Lögberg - 08.08.1946, Side 6

Lögberg - 08.08.1946, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST, 1946 Hann hafði komist að því að hún mundi vera var. Þessi fursti var vand- skilinn og dulur; hann hafði dáðst að mörgum stúlkum, en ekki elskað neina; sú eina sem hann elskaði var Ethel New ton. Hennar fríða enska andlit, tignar svipur hennar og göfugi karaktér, ský- lausi og hreini hugsunarháttur, hafði haft dýpri og sterkari áhrif á hann, en hann hafði nokkurn tíma fundið til áð- ur. Hann hafði um langa tíð flögrað í kringum hana, en ekki komið sér að, að tala þau orð, sem annaðhvort samein- uðu þau, eða aðskildu þau alla tíma. í>að var uppá síðkastið farið að tala um að þær, lafði Newton og dóttir henn- ar, mundu bráölega fara burt frá Flor- • ence; það var ástæðan fyrir því, að furstinn vildi sem fyrst fá útgjört um forlög sín. Hann leitaði því eftir Ethel og fann hana. “Miss Newton,” sagði hann eftir að hafa heilsað henni á virðultgan hátt, “eg er kominn hér til þín, til að biðja þig hinnar stærstu bónar sem hægt er að veita nokkrum manni.” “Hvað er það?” spurði Ethel rólega; hún bjóst ekki við öðru en einhverju vanalegu í samkvæmis lífinu, sem gæti haft einhverja þýðingu fyrir furstann. “Þitt leyfi og samþykki til þess að eg fái að halda frummyndinni af málverki Ralphs Cumings, ‘Drotningin,’ sem er í minni eign. Málverkið er mér eitthvað sem eg dái meir en allt annað. Það er einungis eitt annað í heiminum, sem eg dái meir, og það er fyrirmyndin; má eg, má eg nokkurntíma vona þess, að eg fái einnig að eiga hana?” Ethel leit upp stórum augum, er hann bað hana að verða konuna sína. “Geturðu engu svarað þessu, Miss Newton,” sagði hann; “eg legg líf mitt og ást fyrir fætur þér. Geturðu engu svarað því, Miss Newton?” “Eg veit ekki hverju eg á að svara,” sagði hún. “Þú neitar mér þó ekki,” sagði furst- inn. “Nei,” svaraði Miss Newton dræmt. “En þú segir heldur ekki já?” sagði furstinn. “Alls ekki,” svaraði hún ákveðið. “Þá má eg gera mér von,” sagði hann. Nú hafði Ethel náð fullu valdi yfir sér. Biðillinn horfði angistarlega í hennar fríða andlit; en hún var hin ró- legasta. “Eg skal segja þér hreinskilningslega hvernig það er,” sagði Ethel, eftir litla þögn, “Mér geðjast betur að þér en kannske nokkrum öðrum, sem eg þekki, en eg elska þig ekki ” “Þú bannar mér ekki að gera allt sem eg get til að vinna ást þína?” spurði hann. “Nei,” svaraði Ethel, rólega. “Eg ber hina mestu virðingu fyrir þér, Borgia fursti. Eg get ekki sagt meira.” “En þú getur það síðar, vona eg,” sagði hann. “Eg vildi ekki skifta á þínu rólega, vingjarnlega viðmóti, Miss New- ton, fyrir ást hverrar annarar konu sem væri.” Það var eitthvað undarlegur dagur, er þessi glæsilegi ítali tjáði henni ást sína með oröum, sem í sjálfu sér voru ljóðræn — hvernig hann tilbað þessa fríðu, rólegu stúlku, sem var svo ólík ungum stúlkum í hans landi. Meðan hún hlustaði á hann, hvarflaði hugur hennar til morgunsins er Ralph sagði henni söguna um ást sína á Margréti. Henni fanst að ef Ralph væri í sporum furstans, mundi hún ekki hlusta svo rólega á hann, eða gefa honum svo köld svör. “Hvað rólegar og kaldar þessar ensku stúlkur eru,” hugsaði