Lögberg - 03.01.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.01.1946, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JANÚAR, 1946 4 --------ÍLogberg------------------------ Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: j EDITOR LfKlBERG , 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. , Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON : Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram I The “Lögberg’’ is pfinted and published by ■ The Columbia Press, Limited, 695 Sargent * Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. j PHONE 21 804 I .................. Friður og fæða ........... ‘'Það eru ógurleg ódœma hljóð, sem eru í hunqruðum manni.” Þ. E. Vafasamt mun það, hvað margir í rauninni geri sér grein fyrir því, hvílíkt feikna djúp er staðfest milli þeirra, sem lifa í vellystingum praktuglega og hinna, sem hungrið í algleymingi sverfur að; náðarmolarnir eru tíðum fáir og smáir, og ná heldur ekki nándarnærri til þeirra allra, er sökum öfugstreymis varðandi skiftingu auðs og iðju, þurfa hjálpar við; og það bætir heldur ekkert úr skák, þótt ójöfnuðurinn sé í ýmissum tilfell- um lögverndaður, eða sé látinn afskifta- laus vegna hefðbundinnar venju, sem á engan rétt á sér; meðan þannig hagar til, getur þess illu heilli orðið langt að bíða, að vopnin verði að fullu og öllu kvödd. Um miðjan desember-mánuð síð- astliðinn, flutti Mr. W. A. MacLeod, upplýsingastjóri hveiti samtakanna canadisku, tímabært útvarpserindi, er mikla athygli vakti vítt um þetta mikla meginland; fól erindið í sér víðtækt yfirlit yfir viðhorf birgðamálanna í heiminum, og þá einkum með hliðsjón af landbúnaðar afurðunum og þeim al- þjóðasamtökum, sem ganga undir nafn- inu “Food and Agriculture Organiza- tion.” Mr. MacLeod hóf mál sitt með svo- feldum orðum: “Eg veit ekki hvað margir gera sér grein fyrir því, að á þessum tímum stendur mannkynið við fordyri nýrrar aldar, hinnar svonefndu atómaldar; nýting þessarar kyngiorku, er í vissum skilningi ný, og magni hennar var beitt í þágu tortímingarinnar; einhverjar vonir ætti mannkynið þó að geta gert sér um það, að áður en langt um líður, verði mætti þessum beint í annan og viturlegri farveg, komandi kynslóðum til viðgangs og blessunar.” Sir John Orr, forstjóri vista- og landbúnaðarsamtakanna, lét þannig ummælt: “Eg get ekki hugsað mér áhrifa- meira svar gegn atómsprengjunni, en alþjóðleg birgða- og búnaðarsamtök.” Grundvöllurinn að hinum alþjóðlegu birgðamálasamtökum, var í raun og veru lagður á Quebec-ráðstefnunni, sem haldin var í október-mánuði síðast- liönum; að vísu var málið rætt á fundi við Hot Springs í júní 1943, þar sem eftirgreind yfirlýsing var afgreidd. “Þessi fundur, sem haldinn er með- an enn stendur yfir sú ægilegasta styrj- öld, sem sögur fa<ra af, hefir yfirvegáð birgðamál mannkynsins frá öllum hlið- um, og þá ekki sízt með hliðsjón af framleiðslu búnaðarafurða, trúir því statt og stöðugt, að því takmarki megi ná, er óttinn við skort verði gerður landrækur, og öllu mannkyni sköpuð aðstaða til heilsufarslegrar þróunar og tryggra lífskjara.” í þessum anda var Quebec-ráð- stefnan auðsjáanlega háð, og þarf eigi að efa, að hugur hafi þar fylgt máli, sem og á Hot Springs-stefnunni; enda sýn- ist það nú deginum ljósara, að samstilt- um átökum friðelskandi þjóða, verði æ meir beitt gegn þeirri