Lögberg - 05.09.1946, Síða 7

Lögberg - 05.09.1946, Síða 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946 Vestur-íslenzku gestirnir sátu boð forseta íslands í gær. Fluttu jorsetanum persónulega kveðju setts forsætisráðherra Kanada Vestur-íslenzku gestirnir, þeir Einar Páll Jónsson. Stefán Ein- arsson og Grettir Jóhannsson og frúr, svo og Hjálmar Gíslason, heimsóttu forseta Islands að Bessastöðum í gær. Flutti Grett- ir Jóhannsson ræðismaður for- seta Islands, alþingi og þjóðinni í heild persónulega kveðju setts forsætisráðherra Kanada, Louis St. Laurent, svo og kveðjur fyrr- verandi og núverandi forseta þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. I boði hjá biskupi Islands í fyrradag afhenti Grettir Jóhanns son honum mjög fagurlega skraut ritað skjal til staðfestingar á út- nefningu biskupsins sem heiðurs- verndara hins Evangeliska-Lút- erska Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. Vestur-Islendingarnir, sem hér eru staddir, í boði ríkisstjórnar og þjóðræknisfélagsins, skoðuðu í fyrradag nokkrar af helztu byggingum Reykj avíkurbæj ar. Guðjón Samúelsson húsameist- ari ríkisins, og Hörður Bjarnason skipulagsstjóri sýndu þeim Þjóð- lei'khúsið, en nú er unnið að því að fullgera það, sem kunnugt er. Síðan skoðuðu gestirnir alþingis- 'húsið, og má geta þess, að Einar Páll Jónsson var þar áður fyrr þingritari um 11 ára skeið. Einn- ig skoðuðu þeir háskólann, í fylgd með Ásmundi prófessor Guð- mundssyni, dómkirkjuna og sundhöllina. I sundhöllinni var mætt stjórn og framkvæmdar- stjóri I. S. I., sem tók á móti gestunum. Klukkan 4 var kaffidlykkja í boði dr. Helga P. Briem, aðal- ræðismanni Islendinga í New York, sem nú dvelur hér á landi um stundarsakir, að heimili syst- ur sinnar. Um kvöldið hafði biskupinn yfir Islandi boð fyrir gestina og Hjálmar Gíslason. Þar voru og mætt stjórn Þjóðræknis- félagsins. Einnig voru þar Valdi- mar Björnsson og frú og Ragnar fítefánsson major. I ræðu, er Grettir L. Jóhannsson ræðismað- ur hélt, færði hann biskupi mjög fagurt, skrautritað skjal, til staðfestingu útnefningu biskups sem heiðursverndari kirkjufél- ags íslendinga í Vesturheimi. Einar Páll Jónsson flutti einnig ræðu en biskup svaraði og þakk- aði kveðjurnar að vestan. Kl. 4 í gær fóru gestirnir til Bessastaða í boði forseta. Þang- að voru og boðnir Hjáhnar Gísla- son, stjórn þjóðræknisfélagsins og móttökunefnd. Forsetahjón- in tóku á móti gestunum og dvöldu þeir á staðnum í tvær klukkustundir, skoðuðu forseta- bústaðinn, Bessastaðakirkju, sem nú er verið að framkvæma mikla viðgerð á, og fleira. Forseti sagði gestum úr sögu staðarins og framkvæmdum þar á síðustu ár- um, og létu gestirnir mikla hrifn- ingu í ljós yfir þessum virðulega aðsetursstað forseta. I ávarpsorðum, sem Grettir L. Jóhannsson flutti forseta, las hann bréf frá settum forsætis- ráðherra Kanada (acting Prime Minister) Louis St. Laurent dómsmálaráðherra, sem hafði inni að halda kveðjur ráðherrans til forseta Islands, þings og þjóð- ar. Einnig flutti hann persónu- legar kveðjur fyrrverandi og nú- verandi forseta þjóðræknisfél- agsins vestra, dr. Richards Beck og séra Valdimars J. Eylands. I gærkvöldi sátu gestimir boð hjá Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra á heimili hars. Farið til Þingvalla. I gær bauð Þjóðræknisfélagið gestunum til Þingvalla, ásamt nokkrum öðrum. Á Lögbergi