Lögberg - 17.10.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946
Íslenzk þjóðrækni
Tveimur nýjum deildum hefir
verið bætt við Þjóðræknisfélag-
ið, nú nýlega.
Kannske (þá ekki úr vegi að
spyrja sjálfa sig: hversvegna að
vera að útbreiða þjóðræknis-
staifsemina. Einfaldasta svarið,
að benda á, að ef Þjóðræknisfé-
lagið á að liifa, verður það að
vaxa. Það er svo bágt að standa
í stað, það er ekki einungis bágt,
það er ómögulegt. Það ér engin
kyrstaða til því annaðhvort fer
manni og félagsheildum aftur
eða fram. Framförin er líf en
afturförin dauði. Já, en því þarf
Þjóðræknisfélagið endilega að
lifa, er þess annars nokkur þörf.
Þannig spyrja ýmsir og sumir
þeirra svara því neitandi. Þeir
fulllyrða meir að segja, að öll slík
þjóðræknisstarfsemi vissra þjóð-
brota, sé til óheilla fyrir Banda-
ríkin og Canada. Þessi þjóðbrot
eigi að renna saman í eina heild,
sem allra fyrst og gleyma ætt
sinni og erfðakenning. Já, en inn
í hvað eiga þau a,ð renna, einkum
hér í Canada?
Landið er að vísu ágætt, með
óvenju'lega góð framtíðar skil-
yrði, en það er ennþá ungt og
á sér litla sögu.
Quebec á sér fransk-fcaþólska
menningu, sem ex* að vísu notok-
uð einhæf og gamaldags. Ontario
og austurfylkin búa við innflutta
enska menningu, sem virðist líka
nokkuð stirðnuð, og stígur naum-
ast í takt við framförina heima
á Bretlandi.
Nú gætu sjálfsagt þjóðbrotin í
Vesturlandinu reynt að tileinka
sér aðrahvora þessa menningu;
eg segi, reynt, því eg er nú ekki
. svo alveg viss um, að þetta yrði
nema mislukkuð tilraun. Menn
og þjóðir geta nefnilega ekki af-
klæðst sinni þjóðmenningu svo
auðveld'lega á fáum árum og
kannske heldur ekki á fáum öld-
um.
Áður en lengra er farið væri
kannske bezt að gera sér grein
fyrir því, hvað menning er og
skilgreina hana.
Eg ætla að leyfa mér að tilfæra
orðrétt umsögn eins af beztu
sagnfræðingum Breta um menn-
ingu og framfarir: —
“Truly great advances in the
progress of civilization are based
on something far deeper than
logic or reason. This basic
quality is inherent in the very
heart of mankind. It is bodied
in a collection of memories and
intense desire to retain these
memories. The ohief means
through which they are handed
down from generation to genera-
tion are tradition and literature.
They reflect the life of all times
and enshrine past glories in the
heart of the present age.
By Brown Landone in the
Civilization and Art., Vol. IV,
page 16.
Þýðing:—“Vissulega er menn-
ingarþroski þjóðanna grurudvall-
aður á einhverju djúpstæðara en
skynsemi og rökfærslu. Rótin
geymist í sjálfu hjarta mann-
kynsins. Það er innifalið í end-
urminningunum og lönguninni
að varðveita þær minningar.
Aðallega eru þær verndaðar frá
kyni til kyns með æfisögnum og
bókmentum (þjóðanna). Þær
uppljóma fortíðina og forna
frægð í hjarta lifandi lýða.”
Eðlilega á hin unga canadiska
þjóð fáar endurminningar um
glæsilega fortíð og enn sem kom-
ið er hefir ihún verið altof önn-
um kafin, við að nema og rækta
landið, til að gefa sig mjög að
bókmentum og naumast um
þjóðleg fræði að ræða þótt vott-
ur til hennar sé nú rétt að byrja
að þróast í jarðvegi hins unga
lýðveldis. Flestir líta svo á, sem
annars hafa nokkuð verulega um
málið hugsað, að þessi sjálfstæða
þjóðmenning eigi að vera þjóðleg
og spretta upp af samruna þeirra
menningarverðmæta, sem hinir
mismunandi þjóðflokkar fluttu
til landsins. Auðvitað tekur
það nokkurn tíma, að mynda
þann samruna en hin uppvaxandi
menning verður því fjölbreyttari
og þroskavænlegri því fleiri
frjófgandi straumar sem falla frá
uppsprettum fleiri þjóðmenninga
um andans akurdendi þessarar
ungu en bráðþroska þjóðar. Þá
verður 'líka hin upprennanidi
canadiska menning sérstæð og
þjóðleg, með tímanum, en ekki
bara bleikur og rótslitinn viðar-
teinungur frá brezkum eða
frönskum stofni.
Ótal dæmi, úr sögu þjóðanna,
sýnir að samruna menning er
æfinlega heilladrýgst á hamingju
vegi þeirra.
