Lögberg


Lögberg - 24.10.1946, Qupperneq 5

Lögberg - 24.10.1946, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946 3 LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON \ SKÁLDKONAN Á AKUREYRI Eina konu á Akureyri langaði mig sérstaklega til að sjá; mér fanst eg eiginlega ekki geta far- ið þaðan án þess að hitta hana að máli og þakka henni fyrir þær mörgu ánægjustundir, sem eg hafði notið við lestur ritverka hennar, en það var Kristán Sig- fusdóttir skáldkona. Allir Vest- ur-íslendingar, sem fylgst hafa með því, sem bezt hefir verið ritað á íslandi þessa síðustu ára- tugi, munu kannast við hana. Aða'lritverk hennar eru: “Sög- ur úr sveitinni” og leikritin, “Tengdamamma”, “Árstíðirnar”, “Mjallhvít” og “Óskastundin”, og hafa öll verið leikin. Þar að auk hatfa birzt eftir hana í blöð- um og tímaritum, æskuminn- ingar og þættir um merka og sérkennilega menn. Margir hér höfðu mikla ánægju af að lesa ritgerð hennar, “Frúin á Grimd”, sem tekin var upp í kvennasíðu Lögbergs úr Stíganda, fyrir nokkrum mánuðum. Kristín skáldkona leitar að, og finnur það göfugasta í fari þeirra manna og kvenna, sem hún ritar um, og þessvegna hef- ir hún göfgandi áhrif á iesendur sína. Samúð ihennar veitir henni djúpa innsýn 'í sálarlíf þess fólks, sem hún er að lýsa. Eg spurði frk. Halldóru Bjarna- 'lendinga, fr. Halldóru Bjarna- dóttir, hvar eg gæti fundið frú Kristínu. Hún sagði mér að þær Kristín væru vinkonur og bauðst til að kynna mig henni, og þáði eg það með þökkum. Eina morg- un stund gafst okkur svo tími til að ganga á fund skáldkonunnar. I dyrunum mœtti okkur höfðing- leg kona og bauð okkur inn í stofu. Tíminn var naumur og eg bað hana að hafa ekki fyrir því að tframreiða góðgerðir, en hún var húsfreyja á sínu heimili og innan skamms vorum við seztar að borði og farnar að snæða, en satt uð segja man eg ekki hvað það var, eg var annars hugar, en það var eitthvað gott. Eg var að virða fyrir mér þessa gáfuðu íslenzku konu með djúpbláu aug- un og hugsa um hvað það væri merkilegt að þessi kona, sem lengst af hafði verið húsfreyja á sveitabæ í Eyjafirði og átt í mrklu annríki við búskapinn og uppeldi barna sinna, skyldi geta afkastað svona miklu á andlega sviðinu. Eg held eg hafi haít orð á þessu við hana. “Það var ekki fyr en börnin voru orðin nokkuð stálpuð, að eg byrjaði að skrifa,” sagði skáld- konan. “Börnin mín og börnin á nænliggjandi bæjum, tóku upp á því einn vetur, að skrifa lítið vikublað, sér til skemtunar. Þau voru lengi búin að biðja mig að skrifa eitthvað í blaðið sitt. Svo var það eitt (kvöld um veturinn, þegar heimilisfólkið var að að skemta sér við spil, að eg sett- ist við eldhúsborðið og byrjaði að skrifa. Það ver engu líkara en að stífla hefði verið tekin úr fljóti! Innibyrgð ritlöngun fékk útrás. Síðan hefi eg haldið á- fram að skrifa í tómstundum mínum.” “Fyrst í stað tfanst mörgum eg vera of bersögul í skrifum mínum,” bætti skáldkonan við og brosti ofurlítið. Síðan las hún, okkur til mik- illar ánægju, brot úr æskuminn- ingum sínum, sem hún var ný búin að