Lögberg


Lögberg - 24.10.1946, Qupperneq 4

Lögberg - 24.10.1946, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946 ---------l.ost)£rs-------------------- OeflO út hvern firatudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f'.argent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Raddir íslands Bergmál íslenzkra fjalla, brimgnýr sjávar og hrynjandi íslenzkra fossa, hafa knúð fram úr hörpu íslenzkrar þjóðsálar sterka strengleika, sem eigi aðeins hafa skemmt íbúum landsins frá útsæ til innheiða, heldur örfað þjóðina til framtaks og mikilla nytjaverka; þjóðin hefir fundið sjálfa sig — í tónum; ekki aðeins í draumrænum moll-tónum, eins og lengi vel brann við, heldur sterkum og eggjandi vökutónum; íslenzka þjóð- in hefir kvatt sér hljóðs á vettvangi tón- listarinnar, og þar sem annarsstaðar, tekið risavöxnum framförum: í þessum efnum er mikilvæg nýsköpun að verki, á tungu, sem allir skilja. — Það vakti að vonum almenna hrifn- ingu meðal íslendinga vestan hafs, er hljóðbært var um, að Karlakór Reykja- víkur væri væntanlegur í söngför um helztu borgir þessarar álfu; raddir ís- lands finna jafnan viðkvæman hljóm- grunn í vitundarlífi vor Vestmanna, þótt færri séu en þær, sem innan tiltölulega skamms tíma nú láta til sín heyra í þessari borg, þar sem fleiri íslendingar eiga búsetu en í nokkurri annari borg utan takmarka íslands. Öldum saman var það bókmenning íslendinga, sem í raun og veru hélt líf- inu í þjóðinni þegar harðast svarf að og mest reyndi á þolrif; baðstofu- eða kvöldvökumenningin reyndist löngum hinn heilladrjúgi sáttasemjari, og enn er það bókmenningin, er setur sinn sér- stæða svip á þjóðfélagið; en nú eru bæk- urnar ekki framar einar um hituna; aðrir ávextir vaknandi þjóðsálar eru óðum að ryðja sér til rúms, svo sem hin öra og íhyglisverða nýsköpun á vett- vangi hljómlistarinnar; nú sættir þjóðin sig ekki við smálög ein, þótt mörg þeirra væri og séu undur falleg; eitthvað stærra og veigameira þurfti að skapa; og nú er verið að skapa óratóríur, hljóm- kviður og jafnvel óperur, og hefir Sig- urður Þórðarson söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur, varðandi hið síðastnefnda form vaknandi listar á íslandi, riðið manna fyrstur á vaðið. í öndverðum yfirstandandi mánuði, kom Karlakór Reykjavíkur, eins og gert hafði verið ráð fyrir, vestur um haf, og hafði í lok fyrri viku, sungið í níu stór- borgum sunnan landamæranna við geisiaðsókn og mikla hrifningu; blaða- dómar eru að vísu enn eigi við hendi, þótt þeirra sé senn von vegna ráðstaf- ana, er Lögberg þegar tók í þá átt, um það leyti, sem söngflokkurinn kom vest- ur; en góðkunningja vorum Davíð Björnssyni bóksala, barst á mánudag- inn bréf frá öðrum einsöngvara karla- kórsins, hr. Guðmundi Jónssyni, þar sem skýrt er frá þeim ágætu viðtökum, sem flokkurinn þegar hefir hlotið, og sem telja má víst að endurtaki sig fram að leiðarlokum. Lögberg kann Davíð bók- sala beztu þakkir fyrir að veita því að- gang að áminstu bréfi og þeim upplýs- ingum, sem það hafði að geyma varð- andi söngflokkinn. Blóðið rennur til skyldunnar, segir gamalt og sígilt orðtak; enda væri alt annað óhugsandi; alt það, sem með ein- hverjum hætti eykur á veg íslands, verður oss Vestmönnum að sjálfsögðu óumræðilegt fagnaðarefni; vér finnum þá skýrar til skyldleikans og sígildis sameiginlegra erfða; við þetta eigum vér að verða betri menn og meiri, styrk- ari í rás