bauð biskup gestina velkomna á þennan helga stað íslenzku þjóð- arinnar, en Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður flutti erindi um staðinn og skipan hins forna Al- þingis. Á eftir las hann kvæðið “Bláskógar”, eftir Jón Magnús- son. Sumir gestanna höfðu ekki komið þarna fyr og undruðust þeir mikilleik staðarins og feg- urð hans. Var veður hið feg- ursta, logn og sólskin. Á eftir var boðið til kvöld- verðar í Valhöll. Á heimleiðinni lék náttúran við ferðafólkið með því að sýna eitt hið fegursta sófarlag við Jökulinn. Var það allra mál, að þessum dýrlega degi myndu þeir ekki gleyma ævilangt. I dag verða gestirnir um kyrt í bænum, skoða söfnin og ýmsar byggingar, svo sem Háskólann, Dómkirkjuna, Þinghúsið, Þjóð- leikhúlsið, S'jómannaskólann o. fl. Um kvöldið er boð hjá biskupi. Mikil vandræði með starfsfólk á Landspítalanum Mikil vandræði eru nú með áð fá starfsstúl'kur á Landspít- alann og liggur við að vanti þriðj- ung starfsfólksins. Það sem aðallega vantar er stúlkur til hreingerninga, gólf- þvotta, upþþvotta o. s. frv. For- stöðukona Landspítalans, frk. Kristín Thoroddsen, hefur beðið þjóðviljann að skýra frá, að stjórn spítalans tæki því með þökkum ef stúlkur fengjust til að taka að sér slík störf, þó ekki væri nema nokkrar klukkustund- ir á dag, og yrði fyrir slíka vinnu greiddur taxti Þvottakvennafél- agsins. Þjóðviljinn, 25. júlí. + -f -f Fullskipuð áætlunarbifreið veltur heilan hring Alvarlegt slys hjá Gljúfurá í Borgarfirði Um kl. 3 síðastliðinn laugar- dag ók áætlunarbifreið útaf veg- inum hjá Gljúfrá í Borgarfirði og við það slösuðust fimmtán farþegar meira og minna. Bif- reiðin var á leið frá Reykjavík að Staðarfelli fullskipuð farþeg- um eða með 22 manns alls. Eng- inn hinna slösuðu er talinn í lífs- hættu. Þeir voru fluttir til Borg- arness og þar eru nokkrir þeirra enn undir umsjá héraðslæknanna í Borgarnesi og að Kleppjárns- reykjum. Slys þetta mun hafa orðið með þeim hætti, að þegar bifreiðin nálgaðist brúna á Gljúfurá, ætl- aði bílstj. að hægja ferðina en fann þá að hemlarnir unnu ekki og þar eð hann var á 20 km. hraða treysti hann sér ekki til að taka beygjuna við brúna, en þar gátu hin minnstu mistök orðið þess valdandi, að bifreiðin steyptist niður í gljúfrið, og tók hann því það ráð að aka henni út af veg- inum hægra megin. Við þetta valt bifreiðin heilan hring og laskaðist allmikið, auk þess sem eldur kom samstundis upp í henni. Nokkrir símamenn voru að vinnu sinni í nánd við slysstað- inn, og brugðu þeir við skjótt og björguðu fólkinu úr bifreiðinni. Það tókst svo vel að eldurinn sakaði engan farþeganna. Nú bar þarna að bifreiðar úr báðum áttum og var hinum slös- uðu komið fyrir í þeim og þeir fluttir til Borgarness, en það er um 20 km. leið. Samkvæmt upplýsingum sýsl- umannsins í Borgarnesi, sem var kominn á staðinn skömmu eftir slysið, lá bifreiðin svo nálægt gljúfurbarminum að ekki virð- ist hafa munað nema örfáum metrum, að hún hefði steyptzt niður í gljúfrið. Farangurinn, sem íhenni var, hafði ónýtzt með öllu í eldinum. Eins og fyr segir varð enginn farþeganna fyrir lífshættulegum meiðslum, enda þótt nokkrir merðust illa, beinibrotnuðu eða skárust. Liggja þrír þeirra enn- þá í Borgarnesi, en flestir hafa haldið áfram ferðinni vestur í dali. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem slösuðust: Einar S. G. Einarsson og Ás- geir D. Einarsson, Eiríksgötu 35; Sigþrúður Bæringsdóttir, og Fil- ipus Ámundason, Rvík.; Þorvarð- ur Þorsteinsson og Theódóra Þorsteinsdóttir,, Nýlendu við Ný- lendugötu, Rvík.; Ágústa Þor- steinsdóttir og Garðar Dagbjarts- son, Ránargötu 23; Emma Bene- diktsdóttir, Ásgarði, Dalasýslu; Teitur Magnússon, Jófríðarstöð- um við Kaplaskjól; Sigurjón Gestsson og Trausti Gestsson, Ægissíðu 107; Ingveldur Elín- mundardóttir, Bakkabergi, Dala- sýslu; Guðrún Magnúsdóttir, Breiðabólstað, Dalasýslu; Þóra Frans, Lindargötu 27; Ólöf Sig- fásdóttir, Valfelli, Dalas., og Kristinn Sveinsson, Sveinsstöð- um, Dalasýslu. Þjóðviljinn, 23. júlí. ♦ + + Heimsókn, sem treystir vináttubönd heimalandsins og þjóðarbrotsins í vestri Fagna innilega komunni hingað Eins og sagt var frá í blaðinu í gærdag eru þeir Einar Páll Jónsson, Stefán Einarsson, rit- stjórar vestur-lslenzku blaðanna, Lögbergs og Heimskringlu, Grettir Jóhannsson ræðismaður í Winnipeg, og konur þeirra kom- in hingað til lands og munu hafa hér um sex vikna viðdvöl. Fréttamenn útvarps og blaða áttu tal við gestina, en þeir eru hér í boði ríkisstjórnarinnar og þjóðræknisfélagsins, og búa að Hótel Garði. Allir láta þeir vel yfir komunni til lamdsins, enda langt síðan þeir sáu síðast heima- landið sitt fagra og hugþekka. Ávarp hiskups. Herra biskupinr yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson ávarpaði gestina og blaðamenn yfir borð- um, og kvað það sérstakt fagn- aðarefni, að þessir mætu Vestur- Islendingar skyldu allir hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim samtímis. Kvaðst hann vona, að þessi heimsókn ætti eftir að auka verulega kynn- ingu og vináttu íslendinga hér heima og landanna í vestri. Þessi heimsókn væri nokkurs konar tenging vináttubandanna að aust- an og vestan. “Eg tel,” sagði biskupinn að lokum, “þessa á- gætu gesti og vini vera sendi- boða Vestur-íslendinganna, sem komnir eru hingað til að stuðla að auknum skilningi og auknu bræðralagi manna sem af ís- lenzku bergi eru brotnir, en dvelja langt í vestri, fjarri fóst- urjarðarströndum.” Spurt spjörunum úr. Og þegar risið var upp frá borðum skiptu menn sér í smá- hópa og blaðamennirnir “inn- lendu” umkringdu aðkomu blað- amennina og spurðu þá spjörun- um úr um hagi þeirra og hver áhrif það hefði á þá að vera komnir aftur til íslands, eftir margra ára fjarveru. Allir voru þeir innilega fagn- andi yfir komunni hingað og öll- um fannst þeim mikið til koma, hve ört Reykjavík hefði stækk- að, síðan þeir voru hér síðast. Ástin á föðurlandinu markar djúpt í hugum þeirra allra, og það hafa þeir margsinnis sannað með árvekni sinni um hagsmuni lands og þjóðar. Ekki verða of- þökkuð þau verk, sem menn þessir og konur þeirra hafa unn- ið í þágu ætternis síns, og víst er um það, að þeir hafa staðið betur á verði um ættjörðina sína, en margur maðurinn, sem hér heima er búsettur. Einar Páll sagði m. a.: “Eg er ekki alveg óhlutdrægur um íslenzk þjóð- ræknismál í Vesturheimi, vegna þess, að eg trúi á eilífð íslenzrar tungu hvar sem er í heiminum.” Og þannig leið tíminn í fjör- ugum samræðum um Island og íslendinga, Austurland og Horna- fjörð, o. s. frv., o. s. frv. Vestur-íslenzku blöðin. Svo barst talið að vestur-ís- lenzku blöðunum. Þeir Stefán og Einar Páll kváðu það sérstakt fagnaðarefni, hve mjög blöðun- um hefði aukizt kaupendur hér heima á próni og töldu það góðs viti um nánari kynningu og rik- ari vinarhug Frónsbúanna og ís- lenzka þjóðarbrotsins í vestri. Ættemi. Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs er ættaður af Austur- landi, kvæntur Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur frá Grund í Eyja- firði. Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu er ættaður frá Hornafirði, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur frá Esjubergi á Kjalanesi. Grettir Jóhannsson ræðismaður íslands og Danmerk- ur í Winnipeg, er ættaður úr Húnafjarðarsýslu, kvæntur am- erískri konu, Lalah að nafni. Ferðalög um landið. Eftir því sem Pétur Sigurgeirs- son cand. theol., en hann er í mót- tökunefndinni ásamt frú Ragn- heiði Ásgeirsdóttur og Hinrik Sv. Björnssyni, tjáði blaðinu, er svo ráð fyrir gert, að gestirnir dvelja hérlendis um sex vikna skeið. I fyrradag, nokkru eftir komuna til íslands, fóru þeir til Hellis- gerðis í Hafnarfirði og þótti þeim mikið til skrúðgarðsins koma. I gær fóru þeir til Þing- valla. Munu þeir dvelja tvo daga í bænum enn, áður en þeir leggja af stað í ferðalag um Norður- land. Munu þeir koma á helztu staði þar og þann 25. ág. n. k. verða þeir staddir á Hólum í Hjaltadal, en þann dag er Hóla- dagurinn svokallaði. Að loknu ferðalaginu um Norðurland munu svo gestirnir fara hver á sínar æskustöðvar og heilsa þar upp á frændfólk og gamla kunningja. Eftir það koma þeir svo aftur til Reykjavíkur og munu þá sitja boð ýmissa fél- aga og einstaklinga hér. Vísir, 13. ágúst. ♦ ♦ -f För Vestur-íslendinganna til Norðurlandsins. Vestur-Islendingarnir, sem hér dvelja í boði ríkisstjórnarinnar, og Þjóðræknisfélagsins lögðu upp í Norðurlandsför s. 1. laugardag. Bauð vitamálastjórnin þeim í ferð um Hvalfjörð og til Akra- ness, en vitamálastióri, Axel Sveinsson og frú hans veittu gestunum af mikilli rausn. Er til Akraness var komið tók bæjarstjóri, Arnljótur Guðmunds son, á móti gestunum og bauð bæjarstjórnin til kvöldverðar i samkomuhúsinu Bárunni. I gær munu Vestur-íslending- arnir hafa dvalið fram eftir degi á Akranesi, en þaðan var ætl- unin að halda í Reykholt og dveljast í dag í Borgarnesi. Vísir, 19. ágúst. MINNINGARORÐ Guðrún Gíslason Dauðinn kemur undir margvís- legum kringumstæðum. Öldruð kona bíður komu hans, þreytt og þjáð í einu af sjúkra- húsum borgarinnar. Þótt alt sé gert henni til hægðar, veit hún samt að dauðinn einn fær bundið enda á þjáningarnar. Skammt mun nú þess að bíða að hún yfir- gefi ástvinina hérna megin til að sameinast sínum burtförnu. En eitt þráir hún öðru fremtxr, að kveðja drengina sína, sem í fjarlægð dvelja, áður alt jarð- neskt hverfur henni sýn. Þeir eru líka á ferðinni bræð- urnir tveir vestan frá hafinu, frá Vancouver. Áfram er haldið dag og nótt og tekur annar við stjórn á bílnum meðan hinn hvílist. — Þeir þrá jafnmikið að sjá móður sína í hinsta sinni og hana langar að sjá þá. Áformið tekst, en svo var þó af hinni sjúku móður dregið, að hún fékk ekki þá með orðum hvatt, en brosir til þeirra kærleikshlýju móðurbrosi sem bar þeim síð- ustu blessdn hennar, og öllum hennar eftirlifandi ástvinum, lokaði því næst augunum sínum og var á næsta augnabliki örend. Þótt margt sé nú öðruvísi en æskilegt væri, mega meiin samt ekki þessu gleyma, að enn varir bæði móðurást og ræktarsemi barna til foreldra sinna. Þess- vegna segi eg þessa sögu, og sú ræktarsemi