Lögberg - 05.09.1946, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
5
ÁHUGAMÁL
UVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
RAYON SOKKAR
OG MEÐFERÐ ÞEIRRA
Nú er svo erfitt að fa sokka og
þeir eru líka svo dýrir að ná-
kvæma aðgæslu ætti að viðhaía
við kaup þeirra, þvott og aðra
meðferð.
Vertu viss um að kaupa rétta
stærð. Ef sokkarnir eru of litlir
er stóra táin komin út úr þeim
áður en þig varir. Ef þeir eru
of stuttir, strengja sokkahöndin
of mikið á þeim, þráður slitnar
og þá er óðara komið lykkjufall
í sokkinn.
Bezt er að kaupa tvö pör eða
fleiri í einu í sama lit, ef þau fást.
Ef lykkjufall kemur í.einn sokk-
inn, þá getur iþú notað hinn með
hinu parinu. Vertu varkár þegar
þú ferð í sokkana. Sverfðu negl-
urnar á tánum og gættu að því
að hafa annaðhvort hanska á
höndunum eða taka hringina af
fingrum þér og sverfa fingur-
neglurnar þannig að engin hætta
sé á því að þræðir í sokkunum
festist og slitni.
Þvottur.
Flestir kvennasokkar eru nú
búnir til úr rayon eða að ein-
hverju leyti úr því efni. Það ætti
því fyrst og fremst að hafa það
í huga að þegar rayon er blautt
eru þræðirnir miklu veikari en
þegar það er þurt; rayon sokkar
þola því ekki marga þvotta nema
því aðeins að mjög varlega sé
með þá farið. Sokkarnir ættu þó
að vera þvegnir daglega til þess
að ná úr þeim svita og óhrein-
indum; sviti veikir rayon efnið
og ef hann er ékki þveginn úr
sokkunum daglega, þá endast
þeir illa. Það er líka ráðlegt að
þvo nýja sokka áður en farið er
í þá; þræðirnir verða þá teyjan-
legri og ekki eins'hiikil hætta á
því að þeir slitni.
Hér fara á eftir reglurnar um
þvott reyon sokka:
1. Þvoðu sokkana í volgu
vatni og vertu fljót að því. Láttu
þá aldrei liggja í bleyti og nudd-
aðu þá aldrei.
2. Hafðu nóga sápu í vatn-
inu og kreistu sápuvatnið í gegn
um sokkana.
3. Ef að leir eða skósvertu
blettir eru í sokkunum, skal bera
þurt sápu duft á blettina, kreista
þá verlega en forðast að nudda
þá.
4. Kreistu mesta sápuvatnið
úr sokkunum og skolaðu þá vel
úr volgu vatni, að minsta kosti
tvisvar.
5. Kreistu úr þeim mesta
vatnið og vefðu þá inn í hand-
klæði.
6. Taktu þá strax úr hand-
klæðinu og teygðu þá varlega
þannig að þeir nái lögun sinni.
7. Hengdu þá upp á tánum,
þannig að klemman komi yfir
sólana en ekki ofan á ristina.
Hina næfur þunnu nylon og ray-
on sokka ætti ekki að hengja
upp, því þá getur teygst of mik-
ið á hinum veiku þráðum;
breiddu þurt handklæði á borð
og láttu sokkana þorna á því.
8. Varastu að þurka sokkana
í miklum sólanhita eða nálægt
hitaleiðslum. Þurkaðu þá inni
og láttu þá þorna í 24 til 48
klukkustundir áður en þú ferð
í þá aftur.
Þetta eru þvotta reglur sokka
framleiðslu félaganna. Þau gera
alskonar tilraunir með sokkana,
sem þau framleiða og vita hvað
þeir syngja.
Farðu vel með sokkana þína;
þeir eru dýrir og endingin fer eft-
ir því hve vel þú hugsar um þá.
TIL MINNIS
Áhaldakassi.
Hann er nauðsynlegur á hverju
heimili. Kassi með hamar nagl-
bít, nöglum, skrúfum, borum,
krókum og metramáli, líka sand-
pappír, lími, penslum o. fl. Hver
einasta húsmóðir þarf að nota
þessi áhöld og hafa þau þar, sem
grípa má til þeirra hvenær sem
er, og óþarft er að sækja fag-
mann til smávirka, sem hver og
einn getur innt af hendi. Það er
enginn vandi að reka nagla eða
líma saman blöð.