og einbeittari í átökum gagn- vart viðhaldi þeirra helgidóma, er land- nemar vorir fluttu með sér af íslandi og fólu oss til dyggilegrar og karlmann- legrar forsjár; trúnaðurinn eykur á manngildið, en sinnuleysið rænir menn fjöðrum. — Og nú fer að líða að þeim tíma, er Karlakór Reykjavíkur kemur hingað til borgarinnar, og íslendingar hér um slóðir eru farnir að telja dagana; söng- flokkurinn syngur í Civic Auditorium þann 18. og 19. nóvember, eins og þegar hefir verið skýrt frá. Sala aðgöngumiða hefst þann 25. þ. m.. og getur utanbæj- arfólk sent pantanir að þeim á skrifstofu Celebrity Concert umboðsmanns, sem hefir skrifstofu sína í verzlunarbygg- ingu Winnipeg Piano Company Limited, 383 Portage Avenue, Winnipeg. En með því að aðgöngumiðar að fyrra söng- kveldinu munu vera uppseldir, verður því einkum um sölu aðgöngumiða að ræða að hinu síðara söngkveldi, þann 19. nóvember; þess skal getið til frekari glöggvunar, að með Lögbergi í vikunni sem leið barst kaupendum blaðsins um- burðarbréf varðandi starfsemi söng- flokksins og söngskrá hans, auk þess sem nú er birt hér í blaðinu verð að- göngumiða.— ísland er land sérstæðrar fornmenn- ingar, en það er líka land hinnar undra- verðustu nýmenningar; söngmenning íslenzku þjóðarinnar er enn tiltölulega ung; engu að síður er hún á öru þróun- arskeiði, og bendir til glæsilegs land- náms í ríki söngvanna. íslendingar eru alt af að nema lönd, ný lönd heima fyrir og ný lönd út á við eins og söng- og sigurför Karlakórs Reykjavíkur um Norður-Ameríku ber svo glögg merki um. Að kvöldi þess 19. nóvember safnast að sjálfsögðu allir íslendingar, sem vetlingi geta valdið, saman í Civic Auditorium, til þess að hlusta á raddir íslands, raddir pjóðarinnar, sem hrist hefir af sér hlekki og tekið sér virðu- legan sess meðal lýðfrjálsra forustu- þjóða. “ísland var ætíð þitt draumaland” (Erindi þetta var flutt á Akureyri 23. ágúst, 1946, yfir borðum á Akureyri, þar sem sátu í boði bæjarstjórnarinnar þeir Grettir Ásmundsson ræðismaður, Einar Páll Jónsson, ritstjóri, Stefán Einarsson ritstjóri og konur þeirra.). Heiðruðu vestrænu gestir! Fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar býð eg ykkur velkomin hingað. Skáldið Magnús Stefánsson, sem skrifaði undir rithöfundarnafninu Örn Arnarson, segir í ljóðabréfi til Guttorms skálds Guttormssonar: “í torfbæjum öreiga æska spann óskanna gullinþráð og orti sér æfintýri, sem aldrei var sagt né skráð. Við bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtíðarströnd Með hendur á hlunni og orfi vann hugurinn ríki og lönd.” Meginhluti íslenzkra æskumanna eins og raunar öll þjóðin hafði um marg- ar aldir verið öreigar. Og óskanna gull- in þráður var aðeins spunninn í hugar- heimum. En við týruna í torfkofunum skapaði þjóðin sína hugarheima. Þar voru skráðar, sagðar og lesnar sögur og æfintýri. Þar voru rímur kveðnar og þar voru kvæði ort. Þarna var undin, ofin og varðveitt líftaug þjóðarinnar um margar dimmar aldir. Þar við aringlæð- urnar lifði sá neisti, sem aldrei dó. Þarna við bjarma blaktandi týru sáu æskumenn íslands í gegnum veggi kof- anna, gegn um holt og hæðir og eygðu í fjarlægð blómskrýddar strendur æfin- týralanda og hugarheima. í hugarheim- um æfintýranna, er gerðust í órafjar- lægð, og voru jafnvel óbundin tíma og rúmi, urðu þeir sjálfir hetjur. Hann varð kóngssonurinn í æfintýrinu, en hún kóngsdóttirin. óskaklæðið bar þau yfir