Hin brezka menning sjálf er
gott idæmi um það. í elztu fyrnd
sögualdarinnar bygðu Keltar
Bretlandseyjar og áttu sína
menningu sem var að .mörgu
merkileg en einhæf samt. Síðar
komu innrásirnar ein af annari:
Rómverja, Dana, Saxa og að lok-
um hinna frönsku-mælandi
Normandkr-búa. Hver og ein af
þessum innrásar þjóðum juku
nokkuð við hina frumstæðu
Drúiða menning, og einmitt þess-
vegna urðu Bretar slíkir forvígis-
menn í andlegri og stjórnarfars-
legri þroska-sögu Vestunlanda.
Við íslendingar fluttum með
okkur bæði aldna og unga þjóð-
menningu. Þá þjóðmenningu
viljum við leggja á borð með oikk-
ur í landnáminu nýja, og það má
vera merkileg blindni, sem neit-
ar því að elzta lýðveldisþjóðin í
Vesturlandinu geti ekkert borið
á borð með sér hér í álfu.
Ung þjóð getur lært mikið af
hinni löngu, stríðu en sigursælu
lífs og frelsisbaráttu íslenzku
þjóðarinnar. Jón Sigurðsson, og
enda fleiri fðrsvarsmenn íslend-
inga gætu og ættu að verða öll-
um heiminum til fyrirmyndar.
Samvinnuhreyfingin gæti orðið
ókkur til leiðbeiningar, því í
henni eru hinar amerísku þjóðir
næsta fákunnandi.. Hin stór-
merkilega vakning, sem orðið
hefir heima, bæði í andlegum og
verklegum efnum, gæti og ætti
að 'hvetja aðrar og stærri þjóðir
til ennþá stærri afreka á sam-
vinnu grundvelli. Vorar fornu
bókmentir varpa ljósi á fortíðar-
líf og menningu, ekki einungis
Skandinava heldur og einnig íra
og Breta, á líf og menningu
frumfeðra a'llra hinna norrænu
og vestrænu þjóða. Tæpast gæt-
um við gert Canada og enda
Bandaríkjunum meira gagn en
með því að kynna þeim vora ætt-
rænu menningu og flytja lífs-
magn hennar inn í hina ame-
rísku þjóðlífsstrauma.
Það hefir líka sýnt sig, svo
ekki verður hrakið, að þá lögðu
íslendingar til mannval mest til
uppbyggingar í Vesturálfu, þeg-
ar unglingarnir voru upaldir við
aringlæður vorrar arfateknu
menningar. Hér um bil a'Ilir
hinna ágætustu íslendinga í
Ameríku, voru uppaldir á hinum
íslenzkustu heimilum í hinum
íslenzkustu sveitum á landnáms-
öldinni. Þeir sköruðu þá mest
fram úr öðrum í skólunuim og
þeir hafa síðan skarað mest fram
úr öðrum í lífinu.
Þessvegna ber okur að fagna
þegar nýjar deildir í Þjóðræknis-
félaginu eru stofnsettar eins og
nú varð á Lundar og Hayland.
H. E. Johnson.
Kosning í Pontiac
Það kom eins og þruma úr
ueiðskíru lotti að Social Credit
umsækjandinn hefði unnið auka-
kosninguna í Pontiac-kjördæm-
inu í Quebec, 16. septertíber síð-
astiiðinn. Þetta kom svo íiatt
upp á fólk vegna þess að blöðin
sýnast fylgja þeirri stefnu að
flytja sem allra minstar fréttir
um Social Credit.
Liberal kandídatinn vann kosn-
inguna 1945 með 7,000 atkvæða
meirihluta. I þetta sinn hafði
riocial Credit um 1,000 meiri-
hluta, eftir síðustu fréttum. Sá
sem sótti var ungur maður, að-
eins 29 ára gamall, en afbragðs
vel máli farinn.
Social Credit sinnar í Qubec
nafa verið að búa sig undir kosn-
ingar í sjö síðastiiðin ár, og ur-
slitin voru ekki undraverð hjá
þeim, sem voru þess meðvitandi.
Réal Caouette sótti um síðustu
kosningu í Quebec (1945) og fékk
6,000 atkvæði, en nú bætti hann
við sig yfir 4,000 atkvæðum, —
nóg til að bera sigur úr býtum.
Biöðin yfirleitt gera sér mikið
far um að skýra þetta svo það
líti ekki of illa út fyrir gömlu
flokkana. Sumir halda því fram
að það hafi verið maðurinn en
ekki stefnan, sem vann kosning-
una. Aðrir segja að það hafi ver-
ið “protest vote”. En þessir 10,-
000 kjósendur höfðu þó tækifæri
til að greiða atkvæði með C.C.F.
eða kommúnis.tum, en gjörðu það
ekki. C.C.F. fékk aðeins yfir
1700 atkvæði og kommúnistar
eitthvað yfir 400.
