Lögberg - 14.03.1946, Page 2
2
LOGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1946
Ræða flutt á árshátíð uFrónsn
26. febrúar, 1946, af sendifulltrúa íslands
Ingólfi lækni Gíslasyni.
Herra íorseti! Háttvirta sam-
koma:
Mér hefur verið falið að tala
litla stund um eitthvert íslenzkt
efni.
Þið hafið líklega öll heyrt sög-
una um ösnuna sem átti að gera
vel tif; þeir settu græna ilmanch
töðusátu sína við hverja hlið
hennar svo nægu væri nú af að
taka, en hún gat aldrei ráðið við
sig, af hverri sátunni hún skyldi
neyta, og svo dó hún af húngri.
Þið hafið, kæru landar, sett ekki
tvær, heldur margar angandi
sátu í kringum mig — eg mátti
vælja mér umtalsefni, og það eru
girnilegar hrúgur—íslenzkt góð-
gæti. Eg var í vandræðum með
af hverri hrúgunni eg skyldi taka
og lá við að það færi fyrir mér
eins og ösnunni. Þið vitið um
bókaútgáfuna á Islandi þessi síð-
ustu ár—álitlegur stabbi af ginn-
andi skáldverkum og glæsilegum
þýðingum, og víst væri freist-
andi að grípa eina þeirra og
leita þar að perlum og gullkorn-
um til að sýna ykkur, en eg er
enginn bókmenta-frömuður og
stóðst því freistinguna. Það
verða nægir aðrir til þess.
Næsta hrúgan er andlegu málin,
kirkjan og kenningar prestanna,
nú á að fara að byggja Hall-
grímskirkju. Ef ek væri prestur
þá hefði eg sagt ykkur eitthvað
um það hvað á að segja þar, en
þeir koma og segja ykkur það
seinna.
Þriðji stakkurinn er verklegu
framkvæmdirnar. Haldið þið
ekki að hitaveitan eða nýja Öl-
versárbrúin væru notandi um-
talsefni? Jú, en verkíræðing-
arnir koma—þetta er þeirra mat-
ur og drykkur. Við Matthias
Einarsson læknir fórum ríðandi
norður Kjöl í sumar. Það var ný-
breytni á þessari bíla og flug-
vélaöld. Við höfðum marga
hesta og 2 fylgdarmenn. Eg hefði
getað sagt ykkur þessa ferða-
sögu, geri það máske síðar með
einhverjum hætti. Nei, eg afréð
að taka sem minst af þessu góð-
gæti—geyma það öðrum og mér
fróðari mönnum. Mér datt í hug
vísa þjóðskáldsins ykkar sem nú
er dáið.—Sephan var nú raunar
þjóðskáldið okkar líka:
^ Gamla ísland, ættland mitt
ægi girt og fjöllum,
bara að nefna nafnið þitt
nóg er kvæði öllum.
Það er eiginlega bezta ræðan
að segja eins og satt er: Örlítið
brotabrot af Islandi er komið
hingað til ykkar með innilegar
kveðjur til ykkar allra frá landi
og þjóð. En þetta þætti nú of
snubbótt, og einhver kynni að
segja að þetta væri engin ræða.
Á einni grænni og vel verkaðri
sátu stóð prentað: Heilbrigðis-
ástandið á Islandi. Eg valdi ör-
litla visk úr henni og eg gerði
það með góðri samvizku, því eg
er læknir og hefi helgað þeim
málum, eða réttara sagt sjúk-
lingum alt mitt líf. Eg ætla að-
eins að drepa á þessi mál lítil-
lega, og svo örfá orð um daginn
og veginn á eftir. Þegar gest bar
að garði í gamla daga, eins og eg
drap lítillega á í gær, var hann
vanalega spurður fyrst að því,
hvernig heilsufari væri háttað
í hans sveit, og mig minnir að
svarið væri vanalega eitthvað á
þessa leið: “Og þar er nú alt
ósjúkt og mannheilt.” En svo
mundi hann eftir hverri plág-
unni annari verri og svo slysum
og mannadauða. Nei, það var
ekki “ósjúkt og mannheilt” á ís-
landi á dögum Ameríkuferð-
anna, sem má bezt sjá á því að
fyrst er eg fór að hafa nokkurt
vit á þessum hlutum, var meðal-
æfi ekki talin vera lengri en 30
ár, en nú er hún orðin næstum
helmingi lengri.
