Lögberg - 25.07.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.07.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946. w. J. LÍNDAL Missir Canandiskra borgararéttinda (FJÓRÐA GREIN) Á tvennan hátt geta menn mist borgararétt sinn: Með frjálsri sjálfsákvörðun, og með stjórnar ráðstöfun þess ríkis sem hann á heima í, sem er afleiðing af hans eigin athöfnum. Það er sjáanlegt að í fyrra tilfellinu gerir það engan mis-' mun, hvernig hann varð borg- ari, hvort heldur innfæddur eða með borgarabréfi. Afleiðingin er sú sem hann ætlaði. Hitt er og jafn augljóst, að þegar ríkið afturkallar eða ónýtir borgara réttindi einbvens, er einungis um þá að ræða, sem áður hefur ver- ið veitt borgararéttindi. Það snertir ekki innfædda. 1 sumum löndum getur þeim, sem hefur verið veitt borgara rééttindi, verið hegnt með því, að svifta hann borgararétti sín- um, og svo endurveita hann fyr- ir góða hegðun, en sú aðferð hef- ur ekki verið tekin upp í Can- ada í nýju lögunum. Canada, eins og möng önnur lönd, vill komast hjá tvöföldu þjóðemi. Það er þessvegna, að Canadiskir borgarar, fæddir ut- anlands, verða samkvæmt nýju lögunum að viðurkenna sinn Canadiska borgararétt er þeir ná tuttugu og eins árs aldri, samkvæmt því leyfi, sem veitt er í mörgum löndum. Canda leggur engar hömlur í veg fyrir að Canadiskir borgar- ar afsali ^ér sínu Canadiska þjóðemi, og taki sér annað. Að taka sér annað þjóðemi. Hver Canadiskur borgari, sem á formlegan.hátt og af frjálsum ^ilja, utan Canada, aðrir en gift- ir menn, tekur sér þjóðerni ein- hvers annars lands, hættir að vera Canadiskur borgari. Ef inn- fæddur Canada-maður fæddur utan Canada er borgari þess lands þar sem hann er fæddur, getur hann hafnað sínum cana- diska borgararétti þegar hann verður tuttugu og eins árs. Ef canadisk konji, með því að giftast borgara annars lands, verður eftir lögum þess lands, borgari þess, getur hún einnig hafnað sínum canadisku borgararéttind- um. Ef hún gerir það ekki, verð- ur hún borgari tveggja landa. Hermaður, sem er borgari bæði Canada og einhvers annars lands, hættir að vera canadiskur borg- ari, ef hann gengur í herþjónustu þeirrar þjóðar. Ef barn fullveðja foreldra, sem hafa mist sinn canadiska borg- ararétt á þann hátt, sem tekið er fram hér að framan verða, sam- kvæmt lögum þess lands borgar- r þess, þá hætta þau að vera canadiskir borgarar. En barnið er það verður tuttugu og eins árs gamalt, getur með yfirlýsingu orðið canadiskur borgari aftur. Þar er allir canadiskir borgar- ar eru breskir þegnar, er við- höfð sérstök regla í tilfellum þegar er einhver hættir að vera canadiskur borgari. Ef hann ger- ist borgari annars lands, en sem er í brezka ríkjasambandinu, hættir hann að vera brezkur þegn. Missir borgararéttindanna jyrir dvöl utanlands. Þetta áhrærir ekki innfædda Canadamenn, né canadiska borg- ara, sem hafa verið í canadiskri herþjónustu á styrjaldartímum, og hafa verið leystir úr herþjón- ustunni með sæmd. Allir aðrir canadiskir borgar- ar missa af sjálfu sér sín cana- disku borgararéttinda, er þeir hafa dvalið utanlands í sam- fleytt sex ár. Sérstakar tíma- lengdir um dvöl utanlands, eru undanskildar, svo sem stjórnar- erindreka, kaupsýslumanna og og vegna heilsubilunar o. þvl. I lögunum er veglyndisleg klausa, sem er öllum þeim til verndunar, sem í einlægni vilja halda sínum canadiska borgara- rétti, sem leyfir að borgararéttur canadisks manns, sem dvelur utanlands, megi vera framlengd- ur, með því að legga inn beiðni um það til hlutaðeigandi ræðis- manns, innan sex ára, þar sem það er tekið fram, að burtveran sé einungis bráðabirgðarleg og að umbiðjandinn, í allri einlægni, ætli sér að hverfa aftur til Can- ada og taka þar upp búsetu sína. Það er eftirtektarvert, að í öll- um þessum tilfellur um missir canadiskra borgararéttinda af frjálsum vilja, er Canada bara að uppfylla (verða við) óskum borgarasinna, sem hafa tekið sér aðsetur annarsstaðar. Sum ríki neita að viðurkenna jafnvel þjóðernis rétindi sinna eigin borgara í öðrum löndum, hvað þá heidur búsetu þeirra utanlands. Borgarar slíkra landa eru háðir því að vera end- urkallaðir á stríðsárum, og ef þeir óhlýðnast því kalli, getur illa farið fyrir þeim, ef síðar næst til þeirra. % Afturköllun canadiskra borgararéttinda. Hér er mismunur milli inn- fæddra og þeirra, sem hefir verið veitt canadisk borgararéttindi. Það er skilningur sumra í Can- ada, að borgarabréf sé óaftur- kallanleg, nema fyrir svik eða undirferli, og að ef löglegur borgari gerist sekur um ilt fram- ferði, hversu ilt sem það er, skuli hann vera straffaður á vanalegan hátt, eftir canadiskum dómsúr- skurði. Hér verður éngin tilraun gerð til að mæla með eða móti þess- ari hugsanastefnu. Til að gera sér skiljanlegt í hvaða átt stefnu Canada hefir miðað áfram í þessu máli, og hvenærri hún er nú þessari skoðun, er gott að kyrnia sér hvernig lögin voru áður en frumvarpið var lagt fyrir þing- ið, og innihald þess eins og það var að síðustu samþykt. Afturköllun undir lögunum frá 1914 Fyrir 1914 voru engin ákvæði í borgaralögum Bretlands né Canada um afturköllun borgara- legra réttinda. Það ár var bætt við klausu bæði í brezku og canadisku lögin, sem tekur það fram, að borgarabréf, sem hefði verið fengið með falskri skýrslu eða á sviksamlegan hátt, megi afturkalla. Breyting á þessu var samþykt á ánglandi 1918, og tveim árum síðar í Canada, sem gáfu meira vald til afturköllun- ar. Samkvæmt þeirri breytingu má afturkalla borgaralegan heimildarrétt þeirra: 1) sem á stríðs tímum hefur ólöglega skift við óvinina, eða átt þátt í viðskiftum sem á einhvern hátt voru þeim til aðstoðar; 2) fengið heimilarbréf á sviksamlegan hátt; 3) hefur síðan hann gerð- ist borgari, dvalið utan ríkis Hans Hátignar, meir en sjö ár; 4) hefur innan fimm ára frá þeim degi sem honum voru veitt borgararéttindi, verið dæmdur til ekki minna en tólf mánaða fangelsis vistar eða hegningar- vinnu, eða fjár sektarekki minna en fimm hundruð dollara (á Englandi 100 sterlingspund); 5) hefur sýnt með orðum og at- höfnum, óvild eða ótrúleik Hans Hátign; 6) hafði ekki óskert mannorð er honum voru veitt borgararéttindi; 7) verandi þegn ríkis, sem er í stríði við Hans Hátign, og að í hverju tilfelli, sem framhald á borgararéttind- um, miðar ekki til almennings heilla. Afturköllun borgarálegra rétt-> inda undir nýju lögunum. Þessi var grundvöllurinn fyrir endurköllun þegar upphaflega frumvarpið var lagt fyrir þingið. Sumu var haldið óbreyttu, sumt var fellt úr, eða breytt, fleiri og þýðingarmeiri breytingar voru gerðar áður en frumvarpið var samþykkt sem lög. Þannig er brezkur þegn frá öðru landi tal- inft með. Fyrstu og annari á- stæðunni fyrir endurköllun hefur verið haldið. Búsetu tímalengd utanlands hefir verið stytt, frá því sem farið var fram á í frum- varpinu, til sex ára, en er óbreitt að öðru. Sjöttu og sjöundu á- stæðunum ver alveg slept úr. Um fjórðu og fimtu ástæðurnar urðu skiftar skoðanir. í frumvarpinu voru þær sem hér segir: “Að innan fimm ára, eftir að hafa gjörst Canadiskur borg- ari, verið dæmdur af Canad- iskum rétti, til ekki minna en tólf mánaða fangelsis vistar; “hafa í orði eða verki komið fram sem ótrúr eða óhlýðinn Hans Hátign.” Þessi klausa mætti sterkum mótmælum innan þingsins, og frá félögum og hópum manna utan þingsins, sem hafði þau á- hrif, að á hvorttrveggja voru gerðar stórar breytingar. Þeim var steypt saman í eina klausu, sem hljóðar þannig: “Ef utan Canada, hefur í orði eða verki sýnt óvild eða ótrú- . leik Hans Hátign, eða ef í Canada, verið dæmdur fyrir landráð eða uppreisn, af Can- adiskum dómstól.” Nægrar varúðar hefur verið gætt, til að koma í veg fyrir að Canadiskir borgarar missi borg- araréttindi sín, nema fyrir