Lögberg - 27.06.1946, Síða 1
PHONE 21374
sssí
iw',e.4
,«d F«f
u.**4*'" f*j*
A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21374
5 V-l'
»“2iSstíí
iffB<
tJa«n<le1'er8' ff'3*’
A Cob plete
CleaAÍng
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 27. JÚNI, 1946
NÚMER 26
ÁVARP MISS CANADA
á Lýðveldishátíðinni á Hnausum
22. júní 1946
Miss Laura Thorvaldson
After many years of war, peace
has now returned to our land.
We all rejoice and thank God
that victory was on our side and
that overwhelming defeat was
the lot of our enemies.
But although peace be here,
and while we rejoice in our
Victory, we pay our humble
tribute to those thousands of our
youngest and best, who have
made the supreme sacrifice for
our freedom and who now lie
in some foreign field. We pay
our tribute, too, to all those
fathers, mothers, brothers, sisters
and wives who waited for long
years for the return of those they
loved. .
And so, while turning our backs
to these bitter years of strife, we
lift our faces to the dawn of a
new age — an age of peace, of
íhappiness, of security for all
people. We recall the cherished
promises of those dark days.
What were they? Freedom from
fear, freedom from want, free-
dom of conscience and freedom
of expression.
These will not come or re-
main unsought and of their own
accord. They are ours to earn
' them, to be worthy of them and
to preserve them. They have
been fought for with blood, with
tears and with sacrifice. Eternal
vigilance is the price of their
safe-keeping.
But look the world over.
Where, but in Canada, are
greater opportunities for these
dreams to come true? Are we
not favored beyond all measure?
We, twelve million people,
occupy one-half of a continent.
We are a bread basket of the
world. It is our privilege now
to help to feed, to clothe, to
sustain the starving millions of
less fortunate lands. The wealth
of our forests, our mines, our
waters, our factories are with-
out limit. Governments are of
our own choosing, not imposed
by the point of a sword. Our
chuxches, our schools, our press
-— all these, are what we, the
people make them; not what
someone makes them for us.
That is what we know as
“liberty”; that is what we call
“freedom”.
ÁVARP FJALLKONUNNAR
Á HNAUSUM
(Frú Vilfríður Eyjólfson)
Kæru börnin mín, í dag er
hjarta mitt fult af fögnuði; sá
fögnuður stafar af því að mega
ávarpa yður á þessari frelsishá-
tíð hér á Iðavelli.
Mér er ljúft að minnast þeirra
sem námu hér land. og nefndu
það Nýja ísland af ást til mín.
Það fólk þoldi hér miklar þján-
ingar, sýndi mikla þrautseigju
og manndáð„ og vann mikinn
sigur; það stofnaði hér ríki og
stjórnaði því með sínum eigin
lögum, það kunni spakmælið:
“Með lögum skal land byggja”;
eg minnist þeirra með þakklæti.
Þessi hátíð og margt fleira ber
vitni um það, að ástina til mín
er enn að finna hjá þessari kyn-
slóð; hér í Nýja íslandi er mín
tunga svo mikils metin, að hún
er kend börnum á heimilum
þeirra; sú rækt sem þannig kem-
ur fram í verki, mun bera þeim
mikinn ávöxt, því málið mitt er
lykill að mínum andans auði:
hugrekki, réttlæti, drenglyndi,
kærleika, af slíkum orðum er
mín tunga rík, orðum, sem ekki
mega gleymast, af því að þau eru
vörður með vegi gæfunnar.
Kæru börnin mín; hvernær
sem þið heimsækið mig, býð eg
yður hjartanlega velkomin, og
börnin mín, sem heima eru munu
taka yður tveim höndum; sé það
um vetur mun eg heilsa yður í
hvítum klæðum, og skemta yður
með norðurljósa hreyfimyndum
á himintjöldum, sé það um sum-
ar, mun eg fagna yður í grænum
skrúða: gleðja yður með fegurð
hlíðanna, friði fjallanna og dá-
semdum dalanna minna.
Ástkæru börnin mín, sem hald-
ið trygð við mig, eg óska yður
allra heilla, hamingjan sé altaf
með yður, svo alt yðar starf megi
verða til blessunar.