skrifa, “Þegar prestur- inn kom.” Eg gerðist djörf og bað hana um söguna fyrir kvenn- asíðu Lögbergs, en hún hafði lofað öðrum sögunni. Eftir að eg kom suður til Reykjavi’kur, sendi hún mér eftirfarandi smá- sögu; hún hefir ekki verið prent- uð áður. Þessi saga og aðrar endurminningar munu verða birtar í heildarútgáfu ritverka hennar. Eg þakka Kristínu Sigfúsdótt- ur skáldkonu fyrir alúðlegar við- tökur og fyrir þann heiður að mlega birta þessa smásögu í kvennadálk Lögbergs. ♦ SÓLARUPPKOMA Vorið 1881 kom smaladrengur að Helgastöðum. Hann hét Jó- hann Jónsson og var alltaf kall- aður Jói. Hann var sonarsonur Jóhönnu þeirrar, er lengi bjó á Hrauni í Öxnadal og kvaðst á við Bólu-Hjálmar. Þótti hún vel hagmælt og skörungur mikill. Jóhann missti föður sinn í æsku og ólst upp á ýmsum stöðum. Hann var vel greindur að eðlis- fari, en hafði lítillar tilsagnar notið eins og þá var títt. Bók- hneigður var hann og las allt sem hann náði í af sögum og fræðibókum. Seinna var hann einn eða tvo vetur á alþýðuskóla, sem Guðmundur Hjaltason stjórnaði á Akureyri nokkur ár. Skömmu síðar fór hann úr sveit- inni og sá e ghann ekki eftir það. Þegar Jói kom um vorið, man eg bezt eftir fötunum, sem hann var 'í. Þau voru nýleg, úr gul- brúnum striga. Mér fundust þau svo fín og búðarleg, miklu fall* egri en vaðmálsfötin þeirra pahba og afa. Sparifötin hans voru úr svörtu vaðmáli, og bæði þröng og ermastutt. Líiklega hafa það verið fermingarfötin hans. Amma sagði, að það væri ekkert skjól í þessum fötum. Sjalfsagt hefir hún hugsað til þess, að koma upp öðrum hlýrri næsta vetur. Jói var geðgóður og glaðlyndur, dálítið stríðinn og tfljótur að koma fyrir sig orði, eins og margir, sem alist hafa upp á ýmsum stöðum. Eg hændist fljótt að Jóa, því hann kunni ógrynni af sögum, sem hann hafði heyrt og lesið og sagði mér þær þegar hann hafði tóm til. Ekki þótti fólkinu mínu þær allar við barna hæfi, en um það var eg ekki að fást. Ekki var mér grunlaust um að hann byggi til sumar sögurnar og hagmælt- ur mun hann hafa verið, þótt hann léti lítið á því bera. Bað hann mig oft að yrkja um sig og hló dátt, þegar eg reyndi að hnoða einhverju saman. Fyrir kom það, að Jói hafði gaman atf að segja mér ýmiskonar vit- leysu, til þess að reyna trúgirni mína. Sárnaði mér stundum í bili, þegar eg kornst að þessu, en það leið ekki á löngu, áður en eg var aftur farin að rellast um sögu. Það væri ekki undarlegt, þó að Jói hefði verið þreyttur á þessu stagli, en hann var aldrei óþolinmóður né önugur og mér þótti vænt um hann. Einn heiðríkan haustmorgun, þegar eg kom á fætur, var Jói að stinga hnausa, rétt við tún- garðinn, til þess að hlaða fyrir hey. Eg gekk þangað og horfði um stund, þar sem hann bylti hnaus- unum úr flaginu. Þetta var rétt um sólaruppkomuna. Forsælan var að færast upp túnið, og mig langaði til þess að tala um efni, sem eg hafði oft verið að brjóta heilan um að undanförnu. Jói hamaðist við vinnuna og leit ekki upp. Rétt í iþessu gægðist sólarrönd upp fyrir fjallsbrúnina, og geisl- arnir seildust beint inn í