kom fagurlega fram hjá öllum börnum hinnar öldr- uðu konu. Guðrún Andrésdóttir Gíslason var dóttir þeirra hjónanna Andr- ésar Guðmundssonar og Kolfinnu Jakobsdóttur Lyngdal, sem við fæðingu þessarar dóttur sinnar voru búandi hjón að Hvassafelli í Borgarfirði hinum syðra, og þar ,var hún fædd 18. dag febrúar mánaðar 1876. Árið 1897 giftist hún Davíð Gíslasyni frá Brúsholti í Flóka- dal í Borgarfjarðarsýslu. Tveim- ur árum síðar fluttu hin ungu hjón til Vesturheims, og settust að á heimilisréttarlandi sínu í hinni svonefndu Haylands-<bygð við Manitobavatn, skömmu síð- ar. Fátæk voru þau sem flestir innflytjendur og áttu brátt fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Þeim varð 10 barna auðið og eru sex þeirra enn á lífi: Lárus, búsettur í Chicago og kvæntur þarlendri konu; Andrés Kolbeinn Finn- bogi, búsettur í British Columbia, ókvæntur; Arnþóra, gift Jóhann- esi Kernisted, bónda við Nar- rows, Man.; Óskar Gísli, giftur Ragnheiði Eyford og búa þau á föðurleifðinni; Sverrir, giftur Helgu Gíslason og eiga þau heima í British Columbia; Helga Ragnheiður, gift Jóni Sigurðs- syni bónda við Oak View, Man. — Helga, Steingrímur og Andrés dóu í bernsku, en dóttir þeirra, Sólberg, lézt í apríl mánuði árið 1927, þá 25 ára að aldri, og hafði þá næstum lokið námi sem hjúkr- unarkona. Iðni og ráðdeild þeirra hjóna efldi hag þeirra og úr bjálka- kofanum flutti fjölskyldan í nýtt og vistlegt heimili í fögru skóg- arskjóli við hið blikandi og veiði- sæla Manitoba-vatn. Ekkert var til sparað, að gera þetta heimili sem vistlegast fyr- ir börnin, sem þarna áttu sinn sælureit í æsku. Foreldra umsjá og kærleikur hélt þarna lífvörð um upprennandi barnahópinn, en nýtt neiðarslag féll á þetta frið- sæla heimili er bóndinn og fað- irinn var skyndilega burtkvadd- ur 3. sept. árið 1931. Davíð var, að þeirra dómi, er hann þektu bezt ekki einungis búmaður hinn bezti heldur einnig góður ná- granni og tryggur vinur vina sinna. Lét maður, hér á Lundar, þess getið að aldrei hefði hann átt eins góða nágranna sem þau hjónin Davíð og Guðrúnu, er- hann í fátækt og með þunga fjöl- skyldu bjó um bil í þeirra ná- grenni. Þarf þar ekki fleiri orð- um um að fara því sá sem reyn- ist bágstöddum bezt í nágrend er ibezt kristinn hverjar sem skoð- anir hans kunna annars að vera, og svo mun Kristur eflaust álíta. Annar maður, sem var mjög vel kunnugur Guðrúnu sál. sagði að gott eitt væri um hana að segja sem húsmóður, eiginkonu, móður og nágranna. Mannorð gott er betra öllum bautasteinum og fegurstu blóm- in gróa ekki á leiðum hinna látnu, heldur eru þau gleym-mér-eis, sem gróa í þakklátum vinar- ■hjörtum og vökvast af saknaðar- tárum þeirra ástvina er mikið hafa mist en þó meira hlotið. Guðrún sál. andaðist á Grace- sjúkrahúsinu í Winnipeg, 28. jún-í s.l. Hún var jarðsungin frá heimili sínu þann 3. júlí s.l. af séra H. E. Johnson að viðstöddu svo að segja öllum bygðarbúum. H. E. Johnson. Hugsað fratn! Láttu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . . Ágætisverk Hagnýttu þér tækifærið til spamaðar með því að vitja fata þinna í búðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE. Hún hefir svo að segja heiminn höndum tekið. VEGNA ÞESS AÐ Haust og vetrar verðskrá Eatons sem er 468 blað- síður hefir verið send ti! hennar póstleiðis. *T. EATON WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.