Lögberg - 12.09.1946, Side 7

Lögberg - 12.09.1946, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER, 1946 7 Áætlun um endurbyggingu Warsaw, höfuðborgar Póllands Ejtir sérjrœðilegan jréttaritara Manchester Guardian • Fyrir stríðið, eða 1939, voru 1,300,000 íbúar í borginni War- saw. Nú eru þar um 500,000 í- búar. Meir en 80% af öllum byggingum í borginni voru í rústum þegar Þjóðverjar fóru þaðan í janúar mánuði 1945. Nú er búið ag gera áætlun um end- urbyggingu og fyrirkomulag nýrrar Warsaw borgar, sem er áætlað að kosti 160,000,000 doll- ara. Þúsund sértfræðingar, þar á rneðal tvö hundruð Pólskir bygg- ingameistarar og verkfræðingar, hafa unnið að undirbúningi þessa mikla verks, og yfir 200,000,000 dollarar 'hafa verið settir til síðu, til að mæta kostnaðinum fyrstu þrjú árin. Það getur tekið fleiri kynslóðir til að ljúka við þessa endurbyggingu, eftir áætlun sem búið er að gera. Áætlunin, eins og Mr. Roman Piotrowski, varaforseti Warsaw og yfirbyggingameistari, útskýr- ir það, er ekki uppdráttur af neinni draumóraborg, heldur atf borg sem er ætlast til að mæta hagsmunalegum, félagslegum og menningarlegum kröfum nútím- a höfuðborgar, nútíma lands og þjóðar. Borginni á að vera skift í þrjá aðal hluti, sem allir eru í eðlilegu sambandi hver við ann- an, en afmarkaðir með grænum grasbeltum og skemtigörðum, auðveldum samgöngum og flutn- ingum. Áin Vistula, sem rennur í gegnum borgina, á að verða ems mikið til prýðis eins og nyt- semdar. Það verður ekki leyft að hafa neinn reykháf í borginni; öll verkstæði eiga að brúka raf- orku fyrir hreifiafl. Stáliðnaður, sem þarf að brúka kol til orku- framleiðslu verður hafður í norð- austur útjaðri borgarinnar, svo hinir tíðu vestanvindar sem þar blása, feyki reyknum burt frá borginni. Miðbik borgarinnar verður einungis fyrir verzlun og við- skifti. Þar verða bankar og búð- ir, smáar og stórar, hvort heldur einstaklings, samvinnufélaga eða ríkiseign. Á því sviði borgarinn- ar er gert ráð fyrir háum bygg- ingum. í suðurhluta borgarinn- ar verða skrifstofur ríkisins og borgarinnar, og lengra til suðurs sérstakur háskólabær, með allri nútíðar menningu og fegurð. Vestan til við borgina, verður hinn umfangsminni iðnaður, svo sem klæða og skógerðar verk- smiðjur, o. þvl., en til norðurs, og þar á meðal hið gamla ghetto, sem nú er í rústum, þar verða heimila og bústaða svæði borg- arinnar, með ekki meir en fjögra hæða háum byggingum. Það meinar ekki að íbúðarhús verði ekki á öðrum stöðum í Warsaw; en ætlunin er, að hafa heimili embættis og verkamanna, eins langt og hægt er frá verksmiðj- um og skrifstofum. Iðnaðarskól- ar verða ekki í háskóla bænum, heldur nær verksmiðjunum. Sérstakt svæði, sem nú er kall- að Stalins Avenue, og hið fagra svæði meðfram Lazienki og jurtagörðunum verður aðseturs pláss allra útlendra sendiherra og sendisveita. Brezka sendi- herrasveitin hetfur þegar sezt að í húsi sem gert var við í því augnamiði. Það er fyrsta sendi- herra sveitin í Warsaw, eftir Sov- íet sendiherra sveitina, sem hef- ur sína eigin