Lögberg - 27.06.1946, Síða 3

Lögberg - 27.06.1946, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNI, 1946 3 HVERT ERU RUSSAR AÐ HALDA? Grein sú er hér fer á eftir er rituð af Paul Winterton, rit- stjóra News Chronicle í Lund- únaborg, sem var fréttaritari þess blaðs í Moscow frá 1942 til 1945. Hann heimsótti Rússland fyrst, árið 1928, og bjó þá á Rússnesku heimili í Ukraine í heilt ár til þess að kynnast fólki og laera málið, dvaldi aftur í Rússlandi árin 1933 og 1937 og eiga útvarpsræður Wintertons og Churchill mestan þáttinn í því, að Bretar fylgdu Rússum að málum á stríðsárunum óskift- ir. Ástæða mín, eða ástæður fyrir að byrta þessa grein á Is- lenzku er sú, að mér finnst, að staða Rússa hafi verið í svo mik- illi þoku í hugum fólks sem eg hefi átt tal við um þessi mál, að full ástæða sé til þess að skýra það mál betur ef unt er. Hin ástæðan er sú, að eg hefi ekki rekið mig á óháðari um- sögn um þetta mál, en þá sem hér birtist, né heldur af meiri skiln- ingi um þau mál talað.—J. J. B. Vantraust Rússa á Banda- ríkjamönnum og Bretum er lík- legasta skýringin á hinu mikla ákafa, sem þeir beita nú í utan- ríkismálum sínum. Mikið af þessu vantrausti staf- ar frá aðstöðu þessara þjóða til Rússa á tímabilinu frá fyrra stríðinu til þess síðara. Þátttaka kapitalisku þjóðanna í uppreisn- inni gegn byltingamönnum, eft- ir að byltingin á Rússlandi var um garð gengin, getur ekki þeim úr minni liðið. Rússar geta ekki gleymt því, að þeir voru ein- anjgraðir bæði persónulega og efnalega, eins og moldbúar, af öllum þjóðum heimsins. Þeir tóku aldrei með í reikninginn að kenningar og hugsjónir bylt- ingamannanna sjálfra um al- heimsbyltingu var aðal ástæð- an til þeirrar einangrunar. Frá þeirra sjóanrmiði voru þeir þeir einu sem rangindin urðu að líða. —þeir einu sem ástæðu höfðu til að kvarta. Á milli stríðanna síðustu breiddist sú sannfæring út á Rússlandi, að kapitalisk þjóð, eða kapitaliskar þjóðir til sam- ans mundu, fyr eða síðar, ráð- ast á Rússa, og þeir fóru að búa sig undir slíka árás. Svo, þegar þjóðverjar réðust á þá, varð hug- mynd þeirra um árás kapitalisku þjóðanna að vissu. Rússar trúa ekki að hættan sé <hjá liðin. Þrátt fyrir hina einlægu samvinnu viðleitni Bandaríkjamanna og Breta í stríðinu síðasta sem jafningja sinna í öllum greinum, trúa Rússar þeim ekki enn. Þeir trúa ekki að hugarfar Bandaríkja- ríkjamanna og Breta gagnvart sér hafi breytzt. Þeim tekst ekki að taka til greina almennings- álit það í Bandaríkjunum og á Bretlandi, sem er með öllu mót- fallið vopnaðri árás á Rússa. Með ómerkilegum undantekn- ingum, þá fengu Rússar ekkert að vita um athafnir okkar í stríð- inu. Blöðin og útvarpið fræddu Bússa ekkert um það. Á meðan að á stríðinu stóð vissu þeir ekk- ert um hve víðtæk þátttaka Bandaríkjanna var, né heldur okkar. Þeir vissu ekkert um flugárásirnar á England, og á- Wrif þeirra. Þeir höfðu enga hugmynd um liðsafnað vorn, eða afslátt þann sem við á Bret- landi urðum að gefa á lífsnauð- synjum okkar, og þeir vissu lítið nni hvað Bandaríkja og Breska hernum varð ágengt við Rem- agen brúna á Rhínarfljótinu, hvernig það tókst að frelsa og fría Parísarborg, eða að eyði- feggja hin rammsterku vígi Tjóðverja. Valdhafarnir á Rússlandi eru éfram með að Rússneska þjóðin Vúi því, að Rússar hafi unnið stríðið að mestu leyti sjálfir, án nokkurrar verulegrar aðstoðar utanað frá. Og ástæðan fyrir öllu þessu er — ótti. Skoðuð í ljósi þessa ótta, verð- ur stefna Rússa í utanríkis mál- unum skiljanleg. Trúandi því, að öryggi þjóðar þeirra sé 'i framtíðinni hætta búin, hafa Rússar verið og eru að byggja og samtengja varnar eða ör- yggisbelti á landamærum sín- um — lengju af þjóðlöndum sem áður voru sjálfsæð og óháð, en nú að mestu leyti í áþján, og er meiningin að þessi lönd taki við fyrsta skellinum, ef um ófrið eða áhlaup er að ræða í fram- tíðinni, og einnig til þess að geta fengið hrávöru frá þessum lönd- um, sem Rússa vanhagar um, og vinnukraft. Þessi stefna er ekkert