Lögberg - 03.01.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR, 1946
7
Ferðalög og ílutningar á Winnipegvatni
C'RÁ ÞVÍ að Hudsons Bay félagið fór að setja á fót verzlanir eða
kaupstaði um norðvesturlandið og þar til C.P.R. járnbrautin
var lögð, var mikið ferðast eftir Wiftnipegvatni. Hér komu saman
aðal vatnaleiðir norðvesturlandsins.
Frá York Factory, kaupstað
Hudsons Bay félagsins við ósa
Hayes fljótsins við Hudson fló-
ar>n, var farið til Warren's Land-
lng í norðaustur horni Winni-
peg-vatns og svo suður með
austurströndinni, og upp Rauðá
til Fort Garry (sem síðar varð
Winnipeg), og lengra suður eða
vestur, eftir Rauðá eða Assini-
boine ánni.
Önnur aðal leið var farin frá
Warren’s Landing og svo austur
Winnipeg ána, yfir skógarvötnin,
svo austur í stórvötnin Superior
°g Huron; þaðan til Nipissing
vatnsins og svo austur í Ottawa
fljótið og eftir því til Montreal.
Hriðja leiðin frá Warren’s
Landing til Grand Rapids, við
°sa Saskatchewan fljótsins og
UPP eftir Saskatchewan fljótinu
— og svo eftir ýmsum fljótum
°g vötnum vestur í fjöll, eða
norður að íshafi.
Aðal verzlun félagsins var
lengi vel York Factory, norður
við flóann. Þangað fluttu Indí-
ánar grávöruna og skiftu henni
fyrir vörur, sem félagið flutti
þangað frá Englandi. Þetta var
langt að sækja og erfitt ferðalag
fyrir Indáínana, en í mörg ár
voru engir aðrir nær til að
kaupa grávöru þeirra.
En svo kom sá tími, að kaup-
menn austur í Montreal mynd-
uðu kaupfélag (North West fé-
lagið), 1787. Þeir höfðu lengi
grátið fögrum tárum yfir því að
eiga engan part í þeirri miklu og
arðsömu verzlun, sem Hudsons
Hay félagið rak um alt norðvest-
ur landið. Þeir gerðust brátit
ólmir og áfjáðir keppinautar
eldra félagsins. Til þess að mæta
þessari samkeppni varð Hudsons
Hay félagið að færa út kvíarnar,
°g setja útibú á víð og dreif,
vestur að fjöllum og norður að
Ishafi.
Þó ferðalög gengju ekki æfin-
ega greitt, þá voru þó vöru-
úutningar miklu erfiðari. Þegar
omið var að grynningum,
s rengjum eða fossum, varð að
era vörurnar og draga bátana,
pangað sem vaitnsleiðin var aft-
ur fær. Þessi vegalengd gat
uumið rnílum. Vörunum var
^ nað í bagga sem vógu um 200
und hver. Ætlast var til að
*nn maður bæri bagga hvort
m angt eða stutt var að fara.
eint á átjándu öld var Nor-
f°use, um 24 mílur norður
". .. Wmnipegvatni, gert að mið-
. ° ólagsins í Keewatin hérað-
lnu- Innfluttar vörur komu,
y°S áður, frá Bretlandi til
ork Factory, og svo til Norway
ouse. Þaðan voru þær svo
u tar um alt Norðvesturlandið.
egar verzlanir félagsins, sem
v°ru norðvestur við íshafið,
Pontuðu vörur, liðu sjö ár frá því
n vörulistinn fór þaðan og
Þangað itil vörurnar komu — ef
þaer komu. Því margt kom fyrir
a svo langri leið.
Mest af vörum þeim, sem komu
inn i Norðvesturlandið eða voru
sendar héðan, voru því fluttar
lengri eða skemri leið eftir
Winnipegvatni. Það þarf enginn
að halda að dauðaþögn og kyrð
hafi hvílt yfir vatninu þangað til
gufubátar fóru að ganga eftir
þvL Ferðafólk mátti altaf hitta.
Það var að koma frá Bretlands-
eyjum eða fara þangað í eigin
erindagjörðum eða félagsins.
