Lögberg - 24.10.1946, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946
Vestur-ísleozku
heiðursgestirnir
kveðja Akureyri
Róma jegurð bæjar og héraðs—
þakka ástúðlegar móttökur.
Vestur-íslenzku heiðurstgest-
irnir, Grettir Jóhannsson, ræðis-
maður, og frú hans, Einar Páil
Jónsson, ritstj., og frú hans, og
Stefán Einarsson. ritstj., og frú
hans, hafa nú kvatt bæinn og
héraðið. — Grettir er farinn
vestur í Húnavatnssýslu, til
æskustöðva foreldra sinna, Ein-
ar Páll lagður af stað austur á
Jökuldal, þar sem heimkynni
hans voru, en Stefán Einarsson
floginn suður um fjöll, til Horna-
fjarðar, en þaðan er hann ættað-
ur.
Meðan þeir dvöldu hér í bæn-
um sátu þeir veizlu Þjóðræknis-
félagsins hér, s.l. fimmtudag, fóru
í boði bæjarins austur um sveit-
ir og sátu boð bæjarstjómar-
innar. Þá ihafa þeir skoðað bæ-
inn og nágrenni hans, heimsótt
fjölda bæjarbúa og hvarvetna átt
að mæta mikilli gestrisni og ást-
uð, að því er þeir sögðu blaðinu
við brottförina.
Grettir Jóhannsson bað blaðið
færa öllum vinum þeirra hjóna
hér kærar þakkir fyrir ógleyman-
legar móttökur. Kvað hann þau
lengi mimdu muna þessa för
norður hingað. Stefán Einars-
son og kona hans, sögðu, að nógu
sterk orð væru ekki til, til þess
að lýsa móttökunum og þakka
alla vinsemd sem þeim hefði
verið sýnd. Stefán hefir ekki
komið til íslands í 42 ár, og hvor-
ugt þeirra hjóna hafði áður kom-
ið ti'l Norðurlandsins. Kváðu þau
fegurð Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar mundu verða þeim ó-
gleymanlega.
Einar Páll Jónsson og frú hans
báru bæ og héraði vel söguna. —
Einar Páll sagði m. a.: Eg kom
á skipi hingað til Akureyrar fyr-
ir 38 árum, á leið til heimkynna
minna á Jökuldalsheiði Það
sem eg vissi um Akureyri þá, var
einkum það, sem frænka min úr
Jökuldal, sem gekk á kvenna-
skólann á Laugalandi, sagði mér.
Hún ihafði orðið sérstaklega hrif-
in af tveimur f jöllum, sem blöstu
við Laugalandi, Kaldbak og Súl-
um. Hún sagði mér líka, að aldr-
ei mundi hún gleyma því hvað
frú Valgerður, sem var forstöðu-
kana Laugalandsskólans hefði
verið sér og námsmeyjunum ást-
rík móðir. Kvennaskólinn á
Laugalandi hefir flutt út í af-
skekktustu byggðir íslands holla
menningu og sett nýjan, glæsi-
legan svip á mörg sveitaheimili.
— Lýsingarnar á Laugalandi og
hinu fagra umhverfi — Polhnum,
Vaðlaheiðinni og háfjöllunum —
eru mér í minni og reynzlan hef-
ir aðeins fegrað þær.
í hugum flestra renna Akur-
eyri og Matthías saman í eitt. Ef
til vill er það hinu dásamlega
umhverfi hér að þakka að ein-
hverju leyti, að Matthías varð
öndvegisskáld þjóðarinnar. Og
þetta hérað ól Kristján Júlíus,
eitt sérstæðasta og brosmildasta
skáld í okkar samtíð.
