Lögberg - 14.03.1946, Page 5

Lögberg - 14.03.1946, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. MARZ, 1946 5 AHUGAMAL LVENINA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Nýtízku eldhús. Eg var á gangi í einni stóru verzluninni um daginn, og kom þar sem verið var að sýna ný- tízku eldhús. Mér fanst eldhús- ið svo fallegt og öllu svo hagan- lega fyrirkomið að mig langar til að lýsa því að nokkru. Fyrst við vinstri vegg er borð- vagn, á honum er pláss fyrir silfrið diskana og borðdúkana, ásamt fötunum með heita matn- um. Á þessum borðvagni er alt, sem þarf til máltíðarinnar flutt inn í borðstofuna í einni ferð, og þegar máltíðinni er lokið, er alt óhreina tauið flutt til baka á vagninum; þessi vagn sparar húsmóðurinni ótal spor. Næst borðvagninum er bökun- arofninn. Hurðin á honum er gegnsæ svo hægt er að sjá hvern- ig matnum líður án þess að opna ofninn. Þá er eldavélin. Á henni er lok, svo hún lítur út eins og borð. Þegar lokinu er lift, þá kviknar ljós .á lokinu fyrir ofan vélina. Áfast við eldavélina er vöfflujárn, toaster, hrærivél, sax- ari og grill. Næst eldavélinni er pláss fyrir uppþvottavél, sem er knúð af rafmagni. Endaveggur eldhússins er einn stór gluggi; undir honum er vask- urinn og vinnuborðið. Þessi stóri gluggi veitir nægu ljósi inn í herbergið, auk þess er skemti- legt fyrir húsfreyuna að geta setið við vinnu sína og geta horft við og við út um gluggann, á blómagarðinn, eða á leik barn- anna. Hún getur þannig haft gætur á þeim án þess að vera sífelt á hlaupum út í dyrnar. Á vaskinum er lok með áföstu ljósi. Þegar ekki er verið að ■vinna að matreiðslu er borð- vagninum, eldavélinni, upp- þvottavélinni .og vaskinum lok- að, og hægt er að nota herbergið sem setustofu eða leikstofu. Fyrir ofan þessi fyrnefndu tæki eru byggðir skápar með gler- hurðum. Kæliskápurinn er á miðju gólfi og fyrir ofan hann og við hlið hans eru leirtau skápar. Þessir skápar skifta herberginu í tvent; öðrumegin er eldhúsið, en hinu- megin er borðstofuhorn. Hægt er að opna skápana frá báðum hliðum. I þeim eru glerhillur og glerhurðir, svo sjá má strax hvað í þeim er og ekki þarf að leita að neinu. Borðið í borð- stofuhorninu er á hjörum svo hægt er að leggja það upp við vegginn þegar það er ekki í notkun. Þannig er hægt að nota það pláss sem saumaherbergi, eða leikherbergi fyrir börnin. Þetta er undursamlegt eldhús, og vonandi er að hin fyrirhugaða rafmagnsleiðsla út um sveútir landsins komist sem fyrst í framkvæmd, svo að sem flestar konur geti notfært sér þessi ný- tízku eldhús-þægindi. * Háttvísi unglinga. 1 skýrslu mentamáladeildar- innar, sem Hon. J. C. Dryden lagði fyrir fylkisþingið, víkur hann að því hve háttvísi ungl- inga á miðskólaaldri sé ábóta- vant, og stafi það af vöntun á aga og of miklu eftirlæti. Telur hann að í hreyfimyndunum og ^skopmyndunum í blöðunum, úi °g grúi af slæmUm fyrirmyndum fyrir unglinga, sem kenni þeim hortugheit og Ijótt framferði. í skýrslunni er einnig vikið að þeirri tilhneiging foreldra að finna að og álasa skólanum og kennurunum í áheyrn barnanna, myndi skólastarfsemin ganga miklu betur ef þeir vendu sig af þessu. Ekki svo að skilja, að ekki megi finna að skólunum og kennurunum, en slíkt ætti ekki að gera í viðurvist barnanna. Ennfremur segir í skýrslunni að flestir foreldrar heiti því að börn þeirra skuli fá betra tæki- færi til mentunar en þau fengu sjálf; þetta sé virðingarvert, en í mörgum tilfellum verði þetta um of, og árangurinn