augun á mér. “Horfðu ekki svona í sólina, barn. Þú getur orðið blind af því,” sagði hann. “Ekki held eg það,” sagði eg drýgindalega. “Eg vildi bara að eg væri komin upp fjallið núna, til þess að eg gæti séð hana a'l- mennilega.” “Og þú sæir nú ekki sólina mikið betur, þó að þú værir kom- in upp á fjallsbrún núna.” Jói var alvarlegur þegar hann sagði þetta. Ekki sagðist eg trúa því. Þetta var það, sem eg hafði verið að hugsa um seinni hluta sumarsins, þessi leyndardómur sólarupp- komu og sólarlags. “Þú mátt nú trúa því,” sagði Jói, og alltaf var hann alvarleg- ur, “að þó að þú stæðir uppi 'hjá dagmálavörðunni núna, þá fynd- ist þér ekki þú vera nær sólunni.” Og svó sagði hann mér hvað sól- in væri langt út í geimnum, en eg hlustaði ekki á það, því að mér fannst það ótrúlegt. Og eg hljóp heim í einum spretti. Næst fór eg til afa míns. Hann var al- vörumaður og mundi segja mér eins og hann vissi réttast. Og það gerði hann. En það ætlaði ekki að ganga greitt, að koma þessari nýju heimsmynd inn í höfuðið á mér. Verst þótti mér að hugsa til þess, að aumingja jörðin bylt- ist áfram í geimnum með þess- um ofsahraða, og að þeir, sem sneru frá sólu, stæðu eiginlega á höfði í lausu lofti, með fæturna fasta við jörðina. Að þeir skyldu ekki fyrir löngu hafa sópast atf henni. Jói hafði þá sagt mér satt, og eg trúði honum ekki þá. Honum var fróðlieikurinn of heilagur, til þess að hafa hann í flimtingi. Þrjátíu árum síðar þekkti eg gamla konu. Hún var fáfróð en einlæg, og hún sagði eitt sinn við mig, að sér hefði oft dottið í hug, hvemig fara mundi, ef jörðin risi á rönd. Líklega mundu allir drukkna í sjónum. Hún hafði þá alla sína æfi hugs- að sér jörðina eins og flatköku, sem flyti ofan á sjónum, og lík- lega oft óttast að svona slys gæti komið fyrir. Ekki treysti eg mér til þess að koma 'henni í skilning um það litla, sem eg þóttist vita í þessu efni fram yfir hana. Eg lét mér nægja að segja: “Það kemur vonandi ekki fyr- ír.” Og það lét hún sér nægja og sagði: “Nei, það kemur vonandi ekki tfyrir.” En eg hálf fyrirvarð mig, þeg- ar eg hugsaði til Jóa, sem reyndi að miðla mér atf þekkingarmolum sínum, þegar eg var óvitabarn. Kristín Sigjúsdóttir. “ísland var ætíð þitt draumaland” (Frh. af hls. 4) bókmenntum þjóðarinnar og menningu. Þið íslenzku, vestrænu rit- stjórar; þið hafið manna bezt kynnt hinn íslenzka arin, hvar sem menn fæddir á íslandi eða af íslenzku bergi brotnir, hafa •lifað í ibyggðum Vesturheims. Eg efast ekki um, að þið ritstjór- ar Lögbergs og Heimskringlu, sem hér eru staddir, mynduð hafa unnið þjóðnýt störf hér heima, ef þið hefðuð aldrei flutt burtu af landinu. En eg hygg, að þið hafið bætt þjóðinni til fulls brottflutning ykkar, því að þið hafið með ritstjórn ykkar vestra unnið starf í þágu Is- lands og íslenzkrar þjóðarsálar, sem aldrei verður að verðleikum launað og aldrei ofmetið. Islenzk þjóð varð til, eins og kunnugt er, af tveim ættstofn- um, norrænum og keltneskum. Yfirmennirnir flestir voru nor- rænir, en mikið af verkafólki og sérstaklega þó þrælum