Lögberg - 04.07.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.07.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946 3 Merkilegt ritgerðasafn Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK Kristleifur Þorsteinsson: ÚR BYGGÐUM BORGARFJARÐ- AR. Þórður Kristleifsson bjó til prentunar. Útgefandi: ísafoldar prentsmiðja, Rey- kjavík, 1944. 336 bls. Með hinum mikla skerf, sem ‘hann lagði til Héraðssögu Borg- arfjarðar, sýndi Kristleifur Þor- steinsson á Stóra-Kroppi það ótvírætt, að ihann er hvort- tveggja í senn, hinn mesti fræði- þulur í orðsins sönnustu merk- ingu, margfróður og stálminn- ugur, og jafnframt gæddur ríkri frásagnargáfu. Þetta nýja rit- gerðasafn hans, Úr byggðum Borgarfjarðar, ber þeim höfund- areinkennum hans fagurt vitni, •og staðfestir enn betur, hvern heiðurssess hann skipar í hópi alþýðlegra íslenzkra fræðimanna að fornu og nýju, en þeir hafa verið og eru mikil þjóðarprýði; vonandi hverfa þeir eigi úr sög- unni í kjölfar þeirrar fióðöldu nýrra menningarstrauma og breytinga, sem flætt hafa yfir landið á síðari árum og skolað mörgu í gleymskunnar djúp. Þórður Kristleiísson, kennari á Laugarvatni, á þakkir skilið fyrir það að hafa safnað saman þessum ritgerðum föður síns og búið þær til prentunar, og fer hann þessum orðum um efni bókarinnar í formála sínum: “Ritgerðir þessar hafa komið út á víð og dreif í blöðum og bókum, bft með mjög takmark- aðan lesendafjölda. Eftir að eg tók að vinna að söfnununni, varð mér enn ljósara en fyrr, að þær voru flestar með öllu óaðgengi- legar almenningi á þessum tvístr- ingi. Vildi eg ráða bót á þessu á þann hátt að gefa þær út í heild. En auk þeirra greina, sem áð- ur hafa birzt á prenti, flytur bókin mjög mikið af nýju efni. Sumt af því er meðal lengstu þátta bókarinnar. Má þar til nefna: Geitland, Bernskuminn- ingar, Kalmanstunguþátt, Oln- bogabörn, Vinnuþörf og vinnu- kapp, og fleiri. Þótt greinarnar fjalli um all- fjarskyld efni, leit eg hins vegar svo á, að það væri eigi svo sund- urleitt, að slíkt sómdi sér illa, þó dregið væri saman í heild, og lesendur mundu frekar telja fjölbreytnina kost en lýti á bók- inni. En einn af meginþáttum í skrifum bókarhöfundar áleit eg þó, að eigi ætti heima í þessu ritgerðasafni. Eru það Amer- íkubréf hans, “Rödd að heiman.” Hafa bréf þessi komið út í Lög- bergi nú á þriðja áratug. Frétta- bréf þessi eru, það, sem þau ná, einskonar annáll Borgarfjarðar nálega (í aldarfjórðung. Munu þau nægt efni í sérstaka bók.” Ennfremur getur Þórður kenn- ari þess, að í safn þetta hafi hann eigi tekið neitt af sagnaþáttum þeim, sem komu út í Héraðssögu Borgarfjarðar, og var það vafa- laust viturlega ráðið, þar sem sú bók er mjög nýlega á prent komin og að líkindum í margra höndum. Efni bókarinnar er skipulega niður raðað, og er í fjórum köfl- um, en alls eru ritgerðirnar yfir 40 talsins. Meginkaflinn (bls. 9— 207), eða nálega tveir þriðju hlutar hennar, og sá hlutinn sem almennast gildi hefir og víðtæk- ðst frá menningarlegu sjónar- miði, eru “Ritgerðir um ýms efni.” í þeim flokki eru meðal annars: “Frá berskuárunum,” “Borgfirzk æska fyrir sjötíu ár- um,” “Bernskuminningar,” “Sjá- varútvegur í gömlum stíl,” “Sagnaþættir af Vatnsleysu- strönd,” “Ferð í verið, veturinn 1881,” “Hreindýr og hreindýra- skyttur,” « “Rökkursöngvar,” “Þáttur úr sögu Reykholts,” “Veiðiför á Arnarvatnsheiði 1887,” “Dapurlegt ferðalag á Mývantsöræfum,” “Olnboga- börn,” og “Vinnuþörf og vinnu- kapp.” Svipað má segja um rit- gerðaflokkinn “Kennimenn og alþýða” (bls. 284-332), sér í lagi greinarnar “Kirkjurækni og helgihald,” “Borgfirzkir jólasið- ir fyrir 70—80 