Lögberg - 17.10.1946, Side 1
PHONE 21 374
*“ b^fXi* A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
áte^
o wvw^0^ sssr"
^U V£&V°*k A Compl.,.
Cleaning
Inslilulion
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946
NÚMER 41
GJÖRVULEG BRÚÐHJÓN
Mr. og Mrs. Baldur Björnson
Þann 7 septemiber s.l., voru gefin saman í hjónaband á
heimili Mrs. M. Anderson, 556 Jubilee Avenue, Fort Rouge,
iþau Miss Jódís Elizabeth Peterson og Mr. Baldur Björnson.
Séra Valdimar J. Eylarads framkvæmdi hjónavígslu-athöfn-
ina. Svaramenn voru Mrs. Magnús Johnson frá Baldur,
systir brúðarinnar og Thori O. Hallson. Við hljóðfærið var
frænka brúðarinnar, Miss Barbara Goodman.
Brúðurin er dóttiri frú Halldóru Peterson í Baldur og
manns ihennar Vilhjálms Peterson ikaupmanns, sem látinn
er fyrir nokkrum árum. Brúðguminn er sonur Jakobs
Björnssonar í Árborg og frú Björnsson, sem fyrir nokkru
er látin, og er hann útskrifaður i fluglist af flugskóla
Konnie Jóhannessonar.
Heimili ungu hjónanna verður í Árborg.
FRIÐARÞINGIÐ í PARÍS
í gær var frestað friðarþing-
inu í París eftir alllangt þóf og
togstreitu milli hinna ýmsu að-
ilja, sem naumast er ástæða til
að undrast yfir, Iþar sem svo
margar og sundurleitar skoðanir
voru að veriki. Uppkast að frið-
arsamningu mvið ítalíu, Rúmen-
íu, Ungverjaland, Búlgaríu og
Finniland, var afgreitt, þrátt fyr-
ir nokkura mótspyrnu af hálfu
rússnesku erindrekanna. Utan-
ríkisráðherra Belgíu var sáró-
ánægður með friðarsamninginn
við Itali, er hann taldi langt of
strangan og grundvallaðan á
hefndarhug. Erindrekum Banda-
ríkjanna þótti og gengið helzti
nærri Finnum með samningsupp-
kastinu við þá.
♦ ♦ ♦
STJÓRNARSKIPTI
Á ÍSLANDI.
Síðastliðinn fimtudag flutti
dagblaðið Winnipeg Free Press
þá fregn eftir fréttastofu Reut-
ers, að forsætisráðherrann, hr.
Ólafur Thors, hefði ibeiðst lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt, en að
forsetinn, hr. Sveinn Björnsson,
héfði jafnframt æskt þess að
hann færi með völd þangað til
að nýtt ráðuneyti yrði myndað.
Lausnarbeiðni ráðuneytisins
stafar sennilega af ágreiningnum
sem reis á Alþingi vegna leigu-
samnings milli Bandaríkjanna og
Islands um Keflavíkur flugvöll-
inn; þykir sýnt, að ráðherrar
kommúnista hafi sagt sig úr
stjórninni.
Bein Jónasar Hallgríms-
sonar flutt heim.
Fyrir atbeina íslenzku ríkis-
stjórnarinnar fór prófessor Matt-
hías Þórðarson til Danmerkur í
loik ágústmánaðar síðastliðins
með það fyrir augum, að leita að
legstað Jónasar skálds Hall-
grímssonar í Kaupmannahöfn og
flytja heim jarðneskr leifar hans;
ver'kefni þetta reyndist prófessor
Mattlhíasi tiltölulega auðvelt;
bein Jónasar eru nú komin heim,
og munu eiga að samlagast móð-
urmoldinni í þjóðgrafreitnum á
Þingvöllum, þar sem Einar Bene-
diktsson skáld, var jarðsettur
fyrstur manna.
♦ ♦ ♦
KJÖTSKORTUR í
BANDARÍKJUNUM
Eins og vitað er, fara fram
kosningar til þjóðþingsins í
Washington í næstkomandi nóv-
embermánuði; er kosningaundir-
búningur þegar hafinn og sóttur
af miklu kappi; það flýgur fjöll-
unum hærra, að kosningabarátt-
an muni snúast að miklu leyti
um þann alvarlega kjötskort,
sem þjóðin á við að búa um þess-
ar mundir, og er nú svo komið, að
allir kenna öllum um alt; þó er
svo að sjá af blaðafregnum, að
Demokratar muni bíða mestan
hnekki af völdum þess ástands,
sem nú ríkir, og að slíkt muni
bitna allmjög á Truman forseta,
sem forustumanni Demokrata
flobksins.