verði sá, að unglingunum sé fengið alt upp í hendurnar, án þess að þeir sjálfir þurfi nokkuð fyrir því að hafa; ef að • unga fólkið yrði sjálft að afla nokkurs af því fé, sem það þarfnast, myndi það kunna betur að meta gildi þeirra tækifæra, sem þeim eru gefin. Þá er loks sagt frá því, að kennarar verði hvattir til þess að gera það að einu aðalmark- miði skólanna, að kenna börnun- um góða siði og kurteisa fram- komu; en til þess að það megi- takast verði þeir að njóta sam- vinnu foreldranna. * Drýgið smérið. Nú er smér skamturinn svo lítill að allrar varúðar verður oð gæta ti þess að verða ekki smér- laus áður en maður veit af. Hér eru nokkur ráð til þess að drýgja smérskamtinn: Fitan af bacon og hænsnasteik er ágæt í baking powder bis- cuits. Smyrjið ekki pönnur með sméri; notið ávalt lard eða shortening. Bakið aðeins þær kökur, sem þurfa lítið af fitu eða sykri, svo sem milffins, biscuits, ginger- breads og johnny cakes. Tvöfaldið smjörpundið: 1 matskeið gelatine-duft; 2 bollar rjómi; 1 pund smér; 2 teskeiðar salt; 2 eggjarauður eða carrot safa. Látið gelatine duftið ásamt 4 matskeiðum af rjóma í ílát sem stendur í heitu vatni og hrærið þangað til duftið leysist upp. Mýkið smérið en bræðið það ekki; þeytið það og bætið í smám saman hinu uppleysta gel- atine, rjómanum og saltinu; þeytið vel; bætið í carrot safa eða eggjarauðu til þess að lit- urinn verði líkur smérlit. Kælið vel. Þetta smér má nota til að smyrja brauð en ekki er hægt að nota það til að baka úr því. + MITT FYRSTA SUMAR í AMERÍKU Eftir Kristínu í Watertown Eg skrifa þennan kafla af því að mörgu af okkar yngra fólki þykir gaman að lesa um fyrstu ár íslendinga í landi þessu, þegar við ókunnug, mállaus, fátæk og að mörgu leyti fákunnandi en á bezta aldri, sterk og vongóð, lögðum út í lífið til að verða sjálfbjarga og sjálfstæð. Og hvernig landið, þjóðin og kom- andi menning blasti þá við okk- ur, því enn voru allir frumbyggj- ar í miðríkjum landsins. Þa ðvar árið 1881 að eg fór að vinna hjá,1 amerískum bænda- hjónum, nokkrar mílur austur af Minnesota. Eg lærði að tala ensku og ýmsar reglur heimil- isins, en mikill reynzlutími er það fyrir nýkomið fólk að kunna ekki landsmálið; það er einskon- ar fangelsi að geta ekki látið hugsanir sínar í ljósi. Eftir nokkrar vikur fór eg að skilja margt af því, sem talað var, en eg var rög að byrja að tala, því eg vildi tala rétt, en var hrædd við að drengir myndu narrast að mér ef eg væri mjög bögumælt. En þetta er fávizka; þeir læra málið fljótast sem eru óhræddir. Þessi hjón, Mr. og Mrs. Forbs, voru frá Austur Canada, nýlega flutt til Minnesota; hafði Mr. Forbes verið þar skólakennari í 28 ár; éat hann nú í góðri elli með rífleg eftirlaun. Þau hjónin áttu tólf börn, átta sonu og fjórar dætur; margt af ,þeim var gift í Canada, en sumt af þeim kom seinna til Minnesota. Fjórir yngstu drengirnir voru heima. Meðal sonanna voru lögmenn og prestar. Bóndi var siðavandur og frjáls- lyndur trúmaður. Aldrei talaði hann ljótt orð og aldrei var hann stygglyndur við sonu sína, sem stundum voru háværir, en þeir virtu föður sinn sem- konung; sagði hann þeim skýrt með hlýrri alvöru ef eitthvað var það í verkahring' þeirra sem þurfti að leiðrétta; höfðu drengir auka klukkutíma um miðdaginn til hvíldar og leikja; þótti mér þetta góðar reglur. Bóndi var ríkur af landi, hafði fjörutíu ekrum fátt í heila sec- tion, en elstu drengirnir heima áttu eitthvað af því landi. Margt var þar af mjólkurkúm og ung- viðum; bjó eg til heilmikið af smjöri en ekki skyri. því mjólkin var gefin svínum þegar búið var að ná rjómanum. Eftir nokkrar vikur byrjaði heyskapur; þótti mér gaman að sjá sláttuvélina og stóru hrífuna raka, sem hestar gengu fyrir, en margir stórir og langir heystakk- ar þutu upp á tveimur og þremur vikum.