Lögberg - 25.07.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946.
3
Frá Vancouver, B.C.
16. JÚLÍ 1946
Tíðanfarið þar sem af er sumr-
inu hefur verið óvanalega óstöð-
ngt, meiri votviðri og kaldara en
vant er, um þennan tíma ársins.
Allar afurðár spretta vel, þessi
veðurátta virðist eiga vel við
allan jarðar gróður.
Hér hafa staðið yfir verkföll
1 ýmsum atvinnu greinum, svo
til stór vandræða horfði um
tíma. Mest hvað að verkfalli
skógarhöggsmanna og allra
þeirra sem stunda þá atvinnu-
grein að einhverju leiti. 37,000
verkamenn hafa tekið í taum-
ana hjá 147 arðræningjum,
(profit-hungry operators) sem
vilja ráða öllum lögum og lof-
um á þeim sviðum. Nú hefur
tekist að koma á samkomulagi
á milli iþessara tveggja málsað-
ila, að minsta kosti í bráðina og
búast verkamenn við að fá kröf-
ur sínar uppfyltar.
Þann 23. júní kom jarðskjálfti
hér á vestur ströndinni, og var
þess mest vart á Vancouver eyj-
unni í kringum Comox, Cour-
tenay og Port Alberni. Eftir
því sem kunnugt er, þá misti
einn maður lífið af þeim völd-
um. Hann var á sjó er jarð-
skjálftinn kom, og stór flóðalda
sökkti bátnum og hann drukkn-
aði þar. Nokkur skaði varð á
húsum sumstaðar, múrstrompar
hrundu víða á svæðinu frá
Nanaimo og norður fyrir Camp-
bell River. Ek)ki urðu neinir til-
finnanlegir skaðar í íslenzku
bygðinni við Campbell River,
eftir því sem fréttst hefir, aðeins
tveir eða þrír múrstrompar
hrundu á þvií svæði. Mest ber á
umturni sem varð á sjávarbotn-
inum í sundinu milli eyjarinnar
og meginlandsins. Sumstaðar
þar sem áður var 10 feta dýpi er
n 45 fet. Er stjórnin strax að
búa út leiðangur til að rfiæla
sjávarbotninn aftur, á þessu
svæði, og biúa til ný kort.
Skipstjórar geta ekkert reitt sig
á þau kort, sem áður voru til af
þessu svæði.
Þann 19. júní var haldið sam-
sæti fyrir þau Próf. og Mrs. T. J.
Oleson að heimili Mr. og Mrs.
Snæbjörn Polson. í tilefni af því
að þau eru á förum héðan til
Winnipeg. Próf. Oleson hefir
tekið kennarastöðu við “The
United College” og kennir þar
miðaldasögu og stjórnfræði
næsta ár. Dr. H. Sigmar var
veizlustjóri og leizti það vel af
hendi. Dr. Sigmar kallaði á Mr.
Vigfús J. Guttormsson skáld frá
Lundar, Man., sem hér var við-
staddur, ásamt konu sinni og
dóttur, til að stjórna íslenzkum
söng, sem var gert ráð fyrir á
skemtiiskránni. Allir viðstaddir
vissu að Mr. Guttormsosn var
eitt af okka beztu skáldum hér
vestan hafs, en mörgunv af okk-
ur var ókunnugt um söngstjóra-
hæfileika hans. En það kom
fljótrt i ljós, að hann var enginn
viðvaningur á þeim sviðum.
Honum lætur það vel. Hann var
svo spilandi fjörugur og kátur
sjiálfur, að hann kom öllum í
sama skap. Þá var sungið mik-
ið af íslenzkum söngum um tíma.
Þá tók vedzlustjóri til máls og
ávarpaði heiðursgestina. Minti
hann á starfsemi próf. Olesons í
okkar islenzka félagsskap hér, og
kvað það væri mikið tap fyrir
okkar félagsskap að missa hann
frá okkur. Einnig mintist hann á
þátttöku Mrs. Oleson í kvenfé-
lagsskap íslendinga hér. Fór
ræðumaðurinn um það mörgum
■orðum á mjög vel viðeigandi
hátt. Þegar veizlustjóri hafði
lokið máli sinu, kallaði hann á
Ármann Björnsson skáld, flutti
'hann heiðursgestunum gagnort
kvæði. Næstur var Viigfús J.
