Lögberg - 01.08.1946, Qupperneq 6

Lögberg - 01.08.1946, Qupperneq 6
14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 ÞA og NU - GREIN SÚ, sem hér fer á eftir, er þýdd úr Lundúna- blaðinu “Daily Telegraph.”. Höfundur hennar er Mal- colm Muggeridge. Er hér gerður skemtilegur saman- burður á ástandinu í heims- málunum nú og eftir fyrri heimsstyrjöldina 1914—1918, einkum eins og ásigkomu- 1919 og 1946 lagið var í maímánuði vorið 1919. Það getur verið hughxeyst- andi að blaða í gömlum dagblöð- um. Þau minna mann á gömul vandamál, sem langflest hafa fengið einhverja lausn á endan- um. Það er eins og Carlyle sagði, að hið liðna getur verið þægi- legt vegna þess að frá því stafar engin hætta lengur. Ef horft er aftur til ársins 1919 virðast vandamálin þá vera á ýmsan hátt svipuð því sem þau eru nú. Á sínum tíma ollu þau mikilli bölsýni og hugarangri. Eini mun- urinn þá og nú er sá, að fyrri vandamálin hafa öll verið til lykta leidd, en vandamál nútím- ans er enn óséð fyrir, hverjar afleiðingar geta haft. Lesenduir “Daily Telegraph” vorið 1919 fengu tuttugu síðna blað fyrir 2 pens í stað sex síðna nú fyrir 1% pens. Stríðstak- markanir á pappír til prentunar höfðu þá þegar verið afnumdar. Þeir fylgdust þá, ýmist með vOn eða efagirni, með friðarfundin- um í Versölum. Þýzku fulltrú- arnir höfðu þegar fengið með- mælabréf sín, en enginn var í vafa um það, að friðarsamning-. arnir myndu vera komnir í kring áður en til undirskriftar kæmi af Þjóðverja hálfu. Deila reist út af Itöl-um, eink- um vegna hafnarinnar Fiume, sem Wilson forseti vildi setja undir alþjóðastjórn. ítalski for- sætisráðherrann Orlando vildi engan veginn fallast á þá kröfu. 1 Róm rí'kti “andi sárra von- brigða,” enda þótt Poincaré gerði alt sem hann gæti til þess að telja kjark í fólkið með því að segja, “að Italía og Frakkland, sem staðið hafi fast saman í styrjöldinni, myndu standa sarn- an áfram á friðartímum.” Belgía var óánægð með hlut- skifti sitt við friðarborðið, og Robert Cecil lávarður hafði þá þegar komið fram með tillögu sína um að leyfa Þýzkalandi að ganga í Þjóðabandalagið, sem þá var nýstofnað. -f Að Versölum slepptum var gjörvöll Evrópa mjög ókyrr. Mjög fátt var vitað með vissu um það, sem fram fór í Rúss- landi. Sagt var, að sovétherir væru flúnir frá Kiev, pg að Lit- háar, sem börðust á 400 kíló- metra langri víglínu, væru að nálgast Vilna. í Ungverjalandi sat Bela Kun enn að völdum en franskar hersveitir voru á leið- inni til þess að hertaka Buda- pest. Sagt var, að bændu/ “tækju á móti þeim sem frelsur- um. Dagar sovétstjómarinnar í Ungverjalandi voru taldir.” Hótað var pólskri innrás á Þýzkaland í Efri-Slesíu, og frá Genf barst undarlegt skeyti um það, að “Þjóðverjar væru að endurskipuleggja her sinn í óða önn.” Kommúnistastjórnin í Bæ- heimi var þegar á fallanda fæti. Þýzkar stjórnarhersveitir höfðu umkringt Munchen og “rauðir varðliðar gáfust upp í hópum.” Ástandið í Póllandi virtist harla ískyggilegt, þrátt fyrir það álit, sem Paderewski forseti naut. “Stjómmáladeilur voru harðvítugar milli allra hinna mörgu flokka, og átökin urðu hálfu verri sökum þeirra of- sðkna, sem Gyðingar urðu fyrir.” í París voru verkföll átakan- leg, og þar voru skærur og víg á götum úti. Verið var að stofna franskan landráðadómstól. Ýmis álíka fréttaskeyti um illt ástand bárust hvaðanæfa úr ver- öldinni þessa vordaga árið 1919. Og jafnvel í London “komu tugir þúsunda, sem allar báru rauða svipinn á sér,” saman til fundar í Hyde Park og voru á- varpaðir af George Lansbury. Indland og Egyptaland höfðu verið vettvangur mikilla átaka. Stjómin í Egyptalandi hafði ný lega sagt af sér, og Allenby lá- varður og yfirhershöfðingi hafði fengið mikil völd í hendur. Indlandi hafði “Mr. Gandhi hvatt fylgismenn sína til hug- rekkis og þrautseigju og að stilla sig um allar nei-*kvæðar framkæmdir.” Á sviði heimspólitíkurinnar gnæfði Wilson forseti hæst allra. Þá þegar var samt farið að kvis- ast um það, að hann ætti ekki jafn miklu fylgi að fagna heima fyrir og jafnan áður. Samstarfs- maður hans, Mr. Daniels flota- málaráðherra, yar á ferðalagi á London, þar sem hann var við- staddur hátíðahöld tileinkuð sjó- hernum, sem haldin voru í minn- ingu um endalok