Lögberg - 27.06.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.06.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN "21. JÚNÍ, 1946 --------Hogberg--------------------- G«fiö tit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 J’argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “L/ögherg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, .Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Lýðveldishátíðin á Hnausum Sú hefð er nú komin á, að íslending- ar vestan hafs minnist með árlegum hátíðahöldum í hinum ýmissu byggðar- lögum, endurreisnar lýðveldis á íslandi, er fram fór að Þingvelli við Öxará 17. jújií 1944. Á flestum stöðum hafa slíkar samkomur borið uppá afmælisdaginn, svo sem í Wynyard, Seattle, Blaine og á Mountain, og er það vitaskuld æskileg- ast, að slíkt yrði sem víðast að fastbund- inhi venju, þótt frábrigði í vissum tilfell- um korhi eigi að sök íslendingar í norðurbyggðum Nýja íslands, héldu lýðveldishátíð sína að Iðavelli við Hnausa, síðastliðinn laug- ardag við mikla aðsókn og vaxandi hrifningu; yfir hátíðinni hvíldi frjáls- mannlegur eindrægnisandi, sem bar fagurt vitni sann-íslenzkri þjóðrækni, þar sem helspár og hrakspár áttu ekki upp á pallborðið; gætti þar miklu frem- ur bjartsýnnar hollustu Við lífið og fram- tíðina, en kveifarlegs og ómannlegs kvíða um afdrif alls og allra. Guttormur J. Guttormsson skáld, þessi arnfleygi “Geysir gamanyrða,” hafði með höndum forustu hátíðarinnar, og setti á hana með sjaldgæfri rögg og takmarkalausri fyndni, lífrænan og eft- irminnilegan svip; hann eyddi ekki tím- anum, eins og svo oft hefir brunnið við á hliðstæðum samkomum, með löngum og dauðþreytandi kynningarræðum, heldur gekk hann formálalítið hreint til verks unz skemtiskrá var tæmd; eng- um veittist svigrúm til þess að láta sér leiðast. Ræðuna fyrir minni íslands flutti Ragnar H. Ragnar, söngstjóri og pían- isti frá North Dakota; hann dvaldi all- lengi á íslandi með ameríska setulið- inu meðan á síðustu styrjöld stóð, ferð- aðist vítt um land. og átti þar af leið- andi þess góð tök, að kynnast með eig- in augum landi og þjóð, og hinum risa- vöxnu og margbreyttu framförum síð- ustu ára; var ræða hans fýrir flestra hluta sakir hin gagnmerkasta, hæfi- lega löng fyrir útisamkomu og skarp- lega flutt. Ragnar H. Ragnar er ómyrk- ur í máli og ann hugástum íslenzku þjóðerni. Kvæði, helgað íslandi, flutti ungfrú Ása Jónsdóttir frá Ásum í Húna- þingi, er stundað hefir nám í Bandaríkj- unum nokkur undanfarin ár; var kvæðið hiýlegt og blæfallegt. Svo hafði verið til ætlast, að Col. Einar Árnason flytti ræðu fyrir minní Canada, en sökum ófyrirsjáanlegra anna fékk hann eigi komið því \dð; úr þessu bætti Dr. S. O. Thompson fylkis- þingmaður, er mintist Canada í stuttri ræðu, sem mótaðist af drengilegri hugs- un og fögru málfari. Böðvar H. Jakobs- son bóndi í Geysisbyggð, minntist Can- ada í Ijóði; var kvæði hans fágað og formfagurt- — Snæbjörn S. Johnson, sveitaroddviti, flutti drengilega hugsað ávarp og tíma- bært, sem nú er birt hér í blaðinu. Menntamálaráðherra fylkisstjórnar- innar, Mr. Dryden, ávarpaði samkom- una nokkurum orðum, er báru vott um einlæga velvild í garð íslendinga; lét hann svo um mælt, að saga þeirra væri slík, að óþarft væri að hlaða á þá lofi; að tilmælúm forseta, ávörpuðu ritstjór- ar íslenzku vikublaðanna hinn mikla mannfjölda nokkrum orðum. Fjallkona hátíðarinnar, frú Vilfríður EJyjólfson, kom tígulega fyrir sjónir og bar ávarp sitt