Lögberg - 05.09.1946, Síða 1
PHONE 21 374
. V.,
R>”5£í»s
A Complele
Cleaning
Insliluiion
59. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
NÚMER 36
FRÉTTIR
NOREGUR
Norðmenn bjóðast til að taka
á móti 600 heimilislausum Gyð-
ingum frá Póllandi og er það
svipuð fólkstala og að Nazisku
leiðtogarnir í Noregi eyðilögðu
á meðal þess fólks sem 1 Noregi
var búsett fyrir stríðið. Samt er
tekið fram í þessu tilboði Norð-
manna, að innflytjanda umboðs-
mönnunum norsku sé heimilt að
velja þá handverks og vinnu-
menn til innflutningsins sem
minnst er af, og mest þörf fyrir
í Noregi.
í>að þykir nú fullsannað að
Wilhelm Wagner hafi látið taka
alla menn, sem nafnstafurinn
“J” stóð á passa 'hjá, fasta. Eftir
því sem fram hefir komið í vitna-
leiðslu í sambandi við málin um
glæpsamlega framkomu Nazist-
anna þýzku í Noregi, að það var
þessi sami Wilhelm Wagner sem
réð því að 503 menn og konur og
28 börn voru send til gasofnanna
á Þýzkalandi og aðeins 10% af
því fólki hefir komið aftur heim,
eða fundist.
* * *
Mál það sem höfðað var á móti
quislingunum þýzku í Noregi,
af stjórninni, og hefir staðið yfir
í Þrándheimi, er nú um það lok-
ið. Ríkislögmaðurinn Fredrik
Lyng hefir krafist dauðadóms á
17 af þrjátíu, sem ákærðir voru,
og er einn kvennmaður á meðal
þeirra. Lífstíðar fangelsis handa
fjórum konum, og 5 ára betrun-
arhússvinnu handa tveimur
karlmönnum.
Þessi hópur quislinga var sá
illræmdasti og bar nafnið “Ring
Gang.” Ring óaldarflokkurinn
var valdur að handtöku um þús-
und ættjarðar vina og að dauða
80 fleiri.
* * *
Landamerkja samningnum á
milli Norðmanna og Rússa er nú
um það lokið. Landamerkja lín-
an sem hér er um að ræða, er
línan sem aðskildi Noreg og
Finnland á 165 mílna svæði með-
fram Petsamo héraðinu fyrir
stríðið síðasta.
Eftir ábyggilegum fréttum frá
Moskva, þar sem samnings-
nefndirnar hafa setið síðan 2.
ágúst, að dæma, þá fylgir hin
nýja landamerkja lína hinni
fornu landamerkjalínu á milli
Rússlands og Noregs, eins og hún
var ákveðin árið 1826 af keisara-
veldinu Rússneska og Norð-
mönnum. Norsku samnings-
mennirnir segja að þeir hafi í
hvívetna notið vinsamlegrar
sanngirni og skilnings frá hendi
Rússnesku nefndarmannanna.
* * *
Eftir 5 daga ferð yfir Þýzka-
land og Skandinavíu eru nú kom-
in til Noregs 300 unglingar frá
Tékkó-Slóvakíu í tveggja mán-
aða kynningartúr. Eitt hundrað
og fimmtíu þessara barna, eða
unglinga eru á vegum Rauða
Krossins, hundrað sér frú Lang-
(helle, kona samgöngumálaráð-
herra Noregs um. En félag póli-
tískra fanga í Noregi sér um 45.
Sjö Tékkneskir hermenn og níu
Tékkneskar hjúkrunarkonur
komu með hópnum, til eftirlits.
VARÐHERRA
Fjórtánda ágúst s. 1. var mik-
ið um dýrðir í Lundúnaborg, því
þá var einn af allra nafnkunn-
ustu mönnum Breta, Winston
Churchill, settur inn í nýtt em-
bætti: varðherra, eða þó réttara
sagt, varð-lávarðar embætti. Em-
bætti það er æfar gamalt og var
í fyrstu stofnað til að vera á
verði um að óvinir ekki stælust
yfir enska sundið og kæmu Bret-
um á óvart. Hafnimar sem undir
þetta embætti láu voru Dover,
Hastings, Hyth, New Romney og
Sandwich. Emibætti þessu fylgir
varðlið, glæsilegur einkennis-
búningur, Walmer kastali til í-
búðar, sérstakur fáni og lávarðar
nafnbót. Mr. Churchill er sá 158.
