Lögberg


Lögberg - 05.09.1946, Qupperneq 4

Lögberg - 05.09.1946, Qupperneq 4
I 4 --------logberg---------------------- GefiB út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f ■argent Ave., Winnipeg, ManLtoba Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The '‘Lögrbergr” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Karlakór Reykjavíkur Nýjungar má það telja, og gleðiefni öllum Vestur-íslendingum að Karlakór Reykjavíkur er væntanlegur til Banda- ríkjanna og Kanada í haust, og kemur hann á vegum National Concert and Artists Corporation of New York, stærsta og víðtækasta félags af því tagi í álfunni. Félag þetta hefir útsendara í öllum löndum til þess að líta eftir og leita að nýjum mönnum og nýjum flokkum, sem skara fram úr á listasviðinu. Árið 1935 var þessi sami söngflokk- ur á ferð í Evrópu og hélt söngskemt- anir í ýmsum af Evrópulöndunum, og heyrði þessi sendimaður National Con- cert and Artists Corporation til þeirra syngja, og vildi þá fá kórinn til að koma vestur og syngja í stórborgum Banda- ríkjanna og Kanada. En þá varð ekki af komu þeirra vestur fyrir ýmsar á- stæður, og svo kom stríðið. Nú að því loknu endurnýjaði félagið ósk sína aftur um að kórinn kæmi vest- ur og verður það úr, að hann kemur um mánaðamótin september og október í haust, og heldur sína fyrstu söngsam- komu 1. október n.k. í Boston. Söngflokkur þessi er 19 ára gamall — var myndaður árið 1927 og hafði þeg- ar á að skipa ágætis sönghæfiieikum.’ Maðurinn, sem aðal þáttinn átti í mynd- un kórsins heitir Sigurður Þórðarson frá Dýrafirði í Barðastrandasýslu, hæfi- leikamaður mikill og sagður valmenni og hefir hann líka verið leiðtogi kórsins og er enn. Með þessu starfi sínu í þarfir kórs- ins og sönglistarinnar í landi sinu, hefir Sigurður unnið þjóð sinni ómetanlegt gagn. Slíka starfsemi er aldrei hægt að mæla á alinmál eða meta til peninga. En áhrif Sigurðar og söngflokksins, sem hann myndaði, hefir náð lengra en til íslenzku þjóðarinnar. Þau hafa náð út yfir hafið — fyrst til skandinavisku landanna, Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur árið 1935, og er það fyrsta utan- för kórsins. Kórinn söng í öllum þessum löndum við ágæta aðsókn og djúpa hrifning áheyrendanna. Ummæli nokk- urra blaða í þessum löndum, um söng kórsins, eru ekki ófróðleg: Kaupmannahöfn, Berlinske Tidende: “Þessi kór gjörir íslenzka hljómlist heimsfræga.” Oslo, Morgenbladet: “íslenzku söng- mennirnir hafa dáleitt Norðmenn.” Stokkhólm, Svenska Morgenbladet: “Þessi þrjátíu og sex manna kór hefir óvanalega fallegar og hljómmiklar raddir.” Árið 1937 lagði þessi sami kór upp í aðra Eívrópuför. í þetta sinn var haldið til Þýzkalands, Austurríkis og Tékkó- slóvakíu. Fór kórinn svo mikla sigur- för til þessara landa, að þriðja förin var ráðin, en ófriðarskýin komu í veg fyrir þær framkvæmdir. Að líkndum hafa lesendur Lögbergs gaman af að sjá hvað aðal blöð borganna sem íslenzku söngmennirnir sungu í, í heimalöndum sönglistarinnar sjálfrar, höfðu að segja um söng þeirra og set- um vér því hér sýnishorn: Vienna, 8-WHR Abendblatt: “Söng- flokkurinn íslenzki vann hér eftirtekta- verðan sigur.” Prague, Narodni Politika: “Þessi kór nær fullkomnasta stigi listarinnar.” Vienna, Das Kleine Volksblatt: “Kór- inn gaf fögur sýnishorn af íslenzkum þjóðsöngvum og hljómlist.” Vienna, New Freie Presse: “Karla- kór Reykjavíkur er ágætlega æfður og sigur hans hér var glæsilegur.” Vienna, Niederæsterreichisches: “Mjög fagrar bassaraddir, ljúft