Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGlNN 7. FEBRÚAR, 1946 7 Bréf frá Glenboro Héðan úr þessu bygðarlagi eru ekki mörg stórtíðindi. “Árið er nú liðið í aldanna skaut,” og er maður lítur yfir liðið ár, er margs samt að minnast og fyrir margt að þakka, því árið var fólki hér um slóðir sem víðast hvar hér í þessu landi gott og blessað. Sum- arið var með köflum umhleyp- ingasamt, en uppskera kornteg- unda var góð og allur jarðar- gróður í betra lagi. Hefir upp- skera verið góð hér til margra ára og hagur bænda og alls fólks yfirleitt er því mjög góður. Hér í Glenboro hefir verið mikið um byggingar. Mörg hús hafa verið ^ygð og fjölda mörg endurbætt og stækkuð, og hefir verið mikil eftirspurn eftir húsum og lönd- um og mikið verið keypt og selt, og hér er sem víða annarsstað- ar, mesta ekla á húsnæði, er út- lit fyrir miklu athafnalífi hér á komandi ári. Atvinna hefir ver- ið yfirfljótanleg og menn hafa ekki komist yfir það sem þurft hefir að gjöra. Allir hafa mikið annríki því vinnukraftur er al- staðar af skornum skamti, og þar sem þessi bær er á meira fram- faraskeiði en flestir bæjir í ná- grenninu, hafa viðskifti aukist mikið að undanförnu, er margt sem dregur fólk að honum lang- ar leiðir, og þá sennilega ekki sízt hin stóra og myndarlega verzlun Frederickson and Co., sem stendur framar flestum eða öllum almennum verzlunarhús- um hér á stóru svæði. All-nokkur hnekkir er það bænum í vissu tilliti að hér er nú sem stendur ekkert gistihús (hóotel); var gamla hótelið (Leland Hotel) ekki starfandi s.l. sumar. Eig- andinn lokaði því upp með vor- inu; sumir giskuðu á, til þess að færa fólki heim sanninn um það, að bjórsala væri bráðnauðsynleg. Hér hefir aldrei verið bjórsala, en þrátt fyrir alt tapaði Bakkus í þeirri hreðu með all-miklum atkvæðamun. Svo hér verður ekki bjórsala og spursmál hvort hér verður gistihús í náinni tíð. Nú er verið að rífa gamla gisti- húsið niður og er það í raun og veru landhreinsun, það var orð- ið gamalt og af sér gengið og alt of stórt, eins og nú hagar til. En þrátt fyrir bjórleysið hér og þrátt fyrir bjórsölu í nágranna bæjun- um, þá stendur Glenboro fram- ar öllum nágranna þorpum á stóru svæði. Eg álít að hér væri gott tækifæri fyrir duglegan og framsækinn Íslending að afla sér fjár og frama með að setja hér UPP gistihús, því fólki fjölgar stöðugt í bænum og viðskifti aukast árlega. Síðan á áliðnu sumri höfum við hér verið prestlausir, eins og áður hefir verið getið um í blöð- unum. Sagði séra E. H. Fáfnis UPP söfnuðunum hér eftir 15 ára Þjónustu, og tók köllun frá söfn- uðum Islendinga í Dakota, ‘og flutti þangað í september. Á sameiginlegum safnaðarfundi hér 1 prestakallinu, 2. október s.l., var samþykt í einu hljóði að kalla til prests séra Robert Jack, sem nú er prestur 1 Breiðdalsvík a fslandi austanverðu. Hafði hann látið í ljósi að hann máske uaundi taka til greina köllun héð- an- Hefir hann lofað að gefa söfnuðunum fullnaðar svar í þessum mánuði. Séra Robert Jack er fæddur og uppalinn á Skotlandi, fór hann til Islands fyrir nær 10 árum síðan til að kenna fótboltaleik og aðrar ^þróttir og ílengdist þar; var hann búinn að fá all-nokkra uaentun við háskóla í Skotlandi, fók hann ástfóstri við ísland og islenzka menningu, og innritað- fsf í háskóla Islands, las þar guð- fræði og útskrifaðist úr guð- raeðisdeildinni og var prest- vígður 1944. Er hann talinn all- vel fær í íslenzku, og sagður að Vera ágætur drengur. Hann er giftur