Lögberg - 25.04.1946, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.04.1946, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. APRÍL, 1946 Ur borg og bygð Fólk er beðið að veita því at- hygli, að sumri verður fagnaö með skemtisamkomu í Fyrstu Lútersku kirkju á fimtudags- kvöldið þann 25 þ. m. kl. 8. Hið eldra kvenfélag stendur að sam- komunni, og hefir mjög verið tii hennar vandað, eins og skemti- skráin, sem nú er birt hér í blað- inu svo augljóslega ber með sér. Frjáls samskot verða tekin, en ókeypis veitingar fara fram í fundarsal kirkjunnar. Það er fagur siður að fagna sumri, og í því holl þjóðrækni, að halda hon- um við. + Miðvikudaginn þ. 17. þ. m. lézt í sjúkrahúsinu í Yorkton, Sask., ekkjan Guðrún Þorsteinsdóttir Sveinbjömsson, fædd að Haugs- húsum í Gullbringusýslu þ. 31. júlí 1862. Hún misti eiginmann sinn, Guðmund Sveinbjömsson frá Oddagörðum í Árnessýslu fyrir tæpum fimm árum. Hún skilur eftir' fjögur böm þeirra hjóna: Guðmund, Þorstein Sveinbjörn, Guðbjart Cskar, og Kristínu Álfheiður; öll uppkom- in og gift, og systur á íslandi. Hún var greftmð við kirkju Con- cordia-safnaðar þ. 20. að við- stöddu mörgu fólki. Séra S. S. Christopherson söng yfir. + Árni G. Eggertson, K.C., kom iheim síðastliðinn laugardag úr hálfsmánaðar ferðalagi til Ot- tawa og New York. x Mr. Grímsi Johnson, fyrrum bóndi suður af Wynyard, Sask., er nýlega látinn eftir alllangvar- andi vanheilsu; hann var hinn mesti sæmdarmaður, er ekki mátti í neinu vamm sitt vita; hann var jarðsunginn í Wynyard. Mr. Johnson lætur eftir sig ekkju, frú Jakobínu Westdal Johnson og þrjú börn, Einar, Kristrúnu og öldu. Þessa mæta manns verður nánar minst síð- ar hér í blaðinu. + Eftirgreinda gesti frá Nýja Is- landi urðum vér varir við fyrri part yfirstandandi viku: S. V. Sigurðson og fjölskyldu frá Riv- ertson J. B. Johnson; Dori Pét- ursson og O. N. Kárdal frá Gimli; Gísli Sigmundson frá Hnausum; Mr. B. J. Lífman og Mr. Vopni frá Árborg. + Mr. G. A. Williams kaupmaður frá Hecla, hefir dvalið í borg- inni undanfarinn vikutíma. *ír Mr. Pétur Thorsteinsson frá Wynyard var staddur í borginni á mánudaginn. + Mr. Thor Thorvaldson, sonur þeirra Mr. og Mrs.' T. R. Thor- The Honourable R. F. McWil- liams, Lieutenant-Govemor of Manitoba writes concerning this book, in a letter to the author, December 18th, 1945: “I am exceedingly obliged to you for sending me a copy of this book. I have read a large part of it with the greatest interest, and am very glad to have this record of the experiences of the Lutheran people in Canada, a story of which few Canadians know much. I want to congratu- late you most heartily on this fine contribution to the history of Canada.” Send orders to Mr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþjónustui1: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. + Lúterska kirkjan í Selkirk— Sunnudaginn, 28. apríl— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. + Árborg-Riverton prestakall— 28 apr. — Víðir, messa kl. 2 e.h. 5. maí — Geysir, messa kl. 2 e.h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e.h. B. A. Bjarnason. + Séra Skúli Sigurgeirson mess- ar að Langruth, Sunnudaginn, 28. apríl. Islenzk guðsþjónusta kl. 2 e. h. Ensk guðsþjónusta kl. 8 e. h. Allir boðnir velkomnir. valdson, 390 Boyd Avenue hér í borginni, vann nýlega nýtt reið- hjól og ókeypis skemtiferð til Minneapolis, fyrir að hafa aflað blaðinu Winnipeg Tribune flestra nýrra kaupenda í byggð- arlagi sínu. + Mr. Sigurður Sigurðsson kaup- mtður frá Calgary, Alberta, kom hingað til borgar síðastliðinn föstudag ásamt frú sinni; voru þau hjón á leið til Islands; þau fóru héðan flugleiðis austur til Halifax á páskadagskvöldið og ráðgerðu að sigla þaðan þann 26. þ.m.; þau munu dvelja á Is- landi fram í næstkomandi oEt- óber