Lögberg - 14.03.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.03.1946, Blaðsíða 3
3 Fáein orð um mesta áhugamálið (Skrifað í sambandi við hinar nýútgefnu bækur Halldórs Frið- leifssonar: “Fyrsta bygging í alheimi,” og “Friðarboginn er fagur”). Það er samróma álit allrar naenningar að fornu og nýju, að líf okkar mannanna sé í mesta máta óákveðið. Við vitum ekki einu sinni hvort við í dag lítum ljós næsta dags. Af því hefir leitt að mesta áhugamálið er þessi spurning: Hvað er lífið? Eng- inn hefir getað svarað því enn, sem komið er, svo að það yrðu almenn viðurkend sannindi, þrátt fyrir allar kirkjur og ótelj- andi trúarflokka. Þess vegna hafa margir góðir, hugsandi menn, komist að þeirri niður- stöðu, að æfi okkar væri of stutt ú þessari jörð, og umhverfi skyn- vita okkar of takmarkað, til þess að geta sagt nokkuð um þetta stærsta mál manna, og látið þar við sitja, en í þess stað, snúið sér að þeim menningar málum, sem hægt er að starfrækja innan mannlegs skynvita hrings, og orðið svo mikið ágengt, að vest- ræn menning, sem að vissu leyti ber höfuð og herðar yfir allar menningar sögunnar, er þeim mönnum mest að þakka. Á hinn bóginn hafa verið og eru uppi hugsjónamenn, sem þrátt fyrir allar skynvita tak- markanir, segja að mannsandan- um séu takmörk sett, ef hann kemst ekki þessa leið, hvíli á honum sá skyldukvöð að finna aðra, og ryðja hana, hversu stór- .grýtt, sem hún sé. Þeir líta svo á, að þó í vestrænum heimi sé álitið óskynsamlegt að rannsaka leyndardóma lífsins eftir öðrum leiðum en skynvitin 5 geta gefið, £é hann knúður til að nema ný lönd utan við skynvitaheiminn. Frá þessum mönnum eru hinar svonefndu andatrúar-rannsóknir runnar. Þó að þetta mál sé mér ekki rrægilega kunnugt til þess að geta komið með neinar staðhæf- ingar, er mér næst að halda að upprunalega hafi þeir fengið hug- myndir sínar og næring þeirra, írá hinu dularfulla draumalífi, sem öllum mönnum er sameig- inlega gefið frá náttúrunnar hendi, þó á mismunandi stigi sé, eftir einstaklingsástandi. Athug- un draumalífs manna í eðlilegum ■svefni, gaf þeim bending um að mannsandinn getur notið sín og starfað á vitsmunalegan hátt ut- an við verksvið skynvitanna. Af þessu leiddi að þeir fundu milli- veg á milli vökuvitundar og draumvitundar, sem nefnt er miðilsástand. Það kom fljótt í ljós, þegar far- ið var að gera rannsóknir á þessu sviði, að víða um heim, voru bæði karlar og konur, sem höfðu mið- ilsgáfu á svo háu stigi, að þrátt fyrir harðskeyttar árásir viður- kendra játninga, varð þeim afl- fátt að kveða hana niður. Þúsundir manna um víða ver- °ld, hafa fyrir áhrif þessara miðla fengið sannfæringar vissu fyrir íramhaldslífi, og skilning á þrosk íerli þess, sem öllum var áður hulinn. En þrátt fyrir það, þó sð kirkja og kennimenn gerðu sitt ýtrasta til þess að halda sinni framhaldslífs hugmynd að fólki, mistu þeir meir og meir beztu hugsuði úr hjörð sinni, af því að þar virðist hafa skort þau skilyrði, sem þurfa til þess, að skapa sannfæring þá, sem anda- trúarmönnum hefir auðnast að finna. Halldór Friðleifsson útgefandi hinna nýútgefnu bóka: “Fyrsta dygging í alheimi” og “Friðar- ^oginn er fagur,” er bæði and- rannsóknarmaður og miðill. Efni ^ókanna er alt samið í öðrum óeimi, en birt okkur ófróðum bú- urn jarðar fyrir tilstilli miðils- gáfu Halldórs. Hann er maður hniginn að aldri, en