furstinn. “Þær líkjast meir gyðjum en konum.” Erindi hans hafði ekki heppnast sem hann vænti, en áður þau skildu var hann bú- inn að fá samþykki hennar til að heim- sækja hana á Englandi næsta vor, og einnig leyfi til að endurnýja bónorðið. Ethel leizt vel á hann. Hún dáðist að hans göfuga karaktér, hans listræna skilningi og varfærni í að velja sér vini og félaga; en hún elskaði hann ekki; þó fanst henni eins og sá dagur gæti kom- ið, að hún gerði það. Lafði Newton og dóttir hennar fóru frá Florence og heim til Pine Hall. Lafði Cuming heimsótti þær þar strax og fékk nánar að vita um son sinn og Mar- gréti. Lafði Newton talaði vingjarn- lega um Margréti, og Ethel, sem hélt að hún gæti gert eitthvað til að sam- eina þau aftur, Ralph og Margréti, sendi henni kæra kveðju sína með lafði Cuming, og beiddist að mega heimsækja hana. Ehi er lafði Cuming næst kom til Wer- ners og skilaði kveðjunni frá Ethel til Margrétar, skyldi hún brátt að hún hefði ekki átt að gera það. Margrét varð blóðrauð í andliti, og svo strax aftur náföl. “Eg vildi biðja þig að gera mér þá þjónustu að færa mér ekki fleiri orð- sendingar frá Miss Newton,” sagði Mar- grét. “mér líkar hún ekki — hún kæmi bara til að hrósa sigri yfir mér. Eg vil ekki sjá hana fyrir augum mér. Eg þarf engu að láta skila til hennar.” Þetta var í fyrsta sinn sem lafði Cum- ing varð þess vör, hvernig á stóð. Það var augljóst að Margrét var með af- brýði gegn Ethel. Gat hún haft nokkra ástæðu til þess? Gat það verið mögu- legt, að hennar ógæfusami sonur hefði farið að elska Ethel Newton, þegar það var orðið of seint? Frá því vorkendi hún syni sínum meir en áður. Hún snéri orðum Margrétar á mildara og betra mál, og skrifaði svo til Miss New- ton. Ethel skildi strax er hún hafði lesið bréfið, að Margrét bar sama heiftar- hugann til sín, sem áður. Tíminn leið án stórra viðburða, þang- að til kom að því, að lafði Cuming hélt að það væri kominn tími til að sonar- börn sín færu að byrja að læra. Það var ekki svo auðvelt að finna stúlku sem hún trúði fyrir þeim. Loksins fékk hún Mrs. Waughan, ekkju eftir herforingja sem dó á Indlandi; hún var að öllu leyti verkinu vel vaxin; hún var sérlega sið- prúð, og mjög vel mentuð; hún talaði frönsku og ítölsku, eins vel og ensku; þar að auki var hún mjög vel að sér í söng og músik, og alslags hannyrðum. Það var alls ekki neitt auðvelt verk, sem Mrs. Waughan tókst á hendur. Börnin voru nú fimm ára, og hún lof- aðist til að vera kennari þeirra í tíu ár, innræta þeim auk bóknáms, góðan og göfugan hugsunarhátt, og fína og fág- aða siði og hegðun. Henni voru borguð há laun fyrir starfa sinn. Henni leizt vel á húsið, sem var svo út. af fyrir sig, og einnig á gömlu Werners hjónin. Mrs. Waughan, sem lafði Cuming hafði sagt alla söguna um son sinn, var mjög glöð yfir að Margréti geðjaðist að sér, og líkaði vel við sig. Já, og hún fór einnig að fá tilhneigingu til bóknáms, sem hún hafði aldrei áður haft; nú reyndi hún að læra sjálf. Þegar Ralph var að reyna að kenna henni, heppnað- ist það ekki. Nú gat hún setið tímunum saman við píanóið til að æfa einföld lög, og veigraði sér ekki við að spurja Mrs. Waughan um það sem hún ekki gat komist