óheilla fylgju mannanna, er gegnum aldirnar hefir elt þá á röndum — hungurvofunni. Á báðum áminstum ráðstefnum varðandi birgðamálin, áttu sæti valdir erindrekar af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar. Mr. Noel Baker, ríkisritari brezku stjórnarinnar, og formaður sendinefnd- ar þjóðar sinnar á Quebec-ráðstefn- unni, komst meðal annars þannig að orði: “Hungrið skapaði Hitler. Og ryðji hungur og örvænting sér enn á ný til rúms svo að kveði, getur slíkt ástand auðveldlega framleitt fleiri Hitlera og fleiri Mussolina, er með svikum og u*nd- irferli gætu komist að leyndardómi atómsprengjunnar, sem revndar má nú kallast opinbert leyndarmál, og sprengt jörðina til agna með líkum hætti og -nafnar þeirra höfðu því nær tortímt Evrópu, áður en þeim að lokum var rutt úr vegi.” Mannfrelsi án mannlegrar fæðu, er allsendis óhugsanlegt. í niðurlagi erindis síns fórust Mr. MacLeod orð á þessa leið: “Naumast vænti eg þess, að þau samtök, sem hér um ræðir, Food and Agriculture Organization, leysi af hendi veruleg kraftaverk; en þetta er í fyrsta skiftið, sem stjórnarvöld flestra þjóða hafa myndað með sér samtök í því augnamiði, að bæta lífskjör allra manna á þessari jörð, engu síður neytenda en framleiðenda, og af þeirri ástæðu verð- skulda samtökin álmennt fylgi; en þau stjórnarvöld, sem heitið hafa þeim ein- dregnum stuðningi, en bregðast skuld- bindingum sínum þegar á hólminn kem- ur, munu naumast verða ellidauð.” — ■■■■■ mn w Ritfregnir MI!llllllllllllllllMllllllllllllllimi[lll1llllllllllllliroillllllllllllllllllll!illlllllW!llllllllllll!|lll»'llll!l!lllllllll!nilllllllM I. Um jólaleytið kom á bókamarkað- inn einkar laglegt ljóðakver, “A Sheaf of Verses,” eftir Dr. Richard Beck, pró- fessor við ríkisháskólann í North Dak- ota; eins og titill kversins bendir til, eru kvæði þessi, sem eru tíu talsins, á enskri tungu, ljóðræn vel og fáguð í formi; þau láta ekki mikið yfir sér, en þau vaxa við vandlegan lestur, og verða brátt eins og góðir kunningjar; höfundur þessara ljóða kom fulltíða af íslandi, og þó hann að vísu nyti hér ágætrar háskólamentunar, hlýtur það engu að síður að vekja athygli, hve ágætt vald hann hefir á hinni ensku tungu, og það engu síður í ljóði en óbundnu máli; hann hefir ort mikið á íslenzku, en yrkir al- veg eins vel á ensku. Kvæðið “The Pioneer’s Field,” bls. 7, þarf engra meðmæla við: You walk a sacred ground, tread gently here; This field was dearly bought. Through sacrifice Of blood and tears, a nation’s glory rise, Builded by men who never learned to yield To any foe — mortal or not of clay. The toilers story whispers yonder oak, Rugged as he and bent with heavy years, Yet broken not, though trembling oft with fears; A hero garland-crowned by Nature’s hand — The fearless planter’s worthy monument. Frá kvæðum þessum andar hlý- blævi líftrúaðs manns, sem ornar sál sinni við upprisu sólar. Kver þetta, sem er hið snyrtileg- asta að öllum frágangi, er prentað hjá Columbia Press Limited, kostar 35 cents, fæst hjá höfundinum í Grand Forks, N.D., eða í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. II. Iceland’s Thousands Year, er heiti á bók, sem út kom rétt fyrir jólin, gefin út fyrir atbeina Icelandic Canadian Club og þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi; bókin er búin undir prent- un af prófessor Skúla Johnson, og er