Lögberg - 08.08.1946, Blaðsíða 7
7
Palestínu
spursmálið
Það sem mesta eftirtekt vek-
ur í sambandi við Palestínu sem
stendur, er mismunurinn á milli
efnalegrar afkomu manna þar
og vandræðanna í stjórnmálun-
um, en þetta eru ekki nýmæli;
það hefir alltaf verið svo síðan
að Gyðingar hófu byggð á ný
í Palestínu.
Vellíðan þessi stafaði að
nokkru leyti frá stríðinu, en aðal-
lega þó frá auðugum innflytj-
endum, sem komu frá Þýzka-
landi og Austur Evrópu. Iðnað-
arstofnanir hafa verið settar á
fót um alla Palestínu, sem áður
voru óþektar þar um miðbik
austurlanda, svo sem verkstæði
til að skera og slípa demanta,
tannlækninga rannsóknarstofur,
vertksmiðjur til að búa til og
fullkomna sjónauka, og verk-
stæði til að sjóða niður allskonar
dósa og könnumat.
Á bak við þessi nýju iðnaðar-
fyrirtæki standa 'hin elldri og
stærri iðnaðarfyrirtæki, svo sem
Cement verksmiðjan og olíu-
hreinsunar verksmiðjan í Haifa,
sameigna byggingafélagið mikla,
Solel Boneh, og öskusalts verk-
stæðið við dauðahafið.
Á sama tíma og ofanskráð
þróun héfir átt sér stað, hafa
Gyðingar í sarrwinnu-sveitunum
stofnað til ýmsra iðnaðar stofn-
ana þar sem bæði landbúnaðar
verkfæri og almennur iðnaður
er framleiddur, og sýnast þær
stofnanir þrífast vel. Allt þetta
ætti að vera nógu þróttmikið og
nógu víðtækt til þess að hinni
nýtízku Palestínu sé borg-
ið efnalega, á meðan að hún er
að ná jafnvæginu eftir stríðið.
RANNSÓKN LOKIÐ Á
AKRANESBRUNANUM
Sláturhúsbruninn á Akranesi
er nú að jullu upplýstur, og hafa
hlutaðeigendur játað á sig brot
sitt. Ennfremur leiddi rannsókn
málsins í Ijós, að gerð hafði verið
tilraun til þess að kveikja í þrem
húsum í Reykjavík á s.l. vetri.
Hús þessi voru Miðstræti 5,
útiskúr við Miðstræti 5, vöru-
geymsluskúr við Vonarstræti 4.
Fyrirhugað var að kveikja í
búseigninni BaldurSgötu 12, en
af því hafði ekki orðið.
Samtals nam vátryggingar-
upphæð á húsum og vörubirgð-
um um 1200 þús. krónum. I einu
húsinu, Miðstræti 5, sem er stórt
timburhús, bjuggu yfir 20 manns.
Kveikt var í því um nótt, þegar
fóQk var í fastasvefni, og hrein-
asta mildi, að ekki skyldi hljót-
ast af stórslys.
Að sláturhúsbrunanum á Akra-
nesi stóðu þeir Árstráður Proppé,
húsgagnameistari á Akranesi, Jó
hannes Sæmundur Pálsson að
Tumbrekku í Staðarsveit, Snorri
Jónsson stórkaupmaður, Nönnu-
götu 8 í Reykjavík og Sigurður
Jónsson, fomsali, Þingholts-
stræti 26. Ennfremur vissu þeir
Þórður Halldórsson, kaupfélags
deildarstjóri á Dagverðará á
Snæfellsnesi, og Þorgils Hólm-
freð Georgsson, bifreiðanstjóri,
Hliði á Álftanesi, um brennuá-
form iþetta. Ók Þorgils að kvöldi
14. maí síðastl. með Jóhannes
Pálsson héðan úr bænum og upp
á Akranes. Höfðu þeir benzín
með sér í bílnum og kveikti Jó
hannes í Sláturhúsinu um nótt-
ina, eftir að hafa helt benzíni í
vörurnar, sem iþar vom gevmd-
ar.
