Lögberg - 14.03.1946, Síða 1
PBUlNK 21374
f'U’'
Sto'
,r<tO*
s ,4 V"“'te
t?^al Complete
Cleaning
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1946
NÚMER 11
GLÆSILEG BRUÐHJON
By Courtesy of Harold White Btudios.
Mr. og Mrs. Hjalti Tómasson
Þann 23. febrúar síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband
af séra Philip M. Péturssyni, í Sambandskirkjunnd hér í borg, þau
Mr. Hjalti Tómasson flugmaður frá Reykjavík og Miss Margrét
Thorvaldson; er brúðurin dóttir þeirra Mr. og Mrs. Marino Thor-
valdson, 902 Banning Street; við giftingarathöfnina söng frú
Lilja Thorvaldson yndislegan einsöng, en Gunnar Erlendsson var
við hljóðfærið. Svaramaður brúðgumans var Mr. Kjartan Þór-
arinsson úr Reykjavík, en brúðarinnar, Bernice systir hennar, en
aðrar systur hennar voru brúðmeyjar.
Að aflokinni hjónavígslu var setin fjölmenn og einkar ánægju-
leg veizla að heimili foreldra brúðarinnar.
Mr. Hjalti Tómasson stundaði nám við flugskóla Konnie Jó-
hannessonar, en lauk fullnaðarprófi í fluglist við frægan flugskóla
í borginni Tulsa í Oklahomaríkinu; er Hjalti hið mesta glæsimenni
og drengur góður; brúðurin er glæsileg og gáfuð kona, er vann
við bankastörf nokkur undanfarin ár; þau Hjalti og frú hans
leggja af stað til íslands, eins fljótt og farkostur gefst. — Lögberg
•árnar þessum ungu og mannvænlegu hjónum giftusamlegrar
framtíðar.
Framkvæmdarnefnd
heldur fund
Síðastliðinn þriðjudag hélt
framkvæmdarnefnd lúterska
kirkjufélagsins fund hér í borg-
inni. Forseti félagsins, Dr. Har-
aldúr Sigmar, prestur íslenzka
safnaðarins í Vancouver, kom
hingað á mánudaginn, til þess að
stýra áminstum fundi; voru allir
meðlimir framkvæmdarnefndar-
innar á fundinum. Dr. Sigmar
brá sér suður til Mountain í dag.
Dr. Sigmar mun ferðast eitt-
hvað um meðal sinna fyrri safn-
aða þar syðra og flytja guðsþjón-
ustur á ýmsum stöðum.
Tuttugu menn og fjórir bát-
ar fórust í ofviðrinu aðfara-
nótt 9. febrúar. Fjöldi báta
lenti í hrakningum. Mikið
veiðarfæratjón
I ofviðrinu, sem hófst aðfara-
nótt sl. laugardags fórust fjórir
fiskibátar og með þeim 18 manns
og auk þess tók tvo menn út af
fimmta bátnum, svo samtals
hafa 20 sjómenn, flestir ungir,
eða allt frá 16 ára, hnigið í hina
votu gröf í ofviðri þessu.
Bátarnir, sem fórust eru Magni
frá Norðfirði, Aldan frá Seyðis-
firði, Max frá Bolungavík og
Geir frá Keflavík.
Fjöldi annara báta lentu í
meiri eða minni hrakningum
áður en þeir náðu landi.
Aðfaranótt sl. laugardags skall
á ofsaveður, en kvöldið áður
hafði veðurútlit verið gott og
því flestir bátar á sjó.
Fjöldi báta lenti í hrakning-
um og varð fyrir miklu veiðar-
færatapi, eins og Þjóðviljinn
hefur að nokkru sagt frá áður.
Þrjá þeirra aðstoðaði vb. Freyja
hjeðan úr bænum, en hún gegnir
nú björgunarstörfum hér í fló-
anum.
Magni frá Norðfirði.
Af bátunum fjórum sem fór-
ust er það vitað um einn þeirra,
Magna frá Nirðfirði, að honum
hvolfdi út af Sandgerði. Af
fimm mönnum sem voru á bátn-
um gat vb. Barði frá Húsavík
bjargað einum þeirra, Ríkharði
Magnússyni vélst. frá Neskaup-
stað.
Magni, NK 68 var 19 smálestir
að stærð, eigandi Bergur Eiríks-
son o. fl.
Þeir sem fórusts
Sigurður Samúelsson skip-
stjóri, Neskaustað, 33 ára, kvænt-
ur, lætur eftir sig 2 börn.
