Lögberg - 17.01.1946, Blaðsíða 6
G
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JANÚAR, 1946
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
“Hann! Þú sagðir hann; eg er al-
veg viss um að þú hefir rétt fyrir þér.
Eg vet það verður drengur,” svaraði
Giselle með fjöri, og hún varð svo glað-
leg í andliti er hún sagði þetta. “Eg hefi
hér annað sem er minna, sjáðu,” og hún
tók upp bunka af smáfatnaði, sem var
bryddað og skreytt með borðum og út-
saurn. “Sjáðu, þetta er fyrsti fatnaður-
inn! Ó, eg ligg hér og hugsa mér hvern-
ig hann muni líta út þegar hann er kom-
inn í þetta. Hann verður sætur eins og
sykur. Faðir hans vill að við látum hann
heita nafni, sem eg held að sé of langt
fyrir hann, af því það nafn hefir altaf
verið í fjölskyldunni — Enguerrand.”
“Já, nafnið verður lengra en hann
sjálfur, ef dæma skal eftir stærð þess-
arar húfu,” sagði Fred og reyndi að
hlæja.
“Bah!” sagði Giselle glaðlega, “við
getum komist hjá því, og bara kallað
hann Gué-gué eða Ra-ra. Hvað held-
urðu um það? Það versta við það er, að
svona gælunöfn vilja oft loða við drengi
í fimmtíu ár. Það er allt öðru máli að
gegna með fallega nafnstyttingu, eins
og Fred. En eg er búin að gleyma að
þjónustustúlkan hefir komið með súkku-
laðið mitt. Viltu gera svo vel að hringja,
og láta þær færa þér annan bolla. Við
skulum borða hádegisverð okkar sam-
an, eins og við vorum vön.”
“Þakka þér fyrir, eg hefi ekki lyst
á að borða. Eg er nú kominn þaðan
sem eg misti alveg lystina.”
“Ó, eg býst við þú hafir verið á baz-
arnnum — þessari frægu góðgerðasýn-
ingu! Þú hefir sjálfsagt vakið undrun
þar, að vera kominn heim aftur, því mér
er sagt að þeir herrar sem búist er við
að eyði þar mestum peningum, sendi
þá þangað, en komi þar ekki sjálfir.
Það ganga marga.r sögur um það.”
“Það var .nægilega mikið af mönn-
um þar, utan um vissar persónur,” svar-
aði Fred, þurlega. “Borð Madame de
Villegry var bókstaflega umsetið.”
“Virkilega! Hvað heyri eg! Þú ger-
ir mig hissa! Svo það var það góðgæti
sem hún gaf þér, sem er því valdandi
að þú forsmáir súkkulaðið mitt,” sagði
Giselle og reis upp við olnboga, til að
taka við súkkulaðisbollanum, sem þjón-
ustustúlkan færði henni á litlum silfur-
bakka.
“Eg keypti ekki mikið við hennar
borð,” sagði Fred, albúinn til að ræða
um það sem lá þyngst á liuga hans. “Ef
þú vilt fá að vita ástæðuna fyrir því, að
eg var of gramur í geði til að eta eða
drekka.”
“Gramur í geði?”
“Já, það er ekki of sterklega að
orði komist. Þegar maður hefir verið
svo mánuðum skiftir burtu frá því, sem
París er, og þegar maður kemur þangað
er óheilbrigt og gjörsþilt, eins og lífið í
aftur og sér aftur alla þá hræsni og hé-
góma, sem maður fór frá. Það er hlægi-
legt, á mínum aldri, en ef eg segði
þér —”
“Hvað? Þú gerir mig forviða. Hvað
svo sem er óheilnæmt við það, að selja
muni til hjálpar fátæklingum?”
“Fátæklingunum! Býsna góður
fyrirsláttur! Var það til hjálpar fátækl-
ingunum, að þessi andstyggilega greifa-
frú Strahlberg málaði sig í framan
purpura rauða?”