Ástkæru börnin mín; sem hald-
ið trygð við mig, eg óska yður
allra heilla, hamingjan sé altaf
með yður, svo alt yðar starf megi
verða til blessunar.
Eg flyt hér minn óð til þín ís-
, lenzka barn,
Sem yndi mér veitir í fjarlægu
landi;
Eg veit að þinn hugur er heim-
svifa gjam,
Og hjá mér er svölun, sem finnur
þinn andi.
Eg býð þér að verma þig enn við
minn am,
Og aldrei að slíta því trygðanna
bandi.
Ófrávíkjanleg ákvörðun
Forsætisráðherrann, Mr. King,
hefir lýst yfir því, að sú sé ófrá-
víkjanleg ákvörðun sín, að láta
af embætti og forustu Liberal-
flokksins fyrir næstu almennar
kosningar; gaf *Mr. King það
jafnframt í skyn, að óvíst væri
að hann sæti á þingi alt þetta
yfirstandandi kjörtímabil.
Á þessu stigi málsins verður
engu um það spáð, hver taki við
flokksforustu í stað Mr. Kings,
þó mest sé talað um þá Mr. Usley,
Mr. Gardiner og Mr. Garson.
Those are the things for which
the flower of Canada fought and
sacrificed. Those are the things
which it becomes our task to pre-
serve.
Laura Thorváldson.
• - -- . . ' ' .
LÝKUR B.A PRÓFI
Ása frá Ásum
Hin unga og efnilega skáld-
kona, ungfrú Ása frá Ásúm í
Austur - Húnavatnssýslu, hefir
nýlokið B.A. prófi við Garlton
College í bænum Northfield í
Minnesotaríkinu; hún er dóttir
Jóns Gíslasonar er á Ásum bjó, en
látinn er fyrir allmÖrgum árum,
og eftirlifandi konu hans, Önnu
Jónsdóttur. Ungfrú Ása útskrif-
aðist af Kennaraskólanum í
Reykjavík 1942, en kom til Vest-
urheims árið eftir; stundaði hún
fyrst nám við háskólann í Minne-
sota, en síðar við Carlton College;
var aðalnámsgrein hennar sálar-
fræði; ungfrú Ása fékk fyrsta
árið vestra nokkurn námsstyrk
að heiman, en tvö síðustu árin
veitti Institute of International
Education í New York henni
$1,000.00 námsstyrk hvort árið
um sig, og er það ekki á allra
færi, að verða fyrir slíkri sæmd.
GIFTING
Miss Kristín Valgardsson og
Mr. Stanley Walter voru gefin
saman í hjónaband í Zion kirkj-
unni í Moose Jaw, síðastliðinn
laugardag, 22. júní. Rev. Ian Mc-
Eown gifti; svaramenn brúðhjón-
anna voru Miss Margrét Avis
Valgardsson og Mr. Gordon
Walter.
Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
Valentínus Valgardsson, Moose
Jaw, Sask.
Að hjónavígslunni lokinni fór
fram fjölmenn og vegleg veizla
í Grant Hall Hotel. Margir gest-
anna höfðu komið langt að til
þess að vera viðstaddir í brúð-
kaupi þessara vinsælu ungu
hjóna; meðal þeirra voru þessir:
Mr. og Mrs. Kristján Tomas-
son; Mr. og Mrs. G. A. Williams
og Mr. T. M. Sigurgeirsson frá
HeCla, Man.; Mrs. Sv. Valgards-
son frá Gimli, Man.; Mrs. G. J.
Johnson, Miss Eileen Johnson og
Mrs. E. P. Jónsson frá Winnipeg;
Mr. og Mrs. C Borm frá Swift
Current, Sask og Mr. og Mrs.
Alan Sheward frá Saskatoon,
Sask.
Brúðhjónunum bárust fjöldi
heillaskeyta víðsvegar frá.
Framtíðar heimili Mr. og Mrs.
Stanley Walter verður í Moose
Jaw, Sask. Mr. Walter er starfs-
maður við Moose Jaw Times
Herald.