Bœkur.
plestum þykir mjög vænt um
bækur sínar og handleika þær
sem dýrmæta hluti, sem þær líka
eru, meira að segja gæla við þær
eins og 'börn. Það er því ekki
undarlegt þó að menn séu tregir
til að lána bækurnar sínar og að
þeir krefjist þess að þeim sé skil-
að jafnóðum aftur. En þeir sem
fá bækur að láni eru oft einkenni-
lega hirðulausir um að skila bók-
unum, henda þeim einhversstað-
ar og segja jafnvel. Eg man ékk-
ert hver á hana. Munið að skila
þeim bókum, sem þér fáið að
láni hjá vinum yðar.
■f -f -f
Hvers virði er
karlmönnum hjónabandið?
1 veizlu sem haldin var fyrir
skömmu, spurði frægur skáld-
sagnahöfundur mig, hvorum eg
teldi, að hinir tíðu hjónaskiln-
aðir í Ameráku væru fremur að
kenna: eiginkonum eða eigin-
mönnum. Eg sagði að athuganir
síðustu tólf ára hefðu fært mér
heim sanninn um, að sökin væri
yfirleitt eiginmannanna. “Ef
karlmaður verði helmingnum af
þeirri umhyggju, sem hann ber
fyrir atvinnurekstri sínum, í það,
að hugsa um, hvernig ástatt væri
um hjúskaparlíf hans, er eg sann-
færð um, að hjónaskilnuðum
mundi fækka að miklum mun,”
mælti eg. — Rithöundurinn varð
hugsi og svaraði: “Þetta hefur
mér nú aldrei dottið í hug, en
hver veit, nema þér hafið öld-
ungis rétt fyrir yður.”
Hvort sem eg hef á réttu eða
röngu að standa, færa öll þau
mörgu bréf, er eg fæ frá körlum
og konum, sem eru sáróánægt í
hjónábandi sínu, mér heim sann-
inn um, að þegar karlmaður
kvænist, heldur hann blátt áfram
að hjónaband hans sé í éitt skipti
fyrir öll tryggt og öruggt. Mjög
sjaldan lætur hann sér til hugar
koma, að hann þurfi að gefa því
nokkrar gætur, stuðla að farsæld
þess og reyna að lagfæra það, ef
eitthvað ætlar að ganga úr skorð-
um.
Þannig verður hann þó að haga
sér í verzlunarrekstri sínum. Ef
salan minkar, ráðfærir hann sig
fyrst við meðeiganda sinn. Þeir
reyna síðan í félagi að komast að
raun um, hvað þessu valdi. Ef
keppinautar þeirra eru í þann
veginn að sýna þeim yfirgang,
taka þeir sjálfir að vanda vöru
sína og allan undirbúning henn-
ar meira en áður tíðkaðist.
Treysti þeir sér hins ,vegar ekki
til að ráða bót á vandkvæðun-
um af eigin rammleik, kveðja
þeir sérfræðinga sér til aðstoðar
og fara síðan að ráðum þeirra:
En þó að nýjabrums-ánægja
hjónabandsins taki hins vegar
að dofna og staða eiginkonunnar
á heimilinu verði smám saman
eins og hverrar annarar vinnu-
konu, lætur eiginmaðurinn eins
og ekkert hafi í skorizt, ef hann
fær nógan og góðan mat; hann
ímyndar sér blátt áfram, að þann-
ig sé ölum hjónaböndum háttað.
Hvers vegna er konan þín orð-
in að réttri og sléttri húsmóður?
Af hverju tala hún ekki orðið
um neitt annað en börnin, hús-
verkin, fyrirkomulagið á vöru-
skömmtuninni og hvað nágrann-
arnir séu nú að sýsla? Hvað er
eiginlega orðið af hinni kátu og
glæsilegu stúlku, sem þú kvænt-
ist?
Þú getur fundið þá stúlku, ef
þú vilt það sjálfur viðhafa.
Hringdu til hennar á morgun af
skrifstofunni. Segðu henni, að
hún skuli fá einhvern til þess að
líta eftir ibörnunum og koma síð-
an sjálf til móts við þig út í bæ
og borða með þér miðdegisverð.
Gerðu þér nú einu sinni veruleg-
an dagamun með henni, bjóddu
henni inn í skemmtilegt veitinga-
hús, pantaðu þar uppáhaldsrétt-
ina hennar, og farið þið síðan
saman í leikhús eða bíó. Reyndu
að fá hana til að gleyma því rétt
sem snöggvast, að hún sé móðir
heillar fjölskyldu. Leyfðu henni
að verða aftur ung stúlka.