*Þetta þótti mér búskap- ur í lagi. Hjónin borguðu mér einn doll- ar um vikuna og lofuðust til að bæta við mig hálfum dal þegar uppskeran byrjaði. “Já, fjórar krónur um vikuna og svo sex,” hugsaði eg, “það er ekki svo lít- ið.” Svo fór eg að leggja sam- an, “Ef eg vinn hér fjóra eða fimm mánuði, þá á eg töluverða peninga og get hjálpað mömmu við og við.” Það gjörði eg líka, en þessum krónum er gjarnt að velta í Ameríku, og eg þurfti að fó mér kjóla með hérlendu sniði, Ijósflekkótta, með belti. Vin- stúlkur voru komnar á innlend- an búning, sem fór þeim vel, en peysufötin varð eg að geyma, sem minjagrip, en oft fór eg í þau heima hjá mömmu og skoð- aði mig í speglinum; mér fanst húfan fara mér svo vel og hár- flétturnar undir húfunni gjöra mann svo unglegan. (Framhald—) SIGURÐUR HELGASON tónskáld heiðraður Nýlega barst undirrituðum frá- sögn úr blaði í Bellingham Wash- ington, þess efnis, að heimaþjóð- in íslenzka hafi nýlega heiðrað Sigurð Helgason (H. S. Helga- son) tónskáld og söngstjóra í Blaine með því að senda honum 2,500 króna fjárupphæð og skraut ritað ávarp í þakkar- og virðing- arskyni fyrir skerf hans til ís- lenzkrar söngmentar og margra ára víðtækt starf hans á því sviði vestan hafs. Er honum sá mak- legi sómi sýndur sérstaklega fyrir hið fagra og tilkomumikla lag hans við kvæðið “Skín við sólu Skagafjörður,” sem löngu er orðið rpikið eftirlætislag Is- lendinga beggja megin hafsins, og þá ekki sízt allra Skagfirðkrga. Getur blaðafregnin þess, að Sigurði tónskáldi hafi borist til- kynningin um þessa heiðursvið- urkenningu frá dr. Thor Thors’, sendiherra Islands í Washington, og hafi Þjóðræknisfélagið á Is- landi átt þar hlut að máli. Helgi Sigurður Helgason (svo heitir hann fullu nafni) er fædd- ru í Reykjavík 1872, sonur Helga tónskálds Helgasonar, en hefir dvalið vestan hafs síðan 1890. Á hann sér að baki mjög merkan feril sem söngkennari og söng- stjóri, hefir stofnað söngkóra og stjórnað mörgum þeirra meðal Norðurlandabúa á Kyrrahafs- ströndinni, nú á síðustu árum íslenzka söngflokknum í Belling- ham. Auk þess hefir hann samið og raddsett fjölda sönglaga. Hann er mjög íslenzkur í tón- smíðum sínum, enda maður þjóð- rækinn í bezta skilningi orðsins. Veit eg, að landar hans hér í álfu fagna almennt yfir þeim sóma, sem heimaþjóðin hefir sýnt honum, þakka honum menn- ingarstarfsemina á sviði söng- menntarinnar og óska þess, að hans megi enn lengi við njóta; því að eldur áhugans á þeim mál- um brennur honum ennþá glatt í hjarta. Richard Beck. Árssamkoma íslendinga- félagsins í Fargo íslendingafélagið í Fargo hélt árssamkomu sína 15. febrúar s.i. með kvöldveizlu í hinum núm- góðu salarkynnum Country Club í Moorhead, Minn., við ágæta að- sókn, enda þótt ýmsir utanbæjar, svo sem allstór hópur fólks frá Mountain, gæti eigi sótt samkom- una vegna fannkomu og ófærra vega. Prófessor T. W. Thordarson, forseti félagsins, hafði veizlu- stjórn með höndum, og fórst það hið bezta úr hendi. Aðalræðumaður samkomunnar var prófessor A. G. Arvold, er kennir leikritasögu og leiklist við Landbúnaðar - háskólann (State College of Agriculture) í Fargo, og er víðkunnur maður í