Þjónar félagsins voru að flytja
sig úr einum stað í annan; fólk
var að flytja sig úr Austur-
Canada, enn aðrir að flytja þang-
að -— nóg voru erindin. Þetta
fólk ferðaðist í birki barkar bát-
Um (birch bark canoes) lengi
fyrst, en svo var farið að smíða
þá úr trausitara efni. Þessum
bátum var stungið áfram með
einni ár, og voru engir eins fim-
^ að þessu eins og þeir, sem
Voru 1 þjónustu félagsins, sér-
staklega þó frönsku æfintýra og
veiðimennirnir (voyageurs)
Landstjórar Canada hafa
nokkrir ferðast eftir Winnipeg-
vatni og hefir bæði þeim og öðr-
um þótt útsýnið víða undur fag-
unt. Einn af fylgdarmönnum
Dufferin lávarðar sagði um út-
sýnið meðfram Rauðá, rétt fyrir
norðan Selkirk, að það væri með
því fegursta í heimi; hafði sá
herra þó farið víða. En eg efa
að nokkur Selkirkingur hefði
þorað að segja annað eins, hvað
svo sem honum hefði fundist.
En mesti valdamaður, sem um
vatnið hefir ferðast, var Sir
George Simpson, sem var kjör-
inn aðal umsjónarmaður Hud-
sons Bay félagsins eftir að North
West félagið hafði sameinast því
1821. Hann hefir alment verið
nefndur keisari norðurlandsins,
‘Emperor of the North.’ Hann
var eiginlega öllu ráðandi frá
Labrador vestur til Vancouver
eyjar; og. frá merkjalínunni að
sunnan, austan frá stórvötnun-
um, og norður að íshafi. Hann
var enginn smákonungur. Jafn-
vel Sigríður stórráða hefði verið
ánægð með slíkan mann, hefði
hún á þeirri öld getað náð í
hann.
Fyrir rúmum hundrað árum
ferðaðist enski skáldsagnahöf-
undurinn R. M. Ballantyne frá
York Factory, austur til Tadous-
sac, við Saguenay-fljótið. Hann
var þá unglingur í þjónustu fé-
lagsins. Hann ritaði sína fyrstu
bók, Hudson Bay, um veru sína
norður við York Factory og
þessa löngu ferð á barkarbát.
Lætur Ballantyne vel af ferða-
laginu. Bókinni var tekið svo
vel, að hann gaf sig eingöngu að
ritstörfum eftir það. Flestir
munu hafa lesið einhverjar af
bókum hans, eins og t. d. The
Coral Island, The Dog Crusoe
and His Master, eða aðrar.
Eftir endilöngu- Winnipeg-
vatni ferðuðust einnig skozku
innflytjendurnir, sem Selkirk lá-
varður, þá einn af mestu hlut-
höfum félagsins, sendi hingað til
að mynda nýlendu á Rauðár-
bökkum nálægt staðnum, þar
sem nú er Winnipegborg. Það
gekk illa fyrir þeim, ekki síður
en fyrir íslendingum, 60 árum
síðar. í tvo vetur urðu þeir að
hrekjast suður til Pembina, þar
voru vísundahjarðir, og því meiri
matar von. Nonth West félagið
sýndi nýlendubúum mikinn
fjandskap og flæmdu þá burtu
um tíma norður að Norway
House aftur. Er þetta alt mikil
rauna saga, ekki síður en hjá
löndunum, sem settust að í Nýja
íslandi.
Áður en C.P.R. brautin var
lögð, var mikill flutningur fólks
og varnings eftir Saskatchewan
fljótinu, frá Grand Rapids við
Winnipegvatn og vestur í land.
Hudson’s Bay félagið hafði báta
á fljótinu og hafði gufubátinn
‘Colville’-á Winnipegvatni. Um
1870, var umferð og flutningur
orðið meira en svo að smábátar
réðu við það, og var þá farið að
smíða gufubáta til notkunar í
vesturlandinu.
II.
Þegar íslendingar settust að á
vesturströnd Winnipeg-vatns,
áttu þeir við marga erfiðleika að
stríða. Einna verst var þó hvað
samgöngur voru erfiðar. Á
sumrin var helzt ekki hægt að
komast itil Selkirk eða Winnipeg,
timunum saman, vegna þess hve
brautir voru slæmar. Þá var
ekki um annað að gera en fara
vatnsleið með þær vörur, sem
flytja þurfti, til og frá.