Akureyri var 'lítill bær, er eg
sá hana fyrst, en nú er þessi bær
orðinn merkileg borg, á íslenzk-
an mælikvarða. Við hjónin höf-
um séð sum hinna myndarlegu
atrvinnufyrirtækja ykkar, og við
höfum notið höfðinglegrar gest-
risni ráðamanna bæjarins og
bæjarbúa almennt. Dagamir hér
verða okkur ógleymanlegir. Við
þökkum hjartanlega móttökurn-
ar og hlýhuginn, sem hvarvetna
'mætir okkur. —
Þetta sagði skáldið Einar Páll
Jónsson og margt fleira skemmii-
legt. Dagur fullvissar Vestur-
ís'lenzku gestina um það, að þeir
hafa verið góðir og kærkomnir
gestir, og beztu ámaðaróskir
fylgja þeim héðan og hinu merki-
lega þjóðræknisstarfi, er þeir
hafa með höndum fyrir vestan
haf. Dagur. 29. ág.
Kvöld á Laugalandi
Það var fagurt um að litast,
er ibílar okkar boðsgestanna að
vestan runnu inn á Akureyri og
staðnæmdust úti fyrir hinu veg-
lega gistihúsi Kaupfélags Ey-
firðinga, þar sem okkur hafði
verið fyrirbúinn dvalarstaður.
En dvölin varð þó ekki 'löng að
sinni, því að innan hálfrar stund-
ar eða svo, var ekið inn að Laug-
alandi, hinu fornfræga höfðingja
og menntasetri, í heimboð itil
séra Benjamíns Kristjánssonar
og frú Jónínu, er flestir Vestur-
íslendingar kannast við af dvöl
þeirra vestan hafs. Séra Benja-
mín var fyrsti maðurinn er
hringdi í mig um Landssímann
eftir að til Reykjavíkur kom.
Það var ósegjanlegt ánægjuefni
að hitta þessi merku og ágætu
'hjón, er bundizt höfðu við okkur
sterkum vináttuböndum í Winni-
peg; Iþau fögnuðu okkur með
slíkri ástúð, en seint mun fyrn-
ast yfir. Séra Benjamín er fá-
gætur gáfumaður og afburða
snjall rithöfundur, en frú Jón-
ína, sál hússins, tíguleg í fram-
göngu og ástúðleg í fasi. Við
hjónin urðum þess skjótt á-
skynja, að við vorum komin að
heiman og heim. Mannfjöldi
mikill sat þetta virðulega gesta-
boð, og neyttu gestir ríkmann-
legrar og rammíslenzkrar mál-
tíðar í hinu fagra kvennaskóla-
húsi staðarins. Séra Benjamín
bauð gesti velkomna með snjallri
og áhrifamikilli ræðu, er fól í
sér brennandi þjóðræknishvöt
til íslendinga austan hafs og
vestan, varðandi hið andlega
samband milli stofnþjóðarinnar
og þjóðarbrotsins í vestri; fór
hann lofsam'legum orðum um
þjóðræknisstarfsemi Vestur- Is-
lendinnga og þakkaði þeim trún-
að þeirra við Island, íslenzka
tungu og aðrar dýrmætar menn-
ingarerfðir. Að lokinni ræðu
séra Benjamíns var hrópað fer-
falt húrra fyrir gestunum að
vestan og Vestur-íslendingum í
heild. Boð þetta hið virðulega
sat margt stórmenna, svo sem
vígslubiskup, séra Friðrik Rafn-
ar og frú, Björgvin Guðmunds-
son tónskáld og frú, séra Sigurð-
ur Stefánsson og frú, frú Ragn-
hildur Ásgeirsdóttir, kona Ófeigs
Ófeigssonar læknis, og Pétur
Sigurgeirsson, ásamt ýmsum
fleirum. Að loknum kvöldverði
var háldið aftur til heimilis
prestshjónanna, þar sem gestir
nutu veitinga enn á ný og
skemmtu sér við söng og sam-
tal fram um miðnætti. Eyja-
fjörður hefir löngum verið róm-
aður fyrir fegurð; hann var held-
ur engin undantekning í þetta
sinn; það var engu líkara en hann
tjaldaði sínu bezta. Við komu
okkar til höfuðstaðar Norður-
lands, var einnig engu líkara en
fegurð staðarins og ástúð fólks-
ins féllist í faðma.
