Lögberg - 03.01.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.01.1946, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JANÚAR, 1946 _ ÁHUGAMAL m IWENNA T./- Ritatjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON NÝJA ÁRIÐ Þá er nú árið 1945 “liðið í ald- anna skaut” og nýtt ár komið í staðinn. Um leið og við kveðjum gamla árið, rennum við hugan- um yfir alla viðburði þess: ósk- irnar, sem hafa ræzt; áfangana, sem hefir verið náð, og einnig yfir sorgir þess, vonbrigði og skakkaföll. Sorgin fyrirhittir sérhvert okkar einhvern tíma á æfinni; á umliðnu ári hefir sorg- in barið að dyrum hjá mörgum. Traustið á Hann, sem lífið gaf, gefur okkur styrk til að mæta henni með hugprýði og bíða þess með þolinmæði, að tíminn dragi úr bitrasta sársauka hennar. Ýms vonbrigði og skakkaföll liðna ársins hafa e. t. v. verið að einhverju leyti okkur sjálfum að kenna, við höfum ekki verið nógu umburðarlynd, kærleiksrík, viljasterk eða forsjál. En ekki tjáir að hafa of miklar áhyggjur út af því sem orðið er; reyna heldur að læra af yfirsjónunum og af því sem á móti hefir blás- Nýja árið er komið með ný tækifaeri til þess að bæta okkur; til þess að setja okkur ný mark- mið; til þess að byrja á ný. Með hinni hækkandi sól vakna nýj- ar vonir um kærleiksríkari sam- búð mannanna á meðal. Kærar þakkir fyrir gamla ár- ið, lesendur góðir; megi nýja ár- ið verða ykkur farsælt og gleði- ríkt. -f -f -f SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ Eftir Bruce Gould Fyrir tvö þúsund árum gjörð- ist atburður er olli engu minni straumhvörfum en uppgötvun atóm sprengjunnar, en það var þegar Kristur fæddist og gerði lýðum ljóst þau grundvallar at- riði, sem kristnin hvílir á. Kjarninn í yfirlýstri kenn- ingu Krists var sá, að einungis kærleikurinn gæti bjargað mann- kyninu. Enn í dag hristist veröldin á grunni sínum — í þetta skiftið Vegna atom sprengjunnar. Atom sprengjan ætti að hafa f^ert mannkyninu heim sanninn Um það að einungis kærleikur- lnn geti bjargað heiminum. ^egna þess að mennirnir ótt- kærleikann — og vegna þess 3ð þeir eru ekki komnir lengra aleiðis á braut þroskans —, hafa aðeins fáar trúarhetjur skilið Krist og fetað í fótspor hans; ör- fáar trúarhetjur og hinar mörgu astríku konur, er með umönnun °g fórnarlund hafa hlynnt að mannkyninu frá vöggu til graf- ar. Margir hafa, vegna ótta við kærleikann, frestað því til morg- uns, sem nauðsyn bar til að unn- ið yrði í dag. Við höfum lifað í ótta og herjað á þá, sem f nafni kærleikans vildu gróðursetja ríki guðs á þessari jörð. Atom sprengjan var fædd í hatri og mannkynið stendur með öndina í hálsinum vegna tilhugs- unarinnar um þá tortímingu er hljóti að bíða okkar, nema því aðeins að við lærum að elska hver annan og treysta hver öðr- um. Fyr en varir sannfærumst við um það að við eigum að gæta bróður okkar og taka þátt í kjör- um hans og þá skilsit okkur fyrst hve geigvænlegt það er að kunna ekki að elska. Getur það skeð, að unt verði að knýja það fólk, er vantreysti hærleikanum, til að aðhyllast hann, sem grundvallaratriði til sja fsverndar, frá þeirri tortím- við?’ S6m að öðum kosti blasir Sem afleiðing af krossfestingu þeirra, sem lífið létu í Nagasaki og Hiroshima (auk okkar eigin manna er fórnuðu lífi í Evrópu og baráttunni í Kyrrahafinu) er hugsanlegt að skapast megi frjáls og ný jörð. En lánist slíkt ekki, þá getum við ekki hrópað eins og Jesús: “Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?” En einungis getum við, í dauðateygjum hrynjandi heims hrópað: “Hvernig í ósköpunum höfum við valið okkur það hlut- skifti að snúa baki við Guði?” (Ladies’ Home Journal). byssum eða öðrum vopnum Fólk, sem kemur hingað frá Evrópulöndunum og þekkir það eitt til Ameríku, sem það hefir séð í hreyfimyndum, heldur að hér úi og grúi af ræningjum og glæpamönnum og verður hissa >egar það kemst að raun um að svo er ekki. En ef við leyfum að svona myndir, ásamt hinum andstyggilegu reifurum og tíma- ritum um kynferði og glæpi, sem eru alstaðar á boðstólum og unglingar virðast mjög sólgnir í, verði eitt aðal sálarfóður æsk- unnar, er ekki að vita nema okk- ur takist að skapa slíkt þjóðfé- lag. Eða er ekki líklegt að þeir misindismenn, sem nú eru svo á- berandi hér í borginni og annars staðar, hafi lært eitthvað af kúnstum sínum af þessum hreyfimyndum og óholla lesmáli sem hér hefir verið minst á? nities to broaden her musical experiences. I was delighted that she had the enterprise and the courage to go to New York this fall, and “try her wings.” She should stay there for at least two years. Any help the Icelandic people can give Agnes Sigurdson will be an investment with far reach- ing possibilities. From my long associations with Agnes I know she will do her share. (Signed) EVA CLARE. til New York í haust, að “reyna vængi sína.” Hún ætti að dvelja þar að minsta kosti í tvö ár. Hver sú hjálp sem íslendingar kunna að veita Agnesi Sigurdson verður innstæða með ' miklum framtíðarmöguleikum. Af langri viðkynningu veit eg að Agnes mun ekki liggja á liði sínu. ATHYGLISVERT MÁL JÓLABLAÐ LÖGBERGS 1945 Á hverjum degi birtast hér í dagblöðunum frásagnir um inn- brot þjófnað, misþyrmingar, eða jafnvel manndráp, sem framin eru hér í borginni og birtist þó víst ekki alt, sem fyrir kemur af þessu tagi. Nokkrum ótta virðist hafa slegið yfir fólk al- ment út af þessu ástandi. Fólk varast það að hafa meira fé í vösum sínum og veskjum en það >arfnast dags daglega; konur forðast að fara einar um dimmar eða fáfárnar götur; húsráðend- ur gæta þess að loka húsum sín- um vandlega áður en heimilis fólk legst til hvíldar. Ekki mun þessi borg vera sú eina, þar sem þannig er ástatt. Margir vilja kenna hinu ný afstaðna stríði um þetta ófremd- arástand. Flestir þeir, er gert hafa sig seka í þessu glæpafram- ferði eru ungir menn; og ungar stúlkur hafa jafnvel tekið þátt í þessu líka. Víst er um það, að stríðið reyndist mörgum lítill skóli í góðu siðíerði, sem ekki var að vænta; þó er svo fyrir að þakka, að meiri hluti okkar unga fólks kom til baka aftur með sína andlegu og siðferðislegu heilbrigði óskerta. Ekki er að efa að styrjaldir or- saka ýmiskonar los í mannfélag- inu og hafa ill og óheilbrigð eftir- köst í för með sér, en svo eru líka mörg önnur áhrif, sem æsk- an verður fyrir daglega, og sem eru svo algeng að við veitum þeim ekki eftirtekt — áhrif, sem vinna gegn þeim góðu áhrifum, sem foreldrar, skólar og kirkj- ur leitast við að hafa á uppeldi ungdómsins. Mér er minnistætt eitt atvik, sem er sérstaklega sláandi í þessu sambandi. Einn laugardag fyrir nokkrum vikum fór eg í hreyfimyndahús, en eftir miðdag á laugardögum er oft f jöldi barna og unglinga í hreyfimyndahús- unum og þannig var það í þetta skifti. Tveir drengir, á að gizka níu og tíu ára, settust við hliðina á mér. “Er þetta myndin þar sem verður sýndur bardagi með sverðum?” spurðu þeir með á- kafa. “Já, þegar fréttirnar eru búnar, en þær koma næst.” Og svo komu myndafréttirnar. Alt í einu erum við komin til Þýzka- lands og sýndar eru myndir