vel- sannaðar sakir. Borgaralegt heimildarbréf er endurkallað með stjórnarskipun, eftir Skýrslu frá ríkisritaranum. Áður en skýrslan er samin, verður ráð- gjafinn að tilkynna það hlutað- eigandi manni, sem má æskja þess að málið sé tekið til rann- sóknar, og ef slík beiðni er gerð, verður að veita hana. Rannsókn- ina frambvæmir nefnd, undir forustu manns sem hefur skipað hádómara embætti, eða hæðsti réttur þess fylkis sem maðurinn á heima í. Varanlegleiki Canadiskra borgara-réttinda. Canadamenn geta varla fund- ið að, eða verið óánægðir með, ef Canadiskur . samborgari að- stoðar óvini landsins á styrj- aldar tírnum, eða * sem hefur fengið heimildarbréf, með svik- um, sé vegna athafna sinna svift- ur Canadiskum borgara réttind- um. Hann þarf ekki heldur að óttast um sín borgararéttindi þó einhver Canadamaður. sem býr í öðru landi, missi borgararétt- iridi sín, vegna þess að hann hef- ur sýnt óvild eða ótrúleik Hans Hátign, sem meinar Canada. Slíkur maður er utan þess að Canadisk lög nái til hans, og ætti Frá Blaine, Wash. Þjóðræknisdeildin “Aldan” hélt hátíðlegan Lýðræðisdag Is- lands 17. júní, með mjög mynd- arlegri skemtisamkomu í Blaine Hity Hall. Skemtiskráin var hin fjöls'krúð ugasta og íslenzkur söngflokkur undir stjórn tónskáldsins Sigurð- ar Helgasonar söng marga úrvals íslenzka söngva, er nú hinn nýi óslenzki söngflokkur í Blaine, einn með þeim bezta söngflokk, sem hefir þar sungið á íslenzku um langt sikeið, enda nokkrir ágætis söngmenn og konur, sem bæzt hafa við í flúkkinn. Líka söng Eías Breiðfjörð nokkra ein- söngva, af snild, svo líka að ó- gleymdum no'krum tvísöngvum sem þeir Walter Johnson og E. Breiðfjörð sungu saman, og var mikið klappað fyrir þeim. Ræður fluttu þeir séra Albert E. Kristjánsson og séra Guðm. P. Johnson. Ræðuefni séra Al- berts var um íslenzka flaggið; rakti hann sögu þess frá byrjun og fórust vel orð um það. Séra Guðmundur talaði um hinn hreina og al-íslenzka anda Jóns Sigurðssonar og þá auðsjá- anlegu ávexti þar af. Mjög rausnarlegar veitingar voru framreiddar af konum Öld- unnar. Á annað hundrað manns voru þar viðstaddir og skemtu sér vel. Það er ætlrm margra sannra þjóðræknisvina hér Á Strönd- inni, að 17. júní (Lýðræðisdag Islands) beri að halda sem hinn eina og virkilegasta hátíðisdag á meðal allra íslendinga vestan hafs, og hvað okkur hér á Strönd- inni snertir, mundi það vera hið eðlilegasta íslenzka hátíðahald, því sá dagur hefir allan virkileg- leikann á bak við sig. Blaine Islendingar hafa stigið spor í rétta átt og stofnað þjóð- ræknisdeild, sem er sterk að með- limatölu og sönnum íslenzkum þjóðræknisanda. Svo hafa ís- lendingar í Vancouver, B.C., stofnað aðra deild, “Ströndina,” ekki að vera leyft að vera undir vernd Canadiskra borgararétt- inda. / Hinn eini mismunur, innan Canada, milli réttinda innfæddra og þeirra sem hefur verið veitt borgaralegt heimildarbréf, er í sakeráfelling fyrir landráð og drottinsvik. Þess ber að gæta, að fimrn ára tímabilið -hefur ver- ið numið burt. Sakaráfelli fyrir landráð og drottinsvik, geta á- valt og altaf verið ástæða til að afturkalla borgaraleg heimildar- réttindi. Þegar Canadisk stefna, eins og rún birtist í lögunum, er hÖfð í huga, og ástæðumar til aftur- kalls Canadiskra borgararétt- inda„ eins og þessi lög sýna, eru röfð í huga, og ástæðurnar fyrir endurköllununni, sem enn eru, er grandskoðað, þá verður aug- ljóst að Canadiskt borgara-heim- ildarbréf hefur varanlegt gildi, og að helgi þess er eitthvað sem stjórn og þing vilja ógjarna raska. Canadiska þjóðin er sam- mála um það. sem byrjaði með lífi og fjöri, og engin ástæða til að hugsa annað en að sú deild verði mjög sterk og ihafi öll skilyrði til mikilla framkvæmda í þjóðræknislega átt, á komandi tímum, svo er líka mjög góð deild í Seattle, “Vestri,” eru þar margir mætir menn og konur, meðlimir í þeirri deild. Einnig