Lögberg - 05.09.1946, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
Or borg og bygð
Wanted September, superior
type girl or Woman for general
housework. Evenings and two
half days a week free. Apply by
writing to Miss Eva Clare, 207
Academy Road, Winnipeg.
♦
Stúkan Skuld heldur tombólu
'þann 14. október. Nánar auglýst
síðar.
♦
Karlakór Reykjavíkur
í Winnipeg
Nú er ákveðið að Karlakór
Reykjavíkur komi til Winnipeg
í Nóvember mánuði næstkom-
andi. Syngur kórinn hér tvisvar,
á mánudagskvöld 18. og þriðju-
dagskvöld 19. nóvember. Fyrst
lengi leit svo út að kórinn mundi
verða hér aðeins fyrra kvöldið,
en allir, eða nær allir aðgöngu-
miðar eru seldir fyrirfram fyrir
það kvöld föstum áskrifendum
Celebrity Concert Series En
fyrir milligöngu stjórnarnefndar
Þjóðræknisfélagsins, og tilhlut-
un Mr. Fred M. Gee, sem stjórn
kórsins hefir með höndum hér
á slóðum, hefir það heppnast að
ráða kórinn fyrir aðra samkomu
á þriðjudagskvöldið. Ættu allir
söngelskir íslendingar í Winni-
peg og nærlendis þannig að eiga
kost á því að hlusta á þessa ágætu
söngmenn í Winnipeg Audito-
rium, þann 19. nóvember.
-f
Fimtudaginn, 29. ág., voru þau
Friðþjófur Edward Snidal, frá
Steep Rock, Man., og Kristjana
Jónína Fjeldsted, að Lundar,
Man., gefin saman í hjónaband
á heimili Mr. og Mrs. G. F. Good-
man, á Lundar, af séra Rúnólfi
Marteinssyni. Þau voru aðstoð-
uð af systkinum brúðarinnar,
Mrs. G. F. Goodman og Mr. Egg-
ert Vigfúsi Fjeldsted. Mrs. Jóna
Matthíasson frá Winnipeg lék á
piano giftingarlag og undirspil
við sólósöng. Miss Ingibjörg
Bjarnason, einnig frá Winnipeg,
söng tvo einsöngva: Heyr börn
þín, Guð faðir,” og “The Lord’s
Prayer.”
Allstór hópur vandamanna og
annara vina, frá Lundar, Steep
Rock, Winnipeg, og jafnvel sunn-
an frá Duluth, Minn., var þar
viðstaddur. Menn nutu vel hins
ágæta veizlufagnaðar. Brúð-
hjónin lögðu á stað samdægurs
í skemtiferð til Kenora, Ontario,
og lengra austur. Heimili þeirra
verður að Steep Rock, þar sem
Mr. Snidal rekur verzlun.
•f
Séra Rúnólfur Marteinsson og
frú, sem dvalið hafa 3 vikna tíma
hjá dóttur sinni og tengdasyni,
Mr. og Mrs. Dr. Pain í Ninette,
komu til borgarinnar aftur rétt
fyrir síðustu helgi. Létu þau hið
bezta af veru sinni þar vestra.
Veður var indælt, viðtökur á-
'gætar, ró og kyrrð ríktu þar í
ríki náttúrunnar.
•f
Til meðlima St. Heklu l.O.G.T.
Fundir hefjast aftur í stúk-
unni eftir sumarfríið næsta
mánudag, 9. þ. m. á venjulegum
stað og tíma.
-f
Amelia Julius, daughter of
Mrs. C. B. Julius, died at Ninette
Sanitarium on Tuesday morning
Sept. 3rd, after a lengthy illness
(16 years in the San.). Funeral
service will be held at 3.30 o’clock
Friday afternoon from the First
Lutheran Church.