íslenzkri konu. Höfum Vlð hér allmikla trú á manni, Sem shha sögu á að baki. Hann yfirgefur ættjörð og vini og leggur það í sölurnar að læra út- lenda tungu og semja sig að sið- um með útlendri smáþjóð, og kann því máske að meta betur æsku og andlegan auð íslenzkr- ar menningar en margur íslend- ingur. Hvort hann tekur köll- uninni eða ekki, þá samt verður hann í okkar augum athyglis- verður maður. Því láni áttum við að fagna hér um jólin að hafa hér hjá okkur ágætan prest, séra Rúnólf Marteinsson; kom hann hingað vestur lauigardaginn fyrir jól, ásamt konu sinni, og dvöldu þau hjá okkur fram yfir hátíðina og prédikaði hann í öllum kirkjun- um og tók þátt í jólatréssam- komum sunnudagaskólanna. Urðu jólin fólki hér miklu bjart- ari fyrir það. Það voru hug- ljúfar stundir, og allir voru svo glaðir og ánægðir og þakklátir þeim hjónum fyrir sólargeislana, sem þau fluttu með sér. Um jól- in voru hér á ferð þau Mr. og Mrs. S. J. Sveinbjörnsson frá Kandahar, komu þau austur til að vera við jarðarför Kristínar Anderson, sem fram fór rétt fyrir jólin og minst hefir verið á áður í blöðunum; er Mrs. Sveinbjörns- son systir hennar. Einnig kom bróðir Mrs. Anderson alla leið norðan úr Peace River héraði, Kristján Helgason, kom hann flugleiðis alla leið frá Grand Prairie til Winnipeg; hann hafði stutta viðdvöl. Við háskólanám í Winnipeg eru þrír æskumenn, íslenzkir, á þessum vetri, þeir John Hjalta- son, sonur Dr. og Mrs. M. Hjalta- son; Guðmundur Lambertsen, sonur þeirra Mr. og Mrs. G. Lambertsen og Kristján Ander- son, sonur þeirra Mr. og Mrs. P. A. Anderson. Allir mestu efnismenn sem lofa miklu fyrir framtíðina. Já, við erum að byrja nýtt ár. Stríðinu mikla er nú lokið og friður fenginn, og mara sú, sem legið hefir á hugum fólks nokk- uð létt af. Mót framtíðinni horfir maður vonbjörtum aug- um, treystandi því að hinn nýi heimur, sem reisa skal á rústum hins gamla og úrelta, verði far- sælli og betri, og sólöld mannúð- ar og bræðralags rísi nú úr tím- ans djúpi. Vil eg nú að lokum nefna nöfn þeirra héðan frá Glenboro, sem af ísl. bergi eru brotnir, sem á einn eður annan hátt tóku þátt í hinum mikla hildarleik, og lögðu líf sitt og lið til þess að brjóta á bak aftur þann grimmasta hervaldsflokk, sem nokkurn tíma hefir ógnað frelsi manna. Verður hinum glæsilega æskulýð seint sú skuld borguð. 1. Turner Frederickson, sonur þeirra Friðriks og Þóru Frede- rickson. Gekk snemma í flug- herinn, var alllengi við æfingar og kenslu á Englandi áður en hann fyrir alvöru hpf flugárásir á óvinalöndin. Var hann snjall og tryggur flugmaður, sem allir báru traust til; hafði hann farið 26 ferðir er hann var skotinn niður yfir Þýzkalandi, og lét líf sitt. Maður, sem var með hon- um og bjargaðist í fallhlíf segir að Turner hefði getað bjargað sér, ef hann hefði ekki hugsað um mennina, sem með honum voru og beðið þar til þeir voru komnir fyrir borð, en þá var um seinan. Turner var góður dreng- ur og hugrakkur, og hans verður lengi minst í heimahögum. Hann “átti söguna stutta en göf- uga, eins og St. G. segir um Illhuga í Drangey. 2. Theodor Jónsson. Foreldrar C. B. Jónsson, dáinn, og Thordis Jónsson nú til heimilis í Winni- peg. Hann var með Wjnnipeg Grenadiers í Bermuda og síðar í Hong Kong og þar er talið að hann hafi fallið er Japanar tóku herkvína. Hann var fríður og góður drengur. 