FRAMFARIR
Þegar maður kemur til Pale-
stínu eftir tíu ára burtuveru, þá
er ekki annað unnt, en að veita
framförimum sem orðið hafa,
eftirtekt. Á þessu ber jafnvel
meira hjá Arabunum, því þeir
stóðu á lægra þekkingarstigi.
Híbýlabreyting hjá þeim, frá
moldarkofum til stæðilegra
steinhúsa, frá rabbíta stígunum
gömlu í Jaffa, til nútíðar breiðra
borgarstræta, er meiri mismun-
ur, en t. d. samkynja vöxtur á
Tel Aviv.
Pyrir tíu ámm, var mesti
f jöldi á rneðal hinna eldri Araba
blindur. Traohoma var algeng
augnaveiki á meðal barna. Nú
er sú veiki nálega horfin. Fækk-
un dauðsfalla á meðal barna er
ekki síður eftirtektarverð. Eftir
að standa í stað í aldir, þá hefir
tala Araba tvöfaldast á ámnum
frá 1922 til ársins 1942. Breyting
sú hin mikla sem orðin er í þeim
efnum, á rót sína að rekja beint
til sjúkrahúsa Gyðinganna,
lækna þeirra, eða heilbrigðis
ráðstafana stjórnarinnar, og
skóla, sem óbeinlínis er haldið
uppi af Gyðingum sem borga
frá átta til tíu sinnum meiri
skatt en Arabarnir.
Með það fyrir augum, sem þeg-
ar hefir verið framkvæmt, halda
Gyðingar fram, að frekari iðn-
aðarþróun í Palestínu, og víð-
tækar vatnsveitur, eins og þær
sem sérfræðingar og mælinga-
mennirnir fxá Tennessee hafa
reiknað út og sem Arabar þurfa
eízt að óttast. Með þeirri auk-
inni iðnaðar framleiðslu og vatni
veitt yfir suður eyðimörkina
sem er nálega óbygð, segja þess-
ir sérfræðingar að Palestína geti
vel framfleytt frá 2,000,000 til
4,000,000 manns.
Þessi auknu lífstækifæri yrðu
ekki mönnum veitt, með því að
vísa neinum á bug, sem nú byggi
í landinu, heldur með því að
nota hið blundandi framleiðsluafl
sem til er ónotað í landinu sjálfu.
Það er sannarlega engin ástæða
til þess, að Palestína, sem á
Byzantina tímabilinu framfleytti
3,000,000 manna, skuli ekki geta
gjört það sama nú á tímum, með
fullkomnari og aukinni jarðrækt
og iðnaði, eða vel það.
Vörurnar voru vátryggðar fyr
ir 600 þús. kr., á nafni Ástráðs
Proppé. Við rannsókn á brun
anum féll grunur á Ástráð. Var
hann úrskurðaður í varðhald og
fluttur til Reykjavíkur. Hefir
hann nú, og allir hinir seku, ját-
að á sig brot sín.
Við rannsóknina kom enn-
fremur í ljós, að sumir þessara
manna höfðu gert ítrekaðar til
raunir til þess að kveikja í hús-
um hér í bænum í hagnaðar-
skyni. M. a. kveiktu þeir Jó-
hannes Pálsson og Gísli Krist-
jánsson, Mjóabúð á Snæfells-
nesi, í húsinu Miðsitræti 5, aðfara
nótt 20. jan. síðastl. Snorri Jóns
son átti húsið, og bað hann Jó
hannes að kvekja í því fyrir sig.
Húsið var vátryggt fyrir 250 þús.
kr. Slökkviliðinu tókst fljótlega
að slökkva eíldinn.
Þann 4. febr. síðastl. kveikti
Sigurður Jónsson í útiskúr við
Miðstræti 5. Voru geymdar í
honum vörur, sem hann og Jó-
hannes Pálsson áttu og vá-
tryggðar voru fyrir 91 þús. kr.
Brann mikill hluti þeirra eða
skemmdist, en slökkviliðið bjarg-
aði skúrnum.
Aðfaranótt 18. febr. kveikti Jó-
hannes að beiðni Snorra í vöru-
geymslu á bak við Vonarstræti
4. Vörubirgðir í honum voru vá-
tryggðar fyrir 170 þús. kr.
Slökkviliðinu tókst að ráða nið
urlö'gum eldsins aður en veru-
legar skemmdir hlytust af.
