Lögberg - 16.05.1946, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ, 1946
ÞOLGŒÐIÐ
Eftir séra Gunnar Árnason
frá Skútustöðum
Lúk. 21, 19. )•
Þolgæðið — stöðuglyndið er
eitt af því, sem mest ríður á og
oftast reynir á í lífi okkar allra,
jafnt á ytra sem innra sviði. Því
þá ekki að taka sér einu sinni
stund til að hugsa um það. Horfa
á það í ýmsum myndum, ef vera
mætti að við reyndum að æfa
okkur enn þá betur í þvú
Við skulum fyrst taka okkur
dæmi um gildi þolgæðisins á
vettvangi dagsins, eða þar sem
það hlýtur að vera okkur öllum
augljóst.
Gretti þekkjum við öll. Hann
er ein af þessum eilífu persón-
um, sem eru samferðamenn allra
kynslóða. Af honum er löng
harmsaga. En raunar hefur ein
setning brennt sig inn í hug-
skotið, sem aðaleinkunnarorð
hans útskýring og að nokkru
leyti afsökun hinnar dapurlegu
ævi hans. Orðin eru þessi: Það
er sit.thvað gæfa og gjörfuleiki.
í þessum orðum felst að nokkru
leyti dultrú, hugboð þess að við
erum sjálf ekki að öllu leyti okk-
ar eigin hamingjusmiðir, og
verður því margt á annan hátt
en maður vill og ætlaði. Og að
þessu leyti eru þau nokkur af-
sökun Grettis fyrir hamingju-
leysi hans.
En á hinn bóginn felst nú samt
enn meiri ásökun í orðunum.
Hér sem oftar í lífinu eru hinar
beinu mótsagnir sambúndnar í
einhverju æðra samhengi, sem
okikur órar fyrir frekar en að við
skiljum það. Það er sem sé á-
reiðanlega jafnhhða meining
söguhöfundarins að gengisleysi
Grettis var fyrst og fremst sjálf-
skaparvíti. Hann neytti ekki
gáfnanna sem skyldi. Og ef við
spyrjum hversvegna, sjáum við
að ein aðalorsök þess var sú, að
hann vantaði eins og kjölfestuna
þolgæðið, stöðuglyndið, stefn-
ufestuna, einbeitinguna að vissu
og verðugu marki.
En Grettis saga er því miður
ekkert einstök; því kvað Þor-
steinn Erlingsson:
Meinleg örlög margan hrjá
mann og ræna dögum,
sá var löngum endir á
Islendinga sögum.
Og í einu kvæði Þorsteins
Gíslasonar, sem heitir Grafskrift,
finnst mér gefin snjöll lýsing á
orsökum þessa óláns. Eg fer að-
eins með fyrstu erindin:
Það vantaði sízt að hann hugsaði
hátt
og hann hefði mátt koma að
notum.
Hann byrjaði á ýmsu, en endaði
fátt
og allt var það hálfgert í brotum
Frá barnæsku var hann með
gleraugu grá
og glerið var efalaust svikið,
því hvar sem hann ráfaði rak
hann sig á—
var rauður og blár fyrir vikið.
1
Og áform hans, þau voru ósmá
og mörg
en ætti hann sér vegi að skapa,
þá klifraði hann ætíð í ógengin
björg,
var alltaf að detta og hrapa.
Og hvergi í lífinu festu hann
fékk,
þó flæktist hann víða um álfur;
hann rétti þeim hendi sem haltr-
andi gekk,
en haltraði allra mest sjálfur.
Eg trúi ekki öðru, en að við
könnumst öll við þessa lýsingu,
því að eg held að við höfum öll
haft einhver kynni af þessum
manneskjum, sem voru að mörgu
]eyti svo vel gerðar, en varð þó
eiginlega ekki neitt úr. Ef til
vill voru það menn sem nálega
aldt lék í höndunuim á, og lá það
opið fyrir, sem öðrum fannst
óleysanlegt. En sín eigin vanda-
mál gátu þeir ekki leyst og sína
eigin hamingju ekki smíðað. Það
var eins og þeim gæti orðið eitt-
hvað úr öllu nema sjálfum sér.