skörulega fram, og var hið sama að segja um ungfrúLáru Thor- valdson, er táknaði Canada. ’ ' Ásgeir Fjeldsted mælti fyrir minni hermanna og tókst hið bezta. • Söngflokkur blandaðra radda, und- ir forustu Thors Fjeldsted, söng all- mörg íslenzk lög, er vöktu almenna hrifningu; var flokkurinn prýðilega sam- stæður og stjórn hans styrk í rás; ein- söngvari með flokknum var bróðir söng- stjórans, Hermann Fjeldsted. Framan af degi andaði nokkuð svalt um Iðavelli af norðri; en eftir því sem á daginn leið hlýnaði í veðri og stillti mikið til, og undir kvöld var komin ein- muna blíða; á Iðavelli voru allir í há- tíðaskapi og auðsjáanlega á eitt sáttir um það, að vernda íslenzka tungu þar um slóðir, og aðra menningarlega fjár- sjóði að heiman, fram í rauðan dauð- ann, eða jafnvel lengur en það; þarna norður við vatnið minnti alt á samstilt átök í umbóta- og þróunarátt, en ekk- ert á uppgjöf og hrörnun; enda væri þá minningu landnámsmannanna og land- námskvennanna, er grundvöll lögðu að þessum fögru búsældarbyggðum, harla misboðið, ef afkomedur þeirra brysti til þess hugrekki, að stefna á brattans fjöll. Ávarp á lýðveldishátíðinni á Hnausum eftir Snæbjörn Johnson sveitaroddvita Herra forseti og kæru vinir : Svo margt fallegt og gott hefir verið sagt hér í dag, að erfitt er að bæta nokkru því við, er verða mætti til frek- ari skemtunar og nytsemdar. í daglegri umgengni við fólk, heyrir maður það sagt í þessari fögru sveit og í bæjunum líka, að heimurinn sé orðinn svo vondur, að naumast sé líft í honum lengur; þetta finst mér fjarstæða; heim- urinn er eins göfugur og góður og hann hefir áður verið; forsjónin lætur jurt- irnar þróast af hvaða tagi sem er, kálið og aldinin, kornið og grasið, og þá ekki síður hin fögru tré; alt þetta vex og þrífst' mannkyninu til afnota og bless- unar; hið sama gildir um sjóinn og vötn- in; þar er gnægð fiskjar, og allsstaðar og í öllum áttum er verðmæti að finna, sem hönd almættisins býður börnum jarðar til notkunar. Það er ekki forsjóninni að kenna, að hungur og volæði ríkja í stórum hluta veraldarinnar; þetta er okkur mönnun- um sjálfum að kenna; við erum ábyrgð- arfullir fyrir því, að hafa skapað þetta vandræðaástand. Það yrði of langt mál, ’að rekja til- drögin að þeim vandræðum, sem heim- urinn nú býr við; en eitt atriði sker sig úr, sem í rauninni mun teljast mega aðalorsökin, en það er vöntun á sterk- um félagssamtökum alþýðunnar; vönt- un á menntun til skilnings á því marg- brotna og flókna stjórnarfarskerfi, sem við búum við; úr slíkum menntunar- skorti verður að bæta, ef heimsmálin og heimamálin eiga að komast á réttan kjöl. Meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð, var það kjörorð allra stétta, að ekkert nema samvinna okkar gæti kom- ið óvinaþjóðunum á kné, og þetta sann- aðist í verki vegna þess að allir lögðust á eitt um framleiðsluna á hvaða sviði, sem var. Enn hefir ekki lánast að semja frið þjóða á milli, og enn horfist mannkynið í augu við margskonar meinsemdir, sem lækna þarf og útrýma. Það sýnist liggja nokkumveginn í augum uppi, að úr því að stríðið vanst einungis með samvinnu, þá verði frið- urinn að vinnast með samvinnu líka; kjörorð okkar allra ætti að vera sam- vinna á öllum sviðum til hagsbóta fyrir alla, og til þess að koma í veg fyrir að hörmungasaga stríðsins endurtaki sig- Eins og eg tók fram áðan, verðum við öll að afla okkur eins víðtækrar stjórnarfarslegrar menntunar og kost- ur er framast á, því með þeim hætti