nafn hans næg trygging þess, að vel og vandlega sé um hnúta búið; formálsorð að bókinni ritar frú Hólmfríður Daniel- son, en annars er innihaldið safn fyrir- lestra um ísland og íslenzk menningar- mál, sem fluttir voru í fyrra vetur á nám- skeiði því, sem Icelandic Canadian Club starfrækir. Innihald bókarinnar, auk áminstra formálsorða, er sem hér segir: A Geographical Sketch of Iceland, eftir Ingibjörgu Jónsson. The Coloniza- tion of Iceland, eftir séra Valdimar J. Eylands. The Classical Literature of Iceland, eftir Dr. Richard Beck. The Old Icelandic Republic, eftir séra H. E. Johnson. The Introduction of Christi- anity, eftir séra P. M. Pétursson. The Colonization of Iceland and the Dis- covery of America, eftir Ingibjörgu Jónsson. Snorri Sturluson, eftir séra H. E. Johnson. The Sturl- unga Age in Iceland, eftir Steinunni J. Sommerville. The Dark Ages in Iceland, eftir Hólmfríði Danielson. Hallgrímur Pétursson, eft- ir séra Valdimar J. Eylands. The Period of Awakening and Enlightenment, eftir Dr. Richard Beck. Icelandic Literature of the Nine- teenth Century, eftir pró- fessor Skúla Johnson, og loks Freedom and Progress eftir Capt. W. Kristjánsson. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það einsætt, hve bók þessi, ekki stærri en hún er, aðeins 170 blað- síður, er fjölbreytt að efni og grípur inn í margt, sem menningarsögulegt gildi hefir, varðandi ísland og þróun íslenzku þjóðarinn- ar; þetta er ljómandi bók, bæði að hinum innra og ytra frágangi; hún á brýnt erindi til íslenzkrar æsku í þessari álfu, og þeirra ann- ara, er fræðast vilja um ísland og íslenzka þjóð- menning, en njótg, sín eigi til fulls í lestri íslenzkrar tungu; þeir, sem fyrirlestr- ana fluttu, og þeir, sem að útgáfunni stóðu, hafa unn- ið hið þarfasta verk, sem að makleikum skyldi metið. Bókin er prentuð hjá Columbia Press Limited; hún er prýdd fjölda ágætra mynda, og kostar aðeins $1.50. Pantanir ásamt and- virði, sendist frú Hólmfríði Danielson, 869 Garfield Street, Winnipeg. -----------Í Siðmenningin sögð að hafa byrðjað 6000 árum fyrir Krist Fornfræðingar hafa nýlega nýlega fundið bygðir Abrahams; hafa þær verið í Iraq, 400 mílur í norður frá Ur, og telja forn- fræðingar þær vera frá 5000— 6000 árum fyrir Krist^ og er upp- runi menningarinnar með þess- um fundi færður til baka um 2000 ár, eftir því sem Dr. Naji A1 Asil, umsjónarmaður Iraq-stjórn- arinnar með fornleyfum og forn- leyfa rannsóknum, segir. Formaður nefndar þeirrar er Iraq-stjórnin sendi á mentamála- þing sambandsþjóðanna, Dr. A1 Asil skýrði frá, að fornfræðingar undir leiðsögn og stjórn Seton Lloyd frá Englandi og Fuad Safar frá Iraq hafi eftir tveggja ára rannsókn að færa óyggjandi sannanir á, að siðmenning, á all háu stigi hafi átt sér stað fyrir átta þúsund árum. Við gátum gengið úr skugga um aldur þess- arar nýfundnu bygðar á jarð- lögunum, öskuhaugum og sitærð og lögun á leirkerum, sem fund- ust, sagði Dr. A1 Asil. Menn héldu að Ubaid menn- ingin hefði verið sú elzta þar til að Sir Leonard Wolley fann Sumerian menninguna fyrir hér um bil 15 árum, en flytur þessi fundur haná frá 4000 til 6000 ára. Þessi nýjasti fundur er nálaégt Hassuna, þar segir Dr. A1 Asil að menn hafi fyrst byrjað að yrkja jörðina fyrir 8000 árum, átt hjarðir nautgripa og byggt hús úr múrsteini. “Við vitum, að þessir frumbyggjar voru