í röðinni sem embqptti þessu
gegnir. Næstur á undan honum
var hertoginn af Wellington og
var Walmer kastalinn heimili
þess fræga manns til dauðadags.
En síðan að Wellington dó hefir
kastalinn verið notaður til al-
mennrar safngeimslu. Churchill
hefir ákveðið að búa áfram á
sveitar heimili sínu, Chartwell
í Kent, og fengið leyfi til að
warden fáninn sé dreginn að
hún á húsi hans þar, sem vinir
hans hafa keypt og ákveðið að
gefa Bretum eftir Churchill’s
dag, til minningar um einn þeirra
ágætasta son.
Konungur Breta veitti Church-
ill embætti þetta í september s.l.
en hefir dregist að setja hann
inní það þar til nú. Innsetning-
ar athöfnin var margbrotin og
tilkomumikil og stóð yfir í sex
klukkutíma. Að síðustu var at-
höfninni lokið í Dover háskól-
anum þar sem C'hurchill stóð á
hinum söguríka forna og rauða
gólfdúk, og tók formlega á móti
embættinu, sagði hann: “Við
getum ekki lengur tekið ábyrgð
á, að þetta mjóa sund (The Eng-
lish Channel) standi vörð um
frelsi Evrópu, en við reynum að
leita fram, fram til fegurri fram-
tíðar fyrir alla menn í öllum
löndum, sem við héldum að
hefði unnizt, en sem við skulum
aldrei örvænta um að náist.”
♦ ♦ ♦
KANADA
Það var dag einn heitann í
júní s.l. að gullleitarmaður, Joe
Burke að nafni, var ásamt Indí-
ána leiðsögumanni, á ferð með-
fram Mackeith vatninu í Ontario.
Það var erfitt yfirferðar. Undir-
viðurinn var þéttur og víðsvegar
láu fallin tré sem annaðhvort
varð að skríða undir, eða klifra
yfir, svo ferðin gekk seint, enda
voru þessir félagar ekki að flýta
sér neitt sérstaklega og það bar
ékkert til tíðinda unz þeir að
áliðnum degi sáu dálítinn hól
framundan sér, þakinn mosa, og
var hann nægilega sérkennileg-
ur til þess að félagarnir veittu
honum sérstakt athygli. Burke
gekk að hólnum og hjó með sein-
öxi sinni (verkfæri sem gull-
leitarmenn bera ávalt í belti
sínu) ofan í mosann svo nam við
grjótí. Þeir rifu mosann ofan
af klöpp sem undir honum var og
fundu þegar gull. Báðir menn-
irnir merktu sér þarna námur,
eins margar og lögin leyfðu —
9 hver; tóku svo með sér sýnis-
horn af gullgrjótinu og héldu
tafarlaust til Sudbury og létu
mæla hvað mikið væri af gulli
í tonni hverju, og reyndist það
að vera $665.00. Þarna við Mac-
keith vatnið hefir nú risið upp
tjaldborg sem telur 2000 íbúa.
* * *
Nýmæli má það telja að stjórn
in í Ontario hefir ákveðið, að
börn fólks þess í norður Ont-
ario, sem ekki geta náð til al-
þýðuskóla fylkisins sökum fjar-
lægða, skúli ekki lengur vera án
alþýðuskóla mentunar. Stjórnin
sendir einu sinni í viku járn-
brautarvagn útbúinn með kenn-
ara og öll kenslu tæki á næstu
járnbrautarstöðvar við bygðir
þessa fjarlæga fólks, og þar er
hann skilinn eftir í eina viku, og
á þeirri viku fer almenn kensla
þar fram, frá fyrsta bekk alþýðu
skólanna upp í tólfta bekk.