í skilning um af sjálfri sér. Mrs. Waughan, sem var bæði róleg og mild, sagði henni til á þann hátt, að Margrét fann ekki til fáfræði sinnar, þessvegna var hún aldrei eins óþolinmóð við hana, eins og hún var við Ralph. Eftir nokkurn tíma fór Margrét að geta spilað einföld og falleg lög, og söng þau á sinn eigin hátt með fagurri og skýrri rödd; og er tíman liðu var hún komin það langt í músikinni, að hún gat dæmt um og metið merka höfunda og talað um þá, án þess að fara rangt með nöfn þeirra eða verk. Hún lifði þarna hamingjsömu og ró- legu lífði, með börnunum sínum; mest af tímanum var notað til hærdóms fyrir börnin og hana. Kvöldin tóku þær langa göngutúra um skógin og engið, þar sem Margrét virtist að þekkja nafnið á hver- ju blómi sem óx þar. Stundum gengu þær yfir grýttar hæðir niður að sjónum, þar sem hinar skvampandi bárur brotnuðu við ströndina, gerðu litlu stúlkurnar rólegar. Það var því ekki neitt ónáttúr- legt að litlu stúlkumar á þann hátt mildi til alls, sem var fagurt og eðlilegt. Margrét preyttist heldur aldrei á að skoða og dáðst að fegurð nátturunnar — frá hinu minsta grasstrái til hins voldugasta skógartrés — hún elskaði það allt. Litlu systrunum fór vel fram, bæði til líkama og sálar; en þar voru býsna ó- líkar. Beatrice var fríðari og glæsilegri en systir hennar; Lilian sætari og elsku- legri, Beatrice var örari og meiri fyrir sér; Lilían svo blíð og aðlaðandi. Bea- trice var ðaltaf fyrir meira hrósi og að dáun, og það kom varla fyrir að hún fengi ekki vilja sínum fram gengt. Margrét elskaði börnin sín af heilum hug en það var auðséð að hún hélt meira uppá Beatrice, sem líktist í Cumings ættina. Hún var ráðrík og vildi fara sínu fram greiðug og gjafmild, svo það var næstum um of óþolinmóð er henni var sagt að hún ætti að gera, þetta eða hitt; en hennar stærsti galli var, sagði Mrs. Waughan, að hún mætti aldrei hafa neitt sem kæmi henni í æsingu; hún var ekki fyrir rólegt líf. Hún vildi ríða á bráðólmustu hestunum, og taka uppá hverju sem var til að fá til breytingu frá hinu breytingarlausa hversdags lífi. Fríð, djörf og óróleg, ávalt að finna uppá einhverju, og sóttist mest eftir því sem var hættulegast, það var hennar mesta yndi. Lilian var blíð, mild og róleg, með göfugt lundar upplag en hún lét lítið bera á sér. Hún hafði veikt sjálfstraust, én hun var gáfuð og djúp hyggin, siðlát og fín í framgöngu, svo hún var fullkomin fyir mynd ungrar fríðrar stúlku. Það var sönn ánægja að veita henni eftirtekt. Lafði Cuming heimsótti oft Margréti og börnin. Börnin höfðu ekki verið dul- in neins um hag sinn eða móður þeirra. Þeim hafði verið sagt að faðir þeirra væri utanlands, og kæmi ekki heim fyr en eftir mörg ár; og að það gæti, ef til vill, komið fyrir, að þær fengju einhvern- tíma að vera hjá honum í hans eigin húsi. Þær spurðu ekki margra spurn- inga um hann; þær létu sér nægja með það sem þeim var sagt og reyndu ekki til að grenslast eftir meiru. Lafði Cuming elskaði litlu stúlkurnar af heilum hug. Beatrice, sem líktist föður sínum, var þó sjáanlega aðal upp- áhaldið hennar. Aldrei spurði afi þeirra, Cuming lávarður, um þær. Þegar lafði Cuming bað um meiri peninga en vana- lega, fékk