Eða það voru menn sem voru
fluggáfaðir, og eins og sjálf-
kjörnir til mennta og forystu, og
hleyptu eins og riddarar úr hlaði
út á brautir mennta og frama,
—en það var engu likara en um
þá væri villt, og að þeir yrðu
næstum þvi faráðari, sem þeir
sátu lengur við brunn mennta
og lista.
Og ef við spyrjum hví heilla-
stjörnur þessara manna hröpuðu
svo — og hinar fögru vonir um
þá sviku, — verður þá ekki oft
aðal svarið þetta — þá vantaði
þolgæði — stefnufestuna — stöð-
uglyndið. Þeir tóku Mfið of létt.
Þeir ætluðu sér alltaf að lifa á
manna — sjálfgefnu himna-
brauði — þeir lögðu ekki á sig,
eða uppgáfust við að grafa til
gullsins í eigin sál, og að keppa
alltaf upp á efsta tindinn.
Engir ættu að skilja það bet-
ur en sveitafólkið hversu þol-
gæðið er mikilsvert og ómiss-
andi til að ná ákveðnu marki.
Bóndinn getur aldrei fyrirhafn-
arlítið, og í einni svipan ausið
UPP gnægtum lífsins úr ein-
hverjum hamingjubrunni. Það
er ekki til neins fyrir hann að
reikna með heppni síldveiði-
mannsins, eða einhverjum happ-
drættisfeng. Bóndinn verður að
undirbúa jarðveginn og sá — í
sveita síns andlitis, og svo bíða
þolgóður vaxtarins og uppsker-
unnar. Hann verður að miða
framtíðaráætlanir sínar við ár
en ekki daga — jafnvel heila
mannsævi, ef ekki lengur. En
ef hann þraukar — ef hann brest-
ur aldrei þolgæðið, né stöðug-
lyndið — þá ber hann líka venju-
lega sinn stóra eða litla sigur úr-
býtum. Og oftar en hitt mun
hann hafa meiri gleði af sínu
langa erfiði og litlu sigurlaun-
um — en hinir heppnu af hinum
stóru 'höppum — því sígandi
lufcka er bezt.
Við getum líka séð þýðing
þolgæðisins á stjórnmálasviðinu.
Sannarlega er það mikilvægt,
að stjórnmálamaðurinn eigi há-
ar, göfugar og víðfeðmar hug-
sjónir — og verður maður því
miður að játa að allmikill skort-
ur virðist á því á þjóðlífi okkar
á síðustu árum. En hugsjónirn-
ar eru ekki einhlítar. Hugsjóna-
maðurinn, sem venjulega er á
undan sínum tíma, verður, ef
vel á að vera, líka að vera bar-
áttumaður, sem þrátt fyrir allt
ryður sínum skoðunum braut,
og gefur þær aldrei upp á bát-
inn hvað sem á móti blæs. Jón
Sigurðsson var svo einstakur í
þessu efni. Boðorð hans var
aldrei að víkja. Hann fórnaði
hvorki hugsjóninni fyrir eigið
stundargengi, né lagði nokkru
sinni árar í bát fyrr en landi var
náð. Honum fór svipað og hin-
um sigursælu Englendingum,
sem aldrei viðurkenna tapaðan
leik, því þeir ætla sér og trúa
því, að þeir vinni síðustu orust-
una.
Og eigum við að mihnast á
þátt þolgæðisins í félagslífinu?
Það er talið nokkuð áberandi
einkenni á okkur Islendingum,
að við séum fljótir til að stofna
alls konar félagsskap, en að okk-
ur vanti ósjaldan þrek og þol-
gæði að halda honum uppi til
lengdar. Hann sé oft eins <?g
gorkúlur sem þjóta upp, en falla
svo fljótlega. Þetta er þvi miður
of satt. En eftir því sem fámenn-
ið verður meira, þá ríður okkur
í strjálbýlinu meira á því, að
reyna að halda uppi ýmis konar
félagsskap — og því meira þol-
gæðis og stöðuglyndis 'krefst
slíkt átak af ókkar hendi.
Þó ekki sé nema lítill kirkju-
kór. Hann lifir ekki eins og af
sjálfum sér. Hann verður að
vera borinn fram á ólýjandi móð
urhöndum — eins og fögur hug
sjón, sem má ekki deyja.