mánuð. Mr. Sigurðsson er ættaður frá Svelgsá í Helgafellssveit í Snæ- fellsnessýslu, og er einn af mestu athafnamönnum meðal íslend- inga vestan hafs. + Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E. heldur sinn næsta fund á fimtu- dagskvöldið 2. maí, kl. 8 e. h., í Board Room 2, Free Press Bldg., Winnipeg, Man. + “Save the Children Tea” Salan sem haldin var fyrir ofangreint fyrirtæki, í T. Eaton Assembly Hall, 18. apríl s. 1., var í alla staði mjög happasæl. Eins og kunnugt er var hún undir um- sjón íslendinga og Skandinava hér, og voru aðal umsjónarkon- ur: Mrs. A. S. Bardal og Mrs. C. E. Hoffsten. Mikill fjöldi af fólki sótti söl- una og lagði ríflega í líknarsjóð- inn; alt starfsfólkið vann ötullega og 1 bezta bróðerni til þess að árangurinn yrði mikill og góður; enda varð hann það fram úr öll- um vonum. Nefndin tilkynnir hérmeð að ágóði varð, eftir að öll útgjöld voru greidd, $558.64; og vill hún þakka alúðlega öllum þeim sem svo drengilega veittu styrk þessu góða málefni. Fyrir hönd nefndarinnar, Hólmfríður Daníelson. + Þann 13. apríl andaðist að heimili Lárusar Pólssonar sonar síns, við Árborg, Man., Sigríður Lárusdóttir kona Páls Jónssonar landnámsmanns að Kjarna, í Geysisbygð í Nýja Islandi, 87 ára að aldri, hin ágætasta kona. Útför hennar fór fram frá kirkju Geysis safnaðar, þann 16 apríl. Hennar mun minst nánar síðar. Frá Sigurði bónda Guð- mundssyni á Heiði (Frh. af bls. 5) adóttur frá Kjaransstöðum; Stéf- án kennari við Möðruvallaskól- ann, kvæntur Steinunni Frí- mannsdóttur frá Helgavatni. Þess skal getið hér, þó að það beinlínis komi eigi þessu máli við, að þegar eg var að alast upp í Sauðárhreppi, sem er fámenn- ur, voru þar margir gáfumenn og menntavinir, t. d. Sölvi Guð- mundsson á Sauðá, Sigvaldi skáld Jónsson á Sjávarborg, Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi, Skúli Bergþórsson á Veðramóti cvg Sigurður Sigurðsson í Borg- ar gerði. Flestir voru menn þessir meira eða minna skáldmæltir. Þeir munu og flestir hafa verið í Bók- menntafélaginu og áskrifendur “Nýrra félagsrita.” Þá kom og “Þjóðólfur,” Vingur og fjörugur, og var það mesti fagnaðardagur þegar einhvern gest bar að garði með nýtt Þjóðólfsblað. Það var siðvenja á sunnudög- um eftir messu, að helztu bænd- ur sátu inni í stofu hjá presti, og ræddu með sér þau mál, með áhuga miklum, sem þá voru á dagskrá, en hinir yngri menn voru úti við bændaglímur. Mjög mikil áhrif höfðu afdrif þjóðfundarins á hugi manna. Eg man ljóst, hversu mitt barnslega hjarta brann af hatri til “óvætts- ins,” svo kölluðu menn þá greifa Trampe, þegar eg heyrði af ræð- um hinna eldri, hversu hann Minniát BETCL í orfðaskrám y?*»r træði fótum réttindi íslands. Svo fjörugt og áhugamíkið andans líf, sem þá var í hinum afskekkta Sauðárhreppi hef eg hvergi fundið meðal alþýðu á Suðurlandi. Um Sigurð í Borgargerði skal þess getið, að hann hafði verið vinnumaður hjá ísleifi etatsráði á Geitaskarði. Dáðist hann mjög að honum sem gáfumanni, bú- höld og valdsmanni, og sagði af honum marga sögu. Allir fyrrgreindir menn eru nú dánir, nemá Skúli Bergþórs- son, sem nú býr á Kálfárdal í The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Gönguskörðum, vel metinn bóndi á 71. aldursári. —Heimilisblaðið, nóv.—des. Utsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur#á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA ARSFUNDUR Athygli skal hér meB leidd að því, að ársfundur THE COXiUMBIA PRESS, LIMITED, verður haldinn á skrifstofu félagsins, 695 Sargent Avenue á mánudagskvöldið þann 6. maí, 1946, kl. 8. Winnipeg, 15. apríl, 1946. MR8. B. S. BENSON, skrifari. SU M ARM ALASAMKOM A 1 FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Sumardaginn fyrsta, 25. apríl, klukkan 8 e.h. undir umsjón eldra kvenfélags safnaðarins. SKEMTISKRÁ: 1. O Canada — Allir. 