En þessir nýju innflytjendur
áttu fyrst ekki önnur för en
róðrarbáta eða ‘byttur’. Og bæði
var það, að þessi för gátu ekki
rúmað mikinn flutning, og það
var heldur ekki skemtilegt ferða-
lag að verða að róa um 50 mílur
frá Gimli til Selkirk — þó ekki
væri lengra farið.
í júní 1878, keyptu þeir Sig-
tryggur Jónasson, Árni Friðriks-
son og Friðjón Friðriksson, í fé-
lagi, gufubát, sem var eign fé-
lags austur í Ontario; skýrslurn-
ar segja að hann hafi verið smíð-
aður þar. Hét þessi bátur
‘Vicitoria’ og rúmaði 15 tonn.
Þessir framtakssömu landar
mynduðu því fyrsta íslenzka
eimskipafélagið vestan hafs.
Eg hefi reyndar aldrei heyrt
talað um ‘skip’ á Winnipegvatni.
Þar hafa aldrei verið annað en
‘bátar’ — gufubátar, seglbátar og
róðrarbátar eða ‘byttur’. Svo_
höfðu sumir kassamyndaða flat-
botna, sem kallaðir voru ‘dallar’
— þeir voru notaðir við fiskveið-
ar rétt við landsteinana og aldrei
í hávegum hafðir. Stærstu bát-
arnir á Winnipegvatni hafa, sam-
kvæmt skýrslum, rúmað um 300
tonn (net tonnage) og hafa því
að líkindum þótt heldur smáir til
að kallast ‘skip.’
Árið 1880 létu þeir Sigtryggur
Jónasson, Friðjón Friðriksson og
enskur maður að nafni Arthur
Walkley, smíða barða (tow
barge) norður við fljót. Þessi
barði var nefndur ‘Laura’ og
rúmaði 35 tonn. Á þessu sama
ári létu þeir smíða annan barða
stærri — 50 tonn — sem var
nefndur ‘Sophia.’ Var þessi barði
einnig smíðaður norður við ís-
lendingafljót. Þessir barðar
munu hafa verið ætlaðir til að
flytja til markaðar eldivið (cord-
wood) og borðvið, sem þeir fé-
lagar voru að láta saga í mylnu
við fljótið. Svo hafa ýmsar vör-
ur verið fluttar á þeim til ný-
lendunnar. Gufubát þurfti til
þess að toga barðana og ef þeir
hefðu ekki átt slíkan bát hefðu
þeir félagar orðið að leigja hann.
Árið 1885 látu þessir sömu fé-
lagar smíða ennþá stærri barða
— 102 tonn. Fjórum árum síðar
var vél sett í þennan barða og
hann stækkaður. Var þessi gufu-
bátur nefndur Aurora (eins og
barðinn). Bátur þessi var knúð-
ur áfram af tveimur hjólum
(sitt á hvorri hlið — ‘side-
wheeler’) Hann rúmaði 140 tonn.
Hann var notaður itil flutninga
og ennfremur til að toga trjáboli
— Togga’ — að sögunarmyln-
unni. Ef eg man rétt, þá togaði
þessi bátur ‘logga’ norðan af
vatni og til Selkirk. Skipstjóri
á ‘Aurora’ var lengi Capt Jonas
Bergman, sem síðar var skip-
stjóri fyrir Hudsons Bay félagið
á ýmsum skipum og bátum þess
í Norðvestur Canada. Aurorá
var annar stærsti báturinn, sem
íslendingar létu smíða, og áttu,
á Winnipegvatni. Hinn var Lady
of the Lake, gufubátur smíðaður
í Selkirk 1897 og rúmaði 155
tonn. Voru eigendurnir þeir Sig-
urðsson bræður, Stefán og Jó-
hannes. Þessi bátur var í ferð-
um um va/tnið þar til fyrir til-
tölulega fáum árum.
Gufubáturinn ‘Ida’ var í ferð-
um milli nýlendunnar og Selkirk
í nokkur ár — hvað lengi, sést
ekki í neinum skýrslum. Þetta
mun fyrst hafa verið barði,
smíðaður um 1888, en 1894 er
búið að breyta þessum barða í
gufubát og er eigandi hans þá
Kjartan ísfeld Stephenson. Síðar
urðu ýmsir aðrir eigendur að
þessum bát. Ida var lítil snekkja
sem rúmaði aðeins 12 tonn, en
þarfleg mun hún hafa verið
bygðarmönnum.