Nú skulum við aftur snúa hug
anum að gildi þolgæðisins á hinu
innra sviði — að þýðingu þess
fyrir andlegt líf okkar og þroska
persónuleikans. I því sambandi
kemur mér fyrst í hug dæmi
saga Jesú. Hún er einmitt um
það hve erfitt sé að vera í fylgd
hans og hve mikils það krefjist
Og hún er 'líka svo tímabær og
skiljanleg einmitt á þessum dög
um. En sagan er svona: Því að
ef einhver yðar ætlar að reisa
turn, þá sezt hann fyrst niður
og reiknar kostnaðinn, hvort
'hann hafi það, sem þarf til að
fullgjöra hann; til þess að eigi
fari svo, að þegar hann er bú-
inn að leggja grundv|llinn, en
getur ekki lokið við smíðina
þá fari allir sem það sjá, að
spotta hann og segja: Maður
þessi fór að byggja en gat ekki
lokið við það. Eða ef einhver
konungur fer í hernað, til að
berjast við annan konung, þá
sezt hann fyrst niður og ræður
við sig, hvort hann sé fær um
með tíu þúsunduim að mæta
þeim, sem kemur á móti honum
með tuttugu þúsundir. Að öðr-
um kosti mun hann senda sendi-
rnenn til hins meðan hann er
enn langt í burtu, og spyrja um
friðarkostina.
Þessi dæmisaga er vissulega
satt og rétt%dæmi þess hvernig
við hegðum okkur í hinum ytri
kringumstæðum. En nú vitum
við flest af reynzlunni að lík
dæmi gilda á andlega sviðinu
sem hinu ytra. En hve fá tökum
við þó ekki slíkt til greina
Hversu fá hugsum við ekki um
þann kostnað sem hin andlega
barátta hefur í för með sér, ef
hún á að heyjast til sigurs. Jafn-
vel þó við kunnum orð skálds-
ins:
Það kostar svo mikla mæðu,
svo margfalt reynslustríð,
að sjá fyrir lífið hér í heim
• hVað þá fyrir eilífa tíð.
Mér finnst svo oft að ferming-
arsiðirnir hjá okkur séu komnir
í öfgar — og hljóti stundum að
leiða til ills. Fermingin er eins
og við vitum yfiríýsing ung
mennanna um að þeir vilji fylla
ilærisveinahóp Jesú, og leitast
við að fullna skeiðið og berjast
hinni góðú baráttu fyrir þroska
sálarinnar allt til dauða. Ferm-
ingin er eins konar vígsla. Hún
er upphaf langrar ferðar — á að
vera upphaf mikillar baráttu.
En af því að fermingin hefur
orðið að sjálfsögðum sið, sem
aðstandendur barnanna fyrst og
fremst halda uppi, — með því
eins og gert er að láta ferma
börnin — í stað þess, að ung-
'lingarnir sjálfir eigi ævinlega
frumkvæðið að óskinni um ferm-
ingu — af þessu hefur skapazt
sú hugsun hjá mörgum, að með
fermingunni sé náð ákveðnu
marki — hún sé að vissu leyti
lokatakmark. Já, það er ekki
óalgengt að heyra á mönnum,
að með fermingunni séu þeir
búnir að inna af hendi lögskil
sín við kirkju og kristindóm —
ef svo mætti segja — og geti
raunar með góðri samvizku lifað
heiminum úr því — með góða
heimvon í himninum. Eg hef
ekki verið til altaris síðan eg
var fermdur! — Jú, eg hef ekki
'komið í kirkju sáðan, — nema
við jarðarfarir, segja menn ó-
sjaldan. Haldið þið að þetta sé
nú eðlileg og æskileg afstaða til
kirkju og kristindóms. Og haldið
þið að það sé líklegt að þeir,
sem svo mæla, séu miklir vottar
Krists hvort heldur í orði eða
á borði.
