Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21374 i(,tj li*gKÍ A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 \0ta prV °So*M La.iirl<leTer v A Complete Cleaning- Institution 59- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR, 1946 NÚMER 6 SBBi'*11"" lilllllllllll lll.llll.lllllllllillllllillllllllllllllllllillllUllilllilil'Hllli IIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIII!llllllllll AFMÆLlSVlSUR INGIBJARGAR (1. febrúar, 1946) Um æðar mér blóðið örar streymir, í öllu eg dásemd finn; eg sameinast yndi allra morgna við ylinn frá þinni kinn. Og ægishjálm yfir aðra daga ber afmælisdagur þinn. Við dagsins önn og um dökkar nætur mig dreymir um ástúð þá, sem fléttuöu inn í ævi mína augun þín djúp og blá, og Jónsmessusvip skreyttu haf og hauður um haustkvöldin bleik og grá. Við hækkandi sól mót hlýrri degi eg horfi yfir farinn veg. — Þó ýmsir haldi að ástir fyrnist, og ástin sé barnaleg, við leiðumst ölvuð mót eilífðinni af ástmiði, þú og eg. — Einar P. Jónsson. HII!III!II!IIIIIIIIIIII!III!IIII!I!I il>lll!llllllllll!!l!l!lll!lllllllll II I llllllllllllilll HÖRMULEGT SLYS Síðastliðinn mánudag skeði það hörmulega slys, að 10 ára piltur, Robert Jónatanson, sonur þeirra Mr. og'Mrs. Indriði Jóna- tanson, 27 Kingswood Avenue í St. Vital, lézt á St. Boniface sjúkrahúsinu, vegna óviljaskots úr byssu, sem skólabróðir hans hafði með sér, er þeir voru á leið til skóla eftir hádegisverð; þessi ungi sveinn var sonarsonur Jóns Jónatanssonar skálds. Lögberg vottar sifjaliði hins látna sveins innilega samúð í hinum þunga harmi þess. Breytt verður um mót, sem smámyntin íslenzka verður slegin í Ákvörðun hefir verið tekin um, að sú smámynt, sem fram- vegis verður slegin, verði öðru vísi en sú, sem hér hefir verið í umferð áður — önnur mót verði notuð hér eftir. ^iggja nú hjá fjármálaráðu- neytinu teikningar eftir nokkra listamenn, sem gert hafa tillög- ur um útlit peninganna. Fjármálaráðuneytið hefir fyr- ir sitt leyti fallist á flestar til- lögur eins teiknarans, en að svo homnu máli er ekki hægt að gefa lýsin’gu á úliti myntanna eftir tillögum þessum, né heldur að skýra frá nafni þess, sem gert hefir tillögur þær, sem hér er um að ræða. Það er ríkisstjórn- ln, sem tekur endanlega ákvörð- Un um það. En óhætt er að segja, aÖ flestar tillögurnar eru mjög góðar, þótt ekki sé þær allar jafnar. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður og Tryggvi Magnússon hstmálari hafa verið ráðuneyt- inu til aðstoðar í máli þessu, en þeir voru ráðunautar í fyrra, þegar skjaldarmerki lýðveldis- ins var valið. Ekla á smámynt. Það er kunnara en frá þurfi segja, hver hörgull hefir ver- iÖ á skiptimynt hér á-landi síð- nstu árin. Vísir hefir átt tal um þetta við Magnús Gíslason skrifstofustjóra 1 fjármálaráðuneytinu. Sagði hann, að orsakir væru ýmsar til skiptimyntareklunnar. Þegar herlið kom til landsins dreifðist auðvitað sú smámynt, sem til var, á fleiri hendur, og kom þá minna í hvers hlut en áður. Þess vegna hefði mátt gera ráð fyrir því, að þetta lagaðist nokk- uð, þegar herliðinu fækkaði hér á landi, því að herstjórnin bann- ði hermönnum að fara með ís- lenzka peninga úr landi. En engin breyting varð sjáanleg og það aregur sig saman, þótt hver hermaður hafi ekki nema einn eyri á brott með sér í trássi við gefnar skipanir. Þá hafa gullsmiðir notað tals- vert af koparpeningum í arm- bönd og slíkt skraut, og loks munu ýmis fyrirtæki hafa safn- að að sér