Og nú berast fregnir um það,
New York, risaborgin austur við
hafið, sé svo að segja kjötlaus.
GRYNT Á SKULDUM
Walter A. Tucker, sambands-
þingpiaður fyrir Rosthern kjör-
dæmið í Saskatchewan, sem flutt
hefir nokkurar ræður til stuðn-
ings við Mr. Wood frarabjóðanda
Liberal flokksins í Portage la
Prairie kjördæmi, ’lét þess getið
í einni ræðunni, að telja mætti
víst að sambandsstjórn strikaði
út all vænnlegan hluta af þeim
skuldum Sléttufylkjanna, sem
stöfuðu frá kreppuárunum, og
mikill fjöldi fólks vegna atvinnu-
léysis þurfti á aðstoð þess opin-
bera að halda.
Upphæðir þær, sem sambands-
stjórn lánaði Sléttufylkjunum
vegna atvinnuleysis, skiptust
þannig: Manitoba—$24,734,452;
Saskatéhewan, $80,451,852; Al-
berta, $25,887,500.
♦ ♦ ♦
Farið fram á hækkuð v
Flutningsgjöld
Jámbrautarfélögin í Canada
hafa farið fram á það við járn-
brautarmála nefndina í Ottawa,
að fá flutningsgjöld hækkuð um
30 af hundraði; undanskilin
hækkuninni eiga að vera kol og
coke; hverjar undirtektir járn-
brautarmálanéfndarinnar verða,
er vitanlega á huldu, þó litlar
líkur séu á, að 'hún gangi greið-
lega að þeirri geisihækkun, sem
hér um ræðir; en um hitt varða
naumast skiptar skoðanir, að
fólkið í vesturlandinu mótmæli
þessari fyrirhuguðu hæk’kun, og
er þess að vænta, að vestan þing-
mennirnir taki eindregið í sama
streng.
Margir líta svo á sem nú sé
miklu fremur ástæða til að lækka
flutningsgjöld mað jórnbraut-
um landsins, en hækka þau.
♦ ♦ *
EKKI MYRKUR í MÁLI
Sumner Welles, fyrrum að-
stoðar utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefir nýlega samið bók,
sem heitir “Where are we Head-
ing,” og er þar þunglega veitzt að
núverandi utanríkisráðherra, Mr.
Byrnes, og Truman forseta, fyrir
það, hvað þeir séu reikulir í ráði
varðandi meðferð utanríkismál-
anna; ber Mr. Welles þeim á
brýn andlegt ístöðuleysi og telur
þá standa á öndinni vegna óttans
við Rússa og vita svo hvorki til
hægri né vinstri.
+ ♦ ♦
STRÍÐSÓTTI
ÁSTÆÐULAUS
Mr. M. J. Coldwell, foringi
C.C.F. flokksins flútti í fyrri
vilku ræðu í Erppire klúbbnum
í Winnipeg, þar sem hann lýsti
yfir þeirri yfirveguðu skoðun
sinni, að ótti við nýtt heimsstríð
væri á þessu stigi öldungis á-
stæðulaus; hann kvaðst ekki geta
hugsað sér stríð við Rússland,
enda væri innbyrðisástandið þar
s'líkt, að þjóðina skorti með öllu
bolmagn til árásarhemaðar; enda
litlar líkur á að hún hefði slíkt
í huga.
Mr. Coldwell kvaðst dauftrú-
aður á það, að takast myndi að
útiloka atomorkuna frá hernaði
með lögum, því þegar í óefni
væri komið og Iþjóð horfði fram
á ósigur, gripi hún jafnan til
hvers konar örþrifaráða, er hendi
væri næst.
NÝR SAMNINGUR
Landbúnaðarráðherra sam-
bandsstjórnarinnar, James G.
Gardinar, hefir kunngert, að
samningur hafi verið undirskrif-
aður milli brezkra og Canadiskra
stjórnarvalda, um það, að Bretar
kaupi í Canada alt það nauta-
kjöt er flytja megi út næstu tvö
árin; er áætlað að slíkt kjötmagn
nemi 240 miljónum punda; samn-
ingur þessi er sagður að vera
einkar hagstæður fyrir Canad-
isku þjóðina.