Loks bað Snorri Jóhannes,
Þórð og Sigurð að kveikja 1 hús-
inu Baldursgötu 12, svo að hann
gæti byggt á lóðinni. Af því varð
þó ekki, enda þótt Snorri byði
þeim fé fyrir.
J»eir Snorri, Sigurður, Jó-
hannes og Þórðiur eru enn í
gæzluvarðhaldi, og er rannsókn
í málum þeirra haldið áfram.
—(Vísir 6. júní).
Gull brúðkaup
Eftirfarandi erindi var skrifað
með þeirri hugmynd að fylla upp
í eyður þær er verða kynnu í
hinu fjölmenna samsæti er hald-
ið var að Lundar, Man., 14. júlí
s. 1., en það voru engar eyður,
heldur áframhaldandi söguleg
sannindi, meðan dagur entist,
svo nú vilja hlutaðeigendur biðja
ritstjóra Lögbergs að gjöra svo
vel og birta þessar línur, við
fyrsta tækifæri, því sjaldan eru
of miklar sagnir um það sem vel
er unnið. —
Það er óvanalegt að gæfan
leiði farsællega hlið við hlið,
brúður og brúðguma í 50 ár; gefi
þeim heilsu, krafta, dug og djörf-
ung til að sigra örðugleikana á
framsóknarbrautinni, og uppala,
styðja og styrkja, til velferðar,
16 börn. Það eru vanalega ein-
hverjar undantekningar, ein-
hver mistök, en hér hafa unnið
saman sterkur og góður vilji, og
hæfileikar beggja, svo hér sjá-
um við þessi heiðurs hjón, Mr.
og Mrs- John Líndal, og þeirra
stóra og fagra barnahóp, og
þeirra afkomendur, svo að við
höfum sannarlega ástæðu til
þess að samgleðjast, virða og
þakka þeirra stóra sigur, á sama
tíma og að við óskum eftir áfram-
haldandi sigurvinningum.
Ekki hafa þau aðeins byggt upp
og blómgað sitt eigið heimili og
sína eigin fjölskyldu, heldur líka
tekið mikinn og góðan þátt í vel-
ferðarmálum bygðarinnar, um
langan tíma, og í því sambandi
leyfi eg mér að minnast þátttöku
Mr. Líndals í sveitarmálum.
Það var 7. janúar 1913 sem Mr.
Líndal tók til starfa á fyrsta
fundi Coldwell sveitar, þá sem
meðráðamaður, eða councillor
fyrir 3. kjördeild og Lundarbæ,
og þeirri stöðu hélt hann með
heiðri og sóma í 17 ár. Hann vann
því að sveitarmálum með þess-
um oddvitum: W. H. Fielding
í næstum 2 ár; Thomas Monkman
hálfan dag, eða hálfan fund;
Riohard Seaman, eitt ár; John
Sigfússon, fimm ár; Paul Reyk
dal, átta ár, og Sigurði Sigurðs-
syni eitt ár.
Vinnan með fyrsta oddvita
sveitarinnar var þess eðlis, að
það útheimti kunnugleika og
dómgreind, svo ekki væri farið
of langt í framsóknar og umbóta
átt, því lántaka í stórum stíl
“under the Good Roads Act” var
stefna Fieldings, og fylgdi Mr.
Popplewell með miklum áhuga
líkri stefnu; er lítið efa mál, að
ef að Mr. Líndal, Mr. Breckman
og Mr. Freemann hefðu ekki í
tíma tekið um stjómarvölinn, þá
hefði Coldwellsveit, eins og
margar aðrar, sokkið í skulda-
hafið. Var Mr. Líndal með þeim
fyrstu að sjá og skilja að strjál-
bygð og landkostir hér gáfu látið
loforð fyrir borgun á margföld-
um rentu rentum og stórum höf-
uðstól. Bæði Fielding og Popple-
well meintu vel, en þá skorti
næga þekkingu á öllum kring-
umstæðum.