Og byrjaðu að bjóða kunningj-
um þínum heim til miðdegisverð-
ar. Gerðu konuna þína aftur
þátttakanda í lífi og fjöri. Þá
munt þú sanna, að hún hefur
ekki greymt þeirri list, að vera
góð húsfreyja. Allt og sumt, sem
hana vanhagar um, er trygging
fyrir því, að þú dáist að henni,
sannfæringin um, að hún hafi
ekki misst piltinn, sem hún gift-
ist. Sami meyjarroðinn mun aft-
I ur koma fram í kinnar hennar,
og þú munt heyra á ný hláturinn,
sem þér þótti svo yndislegur.
Enga eiginkonu langar til að
verða ekkert annað en rétt og
slétt húsmóðir. En hún getur
ekki eingöngu af eigin rammleik
varðveitt æskufjör sitt. Ætli
deyfð hennar gagnvart manni
sínum geti ekki stafað af því, að
hann hafi verið þumbaralegur
við hana? Ef eiginkona er fýlu-
leg á svipinn, verður það alltaf
freistandi fyrir mann hennar að
líta tvisvar framan í fyrstu, lag-
legu stúlkuna, sem verður á vegi
hans. Hann meinar að sjálf-
sögðu ekkert með slíku, en gerir
það bara, af því að honum leið-
ist. Sízt af öllu mundi honum
detta í hug, að hann yrði fyrir
sjónblekkingum heima hjá sér,
en ef hann renndi ástaraugum til
konu sinnar, mætti svo fara, að
hann yrði forviða.
Þetta hefur auðvitað sín áhrif
á hvort tveggja hjónanna. Mörg
eiginkonan, sem séð hefur ást-
arglampa í augum annars manns,
mundi aldrei endurgjalda augna-
tillit hans, ef hún héldi, að eigin-
maður sinn elskaði sig enn, Ef
hann er hins vegar sífellt önnum
kafinn við störf sín, ef hann álít-
ur hana einungis bústýru og barn
ffóstru hjá sér, er henni sannar-
lega ekki láandi, þó að hýrt augn-
aráð annars manns komi henni
lítið eitt til. Hana langar til að
varðveita æsku sína og yndis-
þokka, og ekkert ráð er örugg-
ara til að viðhalda hvoru tveggja
en aðdáun einhvers karlmanns.
Ef konan þín er 1 þessum ham,
þá er sannarlega eitthvað bogið
við hjónaband ykkar — og þú
ert læknirinn, sem getur kippt
öllu í lag.
Eftir þeim bréfum að dæma,
sem mér berast, eru erfiðleikar
í sambandi við tengdafólk þriðja
veigamesta ástæðan fyrir hjóna-
skilnuðum. Venjulega er það
móðir eiginmannsins, sem aðal
háskinn stafar af. Vera má, að
það sé af því, að móðir virðist
telja sig eiga meiri ítök í syni
en dóttur. Hún gérir sér ljóst,
að sá dagur muni renna upp, er
hann kvænist. Hún vonar líka,
að hann geri það og að kónan
hans verði af því tagi, að hún
geti sjálf látið sér þykja vænt
um hana. En þegar sá dagur
rennur upp, að hann flyzt að
heiman, finnur mörg móðirin
sárt til þess, að hún skuli þurfa
Talið er að milli sex og sjö hundruð íslendingar hafi safnast á hinni undurfögru
grasflöt kringum Friðarbogann í Blaine, Wash., á suniludaginn 28. júlí, en þá var
haldinn þjóðminningardagur þeirra landa vorra, sem dvelja ,í nyrðri bygðum Kyrra-
hafstrandarinnar, alt frá Bellingham, Wash., til Vancouver, B.C. Margir voru þar
einnig staddir úr f jarlægri héruðum. Á myndirttii að ofan eru þeir menn; sem veittu
þessum mannfagnaði forstöðu, ásamt ræðumanni dagsins, séra Valdimar J. Eylands.
Nöfnin eru sem hér greinir, frá vinstri til hægri:
Jakoib Westford, Bellingham; (V. J. E.); Andrew Danielson, forseti dagsins; séra
Allbert Kristjánsson, Blaine; Elías Elíasson, Vancouver, og Stefán Eymundsson,
Vancouver.
