyrsta þing canadisku þjóðarinnar eftir að heimsstyrjöldinni lauk, settist á rökstóla þann 6. sept- ember síðastliðinn, og vann af kappi miklu fram til þess síðasta; fjöldi merkra mála, sem líkleg eru til djúp- stæðra framtíðaráhrifa, náði framgangi á þingi, þó einkum og sér í lagi þau, er að afstöðu þjóðarinnar á vettvangi heimsmálanna lúta; má þar til telja Bretton Woods samþyktirnar, er lúta að alþjóðaviðskiftum og peningamálum, grundvöllinn að sáttmála sameinuðu þjóðanna, samþyktir varðandi alþjóða, borgaraleg flugsambönd og vistamál mannkynsins, ásamt yfirlýsingu, af- greiddri á fundi Canada, Bretlands og Bandaríkjanna, um meðferð “hins ótta- lega leyndardóms” atómsprengjunnar; öll eru áminst mál í eðli sínu þannig vaxin, að þau hljóta að grípa djúpt inn í framtíðarvelferð þjóðanna, og hafa á það víðtæk áhrif, hvernig til tekst um skipulagningu þess friðar, sem koma á, og ekki má undir neinum kringumstæð- um fara út um þúfur. Með hliðsjón af viðhorfi heims- mála, tvísýnt eins og það óneitanlega er, flutti King forsætisráðherra, eina af sínum allra veigamestu þingræðum, þar sem hann bar fram þá uppástungu, að skipulagt yrði alþjóðaþing heims- friðnum til tryggingar, með því að eng- an veginn væri víst, að sáttmáli sam- einuðu þjóðanna, þótt hann vitanlega teldist óhjákvæmilegt spor í rétta átt, reyndist fullnægjandi, er til fram- kvæmda kæmi. “Og það er heldur eng- an veginn víst, að mannkynið lifi atóm- öldina af,” bætti Mr. King við, “nema því aðeins, að svo verði um hnúta búið með alþjóða sáttmálsgérð, að þeim kyngi- krafti, sem hér iim ræðir, verði ekki undir neinum kringumstæðum til þess beitt, að tortíma mannkyninu, heldur beint í þá átt, er auki á hamingju mann- anna og geri umhverfi þeirra vistlegra á þessari jörð.” Foringjar allra þing- flokkanna þökkuðu forsætisráðherra ræðuna og vithrlega forustu hans í al- þjóðamálum. Mr. King varð 71 árs þann 17. þ. m. og var í tilefni af því, hyltur af öllum þingheimi. Með hliðsjón af meðferð innan- landsmálanna, rigndi daglega yfir ráð- gjafana fyrirspurnum varðandi eitt og annað í sambandi við starfrækslu hlut- aðeigandi stjórnardeilda; var slíkt bæði réttmætt og holt, því kjörnir fulltrúar fólksins eiga heimting á því að skjölin séu lögð á borðið, og engu haldið leyndu af hálfu stjórnarvaldanna, er heill al- mennings varðar. íslendingur byggir fyrstu “klinikina” í Winnipegborg MARGIR LÆKNAR HÉÐAN VIÐ NÁM VESTANHAFS Viðtal við Eggert Steinþórsson lækni Eggert Steinþórsson læknir kom nýlega heim frá Ameríku ásamt frú sinni, Gerði Jónasdóttur og syni þeirra hjóna. Hefir Eggert stundað framhaldsnám í Winnipeg og New York síðan í ársbyrjun 1941. Vísir hefir haft tal af Eggert og innt hann eftir dvöl hans og námi vestanhafs og ennfremur ýmsu viðvíkjandi löndum í Kanada og Bandaríkjunum. Við skurðlæknisnám í Winnipeg og New York — Eg fór héðan til framhalds- náms til Winnipeg, segir Eggert, í ársbyrjun 1941. Fór eg að nokkuru leyti á vegum hins kunna íslendings, dr. Brandson í Winnipeg, sem margir munu kannast við hér heima. Dvaldi eg í Winnipeg þangað til í árs- byrjun 1945. Fór eg þá til New York og var þar þangað til eg hélt hingað heim. Hvernig var störfum yðar hátt- að í Winnipeg? Eg vann á Winnipeg General Hospital, en það er stærsta sjúkrahús borgarinnar með um 700 rúmum. Er það kensluspítali Manitoba háskólans jafnframt því að vera bæjarspítali. Voruð þér við skurðlækning- ar allan tímann? — Já, nema hvað eg starfaði í 4 mánuði við rannsóknaratofn- ungu læknarnir voru allir tekn- ir í herinn