undir- spil, hvert einasta lag al-fullkomið.” Vér efumst um, hvort að nokkrir ís- lendingar, nokkurntíma hafi ferðast um Evrópu við betri eða meiri orðstír en LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946 þessir íslenzku söngmenn, og auk þess að geta sjálfum sér og þjóð sinni slíka viðurkenningu á sviði listarinnar, þá höfum vér það fyrir satt, að þarna sé samankominn svo glæsilegur hópur manna, að vallarsýn og allri framkomu, að annarsstaðar geti ekki glæsilegri. Þessir menn eru nú bráðum að leggja upp í för til Vesturheims og eiga Vestur- íslendingar bæði glæsilegum og gagn- legum gestum að fagna. Herbert George Wells “Þá eik í stormi hrynur háa.” Ein af stóru eikunum í mannfélag- inu er fallin; Herbert George Wells er dáinn. Það er altaf vel viðeigandi að minn- ast látinna manna og kvenna, en ekki sízt þegar þeir látnu hafa verið áber- andi, staðið í straum samtíðarinnar og átt þátt í að mynda hugsanir, stefnur og ákvarðanir samtíðar sinnar. Herbert George Wells var einn slíkra manna. Það er sagt að skáldin séu spá- menn þjóðanna. Herbert Geogre var ekki aðeins spámaður sinnar þjóðar; hann var spámaður allra þjóða, eins og sumar af hans bókum bera með sér, t. d. “The War and the Worlds” 1898. í þeirri bók sér Wells athæfi og athafnir mannanna greinilega fyrir, sem þó ekki koma fram fyr en 16 árum síðar. Sama er að segja um bók hans, “War in the Air” 1908. En þessi fram úr skarandi glögg- skygni og gáfaði maður var meira en spámaður. Hann var líka kennari, og vér erum sannfærðir um, að hann áleit kensluna sína aðalköllun, enda varði hann mestum parti æfi sinnar og meir en sjötíu af rúmlega áttatíu bókum, sem hann skrifaði, til kenslustarfsins. Það er sannarlega ekki hægt að segja um H. G. Wells, eins og því miður að maður neyðist til að segja um svo marga nútíðar höfunda, að þeir viti ekki hvert þeir séu að halda og stundum naumast hvað þeir séu að segja. Hann vissi hvað hann var að segja og hann lagði sig í líma með að segja það fallega. Honum var ant um að hugsanir sínar og orð færðu ekki skugga inn í líf manna; hvort að honum hefir tekist það með öllu, er annað mál. H. G. Wells lagði á stað úr heima- húsum með sól í sál. Fyrsta opinbera ritgjörðin, sem hann sendir frá sér, 19 ára gamall, “The Past and Future of the Human Race,” ber vott um það. En svo kemst þessi fljúgandi gáfaði æsku- maður inn á raunsæisbrautina og þar leitar hann gæfunnar mestan og áreið- anlega bezta hluta æfi sinnar. Þegar Herbert George Wells útskrif- ast frá Royal College undan handar- jaðri Thomas Henry Huxley, þá var hann þegar orðinn hrifinn af vísinda- rannsóknum og öflum þeim, sem vís- indin og vísindarannsóknirnar voru að leiða í ljós. H. G. Wells sá í þeirri hreyf- ing, ekki aðeins nýjan heim, nýja feg- urð og nýja framtíð, heldur líka full- komnunar takmark mannanna. Þetta nýja mál — nýja velferðarmál frá hans sjónarmiði, gjörði hann að sínu eigin hjartans máli og til þess að hann og aðrir gætu notið þess, notið full- komnunarinnar, sem sú vísindastefna átti að varpa á vegferð mannanna; var að fylgja stefnu vísindamannanna og byggja velferð sína og vonir á því sem vísindamennirnir kölluðu sennilegt, en hafna því öllu sem þeir álitu ósennilegt. Þetta var kjarni lífsspeki þeirrar sem Herbert George Wells kendi í meir en 60 ár og rauði þráðurinn sem gengur í gegnum flestar af bókum hans og hann kendi með andagift og afli, sem aðeins þeim útvöldu er lánað. Það var því ekki að furða þó honum ynnist mikið