Mikleyingar höfðu seglbát, eða
‘skonnortu’ í förum milli Sel-
kirk og eyjarinnar. Þessi segl-
bátur — ‘Sigurrós’ — var smíð-
aður norður við fljót íslendinga-
fljót), 1893 og rúmaði 21 tonn.
Eigandinn var Eiríkur Eymunds-
son, en skipstjóri var Oddur Ei-
ríksson. Þessi bátur hélt uppi
ferðum í mörg ár og getur mað-
ur nærri hvort Mikleyingum hafi
ekki þótt vænt um að hafa ‘skonn
ortu’ þessa til flutnings fólks og
vöru.
Árið 1892 létu þeir Hannesson
bræður, Jóhannes og Hannes,
sem þá ráku verzlun á Gimli,
smíða gufubát, sem kallaður var
Gimli. Rúmaði þessi bátur um
20 tonn. Skipstjóri var Kristján
Pálsson (Capt. C. P. Paulson),
einn af ötulustu útgerðarmönn-
um á Winnipegvatni á þeim ár-
um. Nú búsettur á Gimli.
Að síðusitu skal svo nefrfa segl-
bátinn eða ‘skonnortuna’ ‘Gold
Seal’, sem smíðuð var í Selkirk
1890. Þetta var stærri bátur en
Sigurrós, því hann rúmaði 26
tonn. Hann var eign Sigtryggs
Jónassonar um tíma.
Þeir munu vera nokkrir enn-
þá, eldri landar, sem muna eftir
mörgum þessum bátum og gætu
sagt miklu betur en sá, sem þetta
skrifar, til hvaða flutninga þeir
hafi verið notaðir og um afdrif
þeirra. Þessi upptalning er aðal-
lega gjörð til þess að sýna, að
íslendingar á vatnsströndinni og
norður í Mikley, reyndu að
bjarga sér eftir mætti. Það var
ekki í svo lítið ráðist fyrir fá-
itæka menn að leggja út í að
smíða þessa báta, þó ekki væru
þeir stærri. Kostnaðurinn var
samt mikill og óvíst að inntektir
yrðu eins og menn vonuðu. En
það var velmegun og velferð ný-
lendunnar, sem þessir brautryðj-
endur á þessu sviði voru að
hugsa um, eins mikið og gróðann.
Því það er stórt spursmál hvort
gróðinn varð nokkurn tíma
nokkur.
Nú halda máske sumir lesend-
ur, að úr því bátarnir voru svona
heldur smáir, þá hafi skipstjórar
ekki þurft að vera neitt sérlega
reyndir eða vel að sér, hvað sjó-
mensku snerti. En slík hugmynd
er alls ekki rétt. Winnipegvatn
er eitt af stórvötnum álfunnar —
um 9400 fermílur að stærð. En
það er grynnra en nokkurt hinna
stórvatnanna. Meðaldýpt þess
mun vera 10—15 fet, líklegast
nær 15 en 10, þó ýmsir, sem rit-
að hafa um vatnið, noti oftar
smærri töluna. í hvassviðri eru
öldurnar því knappar og brim
víða og hættulegt öllum, en þó-
sérstaklega viðvaningum. Enn-
fremur eru veðurbreytingar
snöggar; koma stundum ofsa rok
þegar maður á sízt von á þeim.
Svo eru víða klettar og grynn-
ingar, svo að vandratað er eftir
álum og sundum, sem bátar verða
að þræða með nákvæmni, ef vel
á að fara. Þeir, sem taka að sér
skipstjórn á Winnipegvatni,
verða því að vera gætnir, reynd-
ir og hafa nákvæma þekking á
vatninu.
Meðal þeirra fyrstu íslendinga
sem nefndir voru skipstjórar á
Winnipegvatni, voru þessir:
Sigtryggur Jónasson, skipstjóri
á ‘Victoria’ og ‘Laura’ 1884. Jónas
Bergman, skipstjóri á ‘Victoria’
1885 og síðar á ‘Aurora.’ Jó-
hannes Helgason, sem þá var bú-
settur í Selkirk, var skipstjóri á
‘Colville’ 1889. Þennan bát átti
Hudsons Bay félagið. Jóhann
Sigurdur (Capt. Joe Sigurdur),
sem hefir átt heimili í Selkirk
mest af æfinni, er skráður skip-
stjóri á ‘Lady Ellen’ 1894. Eftir
því, sem eg veit bezt, hefir Capt.