jafnskjótt og þeir út- skrifuðust. Hefir dr. Thorlakson nokkurn- ,tíma komið til íslands? — Já, hann kom heim 1930 ásamt dr. Brandson og er mjög vinveittur fslendingum, enda var faðir hans séra Steingrímur Thorláksson hinn kunni kirkju- höfðingi, fæddur og uppalinn hér heima, lærði svo guðfræði í Noregi og giftist ágætri norskri konu áður en hann fluttist vest- ur. Vestan hafs gerðist hann strax prestur íslenzku safnað- anna og voru þau hjónin mjög mikils virt vestan hafs. Þau áttu 6 börn, sem búsett eru í Kanada og Bandaríkjunum og mjög vel þekt, en dr. Thorlakson er þeirra kunnastur og nýtur mjög mikils álits í Kanada. Hann hlaut ment- un sína við háskólann í Mani- toba en dvaldi síðan alllengi í Englandi og Frakklandi við framhaldsnám og er nú talinn mestur skurðlæknir í Vestur- Kanada og kemur fólk víðsvegar að til hans. Hann hefir síðustu árin verið í nefnd sem stjórn Kanada skipaði til að hafa á hendi rannsóknir í læknavísind- um í þágu syrjaldarinnar og enn- fremur annari nefnd, sem stjórn- ir Kanada og Bandaríkjanna skipuðu sameiginlega í sama til- gangi. Til marks um áhuga hans á íslenzkum málum sýnir; að hann hefir nýlega gefið mikið fé til væntanlegs kennarastóls í ís- lenzkum fræðum við háskólann í Manitoba. Hvernig kunnuð þér við yður í Winnipeg? — Ágætlega, þar er altaf gott að koma fyrir íslendinga. Þar eru svo margir Vestur-íslend- ingar sem taka manni opnum örmum, að það er líkast og að vera kominn heim. Þeir segja líka að Winnipeg sé önnur stærsta fslendinga borg i heimi og mun það láta nærri sanni. Er gizkað á að nálega 6 þús. ís- lendingar séu búsettir þar. Þér hafið kynzt mörgum þeirra? — Já, fjölmörgum. Má þá fyrstan telja dr. Brandson, sem nú er nýlátinn. Hann og konan hans, frú Aðalbjörg Benedikts- dóttir frá Stóruvöllum í Bárðar- dal tóku á móti okkur hjónúnum þegar við komum vestur og við dvöldum á hinu ágæta heimili þeirra um hríð. Dr. Brandson var að mestu hættur störfum svo að því miður sá eg hann aðeins gera fáa uppskurði, en enginn vafi er á, að hann er nafntogað- asti læknir, sem verið hefir uppi á sinni tíð meðal íslendinga vestan hafs og heyrði eg margar sögur sem sanna það. (Framh. á bls. 8) PROVINCE O F MANITOBA NOTICE Concerning Election of One Representative From Each of the Three Armed Services to the 22nd Legislative Assembly - TO EXTRA PROVINCIAL WAR SERVICE ELECTORS RESIDING IN ST. GEORGE ELECTORAL DIVISION: Notice is hereby given that plases of polling for the taking of the vote of War Service Electors have been established at the follow- ing places on the dates and during the hours herein set out: Returning Date of Hours of Deputy Polling Polling Officer un spítalans fyrst eftir að eg kom vestur, um haustið 1941. Byrjaði eg að vinna með dr. Thorlakson, en hann er einhver þekktasti læknir Winnipegborg- ar og vann eg með honum þar til í árslok 1944. Dr. Thorlakson er af íslenzk- um ættum? — Jú, en fæddur vestanhafs. Hann er um fimmtugt, mjög '“ýjörugur og duglegur maður ög hefir nú um nokkur ár verið prófessor við háskólann í Win- nipeg. Meðan eg var vestur frá bygði hann Winnipeg Clinic. Er það allstór stofnun, sem 12—14 læknar starfa við og sú fyrsta af því tagi í Vestur-Kanada. Klínikin er eingöngu rann- sóknarstofnun þar sem sjúkling- ar eru skoðaðir og rannsakaðir. Þeir, sem þurfa á sjúkrahúss- vist að halda eru sendir til Win- nipeg General Hospital. Klínikin er opin frá kl. 9 á morgnana og til 6 á kvöldin, svo að sjúklingar geti komið á öllum tímum dags til rannsóknar. Flestir læknar, sem starfa við