árum” og “Sæta- skipun fyrr á tímum.” Fengur er einnig að hinum dulrænu sögum, jafn vel og þær eru í letur færðar, og gildir hið sama um minningar höfundar um marga merkismenn og kon- ur úr samferðasveit hans, er hann lýsir með glöggskyggni og hlý- huga samúð. Má t. d. nefna minningargreinina í tilefni hun- drað ára afmælis Páls Jakobs Blöndals, héraðslæknis í Staf- holtsey. Eins og Þórður Kristleifsson orðar það réttilega í formála sínum, hefir það verið markmið föður hans með ritsmíðum hans, “að bjarga frá glötun þjóðleg- um fróðleik og lýsa þeim gagn- gerðu breytingum, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi á hinni löngu æfi höfundar.” Það þarfa og verðuga hlutverk hefir Krist- leifur Þorsteinsson leyst prýði- lega af hendi, því að hann hefir dregið á land mikinn söguleg- an og menningarlegan fróðleik, er annars hefði farið forgörðum í ölduróti þeirra miklu umbrota og byltinga í þjóðfélagsháttum og atvinnuviegum, sem gengið hafa yfir þjóðina á æfiárum hans. Eigi er síður vert um hitt, að Kristleifur kann bæði að velja sér góð og markverð frásagnar- efni og fara vel með þau. Mál hans er hreint og þróttmikið, frás'gnin.skýr og skipuleg, þjóð- lífs- og náttúrulýsingar hans ó- sjaldan framúrskarandi vel gerð- ar, myndauðugar og hitta vel í mark. Er þetta þeim mun eftirtektar- og aðdáunarverðara, þegar í minni er borið, að Kristleifur fór eigi að fást við ritstörf fyr en á efri árum, og eru sumar ritgerðirnar í þessari bók rit- aðar eftir að hann varð áttræð- ur, t. d. hin ágæta grein um “Geitland”; en hann átti 85 ára afmæli 5. apríl í ár. Sæmir þess- vegna, þó að það sé dálítið eftir dúk og disk, að óska hinum mikla merkismanni og fræðiþul til hamingju með afmælið, og allrar blessunar, og þakka hon- um fræði- og menningarstarfið með ritum sínum. Veit eg, að landar hans vestur hér taka undir þær þakkir og óskir, eigi sízt lesendur þessa blaðs, sem notið hafa hinna fróðlegu og skemmti- legu Borgarfjarðarbréfa hans ár- lega um aldarfjórðungs skeið. Hnýti eg þar við frá sjálfum mér innilegustu þökkum fyrir síðast, hinar ástúðlegu viðtökur á Stóra-Kroppi lýðveldishátíðar- sumarið ógleymanlega. Drjúgum eykur það á gildi og gagnsemi þessarar merkilegu bókar, að hún er prýdd myndum þeirra manna og kvenna, sem þar er sérstaklega getið í minn- ingargreinum, og einnig fjölda ágætra landslagsmynda úr Borg- arfirði, sem þorsteinn Jósepsson rithöfundur hefir valið og tekið að mestu leyti. Að því er frá- gang snertir, hefir ísafoldar- prentsmiðja gert bókina úr garði af mikilli prýði að öllu leyti. Ingibjörg Jósefsdóttir Johnson Rétt nú fyrir skömmu, var þessi kona borin til grafar. Hún lá föl og ferðbúin í kirkjunni sem svo lengi hafði verið hið and- lega heimili hennar á meðan að á kveðju athöfninni stóð. Margir fcomu til að kveðja hana, því hún hafði verið samferða á vegin- um um langt skeið og ekki að- eins verið vel þekt og vel kynt, heldur líka tekið ákveðinn og mikilvægann þátt í félags mál- um íslendinga í Winnipeg. Kveðju stundirnar sem þessi — hinstu kveðju stundir hinna eldri Islendinga sem til Vesturheims komu á landnáms árunum gjör- ast nú tíðar. Þeir hverfa einn á eftir öðrum út á móðuna miklu og með þeim hverfur tímabil sem er alveg sérstætt í sögu ís- lenzku þjóðarinnar og persónu- leg einkenni og sérkenni sem aldrei framar sjást í þessu landi. Hver voru einkennin og sér- kennin sem einkendu Ingibjörgu Jósefsdóttir? Sum af lífs ein- kennum sínum hefir hún að sjálfsögðu átt sameiginleg með öðrum ættsystkinum sínum; svo sem æsku draumana og þroska þrár. En sérkennin átti hún al- ein. Eitt það fyrsta sem vakti