einum, er þess nokkur von, að okkur lánist að stofnsetja hið langþráða frið- arríki á þessari jörð; að slíku marki ber okkur að stefna, sem teljumst til hins íslenzka kynstofns í þessu landi; eg efast ekki um, að um þetta séu þið mér sammála. “Sameinaðir stöndum vér. sundraðir föllum vér.” Látum okkur sigrast á þeim illu öflum, sem öllu vilja tortíma vegna sjálfselsku, metorða og peninga; lát- um í þess stað, kærleikann vísa okkur veginn til farsældar og friðar. KAISER - FRAZER RILARAIR Þegar það varð lýðum ljóst að iðjuhöldurinn þjóðkunni, Mr. Kaiser, hafði ráðið við sig að bæta bíla framleiðslu við hið um- svifamikla og víðtæka verksvið sitt, var ekki aðeins að ræða um aukna framleiðslu og aukna at- vinnu, heldur líka um þá full- rjægju á þrá og vonum þúsunda á þúsund ofan; um bíla sem hin fullkomnasta tækni stæði á bak viðð hefðu ágæti hinna fullkomn- ustu bíla sem framleiddir eru í landinu, en væru þó við hæfi og kaupgetu fólks upp og ofan. Nú eru þessir bílar að koma á markaðinn. Nýtt verzlunarjélag. Það er ekki nóg að búa bílana til, það verður líka að koma þeim á framfæri til kaupenda um land allt. Til þess hefir Am- eríku verið skift upp í hæfilega stór svæði, og söluréttindin veitt mönnum sem hæfastir þóttu á ur víðsvegar, um sölusvæði Mr. Einarssonar er þegar hafinn og er söluréttinda eftirsóknin hér ekki minni, en annarstaðar. Mr. Einarsson hefir þegar ákveðið sölu-umboðsmenn sína í Nýja íslandi; eru það hinir vel þektu, og vinsælu Árnasons bræður á Gimli. ROTOTILLER Auk bifreiðanna tveggja, Kai- ser og Frzer bifreiðanna, sem að framan er minst á og Mr. Einars- son hefir fengið einkasölu leyfi á, hefir hann einnig fengið eink- asöluleyfi á undra vinnuvél, seA er alveg ný, og lofar miklu um vinnusparnað, vinnuþægindi, bættan jarðveg og auknar eftir- tekjur. Vél þessi nefnist Roto- tiller, sem Kaiser-Frazer félagið býr einnig til. Er það arður, eða plógur sem losar upp jarðveginn allt að 9 þumlungum á dýpt, hann slær allan gróður, strá, eða mais stofnrætur, sem á ökrun- um standa, og blandar og hrær- ir saman við moldina, jafnt á dýpt þeirri sem jarðvegurinn er losaður á, skilur eftir rennislétt- ann, samfeldan og sjálegan sáð- reit. Auk hinnar miklu og víð- tæku þýðingar sem þetta nýja verkfæri hefir fyrir jarðyrkjuna, sérstaklega þó garðrækt, er hún nothæf gjörð og þénanleg til ná- lega ótal þarfa. Með henni má saga eldivið og borðvið, slá tún og engi, sprauta vatni á jarð- eplagarð, ýta snjó af götum og gangstéttum, sá öllum tegund- um jarðepla og hlúa kálgarða. Vél þessari fylgja fullkomin við- eigandi áhöld til hvers eins verks útaf fyrir sig. Vélin sjálf er um 450 pund á þyngd, og gengur fyrir 5 hesta afls gasolíu mótor af nýustu tegund. Eftirspurn eftir vél þesari 1 Bándaríkjim- um er geysi mikil. Kaiser-Fraz- er félagið hefir 9 flugvélar sem á ferðinni eru nótt og dag til að flytja hana til útsölumanna sinna og hafa þó hvergi nærri við. Vél þessi verður til sýnis hjá Mr,- Einarsson, á horninu á Osborne og River Ave., innan fárra daga, og einnig verður 'hún til sýnis á sýningunni í Brandon. J.J.B. hinum ýmsu svaeðum. Eftir- sóknir eftir útsölu réttindum, ekki aðeins hér í landi, heldur víðsvegar um heim, er afar mikil —svo mikil t. d. að voldugasta bílasölufélagið í Skandinavisku löndunum, Lennart Oslerman félagið í Svíþjóð, sem í 18 ár hefir haft einkasölu á hendi fyrir General Motors félagið alkunna, hefir nú hafnað þeim hlunnind- um til þess að geta tekizt á