Kenslubækur og öll kenslutæki
fylgja þessum vögnum og eru
þau nemendunum kostnaðar-
laus. Eftir viku kenslu setur
kennarinn nemendinn fyrir
heima nám sem svar 4-5 vikna
nams tíma og svo er vagn þessi
futtur á aðra vagn stöð. Þegar
hring ferðin er búin og allar
bygðir sem til næst hafa notið
viku kenslu er farið með vagninu
aftur yfir sömu leiðina og hann
kom.
Madeleine og forsœtisráðherra
Duplessis
Verkfallið í ullarverksmiðj-
unum í Valleyfield í Quebec
hefir nú staðið yfir í tólf vikur og
ekkert útlit enn fyrir samkomu
lag. Nú upp á síðkastið hefir
slagurinn út af verkfalli þessu
staðið á milli ungrar stúlku, 28
ára, Madeleine og forsætisráðh.
Duplessis og veitir ungfrúnni
betur í þeirri viðureign. Átakið
á milli forsætisráðherrans og
ungfrú Madeleine hófst út af
uppþoti all-alvarlegu, þegar að
fylkislögreglan, að boði Duplessis
reyndi til þess að koma fólki
sem var þess búið að taka pláss
verkfallsmanna í verksmiðjun-
um, með valdi í gegnum vakt-
vörðinn. Uppþot þetta stóð tvo
dag áður enn fríður komst á
milli lög reglunar og verkfalls
manna. Þegar forsætisráðherran
varð fyrir þessum vonbrigðum
tók hann upp á því að láta blöðin
staðhæfa að kommúnistarnir í
Moskva væru valdir að þessum
endemum með æsingum sínum
og áróðri. Verkfallsmenn svör-
uðu og sögðu: “Mr. Duplessis er
keypt þý ullarverksmiðju sam-
takanna.” Afleiðingin varð sú
að forgöngumenn verkamanna-
félagsins í Valleyfield voru settir
í fangelsi. Á bak við þetta alt
saman stendur þessi unga stúlka,
að því er verkafólkið snertir. Hún
hefir á tveimur síðustu árum
talað svo mikinn kjark í verka-
fólkið í Valleyfield og knýtt það
svo fast saman í réttlátum kröf-
um þess um kjarabætur, að ekk-
ert sem enn hefir verið reynt,
hefir getað klofið fylkingar
þeirra, og hefir þó sitt af hverju
verið reynt.
Fult nafn konu þessarar er
Madeleine Parent. Hún er dóttir
efnaðs verzlunarstjóra í Mon-
treal; er útskrifuð frá Ville
Marie nunnuskólanum. Hélt á-
fram framháldsnámi við Tra-
valger (sem er prívat skóli) og
við McGill; er fljúgandi gáfuð
og einkennilega sjálfstæð í skoð-
unum.
• * *
Þjóðþinginu í Kanada hefir
verið frestað þar til næsta janúar.
NÝR ORGANISTI
Harold J. Lupton
Hinar venjulegu ensku árdegis-
guðsþjónustur hefjast í Fyrstu
Lútersku kirkju á sunnudaginn
kemur, 8. september kl. 11. f. h.
Við orgelið verður Mr. Harold
Lupton, hinn nýráðni organisti
og söngstjóri kirkjunnar. Mr.
Lupton er Englendingur að upp-
runa, en hefir dvalið í Winnipeg
í rúmlega tuttugu ár. Mjög ung-
ur að aldri gerðist hann organ-
leikari í Biskupakirkjunni ensku,
og hlaut síðar hina beztu mennt-
un sem kostur var á í söngfræði
og orgelleik.
Mr. Lupton hefir stýrt söng í
mörgum af hinum stærri kirkj-
um Winnipeg borgar. Hann hef-
ir einnig samið fjölda sönglaga,
og að minsta kosti tólf þeirra
hafa hlotið fyrstu verðlaun í
samkepni tónskálda. Nokkur
undanfarin sunnudagskvöld hef-
ir hann spilað við íslenzku guðs-
þjónusturnar, og farnast það hið
bezta. Upp frá þessu hefir hann
fulla umsjón með öllu söngstarfi
kirkjunnar, báðum söngflokkun-
um og orgelinu.
