Lögberg - 16.05.1946, Síða 3

Lögberg - 16.05.1946, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINM 16. MAÍ, 1946 3 Frumstœðir menn eru ekki viltir Eftir VILHJÁLM STEFÁNSSON Business and Professional Cards Frumstæðar 'þjóðir eru ekki viltar, á hve lágu menningarstigi se þær standa. Hjá Dolphin- og Unionsundum nyrst í Kanada hefi eg hitt Eskimóa, sem aldrei höfðu séð eldspýtur, aldrei heyrt skotið úr byssu og vissu ekkert um málma. Þeir klæddust dýra- skinnum og fæða þeirra var kjöt, venjulega hrátt. Dýrmætasta eign þeirra var hundar, en þó voru þeir svo fátækir, að þeir ríkustu áttu ekki fleiri en þrjá ■hunda. Þeir kunnu ekki að telja hærra en upp að sex, og fæstir skildu að nokkurt gagn væri að því að -kunna að telja hærra en upp að þremur. En þeir voru ekki viltir. Mér fanst þá, að það væri hreinasta villimenska að eta hrátt kjöt. Þá mintist eg þess, að við eturn ostrur hráar, og góður bauti er -ekki annað en hrátt kjöt innan í skorpu. Samt var eg þrjá mánuði að venjast því að eta hráan freðfisk. En svo -fór mér að þykja hann góður. Annað vandamál var að læra át- ið á úldnum fiski. Eg þreifaði mig var-lega áfram, en þegar eg var kominn á bragðið, þá sá eg; að ekki var meiri munur á nýum fiski og úldnum, heldur en á venjulegum mjólkurosti og gráð- aosti. Það var ekki liðinn hálfur mánuður áður en mér þótti úld- inn fiskur góður, en eg var í mör-g ár að venja mig á að eta gráðaost. Margar siðvenjur frumstæðra þjóða eiga rót sína -í trúarhug- myndum þeirra. Eskimóar hirta aldrei börn sín. Samkvæmt trú- arskoðun þeirra er sál barnsins upphaflega jafn veikbygð eins og líkaminn. Þeir sáu því að nauðsynlegt var að útvega barn- inu aðra sterkari sál, ef það átti að komast áfram í lífinu. Nú er það trú þeirra, að sálir framlið- inna hafi ekki að neinu að hverfa og séu því á sveimi við gröfina. Fyrsta skylda hverrar móður er þá sú, er hún hefir alið barn, að snúa sér að einhverri gröf og særa sá-1 hins framliðna til þess að vera verndara barnsins síns. Eftir það eru tvær sálir í lík- ama barnsins, önnur einföld en hin vitur. Og það er vitra sálin, sem stjórnar hugsun barnsins. Ef barn heimtar að fá skæri eða hníf, þá er það vitra sálin, sem ræður því. Þess vegna verður að láta að vi-lja barnsins, því að það væri háskalegt að halda það að verndarsálin vissi ekki hvað barninu er fyrir beztu. — Og þegar þess -er gætt að verndar- s-álin er þy-kkjuþung, -þá getur vel verið að hún yfirgefi barnið, ef henni mislíkar. En það gæti haft hinar h-áskalegustu afleið- ingar fyrir barnið, t.d. að það gæti hvorki lært að tala né ganga. Þess vegna er barnið hæstráð- andi á -hverju heimili. Eg hefi hvergi rekið mig á það, að börn- •um væri bannað að fara með egg- járn eða hvöss verkfæri. Eg hefi spurt margar mæður -um þetta °g ætíð fengið sama svar: “Það er betra að eiga það á hættu að barnið m-eiði sig, held-ur en að styggja verndarandann; því þá væri barnið í enn meiri hættu statt og -gæti auðveldrega lim- lest sig eða farið sér að voða.” Ef einhver maður hefir stór eyru, er latur eða lélegur veiði- *naður, þá er viðkvæðið: “For- eldrar hans bönnuðu honum hitt °g þetta á meðan hann var lí-till, °g verndarandinn yfirgaf hann‘” Það er einnig athyglisvert fyr- ir oss, að Eskimóar keyrðu ekki hunda sína með svipum, fyr en þeir lærðu það af hvítum mönn- Unri- Gamlir Eskimóar segja: Hundur dregur betur, ef maður, sem honum þykir -vænt um, gengur á undan honum, heldur en ef maður, sem hann óttast, gengur á eftir honum með svipu- höggum.” Þegar eg