Fremri röð: Jóhann Straumfjörð, Blaine; Leo Sigurdson, Vancouver; H. Sigurður
Helgason, tónskáld, Blaine; Bjarni Kolbeins, Vancouver; Einar Haralds, Vancouver;
Björn Ásmundsson, Bellingham; og Hálfdán Thorláksson, ræðismaður íslands í
Vancouver.
að veita annarri konu hlutdeild
í syni sínum.
Maður, sem er ávaldi tveggja
þeirra kvenna, sem honum þyk-
ir vænzt um, á ekki sjö dagana
sæla. Honum er það ljóst, að
hann á sér nægilegt hjartarúm
fyrir þær báðar — en gera þær
sér það ljóst? í fyrsta skipti, sem
kastast tekur í kekki með tengda-
móður og tengdadóttur, vill hann
helzt draga sig 1 hlé og láta þær
útkljá deiluna sín á milli, sem
auðvitað færir hvorugri þau
málalok, að við sé hlítandi. Eig-
inmaður, sem stendur í slíkum
sporum, getur stuðlað mjög að
því að varðvefta heimilisfriðinn.
Honum er ílófa lagið, að fullvissa
konu sína um, að hann skilji
gerla tilfinningar hennar og hafi
fyllstu samúð með henni. Jafn-
vel þótt honum kunni að sýnast
svo, sem móðir hans hafi ávallt
á réttu að standa, getur hann
reynt að setja sig í spor konu
sinnar og hjálpa henni til að
sigrast á örðugleikunum með
jafnaðargeði. En ef hann rýkur
á dyr með þessum orðum: “Get-
urðu ékki verið almennileg við
hana mömmu,” er öllum aðiljum
háski búinn. Fyrst mun kona
hans og því næst móðir hans
krefja hann drengskapar og holl-
ustu. Hann getur verið þeim báð-
um hollur, ef hann vill, og auð-
sýnt báðum samúð, en látið
“rétt” hvorrar um sig liggja milli
hluta. Hins vegar má hann als
ekki skjóta sér undan örðugleik-
unum og telja þá sér með öllu
óviðkomandi. Þeir koma honum
sannarlega við og krefjast allrar
þeirrar þolinmæði, sem hann á
sér. Mjög vitur eiginkona finnur
sjálf lausn á þessu vandamáli, en
sú lausn finst fyrr, ef konan finn-
ur, að hún nýtur í því efni sam-
úðar manns síns.
1 atvinnulífi sínu velur mað-
urinn sér félaga er á sér bæði
verkhæfni og reynzlu til jafns
við hann sjálfan. Þetta gerir
hann til þess, að fyrirtæki þeirra
megi farnast sem bezt. En ekki
er þó kona hans síður samstarfs-
maður hans. Hún verðskuldar
sannarlega engu síður heilhuga
trúnað hans en atvinnufélagi
hans. Hún á rétt á að fylgjast
með því, hve miklar tekjur hans
eru og hvernig þeim s'kuli varið
á skynsamlegan hátt.
Hvernig getur eiginmaður
vænst þess, að kona hans fari
viturlega með fjármuni, ef hann
skamtar henni altaf peninga til
heimilisþarfa með þessum orð-
um: “Eyddu nú ekki öllu þessu!!’
Hagsýn kona er hverjum eigin-
manni mikil blessun, og ef hann
ræðir fjárhagsmál sín við hana
sem jafningja sinn, mun hún
gera sér það að metnaðarmáli, að
fara skynsamlega með tekjur
hans og verja þeim miklu vitur-
legar heldur en ef hann með-
höndlaði hana í þeim efnum eins
og hún væri tíu ára gamalt barn,
en tryði henni þó fyrir að ann-
ast fjármál heimilisins. Flestar
konur skjóta við og við undan
smáfjárhæð, til þess að geta
keypt fyrir hana óvænta gjöf til
þess að gleðja með eiginmenn
sína, En ef þeir fleygja aitaf í
þær afskömtuðum peningum,
rétt eins og þær væru sendisvein-
ar, og segja þeim um leið, hvað
þær eigi að kaupa fyrir þá, móðg-
ast þær að sjálfsögðu og geta af
þeirri orsök tímunum saman alið
í brjósti sér óánægju, sem menn
þeirra uppgötva ekki fyr en seint
og síðar meir, hvernig til er
komin.