hann henni þá, og brosti, sem meinti sama sem hann vildi segja: Eg veit til hvers það er„en hann nefndi aldrei með einu einasta orði, hvað það væri. Þannig liðu ellefu ár, eins og langur rólegur draumur. Sólin kom upp og gekk undir; hafið hækkaði og lækkaði; blómin sprungu út, blómstruðu og dóu; ein árstíðin fylgdi annari, kom og leið hjá, en engin sérstök breyting átti sér stað á heimili Margrétar. Nú voru þær Beatrice og Lilian komn- ar á sextánda árið, afburða fríðar og fallegar ungar stúlkur. Mrs. Waughan hafði heppnast svo ágætlega vel að ala þær upp, sem bezt mátti verða; þær höfðu fengið miklu meiri mentun en stúlkur alment fá. Lilian hafði erft hæfileika föður síns í dráttlist; Bea- trice aftur í músikinni. Hún hafði hina fegurstu söngrödd, og með hinni ágætu kennslu sem hún naut, var hún orðin hreinasta lista söngmær. Báðar stúlk- urnar voru sérstaklega prúðar og að- laðandi í viðmóti, og unnu sér velvild og aðdáun allra sem þær kyntust. Lafði Cuming harmaði það mjög, að þær yrðu að eyða æskunni í svona afskektu hér- aði; en hún gat ekkert við það ráðið. Þessi ellefu ár höfðu ekki gert neina breytingu á ákvörðun lávarðarins. í staðinn fyrir að maður hefði getað í- myndað sér, að tíminn mundi milda skap hans, varð hann bitrari og bitrari til sonar síns. Lafði Cuming heyrði sama sem ekkert frá syni sínum — eða mjög sjaldan. Hann var ennþá í Afríku. Lafði Cuming gerði alt sem hún gat fyrir dætur hans, en þær lifðu undar- lega óeðlilegu lífi. Þær kyntust engum stúlkum á sínum aldri og höfðu aldrei verið svo mikið sem fimm mílur burt frá heimili máður sinnar. Allar skemt- anir sem ungar stúlkur njóta, voru þeim með öllu óþekktar. Þær höfðu aldrei verið í neinu samkvæmi, aldrei á skemt- un, aldrei á dansleik. Þær höfðu lifað einföldu, tilbreytingarlausu, rólegu lífi. Lilian var ánægð og hamingjusöm. Hennar ríka og grublandi ímyndunar- afl, listahneigð og nægusemi og blíða lunderni, hefði geta gert sig ánægt með hvaða kringumstæður sem voru, en það var allt öðru máli að gegna með Beatrice. Engin innilokaður fugl í búri gat þráð meira frelsið en hún. Hún var svo óánægð með að vera svona útilok- uð ^rá heiminum. Þessi ellefu ár höfðu gjört mikla breyt ingu á útliti Margrétar. Hin feimnislega æskufegurð, sem hafði sigrað hjarta Ralphs, var nú horfin, svo hún leit út sem lagleg, þolinmóð kona. Hin stöð- uga umgengni hennar með svo vel sið- aðri konu eins og Mrs. Waughan, kom því til leiðar, sem ekkert annað hefði getað gert. Margrét gat nú talað fleiri tungumál, hafði vanið sig á hinn bezta framgangsmáta og virðuleik, sem fór henni svo vel. Hún hafði einnig tekið sér til fyrirmyndar, Mrs. Waughans göfuga hugsunarháth. Margrét hafði tvö sérkenni — annað var viðbjóður á Ralph; og hitt var opin- ber hræðsla við ást og biðla til dætra hennar. Hún talaði æfinlega við þær um menn, á niðrandi hátt. Allir menn væru eins falskir; þeir væru staðfestu- lausir og grimmir; allt það sem væri kallað ást, væri blátt áfram ekkert ann að en asnaskapur. Mrs. Waughan reyndi allt sem hún gat að vinna á móti þessum kenningum; þetta hafði þær afleiðingar, að hvorki Beatrice né Lilian vildu tala um slík mál við móðir sína, sem