Guðsþjónusturnar í Fyrstu lút-
ersku kirkju verða í ár með
sama hætti og undanfarið: ensk-
ar messur kl. 11. f. h., sunnudaga-
skóli kl. 12.15 og íslenzkar messur
kl. 7 að kvöldi hvern helgan dag.
BRAZILÍA
Inddánaflokkur í Brazilíu, sem
hefst við uppi í eða öllu heldur
í skógunum upp á Roncador f jöll-
unum í Mato Grasso héraðinu
hefir hatast við hvíta menn og
unnið þeim alt það mein sem
þeir hafa getað. Ástæðan er sú
að árið 1796 eitruðu hvítir menn
vatnsból þessa flokks með þeim
afleiðingum að 500 Indíánar dóu
af því endemis tiltæki.
Á árunum frá 1932 og til 1941
hafa margir kristniboðar verið
sendir til Chavantes-flokksins, en
svo heitir þessi flokkur Indíán-
anna, en sumir af þegsum trú-
boðum hafa alveg horfið eg aðrir
týnt tölunni.
Eftir ítrekaða góðvild sýnda
Indíánaflokki þessum frá hendi
trúboðanna í tvö ár samfleytt og
gjafir frá trúboðum umsjónar-
deildar Indíánamálanna, fóru
þessir herskáu og harðvítugu
Chavantes Indíánar að láta sig
og sefast.
Um 400 þeirra komu ofan úr
f jöllunum og niður að Á Dauðans,
sem nafn það ber eftir níðings-
verk það, sem framið var á Indí-
ánunum og veittu móttöku gjöf-
um, í vikunni sem leið og
virtust alsáttir við hvítu menn-
ina, sem svo mjög höfðu misboð-
ið forfeðrum Chanates-anna.
Blaðið v A Noite í Rio de
Janeiro sagði frá þessum við-
Drengilega að verið
Margt hafa Dakota íslendingar
myndarlega gjört. Þeir hafa set-
ið bú sín með eins mikilli risnu
‘og nokkrir aðri, sem land þeirra
byggja. Þeir hafa látið sig and-
leg verðmæti sín og sinna varða
meir og betur en flestar aðrar
bygðir. Þeir hafa haldið saman
félagslega betur en margar
bygðir Islendinga vestan hafs, og
þeir hafa Verið í fararbroddi í
menningasögu Vestur-lslendinga
frá því fyrst að bygðir þeirra
hófust og fram á þennan dag. Á
þeirri leið hafa Dakota Islend-
ingar margt drengilegt og djarft
sporið stígið, og í sandi tímans
sér maður þau mörg og enn á ný
eru þeir að stíga eitt, sem verður
ekki aðeins Dakota bygðum ís-
lendinga til sóma, heldur Islend-
ingum vestan hafs. íslendingar í
N. Dakota hafa boðið íslenzka
kórnum, sem til Ameríku kemur
í haust til sín upp á sína eigin
ábyrgð og upp á sinn eiginn
kostnað. Eina íslenzka bygðin í
Vesturheimi sem gjörir slíkt.
íslenzki kórinn kemur til ís-
lenzku bygðarinnar í Norður
Dakota 16. nóvember n. k. og
syngur um kveldið í Cavelier
City Auditorium, kl. 8.30. Frá
því að kórinn 'kemur norður á
laugardaginn, 16. nóvember,
verða söngmennirnir gestir Is-
lendinga í bygðinni og þangað til
þeir fara aftur. Óþarft mun vera
að hvetja alla Islendinga, þar
syðra, og aðra, sem kost eiga á,
að virða stórhug íslendinganna í
Dakota og menningar viðleitni
þjóðræknisdeildarinnar Bártmn-
ar á Mountain, sem fyrir þessum
framkvæmdum stendur, með því
að sækja þessa samkomu svo að
ekki verði eitt sæti autt í húsinu.