höf og lönd. Óskaklæðið, sem var skáld- sýn í margar aldir hér á landi og raunar víða um heim, en er nú orðið að virki- leika. Þetta er eitt hinna mörgu dæma um það, hvað óskir manna geta orðið sterkar og magnað mannvitið svo, að fjarstæðustu óskir, sem sýnast vera, geta orðið raunveruleiki. Líftaug þjóðarinnar hefir verið mál hennar og bókmentir. Ef þessi taug hefði nokkru sinni slitnað, þá hefði þjóðin dáið út, og þá væri ísland nú að- eins verstöð annarra þjóða. Frá þeim tíma, sem þjóðin gekk er- lendu valdi á hönd, þá varð hún eftir því sem aldir liðu einlægt fátækari og fátækari, þar til svo var komið eins og kunnugt er, að Danir ræddu í alvöru, að flytja leifar hennar á heiðar Vestur- Jótlands, þar, sem þeir í þann tíð töldu þó óbyggilegar þeirra eigin löndum. Vormeiin Islands, sem oft hafa verið kallaðir bráutryðjendur þjóðarinnar á 18. og 19. öld, blésu lífi í neistana, er aldrei höfðu kulnað til fullnustu í arni hinnar fátæku íslenzku þjóðar. En ísar, eldgos og drepsóttir á- sóttu sem fyrr hið fátæka og varnarlitla þjóðfélag. Dyngju- fjöll spúðu éldi og eimyrju yfir Austurland 1875. Mislingar deyddu um 2000 manna árið 1882. Isar fyltu firði og flóa 1881 og 1882, og yfirhöfuð var árferði slæmt hér á landi frá 1880-1890. En um þessar mundir er það, sem þjóðin, eða nokkur hluti hennar, eygir í vestrinu fram- tíðarströndina, þar sem Vínland fornsagnanna var. Að sjálfsögðu voru harðindi og fátækt höfuðorsök hins mikla mannstraums, sem á þessum tímum rann frá íslandi til Vest- urheims, en æfintýraþrá hefir þó sennilega ráðið talsvert hjá nokkrum útflytjendum. Árið 1888 'flutti einn af höfuð klerkum Vestur-íslendinga, séra Jón Bjarnason, fyrirlestur, sem hann kallaði: “ísland að blása upp.” Þessi fyrirlestur var prent- aður sama ár í Reykjavík. í þessum fyrirlestri lýsir séra Jón því, hvernig sveitir Islands séu að blása upp, jafnvel beztu sveitir landsins eins og Fljótsdal- ur eystra. En hann segir, að það sé ekki eingöngu landið, sem sé að blása upp, heldur kenni einn- ig uppblásturs hjá þjóðinni sjálfri í lífi hennar og athöfnum. Eg efast ekki um að séra Jón hefur haft mikið til síns máls, en svona prédikanir urðu auð- vitað til þess að veikja trú þjóðar- innar á sjálfa sig og land sitt. Þá eygðu menn enn ekki, að mögu- leifcar væru í því, að stöðva upp- blástur landsins og græða það að nýju. Hinn mikli fólksútflutningur frá íslandi til Ameríku var mik- il Móðtaka fyrir okkar örlitla þjóðfélag. Það -þurfti mikið til þess að bæta þjóðinni og land- inu þessa blóðtöku, og það er þess vert að athuga, hvað þjóð- in hefur fengið í staðinn. 1 gær- kveldi heyrði eg einn ræðumanna segja, að við hefðum fengið þessa blóðtöku að fullu bætta með þeim miklu og góðu áhrif- um, sem borizt höfðu hennar vegna, ifrá Vesturheimi til Is- lands. Ekki vil eg samþykkja þessa skoðun, svo mikil var þessi blóðtaka, svo mikið misst- um við af ágætu fólki vestur um haf. En mér er það þó fullljóst, að til íslands hafa borizt merki- leg og mikil menningarleg á- hrif frá hinu íslenzka þjóðbroti í Vesturheimi og meiri en menn almennt munu gefa gætur. Þetta atriði sögu okkar er enn lítið rannsakað mál, en er þess vert, að einhver menntamaðúr helg- aði sig því starfi, að rannsaka þetta ítarlega. Island er nú víðast hætt að blása upp. Nú er hafin mark- viss barátta gegn uppblæstrin- um. Nú er byrjað að girða fyrir sandfok og rækta upp sandana. Nú, þótt