Lögberg - 01.08.1946, Side 2

Lögberg - 01.08.1946, Side 2
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 UNNUR B. BJARKLIND (Hulda) Unnur Benediktsdóttir Bjark- lind (Hulda) var fædd á Auðn- um í Laxárdal í Suður-Þingeyj- arsýslu 6. ágúst 1881. Foreldrar hennar voru Benedikt Jónsson og Guðný Halldórsdótir. Var Benedikt þjóðkunnur maður. Fram til tvítugs dvaldi hún í heimahögum og naut ástríkis og umönnunar hinna ágætu for- eldra, er skildu hæfileika hennar og sáu að hún þráði meiri fróð- leik og víðari útsýn en henni veittist í heimahúsum. Var hún því sett til mennta í Reykjavík og svo sigldi hún síðar til Dan- merkur og aflaði sér menntunar þar. Fyrstu kvæðin, sem birtast éft- ir hana koma út í “Framsókn” 1903, blaði Jarðþrúðar Jónsdótt- ur, og veja strax eftirtekt. En 1904—1905 birtast einnig kvæði eftir hana í “Ingólfi” Var þeim kvæðum veitt mikil athygli af mönnum sem teljast máttu dóm- bærir á skáldskap. Þeir rituðu þá báðir um ljóð hennar Einar Benediktsson og Þorsteinn Erl- ingsson. Hún skrifar þá eins og ætíð síðar undir dulnefninu Hulda. Alþjóð veit ekki hver hún er fyrr en Þorsteinn Erlings- son kveður upp úr með það í “Þjóðviljanum” 1905 í grein um ljóð hennar, sem hann nefnir “Huldupistil.” Vakti grein Þor- stein feikna athygli. v Einar Benediktsson yrkir til hennar kvæði, sem prentað er í Vér ÁRNUM ÍSLEND- ING.UM TIL HAMINGJU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ ÞEIRRA ÞANN 5. ÁGÚST 194 6, AÐ GIMLI. Weston's Bread and Cake [Canada] Ltd. HOUSEHOLDERS ATTENTI0N We have most of the popular brands of coal in stock at presnt, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us to serve you better. MCf URDY CUPPLY f V/BUILDERS' O SUPPLIES PHONE 23 811 - 23 812 0. LTD. and COAL 1034 Arlington Street WINNIPEG ljóðabók hans, “Hræinir.” Þar segir Einar: “Dalasvanninn með sjálfunna menning, sólguðnum drekkurðu bragaskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kœrleiks og fegurðar þrenning.” Þorsteinn Erlingsson skrifar af djúpum skilningi um ljóð hennar og lofar þau. En einkum verður honum tíðrætt um þulur “Huldu.” Hann segir: “Það eru yndisómarnir úr þul- um okkar og þjóðkveðskap, þeir sem allra sætast hafa bergmálað í innstu og viðkvæmustu hjarta- strengjum okkar allra, sem höf- um elskað þá, og þó man eg hvergi eftir að hafa heyrt þá svo hreina sem hér og lausa við alla truflandi aukahljóma úr ósam- ræmi daglegs lífs.” Þessi tvö höfuðskáld þjóðar- innar leggja þá strax jákvæðan dóm á verk hennar — byrjunar- verk að vísu. En enginn, sem þekkir skáldferil henilar, mun telja að henni hafi hrakað. Þvert á móti vex hún sem skáld. við hverja nýja ljóðabók, er hún læt- ur frá sér fara. Eftir hana hafa komið fimm ljóðabækur og veit eg ekki betur en sú sjötta sé í prentun. Auk þess hefir hún skrifað mikið í óbundnu máli. Hafa alls komið út eftir hana 19 bækur. Hún er mjög fjölhæf, því eftir hana liggja ljóð, þulur, ævintýri og fjöldi smásagna — og svo Dalafólk, stórt verk í tveim bindum, sem fjallar um íslenzkt sveitalíf. Hún mun einn- ig hafa fengist eitthvað við leik- ritagerð. Var einu sinni að minsta kosti leikið í útvarpið smáleik- rit eftir hana. Að mínum dómi mun sumt, sem hún hefir ritað í óbundnu máli eiga sér langt líf, eins og til dæmis hin gullfallegu aévintýri hennar, sem ofin eru úr íslenzkum efnivið, og svo marg- ar smásögurnar. Það sem einkennir öll verk hennar er vandað mál, ljóðrænn stíll og um fram allt þetta, sem skáldið Einar Benediktsson segir í þessum ljóðlínum, sem hann yrkir til hennar: “Þú gleðst eins og hjartað sjálft þér segir, og syngur með náttúrubamsins rödd. a Þú villt að þig leiði listanna vegir til Ijóssins áttar — til þess ertu kvödd.” Þessi orð skáldsins urðu að á- hrínsorðum. Það voru vegir list- arinnar, sem leiddu hana til hinztu stundar. Hún hélt stöðugt í áttina til ljóssins. Hún söng alltaf með rödd náttúrubarnsins, og því náði hún langt. Því auðn- aðist henni að láta eftir sig hrein- ar perlur á bókmenntasviðinu. Það er vert að athuga, að tvö vinsælustu og beztu ljóðskáldin okkar, þeir Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlingsson, skipa skáldkonunni strax sess meðal okkar beztu ljóðskálda. Hún er viðurkennd af alþjóð . Hverri nýrri bók, sem frá henni kemur, er tekið með miklum fögnuði. — En við mat á verkum skálda og rithöfunda síðari ára kemur ann- að í ljós, þar eru henni úthlutuð lá viðurkenningarlaun. En samt sem áður leyfi eg mér nú að taka mark á þeim Einari Ben. og Þorsteini Erlingssyni, og álykta, að henni hafi borið sess meðal okkar beztu skálda og að henni hafi þá líka borið viður- kenning sem slíkri. -f Unnur giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurði Bjarklind, 20. des. 1905. Fluttu þau þá til