smámynt, til þess að verða ekki uppiskroppa. Smámynt frá Danmörku Fyrir stríð var smámynt okk- ar slegin í Danmörku, en svo lokaðist sú leik. Þá var ein send- ing tilbúin ytra og beið hún er- lendis fram á mitt þetta ár. Reyndu Danir að fá málminn keyptan aftur, vegna eigin þarfa, en notað hann til eigin þarfa, en vegna eklunnar hér var ómögu- legt að hliðra svo til. Smámynt þessi var látin í umferð þegar hún kom, en þörfin var þá svo mikil, að enginn bati sást þrátt fyrir það. Frá Bretum. Er Danmörk lokaðist var leit- að til Breta,, en þeir áttu æ erfiðara með að slá mynt fyrir okkur, unz svo var komið, að þeir kváðust aðeins geta látið zink-peninga og munu menn kannast við þá. í sumar voru svo góðar vonir um það, að hægt mundi að fá smámynt í Bretlandi seint á þessu ári, en nú er nýlega kom- ið bréf þaðan, sem skýrir frá því, að ekki sé hægt að efna það lof- orð, en hægt verði að~slá mynt fyrir okkur á fyrsta fjórðungi næsta árs. En verðtilboð er ó- komið, svo ekki er hægt að full- yrða, hvort itilboði Breta verð- ur tekið. Æskilegast væri að geta greitt myntina*með pund- um en reynist verðið mjög ó- hagstætt, verður reynt að finna aðrar leiðir. —(Vísir, 29. des.). SJÖTÍU ÁRA UNGUR Þann 30. janúar s.L, átti fyrr- um verzlunarstjóri, Mr. S. W. Melsted, sjötugsafmæli; hann er Húnvetningur að ætt, og kom ungur til þessa lands; hann er óvenju gáfaður og fjölhæfur maður, er brátt ruddi sér braut til mikils frama. Mr. Melsted var um langt ára- skeið forstjóri við hina miklu húsgagnaverzlun J. A. Banfields hér í borginni, og eignaðist þar stóran hóp vina og viðskiftavina; meðan á síðasta heimsstríði stóð vann hann á einni stjórnarskrif- stofunni í Ottawa; hann hefir tekið mikinn þátt í íslenzkum mannfélagsmálum, verið öflug- ur stuðningsmaður Fyrsta lút- erska safnaðar og átt sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins; hann er manna samvinnu- þýðastur og ráðhollur að sama skapi. Mr. Melsted er kvæntur hinni mestu ágætiskonu, Þór- unni, og eiga þau stóran hóp mannvænlegra barna. Lögberg flytur Mr. Melsted innilegar hamingjuóskir í tilefni af sjötugsafmælinu. Þau Mr. og Mrs. Melsted eiga heima að 673 Bannatyne Avenue, og er heimili þeirra rómað fyrir ástúð og risnu. SNERIST HUGUR Maður nokkur í þessari borg, sem þóttist vera í meira lagi saddur lífdaga, þreif brauðhníf og risti sig á kviðinn; en jafn- skjótt og blæða tók úr undinni, snerist honum hugur, rauk þá tii náði sér í nál og þráðarspotta, og saumaði skurðinn saman; sextán, klukkustundum seinna skýrði hann húsbændum sínum frá því, sem fyrir hafði komið, og þar þá fluttur á sjúkrahús, og að því er síðast fréttist, var alt í bezta lagi um heilsu hans. GÖTUBARDAGAR I lok fyrri viku stóðu yfir al- varlegir götubardagar í Bombay, er urðu þess valdandi, að 18 manns biðu bana en um 500 sættu ýmis konar áverðum; orsakir til uppþotsins eru sagðar að vera þær, að ýmsir borgarbúar voru sáróánægðir með þau kjör, er hermenn urðu að sætta sig við af hálfu stjórnarvaldanna. KJÖRINN AÐALRITARI Trygve Lie, utanríkisráðherra Norðmanna, hefir verið kjörinn aðalritari hinna nýju samtaka hinna sameinuðu þjóða; hann er maður rétt um fimtugt, sonar- sonur sagnaskáldsins merka, Jónasar Lie; það fylgir sögu, að Bandaríkin hefðu viljað fá aðal- ritarann úr hópi hinna ensku- mælandi þjóðá, en að fylgi Rússa við hinn nýkjörna aðalritara hafi riðið baggamuninn. Trygve Lie er talinn vitur maður, rökviss í ræðu og fylginn sér