Þegar eg fæddist, þjóðhátíðar-
sumarið, eða um það leyti sem
vesturfarir voru að hefjast fyrir
alvöru, voru læknar á íslandi
nokkuð fyrir innan tuttugu. Má
geta nærri hve ófullnægjandi
það hefur'verið fyrir nær átta
tíu (ca. 72) þúsundir manna, er
bjuggu í strjálbygðu landi, veg-
.ausu og mjög erfiðu yfirferðar.
Á þinginu 1875—fyrsta fjárlaga-
þinginu, er landlæknirinn, Jón
Hjaltalín, mjög alvarlega þenkj-
andi um þessa hluti og krafðist
úrbóta. Hann gaf í skyn að auk
slæmra húsakynna, fátæktar, van
þekkingar og skorts á þrifnaði,
stafaði eymdarástand heilbrigðis-
málanna af lœknafæð; sannaði
hann það meðal annars, með því
að í Reykjavík, sem væri bezt
sett hvað læknishjálp snerti,
væri barnadauðinn (dánartala
barna á 1. ári) ekki nema 19 af
hundraði, en út um sveitir lands-
ins væri þessi tala næstum helm-
ingi hærri. Hann fór fram á að
stofnaður yrði læknaskóli og
Ijósmæðraskóli; fékk hann stuðn-
ing góðra manna, og þrátt fyrir
nokkra andstöðu, var skólum
þessum hleypt af stokkunum
næsta ár. Hinir fáu læknar
landsins höfðu áður fengið
mentun sína, sumir í Kaupmann-
ahöfn, en aðrir hjá landlækni í
Reykjavík.
Það var ekki aðeins hinn ægi-
legi barnadauði sem olli þjóð-
inni áhyggjum; það voru ýmsar
hræðilegar sóttir, sem þjáðu
hana, og skal nú minst nokkurra
þeirra lauslega. Fyrst skal þá
nefna sullaveikina, sem vann
mikið mein á þessum árum;
hún orsakaðist af smá dýri sem
lifir þroskastig sitt í innýflum
hundsins, eða nánar tiltekið,
þörmum hans, en á æsku skeiði
er dýr þetta í alt öðrum ham,
nfl. í blöðrulíki, og býr þá í
heila og innýflum sauðkinda
eða manna, veldur þar svo mikl-
um þrýstingi á önnur lífíæri að
til vandræða horfir. Helzta
hjálpin var skurðlækning, og
háðu þeir Guðmundur Magnús-
son, Matthias Einarsson og fleiri
marga orustu við óvætt þennan.
Seint á síðustu öld fundu lækn-
arnir hvernig sjúkdómi þessum
er háttað. Var þá tekin upp ný
bardagaaðferð, nfl. að eyðileggja
orsökina; urðu þá brátt mikil
umskifti, og sullaveikan sjúkl-
ing hefi eg nú ekki séð í 30 ár.
Holdsveikin var líka tíð á þess-
nm árum, en svo fann norskur
læknir sóttkveikjuna sem sann-
aði að þetta var smitandi sjúk-
dómur. Fyrir atbeina Dr. Ehlers
—dansks prófessors og fleiri
góðra manna reistu Oddfellows
stóran spítala í Lauganesi
skömmu fyrir aldamótin og sem
næst allir slíkir sjúklingar lands-
ins voru einangraðir þar. Þetta
dugði; sáprfáár nýir sjúklingar
komu. Nú er spítalinn brunn-
inn, en þéir 10 eða tólf gömlu
menn af þessu tagi, sem eru á
lífi, eru einangraðir í Kópavogs-
hæli. Eg hefi ekki séð holds-
veikan sjúkling síðustu áratugi.
Næst kemur meinvættur sem
er næsta aðsópsmikill enn, en þó
í rénun; það er Berklaveikin;
hún hefur lengi herjað landið
okkar eins og víðar. Eg þarf
ekki að lýsa sótt þessari fyrir
ykkur, því þetta er sameigin-
legur óvinur, sem allir hafa ými-
gust á og reyna að leggja að
velli, hver þjóð eftir beztu getu.