þeirrar styrj- aldar, sem þekkt myndi í sög- unni sem styrjöldin, er bundið hafi enda á allar styrjaldir, og gera ætti óþarfa tilveru herja og flota í framtíðinni,” 1 Englandi kom Austen Cham- berlain fram með fyrsta eftir- stríðsfrumvarp sitt varðandi fjárlögin. Það hljóðaði upp á 1,434,910,000 sterlingspund — á móti 5,400,000,0000 sterlings- punda-frumvarpi Mr. Daltons nú. Bjór og áfengir drykkir hækkuðu í verði, enda þótt whisky-flaskan hafi þá ekki kost- að nema 10 shillinga, og 6 pens, og þótti flestum nóg. Á þessum tímum fóru glæp- ir mjög í vöxt, — sömuleiðis hjónaskilnaðir. Húsnæðisvand- ræði voru gífurleg, og skipaði stjórnin dr. Addison (sem nú er viscount) sem húsnæðismála- ráðunaut. Nefnd var sett á lagg- irnar til að skipuleggja kola- framleiðsluna, og var formaður hennar Mr. Justice Sankey. Hún átti einnig að athuga framtíðar- möguleika fyrir iðnaðinn í land- inu og möguleika fyrir aukinni þjóðnýtingu hans. Fjórir full- trúar úr fulltrúadeildinni voru útnefndir til þess að “athuga framkvæmd á lagagreinum varð- andi lausnir frá embættum, og hvernig fyrir það yrði komist, að þeim lagaákvæðum væri mis- beitt.” Mr. Lloyd George forsætisráð- herra sagði, að “vandamálið varðandi atvinnuleysið væri eitt- hvert hið erfiðasta viðureignar og mest lægi á að leysa það a!: öllum vandamáltmum, sem fyrir lægju”. Hann lofaði “ákvæðum um lágmargsvinnutíma og lög- um um breytingar á kaupi,” þar sem fólki væri tryggð fjörutíu og átta stunda vinnuvika. Það voru tímar loforða og vonar. Sigurinn í maí 1919 sýnd- ist bera merki um það, “að Lon- don vildi fagna honum sem best, og að hann myndi endast öldina út, — og áhrifa hans jafnan gæta.” — Alþbl. 18. apr. íslenzk þýðing á skáldsögu Capeks, Salamöndrustríðið Skáldsaga tékkneska rithöf- undarins, Karels Capeks, Sala- möndrustríðið, er nýkomin út, í íslenzkri þýðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum, á vegum Máls og menningar. Salamöndrustríðið nemur nær þrjú hundruð blaðsíðum, og skiftist sagan í þrjár bækur, er bera heitin: Andrias Scheuch- zeri, Mót hátíndum menningar- innar og Salamöndrustríðið. Þýðandinn skrifar stuttan eftir- mála að bókinni um höfund hennar. Karel Capek fæddist árið 1890, en lézt árið 1938 um líkt leyti og Tékkóslóvakía var lögð undir járnhæl nazismans. Hann hefur verið talinn öndvegishöfundur tékkneskra millistríðs bókmenn- ta og var glæsilegur málsvari frelsisstefnunnar, sem hinir tveir frægu forustumenn þjóðar hans Masaryk og Benes, túlkuðu á stjórnmálasviðinu. Þetta er fyrsta bók Capeks sem kemur út í íslenzkri þýð- ingu. Hins vegar var eitt leik- rita hans, Gervimenn, sýpt hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Congratulations . . . Management and Staff of the Oldest Livestock Commission Firm at the Union Stockyards BURNS BROS. LTD. Hugheilar árnaðaróskir til tslendinga á þjóðminningardegi þeirra á Gimli, 5. ágúst 1946 frá SELKIRK METAL PR0DUCTS LIMITED 187 SUTHERLAND AVE., WINNIPEG, MAN. Sími 54 358 KELLY SVEINSSON, forstjóri Nokkar smásögur eftir Capek hafa verið þýddar á íslenzku. Smalamöndrustríðið kom fyrst út árið 1936. Skáldsaga þessi hef- ur verið þýdd á fjölmörg tungu- mál og vakið mikla athygli. (Alþbl. 18. aprl.) Hvert ert þú eiginlega að fara í þesum mikla flýti? spurði frú Jones. Eg ætla að skreppa heim til Johns. Hann var að enda við að hringja til mín og biðja mig um að lána sér tappatogara og eg ætla að fara með hann sjálfur, svaraði herra Jones. Nú getur þú ekki sent dreng- inn með hann? Kona góð, sagði herra Jones ávítandi, þessi spurning sannar enn betur en margt annað, hvers vegna kvenfólk getur ekki stjórn- að hersveitum, tekið skjótar ákvarðanir, þegar milljóna við- skipti eru í húfi. Þegar rétta augnablikið rennur upp, vita þær aldrei hvað þær eiga að gera. Með Beztu Heillaóskum á íslendingadaginn frá JOE BALCAEN PLUMB^NG, HEATING AND SHEET METAL WORK FARM IMPLEMENTS SÍMI 212 Manitoba Avenue Selkirk, Manitoba Lakeside CTradinq Co. Qimli, TTlauitoba Vegna sérstakra ástæðna, er verzlun okkar á Gimli nú þegar til sölu. Vænt- anlegir kaupendur snúi sér til okkar undirritaðra viðvíkjandi skilmálum. *JU. ^JUoaAoAAo+i f}. 'JUosiAa'Uott

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.