á. Hann hreif hugi fólksins með sér og það dáði hann eins og lausnara og leiðtoga. En þessi kenning Herberts G. Wells reyndist ónóg — ónóg til að fegra og hreinsa hugi og hjörtu mannanna ónóg til þess að leiða mennina frá villu vega þeirra, ónóg til að skapa nýjan og fegri heim. Og Herbert George Wells lifði til að sjá og skilja, að kennimanns starf hans í sextíu ár var allt í rustum. Hjartans mál hans, raun sægis kenning- in, reyndist tál einu sinni enn á lífsleið mannanna, lifði til að sjá, að ástand fólksins, hugsunarháttur þess og fram- koma fór alt af versnandi þrátt fyrir hin eldlegu orð hans og einlægu viðleitni. Hann lifði líka til þess, að kveða upp dóm yfir mann- kyninu þegar að hann sá vonir sínar og kenningar hrynja eins og spilaborgir, og dómur hans var beiskur og harður — algjörð tor- tíming — lífsolía einstakl- inga og þjóða væri brunnin upp og framtíðar lífsskil- yrði mannkynsins því ekki lengur til, það yrði að deyja og hverfa. Herbert George Wells var fæddur 21. september 1866 í Bromley í Kent á Elng- landi. Faðir hans og móðir voru bæði af enskum ætt- um og af almúga fólki kom- in. Það stóð til að hann fet- aði í ftóspor föður síns, sem veitti smáverslun forstöðu, sem hann átti sjálfur, en yfirburða gáfur Wells komu því til leiðar að hann var settur til menta og vakti þegar athygli kennaranna við Royal College, þar sem hann fekk mentun sína, fyrir gáfur og yfirburða minni. Hann tók og próf í vísindum við Lundúna há- skólann 1888. Ehi á bók- mentasviðinu haslar hann sér völl 1895, þar sem þeir Rudyard Kipling og Bern- ard Shaw réðu ríkjum. Ríkisháskólinn í Norður- Dakota fær íslenzka merkisbók að gjöf. Nýlega sendi herra Gísli Sveinsson aiþingismaður og fyrv. forseti Alþingis ríkisháskólanum í Norður-Dakota (University of North Dakota) að gjöf skrautlegt eintak af merkisritinu “Lýð- veldishátíðin 1944,” um hendur dr. Richards Beck, prófessors há- skólans í Norðurlandamálum og bókmentum og vararæðismanns íslands í Norður-Dakota. En Gísli sýslumaður er, eins og kunnugt er, einn af fremstu stjórnmála- mönnum þjóðarinnar, hefir árum saman átt sæti á Alþingi og um langt skeið verið ótrauður for- mælandi íslenzkra sjálfstæðis- mála, alt frá því á háskólaárum sínum fyrir 40 árum síðan. I sambandi við hátíðlega upp- sögn sumarskóla háskólans, er fram fór 8. ágúst, var gjöf þessi formlega afhent forseta háskól- ans, dr. John C. West, að við- stöddum bókaverði háskólans, fröken Della Mathys, og herra Merle Kidder skólastjóra, full- trúa menntamálaráðs æðri skóla ríkisins. í afhendingarræðunni lýsti dr. Beck sögulegu gildi bókarinnar og merkum og margþættum stjórnmálaferli gefandans, og gat þess sérstaklega, að hann hefði verið forseti Alþingis, þá er lýð- veldið var endurreist og stjórn- að hinum söguríka þingfundi að Lögbergi, er lýst var lýðveldis- tökunni. Um gjöfina fórust ræð- umanni að öðru leyti þannig orð: “Með þessari verðmætu gjöf vill herra Gísli Sveinsson al- þingismaður votta ríkisháskól- anum í Norður-Dakota virðingu sína, minnugur þess, hversu margir stúdentar af íslenzkum stofni hafa útskrifast þaðan, og annara menningartengsla skól- ans við ísland, svo sem þess, að einn af kennurum hans bar gæfu til að vera fulltrúi Vestur-íslend- inga á lýðveldishátíðinni. Gjöfin lýsir einnig góðhug gefanda til Bandaríkjaþjóðarinnar, en ríkis- stjórn hennar varð fyrst til þess að viðurkenna formlega hið end- urreista íslenzka lýðveldi.” Dr. West hás'kólaforseti þakk- aði hina ágætu gjöf, og