Halldór Sigurðsson, Nes kaup-
stað, 16 ára.
Steingrímur Jónsson, Nes-
kaupstað, 22 ára, ókvæntur.
Erlingur Þorgrímsson, frá Sel-
nesi Breiðdalsvík, 23 ára, ó-
kvæntur.
Aldan frá Seyðisfirði.
Aldan frá Seyðisfirði, NF 202
var 27 smálestir, eigandi Þórar-
inn Björnsson o. fl., Seyðisfirði.
—Aldan ver gerð út frá Hafn-
arfirði.
Þeir sem fórust:
Hrólfur Sigurðsson skipstjóri,
Húsavík, fæddur 1.—2. ’22.
Jón Sigmundsson 2. vélstjóri,
frá HelgafeHi á Svalbarðsströnd
f. 3,—11. ’27. ’
Ársæll Þórarinsson 1. vél-
stjóri, Seyðisfirði, f. 1.—1. ’27.
(Hann var sonur Þórarins
Björnssonar eiganda bátsins).
Guðmundur Magnússon há-
seti, Seyðisfirði, f. 5.—1. ’27.
Jóhann Dagbjartsson háseti,
frá Seyðisfirði.
Jóhann Dagbjartsson var ráð-
inn landmaður við bátinn en fór
á sjó í stað Hákonar Sigurðs-
sonar sem var eftir á landi.
Max frá Bolungavík.
Max frá Bolungavík, IS 8, var
8 smálestir. Eigandi Þorbjörn
Magnússon og Einar Guðfinns-
son. Fimm vélbátar, auk eftir-
litsbátsins leituðu að Max á
sunnudaginn en án árangurs.
Þeir sem fórusts
Þorbjörn Magnússon skip-
stjóri, Bolungavík, 34 ára, kvænt-
ur, átti eitt barn.
Matthías Hagalínsson vélstjóri
frá Grunnavík, 27 ára, ókvænt-
ur en aðalfyrirvinna aldraðra
foreldra.
Gunnar Magnússon háseti,
Bolungavík, 55 ára, átti konu og
uppkomin börn.
Jón Örnólf Jónsson háseti, 19
ára, til heimilis' hjá foreldrum
sínum, Bolungavík.
Geir frá Keflavík
Geir frá Keflavík, GK 198, var
23 smál. Eigandi var Guðmund-
ur Kr. Guðmundsson skipstjóri,
aflakongur Keflvíkinga.
Þeir sem fórust:
Guðmundur Kr. Guðmundsson
skipstjóri, Keflavík, 49 ára,
kvæntur, átti 2 syni uppkomna
og unga fósturdóttur.
Páll Sigurðsson vélstjóri Kefl-
avík, 30 ára, kvæntur, átti 2
börn.
Kristinn Ragnarsson háseti,
Sandi, 21 árs, kvæntur en barn-
laus.
Ólafur Guðmundsson háseti,
Keflavík, 20 ára. ókvæntur.
Maríus Þorsteinsson háseti,
frá Isafifði, 39 ára, ókvæntur.
Þeir sem fórust af Hákoni Eyj-
ólfssynis
Hákon Eyólfsson frá Garði,
GK 212, missti út tvo menn:
Guðmund Aðalsteinsson frá
Húsavík, 29 ára, kvæntur, átti 1
barn.
Valgeir Hannesson, Bakka,
Ölfusi, 25 ára, kvæntur, átti 2
börn.B
—Þjóðv. 12. febr.
SAN FRANCISCO BAY
AREA SERVICE
PERSONNEL
(lcelandic)
By Parentage—
Lt. Pearl Oddstad Farkas
Lt. Andres F. Oddstad
Lt. Laurn Kristopherson
M/Sgt. Ted Kristopherson
Sgt. Siggi Kristopherson
S/gt. Henry Kristopherson
Cpl. Alvin Kristopherson
Cpl. Donald Stoneson
Lt. Octavius Thorlaksson
Lt. Erik Thorlaksson
Maj. Jon Sigurdsson (M.D.)
Lt. Albert S. Johnson
Pfc. John Johnson
MM 2/c Marvin Johnson
S/Sgt. Leslie Goodridge
Pfc. Bjorn Halldorson
S 1/c Edw. M. Halldorson
Lt. Tom Thorpe
MM Gunnar Benonys
Maj. James Stephenson
Maj. George Stephenson
Cpl. Stanley Benson
Lt. Doftur Bjarnason
S/Sgt. B. M. Hermann
By Marriage—
Capt. M. M. Farkas (M.D.)