Það er ekki hægðarleikur að eiga
í stríði við óvin, sem er ósýni-
legur nema í smásjá og þekkist
því aðallega af verkunum. Skal
nú stuttlega skýrt frá hvernig
okkur hefur gengið. Orsökin eða
sóttkveikjan fanst nokkru fyrir
aldamót af þýzkum lækni. Var
þá hafin herferð með auknu
hreinlæti, sóttvörnum og loks
einangrun hinna sjúku. Vífils-
staðahæli og síðar Kristneshæli í
Eyjafirði voru reist á fyrstu tug-
um þessarar aldar, og sjúkling-
arnir stundaðir þar, og raimar á
smærri hælum víðar, meðan
þröngin var sem mest, og fyrir
nokkrum árum var skipaður
berklayfirlæknir, sem hefir yfir-
stjórn þeirra mála með höndum;
er nú gengið vel fram í því að
sóttgreina brjóstveika snemma,
áður en þeir vekjast mikið; því
hægra er að lækna þá á fyrsta
stigi og þá smita þeir síður frá
sér; hafa allir grunaðir og jafn-
vel heilir flokkar verið gegn-
lýstir eða tekin mynd af þeim;
skal þess t.d. getið sem nokkurs-
konar þrekvirkis að næstum
hver einasti maður í Reykjavík
var nákvæmlega rannsakaður
síðastliðið vor og þeir fáu, sem
fundust sýktir fluttir á berkla-
hæli til lækninga. I Reykjavík
er “Hjálparstöðin Líkn,” sem
vinnur að rannsókn og að nokk-
uru leyti að lækningum þeirra
sem ekki þurfa spítalavistar;
hefur hún öll beztu tæki og svo
sérfræðingum og hjúkrunarkon-
um á að skipa. Berklaveikin
virðist nú vera að missa sárasta
broddinn og er vonast eftir stór-
sigrum á næstu áratugum.
Næst skal minst á barnaveik-
hún deyddi fjölda barna í mínu
ungdæmi og það framyfir alda-
mót, en eftir að sóttkveikjan
fanst og og difteriserum eða
barnaserum var tekið í notkun,
þá læknuðust flest börnin og svo
gildir það sama um þennan sjúk-
ina (þ.e. Difteritis og Crupp);
dóm og ýmsa aðra smitandi sjúk-
dóma, svo sem taugaveiki—að
aukið hreinlæti og annar þrifn-
aður, bættur aðbúnaður, ein-
angrun hinna sjúku, meira lækn-
isyfirlit og slíkt—alt þetta hjálp-
ar til að halda þessum óvinum í
-skefjum og eyða þeim.
Lungnabólgan var okkur lengi
erfið og feldi margan hraustan
mann. ’ Það var siður í gamla
daga að taka slíkum sjúklingum
blóð, en um það bil, sem eg man
fyrst eftir mér var horfið frá
því. Við stóðum hálfráðalausir
við beð lungnabólgu-sjúkling-
anna, gáfum þeim kamfórumixt-
uru og önnur styrkjandi og los-
andi meðöl, en það dugði lítt.
Fyrir fáum árum rættist úr þessu
þegar sulfalyfin komu og síðar
penicillinið, og er nú vanalega
hægt að hjálpa þessum sjúkling-
um og auk þess hafa sulfalyfih
reynzt ágætt vopn gegn allskon-
ar blóðeitrun, t.d. heirnakomu
og barnsfararsótt og unnið stór-
sigra í baráttunni við suma kyn-
sjúkdóma.
Cancer og sarcoma eru enn
illvigir óvinir, því við þeim hafa
enn ekki fundist góð ráð, nema
knífurinn þar sem hægt er að
koma skurðlækningum við. Slys-
um fer vonandi smá fækkandi,
því fiski- og flutningaskipin
stækka og batna, og slysvarnar-
félögin færast í aukana, en á
síðustu árum hefur umferðar-
slysum heldur fjölgað með fjölg-
andi bílum og auknum hraða.