átti fremur öllum öðrum að vera vinur þeirra og ráðgjafi. í mörgum þeim góðu bókum sem lafði Cuming sendi þeim, var talað um ástina sem hið æðsta og göfugasta í mannlegu eðli; þær hugsuðu um það, eða komu til Mrs. Waughan til að fá frekari skýringar á því. Að þessu tvennu undanskildu, var Margrét orðin hugsandi og viðkvæm kona. Eftir því sem henni, með meiri menntun, óx dóm- greind og skilningur, skildi hún betur hver var ástæðan fyrir því að hún misti ást mannsins síns. Hún roðnaði í and- litinu þegar hún hugsaði útí hvað hún hafði gjört. Hún lifði rólegu og last- vöru lífi. Hennar dökku augu héldu enn fegurð sinni og ljóma. Hárið var enn eins dökkt og mjúkt, sem áður; varirnar báru vott um þolinmæði og mildi. Sveita loftið hafði og sett fínan roða á andlit hennar; svo Margrét leit fremur út sem systir ungu stúlknanna, en sem móðir þeirra. Að síðustu var þessi hálf dreymandi einvera upphafin með því, að Mrs. Waughan varð að fara heim til foreldra sinna. Móðir hennar, sem hún elskaði svo mikið, lá fyrir dauðanum, og sem óskaði eftir að hafa dóttir sína hjá sér til þess síðasta. Á sama tíma skrifaði lafði Cuming, að maðurinn sinn væri svo veikur, að sér væri ómögulegt að útvega aðra kennslukonu, sem gæti tekið að sér starf Mrs. Waughan. Af- leiðingin var sú, að ungu stúlkurnar, í fyrsta sinn á æfinni, urðu nokkrar vik- ur án leiðsagnar, eða eftirlits. 17. Kafli. Einn fagran og blíðan maí morgun, gekk Lilian einsömul út; hún ætlaði að gera uppdrætti af ýmsu í nágrenninu. Hinn heiðskýri himinn og hafið freist- aði hennar; hún gekk niður að sjónum og virti fyrir sér hin hvítu segl á tveim- ur bátum, langt úti á sjónum, og sjófugl- ana sem flögruðu yfir haffletinum. Sól- in skein á seglin á bátunum og hún ætl- aði að teikna mynd af þeim. Þetta ver einn þessara fögru morgna, er lífið sýnist svo fagurt og fullt af gleði, jafnvel þó gleði og fögnuður sé ekki í hjartanu. Það var svo indælt að lifa og anda að sér fersku loftinu. Laufin voru að springa út á trjánum; engið var orð- ið grænt, viltu blómin voru farin að skjóta upp krónunum meðfram gyrð- ingunum; fuglarnir sungu gleði söngva yfir komu sumarsins, og hvítu garð- liljurnar dreifðu ilm sínum allt í kring. Það var sönn unun að lifa í slíku um- hverfi. Þar sem Lilian sat þarna við sjóinn, var hún f ögur mynd ungrar stúlku; þetta gáfulega andlit, fagra höfuð með krans af gullnu hári, fjólubál augu svo blíð og dreymandi, í stuttu máli sagt, alt útlit hennar var meir en vanaleg fegurð. Hún var svo niður sokkin við að gera uppdrætti, að hún heyrði ekki fótatak, sem nálgaðist hana. Það var Beatrice. “Lillian,” sagði hún, “ef þú ert ekki orðin að steini eða myndastyttu, þá tal- aðu. Sleptu blýantinum og talaðu við mig. Hvað það er illa gert af þér að fara hingað einsömul og láta mig ekki vita'. Hvað hugsaðirðu að myndi verða um mig?” “Eg hélt að þú værir að lesa fyrir mömmu,” sagði Lilian rólega. “Lesa,” endurtók Beatrice, “þú veist að eg er orðin leið á að lesa, leið á að skrifa, leið á að sauma, já, leið á öllu sem eg á að gera.” Lillian horfði undrandi á systur sína, oom f olo Ai í airn mctnm mó 1 rAm

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.