Nei — í rauninni eru þessir
menn og konur dæmi þeirra,
sem hafa gefizt upp við að reyna
að vera verulega kristnir menn
þegar í byrjun — dæmi manns,
sem hefur strax í upphafi brostið
þolgæði .til að halda uppi merki
kristindómsins á andsnúnum
heimi — á kulda og kæruleysi
veraldarinnar um andlegu mál-
in — já, stundum beinum fjand
skap hennar. Þeim hefir farið
Iíkt og mönnum, sem ætla í
fjallgöngu, en snúa aftur strax
við rætur fjallsins — þegar hlíð
arnar taka að riða, eða fyrstu
hamrarnir yfirskyggja leiðina
Ef til vill skiljum við þetta
betur og sjáum skýrar okkar
eigin afstöðu, með því að taka
dæmi þeirra, sem mest þolgæði
hafa sýnt — sem lengst hafa
komizt í eftirfylgdinni — þrátt
fyrir allt.
Fyrir ári síðan var til moldar
borinn á Reykjavík elzti prestur
landsins, séra Jáhann Þorkels-
son, fyrr dómkirkjuprestur. Sá
maður, sem einna bezt mun hafa
þekkt hann, lýsti honum þann-
ig: Hann var með Kristi. —
Enginn kunnugur mun hafa ef
að þann dóm. Minnumst nú þess
að séra Jóhann var 92 ára —
hann hafði að nokkrij verið mik-
ill ræðumaður, að venjulegum
skilningi, en hann hafði og lengi
verið einhver virðulegasti em-
bættismaður landsins, — og síð
ast all-lengi verið embættislaus,
að mestu gleymdur út í horni
eins og gamall vefstóll. Þannig
mátti hann muna tvenna tím-
ana, og afstaða heimsins hafði
verið gagnólík til hans á hinum
ýmsu æviskeiðum hans, — en
alltaf var afstaða hans til Drott
ins sú sama, — alltaf gátu þeir
sem þekktu hann sagt þetta:
Hann var með Kristi. Hvernig
sem á stóð og hvenær sem var
voru þetta hans einkunnarorð:
Með Jesú byrja eg, meS Jesú vil eg enda,
og æ um æviveg hvert andvarp honum
senda.
Hann er þaS mark og mið, sem mæni
eg sífellt á
með blessun bót og frið, Siann b.r mér
ætlð hjá.
Hann brast sannarlega ekki
þolgæðið í hlaupinu að því marki
þar sem vænta má hins eilifa
sigursveigs.
Manni kemur eins og ósjálf
rátt jafnhliða í hug annar læri-
sveina Jesú, sem var trúr allt
til dauða, séra Kaj Munik. Hann
brast heldur ekki þolgæðið þeg-
ar hann átti að halda uppi kyndli
trúarinnar, þrátt fyrir ofsóknir
og hatur — og í stöðugri lífs-
hættu. — Hann þraut ekki stöð
uglyndið unz hann var myrtur.
•—Slíkur lærisveinn deyr ekki.
Okkur fanst mikið til um trú-
festi og þolgæði þessara manna.
Við köllum þá yfirburðamenn.
En þeir voru það af því að þeir
oáru ekki trúna í brjósti sínu út,
þeir létu ekki kæfa kærleiks-
eldinn í sál sinni — þeir liíðu
hugsjón sinni allt til enda.
Við getum það Mka ef við vilj-
um. Hví þurfum við að vera
tómlát um andleg mál, — þó að
við sjáum aðra í kringum okkur
vera það. Og jafnvel þó við sé-
um einmana í baráttunni fyrir
að viShalda trúnni — hvi skyld-
um við þá gefast upp. Við sjá-
um á dæminu um hina trúu
votta, að ti'l mikils er að vinna.
Já, við sjáum það af dæmum
hinna kristnu hetja og hei'lagra
manna, að enginn kemst hærra
en þeir, sem lifa fegurstu kristni-
lífi.
Við vitum að ekkert fæst fyr-
irhafnarlaust. Engin met eru
sett án áreynzlu. Hvernig er
ekki um íþróttirnar; sem nú eru
svo mjög í móð i landi hér og
einkum í höfuðborginni. Hví-
líkt þolgæði verða þeir ekki að
sýna, sem þar vilja verða hlut-
gengir eða skara fram úr. Dag-
ega, árlega verða þeir að æfa
sig.
Jafnvel dansmeistarinn, eða
cvikmyndastjarnan, kemst ekki
i'yrirhafnariítið að marki. Þau
verða að sýna hið mesta þolgæði,
og óbifandi trú á hæfileikum
sínum til að ná ákvörðun sinni.