Þann stutta tíma sem Mr-
Monkman skipaði oddvita stöðu,
þurfti spekt og stillingu, fyrst
til að hlusta á svo sem hálfstíma
stóryrði fjúka á milli Rothwell
Plopplewell. Þann tíma sem þeir
stóðu með reidda hnefa og létu
stóryrðn fjú'ka. Popplewell
hafði verið uppástungu maður
að því að nokkrir plankar væru
keyptir úr verzlun Mr. Breck-
mans, og af því að hann var í
sveitarráðinu, álitu óvinveittir
náungar tækifærið gefið til að
hefja sakamál á móti þeim. Var
það mál sókt og varið í fimm
mánuði, en þá gaf Court of Kings
Bench fullnaðar úrskurð, og fní-
kendi bæði Popplewell og Breck-
mann, og dæmdi gjörðir sveitar-
innar réttmætar, því þessir fáu
plankar hefðu hvergi fengist
með minna verði; enginn fjár-
dráttur og ekkert lagabrot hefði
átt sér stað.
Á meðan að þessi málaferli
entust, voru lögmenn að gefa
skipanir' sínar, annaðhvort um
nýjar kosningar, eða þá aftur-
köllun á þeirri skipun, en hinir
þrír meðráðendur, sem ekki gáf-
ust upp á ársfundinum, héldu
fimm lögákveðna fundi, og kusu
í hvert sinn Mr. Líndal fyrir
fundarstjóra; þar til Mr. Field-
ing kom aftur í oddvita stöðuna,
1. júní 1914, og hélt henni til
enda ársins. Árið 1915, sem Mr.
Seaman var oddviti, var ekki
rasað að neinu, og hver gat haldið
óáreittur sinni skoðun, einnig
þau fimm ár sem Mr. Sigfússon
gegndi oddvita störfum, var far-
ið gætlega, og hvert umræðu-
efni krufið til mergjar, svo oft
voru fjölmennir og langir fund-
ir, næstu 8 árin, eða til ársloka
1928 var Mr. Reykdal oddviti;
stjórnaði hann vel fundum, og
var fljótur að gefa sinn úrskurð;
sömuleiðis árið 1929, þegar Sig-
urdson var oddviti, gekk flest
sinn vanagang, friður og góð sam-
vinna var á öllum sveitarfund-
um yfirleitt, nema þeim fyrsta
1914. Samt var allur þessi tími,
17 ár, einn stór bardagi við marg-
háttaða örðugleika, þó stærsta
og bitrasta neyðin væri sem af
leiðing af hinu fyrra stóra stríði,
er óhætt að segja, að það þurfti
dug, djörfung og ráðdeild, til
þess að stýra vel í gegnum það
brim og þá boða sem risu áfram
haldandi í mörg ár, eftir þann
voðalega hiMarleik, og í sam-
bandi við stjórn og meðferð vel-
ferðarmála sveitarinnar, var Mr.
Líndal oft með þeim fyrstu að
fá réttan skilning á því hvernig
forðast mætti boða og blindsker,
mörg önnur vandamál 'hefur Mr-
Líndal orðið að glíma við, á
sinni löngu leið, vanalega verður
þá hlutfikifti konunnar að taka
að sér alla heimilisstjórn, í fjær-
veru bóndans, svo hún á líka
heiður og þakkir skilið. Þau geta
litið til baka, yfir farinn veg, með
sigurbros á vör, og gleymt flest-
um erfiðleikum liðna tímans.
Megi hin himinborna hamingju
dís halda áfram að vera ykkar
verndari, jafnvel þó að kveld
skuggarnir lengist og líði að ör-
laga kveldi, og þá biðjum við,
að aptangeislar friðar bogans
vísi ykkur leið til hinstu hvíldar,
og yfir djúpið, til áframhald-
andi nýrra starfa.
A. M.
tröppum hússins, þegar að gang-
andi mann bar þar að sem spurði
bóndann: “Veiztu hver er að tala
þarna inni?”
“Þingmaðurinn okkar,” svarar
bóndinn.
“Um hvað er hann að tala?”
spurði komumaður.
“Hann hefir ekki sagt frá því
ennþá,” svaraði bóndinn.
MiiiiimiiiimniHiinmamHM
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.
Kosningafundur stóð yfir í
bænum og var fundarhúsið al-
skipað, en bóndi einn grannvax-
inn og krangalegur stóð úti á
MINNING LANDNÁMSMANNS
Jóhannesar (Jóa) Jóhannssonar Stefánson
Fæddur að Kroppi í Eyjafirði 1869
Dáinn að Wynyard, Sask., 1943
Það hníga í valinn hetjur landnámsaldár
er höfðu lífsins afarkostum mætt.