Ó, Strahlberg greifafrú! Fólk hef-
ir heyrt um svo margt, sem hún gerir,
þar til það er orðið þreytt á því,” sagði
Giselle í þeim drýginda-blæ, eins og hún
vissi allt um hvað sagt væri um hana,
því maðurinn hennar hafði sagt henni
allar hneykslissögur sem gerðust í
París, eins og einhverja tegund upp-
lýsingar.
“Og systir hennar virðist ætla að
verða, áður langt líður, engu betri.”
“Vesalings Colette! Hún hefir ver-
ió svo illa uppalin. Það er ekki henni
að kenna.”
“En Jackueline er þar,” sagði Fred
í æsngu, og leið nú svolítið betur á eftir
er hann hafði nefnt nafn hennar.
“Alltns, donc! Þú, þú ætlar þó ekki
að leyfa þér að tala illa um Jackueline?”
hrópaði Giselle upp, og neri sarnan
höndununt af undrun. “Hvað getur hún
hafa gert til að hneyksla þig — hún litla
elskan?”
Fred svaraði ekki strax, svo dró
hann stólinn, sem hann sat á nær sóf-
anunt þar sem Giselle lá; hann lækkaði
róminn og sagði henni hvernig Jackue-
line hefði hagað sér, rétt fyrir augun-
um á sér. Hann horfði stöðugt á Giselle,
til að sjá hvaða áhrif það hefði á hana,
það sem hann var að segja henni; hún
hlustaði rólega á það, sem hann sagði,
en leit út eins og hún hefði ofurlítið
gaman af ákafa hans og óþolinmæði,
henni fanst þetta alls ekki svo slæmt
eins og hann ímyndaði sér það væri,
hún hlustaði á söguna til enda, og sagði
svo brosandi: “Og hvað svo meira?
Það er .svo sem ekkert við þetta að at-
huga. Mundir þú hafa viljað að hún
hefði neitað að fara með þessum herra,
sem Madame de Villegry sendi eftir
heiini? Og þá, hversvegna, má eg
spyrja þig, átti hún ekki að skenkja
kampavínið í glösin? Það, að hafa að-
laðandi gleðiblæ á sér er óhjákvæmilegt
fyrir stúlku, ef hún ætlar sér að geta
selt nokkuð. Hamingjan góða! Eg hefi
ekki meiri samhygð en þú með öllu
þessu yfirskins góðgjörða-glamri, þetta
er álitið að vera viðeigandi og rétt; það
er oröið móðins. Jackuelne hafði leyfi
foreldra sinna til að fara með herran-
um, og eg get ekki séð neina gilda á-
stæðu fyrir þig að vera að setja út á
hana fyrir það. — Nema —• því segirðu
mér ekki allt eins og er, Fred? Eg
veit þáð — erum við ekki æfinlega með
kvíðboga fyrir fólki, sem oss er annt
um? Það getur skeð að eg geti ein-
hverntíma orðið þér að liði. Heyrðu!
heldurðu að þú sért ekki helzt til af-
brýðissamur?”
Jafnvel minni uppörvun en þetta,
hefði dugað til þess að hann opnaðj
hjarta sitt fyrir Giselle. Það gladdi
hann svo mikið að vita að einhver kona
hafði fullt traust á sér; og það sem létti
þungri byrði af huga hans var, að hon-
um hafði verið sannaö á svo ómótmæl-
anlegan hátt, að hann hafði rangt fyrir
sér. Eftir nokkrar mínútur var Giselle
búin að gera hann rólegan; hún fagn-
aði yfir því, að sér. hefði heppnast að
friða hug hans og endurglæða von hans
og traust. Hún vissi að hún mundi aldrei
hafa stórt hlustverk að inna af hendi,
á liinu mikla leiksviði lífsins, að minsta
kosti ekki neitt þa,ð sem gerði hana
áberandi fyrir almenningi. En hún fann
að hún var sköpuð til að vera trúnaðar-
manneskja, algjörlega áreiðanleg trún-
aðarmanneskja, sem aldrei reyndi að
grípa fram fyrir rás viðburðanna, en
biði eftir vegum forsjónarinnar til að
velta steinunum úr veginum og slíta af
þyrnana, sem særðu, svo allt miðaði að
lokum til þess bezta. Jackueline er svo
ung, sagði hún, ef til vill heldur óstilt
ennþá, en hvílíkur gimsteinn er hún!
