Lögberg - 25.04.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.04.1946, Blaðsíða 1
59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL, 1946 NÚMER 17 LÖGBERG ARNAfi : ISLENZKA MANNFÉLAGU ÖJ GLEÐILEGS SUMARS SKIPTAR SKOÐANIR Frá þingi sameinuðu þjóðanna í New York er það síðast að frétta, að allverulegur skoðana- niunur sýnist eiga sér stað meðal hinna ýmsu þjóða, eða erindreka þeirra varðandi Iran-málin og af- stöðuna gagnvart Spáni, eða öllu heldur einvaldsstjórn General Francos. Rússar krefjast þess óðir og uppvægir, að Iran-málin séu tekin af dagskrá öryggis- ráðsins, og aðalritari hinna sam- einuðu þjóða, Tryggve Lie hinn norski, hallast á þeirra sveif og heldur því jafnframt fram, að f rá lagalegu sjónarmiði séð, sé ekkert því til fyrirstöðu, að málið verði tekið af dagskrá; nú er talið víst, að málið verði eigi að síður rætt og að Rússar verði til þesss knúðir að láta undan síga. Pólland hefir krafist þess að sameinuðu þjóðimar slíti þegar fulltrúasamböndum við Spán, og Rússar og Frakkar hallast á sömu sveif. Bretar vilja að málið verði grandgæfilega rannsakað, en Bandaríkin eru þeirrar skoð- unar, að 'Spánverjum beri að reka Franco sé það þeirra eigin vilji! FUNDUR í OTTAWA í dag kemur saman á ný fundur milli sambandsstjórnar og stjórna hinna einstöku fylkja, er það h'lutverk hefir með höndum, að kveða á um skattmál þjóðarinn- ar og draga skýrar línur milli sambandsstjórnarinnar og fylkj- anna, varðandi fjórhagslega á- byrgð hvors aðila um sig. Fyrsti fundurinn um þessi vandamál var haldinn í Ottawa í síðast- liðnum ágúst mánuði og síðan hefir umræðum um málið verið frestað fjórum sinnum. Svo er að sjá af nýlegum blaðafregnum, að ýmsir þeir, er næst sambands- stjórn standa, séu þeirrar skoð- unar, að hún geti naumast sýnt fylkisstjórnunum meira örlæti en hún þegar hafi gert, þótt þess megi á hinn bóginn vænta, að menn eins og’Garson frá Mani- toba og Douglas frá Saskatche- wan, láti ekki að öllu segja sér fyrir verkum, því báðir séu þeir harðir í horn að taka. Mið-Evrópusöfnunin orðin 550 þús. kr. Fjársöfnun Rauða Krossins til lýsiskaupa handa börnum í Mið- Evrópulöndum gengur mjög vel. Mun söfnunin nú alls nema rúm- lega 550 þús. kr. í gær bárust margar stórar gjafir. Frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, sem áð- ur höfðu gefið 28 smálestir af lýsi, komu 31 smálest til viðbót- ar. Hafa meðlimir þessa félags því alls gefið 29 smálestir af lýsi til söfnunarinnar. Frá Útvegsbanka Islands h.f. 10 þús. kr. Frá h.f. Lýsi tvær smálestir af lýsi. Á skrifstofu Rauða Krossins í Reykjavík, í Reykjavíkur Apóteki og víðar, söfnuðust 20 þús. kr.—Frá starfs- fólki hjá h.f. Kveldúlfi kr. 5000. o. s. frv. Mbl. 15. febr. FANNKYNGI Svo að segja um öll Vestur- fylkin hefir ríkt einmuna veður- blíða í undanfarnar vikur, svo varla munu dæmi til annars slíks; nokkuð öðru máli hefir verið að gegna um veðurfar aust- ur við ströndina; urr miðja fyrri viku hlóð þar niður 9líku fann- kyngi, að í bænum Moncton, N. B., varð nýfallin mjöll fjög- urra feta djúp; víða austur þar fóru símasambönd mjög út um þúfur. ÓLÖGLEG VERZLUN Svo rammt hefir kveðið að ólöglegri verzlun undanfarið í ellefu