nýmæli í heiminum. Hún hefir verið daglegt brauð hjá stórveldun- um í aldaraðir. Það er og sama öryggis tilfinningin' sem skýrt geíur þá þrá Bandaríkjamanna, að tryggja sér varanlegar stöðv- ar á nýlendum Kyrrahafsins, vera Breskra hermanna á Grikk- landi og í Indonesíu. En Rússar eru ósvífnari og áburðarmeiri í að ná takmarki sínu. Ef að maður athugar athafnir Rússa í austur Europu þá er ekki hægt að segja að þeir hafi leit- ast við að ná í sínar hendur eig- num, föstuhn, eða lausum fólksins þar, sem ránsfé. Þeir hafa enga tilhneigingu til þess, að neyða þjóðsiðum sínum og máli upp á fólk sem ekki er rússneskt að uppruna, eða til þess að eyðileggja mennin'g annara héraða eða landa. Þeir hafa á- reiðanlega ekki tilhneigingu til alheims yfir ráða á sama hátt og Hitler hafði. Þegar Rússar segja, að það sé öryggi, og öryggi aðeins sem þeir séu eftir, þá vildi eg mega ganga útfrá að það sé sannleikur. Rússland er geysilega víðáttu mikið land og auðugt og til þess að geta notað sér þau auðæfi sem land það geimir þurfa þeir að hafa frið-langt frið- artímabil. Eg er sannfærður um að hvorki fólkið, né heldur stjórn in á Rússlandi líta á möguleika fyrir öðru stór stríði, öðruvísi en með ótta og skelfing. Það er samt ekki til neins að loka augunum fyrir þeim sann- leik, að þessi örggis útfærsla Rússa lofar ekki neinu góðu um framtíðar samkomulag þeirra og vestrænu þjóðanna, jafn vel þó að aðeins sé um örvggi að ræða fyrir Rússum, og þeir noti sumu að ferðina í viltri veröld, eins og margar aðrar þjóðir hafa áður við haft. Með því að beita miskunar lausri að ferð í þessari öryggissókn sinni, og skeyta að engu veðurkendum landamerkja línum, ákveðinni þjóðernis með vitund og djúp- setti lýðveldis þrá að minsta kosti hjá minnihluta þeirra þjóða sem hlut eiga að máli, eru Rússar líklegir að grafa sér gröf er þeir sjálfir eiga eftir aðfalla í. Það eru viss stig sem Rússar hafa tekið í sambandi við þessar öryg- gis athafnir sínar. Fyrst er um að ræða héruð sem Rússar hafa inn- limað í sitt eigið land. Löndin á Balkan skaganum tóku þeir með blóðs úthellingarlausu of- beldi árið 1940. Eg var í Sallin höfuðborg Estóníu fyrir rúmlega ári síðan, og átti tal við borgar- búa og gékk úr skugga um að allur fjöldinni af Estóníu mönn- um óttuðust, og hötuðu Rússa. Þeir vildu ekki vera hluti í Sov- íett sambandinu. Þeir sögðu mér frá að fjöldi af Estóníu mönnum hefðu nauðugir verið fluttir inn á meginland Rússlands — aðferð sem Rússar réttlættu með því að segja að þeir gætu ekki átt á hættu að láta pólitiska and stæð- inga afskifta lausa .við landa mæri sín. Rússar hafa einnig lagt undir sig part af Karelín sem áður var eign Finna, stóra spildu sem til heyrði Rúmaníu fyrir stríðið, og hérum- bil helminginn af Pól landi. Það eru án efa ástæður og sumar þeirra góðar fyrir því, að Rússar hafa slegið eign sinni á þessar lendur, en sá fyrirsláttur þeirra að fólkið sjálft í þessum löndum vildi gjörast Soviet-isker þegnar er ekkert nema fyrir slát- tur. Annað sporið sem stigið var í þessu öryggis máli var miklu fjær stígnara. Alla leið með fram vestur og suðvestur jaðri Soviet sambandsins, er röð af smárík- jum sem lúta ákvæðis valdi frá Moscow í öllum meiri háttar málunu. Tvær að ferðir hafa Rússar notað í sambandi við þessa miklu land aukninga. Herinn, annað hvort sem setu, eða varð lið, eða þá full huga frelsisins, og stjórn málaleg samtök — Kommúnista félagskap sem dreifði mönnum sínum út um þessi lönd með því augnamið að koma þeim mön- num inni ábyrgðar stöður þegar sem verst stóð á í löndum þeim sem fella átti, og leiða svo fólkið til Sovíetiska ljóssins 1 Moskva með því að hneppa fjölda manna í fangelsi og ofsalegum á- róðri. Með þessum aðferðum hafa þessir kommúnistisku sendi- menn getað myndað stjórnir í ýmsum löndum sem hafa verið vinveittar stjórninni í Moscow og skipulagt stefnur og athafn- ir í fullu samræmi við fyrirkomu- lag og stefnur Soviet-sambands- ins. Á Póllandi er stjórnin í höndum Kommúnista og