3. Carl Jónsson, hann var tek- inn fangi í Hong Kong og var í haldi þar til Japanir gáfust upp 1945. Hann er nú kominn heim og er að ná sér eftir hrakning- ana. 4. Björn Á. ísleifson. Foreldr- ar Thorsteinn og Ósk ísleifson í Argylebygðinni. Svaraði her- kalli snemma; var lengi á Eng- landi, fór með fyrsta innrásar- hernum til Frakklands og féll þar í júlí 1944. 5. Paul Pennycook. Faðirinn hérlendur móðirin íslenzk, Jón- ína Oliversdóttir Björnssonar; innritaðist snemma í herinn; var með innrúsarhernum og féll í orustu á Frakklandi. 6. Guðmundur E. Goodman- son; hann fór ekki til vígstöðva, en vann lengi sem Radar me- chanic, bæði í Gíbraltar og London. Er kominn heim. For- eldrar: Hans Guðmundsson (dá- inn) og Þorbjörg ekkja hans, býr í Glenboro. 7. Skafti Arason. Foreldrar Óli S. og Olga Arason; hann var lengi í flughernum á Englandi; var leystur frá herþjónustu vegna heilsunnar, er kominn heim fyrir nokkru. 8. Ledrew Sigurðson. Foreldr- ar Ellis og Sigrún Sigurðson; var í flughernum á Englandi all- lengi, er kominn heim. 9. John Johhson. Foreldrar N. E. Johnson og fyrri kona hans Margret Friðbjarnardóttir, er enn með canadiska hernurn á Þýzkalandi. 10. Baldvin Sigurðson. Var með canadiska hernum í Evrópu og tók þátt í orustum; misti annan fótinn; er kominn heim. 11. Páll Sigurðson bróðir Bald- vins er enn í Evrópu. Foreldrar þeirra: Mr. og Mrs. Herbert Sig- urðson. 12. Albert Davíðson fór til víg- stöðvanna í Evrópu og særðist allmikið, er kominn heim og hef- ir náð sér allvel. 13. Edvin Davíðson var lengi í herþjónustu og um langt skeið á Englandi; kominn heim. 14. W. A. Davíðson var við heræfingar í Canada. Foreldrar þessara efnilegu þriggja bræðra eru þau Mr. og Mrs. Gestur Davíðson, Glenboro. 16. Símon G. Sigurðson var árlangt með hernum í Evrópu, er kominn heim. Foreldrar Sig- urður A. Sigurðsson (dáinn) og kona hans Símonína Sigurðson, sem býr í Hólabygðinni. 17. Friðrik Anderson, hefir verið lengi handan við haf, og er nú á meginlandi Evrópu. For- eldrar hans Snæbjörn A. Ander- son og kona hans Kristín, sem nýlega er látin. 18. F. B. Björnson. Foreldrar Mr. og Mrs. Gísli Björnson. Hann hefir verið með herdeild- um á Nýfundnalandi og í Ber- muda og er þar enn. 19. Henry Einarson. Foreldr- ar Goodie Einarson og kona hans María Árnadóttir Sigvaldasonar frá Búastöðum í Vopnafirði (dáin). Hann var lengi í her- þjónustu. Fór með canadiska hernum alla leið til Þýzkalands; er nýkominn heim heill. 20. Benedikt Jónsson. Foreldr- ar Guðm. S. Johnson og seinni kona hans Gugný Benedikts- dóttir Arason frá Kjalvík í Nýja Islandi (dáin). Hann hefir verið með hernum í Evrópu; er ný- kominn heim. 21. Roy Bjarnason. Foreldrar Jónas Bjarnason, móðirin hér- lend, Ida Badger. 22. Barney Bjarnason bróðir Roy. Þeir bræður voru báðir við herþjónustu á meginlandi Evrópu og eru báðir nýlega komnir heim. 23. Helgi Oliver. Foreldrar Albert Oliver (dáinn) og Lilja Rögnvaldsdóttir í Winnipeg. Helgi var í fyrri heimsstyrjöld- inni, og hefir verið í þessu stríði frá byrjun í íúðrasveit; hann var lengi á ítalíu og síðar með inn- rásarhernum í Norður-Evrópu. Hann er nú á Englandi. 24. Páll B. Paulson. Foreldrar Árni J. Paulson og fyrri kona hans Guðbjörg Eyjólfsdóttir frá Fagralandi, bæði dáin. Páll var í fyrra heimsstríðinu, og hefir verið í þessu frá byrjun. Hann hefir ekki farið til Evrópu en var með setuliði um tíma í S. Ameríku. 25. Eiríkur Thorsteinsson. For- eldrar Thorsteinn Vigfússon í Winnipeg og Sigurbjörg Jóns- dóttir (dáin). Hann var í fyrra stríðinu og særðist þar; hann hefir verið í þjónustu hervarna í Canada. 