Eða lesum um vísindamenn og
uppfinningamenn. Ekki finna
þeir frægðina, né detta þeir um
vizkusteininn að óvörum á götu
sinni. Fáir hafa lagt harðar að
sér við nokkurt erfiði, eða blifið
þrítugri hamra en flestir þeirra.
Já, jafnvel bóndinn verður með
þrotlausu þolgæði, að berjast
fyrir brauði og bættum kjörum.
Hvers vegna eigum við þá að
vænta auðunninna sigra í eigin
sál, — halda að við verðum and-
leg mikilmenni af sjálfu sér.
Nei, biðjum hér og iðjum.
Biðjum daglega — lesum Guðs
orð aftur og aftur — hugleiðum
eilífðarspursmálin æ á ný — og
reynum daglega að lifa kristi-
lega — 'lifa fallegu lífi. Ef við
gerum þetta þá tekst okkur betur
og betur að feta þá lífsbraut, sem
ein er þess verð að fara hana —
þá nálgumst við hægt tind um-
myndunarinnar.
Er kristindómurinn ekki fögur
hugsjón? Það er eingöngu spurn-
ingin. Ef við getum svarað
henni játandi — þá eigum við að
skilja, að það er lítilmannlegt,
og íávíslegt að reyna ekki að
lifa í samræmi við hann — hvað
sem aðrir gera.
Því það er stórt að fylgja fag-
urri hugsjón.
Eitthvert ágætasta kvæði Guð-
mundar á Sandi er falleg lýsing
á því. Það er ort um ungan efn-
ismann, sem varð úti um vetur
á Hjaltadalsheiði, einhverjum
erfiðasta fjallvegi þessa lands.
Það kvæði hefst svona:
Þú fórst aleinn þinnar leiðar
þverar brekkur jökulheiðar,
þar sem ömum væri vegur
vængjastyrkum hæfilegur.
Verður þeim sem vel er gefinn
vandi oft að máta skrefin,
ákefð, sem er æsku þorin
ofurliði verður borin.
Eftirbátinn ofurhuga
ógnahættur sjaldan buga.
Hann fer gætinn húsa á milli,
hættir hvorki dáð né snilli.
♦
Sá, sem aðeins vörðuvegi
vogar sér á björtum degi,
aldrei verður ofurhugi,
andinn jafnan lár á flugi.
Fara þeir sem forsjá una,
fjölmennir um þjóðgötuna;
frumherjar og frægðarmenni
fara einir, langt frá henni.
Vegur kristindómsins — vegur
Krists er að vissu leyti fjallvegur
— einstigi. Manni getur ægt
hann — en ihann liggur til hæstu
hæða. Og til mikils er að vinna.
Kristur hefir heitið þeim kór-
ónu lífsins, sem eru trúir allt
til dauða. Þá getur dauðinn snú-
izt í fagnaðaróp. Já, mér er sem
eg heyri gleðina í því hrópi eins
og kemur fram í þessari sögu:
Hermaður lá deyjandi í rúmi
sínu. Allt 'í einu var dauðaþögn-
in kringum hann rofin við það,
að hann kallaði sjálfur hástöf-
um: “Hérna, hérna!” Einhver
spurði hann hvað hann vantaði.
“Þey!” sagði hann, “það er verið
að lesa upp nafnaskrána á himn-
um og eg var að svara því þegar
eg var nefndur.”
Augnabliki síðar hvíslaði hann
enn: “Hérna” —: og svo gekk
hann inn til konungsins.
Heldurðu ekki, að ef við með
stöðuglyndi ávinnum sálu okkar,
>á verði einnig yndislegt, þegar
Drottinn nefnir okkar nafn í
dauðanum. Amen.
Heimilisblaðið.
Kaupsýslumaður hafði fglið
ögmanni að flytja fyrir sig mál
gegn nágranna sínum og láta sig
vita símleiðis þegar dómur félli.
Nokkru síðar fékk hann skeyti
:'rá lögmanninum: “Réttlætið
íiefir sigrað,” stóð þar.
Kaupsýslumaðujrinn sendá
skeyti til baka: “Áfrýjaðu undir
eins.”
I Norðurvegi
Eftir Evelyn Stefánsson
+
KafH þessi er úr nýlegri bék höf-
undarins, er nefnist Within the
Girvle (Norðan baugsins). Er þar
sagt frá mannabyggðum norBan
heimsskautabaugs í Kanada, Græn.
landi, íslandi (Grimsey), Noregl,
Svlþjöð, Rússlandi og Sibirlu.