hafði átt heima hjá íbúunum í n-orðanverðu Alaska í þrjú ár, fór eg að heimsækja kynflokk, sem aldrei hafði séð hvíta m-enn. Þessi kynflokkur hafði það orð á sér, að 'hann dræpi alla aðkomumenn. Það var því óvíst að eg og félagar mínir þrír, mundum k-oma lif- andi aftur úr þessu ferða-iagi. Þegar við n-álguðumst þorp kynflokksins, en það voru fjöru- tíu snjóhús, þá komu karlmenn- irnir á móti okkur með alvæpni — hina löngu tvíeggjuð-u hnífa; sem þeir n-ota í návígi við bjarn- dýr. En þegar þeir heyrðu að við töluðum þeirra mál, hurfu þeim allar grunsemdir og þeir tóku okkur með hinni alúðleg- ustu -gestrisni. Þeir bygðu stórt snjóhús handa ofckur og buðu -okkur að borða hjá sér til skiftis. Húsmóðir mín var vingjarn- leg -og móðurleg, eins og allar Eskimóakonur eru. Hún spurði mig fyrst að því hvort hún -mætti ekki þurka plöggin mín yfir lýs- is-lampanum. Soðið selkjöt hafði hún fært upp úr potti og valdi nú úr herðablaðsbita -handa mér. Hún kreisti hann rækilega milli handanna, svo að engin hætta væri á að af h-onum drypi og rótti mér hann svo ásamt hní-f sínum. Næst bezta bitann kreisti hún á sama hátt og rétti manni sínum. S-íðan féfck hver heima- maður bita, en afgangin-um var skift -í f jóra staði. Mér var sagt að fjórar fjölskyldur þar í þorp- inu hefði ekkert selkjöt þann daginn. Meðan á mál-tíð s-tóð fóru að berast matgjafir frá öðrum. Lítil stúlka kom með soðið selsnýra og sagði að eg ætti að eiga það. Önnur -kom með bita af hreyfa -og fylgdi kveðja og skilaboð, að eg skyldi fá heilan hreyfa daginn eftir, ef eg vildi heimsækja foreldra hennar. M-áltíðin var tveir réttir, sel- kjöt og súpa. Súpan var búin -til þannig að kalt selablóð var látið út í sjóðandi selkjötssoðið, eftir að fært var upp og síðan hrært dugl-ega í. Þegar eg hafði etið mig sadd- an -og drukkið tvo stóra bolla af súpu, settist -eg á tal við húsráð- anda -og skröfuðum við sit-t af hverju. í þv-í kom -lítil stúlka með þau skilaboð að þorpsbúar vildu gjarna að við flyttum nú í nýj*i húsið okkai;. Það var stærst að öll-um húsunum og þess vegna gátu margir setið þar inni í -einu og skrafað við okkur. , Þessi heimsókn hjá hinu-m frumstæðasta kynf-lokki, er ein af Ijúfustu endurminningum mínum. Þarna var fólk, sem eigi aðeins átti -heima lan-gt frá oss, héldur einnig 10,000 árum aftur í tímanum. Máske getum við lært af þeim, að allar vorar miklu framfarir -eru ekki jafn merkilegar og vér teljum. Vér lifum á fjölbreyttari mat, en hann færir oss hvorki meiri gleði né heilbrigði. Vér höfum löghelgað þjóðskipulag, en vér hlýðum ek-ki -lögunum. Vér höf- um meira af öllu, en vér erum ekki ánægðari en þeir. (Úr Redbook Magazine) Lesbók Mbl. Hann: “Hv-ernig líst þér á þessa hugmynd, að karlmennirn- ir eigi að læra húsmóðurstörf og matseld?” Hún: “Hún er -ágæt. Þá mundi kvenfólkið þykja matur í að apa eftir þeim.” í Norðurvegi (Frh. af bls. 2) jörðin væri jafnbola sívalning- ur — í stað kúlu. Þeir eru að vísu ómissandi fyrir sæfara til að finna rétta siglingastefnu, en þau eru algerlega röng og villr andi -mynd af heimsskautasvæð- un-um. Á sl-íkum uppdrætti virð- ist Grænland t. d. vera þrem sinnum stærra en Ástra-lía, en í ra-un og veru -er það aðeins þriðjungur h-ennar að flatarmáli. Hugsaðu þér, að þú ætlir að fljúga beint frá San Francisco til Lundúna. Samkvæmt Mer- cators-uppdrætti ætti leiðin að liggja lítið eitt norðan við austur, yfir Missouri og Nova Scotia. En athugaðu jarðhnött. Þá m-untu sjá, að beinasta leiðin liggur rétt austan -við hánorður, um