Um farsóttirnar er ekkert sér-
stakt að segja; þær eru sumar
landlægar en aðrar berast til
landsins við og við og hegða sér
hjá okkur svipað og í öðrum
íöndurn.
Helztu dánarorsakir eru nú:
Krabbamein, hjartabilun, elli-
hrumleiki, berklar, umgangspest-
ir, slys og svo meltingar og
nýrnasjúkdómar. Og nú er svo
komið að dánartala er ekki hærri
hjá okkur hlutfallslega en hjá
öðrum menningarþjóðum, og
ungbarnadauðinn vanalega minni
en hjá flestum öðrum þjóðum.
Auðvitað eru nokkur áraskifti
að þessum tölum.
Eg gæti sagt ykkur hálfgerðar
undrasögur af erfiðleikunum,
sem læknir átti við að stríða á
fyrri læknisárum mínum á
Norður- og Norðausturlandi. Þar
vann eg í 22 ár—fyrstu ár aldar-
innar. Ef einhver sýktist mikið
eða slasaðist, ef fæðing var erfið,
eða slíkt, þá var ekki um annað
að gera en sækja lækninn, oft
langan veg og slæman t.d. yfir
stórar óbrúaðar ár, fjöll og háar
heiðar, etc. Þetta gat verið ónota-
legt t.d. á vetrum er alt var í
kafi í snjó. Þegar fært þótti
reyndi maður að hanga á hesti
nema hvað fara varð af baki
yfir verstu skaflana og kafa þá;
stundum var ómögulegt að koma
hesti við og þá var ekki um
annað að gera en að ganga, ann-
aðhvort á skíðum eða lausfóta.
Eg var stundum 24-36 klukku-
tíma að komast til sjúklingsins
þótt vel væri haldið áfram; svo
þurfti að koma á fleiri bæji í
grend þegar það fréttist að lækn-
ir væri á ferðinni. Stórhríðar-
bilur skall oft yfir, svo við urð-
um veðurteptir, og gengu stund-
um margir dagar í þetta ferða-
lag—alt uppí 9 daga tvívegis, og
svo loks þegar heim kom, vana-
lega að kvöldi dags, varð að
vaka alla nóttina við að útbúa
meðöl þau er fylgdarmaðurinn
skyldi færa sjúklingunum.
Maður varð að gera sér eitt-
hvað til dægrastyttingar á þessu
dauflega ferðalagi, þegar ekki
var um annað að gera en að
sitja á hesti allan daginn og má-
ske fara fót fyrir fót vegna ó-
færðarinnar, eða bara ganga á
skíðum á eftir fylgdarmannin-
um—bakið á honum með dingl-
andi læknistöskuna varð tilbreyt-
ingarlaus sjón. Þá kom sér vel
að vera hagmæltur og geta
gleymt öllu nema yrkisefninu.
Eitt sinn er eg var á heimleið úr
einni þessari slæmu ferða, þá
kom myndin af henni fram í
huga minn í litlu kvæði. Eg ætla
að bregða henni upp fyrir ykkur
til tilbreytingar:
Eg var sóttur í skyndi langa leið
og lengi man eg þá fanta reið,
við komum um kvöldið á bæinn
og eg var stirður og þreyttur þá
að þeysa klárgengum hesti á
í íllviðri allan daginn.
Á hlaðinu geltu hundarnir
og hömuðust eins og vitskertir
og bjuggu sig til að bíta.
En þá kom bóndi og bauð mér inn
í baðstofuna, en drottinn minn!
þar var ömurlegt yfir að líta.
Á gólfinu ryk og raki var,
og rjáfrið var hélað og sperrurnar
voru brotnar og böndin fúin.
Með þiljunum rekkjuröðin stóð
og rúmklæðin Voru ekki góð;
þar bældu sig börnin og hjúin.
I
I einni hvílunni kona lá
með kvalaópum og hreldri brá;
hún óttaðist bráðan bana;
hún skyldi nú fæða í fyrsta sinn
en fjórði var þetta dagurinn
sem þrautirnar þreyttu hana.
En fólkið horfði í húmi á,
og hríðin öskraði á frosnum skjá
er barnið eg tók með töngum;
mér fanst það andvana fyrst í
stað,
en fékk að endingu lífgað það
svo það spriklaði öllum öngum.