Norður á heimsenda eru furðu-
leg og heillandi undralönd,
afmörkuð ósýnilegum heims-
skautabaug. Sú var tíðin, að
þau voru sveipuð svartnætti hjá-
trúar og þjóðsagna, en nú eru
þau loks að koma fram á sjónar-
svið athafnalífsins og búa sér
sess á miðsvæði hins þéttbýla og
lífsfrjóa tempraða beltis á norð-
urhvelinu. Innan heimsskauta-
baugsins eru víðáttumikii gras-
lendi, stöðuvötn, skóglendi, fjöll
og firnindi, — og þar munu hin-
ar nýju þjóðleiðir liggja.
Aðeins fjörutíu ár eru liðin,
síðan bræðurnir Wright smíðuðu
fyrstu flugvélina, en miklar eru
þær breytingar, sem sú smíð hef-
ur áorkað! Langfleygar flugvél-
ar eru nú sem óðast að gerbreyta
útliti heimskringlunnar, minnka
hana og gera hana hnöttótta aft-
ur. Að vísu höfum við um alda-
raðir haft fyrir satt, að jörðin
væri hnöttótt, en við höfum hugs-
að og breytt eins og hún væri
flöt.
Tökum dæmi. Blöðin geta
þess, að margir herforingjar
fljúgi heimleiðis frá Persíu um
ísland til New York. Hvernig í
ósköpunum skyldi standa á þvá,
að þeir leggja sláka lykkju á leið
sína. Taktu hnattlíkan og at-
hugaðu leiðina. Það mun þá
koma í ljós, að þetta er lang-
stytzta 'leiðin, sem þeir eiga völ
á. Taktu þér seglgarnsspotta og
reyndu betur. Leggðu 'hann að
þessu sinni beinustu leið frá
Washington til Filippseyja. Hér
um bil á miðri leið ber þig yfir
Wrangeleyju, sem er yfir þrjú
hundruð milum norðan heims-
skautabaugs og hundrað mílur
norður af Siberíu. Ef þetta kem-
ur þér á óvart, er það af því, að
þú hefur hugsað þér jörðina
flata. Taktu fleiri dæmi, og þú
munt jafnan komast að raun um,
að skemmsta leiðin milli allra
stórborga heims liggur norður
á bóginn, ef 'langt er milli þeirra.
Þrír fjórðungar alls þurrlena-
is á jörðunni eru norðan mið-
baugs og sama máli gegnir um
90 af hverju hundraði jarðarbúa.
Þar eð 'ummál jarðar minnkar
eftir því, sem nær dregur skaut-
inu, mjókkar bilið milli lengdar-
bauganna eins og sneiðar í flysj-
uðu gullaldini. Vegalengd, sem
spennir yfir 60-100 lengdarstig,
verður því fljótfarnari og krefst
minni orku, minna eldsneytis,
ef stefnan er 'lögð norður á bóg-
inn eftir stórbaug eða beinustu
ieið. Þar sem þetta er stytzta •
og jafnframt ódýrasta leiðin,
getur ekki liðið á löngu, að lang-
fleygar farþega- og fluttninga-
vélar ráki nyrzta skaut heims-
ins vegum undir, vegum yfir og
vegum á alla vegu. “Norður
liggja leiðir allár,” mun verða
kjörorð flugaldarinnar.
Það eru hvorki fyrirheif um
gull og eir né olíu — þótt mikið
sé af því í norðurvegi —, heldur
landskipun og langferðaflugvél-
ar, sem hafa vakið okkur til
vitundar um hið löngu gleymda
olnbogabarn okkar, hin norrænu
lönd, þar sem sólin skín um mið-
nættið og rnáninn lýsir um há-
degið.
Þeir, sem hafa fest sér í minni
heimsmynd eftir Mercators-upp-
dráttum, ættu að þurrka hana
rækilega úr íhuga sínum, ef þeir
vilja fá rétta hugmynd run
'ieimskautasvæðin. Eins og allir
vita, eru Mercators-uppdrættir
gerðir á þeim grundvelli, að
(Frh. á bls. 3)