í smáum stíl sé, er farið klæða landið skógi. I dag hafið þið Vestmenn séð þess merki austan Fnjóskár. Þar sáu þið hið nýja ísland eins og það á að verða og mun verða. En vestan Fnjóskár, sérstaklega á jörðinni Skógum, sáu þið landið eins og það var að blása upp, þegar út- flutningarnir frá íslandi til Am- eríku voru mestir. Nafnið á jörð- inni segir frá því, hvernig sú jörð var, þegar hún var numin, en nú er þar skóglaust land og uppblásnir melar. En sá tími mun koma, að líka þessi jörð mun hera nafn með réttu, þegar me-lamir verða aftur skógivaxn- ir og þagtir gróðurmoldu. Islenzk æska er nú ekki leng- ur öreigaæska. Það má segja, að hún lifi nú í állsnægtum. Að því leyti er óskanna gullin þráður að verða henni veruleiki. All- margir, sem fluttu burt af ís- landi á útflutningsárunum, munu ekki sízt hafa gert það vegna barnanna sinna. Þeim hefur fundizt, að hérna heima, myndu þeir ekki geta hlúð nségilega að þeim eða búið þeim þá framtíð, sem hæfileikum þeirra eða vaxt- armöguLeikum væri samboðin. í framtíðarinnar landi, hinum nýja heimi, Ameríku, væntu þeir að meira gæti orðið úr börnum sínum, en á hinu fátæka Íslandi. Þetta var mikilvæg ástæða til bústaðaskiptanna, og útaf fyrir sig var næg til þess að réttlæta brottflutninginn frá ættlándinu. Því sjálfsagðasta hvöt og þrá allra foreldra er að gera sem mest til þess að tryggja framtíð barnna sinna. En íslenzk æska þarf nú ekki lengur að kvarta undan því, að lítið sé gert fyrir hana. Hún verður ekki kalvistir af þeirri ástæðu. íslenzka ríkið, bæja- og sveitafélög reisa fjölda skóila fyrir hana, og ungir ís- lenzkir námsmenn eru kostaðir til náms í háskólum og öðrum skólum vestur í Ameríku og í ýmsum löndum Evrópu. Það má segja, að íslenzk æska alist nú upp í gróðurhúsi eða að skjól- garðar séu hlaðnir umhverfis hana. Og nú eru það aðalá- hyggjuefni mán og margra ann- ara, sem fást við uppeldismál hér á landi, að skjólgarðarnir umhverfis æskumennina séu ef til vill of miklir og uppeldið í gróðurhúsunum geti orðið at- hugavert ekki síður en uppvöxt- urinn á berangrinum. Ef gat brotnar á þak gróðurhúss, þá þola jurtirnar, sem þar eru upp- aldar, illa frostnæðinngana að utan. Því kemur okkur alloft í hug: Er nútíðaræskan nægilega Vel undir lífið búin til þess að þola erfiðleika, ef harðnar í ári fyrir þjóðinni? Þolir hún þá eins mikið og berangurskynslóð- irnar? En vonandi þarf hún áldrei að þola eins mikið eins og þær þurftu að þola. Nú eru torfbæirnir, sem hver kynslóð varð að reisa yfir sig, að hverfa, og varanleg steinhús að koma í staðinn. Týran er breytt í rafljós. Móar og mýrar breyt- ast í tún, og skógar klæða aftur mela og móa. Nú talar þjóðin aldrei um fátækt sína og sjaldan um smæð sína eins og áður. Um aldamót var viðkvæði í umræð- um á mannfundjum: “Við erum svo fátækir og smiáir.” En nú viljum við sem mest dylja smæð okkar, og við viljum í öllu vera jafnsnjallir öðrum þjóðum. En ef til vill erum við stundum ekki ólíkir fermingardrengjum, sem í fyrsta skipti setja upp hálstau og telja sig nú í flokki fullorð- inna manna, er verða klaufa- legir og óeðlilegir. Eigið þið, Vestmenn, nokkurn þátt í þeim stórkostlegu breyt- ingum, sem orðið hafa hér á landi hina síðustu áratugi? Eg svara játandi. Þið hafið þar hjálpað okkur og sennilega meira en þið hafið nokkra hug- mynd um. Og til stuðnings þess- ari fullyrðingu minni vil eg nefna hjálp þá, sem þið veittuð okkur um stofnun Eimskipafélags Is- lands og hvatningnu og samhug í sjálfstæðisbaráttu okkar. Lík- lega hefur enginn atburður hér á landi orðið til þess að breyta meira þeim hugsunarhætti, sem lá á bak við orðin: “Við erum svo fátækir og smáir,” en stofn- un Eimskipafélags Islands. Þeg- ar hafizt var handa meðal lands- manna um söfnun hér í eitt milli- landa gufusfcip, þá var álitið, að þjóðin yrði að taka á öllum sín- um kröftum til þess að nægi- legt fé fengist í skip þetta. En söfnunin varð nóg til þess að kaupa tvö skip. í þessu máli studduð þið Vestur-íslendingar þjóðina með drengskap og dáð. Ykkar áhugi varð eins mikill, sem þeirra, er heima voru í land- inu og áttu að njóta 'hins nýja skips. Þið söfnuðuð miklu fé. Þessi tvö skip, sem fyrst voru keypt, gerðu okkur ómetanlegt gagn í heimsstyrjöldinni fyrri. Þau voru byrjun þess flota milli- landaskipa, sem við síðan höfum eignast og er tiltölulega stór bor- inn saman við fólksfjölda lands- ins. í fomöld voru Islendingar (mjikil isiglingaþjóð'. Þessvegna fundu þeir Ameríku. Þið, Vest- menn, hafið stutt okkur til þess að verða siglingaþjóð á nýjan leik. Um leið og hin fyrstu milli- landaskip okkar gerðu okkur meira sjá'lfbjarga en áður, þá urðu þau öflug stoð sjálfstæðis- baráttu okkar. Ef þessi happa- atburður: stofnun Eimskipafél- ags Islands og kaupin á skipun- um Goðafossi og Gullfossi hefði aldrei skeð, þá er tvísýnt, að Danir hefðu viðurkennt okkur sjálfstætt ríki 1918, og þá er óvíst að við hefðum haft kjark eða getu til þess að frásegja okkur seinustu merkjum útlendrar yf- irdrottnunar 1944. Þið, íslenzku Vestmenn, eigið þakkir of virð- ingu skilið fyrir allan þann stuðning, sem þið hafið jafnan sýnt okkur hér heima í baráttu okkar fyrir efnalegu og stjórn- arfarslegu sjálfstæði. Suðvestan- Mærinn hefur jafnan iborið til obkar hlýhug og fögnuð ykkar, þegar við höfum unnið sigra í sjálfstæðisbaráttu okkar og sér- staklega þó, þegar lokasigurinn var unninn 1944. Þá má segja, að íslenzk hjörtu slógu samstillt, hvort sem þau voru vestan eða austan Atlantshafs. Þá fundum við glöggt, sem heima sátum, að íslenzk þjóðarsál átti ekki ein- göngu heima á Islandi, heldur alls staðar þar, sem íslenzk tunga er töluð og rituð. Við fundum þá og vissum raunar fyrr, að and- legt veldi ísiands nær langt fyrir strendur þess. Þið, íslenzku Vestmenn, eruð útverðir Islands. Þið eruð and- legir landvinningamenn þess í ykfcar miklu heimsálfu. I þessu efni hefur ykkar starf verið ó- metanlegt. Ef rithöfundar ykkar hefðu ekki skrifað á íslenzku, hversu miklu fátækari væru þá ekki ibó'kmenntir okkar. Það hefði verið íslenzkum bó'kmennt- úm óbætanlegt tjón, ef Stephan G. Stephanson og önnur íslenzk skáld í Vesturheimi hefðu ort á ensku en ekki íslenzku. En merkilegasta starf ykkar Vestur-íslendinga í þágu þjóðar ykkar, er án efa blaðaútgáfa ykkar. Ritsjórar íslenzku blað- anna í Vesturheimi hafa stækk- að Island. Þeir hafa með blöð- unum samtengt hið dreifða ís- lenzka þjóðarbrot vestra. Þeir hafa með þeim lagt ómetanlegan skerf til þess að varðveita mál þjóðaribrotsins. Hin íslenzku blöð ykkar Vestmanna hafa frætt Vestur-íslendinga um það, sem gerðist í heimalandinu, og þau hafa verið höfuðtaugamar á milli Vestur- og Austur-Islend- inga. Þau hafa glætt og viðhald- ið áhuga ihins vestræna þjóðar- brots fyrir málefnum Islands, (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.