Sigurdur verið skipstjóri á vatn-
inu á hverju ári síðan. Hann er
það enn. Hefir nú stjórn á gufu-
bát, sem er eign G. F. Jónasson;
(Keystone Fisheries). Capt. Sig-
urdur er enn svo unglegur, frár
á fæti og afgerandi, að hann mun
að öllum líkindum verða í sigl-
ingum á Winnipegvatni í mörg
ár ennþá. Hann hefir verið
happasæll; aldrei hent neitit
stórslys með þá báta, sem hon-
um hafa verið fengnir til yfir-
ráða. Enda er hann gætinn og
hefir góða dómgreind En marga
söguna ætti hann að geta sagt
eftir 50 árin.
Capt. Jón Dalsted var skip-
sitjóri á ‘Gold Seal’ 1890. Hann
druknaði norður á vatni, rétt
fyrir aldamótin.
Þeir eru fleiri, sem hér ætti að
nefna, þó þeir teljist ekki með
þessum fyrstu. Jón Guðnason
(Capt. John Stevens) bjó í Sel- j
Eiríkur rauði siglir til
Grænlands
Eg hefi sagt ykkur frá því
þegar Gunnbjörn sá óþekt land
vestur af íslandi, en hann kann-
aði ekki þetta land.
Á Islandi bjó maður, sem hét
Eiríkur, og var kallaður Eirík-
ur rauði; hann hefir sennilega
verið rauðhærður. Eiríkur rauði
var mikilhæfur maður en f jarska
skapstór. Hann varð fyrir því
óhappi að berjast við nágranna'
sína og nokkrir menn féllu í
liði þeirra. Fyrir þetita var hann
dæmdur til þess að fara af landi
og vera burtu í þrjú ár.
Eiríkur átti skip og var ágætur
sjómaður. Hann ákvað nú að
leita að landinu, sem Gunnbjörn
hafði séð, og kanna það. Hann
útbjó skip sitt, flutti mat og
skepnur um borð, og þegar veðr-
ið var hags'tætt, dró hann upp
segl og lét í haf; með honum var
fjölskylda hans, þrælar og e. t. v.
einhverjir vinir hans.
Eiríkur var hugaður maður að
leggja út í þessa sjóferð, með alt
sitt fólk og aleigu sína, á einu
litlu skipi, sjóleið, sem enginn
hafði farið, til lands, sem enginn
þekti.
Þið hafið lesið í landafræði
ykkar að í hafinu milli íslands
og Grænlands mætast tveir hafs-
straumar, hlýr golfstraumur og
kaldur íshafsstraumur; það or-
kirk og síðar nálægt Gimli. Hann
var skipstjóri í mörg ár á ýms-
um bátum, stærri og smærri og
var æfinlega talinn ágætis sjó-
maður. Capt. Jón Jónsson, sem
hafði eitt sinn verzlun á Gimli.
Hann hafði segjbát í ferðum
milli Gimli og Selkirk. Og svo
: má nefna æfintýramanninn,
Capt. Baldvin Anderson, dugn-
aðarmaður hvort heldur var í
siglingum eða á landi. Hann var
skipstjóri á vatninu í mörg ár;
vel látinn og vel kyntur.
Eins og sagt var áður, þá eru
landar í Selkirk og Nýja íslandi,
sem gætu sagt mikið meira um
íslenzka skipstjóra á Winnipeg-
vatni og einnig sagt greinilegar
frá bátum, sem íslendingar áttu.
Þetta ætti að gerast áður en alt
gleymist.
J. G. J.
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ
í NEW YORK
(Frh. af bls. 2)
The Icelandic people are most
seriously and solidly married to
our country, our language and
our independence — which is all
one indivisible unity. And only
death can there cause a divorce.