af aftöku fjögurra stríðsglæpa- manna. Þetta var hryllileg sjón, en þó fanst mér enn hryllilegra að heyra barns og unglinga hlátr- ana, sem kváðu við við hliðina á mér og víðsvegar um salinn. Það var eins og þeim fyndist að þau væru að horfa á eitthvað nýstárlegt “sport”. Ekki er líklegt að sýningar þessum líkar séu hollar fyrir hina gljúpu hrifnæmu barnssál. Sem kunnugt er, fjallar stór hluti hreyfimyndanna frá Hollywood um ræningja, innbrot, morð o. s. frv. Hámark slíkra mynda eru áflog, bardagar með hnefum, Tvent er það sérstaklega í >essu prýðilega jólablaði, sem eg get ómögulega lesið eða þag- að yfir, án þess að rétta hönd mína og huga í áttirnar til þeirra tveggja bragsnillinga, sem hæst bera höfuð og hugsun yfir þá, sem opinbera skoðanir sínar á braut þess helgidóms, sem þeir eru staddir á. Núna um þessa helgu þjóðahátíð, sem fleiri blessunarorð hefir hlotið af vör- um kristinna manna, en nokkur hátíð tímans og aldanna, um nítján hundruð og fjörutíu og fimm ár; þessi hátíð er blessuð jólin. Þessir tveir menn eru þeir skáldin Sveinn Björnsson lækn- ir, nú búsettur vestur á Kyrra- hafsströnd og Sigfús Benedikts- son fræðimaður og rithöfundur, í bænum Langruth hér í Mani- toba. Það er auðráðið af þessu ljóm- andi jólakvæði Dr. S. Björnsson- ar, að hugur hans og hjarta hafa fylgt yrkisefninu; kvæðið er svo trúarlega prýðilegt — snjókorn- ið. Kvæðið Marteinn Luther, eftir skáldið Sigfús Benediktsson, er tileinkað Bandalagi Lúterskra kvenna; kvæðið er vel ont og fer mæta vel á því að svo sé, þar sem það er tileinkað þeim félagsskap, sem ræktar mannkostaferil sinn í akri íslenzkrar þjóðrækni. Svo gera að sjálfsögðu öll íslenzk kvenfélög. Með þessum kvæð- um sínum hafa bæði þessi nefndu skáld gefið okkur öllum samlöndum sínum dýrmætar jólagjafir, sem við skulum þakka og muna lengi. Þæra þökk frá mér og mínum. Virðingarfylst, F. Hjálmarsson. LAUSLEG ÞÝÐING Agnes Sigurdson kom til mín fyrir níu árum með Snjólaugu frænku sinni. Mér fanst strax mikið til um hæfileika hennar, viljaþrek hennar, áhuga og festu. Hún hefir stundað nám hjá mér síðan með nokkrum námsstyrk. Hún tók eftirtektarverðum framförum; eg bjó hana undir próf hennar, A.M.M. (tæknipróf) A.M.M. (kennara); L.R.S.M. (tæknipróf) og svo síðast meist- araprófið, L.M.M. Hún stóðst öll þessi próf með prýði. Á þessu tímabili sýndi hún tilhneigingu til að spila opinberlega, en það er nokkuð sem fólk með mikla listhneigð hefir ekki æfinlega. Tvær samkomur hennar í Win- nipeg Auditorium, og framkoma hennar hjá Women’s Musical Club, hafa staðfest þetta. Næsta sporið fyrir hana er að dvelja í stórri miðstöð hljómlist- arinnar, þar sem hún hefir tæki- færi til að þroskasit í list sinni. Mér þótti mjög vænt um að hún hafði áræði og kjark til að fara Gjafir í námssjóð Miss Agnes Sigurdson Dr. og Mrs. S. E. Björnson $ 5.00 Mrs. Jón Borgfjörð 2.00 Mr. Böðvar Jakobsson 5.00 Mr. Franklin Petursson 3.00 Mr. og Mrs. J. J. Swanson 25.00 Mr. og Mrs. P. Anderson 25.00 Dr. og Mrs. S. O. Thompson Riverton 10.00 Þjóðræknisdeildin “Brúin,” Selkirk 10.00 Mr. og Mrs. T. L. Hall- grimsson 25.00 Samtals $110.00 Áður kvittað fyrir $901.00 Með þakklæti, f.h. nefndarinnar, G. L. Johannson, féh. GAMAN 0G ALV ARA Lítill snáði: — Þegar eg er orðinn fullorðinn, vil eg verða eitthvað mikið, eitthvað stórt. Hvað ráðleggur þú mér að gera? Gamall maður: — Eg held að sé bezt fyrir þig, að ráða þig hjá hringleikahúsi og leika þar fíl. • Sonarsonurinn leitaði ráða hjá afa sínum um, hvernig hann aetti að