Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1946 -----------2.ogberg--------------------« Grefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrift ritstjórans: É EDITOR LÖGBERG j 695 Sargrent Ave„ Winnipeg, Man. , Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram ' The "Lögberg” is printed and published by j The Columbia FTess, Limited, 695 Sargent * Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. | PHONE 21 804 j Enn er langt til nætur Lesbók Morgunblaðsins í Reykja- vík frá 9. desember s.l., birtir greinar- korn eftir Sigurð Bjarnason alþingis- mann, er nefnist ‘‘íslenzkukenslan í Oxford.” Segir greinin frá enskum manni, G. Turville-Petre, sem nú er kennari í íslenzkum fræðum við hinn víðfræga Oxford-háskóla; maður þessi kom fyrst til íslands 1928 og hafði þá numið talsvert í íslenku af sjálfum sér; hann hafði auðsjáanlega tekið miklu ástfóstri við íslenzka tungu og íslenzka bókmenning; hann bjó yfir ríkri þrá til þess að læra til hlítar mál þeirra Snorra og Njáls á Bergþórshvoli, og hann stundaði um hríð nám hjá Þorbergi rit- höfundi Þórðarsyni; þá hverfur hann heim til ættjarðar sinnar og lýkur B.A. prófi í ensku; árið 1936 kemur Mr. Turville-Petre á ný til íslands og gerist þá sendikennari í ensku og enskri bók- vísi við háskólann í Reykjavík; en nú er hann, eins og sagt var áður frá, aðal- kennari í íslenzku við þá yfirgripsmiklu menntastofnun, er íslenzkir fræðimenn og skáld fyr á tíð, kölluðu háskólann í Öxnafurðu. Sigurður alþingismaður kom til Oxford í sumar, sem leið, og hitti þar að máli þenna aðdáanda íslenzkrar tungu og íslenzkrar bókmenningar; og með það fyrir augum, hver hjartastyrking oss Íslendingum vestan hafs hlýtur að vera í því, sem aðrir menn, en vér sjálf- ir, hafa bezt um tungu vora og önnur menningarleg verðmæti að segja, skal hér tekinn upp dálítill kafli úr áminstri grein Sigurðar alþingismanns, varðandi viðtal hans við Mr. Turville-Petre: ‘‘Eg spurði hann hversu marga nemendur hann hefði þar nú í íslenzku. Hann hefði átta nemendur, sagði hann. Þar af voru 7 stúlkur. Nú, hefir kvenfólk meiri áhuga fyrir íslenzkunni en karl- menn. Nei, því var ekki þannig varið. Karlmennirnir eru flestir í stríðinu og hafa ekki tíma til þess að stunda nor- rænunám á meðan. Hann kvað áhuga fyrir íslenzkum fræðum í verulegum vexti. Nú er það einnig þannig, að hver sá, sem lærir ensku með málfræðinám sérstaklega í huga, verður að leggja allmikla stund á íslenzku. Það er bók- staflega óumflýjanleg nauðsyn. Fjöldi fólks verður að kynna sér íslenzku af þessum sökum. Aðallega eru lesnar forníslenzkrar bókmenntir. Mér kem- ur til hugar í þessu sambandi kunningi minn, sem eg kyntist í Cambridge, pró- fessor Williams. Hann bað mig einu sinni að lofa sér að sjá blað eða bók á nútíma íslenzku. Hann langaði til að vita hvort hann skildi nútímamál ís- lendinga. íslendingasögurnar hafði hann allar lesið á íslenzku og skilið sér til gagns. Og svo sýndi eg honum ís- lenzkt blað. Mikið varð gamli prófess- orinn glaður þegar hann sá blaðið. Nei, sjáið þið bara, þetta er svo að segja al- gjörlega sama málið, sagði hann, þegar hann hafði lesið nokkrar línur. Hann skildi þetta nærri alt. Þetta var dá- samlegt, fanst honum. Og mér fanst engin ástæða til þess að fara að minn- ast á Wimmers stafsetninguna og ann- að því um líkt, sem undanfarið hefir borið töluvert á góma hér heima í sam- bandi við stafsetningu fornbókmennta okkar. Turville-Petre sagði • mér að nú væri verið að auka íslenzkukensluna við Oxford háskóla