Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.10.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 'A aive1's A Complele Cleaning Insliiulion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1946 NÚMER 40 Cleaning Instiiuiion KARLAKOR REYKJAVIKLR GULLBRÚÐKAUP Síðastliðinn fimtudag áttu hin mætu og vinsælu hjón, Helgi Johnson og frú Ásta Johnson, 1023 Lngersoll Street hér í borg- inni gúUbrúðikaupsafmæli, og var gestkvæmt á heimili iþeirra þann dag; safnaðist þangað alt þeirra sifjalið, ásamt ýmissum öðrum samstarfsmönnum og vin- um, svo sem þeim séra Valdimar J. Eylands og frú. Þau Helgi Johnson og frú, hafa átt miklu barnaláni að fagna, og njóta hvarvetna virðingar sam- ferðamanna sinna. Lögberg flytur gullbrúðkaups- hjónunum hugheilar árnaðarósk- ir í tilefni af þessum merka á- fanga í lífi þeirra. ♦ -f 4- Bandaríkin fá hálfs sjöunda árs afnot af Keflavíkur flugvellinum Canadiska útvarpið flutti þá frétt frá Reykjavík síðastliðinn sunnudagsmorgun, að Alþingi hefði samþykt með 32 atkvæð- um gegn 19, að veita Bandaríkj- unum hálfs sjöunda árs afnot af Keflavíkur velilinum, og er þar að lútándi samningsuppkast birt á öðrum stað hér í blaðinu, les- endum til glöggvunar á málinu. -f -f -f ÆGILEGT FLUGSLYS Þann 3. þ. m., vildi það hörmu- lega slys til, að geisistór amerísk millilandaflugvél, fórst á New- foundland og létu þar 39 manns lífið, þar á meðal nokkrar konur og tvö kornung börn; farþegavél þeSfci hafði fyrir skömmu hafið sig til flugs af Harman flugvell- inum, sem liggur við þorpið Stephenville á Newfoundland; flugvélin rakst á fjallshlíð og kviknaði þá samstundis í henni og mun hún hafa brunnið svo að segja á svipstundu ti!l kaldra kola; engir canadiskir farþegar voru með flugvélinni. -f -f -f SKIPTAR SKOÐANIR Truman Bandaríkjaforseti hef- ir krafist þess af Bretastjórn, að hún veiti þegar húsviltum Gyð- ingum í Norðurálfunni landvist í Palestínu; út af þessu hefir Attlee fbrsætisráðherra orðið ösku fjúkandi reíður, og telur það, úr því sem komið sé, Banda- ríkjunum öldungis óviðikomandi hvaða stefnu Bretar taki gagn- vart Palestínudeilunni, því þau hafi litið á sig lagt, til þess að leiða hana til happasælla lykta. Ur borg og bygð Laugardaginn 5. október voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni, að 784 Wolse- ley Ave., Winnipeg, Oliver Lloyd Maddess, bóndi við Deloraine, Man. og Sigurrós Thuríður Bjarnason, hjúkrunarkona. Við giftinguna aðstoðuðu Arthur William Maddess og L. Irene Halford. Brúðguminn er af hér- lendum ættum, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Eiríkur Bjarnason við Árborg, Man. Ágæt veizla var setin af nánustu vandamönnum og vinum, á heimili Mr. og Mrs. W. W. Olson, eftir giftinguna. Ungu hjónin setjast að í Deloraine, Man. •f Sunnudaginn 6. október voru gefin saman í hjónaband að heimili íslenzka sóknarprestsins þar, Reginald Arthur Teetsel, Gimli, Man. og Sigurlín Thorkel- son, sama staðar. Við giftinguna aðstoðuðu Röbert W. Cochrane, og Gladys A. Thorkelson. Brúðguminn er Ameríkumað- ur, starfandi við flugstöðina á Girnli. Brúðurin er dóttir Guð- mundar heitins Thorkelsonar á Geirastöðum í Árnesbygð og eft- irlifandi ek'kju hans Guðnýjar Önnu Thorkelson. Heimili ungu hjónanna verður á Gimli. BREZKA ÞINGIÐ Á þriðjudaginn var kom brezka þingið saman eftir að hafa tek- ið sér nokkra hvíld yfir sumar- mánuðina. Fyrstu aðalræðuna flutti forsætisráðherra Clement Attlee, og fjallaði hún að mestu um nauðsynina á því. að koma í veg fyrir að atómorkunni yrði beitt í stríði; kvað hann stjórn sína