byggingu. Allar aðrar íbúðar byggingar verða bygðar til að mæta þörf- um og þægindum, jafnt verka- manna og embættismanna, með tveggja, þriggja, eða fjögra her- bergja íbúðum. Lítil familíu hús í enskum stíl er einnig gert ráð fyrir í áætluninni. en aðeins í ytri hverfum borgarinnar. Þau verða bygð síðar. Skólarnir verða miðdepill, sem íbúðar- byggingarnar verða bygðar í kringum. Fyrst er tekið til greina öryggi og þægindi barn- anna. Áætlunin gerir ráð fyrir að í borginni verði ekki meir en 1,- 200,000 íbúar. Umferða þrengsli er komið í veg fyrir með því að koma á einleiðis fyrirkomu- lagi, ásamt notkun á neðanjarðar keyrsluvegum og járnbrautum. Pólskir verkfræðingar fóru, sér- staklega til Englands og Banda ríkjanna, til að kynna sér nýj- asta umferðar öryggi og fyrir- komulag. Það er gert ráð fyrir opnum svæðum, frá einum enda til anars, í gegnum borgina. Þar eð allar húseignir í War- saw, fyrir stríðið, voru einstakra manna eignir, og þar eð nú eru ekki nema fáir slíkra húseigenda sem hatfa komizt lífs af, og enþá færri sem eru þess megnugir að geta bygt aftur, þar sem landið er nú gert að eign borgarinnar. Þó er fyrri landeigendum, ef 'þeir hafa efni til þess, og það kemur ekki í bága við skipulagningu borgarinnar né þarfir ríkisins, leyft að byggja á leigumála fyr- irkomulagi. Landleigu réttindin eru veitt til 30 og allt að 80 ára, eftir þann tíma tfellur eignin til þess bæjar eða héraðs, sem hún er í. Þar eru og enn byggingar sem eru einstakra manna eign, en hafa verið og eru endurbygðar, á kostnað borgarinnar eða ríkis- ins, sem verður endurskilað til hinna upphaflegu eigenda eftir 30 ár. Pólverjar vonast til að fá sjálf- boða hjálp til að koma áfram bygginga áætlun sinni, eins og þeir hafa fengið til að hreinsa rústirnar og strætin. Sérstakt félag er myndað um allt landið, til að hvetja þjóðina til að hjálpa til við endurbyggingu Warsaw. Borgir eins og, Lodz, og aðrar, sem lítið sem ekkert hatfa verið skemdar, lofa allar hjálp til end- urbyggingar höfuðborgarinnar. Verksmiðju og iðnaðarmenn hafa lofað hjálp. í næstum öllum verksmiðjum hafa verkamenn lofast til að vinna, einn eða fleiri daga, án endurgjalds, en kaup þeirra gengur í endurbyggingar- sjóð Warsaw. Ýms héruð hafa lofast til að byggja sérstakar viðbætur við byggingar, eða jafnvel, opinber- ar byggingar að öllu leyti, sem bera þeirra nafn. Pólverjar utanlands eru einn- ig beðnir um að leggja til sinn skerf. En ofná allt þetta hefur generalissimo Stalin lofast til að bera hélminginn af kostnaðin- um við endurbyggingu War- saw. Það er von á Rússneskum byggingameisturum og verk- fræðingum til Warsaw, til að vinna með Pólskum bygginga- meisturum að koma þessari á- ætlun um endurbyggingu pólsku höfuðborgarinnar sem fyrst í framkvæmd. Þýtt úr Winnipeg Free Press hejur G. E. E. Hugsað fram! Látitu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . . Ágætisverk Hagnýttu þér tækifærið til sparnaðar með því að vitja fata þinna í búðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE. INGVAR GISLASON lngvar Gíslason 5. maí 1877 — 26. júlí 1946 Þriðjudagiim, 30 júlí, fór fram kveðjuathöfn frá heimili Ingvars sál. Gíslasonar, í Reykjavíkur- bygðinni, við Manitoba-vatn, er vinir og ættingjar komu saman í þriðja sinn. á því heimili, á tíu mánaða tímabili í sama skyni.