Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 4
1 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 10. OKTÓBER, 1946 --------logfaerg-------------------- &efiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Largent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG 595 Sarg-ent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Dögberg” ís printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Hópurinn, sem að heim- an fór og sigraði Ræða Dr. Magnúsar Jónssonar prófess- ors, í skilnaðarhófi Þjóðræknisfélags- ins í Reykjavík, 19. sept. 1946, fyrir vestur-íslenzku boðsgestina. Skáld, sem ólst upp á utanverðu Snæfellsnesi síðari hluta aldarinnar, sem leið, nálægt Helgrindum, fjallinu mikla, þar sem fannirnar hverfa aldrei, orti alkunnugt kvæði, er svo byrjar: “Oft finnst oss vort land eins og Hel- grinda hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn.” Það var aldrei nema fallegt af skáld- inu að finna móður vorri einhverjar málsbætur. En svo hörð var þessi bless- aða móðir við börnin sín um þær mund- ir, að sum þeirra stóðust ekki mátið, heldur tóku saman pjönkur sínar, brenndu allar brýr að baki sér, förguðu því, sem ekki varð flutt með, hversu kært sem þeim annars var það, og fóru á brott frá móður sinni og hennar Hel- grinda hjarni. Það var ekkert glæsilegt ferðalag, sem þetta fólk lagði upp í Og hópurinn sjálfur var ekki heldur neitt glæsilegur að ytra útliti. Það hrundu engir gullhringar af vesturförum aldarinnar, sem leið: Vaðmálsmussur og stórir ullartreflar, skrínur og rúm- fatapokar voru þeirra ytri einkenni. Eg sá — að vísu löngu seinna — einn hóp vesturfara í Glasgow. Eg man einkum eftir nokkrum rosknum konum í hópnum. Þær voru klæddar íslenzk- um búningi úr vaðmáli, með skotthúfur og á íslenzkum skóm. Göturnar voru sleipar og göngulagið var þjálfað við íslenzka móa og mela frekar en stein- límdar götur stórborgarinnar. En það var margt gervilegt fólk í þessum vesturfarahópum. Og í fátæktarflíkunum voru þéttir „ líkamir og þybbið skaplyndi, aldagömul menning, sem fátækt og skortur á öll- um tækifærum hafði rekið inn í þessa óttalegu tötra, bægt frá flestum fram- kvæmdum til hagsbóta og falið hæfi- leikana inni í þykkri skel, innst í fylgsn- um sálarinnar. Engin vonbrigði, ekkert púl, engin bóluveiki, engar vetrarhörkur, engin veggjalús, ekkert strjálbýli — ekkert gat unnið á þessari skel né grandað því, sem inni í hennl var falið. Hún var “kyn- bætt af þúsund þrautum” eins og birkið íslenzka. Hún var smíðuð á Islandi, “made in Iceland,” eldtraust, eldrauna- traust. Gömul þjóðsaga segir. að Liljuskáld- ið fræga, Eysteinn Ásgrímsson, hafi kveðið sig upp úr 100 feta djúpum brunni með sínu mikla og andríka kvæði. Vesturfararnir íslenzku grófu sig upp úr skurðunum, sem þeir voru í upp- hafi settir til að grafa, víggirtu sig fyrir bóluveikinni, klæddu af sér vetrarhörk- urnar með góðum fötum og loðfeldum, eyddu strjálbýli með því að nema landið og byggja það, útrýmdu veggjalús með því að reisa sér mikil hús og vönduð. Þeir kváðu sig eins og Eysteinn Ásgríms- son upp úr brunni fátæktar í sveit og borg, kváðu sig upp úr brunni óvirðing- ar upp í virðulegan sess í hinu nýja þjóð- félagi, kváðu sig frá smánarheitinu “damn Icelander” upp í virðingarheitið “Icelander.” Nú mátti skelin loks bresta. Nú kallaði vorið á blómið að springa út. Og það hlýddi kallinu svikalaust. Það er alveg skrumlaust og staðreynd- um stutt, að innan í fátæktaflíkum ís- lenzku vesturfaranna voru einhverjir mestu hæfileikar, sem til nýja landsins fluttust. Eg á engan “Hof- og Statskalender,” enga tignarskrá Vestur-íslendinga' en eg veit að þetta er satt, og hefir oft ver- ið á það bent með réttu. Eg man enn eftir því, hve mikla at- hygli það vakti þegar Cecil Rhodes- verðlaunin fóru í fyrsta sinn, sem þeim var úthlutað, til íslendings. En hitt þótti varla einleikið, þegar þau fóru einnig í næsta skipti til íslendings. Eg vona að mig misminni ekki um þetta og þann sóma sem þeir J. T. Thorson og Skúli Johnson gerðu íslendingum með þessu. Við erum hreyknir yfir því, íslend- ingar, að landi okkar, Gunnar Huseby, skyldi verða|Evrópumeistari í Kúluvarpi. En stærri var þó sigurinn, þegar hinn fámenni hópur íslendinga vestan hafs sendi hóp ísknattleiksmanna til Olymp- íuleikanna, er bar þar frægan sigur af hólmi. Þessi tvö dæmi eru sérstaklega skemtileg sakir þess, að hér er um að ræða sigra á gerólíkum sviðum, annars vegar lærdómsframa, en hinns vegar líkamsþjálfun. í stuttu máli: tJr þessum litla hóp íslendinga, þessu örlitla korni í hinni miklu kornhlööu Vesturheims, hafa sprottið dómarar og prófessorar, ráð- herrar og stjórnendur stórfyrirtækja, skáld og rithöfundar, íþróttakappar og afreksmenn, og þó síðast en ekki sízt það, sem mest er um vert: Ágætis drengir í dagfari og háttum öllum, salt jarðar og bústólpar hins mikla nýja föðurlands. íslendingar reyndust sannir land- nemar. Þeir fóru ekki að háttum sumra annara þjóða, sem til Ameríku fluttust, að daga uppi í borgum austurstrandar- innar og gerast þar ice cream-salar, þjónar á hótelum eða skóburstarar á strætum úti. Nei, þeir námu land í sannri merking þess orðs. Þeir flæddu vestur um auðnirnar óbyggðu, ruddu skógi, byltu um jarðvegi og sköpuðu nýtt líf í jurtaríki og dýraríki. íslendingar voru með í fylkingar- brjósti við eitthvert hið mesta afrek, sem unnið hefir verið í veraldarsög- unni. En það er nám og bygging megin- lands Norður-Ameríku á fáeinum ára tugum, nýsköpun mesta stórveldis jarð- arinnar. Við þetta kannast nú Bandaríkja- menn. Og það kemur m. a. fram í því, að íslendingar hafa einn hæsta innflutn- ingskvóta til Bandaríkjanna, hærri kvóta en þeir hafa notað síðustu árin, að því er mér er sagt. Þetta er gleðilegt og guðsþakka vert. Og það eykur enn gleðina yfir við- gangi íslendinga í Vesturheimi, barn- anna, sem burtu fóru, að samtímis skuli mamma gamla einnig hafa getað komið börnum sínum, þeim er heima sátu, nokkuð til manns. Hér heima hefir einnig orðið breyt- ing á kjörum, ekki alveg ósvipuð þeirri, sem varð á kjörum íslendinga í Amer- íku. Skelin hefir einnig hér sprungið utan af blóminu, og sannir hæfileikar, innra afl þjóðarinnar fengið að njóta sín. Við sjáum hér tvo strauma, tvenn eðli íslenzkrar þjóðarsálar: Áræðið og varfærnina. i Þið þekkið söguna af Jóni Arasyni, er hann sat í fátækt með móður sinni að Grýtu í Eyjafirði. Svarf þá hungrið að móður og börnum svo, að eina lífs- vonin var sú, að kýrin bæri og þau fengju mjólkina. En kýrin þrokaði. Loks herti svo að, að Jón spratt upp og kvaðst slátra einni kvígildisánni heldur en láta alla farast úr hungri. En móðir hans hað hann í Guðs nafni að bíða enn, því að óvíst væri, að þau gætu borgað ána. Hún vildi enn athuga hvort kýrin væri borin, og reyndist þá svo að vera. Mér hefur alltaf fundist eitthvert mannsmót að þessu hjá stráknum Jóni Arasyni, er benti fram til hins mikla foringja* biskupsins og þjóðhetjunnar Jóns Arasonar. Hann brast ekki áræð- ið og framtakið. Hann vildi heldur ganga í nokkra áhættu en horfa á það auðum höndum, að öll fjölskyldan yrði hungurmorða. Eln eg ber ekki síður Adrðingu fyrir móðurinni gætnu, sem vildi ekki ör- vænta, vildi reyna að þreyja þorrann og góuna, og trúði fastlega, að með for- sjónarinnar hjálp myndi allt bjargast án örþrifaráða. Eg sé hér mynd af báðum flokkum, þeim er að heiman fóru og hinum, er heima sátu. Og gott er til þess að vita, að báðar leiðirnar blessuðust með dugn- aði og áræði þeirra, er þær völdu. Sigurður Þóðarson söngstjóri Eftir prófessor Richard Beck Og nú er eins og að þessirtveir straumar séu að sveigjast nær hvor öðrum aftur. Á báða bóga er nú miklu meiri hlýja og skilningur á kjörum og aðferðum hins, en beiskjan víkur að sama skapi. Við hér heima erum hætt að nöldra yfir Amer- íkuferðum (nema þá í hæsta lagi í barminn, ef nærri okkur er höggvið). Og vestra er hættur þessi óheilla samanburður á líf- inu þar og hér, sem — á vondu máli — fór í taug- arnar á sumum, t. d. mér. Nú er hafið hið sjálfsagða samstarf, er verða má báð- um til mestu gæfu. Og einhver öflugasti þáttur þessa samstarfs eru heimsóknir góðra manna á báða bóga. Svo segir í Hávamálum: Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og þú vilt af honum gott geta. Geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Ágætir menn hafa farið milli landanna, héðan að heiman vestur, og að vest- an hingað heim. Og þetta hóf hér í kvöld er einmitt haldið að slíku tilefni og er liður í þessu merkisstarfi, að “skipta geði” hver við annan. Hér sitja nú með okkur þrír fulltrúar ís- lendinga í Vesturheimi og frúr þeirra, og eru þau öll hér stödd í boði héðan að heiman. Einn þessara gesta er fulltrúi íslenzku ríkis- stjórnarinnar í Winnipeg. Fer hann þar og með mál Dana, og mun Winnipeg vera eini staðurinn í ver- öldinni, þar sem íslending- ar hafa jafnan farið með utanríkismál fyrir Dani. Hér eru ritstjórar beggja þeirra íslenzku blaða, sem haldið hafa uppi málstað íslendinga og Islands í Am- eríku, og vafalaust átt drýgstan þátt í viðhaldi tungunnar vestra. Við ósk- um stundum að koma bók eða öðrum góðum hlut “inn á hvert einasta heimili.” en þar sem eg dvaldi vestra um árið, er mér óhætt að segja, að bæði íslenzku blöðin hafi verið á “hverju einasta heimili.” Þetta er ekki lítið afl. Eg ætla ekki að fara að halda hér skálaræður fyrir þessum ágætu gestum okk- ar persónulega. Bæði hygg eg að þeir og þær mundu lítið kæra sig um það, og svo er eg þeim ekki nægi- lega kunnugur til þess. Eg þekkti Einar Pál Jónsson að vísu einu sinni, þegar við vorum græjaxlar í Latínuskólanum. Eg man 'eiginlega bezt eftir því, hvað hann lék vel á orgel. Og svo vissi eg að hann orti, hvetjandi og eldheit ljóð, líkt og þessar hend- ingar í Fánahvöt: “Undir því merki eigið þér að verjast, íslenzkir hermenn, fæddir til að berjast.” En nú sé eg þessa gesti sem fulltrúa alls þessa fólks, sem eg hef nú stutt- lega minnst á, fólksins, sem tók þann kostinn að sjá um sig sjálft þegar mamma var sem fátækust, en ann henni jafnt eftir sem áður og ei\ jafnan fúst að hlaupa undir baggann og vinna henni hollustueiðinn þegar á þarf að halda. Kæru, góðu gestir! Það er okkur öllum hið mesta ánægjuefni að hafa ykkur hér í okkar hóp í kvöld. Gott Eg tel víst, að lesendum vestur- íslenzku vikublaðanna þyki fróð- legt að kynnast nokkuru nánar æfi- og starfsferli Sigurðar Þórð- arsonar, stofnanda og söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur, en dugn- aði þessa ágæta leiðtoga síns, menningarlegum áhuga hans og trú á hlutverk söngsveitar sinn- ar, á kórinn vitanlega mest að þakka framgang sinn og frama innan lands og utan. Með söng- stjórastarfsemi sinni og tónsmíð- um hefir Sigurður einnig unnið sér þann heiðurssess í íslenzku hljómlistarlífi samtíðarinnar, að hann er réttilega talinn “einn af kunnustu tónlistarmönnum þjóð- arinnar”. Má og vafalaust mikiils af honum vænta í þeim efnum 1 framtíðinni, endist honum líf og heilsa, því að hann er enn á bezta skeiði, rúmlega fimmtugur að aldri. Sigurður Þórðarson er fædd- ur 8. apríl 1895 að Gerðhömrum í Dýrafirði. sonur merkishjón- anna séra Þórðar Ólafssonar, síð- ar prófasts að Söndum, og Maríu Isáksdóttur. Hneigðist hugur Sigurðar þegar á æskuárum að tónlist og tónsmíðum, og það svo mjög, að hann varði öllum tóm- stundum sínum til þeirra hluta, að sögn kunnugra Fyrstu fræðslu sína í hljómlist hlaut hann einn- ig í heimahúsum, þó að þar væru eðlilega lítil skilyrði til slíks náms fyrir hendi. En um byrj- unarspor hans á þeirri náms- braut farast Sigurði Skúlasyni magister þannig orð í athyglis- verðri grein um Sigurð Þórðar- son og Karlakór Reykjavíkur í Samtíðinni (febr. 1938): “Sigurður Þórðarson mun ekki hafa haft kynni af hljóðfæri, fyr en hann lærði tíu ára gamall lítilsháttar að leika á harmóní- um, og naut hann í því efni til- sagnar móður sinnar. En fram- haldsnám í þessari grein stundaði hann síðar hjá Bjarna kennara Péturssyni, er um þær mundir var organisti við Sandakirkju.” Eftir að hafa lokið námi á unglingaskólanum að Núpi í Dýrafirði, lagði Sigurður árið 1911 Heið sína til Reykjavíkur, með það fyrir augum að afla sér frekari fræðslu í tónlist, enda lærði hann þar á næstu árum að leiða á fiðlu, hermóníum og píanó hjá ágætum kennurum, og nam jafnframt tónfræði hjá Sigfúsi tónskáldi Einarssyni, mikilsmetnum kennara í þeirri grein. Á þessum árum sínum í er til þess að vita, að þegar þið loks komust hingað heim eftir langa og leiðin- lega bið, þá skylduð þið fá jafn hjartnæmar viðtökur hjá okkar sameiginlegu elskulegu móður, sjálfri ættjörðinni. Hún hefir ekki snúið að ykkur sínu Hel- grinda hjarnl að þessu sinni, heldur boðið ykkur sinn mýksta móður vanga. Islenzkt sólskin hefir vakið ykkur með kossi sínum ná- lega hvern morgun. íslenzk náttúra hefir gert götu ykkar eins greiða og hún getur. íslenzkir lækir og fossar og brim við strönd- ina hafa sungið ykkur sín margrödduðu þjóðlög. ís- lenzk blóm og birkihríslur hafa sent angan sína að vit- um ykkar. Og eg vona og veit, að íslenzk þjóð hefir enn boðið ykkur að sínu rúmgóða hjarta og rétt ykkur sína hlýju hönd. Allt þetta vonum við að þið megið fara með vestur til heimila ykkar, til Nýja íslands, — ekki eingöngu til Nýja Islands við Winni- pegvatn, heldur til Nýja ís- lands í rýmri merkingu, þess Nýja íslands, sem er hvar sem góður íslending- ur býr og fer. Reykjavík stundaði Sigurður einnig nám við Verslunarskóla Islands og var brautskráður það- an vorið 1915. Vann hann nú um skeið að skrifstofustörfum, fýrst nærri árlangt á Akureyri og síðan sem starfsmaður Landsíbanka íslands í Reykjavík. En honum brann stöðugt í brjósti löngunin til framhaldsnáms í tónlist. Sagði hann því lausri stöðu sinni í Landsbankanum og fór til Þýzka- lands haustið 1916 og stundaði í tvö ár nám í píanó- og fiðluleik og tónfræði á tónlistarháskólan- um í Leipzig af miklu kappi og undir handleiðslu víðfrægra kennara. Naut hann nokkurs styrks frá Alþingi til þessa fram- haldsnáms síns, en kostaði það sjálfur að öðru leyti, og var það eigi í lítið ráðist af efnalitum manni, en sýnir hinsvegar ótví- rætt, hve ríkan hug hann hafði á tónlistarnáminu. Að loknu náminu í Leipzig hvarf hann aftur heim til Islands og gerðist söngkennari í skólum í Reykjavík, en hafði einnig með höndum einkakenslu í hljómlist og tónfræði. Ennfremur var hann fiðluleikari í Hljómsveit Reykjavíkur, er Sigfús Einars- son stjórnaði. Eigi var þess þó langt að bíða, að Sigurður Þórðarson færi að láta að sér kveða sem söngstjóra. Hann varð söngstjóri karlakórs- ins “Þrestir” í Hafnarfirði árið 1924, og stjórnaði honurp um tveggja ára skeið við góðan orð- stír; meðal annars söng kór þessi í Reykjavík við ágætar undir- tektir. En í ársbyrjun 1926 stofn- aði Sigurður Karlakór Reykja- víkur, og ihefir verið söngstjóri hans óslitið síðan. Til þess að kynna sér kórsöng og söngstjóm, og búa sig með iþeim hætti betur undir söngstjórastarfið, dvaldi hann um sex mánaða tíma í Leipzig og Vínarborg árið 1926. Fór og hróður hans sem söng- stjóra brátt vaxandi heimafyrir, en utanfarir Karlakórs Reykja- víkur til Norðurlanda árið 1935 og til Danmerkur og Mið-Evrópu árið 1937, færðu löndum Sigurð- ar heim sanninn um það, að Is- lendingar ættu þar á að skipa söngstjóra, sem vel stæðist sam- araburð við afreksmenn erlendra þjóða á því sviði. Kom það glöggt fram í hinum mörgu og lofsam- legu ummælum hinna erlendu söngdómara um kórinn og söng- stjóra hans. Kaupmannahafnarblöðin fóru meðal annars þeim orðum um Sigurð, að hann væri “duglegur og mentaður” söngstjóri, sem hefði ágætt vald yfir söngmönn- um sínum; en þýzku blöðin hrós- uðu lipurð hans og festu, fjöri hans og smekkvísi. T. d. fór eitt af stórblöðunum í Leipzig þess- um orðum um söngstjórn hans: “Söngstjórinn, Sigurður Þórð- arson, stjórnar tígulega og yfir- lætislaust og með þægilegu hæg- læti. Honum er ljóst, hvað hann ætlar sér og leikur á kórinn, sem syngur utanbókar, eins og á hljóðfæri, og gerir það með meistarahöndum.” í sama tón voru ummæli Prag- blaðanna, er töluðu, auk annars, um “hina rólegu en þróttmiklu” söngstjórn Sigurðar. Þá er það eigi síður athyglisvert, hve lofs- verða dóma hann hllaut hjá söng- dómurum blaðanna í Vínarbörg. “Wiener Zeitung” sagði meðal annars: “Hinum unga söngstjóra fer stjórnin prýðilega úr hendi, hann er ágætur hljómlistarmað- ur með tilfinningu og drama- tiskri kend”. En eftirfarandi vitnisburð Ihlaut hann í “Neues Wiener Jorunal”: “Hann er kór- meistari, sem er glæsilegur og lipur í stjórninni.” Vínarborgarblöðin dróu einn- ig athygli að hinu “geðþekka (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.