eru margir Íslendingar bæði á Point Roberts og Belling- ham, hafa nokrkir af þeim gerst meðlimir tí Öldinni og sjálfsagt bætast margir fleiri við, eða kanske þeir stofni sínar eigin deildir, sem mundi æskilegt vera að þeir svo gerðu. Mér finst að þessar áminstu þjóðræknisdeildir ættu í nánustu framtíð, að taka til athugunar á fundum sínum, þá brýnu nauð- syn á að samvinna sé hafin milli deildahna sem allra fyrst. Til dæmis að fjórir velvaldir starfsmerin úr 'hverri deild væru kosnir til undirbúnings á meiri samvinnu; það yrði því 12 manna nefnd frá öllum deildunum til samans; þeir gætu svo mætt á vissum stað og tíma til skrafs og ráðagerðar. Nefnd þessi ætti að hafa vald frá deildunum til þess að undirbúa allsherjar lýðræðis- ihátíðahald þann 17. júní ár hvert og ihátíðahadið ætti að fara fram við friðarbogann á landamærum Bandaríkjanna og Canada. Einn- ig væri sjálfsagt að nota fleiri tækifæri til þess að styrkja sam- vinnuböndin milli þessara deilda, og fleiri, sem kynnu að verða stofnaðar seinna meir. Það lægi þá líka í hlutarins eðli að allar þessar deildir þyrftu að hafa al-íslezkt Kyrrahafs- strandar þing einu sinni á ári hverju, þar sem ómögulegt er fyrir deildirnar hér á ströndinni að hafa nokkurn verulegan starfsstyrk af því þjóðræknis- þingi, sem háð er árlega austur 1 Winnipeg; það er aðeins ánægja fyrir okkur að lesa um sHkt þing, en hin persónulega samvera með þjóðræknisbræðrum vorum er ávalt veigameiri. Viljið þér gjöra svo vel, þjóðrænkisvinir og með- limir þjóðræknisdeildanna á Kyrrahafsströndinni að láta mig heyra álit yðar. kóloninn og setti hann á eftir orðinu náðun, svo að setningin hljóðaði þannig: “Náðun; óhugs- anleg Síberíuvist.” Skömmu seinna kom keisarinn inn í skrifstofu sína, sá breyt- inguna og brosti, en lét hana standa. + ♦ ♦ Lög enn í dag. Á eyjunni Mön eru mjög forn lög í gildi sem ákveða um, að ef einhleypur maður hefir samræði við ógifta stúlku án hennar vilja. og að stúlkan klagar, fyrir rétt- vísinni, kemur málið fyrir kvið- dóm, og ef maðurinn er fundinn sannur að sök, fær dómarinn stúlkunni kaðal, sverð og hring, og hún getur gjört hvort sem hún vill, hengt, höggvið eða gifzt manninum. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. ............ B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. ............B. S. Thorvarðson Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man............... O. Anderson Bellingham, Wash. ..........Árni Símonarson Blaine, Wash. ............ Árni Símonarson Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson Cypress River, Man............. O. Anderson Churchbridge, Sask ..... S. S. Ghristopherson Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask....... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask.................... C. Paulson Geysir, Man............K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man................... O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak............ Páll B. Olafson Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man................ O. N. Kárdal Langruth, Man. .......... John Valdimarson Leslie, Sask............... Jón Ólafsson Lundar, Man................... Dan. Lindal Mountain, N. Dak............ Páll B. Olafson Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man...............Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. ........... J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man.......... Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Við kysum ekkert frekar en að geta sagt öllum, sem bíða eftir síma, að hann verði settur inn mjög bráðlega. En sökum þurðar á efni, svo sem staurum, vírum og telefónum þá getum við ekki sagt annað en: “Eins fljótt og unt er.” Við VILJUM og MUNUM þjóna yður “eins fljótt og unt er.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.