♦ ♦ ♦
Sextán ára fangelsi.
Júgóslavneski erkibiskupinn
Alojzye Steþhinac, sem sakaður
var um samstarf við Nazista og
andspyrnu gegn Tito hershöfð-
ingja og núverandi forsætisráð-
herra í Júgóslavíu, hefir verið
dæmdur til sextán ára fangélsis-
vistar; hafði mál hans staðið
lengi yfir fyrir dómstólunum, og
virtist það nokkurnveginn al-
mennt álit, að hann vrði dæmdur
til dauða; en nú er sagt, að áhrif
frá páfa hafi ráðið úrslitum.
♦ ♦ ♦
Uppskerubrestur
Alvarlegur uppskerubrestur
varð víðsvegar á Bretlandi í
haust vegna þráláts steypiregns,
er svo var magnað, að einstætt er
talið í sögu brezku eyjanna.
♦ ♦ ♦
AFTAKAN í NUERNBERG-
Síðastliðinn þriðjudag fór fram
aftaka Nazistaforingja tíu, sem
fundnir höfðu verið sekir um ó-
teljandi viðbjóðslega glæpi í síð-
ustu heimsstyrjöld og í raun og
veru friá upphafi þess óheilla-
tímabils, er Hitler komst til valda
á Þýzkalandi; elllefta stríðsglæpa-
manninn, Hermann Goering,
þurfti ekki að hengja; hann hafði
tékið inn eitur og látið þannig
líf sitt, tveim klukkustundum
áður en aftakan skyldi fara fram;
hvernig hann kornst yfir eitrið
þrátt fyrir hina ströngu gæzlu,
þykir svo mikið furðuefni, að
þriggja manna rannsóknarnefnd
hefir verið sett í málið.
♦ ♦ ♦
Karlakór Reykjavíkur.
Með þessu blaði Lögbergs er
send tilkynning um söngsam-
komur Karlakórs Reykjavíkur í
Winnipeg, dagana 18. og 19. nóv-
ember n. k., ásamt söngskránni.
Mynd af samkomu salnum og
verð á hinum ýmsu pörtum hans.
Þetta er sérstaklega gjört til
þess að gefa fólki í byggðum ís-
lendinga í Manitoba og annar-
staðar 'kost á að panta bréflega
sæti í salnum, sem rúmar meira
en fimm þúsund manns, á þeim
stöðum er það kýs sér, og er það
gjört til þoss að fólk utan Winni-
peg hafi sama valrétt á sætum í
salnurn og þeir sem í Winnipeg
búa. Sala aðgöngu miðanna til
almennings hefst 25. okt. n.'k. og
verða þau seld á skrifstofu Celeb-
rity félagsins, sem er í búð Winni-
peg Piano Co., 383 Portage Av-
enue. Engir aðgöngu miðar verða
seldir fyr en 25. þ. m.
Bréja pöntunum utan Winni-
peg aðeins veitt móttaka.
1 sambandi við þessa aðgöngu-
miða sölu er aðallega að ræða
uim 19. nóvember.
Flytur guðsþjónustu
Séra S. O. Thorláksson, frá
Berkeley, Cal., flytur prédikanir
í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu-
daginn kemur, 20. okt. bæði við
ensku messuna kl. 11, og síðdegis
guðsþjónustuna kl. 7. Séra
Octavius er á heimleið frá Cleve-
land, Ohio, þar sem 'hann sat
þing United Lutheran Church in
America.
DR. BECK AÐ VERKI
, Tímaritið “Nordmanns-F or-
bundet”, málgagn allsherjar fé-
lags Norðmanna víðsvegar um
lönd, sem gefið er út í Osló, flyt-
ur í ágúst-hefti þessa árs einkar
lofsamlega frásögn um starf dr.
Richard Beck í þágu Noregs á
stríðsárunum, og farast þannig
orð:
“Dr. R. Beck, prófessor í Norð-
urlandamálum og bókmentum
við ríkisháskólann í N. Dakota,
innti á stríðsárunum af hendi
margþætt starf í þágu Noregs,
með margvíslegum nefndarstörf-
um, með ræðum sínum og fyrir-
lestrum um Noreg, og með grein-
um um norsk efni í blöðum og
tímaritum.”
Getur ritið þess síðan, að dr.