frið- samir og að á meðal þeirra voru bændur og handverksmenn,” sagði doktorinn. Hann sagði og að eitt af því sem fundist hefði og væri í hvað mestu uppáhaldi, væri sigð, sem væri búin til úr tinnusteinum og límd saman með jarðbiki og væri hún með öllu óskemd, eggin væri enn aeitt, og væri eins nothæf nú og hún var fyrir 8000 árum. Þessi sigð sagði Dr. Asil, er meira en merkur fornleyfafundur. Hún er líka hinn fyrsti menningar- vottur, og megin línuna á milli farþjóða lífs og búsetu. Sérfræðingar í leirkerasmíði hafa safnað saman leirkerabrot- unum sem fundust og límt þau saman unz að leirkerin voru fullger, eins og þau voru fyrir 8000 árum. Leirker þessi eru nú geymd í þjóðsafni Iraqs í Baghdad. Nóg af múrsteini úr bygging- um í Hossuna hefir fundist, sem ásamt undirstöðu bygginganna til þess að gefa all-fullkomna mynd af byggingafyrirkomulagi í Hassuna fyrir 8000 árum, sagði Dr. Asil. Hann sagði, að í íbúð- arhúsum hefði verið 2—3 her- bergi, eftir stærð og efnahag fjölskyldanna, og að hverju þeirra hefði fylgt dálíitill garður. Meðal herbergi var frá 6—7 fer- fet að rúmmáli, en átta fet á hæð. Múrsteinninn, sem þau voru bygð úr var búinn til úr leir í höndunum. Allir steinarnir jafn langir, um helmingi lengri en múrsteinar eru nú, allir með sama útliti og sama lagi. Allmikið af gröfum hafa ver- ið grafnar upp í hinni fornu borg, og sýndu beinin, að ekki hefði nema ein persóna verið grafin í hverri gröf. “Sérfræðingar hafa rannsakað bein þessi,” seg- ir Dr. Asil og er sáralítill mun- ur á þeim og beinum nútíðar manna, og sáralítill eða enginn munur á hraustleik og andlegu atgerfi Hassuna og nútíðar- manna. Stærð hauskúpu og heilabús Hassuna manna mjög lík og nútíðarmanna. Sama er að segja um hæð. Þar sem að menningarleyfar frá Ur bera vott um auðlegð konunga, drotn- inga, guða, gyðja og presta, þá stingi þar í stúf við hið óbrotna líf Hassuna manna. Líklegt taldi Dr. Asil að frekari rannsókn í Hussana mundu leiða í ljós margt fleira í sambandl við þessa frum- byggja menningarinnar. J. J. B þýddi. Rannsókn á Skeiðarár- hlaupin Hlaup það í Skeiðará, sem nú er með öllu lokið, er talið með minni hlaupunum, sem við og við koma í ána. En á því hefir hins vegar verið gerð ýtarlegri 'rannsókn en nokkurn tíma á Skeiðarárhlaupum áður. Þegar hlaupið í ánni stóð sem hæst, var flogið austur yfir Vatnajökul og verksummerki skoðuð alt frá Grímsvötnunum og niður að flæðarmáli. Auk þessa hafa tveir leiðangrar vís- indamanna farið austur í könn- unarskyni. í öðrum leiðangrin- um voru Pálmi Hannesson rekt- or, Guðmundur Kjartansson og Steinþór Sigurðsson. Fyrir hin- um leiðangrinum var Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur og fór hann alla leið að Grímsvötnum og skoðaði verksummerki þar. Þá var flogið austur yfir Vatna- jökul í seinusitu viku. í því flugi sást nýtt sig í jöklinum nokkuð vestan við Grímsvötn. Hefir myndast þar 70—100 metra hvos, sem ef til vill eru nýjar jarðhitastöðvar. Áður var kunn- ugt um að Grímsvötn höfðu sig- ið um 100 metra. Tjón af flóðinu niður á lág- lendi varð nokkuð. Símalínur sópuðust með flóðinu á allstóru svæði, en viðgerð á símanum er rm; að verða lokið. —(Tíminn 2. nóv.) Tónlistarfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn sl. þriðjudag. I stjórn voru kosnir: Stefán Ág. Kristjánsson form., Hreinn Páls- son ritari og