að mun. Gerði hann ráð fyrir að nemendum sínum mundi fjölga verulega, er stríðinu væri lokið og jafnvægi komið á.” Að því er Sigurði alþingismanni segist frá, talar Mr. Turville-Petre ís- lenzku svo rétt og vel, að erlends hreims verður naumast vart í tali hans. Ætti ekki fordæmi þessa ágæta, enska manns, að verða oss Vestur-ís- lendingum nokkur hvtjt til þess að fylkja liði um vora fögru og máttugu tungu í þessari miklu álfu, og vinna sem kapp- samlegast að viðhaldi hennar og út- breiðslu? Myndi slíkt eigi sæma oss betur sem sonum og dætrum hins nor- ræna kynstofns, en sætta oss við lítinn og óverulegan hlut? “Sekur er sá einn, sem tapar.” Þannig komst Einar skáld Bene- diktsson að orði í einu hinna ódauðlegu ljóða sinna. Vér höfum enga réttmæta ástæðu fyrir því að tapa varðandi við- hald tungu vorrar í Vesturvegi, en ef vér töpum, gerumst vér sek um vanrækslu- synd, sem bitnað getur á þjóðstofni vor- um fram í aldir. Fræðimenn annara þjóða leggja á sig mikið erfiði til þess að nema tungu vora, vegna þess menningargildis, sem hún býr yfir, og enskir fræðimenn eink- um og sér í lagi vegna þess mikilvæga tillags, sem íslenzkukunnátta veitir við vísindalegt málfræðinám í ensku, eins og Mr. Turville-Petre leiðir svo ljós rök að, og margir aðrir annara þjóða menn, er við lík efni fást. Það, sem öðrum þjóðum er holt í þessu efni, getur naum- ast orðið sjálfum oss til óhollustu, eða niðjum vorum, nema síður sé. Nú fer þjóðræknisþingið í hönd. Eigum vér að sækja það og sitja með málaðar rúnir vonleysisins um brá og enni, eða koma þangað sem norrænar %bardagahetjur, er stefna á brattans fjöll með óbifandi sigurvissu í huga? Nú skyldi herör upp skorin varð- andi þjóðernisbaráttu vora; vér þörfn- umst sívakandi útbreiðslustarfsemi, er nái inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili vestan hafs; vér þörfnumst fleiri.og fjölsóttari Laugardagsskóla og víðtækrar farkenslu, en síðast og ekki sízt, ber oss að tryggja íslenzkunni varanlegt og glæsilegt sæti við æðstu menntastofnun þessa fylkis, Manitoba háskólann. » Alþjóðlegt mannúðarmál Þegar á þolrif reynir, styrjaldir fara blóðugum brandi um byggðir manna, og hvers konár hörmungar sigla í kjölfar þeirra, verður mönnum það ljósara en áður, hve óumræðilega göfugt hlutverk þær kærleiks- og mann- úðarstofnanir inna af hendi, sem fórna öllum sínum kröftum til þess að draga úr sársauka mannlegra þjáninga og hella viðsmjöri í sárin; ein slíkra stofn- ana er Rauði Krossinn, sem nú nær til allra þjóða heims og er enn á öru þró- unarskeiði. í byrjun næsta mánaðar er ráðgert, að hafinn verði almenn fjársöfnun til eflingar Rauðakrossfélaginu í þessu landi; fjárhæðin, sem safna skal, hefir enn eigi verið fastákveðin þótt líkur séu til að hún nemi $2,000,000 í stað 10 miljóna, er söfnuðust síðasta árið, sem heimsstyrjöldin stóð yfir; naumast þarf að efa að áminst fjárhæð safnist greið- lega, því mikið verk er framundan, sem þolir litla eða enga bið; enn er í mörg horn að líta, margar þúsundir manna, barna og kvenna, er þurfa skjótrar hjálpar við. Enn sem fyr hefir Rauði Krossinn canadiski það veglega starf með hönd- um, að vinna að líknar- og mannúðar- málum á afskektum stöðum þar, sem erfitt er um samgöngur, og enn beitir þessi stofnun sér fyrir því, að koma upp húsakosti fyrir krypplinga og annast um sjúkraflutninga og heilsusamlegt fæði fyrir olnbogabörn mannfélagsins, ásamt því að hafa ávalt sjúkrabifreið- ina til taks, er óvænt slys bera að hönd- um, án þess að spurt sé um