Eftir að eg kom aftur ,til gisti-
hússins, rifjuðust upp í huga
mínum gamlar minningar um
Laugaland. Eg minntist þess þá,
að er eg var unglingur innan við
fermingu, höfðu ungar stúlkur
úr byggðarlagi mínu sótt þangað
menntun, og allar dáðu þær for-
stöðukonuna, frú Valgerði. Þá
vissi eg engin deili á frúnni, en
seinna fékk eg nokkura vitneskju
um uppruna hennar og göfugt
æfistarf. Hún vann sveitamenn-
ingu íslands ósegjanlegt gagn
með víðtækri fræðslustarfsemi
sinni; nafn hennar lifir lengi.
Matthías kvað Laugalandi
verðugt lof, og prestshjónin, sem
nú sitja staðinn, kveða því líka
maklegt lof með drengskap sín-
um og híbýlaprýði. Mig dreymdi
til Laugalands um nóttina;
kvölddýrðin þar hafði orðið mér
ógleymanleg; hinn andlegi styrk-
ur prestshjónanna hafði gagn-
tekið sál mína, og eg fann til
þess hve landið mitt, landið, sem
eg elska, er gæfusamt, að njóta
slíkra vökumanna, sem þau séra
Benjamín og frú Jónína í anda
og sannleika eru.
Eg mun seinna minnast ann-
ara prestsheimila, er við hjónin
höfum heimsótt, er góðu spá um
kristnimenningu stofnþjóðar
minnar.
Ánægjuefni mikið var okkur
hjónunum það. að hitta í þessu
yndislega kvöldboði, foreldra
séra Benjamíns, þau merkishjón-
in Kristján H. Benjamínsson á
Ytri-Tjörnum og hans elskuílegu
silfurlokkuðu frú.
Minningarorð
Kristjana Guðjinna' Jóhannson
F. 6. apr. 1860 — d. 3. sept. 1946
Það setti margan hljóðann, er
sú frétt barst út, að þessi merkis
kona væri látin. Hún lézt að
heimili sínu í Glenboro 3. sept.
s. 1., eftir stutta legu. Hún var
háöldruð og heilsa hennar um
tíma hafði staðið á völtum fæti,
og öllum var ljóst að vel gat ver-
ið allra veðra von, en vinir henn-
ar fjær og nær — og hún átti
þá marga — beygðu höfuð sitt
með lotningu, er ljósið slokkn-
aði, og þeir fréttu að hinn hreini
og grandvari lífsferill þessarar
mætu konu væri nú á enda.
Akureyri, 26. ágúst 1946.
Einar P. Jónsson.
—Kirkjubl., 2. sept.
Rödd úr vestri
Herra ritstjóri:
Til frekari útskýringar til-
kynningu Forseta okkar nefnd-
armanna hins fyrirhugaða gam-
almennahælis hé í Vancouver,
herra G. F. Gíslasonar, §em birt-
ist í íslenzku blöðunum fyrir
stuttu síðan, vil eg benda á að
aðál þrepskjölduimn sem virð-
ist hafa aftrað mörgum sem af
áhuga og einlægni hafa viljað
hrinda þessu nauðsynlega fyrir-
tæki áfram, hefur nú algjörlega
verið rutt úr vegi. Margir hafa
hikað sér við að binda sig óá-
kvarðaða eða jafnvel þvingandi
skilmála, ef tilboði Lútersku Syn-
odunnar undir umsjón Betel-
nefndarinnar væri samþykt.
Okkar erindreki til kirkjufél-
agsins komst að þeim samningi,
sem samþyktur var í einu hljóði,
að fjárstyrks tilboð þeirra, sem
nemur $10,000 væri algjörlega
laust við nokkra trúarbragða
skorðun, eða þvingun gagnvart
heimilinu. Gjört var ráð fyrir
á fundinum að ekki væri hyggi-
legt að kaupa eða byggja heim-
ili með minni höfuðstól en
$20,000. Þar af leiðandi verður
stjórnamefnd þessa fyrirhugaða
heimilis að vera búin að safna
og hafa á reiðum höndum $10,000
áður en hægt er að búast við að
Betel-nefndin afgreiði sinn hluta.