keltn- eskt. Norrænt mál og menning sigraði í landinu, en var frjófguð af keltneskum áhrifum. Og lík- ega má þakka það þessum nor- ræna og keltneska samruna, að lókmenntir íslendinga stóðu um skeið framar að list og viti öðrum samtíðabókmenntum Evr- ópu. Þegar ánauð og oki var létt af íslendingum á síðari hluta 19. aldar, þá verða þeir fyrir áhrif- um frá Vesturheimi. Um marg- ar aldir hefur samband okkar stjórnfarslegt og menningarlegt verið að mestu bundið við eina Evrópuþjóð. Til okkar frá henni hafa borizt ýmsir* menningar- straumar, en einhæfir. En nú streyma til íslands menningar- straumar bæði úr austri og vestri. Frá þeim tíma, að Islendingar hófu byggð vestra á seinni hluta fyrri aldar, þá hafa jafnan streymt frá þeim menningar- straumar hingað heim. Á stríðs- árunum höfum við sent fjölda af sonum okkar og dætrum til náms í Vesturheimi. Með heim komu þessa tfólks munu vestræn menningaráhrif verða hér meiri en nokkru sinni fyrr. Jafnvel eins sterk og þau áhrif, sem til okkar berast frá Evrópulöndum. Eg vænti, að þetta verði þjóð- félagi okkar til góðs og til mik- fllar andlegrar eflingar, ef til vill álíka mikillar og þeir straum- ar voru, sem komu frá Vestur- eyjum (þ. e. Bretlandseyjum) í upphafi tilveru þjóðar okkar. Land okkar er á takmörkum Vesturheims og Austurheims. Er því eðlilegt, að menning beggja heimanna mætist hér og samein- ist. 1 kvæðinu, sem eg nefndi áðan eftir skáldið Örn Arnarson, seg- ir hann ennfremur: “Þú siglir úr V esturvegi og vitjar þíns ættarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því Island var ætíð þitt draumáland, frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumhafsdjúpi; og draumur og vaka er tvennt.” En eg vænti þess, íslenzku vestrænu gestir, sem hér eruð staddir, að iþótt þið hafið nú séð veruleikann hér heima, að draum farir ykkar hvað Island snertir verði ekki ósælli eftir komu ykkar úr ferð þessari heim til ykkar dvalarlannds, en þær voru áð^r en þið lögðuð af stað í ferð- ina. I dvalarlandi ykkar, Kan- ada, búa nú fleiri Islendingar “tfjarri fósturjarðarströndum” en nokkurs staðar annars staðar. Að því leyti stendur Kanada nú í dag nær okkur íslendingum en flest önnur lönd. Það land hefur veitt ykkur góða þroskamögu- l#lka. Það hefur verið ykkur góð fóstra. Því vil eg óska þess, að ákvæði Steþhans G. Stephans- sonar rætist á þessu dvalarlandi ykkar: Og allt á þér rætist og rót geti fest, sem reikula mannsandann dreymt hefur bezt.” En Islandi er það mikil nauð- syn, að borgarar Kanada og ann- arra Ameríkulanda, sem eru af íslenzku bergi brotnir, haldi á- fram að vera íslendingar, tala og lesa ís'lenzkt mál, þótt þeir séu jafnframt góðir borgarar síns dvalarlands. Eg veit að þið Vest- ur-íslendingar, sem hér eruð í kvöld, gerið allt, sem þið getið að svo verði. Og eg vona, að þeg- ar heimurinn kemst í samtlag aftur eftir styrjaldarhafrótið, þá verði ísland heimsótt meira en nokkru sinni fyrr af Islending- um fró Vesturheimi. Eg vona, að Island verði eins og það hefur áður verið þeirra draumaland, og á draumum þeirra