Þingkosningar
Nú hefir svo verið fyrir mælt,
að innan skamms fari fram al-
mennar þingkosningar á Grikk-
landi, er gera skuli út um það,
hvort konungsstjóm skuli fram-
vegis ráða ríkjum, eða stofnað
verði lýðveldi í landinu.
0r borg og bygð
Þann 21. júní lagði Mrs. E.
Breckman, ásamt syni sínum,
Gordon, í skemtiferð til Van-
couver og annara staða á vestur-
ströndinni og búast þau við að
verða í burtu um mánaðartíma.
• +
Sgt. Jón E. Breckman, sonur
Mr. og Mrs. E. Breckman, 646
Beverley St., kom nýlega heim
frá Evrópu. Hann hefir stundað
nám á Kahki University á Eng-
landi síðan um stríðslok. Eftir
heimkomuna fór hann skemti-
ferð til Toronto, Chicago, New
York og fleiri staða suður frá.
+
Þann 23. þ. m., voru gefin sam-
an í hjónaband, í lútersku kirkj-
unni á Gimli, af séra Skúla Sig-
urgeirssyni, Arvid Jorgenson frá
Port Arthur, og María Josephson
frá Gimli. Brúðguminn er af
norskum ættum og er sonur Mr.
P. Jorgenson og Hönnu heitinnar
konu hans. Brúðurin er dóttir
Mr. og Mrs. Jón Jóosephson á
Gimli. Við giftinguna aðstoðuðu
John Howardson, bróðir brúðar-
innar, Miss Lulu Stefanson, Miss
Sylvia Guðnason, Baldur, og Mrs.
N. Schatt, systir brúðarinnar, frá
Detroit, Mich.
Að giftingunni afstaðinni var
setin vegleg veizla af vinum og
vandamönnum á gistihúsi Gimli
bæjar.
Séra Skúli Sigurgeirson hafði
veizlustjórn með höndum. Jón
Laxdal mælti fyrir minni brúðar-
innar og Dr. Scribner fyrir
minni brúðgumans; einnig tók
til máls Mr. Grant. Brúðguminn
mælti fram vel valin þakkarorð.
Framtíðarheimili brúðhjón-
anna verður við Port Arthur,
Ont.
4*
Gefið frá Hecla, í byggingar-
sjóð Bandalags lúterskra kvenna:
Mr. og Mrs. Chris. Tomasson,
$25.00, í minningu um Stefaníu
Helgason; Mr. og Mrs. Carl
Tomasson, $2.00; Mr. og Mrs. G.
Tomasson, $2.00; Mr. og Mrs. H.
G. Tomasson, $1.00; Mr. og Mrs.
Ted Jefferson, $2.00; Marino
Tomasson, $1.00.
Frá Gimli:—Mr. og Mrs. Kelly
Thorkelsson, $10.00; Gimli
Women’s Institute, $25.00; Mr. og
Mrs. J. B. Johnson, $50.00, gefið
í Landnema-minningarsjóð Gimli
prestakalls í minningu um for-
eldra þeirra, þau Joseph Sigurð-
son og Arnbjörgu Jónsdóttur, og
Björn Jónsson og Guðrúnu
Grímsdóttur.
Mr. og Mrs. Lorne Jefferson,
Winnipeg, $2.00.
Kærar þakkir.
Sigríður Sigurgeirson.
+
LEIÐRÉTTING —
Herfileg prentvilla hefur slæðst
inn í greinina mína um þing
“Bandalags Lúterskra kvenna”
í Lögbergi síðast. Sagt er þar að
samskotin til styrktar Sumar-
búða sjóð Bandalagsins á sam-
komunni í Glenboro hafi verið
$900.00; þar er úlfaldi gjörður
úr mýflugunni. Samskotin voru
um $90.00; bættu einhverjir vin-
ir við það svo það urðu $100.00.
Þessa leiðréttingu vil eg biðja
alla hlutaðeigendur að taka til
greina.
G. J. Oleson.
+
Mrs. Salina Juliette Montford,
kona William C. Montford að
677 Ingersoll St., lézt eftir langa
og erfiða vanheilsu á Almenna
spítalanum í Winnipeg, á mið-
vikudaginn 19. júní. Jarðarförin
fór fram frá Fyrstu Lútersku
kirkju, á föstudaginn 21. júní,
að viðstöddu fjölmenni. Foreldr-
ar hennar voru þau Mr. og Mrs.