Við höfum nú sem stendur um
$3,000 í sjóði og áreiðanlegum
ioforðum til samans, og nokkuð
meira af óákveðnum loforðum.
Þegar þetta er ritað, stendur
nefndinni til boða mjög ákjósan
legt heimili, bæði hvað innsettn-
ingu og afstöðu snertir, nægilega
stórt fyrir 15 til 20 manns, sem
ekki er nauðsynlegt að lýsa nú
sem stendur á meðan ekki er til
nægilegt fé ti'l að gjöra neinn
kaupskilmála.
Margir bíða eftir inngöngu
og fleiri lifa í von um að elli-
heimili verði sem fyrst til reiðu
hér við vesturströndina.
“Volduga, víðlenda strönd!
Ó, hvað er yndislegt hjá þér.
Engin vill hreifa sig frá þér,
dúnmjúk og hlý er þín hönd.”
Það eru engin hnýflyrði spunn
in í þetta eða hin næstu erindi
kunningja míns, Jónasar Páls-
sonar, sem birtist í Heimskringlu
nú fyrir skömmu síðan. Maður-
inn sem ólst upp á Islandi við
brjóst þeirrar náttúrufegurðar
sem öll okkar skáld ljúka ein-
róma lofsorði á. Hann hefur
dvalið á ýmsum stöðum í Evr-
ópu og Norður Ameríku. Nú er
hann, að mig grunar, alráðinn
í því að eyða kveldstundum æf-
innar hér við ströndina sem blas-
ir við honum, “fögur með fjall-
krýndar brár,” og tel eg lítinn
efa á því að flest önnur íslands
börn muni hafa 'líka skoðun og
Jónas.
Komið nú fram allir vinir ís-
lenzkra öldunga, og sýnið fom-
aldar mannfélags drengskap.
Vancouver, 15. okt., 1946.
Fyrir hönd nefndarinnar.
H. J. Halldórson.
Hún var ein af frumherjum
Argyle bygðar, sém hafði borið
hita og þunga dagsins langa tíð.
Hér um slóðir hafði hún verið
62 ár. Hún var fædd og uppalin
í Kelduhverfí í N.-Þingeyjar-
sýs'lu; hún giftist þar fyrri manni
sínum, Jakobi Helgasyni, og kom
með honum vestur um haf, 1884.
Þau námu land 4 mílur suðvestur
frá Glenboro, innan takmarka
Argyle bygðar. Þar lézt maður
hennar á fyrsta árinu, en hún
bjó áfram með börnum sinum
á hinnu nýja óðali. Um þær
mundir fór til hennar sem ráðs-
maður, Theodór Jóhannson frá
Litlu Laugum í Reykjadal, þá
nýlega kominn að heiman; gift-
ust þau nokkrum árum síðar og
bjuggu þau þarna farsælu blóma
búi þar til 1920 að þau seldu og
brugðu búi, og fluttu til Glen-
boro. Þar dó hann 25. janúar
1935. Þau hjónin, Theodór og
Kristjana voru frábærri snyrti-
gáfu gædd. Heimili þeirra í
bygðinni var fyrirmyndar heim-
ili, íbúðarhúsið í öllu tilliti hið
vandaðasta og útihús að sama
skapi reisuleg og haganleg, en
það sem mest bar á var snyrti-
menska í umgengni allri, bæði
úti og inni, alt var í röð og reglu,
og ekkert sem sært gat augað,
og stakk mjög í stúf við það sem
maður oft sér, þar sem öllu ægir
saman, bæði úti og inni, og eng-
in regla er á. í Glenboro var
heimilið með sama brag snyrti-
mensku og siðmenningar.
Foreldrar Kristjönu voru:
Kristján Sigurðsson og kona
hans Kristín Kristjánsdóttir
Jónsson, og Guðrúnar Oddsdótt-
ur. Komu þau vestur með henni,
eða um þa ðleyti, dó hann hér
snemma á tíð. 5. des. 1890, en
Kristín dó 5. maí 1918, þá 89
ára gömul. Var hún merkis
kona og heilsteypt bæði til sálar
og líkama.