— S. 1. haust í byrjun október mán- aðar, fylgdu ástvinir þaðan ungri konu, (dóttur Ingvars, Sigrúnu) sem heim hafði verið flutt til átt- haga sinna, frá Chicago, þar sem hún hafði dáið af völdum ill- mennis og glæpamanns. Aftur var komið saman á heimilinu 3. júlí í sumar, er móðirin, Þóra Guðmundsdóttir var lögð til hvíldar. Hún dó í vetur sem leið, í febrúar mánuði, en vegna ófærðar þar nyrðra þá um há- vetur var kveðjuathöfn haldin í Winnipeg í Sambandskirkjunni, og líkið geymt þar til í sumar. Og nú, í þriðja sinn, á þessum fáu mánuðum, komu vinir og ættingjar aftur saman, til að kveðja, er þeir fylgdu húsföð- urnum til hans síðasta hvíldar- staðar. Ingvar sál., sem átt hafði heima í Reykjavík, Man., í þrjátíu ár, var sonur þeirra hjóna Gísla bónda þorgilssonar á Sveina- vatni í Grímsnesi og Ingunnar konu hans, Guðmundsdóttur bónda á Stærribæ í Grímsnesi. Hann var fæddur 5. maí 1877, og ólst upp í foreldrahúsum, en vann við búskap og almenn störf heima fyrir og víðar. Árið 1899 kvæntist hann Þóru Guðmunds- dóttur, ættaðri frá Skógatjörn á Álftanesi í Gullbringusýslu. — Hún var dóttir Guðmundar Run- ólfssonar bónda og Oddnýjar konu hans, Steingrímsdóttur, bónda á Hlíð á Álftanesi. Þau hjónin, Ingvar og Þóra, byrjuðu búskap á Skógartjörn og bjuggu þar tólf ár, og fluttu síð- an vestur um haf árið 1912, með elztu bömin sín og settust að við vesturhluta Manitoba-vatns, eft- ir stutta viðstöðu í Winnipeg. — Ingvar stundaði smíðar um tíma í Winnipeg og ýms önnur störf, en nam land í Reykjavíkur-bygð- inni árið 1915, og bjó þar svo öll búskaparárin. Hann var hjá syni sínum í Steep Rock er hann varð fyrir hinu óvænta veikinda kasti er réði hann af dögum, sem var hjartabilun. Börn eignuðust Ingvar og Þóra tíu, sem lifa öll nema dóttirin Sigrún, sem áður er getið. Börn- in sem lifa, eru: Ingvar — skólakennari í Cal- gary, Alta. Oddgeir — í Vancouver, B.C. Óskar — í Reykjavík, Man. Thórarinn — í Carman, Man. Oddný — (Mrs. Bingamon) í Chicago, 111. Una — (Mrs. Licalzi) í Chi- cago. Regína — (Mrs. H. Gillis), Bay End, Man. Ingunn — (Mrs. J. Gillis), Reykjavík, Man. Þar að auki eru sjö barnabörn sem lifa afa sinn. Ingvar sál. var dugnaðarmaður og bjó góðu búi. Hann var söng- hneigður og elskaði fegurð í söng og kveðskap. Hann var frjáls og óháður í skoðun, og á margan hátt bar vott um að hann var sprottinn af höfðingja kyni. Vinir hans sakna hans allir, enda var fjölmenni við kveðju- Sigurjón Sigurðsson Lingholt Hann var fæddur á Islandi árið 1860; kom til Kanada 1902, á- samt konu sinni, Önnu Sigríði. Þau settust fyrst að í Argyle- bygð, en fluttust þaðan til Bel- mont, Man., og svo til Langruth, Man., þar sem þau bjuggu í mörg ár, eða þar til Sigurjón misti sjónina, en þá fluttu þau til Gimli, Man., þar sem þau hjón