komast að því, hvaða álit stúlkan, sem hann elskaði, hefði á honum. - Giftust henni, drengur minn, giftust henni bara, sagði afinn, þá muntu fljótt komast að því. • —Eg sá mann reyna að kyssa dóttur þína hérna bak við húsið í gær. —Og gerði hann það? —Nei, honum tókst það ekki. —Ja, þá hefir það ekki verið dóttir mín. • Hann: — Þú sagðir Siggu í partíinu í gær, að eg vwri asni og nautshaus. Hvað áttirðu við með því? Hún: — Nú, eg hélt að það væri ekkert leyndarmál. * — Viltu giftast mér? spurði hann. — Nei, svaraði hún. Síðan lifðu þau mjög hamingju- sömu hjónabandi. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar General Statement, 30th November, 1945 ASSETS Notes of and deposits with Bank of Canada $ Other Cash and Bank Balances nrj’ÍLn’oie on Notes of and Cheques on other Banks nnimownw .Government and other Public Securities 1 oo nanAoÍi i Other Stocks and Bonds infildfiQiRnfí Call and Short Loans fully secured 106,446,91o.0o $1,558,477,086.53 Commercial Loans in Canada Loans to Provincial Governments Loans to Cities, Towns, Municipalities and School Districts Commercial Loans—Foreign Bank Premises Liabilities of Customers under Acceptances and Letters of Credit Other Assets Total Assets 284,038,691.85 5,070,535.17 4,459,634.54 88,441,196.18 10,848,254.92 49,482,848.75 6,728,730.92 $2^007,546,978.86 A LETTER FROM MISS| EVA CLARE CONCERNING AGNES SIGURDSON To Icelandic Canadians: Agnes Sigurdson was brought to me as a pupil nine ýears ago >y her cousin, Snjolaug. I was| at once impressed by her italent, >er determination, ambition, | and singlemindedness of pur- pose. She has studied with mel since that time on a partial schol-1 arship basis. She made remarkable pro-1 gress and I prepared her | for her A.M.M. (Performers) A.M.M. (Teachers), L.R.S.M. (Performers) and finally L.M.M. examinations. All of these she passed with distinction. During this period she showed a flair for public performance some- thing not always possessed by even big talents. Her ;two recitals at the Auditorium and her ap-1 pearance at the Women’s Musical Club were evidence of this. The next step in her career is | ito live in a big musical centre, where she will have opportu-| LIABILITIES Notes in Circulation Deposits ................../......... Acceptances and Letters of Credit Outstanding Other Liabilities Capital Reserve Fund Dividends due Shareholders Balance of Profit as per Profit and Loss Account Total Liabilities $ 7,007,429.94 1,888,757,074.14 49,482,848.75 1,480,446.73 35,000,000.00 20,000,000.00 572,660.73 5,246,518.57 $2,007,546,978.86 PROFIT AND LOSS ACCOUNT Profits for the year ended November 30, 1945, before Dominion Govern- ment taxes, but after contributions to Staff Pension Fund, and after appropriations to Contingency Reserves out of which Reserves provision for all bad and doubtful debts has been made Less provision for Dominion Government taxes Less appropriation for Bank Premises Dividends: No. 230 at 6% per annum No. 231 at 6% per annum No. 232 at 6% per annum No.- 233 at 6% per annum $525,000.00 525,000.00 525,000.00 525,000.00 $6,003,142.89 2,175,000.00 $3,828,142.89 729,295.88 $3,098,847.01 Amount carried forward Balance Profit and Loss Account, November 30, 1944 Balance Profit and Loss Account, November 30, 1945 2,100,000.00 $ 998,847.01 4,247,671.56 $5,246,518.57 MORRIS W. WILSON President SYDNEY G. DOBSON Executive Vice-President JAMES MUIR General Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.