Systur Kristjönu voru þær:
Guðrún kona Sigmars Sigurjóns-
sonar bónda í Argyle-bygð, móð-
ir dr. Haraldar Sigmar og þeirra
systkina; og (2) Anna kona Jóns
Hjálmarssonar er lengi bjuggu í
Argyle, en síðar fluttust til
Kandahar, Sask.
Eg þekkti Kristjönu að meira
eða minna leyti í 54 ár, en þó
betur á seinni árum. Heimili
hennar var fyrsta heimili sem
eg kom á í Argyle bygð. í apríl
1892, áðum við þar fyrir mið-
degisverð er við fluttum suður
bygðina, og var þar gestrisni
og góðvild í ríkum mæli til okk-
ar alókunnugra; og á árunum
öllum sem síðan eru liðin sá eg
aldrei gestrisni hennar, góðvild
né höfðingskap bregðast nokkru
sinni. Að koma á heimili hennar
var sem maður væri kominn á
“Sólheima.” 1 húsi hennar var
svo bjart allstaðar, að það bar
aldrei skugga á neinstaðar, og
í húsi hennar rúmuðust allir,
allir.
Kristjana var fríð sýnum og
skörugleg á fæti; andlitið var
góðmannlegt og svipurinn
hreinn, augnaráðið djarflegt og
drengilegt; húsfreyja ágæt og
bezta móðir; hún var þjóðleg í
sinni og lagði gott til allra góðra
mála, bæði með orði og athöfn,
víðsýn og trú göfugustu hugsjón
trúarlífsins. Kirkju sína sótti
hún reglulega fram til þess síð-
asta. Hún ætlaði fólki allt hið
bezta, lagði aldrei öðrum mis-
jafnt til. Hún var iðjusöm alla
æfi, og lét sér nægja að sinna
síniim skyldustörfum, og ætlaðist
ti'l að aðrir gjörðu sh'kt hið sama.
1 sálu hennar átti Gróa á Leiti
engin ítök.
Kærleiksríkur alfaðir lífsins
var henni alla æfi ljós og leiðar-
stjarna, og líf hennar og dagfar
bar þess ljósan vott, að andleg
rótgróin stefna hennar og líf-
speki bar ríkulegan ávöxt. Eins
og sólin í himingeymnum er
lífgjafi jurtalífs og alls gróðurs
og gjörvalls jarðnesks lífs, svo
sannarlega er hin ósýnilega náð-
arsól sem ljómar á lífsins himni,
og skín í gegnum myrkur mann-
lífsins, lífgjafi í andlegum skiln-
ingi, gjörir lífið bjart og verndar
sál mannsins. Sú sál skein með
fullum krafti á lífsbraut hennar,
og verndaði sál hennar.
Böm hennar af fyrra hjóna-
bandi voru:
1. Kristin gift Snæbirni A.
Anderson, dáin 14. des. 1945.
2. Jakobína, gift S. J. Svein-
björnsson, Kandahar, Sask.
3. Kristján, bóndi í Peace Riv-
er héraðinu í Alberta, giftur El-
ínu Magnúsdóttur Guðlaugsonar.
4. Helgi, bóndi í sama héraði,
ógiftur.
Af síðara hjónabandi:
5. Anna, gift Albert Sveinson,
búa í Winnipeg.
6. Guðrún (ekkja), var gift
Halli A. Thorsteinson. Var bóndi
nálægt Glenboro, dáinn 24. feb.
1934. Hún hefur búið með móð-
ur sinni síðan faðir hennar dó,
og hefur með trú og dygð ann-
ast um móðir sína öll þessi ár.
Öll eru börnin vel gefin og
myndarleg, háttprúð og mann-
lunduð, enda voru þau alin upp
í kristilegu andrúmslofti sem
bezt getur verið.
Jarðarförin fór fram 6. sept.
frá iheimilinu fagra og friðsæla
og Isl. kirkjunni. Fjölskrúðug
blóm frá ættingjum og vinum
skrýddu kistuna, og margir gáfu
í blómasjóðinn til minningar
um hana.
Séra E. H. Fafnis jarðsöng
hana.