Guttormsson skáld, sem einnig
flutti þeim kvæði. Bæði þessi
kvæði hafa vexið birf í Lögbergi.
Nokkrir fleiri ‘tóku.til máls við
þetta tækifæri. Halldór Friðleifs-
son, Einar Haralds, Stefán Arna-
son, Óf'eigur Sigurdson, Miss
Gerða Christopherson og Snæ-
björn Polson. Þá afhenti veizlu-
stjóri heiðursgestunum umslag, í
því var spjald með viðeigandi
lukkuóskum, sem allir viðstaddir
höfðu skrifað nöfn sín á, og
.nokur peningaupphæð fylgdi þar
með sem lítill vottur um vináttu
þerra, sem þar áttu hlu-t að máli.
Bæði próf. og Mrs. Oleson létu
i ljósi þakklæti sitt fyrir þá vin-
semd sem sér væri sýnd. Nú
tóku konurnar við allri stjórn, og
báru fram rausnarlegar veitingar
eins og þeim er tamt. Þá var
þessu samsæti lokið. Öllum
fanst þessi kveldstund hin á-
nægjulegasta, og hún líða alt of
fljótt.
Ungmenna félag Islenzka Lút-
Safnaðarins, “The Luther
League,’ ’hélt skemtisam'komu og
dans þann 21. júní; var hún vel
sótt. Forsetinn var sqra H. S.
Sigmar frá Seattle. Það komu
margir frá Seattle á þessa sam-
kornu, með þeim kom leilkflokkur
sem sýndi stuttan leik. Aðal
ræðumaðurinn við þetta tæki-
færi var presta skóla stúdent,
Eric Sigmar. Nokkrar stúlkur
sungu einsöngva, og Mr. Eric
söng nokkrum sinnum. Eins og
kunnugt er, þá er Mr. Sigmar
söngmaður með afbrigðum, og
var hann kallaður upp aftur og
aftur. Séra O. S. Thorlakson frá
Californiu var viðstaddur, og á-
varpaði hann samkomuna með
nokkrum orðum; Mr- H. L. Thor-
lakson hélt stutta ræðu. Mr. Sig-
urður Sölvason aðstoðaði við
hljóðfærið.
Hér fór alt fram á ensku, þó
lamgflestir væru eldri Islending-
ar sem þar voru til staðar.
Þann 26. júní hafði kvenfélag
íslenzka Lút. safnaðarins “Gar-
den party” að heimili þeirra Mr.
og Mrs. Gunnar Guðmundsson;
var það vel sótt. Komurnar höfðu
þar búðir (booths) þar sem þær
höfðu margskonar hannyrðir til
sölu, líka skemti fólk sér við
ýmsa leiki. Bezt þótti mér að
koma í búðina til Mrs. G. Grím-
son. Hún skamtaði þar sykrað
skyr og rjóma. Sú vara seldist
vel, og hún þurfti ekkert að tala
fyrir henni. Kaffi og veitingar
voru þar fyrir hvern sem vildi.
Það er víða fallegt útsýni hér í
Vancouver, en eg hef hvergi séð
það vera betra en hjá Gunnari
Guðmundssyni. Hús þeirra
stend'Ur uppá hárri haéð, svo
þegar bjart veður er og 'gott
skygni, þá sézt þaðan yfir mest
alla Vancouver-^borg. Undir
hæðinni rétt framundan blasir
við íhinn stóri lystigarður “Hast-
ings Park” með öllum sýnum
mannvirkjum. Til hægri hand-
ar sézt út á fjörðinn og alla leið
út til “Stanley Park.” Það sézt
vel til skipanna sem eru á ferð
út og inn um “Lyons Gate” sund-
ið.
Fjórir félagar frá Winnipeg
sem hafa verið hér á ferðinni
víðsvegar á .vesturströndinni,
Halldór Swan, G. J. Johnson, B.