klínikina eru sér- fræðingar svo í stað þess að þurfa að senda sjúklinga til sér- fræðinga út í bæ voru þeir þama á staðnum. Þetta klinik-fyrir- komulag er nú mjög algengt í Bandaríkjunum. Þú þekktasta þar mun vera Mayo Clinic, sem sumir hér munu kannast við? Unnuð þér við Winnipeg- klínikina? — Já, eg vann þar frá kl. 2—6 síðustu 2 árin sem eg var í Win- nipeg. Hvemig var starfi yðar háttað á spítalanum? —Eg vann þar frá kl. 8—2 að mestu við uppskurði, ennfremur fór eg þangað í sjúkravitjanir eftir kl. 6 daglega. Auk þess kynti eg mér nokkuð sjúkdóma í nýrum og þvagfærum og fékst eingöngu við það meðan eg dvaldi í New York. Hvað getið þér sagt mér meira af starfi yðar með dr. Thorlak- son? — Dr. Thorlakson er það sem kallað er almennur skurðlæknir en sérstaklega er hann þektur fyrir uppskurði á maga og þörm- um. Starfsþrek hans er geysi- mikið. Vanalega gerði hann 4 uppskurði að morgni og einstaka sinnum alt að 10—12 og varu margt stórar aðgerðir. Síðustu 2'/o árin vann eg með honum sem fyrsti aðstoðarlæknir hans. Var mjög mikið að gera, því Electoral No. Location Division of PoXl of Poll St. George 1 CAMPER St. George 2 DEERHORN St. George 3 ERIKSDALE St. George 4 LUNDAR St. George 5 MULVIHILL St. George 6 OAK POINT St. George 7 OAKVIEW P.O. St. George 8 ST. LAURENT St. George 9 VOGAR Jan. 5 12 p.m.—4 p.m. John Wilkins Dec. 29 12 p.m.—4 p.m. John Wilkins Dec. 31 2 pm.—8. p.m. John Wilkins Dec. 28 4 p.m.—8 p.m. John Wilkins Jan. 10 10 a.m.—8 p.m. John Wilkins Dec. 28 10 a~m.—2 p.m. John Wilkins Jan. 4 12 p.m.—4 p.m. John Wilkins Jan. 11 10 a.m.—8 p.m. John Wilkins Jan. 3 2 p.m.—6 p.m. John Wilkins QUALIFICATIONS OF VOTERS (I) All British subjects, irrespective of age, who are, (a) serving members of the naval, military or air forces of Canada and merchant seamen, (b) Canadian Red Cross Society and St. John Ambulance workers, or former workers, who have served outside of Manitoba, (c) civilians who are serving or who have served outside of Manitoba on active service with the naval, military or air forces of Canada who are, or were, subject to the law of any such forces, (d) honorably discharged members of the naval, military or air forces of Canada, (e) discharged members of the naval, military and air forces of Canada, either of this war or the 1914-1918 war, re- ceiving treatment in any hospital operated by the De- partment of Veterans’ Affairs, or being treated in any other hospital at the request of that Department; and (II) supervisors and helpers and former supervisors and helpers of the overseas headquarters staffs of the Canadian Legion War Services, the National Council of the Y.M.C.A., The Knights of Columbus Army Huts, or ýhe Salvation Army War Services, who are twenty-one years of age and who have served outside of Manitoba, and who were resident in Manitoba at the time of enlistment, en- rollment or upon assuming any of the above civilian duties and who did not vote at civilian or atcive service polling súbdivisions established for the Manitoba Provincial Election held on October 15th, 1945, by reason of being outside of Manitoba at the time when they could have voted at such Election. VOTING REQUIREMENTS Each member of the services who applies for a ballot shall, before he receives a ballot, take a declaration stating that he is qualified to vote. Dated at Winnipeg, Manitoba, December 17th, 1945. HECTOR J. CRAIG W. B. SCARTH War Service Electoral Officer Special Returning Officer

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.