Hún hafði unnið langt dags-
verk trúlega, hún er nú horfin,
en minning hennar 'lifir.
G. J. Oleson.
THE
YMCA
Offers
BOYS,
YOUNG MEN
AND MEN
A Wide Variety of
PHYSICAL
SOCIAL
EDUCATIONAL
and
DEVOTIONAL
ACTIVITIES
At oeSiy Ioaaj caét
Kveðjuorð Vestur-
íslendingannas
Okkur lízt bezt á fólkið,
það er djarft og bjartsýnt
Nú er eg loksins búinn að finna
landið, sem eg leitaði að — Is-
land alfrjálst og fagurt, sagði
Einar Páll Jónsson skáld og rit-
stjóri Lögbergs, í hófi Þjóðrækn-
isfélagsins í SjáíLfstæðishúsrnu í
fyrrakvöld. Það var verið að
kveðja vestur-íslenzku gestina,
sem hér hafa verið um sex
viknna skeið, en iþeir bíða nú
eftir flugferð vestur um haf.
Gestir, sem voru , viðstaddir
kveðjuveizluna voru ekki í nein-
um vafa um að heimsóknin hef-
ur haft hin dýpstu áhrif á Vestur-
Islendingana, svo hjartnæm voru
kveðju- og þakkar. orð þeirra.
Ófeigur Ófeigsson læknir
stjórnaði veizlunni og aðalræð-
an var flutt af Magnúsi Jónssyni
prófessor. Svo fluttu þeir þakk-
arræður sínar, gestimir, Grettir
ræðismaður Jóhannsson, Stefán
Einarsson og Einar Páll Jónsson.
“Landið er fegurra en það var,”
sagði Einar Páll, “af því að frels-
ið skapar frjálsmanhlega svipi.”
Og lofsyrði hinna tveggja voru
engu minni. •
Tíðindamaður blaðsins spurði
gestina 'hvað þeim hefði litizt
bezf á hér heima, og svör þeirra
eru athyglisverð. “Méy lízt bezt
á bjartsýnina í fólkinu,” svaraði
Grettir. “Það virðist vera öruggt
um framtíðina.” Og Einar Páll
svaraði: “Mér lízt bezt á fólkið
— það er kominn á það nýr og
djarfur svipur, það er eins og
lýðveldið hafi sett á það nýjan
svip.” Þegar kom að Stefáni að
svara, sagði hann: “Já, ef eg má
sfegja fyrst hvað mér lízt verst á,
þá er það, hvað þið borðið mikið
hér heima!” Þegar hann hafði
verið fullvissaður um, að það
hlyti að vera af því, að hann er
gestur okkar, svaraði hann fyrstu
spurningunni: “Mér lízt lang
bezt á unga fólkið.”
Ekki var hrifninngin minni
hjá eiginkonum gestanna. Kona
Grettis ræðismanns, sem er af
kanadiskum ættum, sagði, að Is-
lendingar væru framúrskarandi
kurteisir menn. “Eg hef stund-
um ætlað að þreifa um 'höfuð
mér til að athuga, hvort eg væri
ekki með kórónu, því að þið haf-
ið farið með mig alveg eins og
prinsessu!” sagði hún.
í gærkvöldi voru gestirnir í
boði Eimskipafélagsins, en sem
kunnugt er, áttu Vestur-lslend-
ingar mikinn þátt í stofnun þess,
þar á meðal t. d. Ásmundur P.
Jóhannsson faðir Grettis. Mun
svo ihinum sex vikna heimsókn-
artíma þeirra lokið, og bíða þeir
eftir flugferð vestur um haf.
Alþbl., 21. sept.
Ertu hræddur við að borða ?
Áttu við að stríða meltingarleysl,
belglng og nábít?
pað er ðþarfl fyrir-þig að láta
slikt kvelja þig. Páðu þér New
Discóvery “GOI.DEN STOMACH
TÖFLUH.” 360 töflur duga I 90
dagá og kosta $5.00; 120 duga I
30 daga, $2.00; 55 I 14 daga og
kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa
d6S — fæst I öllum lyfjabúðum.