Þó aldrei verði vonir allar taldar,
né vitran hver, er hafði starfið glætt.
Ehi margur deyr þar manndómseldur sterkur,
og miklast lengi stórfelt dagsverk hans,
með víkingshug er ruddi myrkar merkur,
og mannheim bygði á slóðum eyðilands.
Frá íslands strönd við ísum klæddan hjara,
til 'óbygðs lands, þú fluttist lítið barn.
og lífssvið þitt var þrekraun þeirra kjara,
er þora að etja kapps við nakið hjarn.
Þú ungur varst, er út þú hlaust að hætta
til ókunnra, í nýjung strjálbygðs lands;
En þú komst hreinn af stofni stæltra ætta,
og stóðst þá jaun með prýði orkumanns.
Eg sé þig fara “einn með hundi ög hesti,”
um hásléttanna vegaleysi rótt.
Þar drottins rödd var ein er glöðum gesti
á gisting benti, er dimma tók að nótt,
en víðáttan með dularfaðminn djúpan
um drauma þína hélt sinn trygga vörð.
með yfir höfði himinn stjörnu gljúpan,
og hallast rótt í skaut á móður jörð.
Og aftur sé eg þig til landnáms leita
um langa vegu, strjáls og óbygðs lands,
og eyðimörk í blómleg sáðlönd breyta,
með burðadug og elju frumherjans,
Þar áður fyrrum voru villirunnar,
hið vilta gras í djúpum bylgjum lá,
rís sveitin blómvæn, bygðir gróðrarkunnar,
með bjargráð lýðs er glæsta framtíð á.
Þú lifðir til að leita, og að kanna,
en leið svo illa í múgalýðsins þrengd,
þó stundum væri strjált um næstu granna,
var stundarferð ei mæld í vegalengd,
en sæist gestur heim að kofa halda
þar heimamaður kærann góðvin leit,
því oft þó væri fáu til að tjalda,
var traust og hlýtt með þeirri landnámssveit.
Ei sleitst þú trygð við gamla landið góða,
er gaf þær erfðir sem til dauðans barst.
Þó bærist víða, meðal margra þjóða,
í málsvörn þess æ heill og sannur varst,
og feðra þinna tungu tignarhögu
þú trúðir á, í mannraun æfislits,
og fanst þar jafnan landnám ljóðs og sögu,
er lýsti hásal mannlegs hugarvits.
Þú aldrei varst við okurveltu bundinn,
því enginn þráður fanst þar sálarveUl,
en lands og þjóðraun þoldi djarfa lundin,
og það, að mæta hverjum degi heill.
Þitt orðtak veit eg vinur margur þekki,
á vegamótum lífs er stóðstu hjá.
“Sko, hér er höndin, heila hönd eða ekki.”
hvert handsal skyldi komið innan frá.
Er kvöldsins blika breiðir sig um löndin,
og boðar nú sé komið sólarlag,
þá er það gott, er holla drottins höndin,
á heimleið kallar, eftir strangan dag.
Og þér mun rótt í lífsins þroskalundum,
er launa að verðleik starf hins fulla dags,
við goðasumbl, á góðra vina fundum,
að Glæsivöllum endaðs ferðalags.
T. T. KALMANN.
Minnist
1 fyrra lofuðum við ölluTn þeim sem orðið hafa að
■bíða eftir að fá talsíma hieim til sín eða á skrifstofur
sánar, að eftir þörfum þeirra yrði litið undir eins og
um liðkaðist með efni, áihöld og menn.
Aðstæðurnar eru enn örðugar sökum skorts á síma-
staurum, vírum og öðru, sem til sáma-innsetningar
þarf, er enn af mjög svo skornum skamti, svo við
höfium aðeins getað fullnægt fáum af beiðnum þeim
sem fyrir lágu. I
Loforð okkar stendur
enn! Undir eiins og fram
úr rætist með efnisskort-
inn þá verður beiðni yðar
um talsíima fullnægt.
BETEL
í erfðaskrám yðar
8*46