bæði urðu vistmenn árið 1928. Sigurjón misti konu sína 30. janúar, 1945, á Betel. En hann lézt þar sjálfur 13 maí s. 1. Þeim hjónum Sigurjóni og önnu varð tíu barna auðið. Sex þeirra voru á lífi þegar móðir þeirra lezt, en þau eru: Rann- veig, gift C. Peterson, Winnipeg; Anna Margrét (Mrs. S. ísfeld), Winnipeg; Matthildur gift J. Andrews, búsettum í Toronto, og Friðný Thórhildur (Mrs. R. Beech), Pilot Mound, Man. Gunnlaugur býr á Gimli, og Óli Sigurður í Winnipeg. Einnig lifa þau hjón 20 barnabörn og 8 barna-barnabörn. Sigurjón var merkur maður, vandaður til orða og verka og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. * ♦ * Hlutaðeigendur færa umsjón- arfólki Betels og vistfólkinu öllu þakkir fyrir hlýhug og velvild sýnda Sigurjóni Sigurðssyni, og alla umhyggju á meðan að hann dvaldi á Betel. og virðingu sýnda minningu hans, látins. “Drottningunni” hlekkist á í útsiglingu HUG-H VÖT Þegar harðstjórans vald fær á heiminum hald svo að hugsun er bundin og mál, svo að forféðra trú verði fyrirmynd sú sem að friðstillir öreigans sál; Þá er lífskrónan bleik, þá er vonin svo veik, þá er verundin trúlaus og myrk. Þá er lífsástin deydd, og öll manndómsþrá meidd, þá er mannsins að biðja um styrk. Þá er beðið sér griðs, þá er leitað sér liðs hjá þeim ljósheim er ímyndin fann. Er um svar verður fátt, iþó að hrópað sé hátt, vaknar hyr, sem að áður ei brann. Þá er frelsisins þrá eins og eldgígur sá sem að ólgar og bráðlega gýs. Þá fær vákandi sál bæði vogun og mál, svo að vitið úr körinni rís. Svo er viðjunum þeytt, frelsis brandinum beitt, unz að birtir í frelsingjans rarm. Þá er myrkradal kífs breytt í ljósvengi lífs, þá á lífið sér upprisinn mann. En sú öld verður skömm, því að íhaldsins vömm — þessi eilífu myrkranna völd — faleður bálköstu há, herðir eldunum á, þar til Eden er brunnin og köld. -f -f Eftir harðstjórans stríð kemur tápleysis tíð, þá er talað um sigur og frægð. Þá á fólskunnar fund gengur lyddunnar lund, þá er lögbundin hjartnanna slægð. Þá er vonlaust um vægð, þá er réttsýnin rægð, þá er rógberans valdahönd sterk. Þá er afturhalds leið orðin blómskrýdd og breið, þá mun bundið um sannleikans kverk. Þá eru sigursins laun sérhver réttlætis raun, þá er rökkur í mannanna sál. Þegar hefndanna heift svo í fajörtun er greyft, að hver hugsun er: blóð, gull og stál. Unz að frelsisins Sól, sem að fortíðin ól, hefir fjallstinda mannlífsins kyst, verður bimdið vort mál, verður svartnætti’ í sál, og til sorgar öll vonin um Krist. Því skal heyja vort stríð, sem að heimtar vor tíð, vekja hugmóð í frelsisins trú. Þó að blæði vort blóð, aukum afl vort og móð, sækjum ájram — og tírninn er nú ! S. B. Benedictsson. I gærkveldi vildi það óhapp til, er “Dronning Alexandrine” var að fara aftur á bak út úr höfninni, að skipið lenti á hafnar- garðinum, er liggur út frá Örf- irisey og stóð þar fast. Fljótlega tókst samt að losa það ,með því að vírar voru festir við “Löngu- línu” og það síðan dregið út með spili skipsins. “Magni’’ var svo fenginn til þess að draga “Drottn- inguna” upp að hafnargarðinum, og var hún komin þangað um 11 leytið í gærkveldi. Ekki var vitað í gær, hve mikl- ar skemdir urðu, en einhverjar munu þær hafa orðið á stýris- útbúnaði. Mun kafari athuga þær nánar í dag. íslenzkur hafnsögumaður var um borð í skipinu. er áreksturinn varð. Fanþegar með því voru rúmlega 100. Morgunbl. 