Sannleikurinn er að kjósendur
í Quebec hafa gert sér far um
að kynna sér Social Credit stefn-
una, og það getur ávo farið að
þessfr 10,000 kjósendur greiði
aldrei aftur atkvæði með gömlu
flokkunum. Þar að auki er mjög
líklegt að fleiri sæti í Quebec
fard með tímanum á sömu leið —
og ekki einungis í Quebec, held-
ur í ölllum hinum fylkjunum.
Salóme Halldórson.
Fred Landis þingmaður í full-
trúadeild Banidaríkjaþings, þótti
snemma mikill ræðumaður. Eitt
sinn var hann beðinn um að af-
hjúpa minnismerki yfir Abra-
ham Lincoln og hóf ræðu sína
við það tækifæri með þessum
orðum:
“Abraham Lincoln — þessi dul-
arfulli geimur stjarna og dimmra
skýja”. Setningþessi vakti miikla
hrifningu áheyrenda.
Er Landis hafði lokið ræðu
sinni, endurtók einn kunntngja
hans setninguna og spurði hvað
hún ætti eiginlega að þýða.
Ladis svariaði: “Sannast að
segja veit eg það ekki, en það
bregst ekki, að hún veki hrifn-
ingu.”
Auk Bandaríkjanna, hafa níu
'lönd gefið út frímerki til minn-
ingar um Franklin D. Roosevelt.
Pappírs hnífur
1946 gerð
pví nær allar pantanir, sem
oss berast að morgni eru á
leið til viðskiptavina sama
daginn. HRAÐI er kjörorð
EATON’S póstpantana. Jafn-
vel tíminn til þess að opna
póstinn hetir verið styttur
með sjálfvhkum bréfaopnara.
Aðferðir sem þessi flýta af-
greiðslu og spara yður jafn-
framt pejninga.
^T. EATON
WINNIPEG CANADA
EATONS
ORÐSENDING
TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI:
Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir
júnílok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur-
inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent i pðstávisun.
BJÖRN QUÐMUNDSSON,
Reynimel 52, Reykjavtlc.
Hugsað (ram!
Látitu hreinsa öll fötin, sem
þú þarft að láta heins í
haust — NÚNA . . .
Ágætisverk
Hagnýttu þér tækifærið til
spamaðar með 'því að vitja
fata þinna í búðina sem
næst þér er.
Búðir okkar eru nú opnar
frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h.
Perth’s
888 SARGENT AVE.
Verzlunarmennlun!
Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf-
ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks,
krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem
völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól-
arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn-
um og konum fer mjög vaxandi.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra
hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn-
lega eða bréflega, varðandi námskeið við
helztu verzlunarskóla borgarinnar.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG
Business and Professional Cards
OCTOBER SPECIAL ! !
All photos taken on approval with no obligation
— 4 Poses To Choose From —
SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinimenl
(JN I VCKSAL STUDICS
292 KENNEDY ST. (Jusi Norih of Poriage) — Phone 95 653
WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talslmi 95 826 HeimiUs 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOingur < augna, eyma, nef
og kverka sjúkdóm.um.
704 McARTHUR BUILDING
Cor. Portage & Maln
Stofutimi: 2.00 tll 5.00 e. h.
nema á laugardögum.
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur ( augno-, eyma,
nef og hálssjúkdómum.
416 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasími 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaö meöul og
annaÖ meö póstl.
Fljót afgrreiösla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annEist um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
' Skrifstofu talsiml 27 324
Heimills talsími 26 444
Phone 97 291 Eve. 26 002
J. DAVIDSON
Real Estate, Financial
and Insurance
ARGUE BROS. LIMITED
Lombard Bldg., Winnipeg
Phone 31 400
Electrlcal Appllances and
Radio Service
Furniture and Repalrs
Morrison Electric
674 SARGENT AVE.
DPINCC/Í
MESSENG ER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smeerri Ibúðum,
og húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Simi 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
Wlnnlpeg, Canada
Phone 49 469
Radio Servlce Speciaiists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON. Prop.
The most up-to-d&te Sound
Equlpment System.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man, Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227
Wholesals Distributors of
FRE8H AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla I helldsölu með nýjan og
froslnn fisk.
303 OWENA STREET
Skrlfat.rtml 25 355 Heima 66 4(3
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsimi 30 877
Vlðtalstími 3—5 eftlr hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Phone Rea Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDO.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDG
Phone 97 329
Dr. Charles R. Oke
Tannlatknir
For Appointments Phone 94 908
Offlce Hours 9—(
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
For Quick Reliable Service
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Ledgja hús. Út-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrceOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BO.
Portage og Garry St.
Siml 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
60 VICTORIA ST„ WINNIPEO
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDBOH
Tour patronage will be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distrlbutors of Fr<»h
and Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREBT
Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917
H H A G B 0 R G FUEL CO. H
•
Dial 21 331 (C.F.L. ii3J1 No. 11) 21 331