Guðjón Johnson sem lengi áttu
heima í Árborg. Þessarar ungu
og glæsilegu konu verður minst
síðar.
+
LEIÐRÉTTING
OG VIÐAUKI
í æfiminningu Mrs, Sigríðar
Jónssonar frá Kjarna í Geysis-
bygð, hefir því miður fallið úr
nafn merkisbóndans, Þorgríms
Jónssonar á Akri, við Islendinga-
fljót, er var bróðir Pák á Kjarna,
manns hennar. Einnig láðist að
geta um eina systur hinnar látnu,
Lilju, konu Halls Hallssonar,
bónda að Björk, í Árnes bygð, nú
löngu látin. Þessi mistök eru
hlutaðeigendur beðnir að afsaka. ,
S. Ólafsson.
Mr. Ólafur Freeman, banka-
stjóri frá Battineau, N. Dak., var
staddur í borginni í fyrri viku
samt frú sinni og dóttur, á leið
til Minneapolis, Minn.
4*
Mr. John Hafliðason frá Bis-
sett, Man., er nýlega farinn heim,
eftir nokkurra daga dvöl hér í
borginni; með honum fór norð-
ur frú Ólafsson frá Reykjavík
ásamt tveimur börnum sínum.
mmm
iiiHiiiiiiiiiiiHiiiiiHiiiiiiiiiimmiimnmiiiHim............................M............■lill...........I...........l............................................
IIIIIIMIIIIIHIIIttllllllllllllllltllllUIINHUIinillHIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIItllt'lllllllltltlllHIIIIKIIIIIIIIItllllllllllllllllHltllUHIIUWlHHntlllffllMIHMHNHfli
I S LAN D
ísland, vort ættar- og óskaland,
við einhuga hyllum á þessum degi.
í sameining tengjum vort bræðraband
og biðjum af hjarta að það verða megi
traust sem hinn fornhelgi fjallakrans,
friðartákn hverju dáða-verki.
Hátt berum fána okkar föðurlands
með frelsið ávallt að vegamerki.
Háfjöllum yfir heiðbláminn ljómar,
hnjúkana miðnætur-sólin gyllir
Söngfuglaljóð eru seiðandi ómar.
Sumarið íslands hörpu stillir.
Undirspil brimsins við sjávarsand
er söngur um feðranna þor
sem köstuðu eign á hið alfrjálsa land
og elskuðu hið nóttlausa vor.
Þjóðtryggðin, ríki hins íslenzka anda,
hans orkuveldi og þroskagjöf,
finnur leið milli fjarlægra stranda
til fjallalandsins við yztu höf.
í austurveg þótt andi okkar stefni
við eigum hér vestra norrænt þor.
Farsæld vors lands er oss fagnaðarefni
þess fullveldi okkar sigurspor.
Við helgum íslandi hug og mátt
og heiðrum þann manndóm er geymir “saga ”
Vor móðir þú hjarta vort alein átt
um alla komandi framtíðar daga.
Sigurmark, fyrirheit fullhugans
og föðurlandsástin, leiðtoginn sterki.
Hátt berum f ána okkar föðurlands
með frelsið ávalt að vegamerki.
ÁSA FRÁ ÁSUM.
KANADA
Kanada, fóstra mín kæra,
Eg kom til þín ungur,
Og langaði hjá þér að læra
Lifandi tungur.
Blómsveig eg vildi þér vefa,
og vináttu sýna,
Átti ekki annað að gefa
En iðjuna mína.
Þú gafst mér föng þín og fæði,
Fóstra mín góða,
Svo gat eg samið í næði
Safn minna ljóða;
Þú gafst mér unað í anda
Af örlæti þínu,
Þakkir eg vildi þér vanda
í verkinu mínu.
*
Þér kýs eg virðing að veita
Vínland hið fríða,
Orðum og afli að beita,
Um þig að prýða,
Meðan að minningar geymast
Og máttur í línum;
Fóstra eg fæ svo að gleymast
í faðminum þínum. y
BÖÐVAR H. JAKOBSSON.