Og konan var hljóð og hýr á kinn
og hrifin fagnaði drenginn sinn,
nú kveið hún ei kvöl né raunum;
en þakklætistárin þerði af sér
og þrýsti kossi á hönd á mér—
eg var ánægður yfir þeim
launum.
Stöku þessara ferða er nánar
getið í smágreinum í tímaritum
heima. Síðustu 18 árin af starfs-
ferli mínum þjónaði eg Borgar-
neshéraði. Það er ekki langt frá
Reykjavík. Urðu þá mikil um-
skifti, því eg gat næstum ætíð
ekið í bíl til sjúklinganna.
Hvað sjúkrahúsin hjá okkur
snertir þá er orðinn þar mikill
munur, á þessu sjötíu ára tíma-
bili. I byrjun þess voru engin
sjúkrahús á landinu, því sjúkra-
hælið í Reykjavík og raunar ein-
hver nefna á Akureyri gátu ekki
kallast því nafni. Tvö stór og
vönduð sjúkrahús eru nú í Reykj-
avík—Landspítalinn og Landa-
kotsspítali, og að minsta kosti
þrjú smærri. Á Akureyri er góð-
ur spítali, og í kaupstöðunum og
flestum stærri kauptúnum eru
stærri eða minni sjúkrahús og
svo sjúkraskýli fyrir fáa sjúkl-
inga víða í sveitunum þar sem
læknir er búsettur. Svo eru
berklahœlin Vífilst. og Kristnes,
geðveikrahælið að Kleppi og
holdsveikrahœlið í Kópavogi sem
áður er getið. Þrútt fyrir þetta
þykja sjúkrarúmin enn of fá; er
verið að byggja stóra fæðingar-
deild hjá Lanspítalanum og inn-
an skams verður reistur myndar-
legur barnaspítali og eitthvað
mun eiga að byggja af öðrum
sjúkrahúsum á nætunni.
Hjúkrunarkvennaskóli hefur
starfað nokkra áratugi, er hann
í sambandi við Landspítalann og
fá nemarnir æfingu þar og víðar.
Fjölgar lærðum hjúkrunarkon-
um nú óðum. Einnig er ljós-
mæðraskóli í sambandi við fæð-
ingardeild Landspítalans. Há-
skóli íslands útskrifar nú nokkra
lækna á ári hverju, eftir 6-7 ára
nám þar. Að loknu prófi fara
þeir flestir utan til framhalds-
náms og stunda þá margir sér-
fræði. Á stríðsárunum var Am-
eríka helzta athvarf þeirra; að
loknu þessu nárni koma þeir svo
flestir heim og taka til starfa; er
læknastétt landsins nú orðin
prýðisvel mentuð. Ef allir lækn-
ar eru taldir munu þeir vera alls
og alls hátt á annað hundrað,
en langt er frá að þeir stundi
allir lækningar nema þá að litlu
leyti, svo sem sumir vísinda-
menn og þeir sem látið hafa af
störfum fyrir aldurs sakir eða
vanheilsu, og svo eru ýmsir í
útlöndum. Lifnaðarhættir mann-
a, t. d. hvað snertir mataræði,
húsakost, þrifnað og slíkt hafa
stórum breyzt til batnaðar á
seinni árum, heilnæmu vatni
veitt til kaupstaða, flestra þorpa
og margra sveitabæja, í stað
brunnanna sem áður voru not-
aðir; hefir alt þetta stuðlað að
bættu heilsufari. Eg læt svo út-
rætt um þetta. Varð að stikla
á stóru.
Eitt meðal annars, er eg hefi
tekið eftir hjá löndum mínum
hér í Ameríku er hlýleikinn
hvers eins í annars garð, löngun-
in til að rétta hver öðrum hönd
og styrkja hver annan í starfi
og stríði. Á þetta hefur stund-
um brostið hjá okkur og máske
hjá ykkur líka, en þó höfum við
sýnt það íslendingar að við get-
um orðið samtaka þegar á hefur
legið t.d. með þjóðaratkvæða-
greiðslunni um skilnaðinn við
Dani. Vonum við nú, að fengnu
fullu sjálfstæði og aukinni á-
byrgðartilfinningu, vaxi þjóð-
inni líkamlegur og andlegur
þróttur. Mér dettur í hug lítið
atvik, sem eg aldrei gleymi: Eg
var ca. 10 ára, fór með foreldr-
um mínum í stóra brúðkaups-
veizlu—eg var víst boðflenna,
en það ^cemur ekki málinu við.