hefir maður að nafni Berút þar for- ustu, og hafði Moscow áður und- irbúið hann undir þá stöðu. Fylkingar Rauða hersins eru enn í Póllandi og margir Rúss- neskir herforingjar eru í her íPólverja og í lögreglu liðinu Pólska. Allmikið af Pólitískum mótstöðumönnum á Póllandi hafa verið sendir í útlegð til Rússlands, eða settir í fangelsi. Fréttir allar eru “censoraðar” af Rússum og mál og prentfrelsi blaðanna á Póllandi takmarkað. Þróttmiklar deildir Rauða hers ins eru enn í Ungverjalandi og eru Ungverjar nýbúnir að gjöra verzlunarsamning við Rússa sem gefur Rússum stórkostleg hlunn- indi og einkaréttindi á Ung- verjalandi. Rússar hafa ekki enþá þrengt bráðabirgðarstjórn uppá Ungverja, en hinni póli- tísku lokasennu er heldur ekki lokið þar. Júgo-Slavía hefir alveg sam- ið sig að vilja Rússa. Tito, eins og Berút á Póllandi, er Komm- únisti, sem var þjálfaður í Mos- cow, þar sem að hann hét Jóseph Broz og vann þar um tíma við stofnun sem heitir “The Foreign Language Publishing House.” Hann hefir komið á einræðis- stjórn í Júgóslavíu og fylgir fast fram fyrirmyndum Rússa í öllum meiriháttar málum. Búlgaría hefir verið rænd svo að segja öllu sínu sjálfstæði. Sama er að segja um Rúmaníu. Rússar komu þar á Kené fyrir rúmu ári síðan stjórn sem þeim þótti óráðþæg og neyddu með valdi forsætisráðherra, sem þeir sjálfir völdu, uppá þjóðina og hefir hann haldið þeirri stöðu sinni með fulltingi Rússa síðan. Hin síðasta yfirlýsing Rússa um að þeir hafi ákveðið að lina á böndum ófrelsisins í Rúmaníu breytir ekki þeim óhagganlega sannleika, að Rúmanía er algjör- lega á valdi Rússa. Ef litið er í suður frá Soviet- iska sambandinu, þá sér maður sömu aðferðirnar og sömu stefn- una. Rússar gátu ekki fengið vilja sínum framgengt við stjórn- ina í Persíu; tóku þeir þá það til bragðs að æsa Azerbaidjanbúa til sambandsslita við Persa, og sendu svo her sinn til þess hér- aðs, sem gerði Persum ókleyft að bæla uppreisn þá niður. Þau mál eru nú í höndum öryggis- ráðsins, en hvernig sem þeirra endalok verða hjá Rússum og ráðinu, þá má ganga út frá því sem alveg vísu, að áhrif Rússa halda áfram að breiðast út í Persíu, þar til að mestur hluti þess lands er kominn undir yfir- ráð Rússa, og það er heldur eng- inn efi á, að Rússar geta látið þau auknu áhrif líta svo út sem þau séu í fullu samræmi við ósk og vilja Persa. Það er ekki ólík- legt að Rússar krefjist þess, að stjórn, vinveitt sér, verði stofn- sett á Tyrklandi. Þess hefir enn ekki verið krafist opinberlega, en hin vanalega áróðurssókn er þegar hafin, um ítök í löndum Tyrkja, og herstöðvar á landi þeirra þar sem Rússar geti ráðið yfir Dardanelles sundinu. Rússar virðast varkárir í sam- bandi við öryggisstefnu sína þeg- ar til austurlanda kemur. Þeir hafa gjört, að því er virðist, írjálslegan samning við Kína, þar sem þeir lofast til að styðja að friði og eining Kínverja og viðurkenna miðstjórnarvald Chi- angs. Rússar vilja forðast frið- arrof við Bandaríkin. En þrátt fyrir það, skyldu menn ekki gdeyma: Kommúnistinn í Yenan, Mao Isc Lung var áður í skóla í Moscow, og að flokkur Komm- únista er í Kína, reiðubúinn eins og annarstaðar að taka við þeg- ar tími þykir hentugur. Valda- keppnin í Kína og í Mansjúríu, er aðeins að byrja, og það er ekki minsta vafa bundið að Rúss- ar gjöra sér miklar framtíðar vonir á báðum þeim sviðum. Auk landa þeirra sem Rússar hafa lagt undir sig, og þeirra sem þeir ráða yfir. eru miklu fleiri lönd sem þeir vonast eftir að auka vald sitt í. Kommúnista flokkarnir eru vakandi og vinn- andi á Frakklandi og í ítalíu. Á parti þeim sem Rússar ráða yfir á Þýzkalandi, er Kommúnistum ekki aðeins leyft að sameina og þroska félag sitt, heldur eru þeim kendar kúnstirnar af Rússum sjálfum, með það fyrir augum, ef til vill, að geta þegar tíminn kemur tekið að sér umsjón og yfirráð í landinu öllu. Allar þessar athafnir Rússa eru atriði í skipulögðu plani. Þau bera öll vitni um hið ófyrir- leitnasta stríð um völd, sem sögur fara af, og er sóknin