vel. INNFLUTNINGUR TIL PALESTÍNU Brezk stjórnarvöld hafa mælt svo fyrir, að 15 þúsund Gyðing- ur verði heimilaður innflutning- ur á mánuði til Palestínu fyrst um sinn, eða þangað til að nefnd sú, af Bandaríkjamönnum og Bretum, sem um Palestínumálin fjallar, hafi lokið störfum sínum. Arabar hafa stranglega mót- mælt þessari ráðstöfun Breta, og hafa gert verkföll víðsvegar um Palestínu. MANNFAGNAÐUR í borginni Fargo í North Dak- ota og grend, er mikið mannval pjóðrækinna Islendinga, er sýnt hafa í verki kjarngóða rækt við kynstofn sinn, og verður slíkt sízt þakkað sem skyldi. Nú hafa íslendingar í áminstri óorg, ákveðið að hafa hinn ár- lega mannfagnað sinn að Moore- head Country Club á föstudags- kvöldið þann 15. þ. m., er hefst með borðhaldi kl. 6.30. Þar flytja ræður tveir ungir íslendingar, sem nýkomnir eru vestur eftir tveggja ára dvöl á íslandi, Mr. A. G. Arvold og víðfrægasti ís- lendingurinn, sem nú er uppi, Vilhjálmur landkönnuður og rit- löfundur Stefánsson; auk þess verður margt annað til skemt- ana, svo sem kórsöngur, ein- söngvar og dans. Þess er vænst, að þetta' verði fjölsóttasta ís- lendingamótið, sem fram að þessu hefir haldið verið á þess- um slóðum. LONDON FUNDURINN Nokkur togstreita á sér stað á fundi sameinuðu þjóðanna í London milli Breta annarsvegar og Rússa hinsvegar, vegna hins brezka setuliðs, sem Bretar enn hafa á Grikklandi; telja málsvar- ar Rússar það hina mestu óhæfu og þránd í götu friðsamlegra samskipta þjóða á milli, að Bret- inn sé að burðast með setulið á áminstum stað, þar sem slíks sé engin þörf, frá hernaðarlegu sjónarmiðLMr. Bevin, utanríkis- ráðherra Breta, brást hinn versti við, og bar Rússum á brýn læ- vísi í alþjóðamálum; sagði hann að brezka setuliðið væri á Grikk- landi vegna tilmæla af hálfu grísku stjórnarinnar, sem væri ekki búin að hreinsa landið af áhrifum Nazista. FUNDI FRESTAÐ Ottawafundinum, sem setið hefir á rökstólum undanfarandi, með það fyrir augum, að sam- ræma skattamál þjóðarinnar, hefir verið frestað til hins 25. apríl næstkomandi. Sambandsstjórn vill fá full ráð yfir einkatekjufjár skatti og erfðafjárskatti en býðst til að bæta þetta upp við fylkin með 16 dollara framlagi á mann; flest fylkin eru sögð að vera þessu hlynt, nema þá helzt Ontario og British Columbia. King forsætisráðherra hefir látið í ljósi ánægju sína yfir störfum fundarins og væntir þess, að áður en lýkur, muni hinum tilætlaða árangri verða náð. Sparisjóðsfé hefir fimm- faldast s.l. 5 ár 1 fyrra voru sparisjóðir alls 57 til á öllu landinu. Árið 1939 voru þeir 53. Innstæðufé sparisjóðanna hefir aukist um 29 %í bankainnstæður þeirra ekki nema um 10%, en aftur á móti hefir verðbréfaeign- in hækkað um 45%. Að viðbættum sparisjóðsinn- stæðum í bönkum (bæði í spari- sjóðsbókum og viðtökuskírtein- um) var sparisjóðsfé 1944 alls á landinu rúml. 438 milj. kr. Hefir það aukist um rúml. 96 milj. kr. frá næsta ári áður, en um nærri 370 miljónir króna frá 1930. Sparisjóðsfé í bönkunum hef- i aukist svipað og í sparisjóun- um s.l. ár, eða um 28%. —(Vísir 27. des.). Hafnarmannvirki á Akureyri Á Akureyri er nú verið að byrja á allmiklum hafnarmann- virkjum og mun verða unnið við þau í allan vetur af kappi. Bæjarstjórnin hélt fund ný- lega, þar sem samþykt var að fela hafnarnefndinni að láta nú þegar hefja vinnu við þau hafn- armannvirki, sem ákveðið hefir verið að gera á Oddeyrartanga og láta 60—70 menn vinna við þau óslitið í allan vetur. Með því að vinna