vestur og miðvesturrikjum Bandaríkjanna, að áætlað er að tugum miljóna nemi; mál hefir verið höfðað gegn ýmissum am- erískum milýónamæringum vegna þessa óvinafagnaðar, sem farið hefir eins og logi í sinu um landið. DÁNARFREGN Ekkjan Guðfinna Thordarson andaðist á St. Boniface sjúkra- húsinu 17. þ. m. Hún var fædd á Litla Ármóti að Hraungerðis- hrepp í Árnasýslu. Guðfinna kom til Kanada 1886. Árið 1890 gift- ist hún Jóni Thórdarsyni, sem er dáinn fyrir rúmum tveimur árum síðan. Eftir fjögra ára dvöl 0Í Þingvalla nýlendunni flutrtu þau til Langruth bygðar- innar, þar sem þau voru við bú- skap um 46 ár. Árið 1940 hættu þau búskap og settust að í Lang- ruth bænum. Fimm af átta börnum hennar eru á lífi: Al- bert, Frímann giftur Guðrúnu Jónasson, Gordon kvæntur Jean Campbell, og Victoria (Mrs. Valdimarson), öll búsett í Lang- ruth héraðinu; Bjarni er giftur Kathleen Thomas og á heima í Brandon. Guðfinna (Mrs. Cronk) uppeldisdóttir hinnar framliðnu, á heima í Deloraine. Tvær syst- ur Guðfinnu eru á lífi: Mrs. G. Bárdal og Mrs. B. Johnson. Jarð- arförin fór fram frá Lútersku kirkjunni í Langruth 20. þ. m. Séra Skúli Sigurgeirson jarð- söng. Vísitalan óbreytt 285 stig Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa nú reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir febrúar- mánuð. Reyndist hún vera sú sama og fyrir s. 1. mánuð, eða 285 stig. Mbl. 15. febr. Magnús Sigurðsson í bankaráði Alþjóðabankans Viðskiptamálaráðherra hefir skipað Magnús Sigurðsson bankastjóra aðalfulltrúa íslands í bankaráð alþjóðabankans til næstu fimm ára. sem stofnaður verður samkvæmt Bretton Woods samkomulaginu, en ís- land er aðili að því samkomu- lagi 9em kunnugt er. Hvert land, sem stendur að þessum samtökum á rétt á ein- um fulíltrúa í bankaráðið. Thor Thors sendiherra er vara- maður Magnúsar í bankaráðinu. Mbl. 15. febr. Nægjanleg bílabekk framleidd á næstunni Fulltrúi Dunlop athugar markaðshorfur á íslandi Bráðlega verður nóg á mark- aðnum af bíladekkjum, sem verst var fyrir almenning að fá styrj- aldarárin. Áður en langt líður komast gúmmíekrurnar • í rækt og verður þá hægt að fá allar tegundir gúmmívara á ný. Hing- að er nýkominn til landsins, hr. Arthur E. Durling, fulltrúi fyrir eitt af stærstu gúmmífyrirtækj- um heimsins, Dunlop Co. í Eng- landi. Erindi hans hingað er að kynna sér markaðshorfur fyrir framleiðslu félags síns og hvern- ig bezt sé að athuga innflutn- inga hingað með þarfir íslend- inga fyrir augum. Gerfigúmmí og og náttúrugúmmí Blaðamaður frá morgunblað- inu hitti hr. Durling, sem snöggv- ast í skrifstofu Friðriks Bertel- sens í gærdag. Durling sagði að náttúrugúmmí væri nú að koma á markaðinn á ný, það myndi verða notað meir en gerfigúmmí, þrátt fyrir að gerfigúmmí hefði gefist vel styrjaldarárin. Úr náttúrugúmmíinu fengist betri vörur. Dunlop firmað framleiðir margskonar vöru úr gúmmí, auk bílabarða af öllum stærðuijri framleiðir Dunlop margskonar kilæðnað og skótau úr gúmmí, knetti allskonar, gúmmívörur á lækningastofur og spítala, dýnur, regnfrakka, gúmmístígvél dg margt margt fleira. Golfleikend- ur, sem undanfarin ár hafa verið í vandræðum með að fá knetti geta nú búist við að fá eins mikíð