eftirtekt manns í fari Ingibjarg- ar heit. var einkennilegur blær sem yfir svipbragði hennar hvíldi. Það var ekki gleðiblær, ekki 'heldur raunablær, heldur eitthvað sem hugann þyngdi og varpaði skugga á vonbjartan vor- morgun hennar þegar í byrjun, þó fann maður þetta ekki á henni sjálfri. Hún var viðmóts þýð, orðglöð og einlægnin sjálf —maður aðeins sá það. Lengi vel vissi eg ekki hvernin að á þess- um angurblíða áhyggju svip stóð — vissi ekki hvað það var sem að lífskringumstæðurnar höfðu lokað hana úti frá, en svo kom það smátt og smátt fram, í opinberunarbók lífsins, eins og svo margt annað sem þó er ætl- ast til að leynt fari, og það var óvanalega sterk listhneigð, sem Ingibjörg sá engan veg til að fullnægja. Hún þráði að leggja rækt við þá hneigð, en frumbýl- ings kringumstæðurnar kröfðust krafta hennar. Hún þráði að læra málaralist, en efnin til slíks náms skort u og sú ment hér lítið metin á æsku árum hennar, svo hún varð að beyja si-g fyrir kringumstæðunum og lífs aðstöðunni eins og svo marg- ir aðrir efnilegir unglingar hafa svo oft orðið að gjöra hjá þjóð vorri. En Ingibjörg lét ekki með öllu hugfallast; hún eyddi hverri frístund í að æfa sig í þessari sérstöku list og hefir málað fjölda mynda sem skreyta hús íslendinga í Winnipeg og má- ské víðar. Á meðal mynda þeirra eftir Ingibjörgu heit., sem eg ’hefi séð, er mynd af Lagarfossi í tunlsljósi, og Borgá mýrum. Allar þessar myndir bera vott um sterka listhneigð og talsvert þroskaða tækni. Allar myndirn- ar sem eg hefi séð eftir Ingi- björgu heit. eru Islenzkar — það er íslenzkar náttúrumyndir, og þó var hún ekki nema tíu ára gömul þegar að hún fór frá ís- landi. Hvað Ingibjörg heit. Jós- efsdóttir hefði getað komist langt á, listamálara brautinni, ef list- hneigð hennar hefði getað not- ið sín til fulls getur nú enginn maður sagt um, eða vitað. Annað einkenni Ingibjargar var skyldurækni. Hún leit ekki á lífið sem leikvöll, heldur sem starfssvið og að hver og einn bæri ábyrgð á hegðan sinni og framkomu í því sambandi og hún gerði meira en aðeins að líta þannig á lífssamband sitt og annara. Hún lifði þannig. Hún vann þannig. Hún innsiglaði þá lífsskoðun sína með órjúfan- legri festu og trúmensku fram til síns síðasta dags. Hún vann þannig í Goodtemjlara regl- unni. Hún vann þannig við dag- lega þjónustu hjá öðrum. Hún vann þannig í söfnuðinum sín- um kendi þannig og var þannig á sínu eigin heimili. Ingibjörg Jósefsdóttir John- son var fædd á Hrafnstöðum í laxárdal í Dalasýslu á Islandi, 27 maí, 1873. Foreldrar hennar voru Jósef Stefánsson frá Ása- stöðum í Húnavatnssýslu og Jó- hanna Bjarnadóttir frá Stykkis- hólmi. Hún fluttist vestur um haf til Winnipeg með foreldrum sínum og systkynum árið 1883. Árið 1897, 29. sept. giftist hún eftir-lifandi manni sínum, Kristj- áni Gottfred Johnson (Jónssyni) frá Akureyri og hafa þau hjón lengst af' búið hér í Winnipeg að undanteknu tímabili — nokkr- um árum, sem þau bjuggu að Leslie, Sask. Ingibjörg andaðist í Winnipeg 11. maí s. 1. Hún lætur eftir sig auk eiginmanns síns fjögur börn. Jósefínu Jóhönnu, þórð Leo, Kristján Attla. og Albert. Einnig þrjú barnabörn, tvær stúlkur og einn dreng. Af syst- kinum Ingibjargar eru tvær syst- ur lifandi: frú Helga, ekkja eft- ir séra Jóþann Bjarnason, og frú Jósephina, kona Tom Gillis (Tómasar Gíslasonar í Winni- peg). Þau sem dáin eru hér vestra eru Bjarni Þórður, Jó- hannes og Stefanía. Jarðarförin fór fram þann 14. Maí. Húskveðju flutti séra Bjarni A. Bjarnason systurson- ur þeirrar látnu, en líkræðu í kirkjunni — Fyrstu Lút. Kirkj- unni flutti sóknarpresturinn, séra V. J. Eylands. Hún