orsakir; enda fer kærleikurinn ekki í manngrein- arálit; hann er hafinn yfir flokka, stéttir og ríg. Þótt vopn hafi nú að vísu verið að miklu lögð niður, hefir Rauði Krossinn canadiski enn í mörg horn að líta bæði heima og erlendis; hann hefir enn mik- ið verk til að vinna á Bretlandi, megin- landi Norðurálfunnar og í Kína, auk hinnar margháttuðu líknarstarfsemi heima fyrir; heilbrigðir og sjálfbyrgir þjóðfélagsþegnar þessa fagra lands, geta talið það til forréttinda að eiga þess kost, að styðja með nokkurum f jár- framlögum jafn göfuga mannúðarstofn- un og Rauði Krossinn í eðli sínu er. Sumarbúðir vestur- íslenzkrar æsku Bandalag lúterskra kvenna í kirkjufélagi voru er nú stórkost- lega að færast í aukana með þetta mál. Mjóg hóglátlega fór þetta á stað fyrir nokkrum árum, með sumarnámsskeiði fyrir ungt fólk, í leigðum húsakynnum, sem til- heyrðu “Canadian Sunday School Mission,” á vesturströnd Winni- peg-vatns, skamt fyrir norðan Gimli. Tilraunin hepnaðist á- gætlega, en svo komu erfiðleikar, sem orsökuðu starfshlé. Málið var samt ekki dautt. Þetta var aðeins bráðabirgðar hindrun. Nú er land fengið, byggingar fyrir þetta starf ákveðnar, og nokkuð fé í sjóði til þess að koma þessu í framkvæmd. Að vísu er ekki nægilegt fé fyrir hendijþeð van- tar meira að segja mikið til þess, að veruleg byrjun geti orðið næsta sumar. En þetta er alt á hinu ákiósanlegasta framfara- skeiði. Landið er 12 ekrur á stærð og liggur að Winnipeg- vatni, fyrir sunnan Gimli. Járn- brautarstöð er þar skamt frá sem heitir Husavick, ágætur þjóð- vegur liggur fram hjá landspild- unni. Þar er tækifæri fyrir raf- magnsljós í þeim húsum, sem reist verða. Óblandin ánægja með staðinn ríkir hjá öllum hlut- aðeigendum. Sérfræðingur hefir verið fenginn til að skipuleggja húsakynni, afnot og fegurð landspildunnar,- Ef stjórnarnefnd Bandalagsins berst í hendur nægilegt fé, verður þarna hafið starf og verða þarna reista byg- gingar á næsta vori. Þetta er megin-mál mitt. Ef þú, lesari góður, ert mér samþykkur, vi eg biðja þig að leggja þessu mál- efni það lið sem þér bezt er unt. Eins og eg sagði: Þetta er mergurinn málsins; en það sem hér fer á eftir er fremur til gamans en gagns. Töluverðir erfiðleikar hafa verið með nafn þessarar stofnun- ar. 1 fyrstu var talað um náms- skeið. Sumir nefndu hana skóla, og það varð til að fæla ungling- ana frá. Þeir voru búnir að vera 10 mánuða á skóla; það var þeim nóg; þeir höfðu ekki lyst á meira af því tægi í bráðina. Svo fór enska orðið “camp” að vera oft- ast um hönd haft í því sam- bandi. Það komst inn í íslenzkar skýrslur og var talað um “camp”- mál. Það var herfilegur tals- máti. Þá komu íslenzku-snilling- arnir með “sumarbúðir”, og hafa líklega verið að hugsa um Snorrabúð og aðrar búðir á Þing- völlum til forna. Eg var svo djarfur í ritgjörð, fyrir löngu síðan, að stinga upp á því, að þessa stofnun mætti nefna al- þing vestur-íslenzkrar æsku. Með því átti eg við það að, eins og ungt fólk kom á Þingvöll forðum daga, hlýddi á mikilsvarðandi mál og hrífandi sögur og einnig sýndi knáleik og snild í ýmsum íþróttum, á sama hátt gætu vest- ur-íslenzkir unglingar komið saman til andlegrar hrifningar og heilsulegs unaðar. Þetta er nú draumur; en draumur, samt, sem ekki var að öllu leyti óhugsan- legur til uppfyllingar. í öllum þessháttar stofnunum, og það er til afar mikill fjöldi þeirra á þessu meginlandi, er ætíð tvenns- konar tilgangur: heilbrigð skemt- .un úti undir beru lofti og nyt- söm andleg fræðsla. En orðið “sumarbúðir,” eitt út