Hún er öll hjarta! Hún þarf að eignast
mann, sem er hennar verðugur, mann,
eins og Fred. Hún vissi að Madanie de
Argy liafði talað um þetta lítilsháttar
við föður hennar/ Hún vissi að það væri
greifafrúin sem þyrfti að vinna yfir á
þeirra hlið í þessu mál, sem var stöðugt
að ná meira og meira valdi yfir mann-
inum sínum, sem virtist að eldast dag
frá degi. M. d’Nailles hafði sjáanlega um
margt að hugsa, þungar áhyggjur láu
sem farg á huga hans. Sá orðrómur
gekk meðal fólks, að hann hefði uppá
síðkastið gefið sig mjög við spákaup-
mensku. Óskar hafði sagt henni það.
Ef það skyldi vera tilfellið, þá mundu
margir af biðlum Jackueline draga sig
í hlé. Þeir mundu ekki líta á það eins
og Fred. “Oh! Þú meinar—eg er ekki
að hugsa um hvort hún fær nokkurn
arf eða ekki,” sagði Fred, með ákefð.
“Eg hef nóg fyrir okkur tvö, bara ef hún
gerði sig ánægða með að lifa rólegu
lífi á Lizeralles.”
“Já,” sagði Gizelle, og kinkaði kolli.
“Hver mundi kæra sig um að giftast
sjóliðs undirforingja? Þú verður að
hraða þér að ná í hærri stöðu, svo sem,
landstjóra eða aðmíráls embætti.”
Hún brosti að sér sjálfri fyrir að hafa
sett þetta skilyrði fyrir því að gerara
sitt til að hjálpa honum. “Þú þarft ekki
að vera hræddur um að neinn muni
stela Jockueline þinni frá þér, þangaö
til þú ert tilbúinn að taka hana til þín.
Auk þess, ef nokkur hætta væri á því,
gæti ég gert þér aðvart í tíma.”
“O! Giselle, bara hún væri eins hjarta-
góð og þú, og liti eins á þetta.”
“Heldurðu að eg sé betri og sann-
gjarnari en annað fólk? Hvernig þá?
Eg hef gert það sem svo margar aðrar
stúlkur gera; eg hef gift mig án þess
að vita hvað eg var að gera.”
Hún þagnaði allt í einu, eins og hún
væri hrædd um að hún hefði kannské
sagt of mikið, og Fred leit áhyggjufullur
íil hennar.
“Þú sérð þó ekki eftir því, vona eg?”
“Þú skalt spurja Monsieur de Talbrun
hvort hann sér eftir því,” sagði hún, og
hló við. “Það hlýtur að vera þung byrði
á honum að eiga veika konu, sem veit
lítið um það sem fram fer utan her-
bergja sinna, sem lifir á geymdri orku
einni—sem aldrei var mikil!”
Því næst sagði hún, eins og hún hugs-
aði að Fred hefði verið nógu lengi hjá
sér: “Eg skyldi biðja þig að vera hér og
mæta Monsieur de Talbrun, en hann
kemur ekki heim, hann borðar í klúbbn-
um með félögum sínum. Hann ætlar að
sjá nýjan leik í kvöld, sem þeir segja að
&é mjög skemtilegur.”
“Hvað! Ætlar hann að láta þig vera
eina í allt kvöld?”
“Mér þykir vænt um að hann getur
skemt sér. Hugsaðu bara hve lengi að
eg hef verið hér, bara eins og negld
niður! Vesalings Óskar!”
X. KAFLI
Huggun Giselle
Koma litla Enguerrand í heiminn,
ens og Giselle bjóst við, taföi hana frá
því að geta talað máli Freds eins fljótt
og hún hefði viljað. Hún komst mjög
hart niður, og var í mikilli hættu í tutt-
ugu og f jóra klukkutíma, en þegar hætt-
an var afstaðin, sem M. de Talbrun lét
sem afskiftalaust, og bara sjálfsagt, og
hún fór að hressast, var hennar fyrsta
orð, sem þrungið af móðurlegri ást og
mildi, eins og aldrei áður liafði komið
yfir varir hennar, “Barníð mitt!”