og þeir vilja af þeim. Bezt klœdda fólk í heimi Hr. Durling var major í breska hernum. Hann hefir víða farið um heiminn, en aldrei komið til Islands áður. Hann segist hafa orðið forviða að sjá hve Reykja- vík er nýtísku borg og hvergi í heiminum segist hann hafa séð fólk betur klætt en hér á landi, bæði konur og karla. Og í fyrsta sinn á æfinni hefi eg borðað sannkallaðan fisk. Fiskur fæst hvergi betri en hér hjá ykkur. Hér hefi eg notið gestrisni í ríkum mæli og allir hafa tekið mér alúðlega. Mér finst að það sé margt líkt með brezku og íslenzku þjóð- inni. Sömu hugsjónirnar eru ofarlega hjá báðum þjóðum. Einn sið, sem Islendingar hafa þekti eg ekki áður en eg kom hingað, segir hr. Durling, en það er hinn fallegi siður að þakka fyrir matinn að loknum snæð- ingi. Og hitaveitan er dásamleg, þar hefir náttúran verið örlát við ykkur Islendinga. Þegar eg nú kveð ísland á eg ekki aðra heitari ósk en þá, að þjóðin fái notið sem bezt hæfi- leika sinna og möguleika og haldi áfram að verða stærri og meiri. Jsland á eftir að verða og er raunar orðinn þýðingarmikill á- fangi á flugleiðinni milli Amer- íku og Evrópu. Mbl. 14. feb. Fyrirlestrar um ísland fluttir í brezkum borgum Séra Stefán Eggertsson að Staðarhrauni, sem nú dvelur í Bretlandi til framhaldsnáms, hefir flutt fyrirlestra með skugga myndum um ísland í nokkrum brezkum borgum, t. d. Clacton pn Sea og Sheffield Fyririlestra þessa flytur hann fyrir meðlimi bókmentafélaganna í borgunum, og fjalla þeir um land og þjóð. Mbl. 15. febr. Ur borg og bygð Útför frú Stefaníu Helgason, er andaðist 3. þ.m. á Almenna spítalanum í Winnipeg, fór fram í Mikiley 10. þ. m. að miklu fjöl- menni viðstöddu. Hún lætur eftir sig auk eiginmanns, 4 börn, Margréti, Stefán, Ólaf og Wil- helm. Systir hennar, Mrs. Sig- þóra Tómasson, lifir í Mikley. Séra skúli Sigurgeirson flutti kveðjumálin. Samskot í Útvarpssjóð Fyrstu Lútersku Kirkju Mrs. Guðrún Sveinsson, Víðir, ÍÆan., $2.00; Mrs. Brynjólfur Sveinsson og fjölskylda, í minn- ingu um Brynjólf Sveinsson, Stony Hill, Man., $5.00; Mr. og Mrs. Daniel peterson, Gimli, Man., $1.00; y. Freeman, Winni- peg, Man., $5.00; From a Friend, $5.00. Kærar þakkir, .* V. J. E. + Til Athuunar— Enskumas 4tjá grönnum grær, gremju boðar þunga. Feigðarósum færist nær fögur íslenzk tunga. 21. apríl 1946. G. Lambertsen. + LEIÐRÉTTING— Tvö nöfn hafa misritast í grein minni um Arinbjörn S. Bárdal í síðasta Lögbergi. Er það móður- nafn Arinbjörns. Þar stendur að móðir hans hafi heitið Valgerð- ur, en hún hét Vigdís. Fyrri kona Bárdals, Sesselja, var ekki Þor- kellsdóttir eins og sagt er í téðri grein, heldur þorgilsdóttir Jó- hannssonar frá Núpseli í Mið- fjarðardölum. J. J. B. + ICELANDIC-CANADIAN EVENING SCHOOL Dr. K. J. Austman flytur fyrir- lestur, um “Icelandic Folk Lore,” í fundarsal Fyrstu Lútersku kirkju, þriðjudagskveldið, 30. apríl, kl. 8. Það er enginn efi á því að eldri og yngri íslendingar munu hafa ánægju af að hlusta á Dr. Aust- man segja frá íslenzkum þjóð- sögum, því margt er æfintýralegt og skemtilegt sem í þeim er skráð. íslenzku skólinn hefst kl. 9. Gefið í byggingarsjóð Bandalags Lúterskra kvenna— Winnipeg-deild Camp-nefndar- innar