þar öll frá hendi Rússa. Á meðan að á stríðinu síðasta stóð, virtist dálítil von um að Rússland og samherjar þeirra mundu geta fylgst að að stríð- inu loknu, til þess að tryggja varanlegan frið í heiminum. Rússar höfnuðu því tækifæri, deyddu þá von, og frá þeirri að- stöðu Rússa stafa flest okkar vandræða mál nú. Tvö atriði þarf að benda á í sambandi við þessa öryggis- stefnu Rússa. Það er ekki ó- mögulegt, að fólkið í löndum þeim sem Rússar hafa náð valdi yfir, hagnist sjálft á yfirráðum þeirra, fyr eða síðar. í mörgum þeim löndum var bylting óum- flýjanleg, og engin ástæða til að gráta þó nokkrir þversum menn og afturhalds seggir hyrfu úr sögunni. Stjórnirnar í þessum löndum eru að gjöra róttækar og víðtækar breytingar í sambandi við fjármálaltegt og félagslegt fyrirkomulag fólksins, en eg held að það viðhorf, eða þær breyting- ar, hafi ekki hin minstu áhrif á Rússa, eða stjórn þeirra, nema að því leyti sem þeir geta notað sér þá aðstöðu til þess að ná sér betur niðri með hina þjóðlegu stefnu sína. í öðru lagi, útbreiðslu Rúss- neska valdsins, út fyrir landa- mæri sín, hefir fylgt einræðis fyrirkomulag, en eyðilegging á því litla frelsi sem fólkið í lönd- um þeim sem vald það nær nú yf- ir, áður naut. Þeir sem lúta Rúss- neska valdinu, verða líka að lúta Rússneska einræðinu, takmörk- un prentfrelsisins, sætta sig við að pólitískum mótstöðumönnum sé varpað í fangelsi, eða sendir í fangavinnu til að afplána synd (Frh. á bls. 8) Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutimi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur af Banningr) Talslmi 30 877 Viötalstími 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK SérfræOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Hetanastmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARIC RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meðul og annaö með pósti. Fljót afgreiðsla. DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hra. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbflnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslmá 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrical Appliances and * Radlo Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Coí*. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN , Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 ÞRINCEJT Dr. Charles R. Oke MESSENQER SERVICE Tannlceknir Viö flytjum kistur og töskur, For Appointments Phone 94 908 húsgögn úr 3mœrri Ibúðum, Office Hours 9—6 og húsmuni af öllu tæi. 404 TORONTO GEN. TRUSTS 58 ALBERT ST. — WINNIPEG BUILDING Slml 25 888 283 PORTAGE AVE. C. A. Johnson, Mgr. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 1 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radlo Service Speciallsts LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG WPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hfls. Ot- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgö. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG PHONE 97 538 • G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 LögfrœOingar Wholesale Distributors of . 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. FRE8H AND FROZEN FISH Portage og Garry St. Slmi 98 291 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovifch, framkv.stf. Verzla I helldsölu meö nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.sími 25 355 Heima 55 462 II HAGBORG U n fuel co. n GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting • 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Dlal 21 331 21 331 Phone 98 211 Manager T. R. THORVALD80N Your patronage will be appreciated Argue Brothers Ltd. C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. Real Estate, Financial, Insurance J. H. PAOE, Managing Direotor LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholosale Distributors of Freah J. Davidson, Representative and Frozen Flsh. Phone 97 291 311 CHAMBERS STREDT Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.