Hjúkrunarkonan kom með barnið til
hennar, það var sofandi, vafið í reifa
og leit út eins og ofurlítil múmía, hreif-
ingarlaus, undarleg vera, en móðir hans
fanst hann svo undra fallegur—fallegri
en okkuð sem hún hafði séð í hinni
draumkendu hyllingu sælu og fegurð,
sem huga hennar var bent að í klaustr-
inu, sem aldrei gat orðið að veruleika.
Hún kysti þetta rauðbleika andlit, augn-
alokin, litla munninn, með aðdáun og
iotningu. Henni var bannað að þreyta
sig með því, að hafa barnið of lengi hjá
sér. Hjúkrunarkonan, sem hafði verið
fengin frá Picardy, kom nú og tók barn-
ið frá henni, hún velti því í kjöltu sinni,
gerði gælur við hann og hló að honum.
Við að horfa á þessa konu leika við
barnið sitt, var sem sólskinsgeisinn,
sem hafði uppljómað andlit Giselle, dæi
út og hún varð fölari í andliti.
Hún hugsaði sem svo: “Hvað á þessi
kona með að hafa barnið mitt?” Hún
öfundaöi þessa klunnalegu stóru konu,
hrjúfa og holduga með útitekið andlit
og brjóst eins og kýrjúgur, sem virtist
af náttúrunni sköpuð tl að geyma mjólk-
urforða. Giselle vildi svo gjarnan vera
í hennar sporum! Því var henni ekki
leyft að annast sjálfri um barnið sitt?
M. de Talbrun svaraði því þannig:
“Það er aldrei gert meöal fólks í
okkar stöðu. Þú hefur enga hugmynd
um hvaða erfiði það væri fyrir þig—
hvaða þrælkun; hvaða niðui’drep! og
auk þess hefur þú líklega eklti nóga
mjólk handa honum.”
“Ó! hver getur sagt um það? Eg er
móðir hans! Þegar þessi kona fer, verð-
ur fengin fyrir hann ensk barnfóstra,
og þegar hann verður eldri, verður hann
látinn ganga á skóla. Hvenær á eg að
fá að hafa hann hjá mér?”
Hún fór að gráta.
“Hættu þessu!” sagði M. de Talbrun,
alveg hissa, “Hvað eiga öll þessi læti
að þýða, með þennan hræðilega litla
apa!”
Giselle leit á liann, engu síður hissa
en hann hafði litið á hana. Eigingjörn
ást hafði nú í fyrsta sinn gert vart við
sig í sál hennar—ást sem hún gat ekki
fundið til að hún hefði til mannsins
síns, en sem nú vaknaði í meðvitund
hennar til barnsns hennar. Hún varð
sem upphafin—ummynduð, af þeirrí
meðvitund að vera orðin móðir; það
hafði þau áhrif á hana sem giftingin
hefur á sumar konur— að henni fanst
eins og einhver dýrðarljómi hefði um-
vafið sig. Þegar gestir komu til hennar
og hún tók litla drenginn sinn á arma
sér, til að sýna hann, gerði hún það
með svo mikilli virðingu og aðdáun, eins
og hann væri eingetinn meyjarsonur.
Hún mundi segja, er hún sýndi hann
einhverjum: “Er hann ekki aldeilis frá-
bær?” Og allir sögðu, kurteisis vegna,
“Jú, sannarlega!” En er þeir voru farn-
ir frá móðirinni, mundu þeir vanalega
segja: “Hann er Monsieur de Talbrun
í barnafötum: hann er blátt áfram
hræðilega líkur' honum!”
Sú eina sem fór ekki dult með álit
sitt, var Jackueline, sem kom til að sjá
frændkonu sína undir eins og hún fékk
leyfi til, það er að segja, undir eins og
Giselle var komin á fætur, og klædd
búningi sem hæfði móður slíks herra-
manns, sem átti að verða erfingi allra
Talbrun eignanna. Undireins og Jackue-
line sá þetta litla peð, liggjandi á svæfl-
um, alþöktum kniplingaleggingum, svo
varla sást í andlitið, fór hún að skelli-
hlæja.