We Icelanders must all fully
learn to understand the. great
nation of this country — ithe
most powerful and most freedom-
loving of all the nations of the
world. Never must we doubt her
ideals, her irrevocable respect
for the small nations and her
unfailing leadership in protect-
ing them. We wish always
proudly and heartily to say: God
Bless America.
Hilsi
Góðir íslendingar,
Það var bjart yfir íslandi og
vorhugur með þjóðinni, er ís-
lenzka lýðveldið var stofnað
fyrir tæpu einu og hálfu ári. Og
heima fyrir hefir okkur vegnað
vel. Farsæld alls almennings hef-
ir verið okkar hlutskifti, þjóðinni
héfir farnast vel og henni hefir
liðið vel. Stórhugur hefir ein-
kent hug hennar, hún vill sækja
fram og býr sig undir það að efla
og auka atvinnulíf sitt, afla
fólkinu nýrra tekna við sjó og í
sveit.
sakar miklar þokur á þessu
svæði. Ennfremur er mikill ís
altaf á sveimi meðfram austur-
strönd Grænlands. Af þessu get-
ið þið séð, að sjóferð milli þess-^
ara landa er bæði erfið og hættu-
leg. (Framh.)
Orðasafn:
að kanna — to explore
óþekt — unknown
rauðhærður — red haired
mikilhæfur—of great ability
skapstór — of violemt temper
óhapp — misfortune
að berjast — to fight
nágranni — neighbor
féllu — fell
að dæma — to sentence
sjómaður — sailor, navigator
að ákveða — to decide
að útbúa — to equip
hagstætt — favorable
fjölskylda — family
þræll — thrall
hugaður — courageous, brave
aleiga — a person’s entire
property
sjóferð — voyage
sjóleið — sea route
landafræði — geography
hafstraumur — ocean current
að orsaka — to cause
þoka — fog
svæði — region
ennfremur — furthermore
erfið og hættuleg — difficult and
dangerous.
En samt sem áður hljótum við
að sjá að aivarlegir tímar eru
framundan. Ófriðnum mikla er
lokið, en víða geysar enn stríð
og skæruhernaður — og langt er
frá því að alheimsfriðurinn sé
ennþá unninn. Friður og sam-
vinna allra þjóða. Samlyndi
þjóðanna er hvergi fundið, en úr
skýjum grúfir ægileg atóms-
bomba, sem alt getur lagt í rúst-
ir á svipstundu, eytt menningu
mannkynsins og fært glötun og
gjöreyðingu yfir mannlega ver-
öld. Við slík viðhorf verður
minstu þjóð heimsins erfitt að
kunna fótum sínum forráð. Við
verðum að trúa á bandalag þjóð-
anna, leiita skjóls þar og fylkja
okkur þétt undir sameiginlegt
merki þess. Við verðum að trúa
því, að vel fari, að mannvitið
sigri og friður ríki.
ísland getur hvenær sem á það
er ráðist orðið hverju herveldi
heimsins að bráð. En íslenzka
þjóðin afhendir aldrei vitandi
vits og af fúsum vilja land sitt
að gjöf til annarlegra þjóða. ís-
land er heldur ekki og verður
aldrei til sölu, jafnvel ekki itil
okkar beztu vina.
Á friðartímum lifum við í sátt
og samlyndi við allar þjóðir og
leitum menningarsambands við
þær þjóðir, sem við líka menn-
ingu búa og við.
í ófriði getur ísland ekki fram-
ar verið hlutlaust, til þess er
heimurinn og lítill orðinn og við
of fáir og algjörlega ómegnugir
að verja okkur sjálfir. Þá verð-
um við að velja okkur vini af
frjálsum vilja, og samkvæmt
venjum hins mannlega lífs og
eðlis. Við viljum geta leitað
þangað, þar sem barist verður
fyrir þeim hugsjónum, sem okk-
ur eru kærastar, þeim hugsjón-
um, sem skópu íslenzka þjóð,
vernduðu hana og gjörðu hana
sjálfstæða. Hugsjónir frelsis-
ins og framtaksins.
Það hefir oft áður verið dimmt
í lofti, en vel hefir farið.
Við trúum því, að hinn villu-
ráðandi heimur rati heim rétta
götu um síðir. Og við trúum á
þjóð vora og elskum land vort,
þessvegna erum við vonglöð um
framtíð vors unga lýðveldis.
Guð blessi ísland.