rísi strönd þess glæst og tignarleg úr djúp- inu. Þið vestrænu landar, sem hér eruð! Eg óska ykkur heil'la með það, sem eftir er af ferð ykkar um Island í þetta skipti. Eg óska ykkur góðrar heimkomu til Kan ada og heimila ykkar þar. Og eg óska, að ísland verði ætíð ykkar ISFIRZK RIT éft" PROFESSOR RICHARD BEC.K Eftirtektarverður þáttur í hinni miklu og um margt merki- legu bókaútgáfu á Islandi á und- anförnum árum, er prentun margra athyglisverðra bóka ut- an Reykjavíkur, sérstaklega á Akureyri og ísafirði. Á síðari staðnum hefir Prentstofan ísxún gerst allmikilvirk um bókaút- gáfu, og auk þeirra rita, sem hér verða gerð að umtalsefni, meðal annars gefið út ýmsar nýjustu bækur Guðmundar G. Hagalín rithöfundar, svo sem hið merka sagnasafn hans Förunautar, og skáldsögur hins imga og efni- lega höfundar Óskars Aðalsteins Guðjónssonar. Ber þessi útgáfu- starfsemi ísfirðinga gott vitni auðugu menningarláfi vestur þar I. Meðal merkra bóka, sem Prent- stofan ísrún hefir nýlega gefið út (1944), er Gullkistan, endur minningar Árna Gíslasonar um fiskiveiðar við Ísafjarðardjúp árin 1880—1905, en, Arngrímur Fr. Bjarnason hefir búið bókina undir prentun. Höfundur þessarar bókar, Árni Gíslason, var ágætlega til þess hæfur að rita um þetta efni, því að hann var áratugum saman formaður við ísafjarðardjúp og jafnframt brautryðjandi á sviði sjávarútgerðarinnar. fyrsti Is- lendingurinn, sem keypti mótor- vél og setti í bát sinn. “Var þar,” eins og segir í formála bókar- innar, “um einstæða nýung að ræða, og vald gamals vana og tíma var sterkt, en trúin og á- ræðið sigraði.” Auk þess var Árni áratugum saman yfirfiski- matsmaður á Vesturlandi. Er hann þvi af eigin reynd gagn- kunnugastur sögu og þróun sjáv- arútvegsmála á Vestfjörðum. Þar við bætist, að hann er al- kunnur heiðursmaður, vandur að orðum og verkum, og má þess- vegna treysta því, að hann segir' það eitt, sem hann veit rétt vera og satt. Þessi bók hans ber því einnig órækan vott, að þar hefir gjör- hugull maður og minnugur far- ið höndum um frásagnarefnið, og einnig segir hann bæði glöggt og skilmiehki'lega frá, svo að þessi lýsing hans er bæði fróðleg og skemmtileg. Hér er eigi aðeins lýst fiski- veiðum Vestfirðinga á umræddu tímabili frá ýmsum hliðum og menningarlífi þeirrar tíðar (t. d. kaflanum “Uppeldi ung- menna”), heldur er hér einnig að finna ljóslifandi og áhrifa- miklar atburðalýsingar úr hinni óvægu glimu við Ægi, sem þeir verða að heyja, er sækja björg og gull í hendur honum. Er hér ennfremur, eins og vera ber, sér- staklega getið margra þeirra manna, sem fremstir stóðu í fylkingu um sjósókn og afburða sjómennsku, og hitar það manni um hjartarætur að lesa um dirfsku þeirra og tforsjá, um af- rek þeirra. Eiga þeir þar sann- arlega skilið, að nafni þeirra og þjóðnýtum störfum sé þannig á lofti haldið. Mjög er það einnig þakkarvert, að góðar myndir margra þeirra fylgja frásögn- inni, og er það gjörfulegur hóp- ur og hetjulegur. Arngrímur Fr. Bjarnason hef- ir ritað greinagóðan formála að bókinni og að auk ítarlegan og