hefir ásett sér að safna peningum til þess að byggja eld- hús og borð-skála fyrir sumar- bústaðinn. Eftirfylgjandi tillög hafa verið meðtekin frá fólki til heimilis í Winnipeg: Mr. og Mrs. J. Bilsland, $50.00; Miss Theatis Bilsland, $5.00; Mr. A. P. Jóhann- son, $50.00; Mr. J. J. Swanson, $25.00; Mr. og Mrs. W. H. Olson, $5.00; Mr. og Mrs. H. Clark, $5.00; Mr. og Mrs. H. G. Johnson, $10.00; Miss Laura Thordarson, $5.00. Meðtekið með þakklæti, Hólmfríður Daníelson, féhirðir, 869 Garfield St., Winnipeg. + Lagt í “Brómsveig íslenzka Frumbyggjans” í ástríkri minningu — um foreldra, tengdaforeldra, afa og ömmu, Gest og Þórey Stef- ánsdóttir Oddleifsson, gefið af Kolbeini og Lauru Goodman og börnum, $10.00; gefið af Odd- leifi og Sigrúnu Oddleifson, $10; í minningu um—Guðmund og Kristínu Gunnlaugsdóttir Mar- teinson, gefið af Oddleifi og Sig- rúnu Oddleifson, $10; Kard og Jón Ólafson, Selkirk, $10 í minn- ingu um afa og ömmu, Steinuni og Jón Pétursson, landnema í Fljótshlíð í Geysirbygð. Stúlkna söngflokkur Árborgar, $25, í inni- legri minningu um afa og ömmu sem hafa verið kölluð heim. Meðtekið með þakklæti. G. A. Erlendson, féhirðir. Illlllllllllllllllllllllll liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ihiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin íiíniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii ARINBJÖRN BARDAL ÁTTRÆÐUR 22. apríl, 1946 Eg vildi gera góða vísu í dag, en get það ekki — því er ver og miður — því Bragatúnið alt er eins og flag, þar engum gróðri veitist stundar íriður. í fagra sveiga engin blóm eg á er allir þakka heiðurs tímabilið. Eg tíni í flýti fáein sinustrá — en finn þú ættir miklu betra skilið. Þó sumir ættu fyllri forðabúr oft fremstur stóðstu til að líkna og bjarga. Og þú varst öllum þínum málum trúr, — en það er ekki hægt að segja um marga. í gegnum öll þín mörgu manndóms ár þú mundir altaf það, sem flestir gleyma: Af öllu hjarta að hlægja — og fella tár —: í huga sínum barnsins sál að geyma. Það skeði oft, ef einhver sorgabörn í auðnuleysi vildu ei huggast láta, þá fanst þeim hvíslað: “Findu hann Arinbjörn: hann finnur til með öllum þeim, sem gráta.” Þinn förunautur lagði ráð og lið, þér léði beztu hjartans bænir sínar; í blíðu og stríðu stóð þér æ við hlið og stráði ljósi á allar götur þínar. Sig. Júl. Jóhannesson. '!®l' AÐ VERNDA BÖRNIN Tileinkað Hólmfríði Daníelsson Hver móðir skilur það mál, sem mælir kærleikans sál, að þaðan er vissasta vörnin. Að sú er in sannasta leið — þá kreppir að mannlífsins meið — að breiða þá vernd yfir börnin. í sorgum, í sjúkdóm og neyð, í dvínandi lífi og deyð — * og móðernið marið og kramið, að rétta þá hjálpandi hönd og höggva’ á þau örlaga bönd, til dauðs fyr en lífið er lamið. Ó, móðir! — vor styrkasta stoð! Þú mannlífsins guðlega goð! v í himininn hjarta þitt kallar. Þín tár votta svívirðu og synd — þá sorglegu villidóms mynd — er manndóms að húminu hallar. Ó, vek þú oss, sannleikans sól, og kveik hjá oss kærleikans jól! því það er sú vissasta vörnin. Ó, móðerni, mannlífsins rós, og elskunnar lifandi ljós, þú lýsir — í bæn — fyrir börnin. S. B. Benedictsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.