vinarhug þann, sem lægi að baki hennar, fögrum orðiun, lýsti aðdáun sinni á menningu hinnar íslenzku þjóðar og árnaði henni og hinu íslenzka lýðveldi allrar blessun- ar. Bókargjöf þessi hefir vakið at- hygli, og birtist meðal annars ítarleg frásögn um hana í dag- Frá fréttaritara Lögbergs á Islandi Fréttir frá íslandi vikuna 4. ágúst til 10. ágúst 1946 1. Síldaraflinn: Á miðnætti síðasta laugardags var bræðslu- síldaraflinn á öllu landinu orðinn samtals 1 miljón átta þúsund sjö hundruð tuttugu og þrír hektó- lítrar. Á sama tíma í fyrra var hann 364,570 hektólítrar. Árið 1943 var hann 860,969 hltr. Síld- arsöltun nam s. 1. laugardag 63,568 tunnum síldar. í fyrra var ekkert búið að salta af Norður- landssíld um þetta leyti. Afla- hæsta skip flotans er m.s. Dagný frá Siglufirði með 11,355 mál í bræðslu. Næsthæsta er Fagri- klettur frá Hafnarfirði með 9,549 mál í bræðslu og 350 tunn- ur í saít, og þriðja hæsta skipið er Gunnvör frá Siglufirði, með 9,222 mál í bræðslu og 252 tunn- ur í salt. Hæst gufuskipanna er Ólafur Bjarnason frá Akranesi með 8,817 mál síldar. Hæstu bátar, tveir um nót, eru Ársæll og Týr, með 3672 mál í bræðslu og 254 tunnur í salt. Flestar tunnur í salt hefir m.s. Sæmund- ur frá Sauðárkróki, 2,153 st. k. 2. ísland sœkir um upptöku í UNO. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá ríkisstjórninni, af- henti Thor Thors sendiherra ís- lands í Washington, í um'boði rík- isstjórnar Islands, bandalagi hinna sameinuðu þjóða inntöku- beiðni Islands í bandalagið. Þetta var hinn 3. ágúst s.l. Tveim dögum síðar tók sérstök nefnd fyrir inntöku'beiðni íslands og sex annarra þjóða 1 UNO. Nefnd þessi mun leggja fram álit sitt fyrir öryggisráðið þann 21. ágúst. 3. Frægur hershöfðingi kem- ur til íslands. Einn af kunnustu hershöfðingjum og flugmönnum Bandaríkjanna, James H. Doo- little, sem meðal annars stjórn- aði fyrstu loftárásinni á Tokio, kom til Reykjavíkur fyrir nokkr- um dögum, á leið sinni til París- ar. Hann er nú forstjóri í flug- deild Shell olíufélagsins. Til Is- lands kvaðst Doolittle vera kom- inn til að heilsa upp á gamla kunningja og fræðast. Hann ferðaðist talsvert um landið, bæði í flugvél og bifreiðum og leizt vel á sig hér. I viðtali við blaðamenn lét hann svo um- mælt, að auknar flugsamgöngur væri einn snarasti þátturinn í varanlegum heimsfriði. 4. Frægur íslenzkur óperu- söngvari kemur heim. Hinn víð- frægi óperusöngvari, Einar Kristjánsson, er kominn heim, eftir 10 ára útivist. Hann kom til Reykjavíkur, ásamt konu sinni og tveim dætrum, með flugvél frá Kaupmannahöfn 2. ágúst. Síðast dvaldist hann hér á landi í hálfan mánuð 1936, en söng- nám hóf hann að afloknu stúd- entsprófi 1930. Einar hefir ver- ið 15 ár í Þýzkalandi og 1 ár í Austurríki. Hefir hann getið sér mikla frægð í Þýzkalandi og gert landi sínu mikinn sóma. Söng- maðurinn mun dvelja hér á landi í 4—6 vikur, en eigi er hann ákveðinn þá, havort halda skuli. Á hann meðal annars kost á því að setjast að í Svíþjóð. Segist Einar helzt vilja hafa aðsetur sitt á Norðurlöndum, því að þar finni hann mestan hljómgrunn fyrir list sína. 5. Guðrún Á. Símonar, sópr- an-söngkona. Nýlega er komin til landsins sópran-söngkonan góðkunna, Guðrún Á. Símonar, blaðinu “Grand Forks Herald,” öðru útbreiddasta blaði ríkisins, ásamt með mynd gefanda og mynd af afhendingarathöfninni. Með tilkynningu þessari vilja forráðamenn háskólans og bóka- safns 'hans opinberlega votta hin- um virðulega gefanda innilega þökk fyrir hina fögru og kær- komnu gjöf hans og þann góðhug sem hún lýsir. R. B. en hún hefir dvalið 1 ár í London og stundað sönglistarnám við The Guildhall School of Music and Drama, sem er einn bezti og þekktasti söngskóli í Englandi. Mun söngkonan að þessu sinni dvelja hér á landi til loka sept- emiber mánaðar. 