staðráðna á því, að stuðla að alþjóðasamtökum með þetta fyrir augum. Foringi stjórnar- andstæðinga, Winston Churchilll, var fjarverandi, en í hans stað tók til máls Mr. Bernard K. Law, er kvað íhaldsflokkinn veita mundu stjórninni dyggilega að málum varðandi útilokun atóm- orkunnar frá hernaði; hermála- ráðherra lýsti yfir því, að áður en langt um liði, yrðu gerðar ráðstafanir til þess að styrkja hervarnir Breta í Austur Afríku. Ekki hafði Mr. Attlee neitt að segja um Palestínu-deiluna að svo stöddu, þrátt fyrir ítrékaðar fyrirspurnir í þá átt. Söngmenn Karlakórs Reykjavíkur í söngför til U.S.A. og Canada 1946 Sigurður Þórðarson, söngstjóri. (Mun vera systkinábarn við Svein Jöhnson, Lundar, Man., Canada). Stefán Guðmundsson Islandi óperusöngvari. (Skagfirðingur að ætt og fæddur þar). Guðmundur Jónsson baryton- sólóisti. (Sonur Jóns Þorvarðar- sonar kaupmanns í Reykjavík). Fritz Weishappel, píanóleikari. Sveinn G. Björnsson, póstfull- trúi, 1. tenór. (Ættaður úr Fljót- um í Skagafirði). Jón Ágústsson, málarameistari, 1. tenór. (Fæddur í Reykjavík). Jón Bergsveinsson, verzlunar- maður, 1. tenór. Séra Marino Kristinsson, prest- ur að Vaiþjófsstað, 1. tenór. Jón E. Guðmundsson, bakara- meistari, 1. tenór. Daníel Þórhallsson, verzlunar- maður frá Siglufirði, 1. tenór. (Mun eiga bróður, er rekur út- gerð við Winnipegvatn). Óskar Sigurgeirsson, stúdent, 1. tenór. (Ættaður frá Hamri í Flóa í Árnessýslu og mun eiga ættingja í Canada). Eiríkur Eiríksson, trésmiður, 1. tenór. (Hann er frá Sauðár- króki í Skagafirði, og á bróður í Canada). Magnús Sölvason, verzlunar- maður, 1. tenór. (Frá Völlum í Hólmi í Skagaf., og mun eiga ættingja vestanhafs). Garðar Guðmundsson, lög- regluþjónn, 1. tenór. (Móðursyst- ir hans mun vera vestanhafs, ættuð frá Steini á Reykjaströnd í Skagafirði). Magnús Guðmundsson, nem- andi, 1. tenór. Magnús Jónsson, byggingar- meistari, 1. tenór. Hermann Guðmundsson, bók- ari, 2. tenór. Kári Sigurðsson, bankafulltrúi, 2. tenór. Kristinn Þorsteinsson, deildar- stjóri hjá Kaupfél. Eyfirðinga á Akureyri, 2. tenór. Haraldur Sigurðsson kaupmað- ur, 2. tenór. (Á frænkur vestan- hafs, Ingibjörgu og Sigríði frá Dvergasteini). Á FERÐ UM AMERÍKU Sigurður Þórðarson söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur ítarleg ritgerð um söngstjórann eftir Dr. Richard Beck, birtist á 4. blaðsíðu Lögbergs í þessari vi'ku. Karl Sveinsson, gjaldkeri, 2. tenór. (Bróðursonur Sigríðar Árnadóttur Valdason frá Króki Norðurárdal í Borgarfirði, er fluttist til Canada og bjó þar. Er nú dáin, en dóttir hennar mun vera á lífi. Gísli Gíslason frá Mosfelli, gjaldkeri, 2. tenór. (Á föðursyst- kini og fleiri ættingja víða um Bandaríkin). Sigurður Benediktsson, verzl- unarmaður, 2. tenór. Bj örgvin Jóhannsson, verzlun- armaður, 1. bassi. Haraldur Kristjánsson, kaup- maður, 1. bassi. Þráinn Þórisson frá Baldurs- heimi, kennari. 1. bassi. (Ættaður úr Mývatnssveit og Laxárdal, Þingeyjarsýslu, og mun eiga fjölda ættingja víðsvegar um ísl. bygðirnar). Sverrir Pálsson, stud. jur., 1. bassi. (Sonarsonur Sigurgeirs frá Stóruvöllum í Bárðardal. Sigurður Sigurgeirsson banka- ritari, 1. bassi. (Sonur Sigurgeirs Sigurðssonar biskups). Þorsteinn lngvarsson bakara- meistari, 1. bassi. (PYamh. á bls. 8) ELLIHEIMILIÐ Á MOUNTAIN VERKFALLI LOKIÐ Eftir langa mæðu er nú lokið verkfallinu mikla í stálsmiðjun- um í Austur Canada; höfðu verkamenn farið fram á 24 centa kauphækkun á klukkutímann; slíka ihækkun fcváðust eigendur verksmiðjanna ekki undir nein- um kringumstæðum geta greitt, en leikslok