Húsavíkur og voru búsett þar í 30 ár. Tók Unnur við bústjórn á umfangsmiklu heimili; var heim- ili þeirra hjóna alltaf fullt af gestum og gangandi. Kom þá í ljós hæfileiki hennar sem hús- móðir, móðir og eiginkona. Sigurður, maður hennar, var kaupfélagsstjóri. Staða hans út- heimti hann óskiptan. Hafði Unnur því öll störf á hendi, er að heimilinu lutu, og alla umsjá. Svo ríkt var náttúrubarnið í henni, að henni fannst ólíft á mölinni; varð það til þess að þau fóru að rækta þarna land. Rækt- uðu þau eina dagsláttu á ári og skiluðu 30 dagsláttum af rækt- uðu landi, er þau fluttust frá Húsavík. Þau eignuðust 4 börn, eru 3 þeirra á lífi. Þegar börnin fædd- ust, var það hennar ráð að hafa húsdýr, kýr, kindur og hesta, svo að börnin lifðu við lík skilyrði og þau höfðu sjálf lifað við. Hún átti nægan skilning til að setja sig inn í hugarheim bamanna. Og hún var ástrík móðir. Hún var ákaflega stjórnsöm og umhyggjusöm húsmóðir. Henni var í blóð borin þessi gamla, hreinræktaða heimilistryggð, sem sér og finnur hvað hverjum bezt hentar og hvað heimilið þarfnast. Öll börnin hafa dvalið heima til þessa dags. Öll eru þau upp- komin og hafa sitt starf út á við. En öll hafa þau kosið að vera heima. Unnur var ákaflega mikil starfskona og sívinnandi. í leg- unni gekk hún frá “Úrvali ís- lenzkra fornkvæða,” sem nær til miðaldanna. Hún var líka byrj- uð á vísnaskýringunum. í vetur gekk hún frá úrvali úr kvæðasafni sínu. Vissi eg til.að útgáfa sú var ákveðin fyrir löngu. Hún var aðeins að bíða eftir að kvæðabókin kæmi út. Legan varð löng. En hvorki mér né öðrum, sem sáu hana, datt víst í hug, að svo skammt væri eftir. Það er nú eyðilegt heima meðal ástvina hennar. En það er úrbót, að hver stund, hver einasti dagur, sem hún lifði, varð að dýrmætri minningu, sem hvorki mölur né ryð fær grand- að. Eg átti því láni að fagna að kynnast henni. Nú finnst mér þessar samverustundir hafa ver- ið alltof fáar. Þessar stundir munu verða mér ógleymanlegar, því að þar kynntist eg göfugri konu og miklu skáldi. í dag er þjóðarsorg. í dag er einu góðskáldinu færra meðal okkar. í dag er dalasvanninn borinn til hinnztu hvíldar. Sú ljóðadís er hætt að óma, sem lét sönginn fara sem leiftur gegnum þokumyrkur sálnanna og snart innztu strengi hjartans, sú sem óf fegursta glitvefinn úr þjóð- sögum okkar og æfintýrum. Friður sé með þér. Elínborg Lárusdóttir. —(Alþbl. 17. aprál.). PHONE 96 712 216 NOTRE DAME AVE. Með beztu óskum til íslendinga á þjóðhátíð þeirra á Gimli 1946, frá OXFORD HOTEL IN THE CENTER OF WINNIPEG Moderate Rates - Free Parking - Parlor JOSEPH STEPNUK, Pres. S. M. HENDRICKS, Mgr. ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGA í tilefni af íslendingadeginum á Gimli 5. ágúst 1946 FORT GARRY TIRE & SERVICE LTD. Brakes Relined and Adjusied - Wheel Alignmeni Baitery Service - Tire Repairs - Reireading Services Tracior Tires Reireaded FIRESTONE—Passenger, Truck and Tracior Tires FORT GARRY TIRE & SERVICE LTD. 208-212 Fori Sireei Winnipeg, Man. PHONE 92 503 - 92 504 A t W Ll\ til íslendinga í tilefni af íslendingadeginum á Gimli þann 5 ágúst 1946 Vér höfum einn hinn allra fullkomnasta útbúnað til þess að veita móttöku öllum tegundum korns um uppskerutímann. Ábyggileg og skjót afgreiðsla. PARRISH & HEIMBECKER L I M I T E D 661 GRAIN EXCHANGE BUILDING, WINNIPEG SIMÍ 92 247 islenzkir Byggingameistarar Velja TEN/TEST í allar sínar byggingar Þessi Insulaiing Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og noiuð um allan heim — Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða eða endur- nýjunar fullnæglr TEN/TEST svo mörgum kröfum, að til stórra hagsmuna verður. Notagildi þess og verð er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess að það kemur f stað annara efna, er ávalt um aukasparnað að ræða. TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating board. pað veitir vörn fyrir of hita eða kulda, og það kemur f stað annara efna, er ávalt um aukasparnað að ræða. í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjöl- mennisíbúðtim, útvarpsstöðvum, samkomusölum og hótelum, tryggir TEN /TEST Iffsþægindi, útilokun hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingarlistar. Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viður- kenda viðskiftamiðla, er trygging yðar fyrir Skjótri, persónulegri afgreiðslu. R^ðgist við næsta TEN/TEST umboðsmann, eða skrifið oíjs eftir upplýsingum. HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR TEN-TEST LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUM Insulaling Wall Board INTERNATiONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA WESTERN DISTRIBUTORS; ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. “

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.