hend- ur einkasölu á Kaiseh-Frazer bif- reiðunum. Um söluleyfið í Manitoba og vestur partinum af Ontario, sem er austur takmörk Thunder Bay héraðsins, og þar fyrir vestan; sóttu yfir 700 manns, margir þeirra voru á.meðal fremstu og bezt þektu bíísÖlúmanna Mani- tobafylkis, með offjár á bak við sig. En þeir hrepptu ekki hnoss- ið, heldur var það íslendingur- inn Ingimundur Einarsson — Mvmdi Einarsson, eins og hann er vanalega kallaður, og er það og mikið þrekvirki, þegar allar aðstæður eru teknar til greina, að það verðskuldar ekki aðeins að því sé á lofti haldið, heldur á það líka skilið að vera í annála sett. Mr. Einarsson hefir nú mynd- að félag — M. Einarsson Motor Limited, með $100,000.00 höfuð- stól. Er Einarsson sjálfur for- seti félagsins, en sonur háns Dan- íel J. Einarson er vara forseti. Mr. Einarsson er þegar byrj- aður að reisa verzlunar, geymslu og sýningar stöð við River Ave. Er það mikið vandað og veglegt hús, sem verður sönn götu prýði þegar því verður lokið, sem verð- ur samkvæmt samningum um haéstu mánaðarmót því bifreið- arnar nýju, Kaiser-Frazer bif- reiðarnar, eru væntanlegar hing- að til Winnipeg um, eða nálægt næstu jnánaðamótum. Randver Sigurðsson byggingameistari hef- ir alla ábyrgð og umsjón með byggingunni. Sölu undirbúning- veltir honum ekki við, en mylur hann og hrærir á sama tíma og SPARIÐ/ PERTH'S Geymsluklefar loöföt yðar og klæðis- yfirhafnir PHONE 37 261 Eftir trygðum ökumanni PERTH’S 888 SARGENT AVE. HJÚKRUNARKVENNANEMAR OG AÐSTOÐAR- HJÚKRUNAR- KONUR ÓSKAST Stúlkur 17 ára og eldri fá nú ágætt tækifæri til hjúkrunar- mentunar. Tækifæri bjóðast þegar í Brandon, Portage la Prairie og við geðveikraspítalann í Selkirk. NÝLEG KAUP- HÆKKUN HEFIR GERT SLÍKAR STÖÐUR EFTIRSÓKNAR- VERÐARI. í viðbót við kaupið, fá stúlkurnar ókeypis fæði, herbergi, þvott og einkennisbúning. Átta klukkustunda vinna á dag, sex vinnudagar. Þriggja vikna frí með kaupi á ári. Úrvals aðbúð og líkamsæfingatæki í nýtízku hjúkrunarkvenna heimilum. HJÚKRUNARKVENNANEMAR Stúlkur, sem hafa XI. bekkjar próf geta stundað 4 ára nám í Brandon eða Winnipeg, til að fá prófskírteini í meðferð sál- sýkis-sjúklinga og almennri hjúkrun, eða það sem kallað er R.N., skrásett hjúkrunarkona. Kaup (í Brandon) $30 á mán- uði, auk fæðis, herbergis, þvotta og einkennisbúnings. Stúlkur með X. bekkjar próf eða hærri menntun, geta stundað 3. áxa nám í Portage eða Selkirk til þess að fá prófskírteini í með- ferð sálsýkissjúklinga, og öðlast þá skilyrði til þess að'fá fasta stöðu við sjúkrahús. Kauphækkun meðan á námi stendur frá $35 til $50 á mánuði, auk fæðis, herbergis, þvotta og einkennis- búnings. Meðan á námi stendur geta stúlkur dvalið fjóra mánuði í Almennu sjúkrahúsi með sömu launakjörum til þess að fá skrásetningu til einkahjúkrunar. AÐSTOÐARHJÚKRUNARKONUR Aðstoðarhjúkrunarkonur starfa við öll þessi sjúkrahús, og er starf þeirra svipað starfi námsmeyja. í Portage og Brandon má velja úr hópi aðstoð*ar hjúkrunarkvenna stúlkur til hjúkr- unarnáms, er veitir fult prófskírteini. Fyrsta árs kaup $40 á mánuði, annars árs kaup $45 á mánuði og þriðja árs kaup $50 á mánuði. g , | t Vegna jrekari upplýsinga spyrjist jyrir hjó yjir- hjúkrunarkonum í Brandon, Portage la Prairie og ' 1 Geðveikroqpítalanum í Selkirk, eða hjá MANITOBA CIVIL SERV|CE COMMISSION 223 LEGISLATIVE BUILDING, WINNIPEG :r;> í i) hí ; t ■ ■■ k : royjJd' ;.1 rd--:--? ■■‘:' ssíi .lOt’rflt \t. a’.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.