Aðgöngumiðar fást hjá Krist-
jáni Kristjánssyni á Garðar.
burði með grein sem bar eftir-
farandi yfirskrift: “Friður á milli
Chanates og mannaðs manns:
Fyrirmynd, sem hinir stóru fjórir
í París verða að taka hér til fyrir-
myndar.”
♦ ♦ ♦
ENGLAND
Fornfræðingar í Lundúnum
eru að leita merkja um sögu
Lundúnaborgar, þegar Rómverj-
ar réðu þar lofum og lögum, með
því að grafa í jörðu þar sem
þýzku sprengjurnar hafa rifið í
sundur heimili, hús og jarðveg.
Nálægt Cheapside hafa menn
komið niður á fjögur öskulög:
Fyrst öskulagið, sem þýzku
sprengjurnar hafa orsakað. Ann-
að öskulagið er frá eldsbrunan-
um mikla 1666. Þriðja lagið er
frá árunum 120—130 e. K. Fjórða
lagið er frá árinu 51 e. K. þegar
Boadicea^ lagði borgina í rústir.
♦ ♦ ♦
ÞÝZKALAND
Um miljón Þjóðverja hafa ver-
ið reknir í burt úr Súdetenland
og Ungverjalandi, og hefir þetta
vesalings fólk leitað skjóls í um-
dæmi Bandaríkjanna í Þýzka-
landi. Aðallega er þetta aldraða
fólk og börn, sárafátt af hraustri
æsku eða miðadra fóki. Það hefir
Verðug viðurkenning
Dr. P. H. T. Thorlaksson
Dr. Paul Henrik Thorbjörn
Thorlaksson, hinn vel- og víð-
kunni íslenzki læknir í Winnipeg
hefir verið skipaður prófessor í
læknisvísindum við Háskóla
Manitobafylkis af ráði skólans.
Hann hefir og verið skipaður
yfirskurðlæknir við stærsta
sjúkrahús borgarinnar, The
Winnipeg General Hospital, af
ráði þeirar stofnunar.
I báðum þessum tilfellum er
um að ræða vandasamar ábyrgð-
arstöður, sem aðeins hæfustu
menn, sem völ er á, eru valdir
í, og er því þetta val sá áhrifa-
mesti vitnisburður, sem hægt er
að hugsa sér um hæfileika, álit
og vipsældir iþess manns, sem
fyrir því verður. Það er því
meira en metnaðaratriði fyrir Is-
lendinga, fjær og nær, að Dr.
Thorlaksson hefir orðið fyrir
þessu vali. Það er þeim líka
sönnun þess, að embættin verða
skipuð til sóma þess sem skipar,
þeirra sem skipuðu hann í þau,
þjóðbræðrum hans og systrum,
og verkefnunum, sem hann tekur
að sér, til þroska og þróunar.
Dr. Thorlaksson er sonur
merkishjónanna séra Steingr. N.
Thorlákssonar og frú Eriku
Rynning Thorláksson, sem svo
fagran og þróttmikinn þátt tóku
í menningarþroskun hinna vest-
urfluttu íslendinga og sem þessi
ágæti sonur þeirra ber svo fagurt
vitni um.
Hann er fæddur í Bandaríkj-
unum, en kom ungur til Kanada
og hér hefir hann mentast að
mestu. Hann er félagi í Royal
College of Surgeons, í Canada;
Royal College of Surgeons á Eng-
landi; American Surgical Asso-
ciation. Hefir um sjö ára skeið
verið eini nefndarmaður vestur-
fylkjanna í Medical deild Re-
search Council of Canada, og for-
seti þeirrar deildar, sem nú hef-
ir verið stofnuð í vesturfylkjun-
um, og í tilbót við alt þetta, er
hann “drengur góður.” Maður-
inn, sem hélt þessum stöðum á
undan Dr. Thorlaksson, heitir
Dr. Oliver Waugh, en næsti
merkisberi í embættum þessum
á undan Dr. Waugh, var Dr. B.
J. Brandson.
ekkert með sér — á ekkert nema
fötin, sem það stendur uppi í.
Að finna þessu fólki húsaskjól
og eitthvað til að gjöra, svo það
getið dregið fram lífið, er nærri
ókljúfanleg þrekraun.