•f
Kvenfélag sambandssafnaðar
efnir til Silver Tea og sölu á
heimatilbúnum mat í “The As-
sembly Hall” hjá T. Eaton félag-
inu, laugardaginn 7. sept. Á
boðstólum verður, lifrapilsa,
blóðmör og rúllupilsa. Vonar
félagið að sem flestir noti sér
þetta tækifæri að kaupa góm-
sæta íslenzka rétti og drekka
kaffi með kunningjum. Salan
stendur frá 2.30 til 4.45 eftir há-
degið.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Valdimar J. Eylands, prestur.
Heimili: 776 Victor Street,
Sími: 29 017.
Harold J. Lupton, organisti og
söngstjóri.
308 Niagara Street.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h.,
á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Söngæfingar: Yngri flokkur-
inn—á fimtudögum. Eldri flokk-
urinn — á föstudögum.
•f
Lúterska kirkjan í Selkirk —
Sunnudaginn 8. september,
sunnudagaskóli kl. 11. Islenzk
messa kl. 7. síðdegis. Allir boðn-
ir velkomnir.
S. Ólafsson
-f
Messað að Lundar sunnudag-
inn áttunda september n. k. kl. 2
e. h.
H. E. Johnson.
-f
Gimli prestakall —
Sunnudaginn 8. sept. — Messa
að Árnesi, kl. 2 e. h. (S. t.). Ensk
messa að Gimli, kl. 7 e. h.
Allir boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirson.
-f
Lagt í Blómsveig
Islenzka Landnemans —
Af Mrs. Guðrúnu iohnson, 317
Carlton St., Wpg., $5.00, í minn-
ingu um kæra Fósturforeldra,
Lárus og Guðrúnu Björnson,
landnemar á Ósi í Riverton, og
eihnig minningu um foreldra,
Pjetur og Friðrikku Árnason,
landnemar í Árskógi í Riverton.
Gefið af Stefaníu B. Magnús-
son, Riverton, Man., $75.00, í
minningu um ástkæran eigin-
mann, Jónas Magnússon bónda á
Ósi í Fljótsbygð. Einnig ástríka
foreldra, Lárus Thórarinn Björn-
son og Guðrúnu Stefánsdóttir,
landnema í Fljótsbygð., og tengd-
aforeldra, Magnús Jónasson og
Guðbjörgu Marteinsdóttir, land-
nemar í Fljótsbygð og Víðirbygð.
Gefið af kvenfélagi “Djörfung,”
Riverton, $60.00; Felix Sigmund-
son, Hnausa, Man., $1.00. Gefið
af Mr. og Mrs. Kristjón Finnson,
Víðir, $5.00, í ástríkri minningu
um föður og tengdaföður, Stein-
grím Sigurdson, landnema i Víð-
irbygð.
Meðtekið með kæru þakklæti.
G. A. Erlendson, féhirðir.
-f
Gefið i Minningarsjóð
Bandalags Lúterskra Kvenna—
Mrs. Rannveig Stefánson, Sel-
kirk, $10.00, í minningu um ást-
kæran son, Gísla Sigurð Stefán-
son; Mrs. Kristín G. Thorgeirs-
son, $10.00, í minningu um Frið-
finn Kernested Jóhannson, fall-
inn í hinu fyrra heimsstríði.
Með innilegu þakklæti.
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk, Man.
-f
Ragnar lögfræðingur Ólafsson
frá Reykjavík, og frú Kristín Ól-
afsson, fóru alfarin frá Winnipeg
flugleiðis kl. 3 s.l. sunnudag,
eftir fjögra vikna dvöl, flugleiðis
til Toronto, þar sem þau ætluðu
sér að dvelja nokkra daga. Það-
an halda þau hjón til New York,
og svo heim til íslands við fyrsta
tækifæri.
-f
Ragnar H. Ragnar og frú, frá
Mountain, N. D., voru á ferð í
borginni fyrir helgina. Sögðu þau
allt hið bezta að frétta úr sinni
bygð.
The Junior Ladies Aid of the
First Lutheran Church will hold
their first meeting of the season
on Tues., Sept. 10th, at 2.30 p.m.
in the Church parlor.