Ólafson oig Steindór Jacobson,
voru hér 21. júní og voru á ís-
lenzkri samkomu sem hér var
haldin þá um kveldið. Þeir
mættu hér mörgum gömlum
kunningjum sínum, og virtust
skemta sér vel. Héðan héldu
þeir til Victoria, B. C., og máske
til fleiri staða á Vancouver Eyj-
unni.
Tveir “retired gentlemen” héð-
an, Ófeigur Sigurðson, fyrrum
fyrirmyndar bóndi í Markerville
bygðinni í Alberta og Þórarinn
Guðmundson, fyrrum athafna-
maður í Red Deer, Alberta, eru
nú báðir þar eystra að “spóka”
siig í Alberta sólskininu. Það
er búizt við að þeir komi aftur
hingað í leitirnar áður en fer að
fjúka til muna þar austur frá
í haust.
Nýlega voru hér á ferðinni frá
Campbell River, B. C., Mr. og
HELSTU FRÉTTIR
HVAÐANÆFA
Tekið upp úr stúkublaði Skuldar
“Stjarnan 17. nóv. 1920.
Eftir Carolínu Dalman.
Mikiil og hátíðlegur fundur í
stúk. “Skuld” Innsetning em-
bættismanna, og teknir inn 17
nýir meðlimir; er slíkt stórtið-
indi, er minna mi-g á hlómaár
stúknann, þegar þær voru i rnest-
um uppgangi, þegar þessi höll
var bygð og stú'kan Skuld hélt
sinn fyrsta fund á stúknanna
eigin heiimili,sem svo var kallað,
þá var mikið, um dýrðir; þá voru
teknir inn 45 manns á einum
fundi, var það sannarlega hátíð-
legt, á þessum síðustu og verstu
tímum, er það nýnæmi að sjá
svona marga ganga inn í einu;
er slíkt fram úr skarandi gleði-
efni fyrir þjóðræktaranda ivorn
og einnig þetta er hið bezta teikn
sem vér getum óskað oss. Annað
var það, að br. Fjeldsted var
leiddu inn lí Æ. T. sætið og Mrs.
Fjeldsted í V. T. sætið. Bæði
hafa þau hreinan áhuga á mál-
efninu og svo vön við að stjórna
fundum.
Vér munum þá tíð þá alt var
ónýtt talið, ef ekki var Sig. Júl.
Jóihannesson, G. M. Bjarnason,
Ásbj. Eggertson, Gunnl. Jóhann-
son o. fl. í framkvæmdarnefnd-
um urðu þeir að standa, það er
margsinnis tekið fram í “Stjörn-
unni.”
Mrs. E. G. Gunnarson, Mrs. Sig-
ríður Gunnarson og Mrs. Helga
Sour. Þetta fólk var hér um
viku tíma að heimsækja ættingja
sána og kunningja.
Mr. og Mrs. Stefán Arngríms-
son frá Campbell River, B. C.,‘
voru hér á ferðinni um mánaða-
mótin. Þau voru á leið austur
til Manitoba sér til skemtunar,
og til að beimsækja gamla ná-
granna sína og kunningja þar.
Þau eru búin að kaupa hér ný-
tízku hús í Vanvouver, og búast
við að setjast hér að, er þau koma
til baka.
Þann 22. júní voru gefin sam-
an í hjónaband af Dr. H. Sigmar,
Mr. B. O. Hávardson og Miss
Helga Anderson. Hafa þau bæði
tekið mikinn þátt í íslenzkum
lélagskap hér í Vanvouver, og
eru því bæði vel kunn hér. Mr.
Hávarðson var skrifari “Isafold-
inga félagsins “Ströndin.” Mrs.
Hávarðson var skrifari “ísafild-
ar,” um nokkurt skeið, áður en
það félag sameinaði sig við
‘Ströndina.’ Félagsbræður þeirra
og systur, eins og margir fleiri
vinir þeirra, óska þeim til
lukku og blessunar í framtíðinni.