miðbi-k Kanada, Hudsonflóa og sunnanvert Grænland. Hnöttur- inn sýnir hið rétta, en Mercators- uppdrátturinn ekki. Blekkingin -kemur -glög-gt í ljós -á myndinni, er sýnir hvernig -mannsmynd mundi líta út á Mercators-upp- drætti. Með því að jörð vor er hnött- ótt, en landabréfið flötur, getur ekki hjá því farið, að ein-hvers staðar komi fram skekkja. Gald- -urinn er því sá að velja sér jafn- an þá gerð landabréfa, er aflaga minnst svæði það, er rannsaka skal. Landabréfið hér að ofan sýnir réttari mynd af norður- skautssvæðinu en nokk-ur annar uppdráttur, sem völ er -á. / Á miðjum uppdrættinum er Ishafið, sem að vísu er ekki út- haf, h-eldur innhaf í orðsins fyllstu merkingu, girt löndum á alla vegu. Fyrrum var-það jafnan talið útha-f; en sú nafn- gift er nú sem óðast að þoka fyrir réttmætari nöfnum, sv-o sem Norðurskautshaf, íshaf eða Miðjarðárhafið nyrðra, og hefur Vilhjármur Stefánsson léitt rök að þessu endur fyrir lön-gu í bók sinni: T-he Northern Course of Empire. (Heimsveldið sækir norður). fshafið er í raun réttri mikill flói norður úr Atlantshaf- in-u, s-em skilur Norður-Amer-íku fr-á Evrasíu, eins og kunnugt er. Ameríku m-egin veit Alaska, Kanada og Grænland að íshaf- inu, en hinum megin Svalbarði, Lappland og nprðurstrendur Sóv- éttríkjanna, se-m eru nærri því helmingur allrar strandlengj- unnar. Hvernig er u-mhorfs á íshafi þessu eða Mer Glaciale, eins og það var fyrir eina tíð kallað. Þrír f jórðu h-l-utar þess eru þakt- ir hafís, sem er á sífelldri hreyf- in-gu á öllum árstíðum. Jakarnir, sem -mynda hafþökin, eru alla vega lagaðir, og stærðin getur leikið frá smáflögum upp í ís- hellur, m-örg hundruð -fermílur að flatarm-áli. Hinar miklu íshellur geta ver- ið sæmilegir lendingarstaðir fyr- ir stærstu lan-dflugvélar. Kom þetta í ljós árið 1937, er rússneski Papanini-leiðangurinn tók sér bækistöðvar á sjál-fu norður- skautinu. Þarna 1-entu þeir að minnsta kosti tuttugu sinnum með f-ullfermi og hófu sig jafn- oft til flugs heilu og höldnu. Að vetrinum eru slíkir ísvellir á víð og dreif um allt íshafið^ og þeir eru ágætir nauðlendingarstaðir. Undir ísnum -úir og grúir sjór- inn af dýralífi allt frá rækjum til sela, en ofan á honum eða yfir eru ísbirnir, mávar ög kríur. Borgarís sést aldrei um miðbik Ishafsins, því að hann -er af- sprengi landjöklanna og verður til, er þeir “bera,” sem kallað er, eða sporðurinn brotnar framan af þeim. Þeir eru of tignarlegir ásýndum, geta verið mörg hundr- uð fet á -hæð og nokkrar mílur að víðáttu. Norðan heimsskauts- baugs eru fáir jöklar, er fram- leiða borgarís, nema jöklarnir á Grænlan-di -og Norðaustur- eynni á Svalbarða. Borgarís er því sjaldan í grennd við strend- ur Síberíu, en marga tignarlega |h-áskagripi af þessu tagi rekur árlega suður á Atlantshafið til mikils voða fyrir skipaferðir. Einn slíkur jaki olli Titanics-lys- inu. Hvers -konar lönd liggja að Is- hafinu? Er það satt, að ekkert vaxi þar norður frá nema skófir og mosi? Búa þar aðeins fáeinir Es-kimóar, sem verða að heyja -harða baráttu til að draga fram lífið? Er það satt, að næturnar séu sex mánaða langar? Hve mikið er satt af því, sem okkur var 'í æsku kennt um hin nyrstu svæði jarðarinnar? Og hve mik- ið er ran-gt? Minna mátti ekki gagn gera en styrjöld til að fá s-vör við ýmsum spurningu-m af þessu tagi. Úr bréfum, sem bárust heim til ættingja og vina, var fjöldi manns í fyrsta skipti fræddur á því, að veðrið væri vinda og vætusamt á íslandi, en ekki mjög heitt eða kalt, -og hinir “inn- fæddu” væru ekki