-f
Mr. Valdi Jóhannesson frá Víð-
ir P. O., Man., leit inn á skrif-
stofu Lögbergs í vikunni sem
leið, hress í anda og orðsnjall
eins og hann á að sér. Mr. Jó-
hannesson hefir rekið búskap í
Víðir byggðinni um langt skeið
en er nú að flytja til Árborgar, en
synir hans taka við búinu.
-f
GIFTING.
Gefin voru saman í hjónaband
1. sept. s.l., Ingvar Marinó Guð-
mundson, Árborg, Man., og Pál-
ína Lulu Stefánson, Gimli, Man.
Brúðguminn er sonur Mr. og
Mrs. S. S. Guðmundson, Árborg,
og brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
Valdimar Stefánson, er búa
skammt fyrir norðan Gimli.
Svaramenn voru Mr. og Mrs. R.
Angevine, Syracuse, N. Y. Mrs.
Angevine er systir brúðarinnar.
Giftingin fór fram í Lútersku
kirkjunni á Gimli undir stjórn
séra Skúla Sigurgeirssonar. Að
giftingunni afstaðinni var setin
vegleg veizla á foreldra heimili
brúðarinnar. Brúðurin er lærð
hjúkrunarkona. Framtíðarheim-
ili ungu hjónanna verður á
Gimli.
Undanfarandi hefir veðráttan
verið hin hagstæðasta til upp-
skerustarfa, samt er alluiikið af
korni óþrekst enn í Manitoba og
vesturlandinu.
Innköllunarmenn LÖG8ERGS
Amaranth, Man. ...........: B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. ............B. S. Thorvarðson
Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man.................... M. Einarsson
Baldur, Man................... O. Anderson
Bellingham, Wash...........Árni Símonarson
Blaine, Wash.............. Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak.......... B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man............. O. Anderson
Churchbridge, Saisk S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson
Elfros, Sask. ..... Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson
Gerald, Sask.................... C. Paulson
Geysir, Man. .......... K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man................... O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............ Páll B. Olafson
Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man................ O. N. Kárdal
Langruth, Man. John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man.................... Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man. ........ K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. ................ J. J. Middal
Selkirk, Man...............Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask............. J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C. ..............F. O. Lyngdal
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man.......... Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man.......... O. N. Kárdal
ÞEGAR ÞJER ÞURFIÐ Á
PENINGUM AÐ HALDA
fyrir bráðabirgða þarfir
Veljið það mánaðar-
borgana fyrirkomulag,
sem bezt hentar.
pegar pú Borgar þú
fœrO til láns mánaOarlega
$ 25 1 6 mánuði $ 4.25
í 12 mánuði $ 2.15
$ 50 1 6 mánuðl- $ 8.48
í 12 mánuði $ 4.30
1 18 mánuði $ 2.91
$100 í 6 mánuði $16.96
i 12 mánuði $ 8.60
í 18 mánuði $ 5.82
i 24 mánuði $ 4.43
$200 í 6 mánuði $33.92
I 12 mánuðí $17.21
I 18 mánuði $11.64
í 24 mánuði $ 8.86
MánaOarborgamimar \inni-
fela bceOi afborganir og
vexti.
Þegar peningaþarfir kveða að,
þá er einkalán á banka oft
auðveldasta úrlausnin. Slík
lán má endurgreiða með mán-
aðar afborgunum, og upphæð
lánanna er frá $25.00 og upp.
Vextirnir eru ótrúlega lágir.,
t. d. fyrir $100.00 lán endur-
borgað mánaðarlega á tólf
mánuðum, setur bankinn $3.25.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
FRÁ FRÉTTARITARA
LÖGBERGS Á ÍSLANDI
(Frh. af bls. 4)
Sigurgeir Sigurðsson, flutti ræðu
í kirkjunni. Dómkirkjukórinn
%
söng, en útvarpshljómsveitin að-
stoðaði. Öll lögin, er í kirkjunni
vóru flutt, voru eftir Sigvalda.