Mr. og Mrs. Jón Gunnarson
eru á þryggja mánaða skemti-
túr til Alaska. Það verður sjálf-
sagt igaman að ná tali af þeim
er þau koma til baka. Það er
ekki oft að okkur gefist tækifæri
að fá greinilegar fréttir þaðan,
nú í seinni tíð.
Erindrökar héðan á íslenzka
Lút. kirkjuþingið í Minneota í
Minnesota, ásamt dr. Sigmar
voru Mr. G. F. Gíslason og Mrs.
Anna Matthíasson.
Það er ekki á allra vitorði að
við höfum hér íslenzka skipa-
smiði. Mr. Ármann Björnson og
sonur hans hafa smíðað bát sem
er þrjátíu og þrjú og hálft fet
á lengd og níu fet á breidd. Þessi
bátur er bygður einsog fiskibát-
ar eru bygðir, yfirbygging í fram-
parti skipsins þar sem er pláss
fyrir stýrimann, og nokkra fleiri
undir kxfti. Þessi bátur er betur
bygður en vanalega gjörizt, alt
efni hið vandaðasta sem hægt
var að fá. Ekkert nema kopar-
naglar voru brúkaðir við smíðið,
það var búið að mála bátinn
hvítann, og er hann rneð þeim
fallegustu bátum sem eg hef séð
af þessari gerð. Mér datt í hu'g
hvað það væri vel viðeigandi
að Iþessi bátúr væri nefndur
“The Swan,” 'því hann mun líta
út sem svanur þegar hann er
kominn á flot.
S. Guðmundsson.
Lífsreglur
Áfram og aldrei að víkja,
aldrei sitt málefni að svíkja,
áfram og allir samtaka,
einlægt að starfa og vaka.
Enginn má aftur úr dragast.
enginn má rífast og jagast;
allir, hver öðrum að liði
í eining og kærleik og friði.
Þannig skal beina og benda
byrja, hald’ áfram og enda,
Samtök og samvinnu alla
sigra eða í valköstinn falla.
Sáttir og samhuga brœður
sáttir og haldið nú ræður,
málefnin greiðið og grœðið
götuna sannleikans þrœðið;
segið hver öðrum til synda,
sízt til að œsa upp vinda,
heldur í lag öllu hrinda,
heilaga vandlæting kynda.
Gjörið nú glaðvœra fundi,
góður þar margur sér undi;
skemtum svo öllum með 'spaugi
þeir spjara sig Mundi og Laugi.
VIÐ ELSKUM RÚSSLAND
MEIRA
Síðastliðinn nóvember, lýsti
Soviet-stjórnin á Rússlandi yfir
því, að allir, sem burt hefðu flutt
frá Ú'kraníu og Hvíta-Rússlandi,
til annara landa, væru velkomnir
heim og fengju að njóta full-
kominna borgararóttinda í heima
löndum sínum. 700 manns, sem
búsett var og er enn hér í Kan-
ada, tók þessu boði og 'kvað sig
fúst til heimfarar. Svo hefir lítið
heyrst um þessa 700 nýju rúss-
nesku borgara, sem út vildu
flytja frá Kanada, þar til núna
um daginn, að veizlu var slegið
upp fyrir þá, eða svo marga af
þeim, sem vildu koma, á Van-
couver Hótelinu í Vancouver,
— vandaðri og veglegri veizlu —
og kostaði máltíðin $2.50. Eitt
hundrað og sjötíu manns kom til
veizlunnar og neytti réttanna
með ánægju og gleði. Að mál-
tlíðinni lokinni, reis maður að
nafni Victor Shipihum úr sæti
sánu og kvaddi sér hljóð, og fór
að tala um heimferðarmál þeirra
rússnesku þegnanna nýju: “Það
er ekki sökum þess að okkur þyki
ekki vænt um Kanada, að við
viljum fara héðan, heldur er það
sökum þess, að við elskum Rúss-
land meira. Mannfélags fyrir-
komulagið á Rússlandi er miklu
betra.”