eskimóar, heldur hásiðaðir menn af norsk- um -og írskum uppruna, er -hefðu búið í -landinu í ful-1 1000 ár. Menn fréttu líka, að -í sumum amerísk-um bækistöðvum á Græn landi væri veturinn mildari en í Vermont. Þeir heyrðu talað um ágæti nytjajurta, sem ræktaðar væru í Ataska, og það var kvart- að í þeirra eyru yfir sumarhit- anum þar nyrðra. Það er ekki tilgangur þessarar bókar að gera heimskautalöndin að sælureit-um suðlægra landa, Henni er aðeins ætlað að bregða ljósi sannleikans sem snöggvast yfir sex geysiólík og vítt aðskilin byggðalög, sem eiga það sam- eiginlegt að liggja norðan -heims- skautabaugsins. I byggðum þessum er fólk af margs konar tagi, — Eski-móar, Tsjúktsar, Lappar og Indíánar, innan um Dani, Ameríkumenn, Kanada- búa, Rússa o. fl. þjóðir. Þarna eru námumenn, vísindamenn, læk- nar, trúboðar, bændur; handiðna- menn, veiðimenn, skólakennar- ar, verzlunarmenn með meiru. Þeir vinna mörg gagnleg störf, og ævi þeirra er næsta tilbreyt- ingarík. Þeir láta sér fæstir bregða við k-uldann, vetrarmyrkr ið og aðra válega hluti í norður- vegi, sem mest skelfir hina stofu- lærðu landkönnuði. Börmn þeir- ra leika sér undir beru lofti í 20 — 30 stiga frosti og láta sig sjaldan vanta í skólann, ef skóli er á næstu grösum. Þau vaxa upp, giftast, eignast böm og deyja af slysförum, sjú-kdómum eða elli. Sumir íbúanna eru fæddir þarna norður frá eins og -feður þeirra og mæður, en marg- ir hafa flutzt þangað 'í leit að auðæf-um, ævintýmm eða bætt- um lífskjörum. Búseta þeirra bendir til, að 'þeim hafi -orðið að von sinni. Svo mikið er víst, að norður í Aklaví-k á nysztu strönd Kanada er rekið mjólkurbú, án þess að nokkur brögð eða særin-gar séu við höfð, og þar fæst hin ágæt- asta uppskera nytjajurta í lok hins -tiltölulega skammvinna bjargræðistíma. Við Igarka á norðurströnd Síberíu hef-ur sprottið upp blómleg borg með tutt-ugu þúsund íbúum á síðasta áratugum. Fyrir stríðið gat að líta skip frá fjarlægum löndum sækja þangað farma af síberisk- um kjörviði. í sænska Lapplandi eru heil fjöll úr einhverjum bez-ta járnsteini -í heimi. Þar búa námumenn í fyrirmyndarhúsum og vinna járgrýtið með fullkom- nustu rafmagnsvélum, sem völ er á. Tvö hundruð mílum norðan baugsins; á Diskóey við Græn- land, baðar fólkið sig í stöðuvötn- um að sumrinu, og þar blómgast allmargar tegundir brönugrasa. Allt þetta og margt fleira á sér stað norðan heimsskautsbaugsins. — Samvinnan Hún, við manninn sinn, sem kemur heim úr -hófi: “Veistu að tol-ukkan er þrjú að morgni, Andrés?” Hann: “Já, eins og eg viti það ekki! En hvaða dagur er í dag?” DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna, cyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 93 851 Heimaslmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. ‘DAK. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá, bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrical Appliances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. PCINCE/f MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Proy. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 65 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Seikirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portagé Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 I^EDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGB AVE. Winnipeg, Man. Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. Skrifið eftir veröskrd Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SlMl' 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.