óvanalega ern 0g ungur eftir ástæðum. LÖGBERG, FIMTUDAGtNJN 14. MARZ, 1946 Hann er fæddur og uppalinn á íslandi, undir almennum skil- yrðum sveitalífs. Hann varð ungur fyrir áhrifum frá sr. Páli Sigurðsyni er ágætastur þótti kennimanna á Islandi á sinni tíð, sökum frumlegra hugsjóna og frjálslyndis. Halldór var svo gæfusamur, að kvænast ágætri, konu, sem hefir verið hans önnur hönd, jafnt í raunsæju stríði, sem í andlegri starfsemi. Enginn getur metið til fulls hve mikinn mátt það gefur í öllum vandamálum, að geta flúið til ástríkrar konu með hugsanir sínar og úilraunir og fengið álit hennar, leiðsögn og samþykki. Þau hjón komu vestur um haf á bezta aldri, og eignuðust mörg börn, og mistu sum þeirra, svo að þau hafa ekki farið á mis við þyngstu sorgir. Efnahagur þeirra eins og títt er með verkamenn, var oft þröngur. En þó er það staðfest af þeim, sem bezt þekkja til, að þau hjón væru þess altaf megnuð að vera veitandi, ef til þeirra var leitað í vandræðum. Ef þau gátu ekki orðið við efna- legri kvöð, fór sá, sem til þeirra leitaði, frá þeim aftur með vitur- leg ráð og bjartari hug, en hann kom. Það tekur meir en meðalmann, sem eingöngu verður að treysta á hendur sínar, að sjá stóru skylduliði farborða, svo að vel sé. Þá skyldukvöð intu þau hjón af hendi með sóma. Þegar henni lýkur eru flestir búnir að fá nóg, og verða næðinu fegnir. Og þá er það sem leiðir skilja með Hall- dóri og venjulegum alþýðumanni Hann fer að kynna sér dulvís- indi, og kemst að því að hann hafi miðilshæfileika, og tekur þann ásetning að ráða þyngstu lífsgátur — frá sínu sjónarmiði. I mörg ár hefir hann iðkað það að fara í “trans,” en konan — hans góði engill, vakti á meðan og skráði það sem hann sagði. Árangurinn af þeirri iðju þeirra eru nefndar, nýútgefnar bækur. í miðilsástandi þessu koma, og segja honum leynda hluti, slíkir stórandar sem Kristur og Buddha, o.fl. Skiftar munu skoð- anir verða um, hvort hin sér- kennilegu máttar áhrif þessara andans jöfra halda sér hjá Hall- dóri.—Þó geng eg að því vísu, að margir sakni hafdýpt þeirrar lifsspeki og listar, sem verið hafa og erú björtustu kyndlarnir í allra alda myrkri, og verður til þess að mikill hluti mannkynsins hóf þá í guðatölu. Jónas Hall- grímsson er höfundur að ann- ari bókinni. List hans er svo rík, að hún mun jafnan hafin yfir allæ tísku fordóma í skáld- skap. Vísur hans í þessari bók, frá öðrum heimi, virðast eins fjarlægar honum og vegalengdin er á milli hnattanna. Og þá vakn ar sú spurning. Ónýtir það gildi bókar Halldórs? Eg svara því neitandi. Það er þekt, að ýms af mál- um okkar margdáðu menningar fara svo rangt í gegnum frétta eða upplýsingastofurnar að sann- leikurinn verður svipur hjá sjón. Einkum hefir þetta færst í auk- ana síðan að tvær heimsstefnur horfast í augu, sem andstæðing- ar. Þó höfum við fulla vissu fyrir því, að frétta stofurnar eru til og að mennirnir, sem senda fregnirnar eru til.