26. Herman Arason. Foreldrar Mr. og Mrs. A. S. Arason; var lengi við æfingar í flughernum í Canada. 27. Murraý Storm. Foreldrar Guðjón Storm, dáinn, og kona hans Inga Storm, sem býr í Glenboro; var í flughernum í Canada. • 28. John Frederickson. For- eldrar Pétur Frederickson og kona hans Rósa Jónsdóttir Frið- finnssonar (hún er dáin). Hann hefir verið mörg ár í hernum, en ekki farið burt úr Canada. 29. Björn J. ísleifsson. Hefir lengi verið í hernum; fór með innrásarhernum alla leið til Þýzkalands, og er þar enn. 30. W. I. ísleifson, hefir verið við heræfingar í Canada ár- langt, og er enn við heræfingar. Hann er bróðir Björns, sem næst áður er hér nefndur. Foreldrar: Jón S. ísleifson og kona hans, sem er af hérlendum ættum. 31. Andrew Pennycock; hann var lengi á Englandi og í her- þjónustu í Evrópu, og særðist; er löngu kominn heim. 32. Teeny Pennycock, var um tíma í þjónustu hermálanna í Canada. Andrew og Teeny eru systkini Paul, er féll á Frakk- landi og nefndur er undir nr. 5. 33. H. T. Paulson, hefir verið mörg ár í herþjónustu í Can- ada, en aldrei farið til Evrópu, er enn í hernum. Foreldrar Árni G. Paulson (dáinn) og seinni kona hans Guðrún S. Eyj- ólfsdóttir frá Fagralandi. 34. Harry Johnson. Foreldrar Mr. og Mrs. S. E. Johnson. Hann var um tíma við æfingar í Can- ada, en heilsan bilaði og er hann enn undir læknishendi, en á góð- um batavegi. 35. Albert Oliver bróðir Helga er nefndur er við nr. 23, var um tíma við heræfingar og fór til Englands, en var leystur frá her- þjónustu. 36. Stephan Christie. Foreldrar Stephan og Matthildur Christie (bæði dáin); var.um tíma í hern- um, en var leystur frá herþjón- ustu vegna heilsunnar. 37. Wilbur Sampson. Faðirinn hérlendur, móðirin íslenzk, Jón- ína Valgerður Jónsson (dáin). Foreldrar hennar Mr. og Mrs. C. B. Jónsson, er lengi bjuggu í Argyle (hann er dáinn). Wil- bur hefir verið með canadiska hernum á meginlandi Evrópu, og er nú á Þýzkalandi. Hann er sérlega efnilegur maður. 38. Edward McLean Faðirinn hérlendur, móðirin Ragnheiður Friðfinnsdóttir (alsystir Jóns tónskálds Friðfinnssonar). Hann var lengi við heræfingar í Can- ada; var síðasta árið handan við haf; er nýlega kominn heim. 39. Ross Playfair. Faðirinn hérlendur, móðirin íslenzk, Guð- laug Eyjólfsdóttir Snædal, hún er dáin. Hann var í flughern- um á Englandi, er von á honum heim bráðlega. Maurice Hindus í bók sinni “Mother Russia” dregur upp á- hrifamiklar myndir af hugrekki, fræknleik og fórnfærslu hjá rússneskum æskulýð; slíkar myndir og dæmi eru til alstað- ar hjá æskulýð allra þjóða. Vegna óbilandi hugrekkis og fórnfærslu æskunnar, er á landi og sjó og í lofti lét sér ekki bregða við sár eða dauða, var sigur unninn í stríðinu — þessu grimmasta stríði af öllum stríð um. Og æskulýður Canada stendur engum að baki. Heill og heiður þeim, sem gengu hinn þyrnum stráða veg fram til sigurs. G. J. Oleson. Leifur Eiríksson finnur meginland Ameríku Leifur Eiríksson býr nú út skip sitt, kveður vin sinn, Ólaf Tryggvason, Noregskonung, og siglir vestur um haf áleiðis til Grænlands vorið 1000. En nú var það annaðhvort, að hann lenti í miklu óveðri, svo hann hrakti út af siglingarleiðinni, eða hann fann ekki Cape Farewell, vegna þoku. Víst er um það, að hann var lengi, e. t. v. margar vikur, á hafinu og loks þegar þeir sáu til lands, þá var það ekki Grænland, heldur land, sem þeir höfðu aldrei áður séð. Þetta þótti þeim merkilegt, því eng- inn vissi þá, að til væru lönd vestur af