þeirri grein, sem og fyrir athafna semi sína og forystu í málum Frímúrareglunnar, en hann hef- ir skipað æðstu virðingarstöður hennar í Vesturálfu. Hvað oss Islendinga snertir, ber þess þó sérstaklega að gæta, að hann er mikill aðdáandi lands vors og menningar þess, og hefir reynzt íslenzkum stúdentum hollvinur. Hann heimsótti Island og önnur Norðurlönd Alþingishátíðarárið 19’0, og í hinni skörulegu og snjöllu ræðu sinni lýsti hann þeirri ferð sinni, en ræddi ann- ars sérstaklega um leiklist á Norðurlöndum og hinn mikla og margþætta skerf, sem norrænu þjóðirnar hafa lagt til þeirrar menntar. Lýsti ræðan mikilli þekkingu, ríkum skilningi og djúpstæðri ást á viðfangsefninu. Þá vildi svo heppilega til, að hinn víðfrægi landi vor, dr. Vil- hjálmur Stefánsson landkönn- uður og rithöfundur, var á fyrir- lestraferð á þessum slóðum og gat setið ársveizlu Islendinga- félagsins. Flutti hann kröftuga og efnismikla ræðu um íslenzkar menningarerfðir, bókmenntir og sögu, og sýndi fram á; hve mikla þýðingu það gæti haft fyrir ís- land, og hve gagnlegt það yrði fræðimönnum annara þjóða, ef settur yrði á stofn við Háskóla íslands sumarskóli eigi aðeins í ■íslenzkum fræðum heldur einnig í jarðfræði og haffræði, að ó- gleymdri mannfræði, þar sem Islendingar standa sérstaklega vel að vígi vegna víðtækrar ætt- fræðilegrar þekkingar þeirra og rannsókna á því sviði. Aðrir ræðumenn voru Carl Freeman sjóliðsforingi, Major Sidney BjÖrnson og Arthur Carl- son kennari, er allir höfðu dvalið langvi^tum á stríðsárunum á Is- landi, og sögðu þeir frá dvöl sinni þar. Litu þeir eðlilega á hlutina frá sínum bæjardyrum, en báru allir íslenzku þjóðinni hið bezta söguna fyrir gestrisni og vinsemd. Ber þess sérstaklega að geta, að Arthur Carlson, sem er af sænskum ættum, hafði bæði lært að skilja og tala íslenzka tungu, og auðsjáanlega einnig eignast glöggan skilning á sér- kennujn og menningu hinnar ís- lenzku þjóðar. Norðmaðurinn Johan Berg- heim frá Bismarck, sem árum saman hefir staðið framarlega í þjóðræknislegri starfsemi landa sinna í Norður-Dakota, flutti samkomunni hlýjar og faguryrt- ar kveðjur frá þeim, er lýstu vel áhuga hans og skilningi á sam- eiginlegum norrænum menning- arerfðum vorum. Dr. Kris Björn- son og dr. B. K. Björnson fluttu einnig stuttar ræður, en dr. Rich- ard Beck, vara-ræðismaður Is- lands í Norður-Dakota. flutti kveðju frá ríkisstjórn Islands og Þjóðræknisfélaginu og hvatti til framhaldandi árvekni og sam- heldni í þjóðræknismálum. Að loknum ræðuhöldum og almennum söng, er Carl Freeman stýrði, fóru fram embættiskosn- ingar fyrir yfirstandandi ár og voru þessir kjörnir:2 Hal Stef- ánsson, forseti, en hann hafði áður verið vara-forseti; Mrs. B. K. Björnson, vara-forseti; Oliver Olson, féhirðir, og Sam Karten- son, ritari. Fráfarandi embættis- menn, auk prófessor Thordarson, voru: Mrs." Sig. Björnson, féhirð- ir, og John Freeman, ritari. Skemmtu menn sér síðan við dans og samtöl fram yfir mið- nætti. Þótti samkoma þessi hafa verið hin ágætasta og minnis- stæðasta margra hluta vegna. Eiga Islandingar í Fargo þakkir skilið fyrir þessa félagsstarf- semi sína og þann þjóðernislega áhuga, sem þeir sýna í verki með henni. Richard Beck. Horfin í suðurveg \ Þau ágætu og elskulegu hjón, Ingólfur læknir Gíslason og frú Oddný Vigfúsdóttir Gíslasón, er dvöldu hér um slóðir um nýlega afstaðið þjóðræknisþing, eru nú horfin í suðurveg, eða til Wash- ington, D.C., eftir að hafa eignast hér stóran hóp vina, er