urðu þau, að verka- menn gengu að 13 centa kaup- hækkun; verkfall þetta hafði mjög lamandi áhrif á stáliðnað- inn og margar aðrar iðngreinir, sem nota þurftu stál við fram- leiðslu sína. •f -f -f AFLEIÐING VERKFALLA Samkv. nýútkominni skýrslu frá Canadian Bank of Commerce, hafa verkföll í Canada síðustu þrjá mánuðina orðið þess vald- andi, að iðnaðarframleiðslan þvarr nálægt fimtán af hundraði. •f -f -f ENDURSKIPUN RÁÐUNEYTIS Nokkrar breytingar hafa ný- lega verið gerðar á samsetningu brezlka ráðuneytisins og er sú helzta fólgin í því, að sérstætt hervarnarráðuneyti hefir verið sett á fót, er hefir yfirumsjón yfir landher, sjóflota og loftflota. A. V. Alexander, yfirforingi sjófilot- ans síðan 1940, hefir verið skip- aður henvarnaráðherra. •f -f -f ÁFELLIST STJÓRNINA Winston Ohurdhill fyrrum for- sætisráðherra Breta, flutti á dög- unum ræðu á flokksþingi kon- servatíva í bænum Blackpool á Englandi, þar sem hann áfeldi Attleestjórnina fyrir stefnuleysi hennar og kveifarskap varðandi Palestínumálin fór hann einnig hörðum orðum um stjórnina vegna afskipta hennar af mál- efnum Indlands, er hann taldi mjög hafa veikt brezku veldis- heildina. Þar sem vér heyrum talsvert um framtakssemi Is- lendinga í hinum ýmsu bygðum nú á tímum, vegna þess hve vænlega hefir gefist akuryrkjustarfið á árinu og afurðir allar í sæmilegu verði, þá er gaman að heyra líka að Islendingar eru ekki að sauma alla sína aura í sekk eða sokk, heldur gefa og styðja góð málefni af alvöru og áhuga. Undanfarin ár hefir elliiheimilis bygging verið á döfinni hér á Mountain. Stríð og byggingarefnis vand- ræði (hafa hindrað framgang málsins nokkuð, en nefndin sem söfnuðirnir í N. Dakota völdu hefir altaf haldið í áttina og smátt og smátt hefir fleiri og fleiri steinum verið rutt úr vegi, unz að hér birtist rissmynd af framstafni heimillisins sem við vonum að verði stærsta minnismerki landnemans, sem Vestur-lslendingar hafa ennþá reist, því minningu frumbyggjanna er hugsunin helguð. Hér er ekki um kaldan stein eða grafihvelfing að ræða, hér er um hlýja, vinhlýja, skjólríka, friðsæla byggingu að ræða. Einhver, hér á fyrri árum, þegar lifað var í lágreistum bjálkakofum myndi velja þessu stórhýsi konungsihallar- nafn. Svona myndarlega ivildum við að synir frumbyggj- anna minntust hinnar gengnu kyndlóðar. Kynslóðin, sem bygði kirkjur um allar nýlendur, þrátt fyrir fátækt sína, kirkjur, sem enn þann dag í dag, nægja að mestu leyti þörf eftirkomendanna. Þeir þurfa ekki að byggja kirkjur svo mjög, heldur skyldu þeir byggja griðaskjól, áfangastaði, öldnum og erfiðisþreyttum, þeim, sem hafa fómað öllu að vér mættum lifa og njóta tækifæranna mörgu, sem þetta land á til. Eg á erfitt með að skilja þá persónu, sem á ærlegt hjarta í brjósti, og sarnt finst að þetta heimilismál sé smávægiilegt og lítt sinnandi. Eg held að ekki sé íslendingur til, sem er svo innrættur. 1 næsta blaði birtist listi jgefienda til þessa heimilis á Moun- tain. Vér trúum á hugsjónina hér, vér vitum að allir góðir Islendingar vilja hjálpa oss að reisa þetta minnismerki. Vegna vaxandi dýrtíðar þurfum vér $20,000 meira en vér nú höfum. En möguleikar okkar til að gefa, hafa líka aukist. Sú bygging sem átti að kosta $40,000, kostar nú $60,000. Betel hefir vaxið til sjálfstæðis við gjafir okkar allra. Látum nú þennan nýgræðing vaxa til sjálf- stæðis einnig. Andið hlýtt að ungum meiðum sem eýkin, kvisti veitið skjól. Því marga fennti á lífsins leiðum, sem litu aldrei kærleikssól. Egill H. Fáfnis.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.