2. Ávarp forseta — séra Valdimar J. Eylands. 3. Fíólín sóló — Mrs. Irene Thorolfson. 4. Ræða á íslenzku — Mr. Axel Vopnfjörð. 5. Einsöngur — Mr. Elmer V. Nordal. — Frjáls samskot — 6. Duet — Miss Sigmar og Mr. Blöndal. 7. Framsögn — Miss Beatrice Ólafson. 8. Einsöngur — Mr. Elmer V. Nordal God Save the King Eldgamla ísafold Ókeypis kaffiveitingar í neðri sal kirkjunnar. LOKASAMKOMA LAUGARDAGSSKOLANS fer fram í neðri salnum í Fyrstu lútersku kirkja LAUGARDAGINN 27, APRÍL Klukkan 8 að kvöldinu. Skemtiskrá fer fram sem hér segir: Ávarp forseta Þjóðræknisfélagsins Séra V. J. Eylands Nú er veðrið svo gott Nú er frost á Fróni ..........................Barnakór Ef (Þýtt af Steingrími Arasyni) Thorberg Sigurdson Loforð litlu stúikunnar (Guðrún Jóhannsdóttir) Thelma Olsen Nú er sumar Þú sæla heimsins svalálind.....................Barnakór Kveldvísa (Jónas Hermannson) Jón Bergman I morgun fann eg fjólur (Jakobína Johnson) ....................Inga Sigurdson Stóð eg úti í tunglsljósi Nú blikar við sólarlag ...................'... Barnakór Sagan af Gutta (Stefán Jónsson) Lilja Eylands Nonni horfir á loftvélina (Dr. S. J. Jóhannesson) Thomas Bergman Fósturlandsins FYeyja Ó fögur er vor fósturjörð Barnakór Kiddi á Ósi (Stefán Jónsson) Allan Beck Þegar ögn fer að birta (Jakobína Johnson) Valdina Rafnkelsson Seglskipið (Dr. S. J. J.) Bergthor Bergman Hreyfimyndir í lifum Dr. Lárus Sigurdson Mrs. Jódís Sigurdsson stýrir framsögnum barnanna. Mrs. G. Johnson stýrir barnakórnum. Inngangur: — Fyrir fullorðna 25c — ókeypis fyrir börn innan 14 ára. NEFNDIN. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir júniiok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur- inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent I póstávlsun. BJÖRN OUÐMUNDSSON, Reynimel 52, Reykjavík. Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out-of-Work Ailowances. this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ ínsurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 5 — VETERANS' INSURANCE Five Life Plans are available under Veterans’ Insurance. Premiums may be paid for 10, 15 or 20 years or until ages 65 or 85 respectively. No dividends are paid with Veterans’ Insurance nor are Term and Endowment policies issued. The five plans accomplish the same objective—they protect dependents in the event of death and a variety of purchase arrangements to fit the varying requirements of different people are made possible by the premium paying periods. Married veterans requiring substantial coverage but able to afford only limited amounts for life insurance protection are advised to purchase under the Life paid-up at 85 plan. Under this plan, payments are necessary until the holder is 85, which means that low premiums come due over a long period of years, par- ticularly in the case of young policy holders. For those preferring to make payments throughout the earn- ing period of their lives, the other plans are suggested. Premiums of course, in these cases, are higher. This space contributed. by THE DREWRYS LIMITED MD156 Saga VESTUR ÍSLENDINGA Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem verðskuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof- um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win- nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum. VERZLUNARMENNTUN Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út- heimtk á vettvangi iðju og framitaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt- un veita verzlunarskólamir. Það getur orðið unga fólki til verulegra hags- muna, að spyrjast fjo-ir hjá oss, munnlega eða bréf- lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LIMITED TORONTO ANO SARQENT, WINNIPEQ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.