lengi munu minnast hinnar ljúfmann- legu framkomu þeirra; þau færðu okkur í huganum nær íslandi, og brugðu upp mörgum og fögrum myndum að heiman, sem holt var og ánægjulegt að kynnast; er Ingólfur læknir manna fyndn- astur, eins og víða kom glögglega í ljós, svo sem í ræðu hans fyrir minni kvenna á skemtisamkomu Icelandic Canadian Club, sem og á lokasamkomu þingsins, þar sem hann fléttaði inn í ræðu sína til Dr. Becks, fráfarandi forseta Þjóðræknisfélagsins. spaug og alvörumál á svo snildarlegan hátt, að aðdáun vakti; fór hann einkar lofsamlegum orðum um starfsemi Dr. Becks, og fram- komu hans á lýðveldishátíðinni 1944. Tveimur dögum áður en þau Ingólfur læknir og frú Oddný lögðu af stað suður, var þeim haldið ánægjulegt kveðjusam- sæti á Royal Alexandra hótelinu, er Jeildin Frón og framkvæmd- arnefnd Þjóðræknisfélagsins stóðu í sameiningu að; stýrði Guðmann Levy mannfagnaði þessum og fórst hið bezta; til máls tóku A. S. Bardal, séra Valdimar J. Eylands hinri ný- kjörni forseti Þjóðr.fél., Paul Bardal, Ragnar Stefánsson, er las upp hið fræga kvæði Guttorms J. Guttormssonar, Sandy Bar, og Einar P. Jónsson; með ágætum söng skemti frú Alma Gíslason, en við hljóðfærið var Miss Þóra Ásgeirsson. Til minja um heim- sóknina voru læknishjónunum afhent að gjöf Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins frá byrjun, í skrautbandi, og silfurdiskur. Ingólfur læknir þakkaði sam- sætið og minjagjafirnar fyrir hönd sína og konu sinnar með fagurri ræðu, kr yddaðri hans al- kunnu fyndni; þetta var yndis- legt kveðjumót, og höfðu allir viðstaddir það á vitund, að þeir væru að kveðja óvenjulega kær- komna gesti. Maður verður úti á Tungu- heiði um síðustu helgi ♦ Maður að nafni Jón Haraldsson frá Austur-Görðum í Kelduhverfi mun hafa orðið úti á Tunguheiði um síðustu helgi. Hefir hans ver- ið leitað en ekki fundist ennþá. Haraldur var tæplega þrítug- ur að aldri. Hann var bifreiðar- stjóri hér í Reykjavík, en var á leið heim í átthaga sína í kynn- isför. Hann fór frá Húsavík fyrra laugardag og lagði upp á Tungu- heiði frá Syðri-Tungu, en þá var veðurútlit mjög tvísýnt. Ekkert fréttist um ferðir Jóns austur fyrir heiði, fyr en á þriðjudag, þegar ferð var aust- ur fyrir heiðina, því símasam- band hafði ekki verið frá því um helgina. Var þá strax hafin leit að honum, þegar ljóst var, að hann hafði ekki komið til byggða og á miðvikudaginn fundust skíði hans, bakpoki og skíðastafir um 2—3 km. frá Fjöllum, sem er fyrsti bærinn austan Tunguheiðar. Var sýnt að Jón myndi hafa verið á réttri leið, þegar hann"1íefir skilið skíð- in við sig, en síðan sáust merki þess, að hann hefði tekið öfuga stefnu.—Alþbl. 10. febr. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík laugardaginn 1. júlí 1946 og hefst kl. 1% e. h. D a g s k r á : I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári og ástæðum fyrir henni og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desem- ber 1945 og efnahagsreikning með athugasemdum end- urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurða fá enduskoðendum. 2. Tekin ákvöðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins 1 stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum -verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykja- vík dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja frindinn í aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 5. febrúar, 1946. STJÓRNIN.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.