var jarðsett í Brookside grafreitnum. J. J. B. Bolinn í kauphallar- rúgnum lifnaði við Eg skrifaði grein hér í blaðinu dagsetta 7. maí þ. á., þar sem eg bar fram þá spurningu hvort “bolinn” í kauphallarrúgnum væri dauður, samkvæmt draumi. Það má svo að orði kveða, að hann hafi fallið í dá um tíma, því að maí-mánaðar rúgur fór upp í $2.98 daginn sem eg skrifaði greinina; það var það hæzta, sem maí-rúgurinn fór, og eftir það féll hann daglega í verði þangað til 19. maí, þá var verðið $2.53, eða 45 centa verðfall á tæpum tveimur vikum. Það hefði ein- hverntíma hér áður þótt nokk- uð gífurlegt verðfall, en einmitt um þetta leyti þegar þessi lægð var komin, tók mig enn á ný að dreyma á þá leið, að nú myndi leiðin verða upp á við, og hafði eg orð á þessu við eina þrjá eða fleiri af kunningjum mínum hér í Vancouverborg, sem gætu vitni um þetta ef að með þyrfti. — Eg gat þá ekki komið því við sökum anna, að senda íslenzku blöðunum línu um þessi “straum- hvörf” í draumalífi mínu, — og óskaði þess þá að eg væri ekki í svona mikilli fjarlægð við ís- lenzku blöðin, og að þau gætu komið oftar út, svo að eg gæti birt drauma mína jafnóðum um verðsveiflur markaðsins, — ekki til leiðbeiningar handa brösk- urum , — heldur til íhugunar og gamans handa þeim, sem hafa gaman af draumum. — Eg tók það fram í greininni 7. maí, að nautið var lagt að velli með sleggju, (stálsleggju að mér fanst), eg vil líka geta þess að kunnugir hafa sagt mér að hinn svonefndi “stock market” hafi fallið mikið í verði síðustu vik- ur eftir að mig dreymdi þennan draum, og má vera að draumur- inn hafi ekki síður bent á hættu eða verðfall í sambandi við málma, sem þá voru komnir í geipiverð. — Eg ætlaði ekki að vera langorður um þessa síðustu drauma mína, sem allir lúta að því að rúgverðið haldi áfram (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 HeimlUs 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOinaur i aucrna, eyma, nef oo kverka sjúkdámum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugrardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur I augna, eyrna, nef og hdXssjúkAómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasimi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantaO meCul og annaC meO pösti. Fljót aígreiOsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur selur hann flllskonar minnlsvarOa og legsteina. Skrifstofu talslmd 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrical Appllances and Radlo Servlce Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. PCINCEÍ/ ME8SENQER SERVICE ViO flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri IbúCum, og húsmunl af öllu tífii. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEFHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. II. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIFEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu meO nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slml 25 356 Heima 55 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG S. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suSur af Banning) Talsimi 30 877 ViCtalstlmi 3—5 efUr hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke TannUeknir For Appointments Phone 94 906 Ofíice Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Serviee J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leígja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiOaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAO-E, Managing Direotor Wholesale Distributors of Freah and Frozen Fish. • 311 CHAMBERS STREBT Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.