“O, Mon Dieu!” hljóðaði hún upp,
“hvað hann er ljótur! Eg get ímyndað
mér að við höfum verið svona ljótar!
Hvað er að sjá þetta, andlitið er með
öllum regnbogans litum; hver hefði
getað ímyndað sér slíkt? Og svo er
hann hrukkóttur og skorpinn eins og
togleðurs tuðra. Veslings Giselle mín,
hvernig getur þú þolað að horfa á hann!
Mig gæti aldrei—aldrei langað til að
eiga barn!”
Giselle brá svo við að heyra þetta, og
hugsaði með ótta og ofboði, hvort þessi
undarlega stúlka sem vildi ekki eiga
barn, gæti orðið hæfileg kona fyr-
ir Fred; en hún áttaði sig brátt, og
hugsaði: “Hún er bara barn ennþá sjálf,
hún veit ekki hvað hún er að segja.”
Madaiiie de Dailles, sem hafði komið
með Jackueline, greip nú framí sam-
talið, og sagði: “Svo þú ert farin að
hugsa um að útsjá henni mannsefni,
og það svona strax eftir að þú ert
búin að reyna hvað það kostar að verða
móðir! Hvað þú ert umhyggjusöm, Gis-
elle! Þú hefur líklega Fred í huga? En
eg get varla búist við að hann hafi
mikið tækifæri. M. de Nailles hefur
sínar skoðanir á því máli.”
Hún talaði eins og hún í alvöru létist
halda, að M. de Nailles gæti haft sínar
eigin skoðanir. “Það ætti ekki að standa
í vegi,” sagði Giselle, “Þú getur gert
það sem þér sýnist fyrir honum.” Ma-
dame de Nailles stundi við.
“Svo þú heldur það, að þegar fólk er
búið að vera lengi gift, að konan hafi
eins mikil áhrif á manninn sinn, eins
og þú hefur haft á Monsieur de Tal-
brun? Þú kemur til að þekkja það betur
góða mín.”
“Eg hef engin áhrif,” sagði Giselle,
sem vissi vel að hún bara var þræll
mannsins síns.
“Ó, eg veit betur. Þú ert að reyna að
láta mig trúa því!”
“Við erum ekki að tala um mig—en”
“Ó, já. Eg skil það. Eg skal hugsa um
það. Eg skal reyna að hafa áhrif á M.
de Nailles.” Hún var ekki alveg viss
um M. de Cymier, og vildi ekki aftaka
neitt, þrátt fyrir alt það, sem Madame
de Villegry sagði henni um hve ást-
fanginn hann væri í Jackueline. Eftir
litla umhugsun, sagði hún:
“Það væri ágætt, ef þú vildir í milli-
tíðinni, góða mín, reyna að finna út
hvað Jackueline hugsar sjálf; en þú
munt komast að raun um, að það er alls
ekki svo auðvelt.”
“Viltu þá gefa mér leyfi til að segja
lienni, hve innilega Fred elskar hana?
Þá er eg ánægð!” sagði Giselle.
Ilenni skjátlaðist, því undir eins og
hún fór að tala máli Freds við Jackue-
líne, sló hún útí aðra sálma, og sagði;
“Vesalings maðurinn! Því getur
hann ekki notið æsku frelsisins dálítið
lengur, og lofað mér að gera það sama?
Mér finnst karlmennirnir býsna undar-
legir! Fred, af því hann er góður og
einlægur maður að eðlisfari, ímyndar
sér að allir aðrir séu eins. Hann mundi
bara setja mig meöal blómanna á Lizer-
olles. Slíkt líf væri ekki fyrir mig; það
yrði mér tilbreytingarlaus nirvana. Eg
vil heldur vera í Paris, eða einhverri
annari höfuðborg, ef maðurinn minn
væri í hárri stjórnar stöðu. Ef eg gift-
ist—sem eg held að sé engin nauösyn,
nema eg geti ekki öðrúvísi losnað við
einhvern sem eltir mig, og til þess að
segja eins og er um stjúpu mína, þá
veit hún vel að eg fer ekki rnikið eftir
hennar fyrirmælum.”