Þórarinn Guðmundsson fiðlu-
leikari, lék einleik, en Kristján
Kristjánsson söngvari, söng ein-
söng.
Tónlistarmenn báru kistuna
inn í kirkju, en lsöknar út. Inn í
kirkjugarðinn báru nokkrir vin-
ir tónskáldsins kistuna. Séra
Eiríkur Magnússon talaði við
gröfina og Lúðrasveit Reykja-
víkur lék í kirkjugarðinum. Var
öll athöfnin hin virðulegasta.
Tónljgtarfélagið í Reykjavík ann-
aðist útförina. Mikill mannfjöldi
fylgdi hinu vinsæla tónskáldi til
grafar.
13. Jóhannes R. Snorrason,
flugmaður frá Reykjavík, er ný-
lega farinn til Canada, til þess að
sækja þriðja Catalina-flugbát-
inn, er hann hefir fest kaup á,
fyrir Flugfélag Íslands.
14. Islendingar heiðraðir. Ný-
lega hafa 8 íslendingar verið
sæmdir danska heiðursmerkinu,
“Kong Ohristian den X’s Friheds-
medalie,” sem er veitt útlend-
ingum og Dönum erlendis, er
unnu málefnum Danmerkur mik-
ið gagn á hernámsárunum.
Þeir íslendingar. sem þessi
heiður hefir verið sýndur, eru:
Próf. Sigurður Nordal, Henrik
Sv. Björnsson, deildarstjóri;
Bjarni Guðmundsson, blaðafull-
trúi; Gunnlaugur E. Briem, full-
trúi; Torfi Jóhannsson, fulltrúi;
Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri;
Haraldur Árnason, kaupmaður
og Brynjólfur Jóhannesson,
bankafulltrúi.
Danski sendiherrann hér, Brun,
afhenti þessi heiðursmerki með
hátíðlegri athöfn í danska sendi-
ráðinu, en þau eru veitt íslend-
ingunum fyrir þátttöku þeirra í
hinum miklu gjafasendingum
héðan til bágstaddra manna í
Danmörku.
15. Verðlœkkun á fiski. Sam-
kvæmt tilkynningu er samninga-
nefnd utanríkisviðskipta barst 1.
ágúst, frá sendiráði Islands í
London, lækkar verð á hausuð-
um þorski og upsa, frá og með
10. ágúst að télja. Samkvæmt til-
kynningu ráðsins lækkar verðið
á hausuðum þorski úr 6 sh. og
5 p., í 5 sh. og 3 p. Upsi lækkar
úr 4 sh. og 4 p. í 3 sh. og 9 pence.
Verðið er miðað við “stone,” eða
6.35 kló. Óbreitt er verð á öðrum
fiski. Verðlækkunin er 17% á
þorski og 13% á upsa.
TILVALIBÍ BÓKAKAUP !
Nýjar og notaðar skóláoækur til sölu fyrir alla bekki
(frá 1—12) við afar sanngjörnu verði. Einnig eru til sölu
flestar nýjar bækur um frjálslynd efni; þær bækur fást
einnig til útláns fyrir sanngjama þóknun.
THE BETTER OEE
548 ELLICE AVENUE, WINNIPEG
INGIBJÖRG SHEFLEY, (Milli Fuilby og Langside)
eigandi.
i . , - --
HLÓMLEIKAR
Karlak ór Reykjavíkur
CITY AUDITORIUM
CAVALIER, N. DAK.
Laugardaginn 16. nóvember 1946
Klukkan 8.30 e. h.
Aðgöngumiðar $2.50 og skattur að auki 50c
Miðar nú til sölu hjá
KRISTJÁN KRISTJÁNSON
Garðar, N. Dak.
Verzlunarmennlun!
i
Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf-
ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks,
krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem
völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól-
arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn-
um og konum fer mjög vaxandi.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra
hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn-
lega eða bréflega, varðandi námskeið við
helztu verzlunarskóla borgarinnar.
Snúið yður til Floru Benson.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG