Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1946 o AHUGAM/ÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KOMIN HEIM Við erum komin “að heiman” og heim. íslenzka þjóðin og ætt- land okkar gaf okkur sex dá- samlegar vikur, sem verða okkur alveg ógleymanlegar. Við sáum landið laugað í sólskini dag eftir dag; við ferðuðumst víða;vorum föðmuð af hinum vinalegu fjörð- um og dölum, hlustuðum á þögn öræfanna uppi á háfjöllum, vor- um heilluð ag hinum seiðandi nið 'fossanna, og horfðum frá okkur numin á hin skæru lit- brigði þessa fagra lands. Þegar við komum á sögustað- ina — í hlíðina hans Gunnars, upp á borgina hans Egils, á hið foma höfuðból Snorra, og upp á hið helga Lögberg, fanst mér sem við ættum landið engu síður en landsmenn; fortíðin og nú- tíðin runnu saman í eitt. Saga íslands og sögustaðirnir eru sam- eiginleg eign allra íslendinga. Fólkið, af öllum stéttum, fagn- aði okkur og bar ofckur á hönd- um sér hvar sem leið okkar lá um landið. Fyrir alt þetta erum vfð óumræðilega þakklát. Við fundum það igreinilega, að þess- ar innilegu viðtökur, sem við áttum að fagna, voru ekki að- eins fyrir okkur persónulega, heldur voru það vinahendur réttar yífir háfið, til allra Vestur- Islendinga. Guð blessi íslenziku þjóðina og ættjörð okkar. “Drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.” ♦ + ♦ BLAÐAMENNIRNIR. Með því skemtilegasta og vina- legasta fólki, sem við hittum á ferðinni voru “kollegar” okkar, blaðamenn Islands. Við þá átt- um við mörg samtöl og þeir fóru vel með okkur. Hér birtist stutt grein eftir Vilhjálm S. Vilhj álms- son. Hann skrifar dálkinn “Hannes á Horninu” í Alþýðu- blaðið. Hann var fyrstur á Is- landi til að gerast smáleturs- blaðamaður (columnist) og er talinn af flestum afburða snjall og skemtilegur blaðamaður. Hann -hefir ennfremur nýlega gefið út bók, “Brimar við Böl- klett,” sem hefir h'lotið mjög góða dóma. Því miður hefir sú bók ekki komið vestur ennþá. > -f -f Á sunnudagsmorgun komu hingað fljúgandi um bláan geym úr órafjarlægð nokkrir gestir, sem við fögnum öll, hvar sem við búum og hvar sem við stönd- um í stétt, sjö Vestur-Islending- ar, ritstjórar beggja íslenzku blaðanna vestra, Stefán Einars- son ritstjóri Heimskringlu, Einar Páll Jónsson ritstjóri Lögbergs, Grettir Jóhannsson ræðismaður og konur þeirra allra, en tvær þeirra eru íslenzkar. Þessir gest- ir eru hingað komnir í boði Þjóð- ræknisfélagsins og ríkisstjórnai> innar og munu dvelja hér í 6 vikur eða rúm'lega það. Samferða þeim heim varð Hjálmar Gísla- son, þekktur aldraður Vestur- Islendingur, bróðir Þorsteins heitins Gíslasonar ritsjóra og þeirra systkyna. •f -f -f Eg rabbaði svo lítið við þetta fólk á mánudagsmorgun. Það var iðandi af fjöri og lék við hvern sinn fingur. Þegar það kom tók fannhvítur Snæfells- jökull á móti því áður en það steig á land og hann var baðaður í morgunljóma. “Fjallkonan skautaði sínu fergursta skarti” sagði ein frúin við mig. “Þetta voru dásamlegar móttökur, þó að það -hafi ef ti'l vill ekki stað- ið á prógramminu, sem þið hafið búið til. Það er ómögulegt að lýsa tilfinningum okkar þegar jökullinn birtist. Manni myndi vefjast tunga um tönn.” f “Ofckur hefur dreymt mikið hingað iheim,” sagði Einar Páll, “en að draumurinn myndi ræt- ast svona dásamlega vel þorðum við varla að vona. Við þekkjum fjöllin og sjóinn og ströndina, en annað er gjörbreytt. Hér er ber- sýnilega mikill hraði, íramtak og áræði. Já, íslenzkur stofn er sterkur. Veitstu að eg hef trú á eiilíft líf fyrir íslenzkuna og Is- lendinga, hvað sem öðru líður.” “Eg er búinn að eignast einn ís- lenzkan morgim” sagði kona Einars Páls við mig. Eg stalst í morgun úr rúminu áður en bónd- inn vaknaði. Eg gekk niður að Tjörninni og horfði á fjallahring- inn, talaði við blómin og fuglana og þreyfaði um gras, íslenzkt gras. Bondinn hefur víst haldið að eg væri strokin á fjöll, en það var engin hætta. Við eigum að ferðast og eg hlaka svo til að sjá landið með bónda mínum.” Og þá sagði Einar Páll og horfði þung- búinn á gólfið. “Bærinn minn er korninn í eyði, en eg vil samt fá að sjá hann.” Hjálmar Gíslason sa-gði við mig. “Það eru fjörutíu og þrjú ár síðan eg kom heim. Mig hefur dreymt um þetta ferðalag — en sá draumur hefir verið eins og barnagull, sem eg hefi unað við svo lengi. Eg þorði ekki að vona að hann yrði að veruleika. Eg gat varla trúað því í morgun þegar eg vaknaði að eg væri kominn heim. Nú finnst mér að allar óskir mínar hafi ræzt. Á svona stund gleymir maður öllu öðr-u.” Og svona töluðu þau öll. Reyn- ið að setja ykkur í fótspor þeirra. Hugsið ykkur að þið hefðuð dval- ið fjarri ættjörðinni í áratugi og dreymt um að komast heim — og svo, að draumurinn rættist allt í einu. Já, við bjóðum þau öll vel- komin. Landið mun fagna þeim — og fólkið mun fagna þeim hvar sem þau koma, hvort sem er í sveit eða við sjó. Já, jafnvel gam- lar, bæjarústir munu fagna þeim og bjóða þau velkomin. Eg bað Einar Pál að láta mið fá kvæði, sem ihann mun hafa ort fyrsta morguninn hér, en hann dró sig inn í skel sína og eg fekk ekkert kvæði. “Seinna,” sagði hann, “áður en eg fer.” En áður en hann fer yrkir hann mörg kvæði, áður en öll fara munu þau eignast dýrmætar minningar og marga aðra fjár- sjóði.” + Spjallað við frú Ingibjörgu Jónsson Daginn áður en Vestur-Islend- ingar þeir, sem hér hafa verið á ferð að undanförnu, héldu burt frá Akureyri, hitti eg frú Ingi- björgu Jónsson að máli og fékk tækifæri til að spjalla við hana um stund. Frú Ingibjörg tók á móti mér með hinni kunnu alúð og frjálsllega viðmóti, sem auð- jcennir Islendinga frá Kanada: “Komdu blessuð og sæl,” kvaddi hún mig, eins og gamla kunn- ingjakonu sína, og síðan settumst við að rabbi um dvöl hennar hér, blaðamensku, þá einkum kven- fólksins, samband íslendinga austan hafs og vestan og ýmislegt fleira úr ýmsum áttum. Frú Ingibjörg Jónsson er ritstjóri kyennadálksins í Lögbergi, en maður hennar, Einar Páll Jóns- son, er ritstjóri þess blaðs. Kvennadálkur “Lögbergs” er jáfnaldri M.K.M., eða rökslega tveggja ára, og er eg bað frú Ingibjörgu að segja mér eitthvað frá blaðamensku sinni, svaraði hún: Það er ekki frá neinu miklu né merkilegu að segja. Blaða- menskan er skemtilegt starf, eins og þú veizt sjálf, og eg á marga þakkláta lesendur. Raunar er reynsla mín sú, að karlmenn lesa dálkana rnína engu minna en kvenfólk. Eg ræði líka í þeim ýmislegt utan heimilisins, ef eg má svo að orði komast, ýmis'legt sem alla varðar, því að skoðun mín er sú, að kvenfólkið verði að koma út úr bæjardyrunum af og til og fylgjast með því, sem er að gerast í kringum okkur. Undanfarna tvo vetur hefi eg einnig haft barnadálk, með smá- sögum, frásögnum frá Islandi, þáttum úr ísl. sögu, og lítið orða- safn hefi eg haft með hverjum dálki. Þetta er gert til að hjálpa ungu Íslendingunum til að fræð- ast um land feðra sinna og mæðra og styrkja heimilin við íslenzku- kensiluna. —Hvaða efm er vinsælast með- al lesenda þinna?— Ja, því er ekki svo gott að svara. Flestar húsmæður fagna hverri nýjung í matargerð og öðru, er að heimilinu snýr. —En ungu stúlkumar? — Eg held að unga fólkið yfileitt lesi 'heldur lítið, er það ekki svo hjá ykkur líka? Það kann að vera, frú Ingi- björg, en segðu mér eitthvað um dvöl þína hér. Ertu ánægð með förina? Já, það er eg sannarlega. — Við höfum fengið mikið sólskin og enn meira af sólskins-viðtök- um álls staðar. Ferðin hefir að vísu verið nobkuð erfið, því að marga höfum við þurft að hitta og víða kornið á skömmum tíma, en við höldum glöð heim með góðar endurminningar. Eg segi heim, því að í Kanada er eg heima, en þegar eg fór hingað, fór eg líka heim og nú finst mér eg vera heima hér í Eyjafirð- inum, svo að eg er eiginlega rík- ari en þú —eg á tvö lönd! Hvergi hefir mér þótt betra að koma en í Eyjaf jörðinn, hinn vinalega f jörð, sem faðmar mann að sér við fyrstu sýn. —Þú thefir verið hér á landi oft áður, er ekki svo?— Aðeins einu sinni á æfi minni fyr, góða mín. Það var 1935, en þá var eg hér í tvö ár. — Þá ferð- aðist eg mikið um landið og fór margt gangandi, m. a. yfir Helj- ardalsheiði og lenti þá í mikilli þoku. — “Margt býr í þokunni,” hugsaði eg þá og tók að skelfast — og frú Ingibjörg skellihlær — en það var dásamlega skemtilegt eftir á. Eg kveð frú Ingibjörgu og þakka henni skemtilegt spjall. Kvennadálkur Dags árnar henni góðrar ferðar yfir hafið, giftu- ríkrar heimkomu og jafnaldra sínum vestur þar gengis í fram- tíðinni. “Puella”. ♦ “Puella” er ritstjóri kvenna- síðu “Dags” á Akureyri, “Móðir*, kona, Meyja.” Hún heitir Anna Snorradóttir, Sigfússonar skól- astjóra. Bræður hennar eru þeir Haukur ritstjóri Dags og Jóhannes flugmaður. Þessi unga og gáfaða blaðakona var nýkom- in frá Englandi þegar eg hitti hana. Hún var þar að kynna sér ýmislegt viðvíkjandi bamatím- um í útvarpi.—I. J. Sigurður Þóðarson . . . (Frh. af bls. 4) yfirlætisleysi” Sigurðar sem söngstjóra, en látleysi hans og hæverska hafa átt sinn iþátt í því að aíla honum og söngmönnum hans vinsælda áheyrenda. En hin ágæta og ávaxtaríka söngstjóra-starfsemi Sigurðar er þeim mun aðdáunarverðari, þeg- ar þess er gætt, að hún er unnin Herstöðvamálið niðurfallið BANDARÍKIN FLYTJA BROTT ALLAN HER SINN AF ÍSLANDI Flugvöllurinn við Keflavík afhentur Islendingum Svo sem kunnugt er, lýsti Ól- afur Thors forsætis- og utanrík- isráðherra yfir Iþví, þegar fund- um Alþingis var frestað 25. Júlí s. I., að ríkisstjórnin myndi svo fljótt sem auðið er, “hefja við- ræður við stjórn Bandaríkjanna um fullnægingu og niðurfell- ingu herverndarsamningsins frá 1941, og öll atriði, sem máli varða í því sambandi, og gefa alþingi skýrslu um málið strax og það kemur saman.” Strax eftir að fundum Alþingis var frestað í sumar hóf forsætis- ráðherran viðræður við um- boðsmenn stjórnar Bandaríkj- anna um þetta mál. Þeim við- ræðum lauk þannig, að forsætis- ráðherrann náði samkomulagi við stjórn Bandaríkjanna um ákjósanlega lausn málsins fyrir íslands hönd. Aðalatriði hins nýja samn- insuppkasts við stjórn Banda- ríkjanna, sem forsætisráðherr- an leggur nú fyrir Alþingi, eru þessi: 1. Henvarnarsamningurinn frá. 1941 er úr gildi feldur. 2. Bandaríkin hverfa brott með allan her sinn af íslandi innan 6 mánaða frá gildistöku hins nýja samnings. 3. Bandaríkin afhenda íslend- ingum nú þegar flugvöllinn við Keflavík tiil fullrar eignar og umráða. 4. Bandaríkin fá um takmark- aðan tíma (6y2 ár) leyfi til að nota Keflavíkurflugvöllinn, í hjáverkum frá umsvifamiklu starfi hans sem skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins íslenzka, en þá stöðu hefir hann skipað um all- rnörg undanfarin ár. En þó hefir hann eigi látið þar við lenda, því að jafnhliða söngstjórninni og skrifstofustjórastarfinu, hefir hann unnið að tónsmíðum, og af- kastað merkilega miklu á því sviði. Hafa á prent komið eftir hann allmörg einsöngslög, lög fyrir píanó og karlakórslög. Hann hefir einnig samið kantötu við Alþingishátíðarljóð Davíðs Stef- ánssonar, hljómsveitarverk, sem flutt var á tónlistarmóti í Kaup- mannahöfn 1938, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar og hátíðarmessu, sem Karlakór Reykjavíkur söng í tilefni af 50 ára afmæli höfundar, og talin er meðal beztu verka hans. Með óperettunni “I álögum”, sem Tónlistarfélag Islands sýndi í Reykjavík fyrir tveim árum síðan, gerðist Sigurður einnig brautryðjandi í íslenzkri tón- ment, því að þar er um að ræða fyrsta verk þeirrar tegundar, sem flutt hefir verið opinbeiilega eftir íslenzkt tónskáld. Þó að hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, er því auðsætt, að skerfur Sigurðar Þórðarsonar til íslenzkrar hljómlistar og tón- smíða er bæði næsta mikill og merkilegur að sama skapi. En sjálfum honum og starfi hans í þágu Karlakórs Reykjavíkur er ágætlega lýst í þessum orðum formanns kórsins, herra Sveins G. Björnssonar póstfulltrúa, úr grein hans “Sigurður Þórðarson tónskáld fimtugur”, sem birtist í Samtíðinni (apríl 1945): “Sigurður Þórðarson er hæg- látur og yfirlætislaus maður. Sérstaklega er hann hlédrægur og lítið fyrir að láta á sér bera. Hann hefir jafnan notið mikils trausts allra þeirra, er með hon- um hafa starfað að söngmálum. I Karlakór Reykjavíkur hefir hann verið lífið og sálin, ef svo mætti að orði kveða, og með sí- vaxandi krafti hafið starfsemina til álits, sem veitt hefir starfs- mönnum hans nýjan þrótt til meiri átaka og bjartari framtíð- arvona.” vegna skyldu þeirrar, sem þau hafa tekist á hendur í sambandi við hernám Þýzkalands. Starfs- lið það, sem Bandaríkin nota á flugvellinum verða óbreyttir borgarar og verða að fá dvalar- og atvinnuleyfi hjá Islenzkum stjórnarvöldum og Húta Islenzkri löggjöf og löggæslu. Jafnframt verða íslenzkir menn þjálfaðir í starfrækslu vallarins. Þetta eru aðalatriðin í hinu nýja samningsuppkasti. Tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu. Barst blöðunum í gær svo- hljóðandi tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu um þetta mál: í dag bapst forsætis- og utan- ríkisráðherra svohljóðandi erindi frá semdiherra Bandaríkjanna í Reykjavík: Herra forsætis- og utanríkisráð- herra: Árið 1941 fól ríkisstjórn Is- lands Bandaríkjunum hervernd landsins. Sú hætta, sem þá steðj- aði að íslandi og meginlandi Am- eríku, er nú hjá liðin með hern- aðaruppgjöf möndulveldanna. En þó eru enn við lýði skuldbind- ingar sem styrjöldin hafði í för með sér. Með tilliti til breyttra að- stæðna og samkvæmt viðræðum, sem nýlega hafa fram farið milli yðar, hæstvirti ráðherra og fuill- trua minnar eigin ríkisstjórnar, leyfi eg mér að leggja til að svo- hljóðandi samningur verði gerð- ur milli ríkisstjórnar Bandaríkj- anna og ríkisstjórnar Islands: 1. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og ríkisstjóm Islands fallast á að 'herverndarsamninguronn, er gerður var 1. Júlí 1941, skuli niður falla, og falli hann úr gildi með gildistöku samnings þessa. 2. Flugvallarhverfið við Kefla- vík og flugvellirnir, sem hér eft- ir nefnast flugvöllurinn, ásamt öllum óhreyfanllegum manrwirkj- um, er Bandaríkin hafa reist þar og talin verða upp í sameigin- legri skrá, er bandarísk og Is- lenzk yfirvöld skulu gera sam- tímis aifhendingu flugvallarins, skulu afhent íslenzku stjórninni. Skal flugvöllurinn þá verða ský- laus eign ísllenzka ríkisins, sam- kvæmt þeim skuldbindingum, er Bandaríkin hafa áður tekist á hendur þar að lútandi. 3. Umferðaréttindi og réttindi til lendingar og nauðsynlegrar viðdvalar skal veita flugförum, öðrum en hervélum, allra þjóða er fá slík réttindi hjá ríkisstjórn íslands. 4. Stjórn Bandaríkjanna mun svo fljótt sem auðið er flytja á brott það herlið og sjóilið Banda- ríkjanna, sem nú er í Reykjavík, og innan 180 daga frá gildistöku samnings þessa, mun hún smátt og smátt flytja brott alt annað herlið og sjólið Bandaríkjanna, sem nú er á íslandi. 5. Flugförum þeim, sem rekin eru af Bandaríkjastjórn eða á hennar vegum í sambandi við framkvæmd þeirrar skyldu, er Bandaríkin hafa tekist á hendur, að hafa á hendi herstjórn og eft- irlit á Þýzkalandi, skulu áfram heimil afnot af Keflavíkurflug- vellinum. — 1 þessu skyni skal stjórn Bandaríkjanna heimilt að halda uppi á eigin kostnað, bein- línis eða á sína ábyrgð, þeirri starfsemi, þeim tækjum og því starfsliði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra afnota. Taka skal sérstakt tillit til sérstöðu slíkra flugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, landvistar- leyfi og önnur formsatriði. Eng- in lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. I sambandi við rekstur flug- vallarins munu Bandaríkin, að svo miklu leyti sem kringum- stæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn í tækni flugvallar- rekstrar, svo að Island geti í vax- andi mæli tekið að sér rekstur flugvallarins, að svo miklu leytl sem frekast er unt. 7. Stjórnir Bandaríkjanna og íslands skulu í samráði setja reglugerðir um rekstur, öryggi og önnur mál, er varða afnot allra flugfara af flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úrslita yfirráðum ríkisstjórnar Islands, hvað umráð og rekstur flugvall- arins snertir. 8. Stjórn Bandaríkjanna og Is- lands koma sér saman um grund- völl, er báðar geti vel við unað, að sanngjarnri skiftingu sín á milli á kostnaði þeim, er af við- haldi og rekstri flugvallarins stafar, Iþó þannig að hvorugri ríkisstjórninni • skuli sikylt að leggja í nokkurn þann kostnað af viðhaldi eða rekstri flugvall- arins, sem hún telur sér ekki nauðsynllegan vegna eigin þarfa. 9. Eigi skal leggja neina tolla eða önnur gjöld á efni það, út- búnað, nauðsynjar eða vörur, sem inn er flutt til afnota fyrir stjórn Bandaríkjanna eða um- boðsmenn hennar samkvæmt þessum samningi. eða til afnota fyrir starfslið það, sem dvelur á íslandi vegna starfa, er leiðir af framkvæmd samnings þessa. Út- flutningsgjalda skal heldur eigi krefjast af útflutningi téðra vara. 10. Eigi skal leggja tekjuskatt á þær tekjur þess starfsliðs Bandaríkjanna, sem á Islandi dvelur við störf, er leiðir af framkvæmd samning þessa, er koma frá aðilum utan Islands. 11. Þegar samningi þessum lýkur skal stjórn Bandaríkjanna heimilt að flytja af flugvellinum öll hreifanleg mannvirki og út- búnað, sem þau eða umboðs- menn þeirra hafa látið gera eða lagt til eftir gildistöku samnings (Frh. á bls. 8) There is • “fresh np” in every sip. ^ Bygginga meistarar og hús eigendur! mmmmmmmmmmt i TAKIÐ EFTIR SJÁLFTEMPRAÐUR HITI Á FULLKOMNASTA STÍGI OLÍA Við höndlum General Electric og York Olíu hit- unar ofna sem við tafarlaust getum sett inn í smærri, eða stærri hús. KÓL Við ráðurn þeim sem hita hús sín með kolum, að setja inn hjá sér Volcano Automatic Stoker UPPLAGIÐ ER TAKMARKAÐ Gleymið ekki að sima, eða skrifa efttr frekari uppiýsingum til: RANDALL & CO., LTD. Electric Appliances, Plumbing and Heating 565 PORTAGE AVE., WINNIPEG PHONE 37 139

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.