Eg heyrði tvo roskna virðulega
menn vera að tala saman. Þeir
voru hressir og hýrir eins og
gengur í veizlum, og nú stríddu
þeir hver öðrum og fóru í nokk-
urskonar mannjöfnuð. Alþingis-
forsetinn, hár og höfðinglegur
sagði við sjávarútvegsbóndann,
lágan mann, þéttan á velli og
þéttan í lund: “Hvað ætli yrði
úr þér, grútarkongurinn, ef þú
ættir að stjórna Alþingi?” “Nei,
eg veit að það færi ekki vel,”
sagði hinn, “en ef þú ættir að
stjórna Felix„(Það var íiski- og
nákarlaskipið hans—“þá tækir
þú ekki marga boga norður og
niður, þú færir beint.”
Mér hefur altaf fundist síðan
að það þyrfti að vera valinn
maður í hverju rúmi. Það þurfa
að vera öruggir kunnáttumenn
sem stjórna hver á sínu sviði og
þeir svo að taka höndum saman
svo hverri þjóð geti liðið vel. Ef
við íslendingar hér og þar höf-
um valda menn til forustu, hvort
heldur til að stjórna Felix eða
þjóðarskútunni, og sameinum
svo kraftana, þá ættum við ekki
að verða eftirbátar annara.
%
Kæru landar! Nafnið á þessu
félagi ykkar, “Frón” minnir mig
á glaða og góða daga sem við
stúdentar og kandidatar að heim-
an nutum við og við á námsár-
um okkar á Norðurlöndum,
einkum í Danmörku er við sát-
um saman í veitingahúsum eða
samkomusölum þar sem annara
þjóða menn voru á næstu grös-
um. Þeir töluðu auðvitað sitt
mál en við okkar og þá hét landið
okkar ætíð Frón og við Frón-
verjar. Við vildum eiga okkar
farsældafrón fyrir okkur og tala
um okkar “hagsælda, hrímhvítu
móður” ens og Jónas Hallgríms-
son komst að orði, tala um henn-
ar raunif og vonir, það kom ekki
öðrum við; við gæddum okkur á
nafninu, sem sem útlendingarn-
ir skildu ekki og mintumst
Fjalladrottningarinnar — Fjall-
konunnar, sem Gröndal íklæddi
svo fögru skrauti á þjóðhátíðar-
myndinni frægu, sem þið hafið
sjálfsagt öll séð. Við sáum hana
í anda sitja mikilúðlega og prúða
úti í íslands álum, og stjórna
landvættunum f jórum, sem halda
vörð hver við sitt landshorn,
heyrðum hana hasta á tröllin í
björgunum, herða á dvergunum
í stóru steinunum að stunda ötul-
lega sitt völundarsmíði, skipa
álfum í holtum og hæðum og
skógarguðunum að létta undir
störf þjóðarinnar, og vatnsdís-
unum að gefa sem mesta björg í
bú hennar.
Okkur fanst að Fjallkonan
mundi líta eftir okkur og öðrum
börnúm sínum hvar sem þau
dveldu útlendis, og nú heyri eg
óminn af kveðju hennar til ykk-
ar, tek undir með henni og óska
þessu félagi og öllum Vestur-ís-
lendingum mikils þroska og
allrar blessunar og að þessi grein
hér megi lifa og blómgast um
ár og aldir.
Bræðurnir voru að rífast um
það, hvernig ritsímanum væri
fyrir komið.
Hvernig heldur þú, að ritsím-
inn sje annars? spyr annar.
Já, hann er eiginlega líkastur
hundi, sem er svo langur, að ef
þú stígur á skottið á honum í
Reykjavík, þá geltir hann norð-
ur á Akureyri.
En hvernig er þá með útvarp-
ið?
O, það er eiginlega alveg eins,
nema þar er bara enginn hundur.
Borgið LÖGBERG