Lt. Cmdr. J. W. Fricke (M.D.)
Sgt./Maj. D. E. Stephenson
Lt. Cmd. R. T. Soper
Lt. H. D. Shirley
Lt. C. E. Thompson
Lt. Frank Davis
Cpl. R. Henderson
MM Chas. Kauzer
MM Bud Costello
Capt. Robt. Hopson
WO George C. Hunter.
The Committee would appreciate
additional names. Please tele-
phon Ashberry 0150 or write to
S. O. Thorlaksson, 258 Stanford
Avenue, Berkeley 8, California.
Til borgarinnar komu á mánu-
daginn sunnan frá Mountain, þeir
séra Egill H. Fáfnis, Mr. Freeman
Einarsson og Mr. Victor Stur-
laugsson; í för með þeim var Mr.
J. J. Thorvardson, er dvalið hafði
vikutíma í Cavalier.
....................................
llllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllll||llllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli™^
TIL INGÓLFS LÆKNIS GÍSLASONAR, 1946
*
Eg stari, hugsa, hljóður saman ber: —
í huga mínum á eg mynd af þér.
Þú ungur varst er fundumst fyrsta sinn
og fríður sýnum, eins og nafni þinn.
Með fjör í auga, frelsisroða á kinn
og fölskvalaus var allur svipur þinn;
en skólaþjóðin, skemtin, gáskafull,
hún skírði þig, og nefndi kvennagull.
Það óvænt gleði var að hittast hér,
og hjartanlega vildi eg fagna þér.
En ekki’ er kyn þó hrímguð séu hár : —
Við höfum ekki sézt í fimmtíu ár.
Um það í fyrri daga dreymdi mig
að drottinn mundi fara vel með þig,
og leiða þig við hlið sér fram á haust. —
Hann hefir líka gjört það svikalaust :
Þó aðrir viltust eða frysu í hel,
þér. áttir sýndi’ hann bæði lengi og vel.—
En hann var ekki einn um starfa þann :
Þau unnu saman, konan þín og hann.
Að gyðja lífsins teygi togann sinn
og treini lengi kertisstúfinn þinn;
að alt í framtíð vinni þér í vil
á vegferð þinni, eins og hingað til,
eg óska þess—Og bið að heilsa heim,
og heiti’ á þig að skila kveðjum þeim :
að heilsa öllu; klökkur kveð eg þig,
og — Kystu gömlu “Baulu’’ fyrir mig.
—Sig. Júl. Jóhannesson.
By Courtesy of Harold White Studios.
Mynd þessi var tekin í hermannaveizlu Jóns Sigurðssonar
félagsins og Icelandic Canadian Club á Royal Alexandra
hóteli þann 18. febr. s.l. Á myndinni sjást Mrs. J. B.
Skaptason, Coulter borgarstjóri og fylkisstjóri og frú hans.
By Courtesy of Harold White Studios.
Hér sézt hópur í hermannasamsœtinu þann 18. febr. s.l.
PÉTUR HOFFMAN HALLGRÍMSÖN
fæddur í Riverton 7. apríl, 1920—
dáinn í Hollandi 20. október, 1945.
Um heimili mitt var hljótt það kveld,
er helfregnin til mín barst;
eg hugsaði um öll okkar æfintýr
og alt, er þú sjálfur varst.
Eg fann í þér íslenzkan afbragðsmann
er aldrei úr leiknum skarst.
Eg man þig fríðan og frækinn svein
með fullhugans tign um brá;
með hugsjónaeld hins unga manns
og áformin styrk og há,
úr landfestum skjótt þú leystir gnoð
og lagðir á djúpin blá.
Við töluðum oft um áþján lýðs
og ógnandi stríðsins bál;
en eðli þínu lá ávalt næst
hið eilífa kærleiksmál.
Og alt, sem var smátt og ómannlegt
var útlægt úr þinni sál.
Eg þekkti ekki oft á æfi fyr
jafn einlægan vin sem þig;
og það var sama hvort leið mín lá
um lund eða þyrnistig,
þú komst með brosið í bæinn inn
til blessunar fyrir mig.
Nú vakir þú fjarri fósturjörð
og ferðast um æðri svið;
og göfuga minning geymir æ
þitt gráthnýpna sifjalið,
er skilur að sálræn eining alls
sé einungis stundarbið.
Einar P. Jónsson.