þetta í vet- ur er gert ráð fyrir, að byrjun- arvinnu verði komið svo langt, þegar vorar, að þá megi hefja undirbúning að byggingu drátt- arbrauta, sem mjög eru nauð- synlegar á Akureyri. Eins og skýrt var frá í Vísi á sínum tíma var stofnað félag járniðnaðarmanna á Akureyri í haust. Hefir félagið ritað bæj- arstjórn Akureyrar og lagt til að komið verði upp tveimur dráttarbrautum, og verði önnur fyrir skip alt að 200 smálestir, en hin fyrir stærri skip eða alt að 800 smál. skip. —(Vísir, 29. des.). Móðirin dó—barnið fæddist 13 mínútum síðar Fyrir nokkuru fæddist í Bandaríkjunum barn eftir að móðirin var látin. Móðirin, sem átti heima í borginni Rockford í Illinois-ríki, veiktist af lömunarveiki og þyngdi henni .iafnt og þétt, unz hún andaðist, en 13 mínútum eftir að læknar töldu að hún hefði skilið við, fæddist barnið, meybarn, sem var rétt innan við 10 merkur. Læknar vona, að barnið verði ónæmt fyrir löm- unarveiki vegna veikinda móður- innar. STÓRTJÓN Á SKAGASTRÖND Stórskaðar urðu á Skagaströnd í ofviðrinu, sem geysaði aðfara- nótt 18. þ. m. Sex bátar sukku þar á höfninni. Hefir aðeins tekist að ná ein- um þeirra upp. Bátar þessir voru uppskipunarbátar, trillu- bátar og mótorbátar. Ennfremur urðu töluverðar skemdir á húsum. Eitt íbúðar- hús skemmdist svo að það er ekki íbúðarfært. Auk þess skemmdist hafnarhúsið töluvert. Þá fauk matarskáli verkamanna. —(Vísir 29. des.). VILJA NÝTT STRÍÐ Það markverðasta, sem menn verða varir við á Þýzkalandi um þessar mundir og kalla mætti sameiginlega ósk þjóðarinnar, er ekki að hún skapi sér nýjan til- verugrundvöll á reglum lýðræð- isins og því fernskonar frelsi, sem Roosevelt forseti lagði svo mikla áherzlu á, heldur að vold- ugt hernaðarveldi rísi aftur á Þýzkalandi, er hefji nýtt, heilagt stríð fyrir yfirráðum Þjóðverja yfir heiminum. VEÐURSTÖÐVAR Um þær mundir, er síðasta stríð braust út, höfðu her og floti Bandaríkjanna yfir einungis 43 veðurstöðvum að ráða, og voru starfsmenn þeirra 300 að tölu. En er stríðinu lauk, var tala stöðv- anna komin upp í 857 og starfs- menn þeirra voru 17,800. Út- búnaður stöðvanna kostaði sam- tals 40 miljónir dollara. Nú er verið að leggja niður megnið af þessum veðurstöðv- um. Þráinn: HAUST Með þorrin brjóst og bleikar kinnar er brúður vors og yls, minnist unaðs æsku sinnar, yndis lækjaspils, þegar ástin örlög tvinnar. Þú sazt við gróðurguðsins fætur og glöð í faðmi’ hans svafst, sólmerlaðar sumarnætur sæl þig honum gafst. Hvíslaði blær við bjarkarætur. Þið klifuð léttstíg laut og bjalla, lokkuð dularhljóm , á efstu Súlur Unaðsfjalla á æskunnar töfraskóm. Geislaði vor um veröld alla. En tíminn leið. — Um sumarsóllönd seildist skuggans hönd, gróðurlitum, skiptu skjóllönd, skrugga reið um lönd. Rufust tryggðir, rökkur fól lönd. Og nú er löngu úti yndi, ást og gleðimál. Þyrlast bliknuð blöð í vindi, bregður sorta í ál. Kembir él af Kaldbakstindi. En þér hafa gefizt bölvabætur, þótt bugist þrek um sinn: Með yngisstaf þér umbreytt lætur að ári skaparinn. Ó, jarðnesk ást, ó, júnínætur! Eimreiðin lllll!!lllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!lllllllllllllllll!!llllllll!!ll!lllllllllllllllll!!!lllll!ll!lllllll!llllllll!!ll!llll!l!lllllll!llllll!lllllll!lllllllllll!IIIIIIIIIIIIUI!llllllllll!lllllllllilllllt iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiii'iiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiimiiiiMi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.