Beck hafi verið ritari nefndar
þeirrar í Grand Forks county,
sem vann að fjársöfnun Norð-
mönnum til styrktar (Norwegian
American Relief), og telur síðan
upp fjölmargar aðrar nefndir
varðandi Noreg og heimsóknir
norskra forystumanna, sem hann
hafi átt sæti í, oftast sem for-
maður eða ritari. Þannig var
hann ritari undirbúningsnefndar
að komu Ólafs ríkiserfingja og
Mörfchu krónprinsessu til Grand
Forks 1941 og formaður nefndar
þeirrar, sem undirbjó þar heim-
sókn Morgenstierne sendiherra
Norðmanna í Washington.
Ennfremur segir í greininni:
“Á stríðsárunum flutti dr. Beck
mi'lli 50 og 100 ræður og fyrir-
lestra um norsk efni, norskar
bókmentir og menningu, en sér í
lagi um frelsisbaráttu Norð-
manna bæði heimafyrir og ann-
arsstaðar og um skerf Noregs til
stríðssóknar Sameinuðu þjóð-
anna. Voru ræður þessar flutt-
ar á norsku og ensku á samkom-
um víðsvegar og mörgum þeirra
víðvarpað. Hann ritaði einnig á
stríðsárunum margar greinar um
Noreg og málstað Noregs í ame-
rísk, norsik-amerísk og íslenzk
blöð og tímarit. Eina af greinum
þessum tók Harold Hagen þjóð-
þingmaður upp í ræðu í þjóð-
þingi Bandaríkjanna og var hún
prentuð í þingtíðindum þess
(“Congressional Record”).”
Loks er þess getið, að dr. Beck
hafi einnig skrifað ritdóma í
amerísk blöð og tímarit um
margar 'hinar merkustu bækur
um Noreg og frelsisbaráttu Norð-
manna, sem út komu á stríðsár-
unum.
LEITAR
ENDURKOSNINGAR
Garnet Coulter
Mikill sægur kjósenda hefir
skorað á núverandi borgarstjóra
í Winnipæg, Garnet Coulter, að
bjóða sig fpam á ný við bæjar-
stjórnarkosningarnar, sem haldn-
ar verða í næstkomandi nóvem-
ber mánuði, og hefir hann nú
orðið við þeim áskorunum. Mr.
Coulter hefir reynzt stöðu sinni
ágætlega vaxinn, og sýnist því
í rauninni flest mæla með því, að
hann yrði kosinn gagnsóknar-
laust. Enn er hvergi nærri að
fullu vitað um framboð til bæj-
arstjórnar og skólaráðs í hinnum
ýmsu kjördæmum borgarinnar.
EINAR PÁLL JÓNSSON
Esjan heilsar — árin mörgu
eru gleymd og sérhver raun.
Einari Páli og Ingibjörgu
enginn kysi fegri laun.
Stafar sól á sundin bláu
signir Vík og Kollafjörð,
þar sem œskuleiðir lágu,
Létt skal stíga á fósturjörð.
Norður, yfir hcestu heiðar,
hauður lyftir glaðri brá.
Nú eru allar götur greiðar,
gróður efstu fjöllum á.
Þeysa skal með þrjá til reiðar,
þjóð og land að skoða og sjá;
vísa glöggt til vaðs og leiðar
vonir, minni og bernskuþrá.
Ámi G. Eylands.
15.-8. 1946.
Símkveðja til
dr. Sigurðar Nordals.
(Send i tilefni af sextugsafmæli
hans 14. sept. 1946).
Heiður þér sextugum, Sigurður
snjall,
sóknglaði landnemi bókmennta-
heima.
Þökk fyrir víðsýn af vizkunnar
fjalli,
vestrænu frændurnir eigi þér
gleyma.
Richard Beck.
ATVIKAVÍSUR
SÓLSKIN SBLETTIR
Oft eg misti takið taums,
tæp er gisting víðast;
samt við listir l'ífs og glaums,
lifi’ eg fyrst og síðast.
Á PICNIC
Þó að Art’s sé óþjál drós,
er það vart að meini:
Eðlis bjart hans brennur ljós,
bezt í hjartans leyni!
Smb. Mt. 5: 27-32.
KYRSTÖÐUR
Vanans standa fipuð flón,
fölsk eru handa-verkin.
Látum andann öðlast sjón,
yfir landamerkin.
Pálmi.