af fyrir sig, þótt fagurt sé, er litlaust, því sumarbúðir geta haft mjög marg- víslegan tilgang. Orðið “camp” er ef til vill kom- ið af latneska orðinu “campus”, sem merkir herbúðir og jafnvel orusta eða orustuvöllur; en þetta orð er einnig til í öðrum Norður- álfu tungumálum og hefir ekki ósvipaða merkingu. í “Century Dictionary” er sagt að íslenzka orðið “kapp” sé af þeim uppruna. Það er nú stundum af oss notað sem furðu saklaust orð, en hefir samt oft nokkurn styrjaldarbrag: Hann deildi kappi við Þorgrím goða.” Jæja, eg vildi að alt Kirkjufélagsfólk vort og margir fleiri fengju að eignast saklaust, óeigingjarnt, fagurt kapp til að bera þetta málefni fram til sig- urs: “Sumarbúðir vestur-ís- lenzkrar æsku.” Ekki vil eg halda því fram, að með því hafi eg fundið bezta nafnið handa þess- ari stofnun; en eg verð að láta það duga fyrst um sinn, eða þangað til við fáum eitthvað betra. Einhver velviljaður mál- snillingur ætti að finna gott heiti. Svo ætla eg að minnast, með fám orðum, á atriði, sem einu sinni orsakaði ofurlítinn skoðana- mun hvort um þessa stofnun ætti að vera samvinna við önnur fé- lög, lútersk í ungmennamálum. Meðan fjárhagurinn var afar þröngur og meðan tilgangurinn sýndist ekki vera annar en að- eins svo sem tveggja vikna náms- skeið á sumri, var nokkur á- stæða fyrir þessháttar samvinnu, en sennilega hefði íslenzkt þjóð- erni ekki haft þar mikið tæki- fséri. Nú er mikil breyting kom- in á útlitið. Bandalag lúterskra kvenna hefir stórkostlega fært út kvíarnar í þessu máli. Tilgang- urinn nú er ekki aðeins hálfs- mánaðar námsskeið á sumri, heldur einnig, í viðbót: dvöl fyrir mæður með lítil börn; sunnudagaskólakennara mót; sumardvöl fyrir börn; prestamót; opnar búðir fyrir hvern sem vildi njóta hressingar og hvíldar; mót fyrir meðlimi Bandalags- ins. Sennilega verður þessu ekki öllu komið í framkvæmd í upp- hafi, og líklega verður þessu að einhverju leyti breytt, eftir því sem ástæður koma í ljós, en þetta er báeði yfirgripsmikið og í alla staði ágætt markmið til að keppa að. Með þessu geta íslendingar ráðið öllum framkvæmdum málsins og haft mikil not af tíma sumarsins. Með miklum fögnuði og óskiftum kröftum geta nú fé- lagskonurnar lagt málefninu sitt bezta, og unnið af kappi að þess- ari tilhögun, sem þær allar eru ánægðar með. Fyrir mér er það ennfremur mikið gleðiefni, að lútersku kirkjufélögin, sem upphaflega buðu samvinnuna, hafa nú einn- ig eignast sínar eigin sumarbúð- ir fyrir sín ungmenni, út við Brereton-vatn. Þar höfðu þeir ungmennamót síðastliðið sumar, og gekk alt ágætlega. Þetta eru trúbræður vorir og hafa í þessu ungmennamáli að miklu leyti sama tilgang og vér. Guð blessi þá og þeirra starf engu síður en oss. Þetta hefir alt leiðst út mjög farsællega og hvor hópur- inn er óefað bezt kominn eins og nú er ráðstafað. Af heilum hug vildi eg, að þess- ari sumarbúðastofnun auðnaðist að hafa einhver íslenzk þjóð- ræðnisáhrif. Með góðum vilja og vakandi áhuga sjá leiðtogarn- ir einhver ráð til þess; en ekkert má skyggja á þann sannleika, að Jesús Kristur er stærri en nokk- urt þjóðerni. Að andi hans fái að hreinsa, göfga, ummynda sál- arlíf vorrar ungu kynslóðar er æðsta takmark þessarar stofnun- ar eins og kristinnar kirkju gjör- vallrar. Ennfremur er það heilög skylda vor, ekki einungis að kenna sanna ræktarsemi gagn- vart landi feðra vorra, heldur einnig elsku til landanna, sem eldri og yngri kynslóðin eiga sameiginlega hér. Nokkrir hafa ritað um sumar- búðir, en mest og bezt hefir það verið gjört