Finnbogi Jónsson. Starfsemi félagsins hefir gengið að óskum á árinu. Haldnir hafa verið 8 hljómleikar á Akureyri á vegum félagsins, þar af 4 fyrir styrktarfélaga. Einnig hljóm- leikar á Húsavík, Laugum og Kristneshæli. Ef ekkert óvænt hamlar, munu næstu hljómleik- ar félagsins verða um jólin: Árni Kristjánsson píanóleikari og Björn Ólafsson fiðluleikari. Tónlistarskólinn tekur til starfa um áramótin, og þá mun píanókennarinn Margrét Eiríks- dóttir koma hingað til dvalar. Kennari í fiðluleik er enn ekki ráðinn, og ennþá hafa fáar fyr- irspurnir borist um kenslu í fiðluleik, en vonir um að hægt verði að fá kennara, ef nægileg- ur nemendafjöldi gerði það kleift, og ættu þeir, sem vilja njóta þeirrar kenslu að snúa sér til einhvers í skólaráði, en það skipa: Þórarinn Björnsson, form. Jón Sigurgeirsson og Valgarður Stefánsson. Einnig mætti snúa sér til Björgvins Guðmundsson- ar tónskálds, sem er ráðunautur félagsins í skólamálum. —(íslendingur 20. nóv.) Borgarafundur um áfengis- málin í Reykjavík og Hafnarfirði Að tilhlutun Þingstúku Rvík- ur var hinn 29. okt. s.l. haldinn almennur borgarafundur í Lista- mannaskálanum um áfengismál- in. Einar Björnsson setti fundinn með stuttu ávarpi. Frummæl- endur voru þeir dr. Matthías Jónasson, uppeldisfræðingur, og Sigurbjörn Einarsson, docent. Fluttu þeir báðir afburða snjöll erindi. Auk frummælenda tóku 15 aðrir fundarmenn til máls. Eftirfarandi tillögur voru sam- þyktar í einu hljóði: 1. “Fjölmennur borgarafund- ur, halqlinn í Reykjavík mánu- daginn 29. okt. 1945, skorar á forystumenn skóla og mentamála í Reykjavík og forgöngumenn fé- lagslegra samtaka, að hefja nú þegar markvissara og öflugra samstarf en verið hefir, til úr- bóta áfengisbölinu í bænum og hjá þjóðinni yfirleitt.” 2. “Fundurinn mótmælir ein- dregið þeirri ráðstöfun, að leyfð- ar séu áfengisveitingar á Hótel Borg.” 3. “Rundurinn skorar á ríkis- stjórnina að láta lögin um hér- aðabönn koma til framkvæmda og framfylgja nú þegar þeirri grein laganna, sem mælir svo fyrir, að teljist einhverir milli- ríkjasamningar koma í bága við lögin, þá skuli ríkisstjórnin sjá til, að slíkum tálmunum sé rutt úr vegi til fullkominnar fram- kvæmdar laganna.” Fundinn sóttu um 500 manna og stóð hann yfir frá kl. 9Vfe til kl. 12 á miðnætti. Síðastl. sunnudag var haldinn almennur fundur um áfengis- málin í bæjarbíó í Hafnarfirði. Fundurinn var boðaður að til- hlutan ýmsra félaga og skólanna í bænum. Margir ræðumenn töluðu á fundinum. Að umræð- um loknum var svohljóðandi til- laga samþykt einróma: “Almennur borgarafundur, haldinn í Hafnarfirði sunnudag- inn 28. okt. 1945, skorar á félög- in í bænum að gerast aðilar að samstarfi er byggisit á eftirfar- andi atriðum: 1. Vinna gegn áfengisneyzlu í bænum. • 2. Sjá um að svo miklu leyti sem hægt er, að áfengi sé eigi um hönd haft á skemmtunum félaga eða ölvuðum mönnum leyfður inngangur. 3. Félögin feli þeim mönnum einum trúnaðarstörf, sem eru reglumenn.” Fundurinn var mjög fjölsóttur og ríkti á honum mikill áhugi fyrir auknu viðnámi gegn á- fengisneyslunni. —(Tíminn 2. nóv.) _________________ ) — Hvernig komst pabbi þinn að því, að við fórum út í gær- kvöldi? spurði hann. •— Þú manst eftir manninum, sem við ókum á rétt hjá Tjarn- arbrúnni og hrópaði ragnandi á efitir okkur. Það var pabbi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.