5. Maður druknar. — Það sorglega slys vildi til þann 1 á- gúst, að Már Sigurjónsson, Kapl- askjóli 2, Reykjavík, féll fyrir borð á m.s. Viktoría, og drukn- aði Skipið var á siglingu út af Langanesi, er kallað var á riiips- höfn í bátana. Var Más Sigur- jónssonar þá saknað. Ekki er vitað með hverjum hætti hann hvarf. Hann lætur eftir sig konu og börn. 7. Togarinn Kári seldur. Tog- ara útgerðarfélagið Alliance 1 Reykjavík ihefir nýlega selt tog- arann Kára. Kaupandinn er samvinnufélag eitt í Klaksvík í Færeyjum. Skipið er nýfarið héðan og sigldi því færeysk á- höfn. Því hefir nú verið gefið nafnið Barmur. 8. Stórtjón á Eskifirði. A Austurlandi gerði stórrigningar dagana 5. og 6. ágúst, og olluvatn- avextir gífurlegu eignatjóni víða, sérstaklega á Eskifirði. Ruddust lækir úr farvegum sínum, og skemmdu vegi, brýr, íbúðarhús og önnur mannvirki. Er tjónið metið á mörg hundruð þúsund krónur. 9. Skaðabótakröfur á hendur Þjóðverjum. Fyrir nokkru síðan skipaði dómsmálaráðherrann nefnd, til þess að útbúa skaða- bótakröfur íslands á hendur Þjóðverjum fyrir ófriðarspjöll,. meðan á stríðinu stóð. Hefir nefndin nú skilað áliti sínu og telur að kröfurnar nemi tæpum 40 miljón krónum. I kröfuskjal- inu kemur fram, að Island missti af styrjaldar ástæðum ca. 19% af skipastóli sínum, eins og hann var í upphafi styrjaldarinnar, en tala druknaðra manna og ör- kumla af styrjaldarástæðum nam um 1.8 af þúsundi af íbúum landsins. Allar kröfurnar eru miðaðar við greitt tryggingarfé, en aðrar þjóðir hafa gert kröfur sínar með þeim hætti. Alls fórust eða skemmdust 20 skip af styrjaldarvöldum, og 181 skipverji og 22 farþegar létu þar líf sitt. Auk þess slasaðist 1 maður í landi, er flugvél varpaði sprengju á Seyðisfjörð. 10. E v r ó p umeistaramót í frjálsum íþróttum. ísland hefir tilkynnt þátttöku sína í Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþrótt- um, sem á að fara fram í Osló, dagana 22.-26. ágúst n.k. Eiga 10 ungir og stæltir íþróttamenn að vera fulltrúar okkar þar, og munu þeir sennilega keppa í 11 Lþróttagreinum. Erlend íþróttablöð hafa að undanförnu gert að umtalsefni og getið sér til um sigurvegara í flestum greinum, og fara þau þá mest eftir árangri, ér náðst hef- ir af hinum ýmsu íþróttamönn- um í sumar. Telja sum þeirra, að Islendingurinn Gunnar Huseby muni verða sigurvegari í kúlu- varpi, enda á hann næst bezta árangur, sem náðst hefir í kúlu- varpi í Evrópu, á þessu ári. 11. Sendiherra Póllands af- hendir skilríki sín. Þann 8. ágúst afhenti sendiherra Póllands, hr. Mieczyslaw Rogalski, forsta ís- lands embættisskilríki sín við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum forsætis- og utan- ríkisráðherrum. Að athöfninni lokinni sátu sendiherrahjónin og forsætisráðherrahjónin hádegis- verð í boði forsetahjónanna, á- samt ræðismönnum Póllands hér og nokkrum öðrum gestum. 12. Sigvaldi Kaldalóns, tón- skáld. Eitt vinsælasta tónskáld sem Islendingar hafa átt, Sig- valdi Kaldalóns, andaðist í Reykj avík 28. júlí og var jarðsunginn 7. ágúst, með mikilli viðhöfn. Húskveðju fluttu þeir Jón Thor- arensen og Eiríkur Brynjólfsson, frá Útskálum, en biskupinn, dr. (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.