af núverandi forseta Bandalags lúterskra kvenna, Mrs. Ingibjörgu Ólafsson í Sel- cirk. Eg vil biðja yður að sam- jýðast þessum orðum hennar: “Við skulum taka höndum sam- an #til að gjöra sumarbúðir veg- legar og fagrar.” Látið þann draum rætast á næsta sumri. Að síðustu, leggið yður á hjarta >essi orð hennar: “Við treystum á gjafmildi og höfðingsskap þeirra íslendinga, sem elska lút- erska kristni og elska æskuna.” Að bregðast þessu trausti getur ekki komið til mála. Almáttug- ur Guð farsæli og blessi sumar- búðir vestur-íslenzkrar æsku. Rúnóljur Marteinsson. —(Sameiningin). GJAFIR í NÁMSSJÓÐ MISS AGNES SIGURDSON Þj óðræknisfélagsdeildin “ísa- fold” í Riverton annaðist eftir- farandi söfnun: Mrs. Anna Arnason, safnandi: Mr. og Mrs. Oscar Magnusson, $2.00; Mrs. ISoffía Johannson, -5.00; Mrs. Oddur Ólafson, -1.00; Mrs. Joey Johannson, $1.00; Mrs. V. Coghill, $3.00; Mrs. Kristín Pálsson, $1.00; Mr. og Mrs. W. T. Hjörleifson, $1.00; Mr. og Mrs. H. A. Arnason, $1.00. Safnað af Mrs. F. V. Benedict- son með aðstoð skólabarna í Riverton: Mr. og Mrs. Halldór Björnson, $5.00; Mr. og Mrs. A. Sigvalda- son, $1.00; Mr. og Mrs. S. R. Sigurdson, $10.00; Mrs. E. S. Love, $1.00; Mrs. A. Smilsky, $1.00; Mrs. A. Laxdal, 50c; Mrs. T. Kozub, 50c; Mrs. W. Triska, 50c; Mrs. R. Willis, $1.00; Mr. Herbert Austman, $1.00; Mr. og Mrs. Dori Eastman, $1.00; Mr. og Mrs. S. Zabogruski, $1.00; Mr. og Mrs. E. Johannson, 50c; Mr. Grímur Stadfeld, $1.00; Mr. og Mrs. K. Thorarinson, $1.00; Mrs. Steve Olafson, 50c; Miss Lois Sigurdson, $1.00; Miss Gladys Sigurdson, $1.00; Mrs. Valgerður Sigurdson, $2.00; Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson, $10.00; Mr. Stefan Sigurdson, $1.00; Mr. Victor Sigurdson, $1.00; Mr. og Mrs. S. E. Sigurdson, $5.00; Mrs. Florence Hokanson, $1.00; Mrs. Lavisa Iverah, $1.00; Mrs. S. H. Briem, $3.00; Mrs. Emily Rom- aniuk, $1.00; Miss Solla Eastman, $1.00; Mrs. Friðgeir Sigurdson, $1.00; Mrs. Helen Zagozewski, $1.00; Mr. Maass, $1.00; Mrs. L. Gillis, 50c; Mrs. K. Thorwaldson, $1.00; Mrs. H. Thorwardson, 50c; Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirson, $1.00; Mrs. Arni Gíslason, 50c; Mrs. H. Thorarinson, 50c; Mrs. J. Hirst, 50c; Mrs. S. Thorarinson, 50c; Mrs. Th. Thorarinson, 50c; Ónefndur, 50c; Mrs. S. Helga- son, 50c; Mrs. S. Hördal, 50c; Mrs. Daisy Jonasson, $1.00; Mrs. H. Densley, 50c; Mrs. Mona Möller, 50c; Mrs. Ásta Gíslason, 50c; Ónefndur, 50c; Mrs. Helen Spring, 50c; Misses Irene og Violet Thorwaldson, $1.50; Mr. og Mrs. F. V. Benedictson, $5.00; Mrs. G. J. Bjarnason, $1.00; Mr. -og Mrs. F. P. Sigurdson (Geysir) $5.00; Mr. og Mrs. Cecil Dahl- man, $1.00; Mr. Bjorn Dahlman, $2.00; Mrs. Clara Mayo, $1.00; Miss Florence Rockett, $1.00; Miss Marianne Renaud, $1.00; Mr. og Mrs. Percy Wood, $2.00; Miss Sylvia Brynjlofson, $2.00; Mr. og Mrs. Friðrik Kristjanson, Winnipeg, $5.00. Alls .........$ 110.50 Áður kvittað fyrir 1,218.00 Með þakklæti, f. h. nefndarinnar, G. L. Jóhannson, féh. Fyrri herbergisfélaginn: Hvað á það að þýða að ganga í nýju regnkápunni minni? Síðari félaginn: Þu villt þó varla að nýju fötin okkar blotni? + Samkvæmt því, sem Encyclo- paedia Britannica segir, voru að- eins 16 þýzkir stríðsglæpamenn dregnir fyrir rétt eftir fyrri heimsstyrj öldina. + Kennarinn: Hvað er merki- legt við Babels-turninn? Nemandinn: Var það ekki þar, sem Salómon geymdi hinar 500 konur sínar? + R 90 sekúnda fresti kemur járnbrautarlest til Chicago eða fer þaðan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.