Shipihum viðurkendi, að það
hefði verið farið vel með sig og
sína í Kanada; að hann hefði
komið hér allslaus og verið fædd-
ur og klæddur, þegar að hann
hefði ekki getað fepgið atvinnu.
Síðar hefði raknað úr fyrir hon-
um, og hann hefði gift sig, átt
fjögur mannvænleg börn, að
hann hefði haft nóg fyrir sig að
leggja og eignast þægilegt heim-
ili. Hann sagði að tvö af börnum
siínum hefðu vinnu hjá C.N.R.
og sjálfur hefði hann haft $160.00
um mánuðinn við skipamíði.
Hann tók fram í ræðu sinni, að
Kanada hefði verið Úkraníufól'ki
vinveitt og jafnvel hvatt það til
að halda við þjóðararfi sínum.
“En,” sagði Shipihum, “fyrir sjö
vikum síðan var mér sagt upp
vinnunni, og sagt að sigla minn
eiginn sjó. “Á Rússlandi kemur
sliíkt ekki fyrir; þar tryggir
stjórnin manni vinnu — þar fer
maður aðeins frá einu verkinu
til annars, og þarf enga ábyrgð
að ibera sjálfur.” Hann var líka
sannfærður um að það væri
hægara fyrir son sinn að verða
læknir á Rússlandi en í Kanada,
og dóttur sína að verða hjúkr-
unarkonu. “Hér í Kanada,” sagði
hann, “kemst kvenfólkið ekki
lengra en að þjóna við borð í
matsöluhúsum.”
Alt þetta fól'k hefir fengið spá-
ný vegabréf frá stjórninni á
Rússlandi, og bíður nú eftir því,
að Kanada-stjórn borgi forgjöld-
in þeirra heim til Rússlands, eða
þá einhver önnur stjórn. En
lengi sagði Shipihum að það
hvorki vildi né gæti beðið.
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON DR. A. BLONDAL
Physician and Surgeon
Dentist 602 MEDICAL ARTS BLDG.
506 SOMERSET BUILDING Slmi 93 996
Telephone 97 932 Heimili: 108 CHATAWAY
Home Telephone 202 398 Simi 61 023
%
Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 Dr. S. J. Jóhannesson
DR. K. J. AUSTMANN
SérfræOlngur i augna, eyma, nef 215 RUBY STREET
og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING (Beint suður aí Banningr)
Cor. Portage & Main Talslmi 30 877
Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. nema á laugardögum. ViCtaistlmi 3—5 eftir hádegl
DR. ROBERT BLACK DR. E. JOHNSON
SérfrœCingur í augna, eyma,
nef og háJssjiíkdómuvt. 304 EVELINE STREET
416 MEDICAL ARTS BLDG Selkirk, Man.
Graham and Kennedy St.
Skrifstoíusími 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m.
Heimasími 42 154 Phones: Office 26 — Res. 230
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVKR, N. DAK.
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaö meðul og
annaO meO pósti.
Fljót afgreiOsla.
Office Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
A. S. B A R D A L
848 SKERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um flt-
farlr. Allur útbönaCur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og' legsteina.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talslmi 26 444
Phone 31 400
Electrlcal Appliances and
Radio Service
Furniture and Repalrs
Morrison Electric
674 SARGENT AVE.
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDG
Phone 97 329
PRINCE/f
MESSENQER SERVICE
ViC flytjum kistur og töskur.
húsgögn úr smærri IbúCum,
og húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Slmi 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
Winnipeg, Canada
Phone 49 469
Radio Service Speciallsts
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stf.
Verzla 1 heildsölu meO nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.slmi 25 355 Heima 65 462
Argue Brothers Ltd.
Real Estate, Financial, Insurance
LOMBARD BLDG.. WINNIPEG
J. Davidson, Itepresentative
Phone 97 291
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE' 34 555
For Quick Reliable Service
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgO.
bifreiOaábyrgC, o. s. frv.
PHONE 97 638
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Slml 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British QuaMty Fish Netting
60 VICTORIA ST., WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAQE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frssh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS 8TREET
Offlce Ph. 26 328 Rea. Ph. 73 917