Hamingjusömustu heimilin eru
þau, þar sem faðirinn tekur jafn-
mikinn þátt í uppeldi barna sinna
og móðirin. Það er ekki nóg að
segja við börnin: “Eg hefi engan
tíma! Farðu til hennar mömmu
þinnar!” Þetta eru þó synir þín-
ir og dætur, ekki síður en kon-
unnar þinnar, og þegar börnin
stækka, verður þú hreykinn af
þeim. En til þess hefir þú lítinn
rétt, eiginmaður góður, ef þú
hefur aldrei skift þér af þeim,
meðan þau voru lítil, aldrei gert
þeim skiljanlegt, að pabbi var fé-
lagi þeirra, sem hafði tíma til að
hlusta á hugamál þeirra, þegar
hann kom heim á kvöldin, í stað
þess að grúfa sig ofan í frétta-
blöðin. Börnin þörfnuðust föð-
ur, sem skildi, hve mikilvæg .á-
hugamál þau áttu sér og ræddi
við þau um það, sem gagntók
hugi þeirra. Sérhvert barn þarfn-
ast feðra sinna, svo að þeir verði
eigi einungis “mammudrengir.”
Þeir þarfnast karlmannlegra
fyrirmynda.
Það er ekki rétt af karlmanni
að kvænast stúlku, demba henni
síðan inn á heimili, eiga með
henni eitt eða tvö börn, til þess
að öruggt sé um, að hún hafi
ávalt eitthvað til að vastra við
allan liðlangan daginn, og líta
svo þannig á, að eiginmanns-
hlutverki sínu sé þar með lokið.
Það er um hjúkspa eins og allan
annan félagsskap, hann blessast
hvorki né fer út um þúfur af
sjálfu sér. Hvort tveggja krefst
atbeina hlutaðeigandi hjóna.
Og svo að lokum þetta: Hjóna-
'bandið er fyrirtæki eiginmanns-
ins. Ef honum er það jafn hjart-
fólgið og hann lætur í veðri vaka,
mun hann rækja það af sams
konar áhuga og fórnfýsi, sem
hann helgar starfi sínu. Menn
geta skipt um störf og starfsfé-
laga, ef þörf krefur, en að slíta
samvistum við konu sína er eitt-
hvert það dapurlegasta tiltæki,
sem hugsast getur. Það er sann-
kallað neyðarúrræði.
—(Samtíðin.).
“THE STANDARD”
Blaðið Montreal Standard, 7.
september, flytur grein um ís-
lendinga, og bygð þeirra í Nýja
Íslandi, ásamt fjölda mynda af
íslendingadeginum, af húsum,
verkfærum og mönnum. Dálít-
illrar ónákvæmni kennir í grein
þessari, en yfirleitt er hún vin-
gjarnleg.
GRIKKIR HALDA TRYGÐ
VIÐ KONUNG SINN
Þjóðaratkvæði greiddu Grikkix
um það á laugardaginn var, hvort
að þeir í framtíðinni skuli hafa
lýðveldis eða konungsstjórn, og
urðu konungssinnar miklu fjöl-
mennari. Segja blöðin að um
miðnætti á sunnudaginn hafi at-
kvæðin staðið þannig: Með kon-
ungsstjórn 509,577; með lýð-
stjórnar fyrirkomulagi, 240,522
atkvæði. Kosningin var nokkuð
róstusöm, 18 menn voru drepnir
kosningadaginn, en alls gegnum
kosningahríðina voru 40 menn
drepnir.
Þessi kosningaúrslit á Grikk-
landi meina að George II Grikkja
konungur sem í útlegð hefir ver-
ið á Bretlandi síðan 1943, að
Þjóðverjar óðu inn á Grikkland,
fer aftur heim í ríki sitt.
Útvarp Rússa sagði á sunnu-
dagskveldið að kosningarnar á
Grikklandi hefðu farið fram
undir konunglegu og fasista of-
beldi með útlent hervald í land-
inu. Bretar hafa eftirlits her-
menn á Grikklandi. Til Aþenu
kom og fyrir kosningarnar flug-
vélaflutnigsskipið Franklin D.
Roosevelt og 123 flugvélar voru
á sveimi yfir höfuðborg Grikkja
kosningadaginn, og var það gjört,
segja sjóflota leiðtogar Banda-
ríkjanna, samkvæmt ósk stjórn-
arinnar á Grikklandi.