Grænlandi. Leifur og félagar hans sigldu skipi sínu upp að ströndinni og fóru í land. Þarna var alt öðru- vísi umhorfs heldur en á Græn- landi. Þeir fundu sjálfsána hveitiakra, vínber og stór tré^ sem kölluð voru mösurr. Trén voru svo stór, að hægt var að nota þau til húsabygginga. Þeir félagar höggva nú niður nokkur tré, tína talsvert af vín- berjum og skera niður hveiti, og flytja þetta alt út í skip sitt. Síðan sigla þeir í norðaustur á- leiðis til Grænlands. En rétt áður en þeir komust heim, fundu þeir skipsflak og á því voru nokkrir menn. Leifur bjargaði öllum mönnunum og flutti þá heim með sér, og fyrir það vár hann kallaður Leifur heppni. Þegar Leifur kom heim til Brattahlíðar, sýndi hann föður sínum Eiríki og öllu fólkinu trén, vínberin og hveitið, og sagði þeim frá landinu, sem hann hafði fundið suðvestur af Grænlandi. Allir urðu undrandi yfir þessum fréttum og fannst mikið til um hina góðu landkosti þar. Þar var svo margt að fá, sem ekki fékkst á Grænlandi. Það kallaði landið Vínland hið góða. Og þannig atvikaðist það, að Leifur heppni Eiríksson fann meginland Ameríku árið 1000 A.D. Orðasafn: að kveðja—to bid farewell vin — friend vor — spring annaðhvort — either óveður — bad weather, storm að hrekja — to drift þoka — fog ef til vill — perhaps merkilegt — remarkable félagar — companions strönd — coast öðruvísi umhorfs — different suroundings sjálfsána hveitiakra — selfsown wheatfields vínber — wineberries mösurr — maple(?) til húsabygginga — to build houses að höggva — to cut, hew að tína — to pick að skera — to cut skipsflak — wreck of a ship að bjarga — to save undrandi — astonished fréttir — news landkostir — fertility of the soil þannig atvikaðist það — thus it happened. Móðirin: Hvað sagði hann fað- ir þinn, þegan hann komst að því að þú hafði brotið pípuna hans? Sá seki: Á eg að sleppa öllum stóryrðunum? Móðirin: Já, auðvitað, góði minn. Sá seki: Hann sagði ekki orð. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. ........... B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. ............B. S. Thorvarðson Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man................... O. Anderson Bellingham, Wash. ........Árni Símonarson Blaine, Wash.............. Árni Símonarson Cavalier, N. Dak......... B. S. Thorvarðson Cypress River, Man............ O. Anderson Churchbridge, Sask.....S. S. Christopherson #Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask....... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson Gerald, Sask. .................. C. Paulson Geysir, Man. .......... K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. ................. O. N. Kárdal Glenboro, Man ....... „....... O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. ...........K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man............... O. N. Kárdal Langruth, Man. .......... John Valdimarson Leslie, Sask. ................ Jón Ólafsson Lundar, Man. ................. Dan. Lindal Mountain, N. Dak........... Páll B. Olafson Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal Riverton, Man. ........ K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. ...............J. J. Middal Selkirk, Man................ S. W. Nordal Tantallon, Sask. ........... J. Kr. Johnson Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. ......... Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man.......... O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.