22. ágúst. FRÉTTIR (Frh. aj bls. 1) það bændurnir sem hafa ákveðið að gjöra verkfall. Ekki allir bændur í Kanada, heldur bænd- ur sem tilheyra Alberta Farm- ers’ Association — 20,000 að tölu. Verkfallið er hafið út af kröfu sem bændurnir í ofannefndu fél- agi hafa gjört til landstjórnar- innar um jöfnun á verði á vörum bænda, og vörum þeim sem bandur verða að kaupa. Síðasta orð þessara bænda er, að landstjórnin setji nefnd til að rannsaka verðmuninn og gjöra tillögur um jöfnun hans. Ef Kan- adastjórn setur ekki þessa nefnd, og það undireins, þá haldi bænd- ur öllum vörum sínum, flytji þær ekki til markaðar né selji, að undantekinni mjólk og nauð- sýnlegustu framleiðslu vörum sínum til sjúkrafaúsa. Auk þessara 20,000 bænda í Al- berta, sem verkfall hafa ákveð- athöfnina sem fór fram á heim- ili hans. Hann hvílir nú meðal vina í grafreit Reykjavíkurbygð- ar, þar sem kona hans og dóttir hvíla einnig. Bænir allra vina hans, fylgja honum, er þeir kveðja hann og þakka vel unnið starf, — vel og dyggilega leyst af hendi. P. M. P. •f -f -f ♦ ♦ ♦ ♦ ið að gjöra, eru 83,000 bænda í Saskatchewan sem tilheyra þessu sama félagi og búast Alberta- bændurnir við að þeir muni fylgja sér að málum, en fyrir því er engin vissa. Bændur í Manitoba eru verk- falli mótfallnir. Adélard Godbout, fyrverandi forsætisráðherra í Quebec og leiðtogi frjálslynda flokksins þar í fylkinu, er spakur meinleysis maður, sem aldrei ámælir öðr- um mönnum, svo að menn viti, og menn héldu að mundi draga sig í hlé og hætta öllu stjórn- mála braski, eftir ósigur hans í kosningunum 1944, er ekki alveg á, að láta sig í þögn og gleymsku falla. Á fjölmennum fundi sem nýlega var haldinn í Montereal fórust honum þannig orð: “Mér hefir ekki komið til hugar að flýja af hólmi. En hið gagnstæða er sannlekurinn, að eg er hér kominn til að hefja sókn — sókn •f -f ♦ -f -f -f -f til sigurs.” Svo réðst hann á nú- verandi forsætisráðherra Du- plessis fyrir að hafna boði Dom- inionstjórnarinnar í sambandi við fjárhag fylkjanna í Kanada, og sagði að hann með þeirri framkomu hefði rænt Quebec fylki $55,000,000 tekjuauka ár- lega í árin fimm næstu. Svo gerði þessi hægláti maður nokkuð sem fáum Quebec-búum hefði dottið í faug að gjöra: Hann haslaði þeirri víðtæku kenning Frakka völl, að enskumælandi parti Kanadisku þjóðárinnar væri ekki að treysta, og að Frakk- ar yrðu sífelt að vera á verði, svo að enskumælandi menn træðu ekki á rétti þeirra. “Quebec-búar eru ekki siðleysingjar sem loka þarf innan landamæra fylkisins. Þeir verða að rísa upp, eða út yfir hinn þrönga þjóðernis sjón- deildarhring sinn að hrópa “Que- bec fyrst,” en læra að verða fyrst Kanadamenn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.