fróðlegan inngang um útgerð- ina við ísafjarðardjúp 1879-1884, sem mjög mikið er á að græða. Segir hann meðal annars í for- mála sínum: Tilgangur okkar með útgáfu bókarinnar er só að bjarga frá glötun gömlum minningum og frásögn um þau tíðindi i háttum útvegs okkar Islendinga, sem mesta byltingu hafa gert allt frá landnámstíð. Hvorugur okkar gengur þess dulinn, að margt fleira hefði mátt segja frá fyrirgreindu tíma- bili en við höfum gert í bók þessari. Þó teljum við, að hún gefi nokkra heildarmynd um flest það í fiskiveiðum Isfirð- inga, sem máli skiptir, á því tímabili, sem hún tekur til með- ferðar.” Tel eg að það sé fjarri þvi að vera ofmælt, og að tilgangi bók- arinnar hafí verið náð með þeim hætti, að ti!l sæmdar sé þeim, sem að henni standa, bæði um efnismeðferð og frásagnaxhátt. Hún er eigi aðeins þáttamörg og skipuleg lýsing á tfLskiveiðum ísfirðinga, heldur jafnframt merkilegur þáttur í fiskiveiða- sögu þjóðarinnar i heild sinni, en á því athafnasviði hafa Vest- firðingar 1 mörgum greinum ver- ið forystumenn, þeim til hróss, enda eru þeir enn sem fyrri sæ- garpar miklir. Að ytra frágangi er bók þessi hin snyrtilegasta, prentuð með stóru letri og á góðan pappír, og bandið hið traustasta. Hún er því hið eigulegasta rit. draumaland, “frá æsku í huga þér brennt ” Eg þakka ykkur kærlega fyrir komuna. Þorsteinn M. Jónsson. ' IL Undanfarin tvö ár (1945 og 1946) hetfir Arngrímur Fr. Bjarn- ason ritstjóri á Isafirði gefið út einkar snoturt ársrit, er hann nefnir 17. Júní, en Prentstofan Isrún armast prentunina. Hefst fyrsti árgangur ritsins með fallegri og tímabærri inn- gangsgrein, “17. júni, fagnaðar- og friðardagur,” og segir þar meðal annars um tilgang rits- ins: “Rit það, sem hér kemur fyrir almenningssjónir. vill vekja og vernda andann og ýlirm frá 17. júní. Það vill vekja sem mest samskipti og aukna kynningu hinna sundurskornu byggðarlaga á Vestfjörðum. Útgefandi þess treystir iþví, að aukin samskipti muni margt gott af sér leiða, mörgum misSkilningi verða eytt, en afl og þor aukast með vax- andi kynningu til framkvæmda, sem nauðsynlegar eru og efla hag almennings, á því svæði sem þær ná til.” Að öðru leyti er efni þessa fyrsta árgangs þetta: “Vestfirð- ir” (Kafli úr Vestfjarðammni), skáldleg lýsing; grein, með myndum, um ísfrrzkt íþróttalíf; frásögn um stofnun og starf Landgræðs'lusjóðs íslands; grein um sjómannaskóia og Björgun- arskútu á Vestfjörðum; hvatn- ingagrein, er nefnist “Hugsjónir gefa líf og þrótt,” og grein í svip- uðum anda um “Minningardaga.” Af ljóðum eru hér langt og snjallt kvæði helgað lýðveldis- stofnuninni, “Frelsi þjóðar fagn- að,” eftir G. Geirdal, og “Fer- skeytt” eftir T. J. Hartmann, vel ortar vísur. I kvæði Geirdals (Frh. á bls. 8) PRIVATE TUITION IN PIANO, VIOLIN, SINGING Harmony, Counterpoint, Form, etc. ALSO BEGINNERS' CLASSES (Yearly Rales) Juniors, $15.00 - Adults, Over 15, $20.00 EASY PAYMENTS Practice Rooms Availahle Shinn Conservatory of Music ALFRED BUILDING PHONE 30 279

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.