—En svona er það samt. Borið saman við það, hlötur almenningi að skiljast að gamall verkamaður vestur í Kyrrahafströnd, misskilinn og einmana, hafi ekki tækifæri til þess, að koma áleiðis um ókann- aða vegalengd, skeytum, án þess að þau geti tekið að sumu leyti svipbreytingum. Að endingu vil eg í stuttu máli gera tilraun til að gera skiljanlegt, að hverju leyti Halldór einkennir sig mest. —Jafnhliða því að sjá æfistarfi hins almenna manns borgið, hef- ir hann þó tíma afgangs til þess að ganga af almennum vegi og dvelja langvistum í miðilsástandi og fá fregnir og lærdóm frá fram- liðnum. Og til þess að láta al- menning njóta þeirrar fræðslu, klýfur hann djarft og einarðlega fjandsamlegan straum óeðlilegs mannfélagsskipulags, að stand- ast þann mikla kostnað að gefa út 2 stórar bækur, þó að kaup- getan væri lítil. Og þó er en ótalin mesta þýð- ing þessa máls,—að í gegnum átakanlegan ástvinamissi og sár- ar æfi-raunir, hefir hans and- lega starf lyft honum á þá hæð, að hann hefir fengið þá fullnægju og þann frið í sál sinni, sem allir þrá og þurfa, en engum hlotnast, nema hann leysi efnishnúta við- urkendra veraldarnautna af sál sinni. Á þeirri hæð sem Halldór nú stendur á, nær engin sorg til hans. Hann horfir niður á sorgir og örðugleika jarðlífs, eins og maður, sem stendur á fjallsbrún, þar sem sólin skín, og sér þokuna læðast eftir hlíðunum og niðri í dalnum. Þau örlög liggja fyrir hverri einustu mannssál, að verða hér eða í framhaldslífi, að slíta lang- anir sínar úr efnisböndum þess- arar jarðar, hversu óþolandi sárs- auka, sem það veldur, og á sjálf- stæðan hátt að brjóta sér þann veg, sem Halldór er búinn að fara. Það er helst útlit fyrir að vegirnir til guðs séu eins margir og mannssálirnar eru • margar, svo að hver einstaklingur verði að brjóta sinn eigin veg útaf fyr- ir sig, enginn annar geti það, þó að mikið sé hægt að læra af ann- ara reynzlu. Eg álít Halldór Frið- leifsson á réttri leið hvað höfuð- átt sálrænna mála snertir, en þó að formgallar finnist á starfsað- ferð hans, séu þeir aukaatriði, sem ekki verði hægt að fella mál- stað hans á, einkum þegar þess er gætt að allir, sem þekkja Frið- leifs hjónin segja það einróma, að þau séu í allri breytni svo ráðvönd að þau vilji ekki vamm sitt vita. J. S. frá Kaldbak. , Dánarfregn Hinn 20. dag janúarmánaðar andaðist frændi minn, Brynjólf- ur Johnson, á heimili sínu, að Stony Hill, Man. Hann átti við nokkra vanheilsu að búa hin síð- ari ár og var rúmliggjandi síð- ustu 5 mánuðina. Brynjólfur var fæddur á Hól- um í Hornafirði, Austur-Skafta- fellssýslu, 22. sept., 1869. Foreldr- ar hans voru þau hjónin, Jón Jónsson, hreppstjóri í Horna- firði og Þórunn Þorleifsdóttir. Foreldrar Jóns voru þau hjónin séra Jón Bergsson og Rósa Brynj- ólfsdóttir, að Hofi í Álftafirði, í Suður-Múlasýslu. Móðir mín, Guðrún, var dóttir þeirra og við Brynjólfur því systkinasynir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldr- um sínum, en var samt ungur þegar hann misti föður sinn. Þeir voru fjórir bræðurnir og Brynjólfur þeirra yngstur. Tveir voru dánir á undan honum, þeir Jón og Bergur, en Þorleifur lifir og býr á Hólum. Brynjólfur fékk í æsku þau tækifæri til mentunar og þroska, sem meiri háttar sveitarheimili þá veittu ungl- ingum sínum. Árið 1895 kvæntist Brynjólfur Margréti, ’dóttur Páls Þorsteins- sonar, frá Núpum í Fljótshverfi, í Vestur-Skaftafells-sýslu og konu hans Margrétar ólafsdóttur frá Steinsmýri í Meðallandi, í sömu sýslu. Þau voru á Hólum, og svo á nýbýli á þeirri jörð, sem þau nefndu, að Nesi. Árið 1900 fluttu þau vestur um haf og voru fyrst ein þrjú ár í Selkirk. Þaðan fluttu þau að Hove við Grunnavatn (Shoal Lake), en 1905 námu þau land fyrir norðan það vatn. Síðar kom í því nágrenni póststöðin Stony Hill. Á því landi hefir heimili þeirra verið síðan. Þar háðu þau hjónin frumbýlings baráttu sína, og þar ólust börnin upp og urðu foreldrum sínum til aðstoðar. Dugnaður, góð umsjá, og eining hafa ávalt fært heimilinu bless- un sína. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Elzt þeirra er Pálína, kennari; kendi nokkur ár í Lundar-bæ. Rósa er kennari í Graysville, Man. Þriðja dóttirin er Hlíf, og var hún einnig kenn- ari. Hún er gift Helga Thomp- son; hafa þau heimHi að Lang- ruth, Man., og eiga stóra fjöl- skyldu. Tveir öflugir synir eru heima: Ragnar og Hjalti. Brynjólfur var vel greindur og sérstaklega stilltur maður, vandaður í hugsun og líferni, hjálpfús og vinsæll; naut virð- ingar og trausts þeirra sem þektu hann, í sannleika góður maður. Hann var meðlimur í Lúters-söfnuði, í Grunnavatns- bygð, frá því að sá söfnuður varð til. Styrkti hann kristindóms- málin af sannfæringu og ein- lægni. Hann var einnig með- limur í lestrarfélagi byggðarinn- ar, er nefnist “Mentahvöt.” Um mörg ár var hann bókavörður einnar deildar í því félagi. Hann var jarðsunginn, 25. jan., af séra Theodore Sigurdson, og fylgdu bygðarmenn honum til grafar. Athöfnin fór fram í kirkju salfnaðarins, sem hann tilheyrði, og í reitnum, sem er umhverfis hana. Með honum er fallinn í valinn dyggur sonur ættjarðar sinnar og móðurkirkju. “Gekst þú með Guði,” frændi minn. “Trúrra þjóna taktu laun.” Hugljúfar endurminningar um þig munu varðveitast. Rúnólfttr Marteinsson. Kerling lá veik og sendi effir presti að þjónusta sig. Prestur kom og er þá kerling í rúmi sínu," vel málhress og eigi þungt hald in. Vill hún þó fyrir hvern mun fá þjónustuna, og fór það fram. Prestur tekur að skrifta henni með áhrifaríku orðfæri, svo sem honum var lagið, og setur henni ljóslega fyrir sjónir, að méð því eina móti megi hún vænta náð- arinnar, að hún iðrist synda og biðji fyrirgefningar á þeim o. s. frv. Og er kerling heyrir slíkt, þykir henni það hörð kenning, byltir sér til í rúminu og segir: “Eg sný mér þá upp í horn ef þú ferð að jaga mig.” VERZLUNARMENNTUN Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út- heimtir á vettrvangi iðju og framitaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt- un veita verzlunarskólarnir. Það getur orðið unga fólki til verulegra hags- muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf- lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LIMITED TORONTO A N D SARQENT, WINNIPEO Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutími 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur í auana, cyma, nef og háissjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantaS meðul og annað meö pósti. Fljót afgrelðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Haldor Haldorson byggingameistari Carlton & Broadway Winnipég, Canada Slmi 93 055 INSURE your Property with HOME SECURITIES Limited 468 MAIJÍ STREET Leo E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Ohartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of. FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462 Hhagborg u FUEL CO. « Dial 21 331 í£Flí) 21 331 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. . Skrifiö eftir veröskrá Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Slmi 97 466 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VTCTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.