Lögberg - 24.10.1946, Síða 8

Lögberg - 24.10.1946, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMíTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946 Or borg og bygð DÁN ARFREGN Björn Pálsson Isfeld, sem var búsettur Skamt fyrir norðan Gimlilbæ, andaðist á h'eimili sínu 16. þ. m. Hann skilur eftir sig ekkju og fjögur börn. Útförin fór fram frá lúterSku kirkjunni á Gimli undir stjórn sóknar- prestsins. ♦ Ljóðmæli Jónas A. Sigurðsson .............$4.00 BJÖRNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave., Winnipeg. -f Stödd ihafa verið í bænum undanfarandi, Mrs. S. Sigurd- son, Oak View, Man. og Mr. og Mrs. Gísli Hallson, Vogar, Man. -f Mr. G. A. Williams kaupmað- ur 'í Hecla var staddur í borginni á þriðjudaginn. -f Nýlátnir eru tveir háaldraðir menn hér í borginni, þeir Jón Einarsson, fyrrum búsettur að Lundar og Kristján Kristjánsson smiður bróðir Björns heitins Kristjánssonar, sem um eitt skeið var fjármálaráðherra ís'lands; hinn fymefndi var jarðsunginn af séra Halldóri E. Johnson en sá síðarnefndi af séra Philip M. Péturssyni. -f Mr. Oharles Thorson hinn víð- kunni listamaður, sem unnið hefir að kvikmyndagerð í Holly- wood og víðar í Bandaríkjunum um mörg undanfarin ár, og nú síðast í Ohicago, þar sem hann hefir unnið að fræðslukvikmynd fyrir Bandaríkjastjóm, er ný- kominn hingað til borgar og ráð- gerir að dvelja hér um hríð; það var óvænt ánægjuefni að hitta Oharlie á Sargent Avenue á mániudagsmorguninn nákvæm- lega eins og hann var, er fund- um vorum síðast bar saman fyrir tólf árum, eða rúmlega það. -f Þann 19. október voru glefin saman í hjónaband af sóknar- presti íslenzka safnaðarins ií Sel- kirk, að prestsheimilinu þar: Richard Moore, Gleniboro, Man. og Grace Helgason, Árnes, Man. Brúðguminn er af írskum ættum, búsettur við Glenboro. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Guðmundur Helgason í Árnesbygð. — Við giftinguna aðstoðuðu Miss Donna Hope, Wpg. og Mr. Robert Lloyd Moore, Glenboro. Ungu hjónin setjast að í grend við Glenboro. -f ÁRDÍS, ársrit Bandalags lút- erskra kvenna (XIV. hefti) er komið út og var Lögbergi rétt að berast eintak af ,því frá útgef- anda og þakkar fyrir sending- una. Ytri frágangur virðist mjög góður eins og vanalega. Má gera ráð fyrir að hið sama megi segja um efni ritsins, þó ekki hafi enn gefist tími til að athuga það. Vegna stóraukins útgáfukostn- aðar sér Bandalagið sér ekki fært að selja ritið sama verði og áður og verður það (því nú selt fyrir 50 cents eintakið. Er til sölu hjá Mrs. Finnur Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg, Man. og hjá útsölukonum víðsvegar. -f Gefið í minningarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna. A friend, $10.00; í minningu um Pétur Hallgrímsson, frá Mr. og Mrs. S. Sigurdson, 100 Lenore St., Winnipeg, $10.00. Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. -f Gefið í Blómsveigasjóð kven- félagsins “Björk”, Lundar, $5.00, frá Mrs. Ólafíu ísberg, Lundar, í ástkærri minningu um látinn eiginmann, Guðmund Isberg. Með þakklæti og samúð, * Mrs. G. Einarsoon, skrifari. Hjálmar Þorsteinsson sextugur Hjálmar Þorsteinnsson bóndi og skáld, sem mörgum er að góðu kunnur fyrir sínar góðu fer- skeytlur, er sextugur í dag. Við, sem höfum þekt Hjálmar 40 árin síðustu og jafnvél lengur, getum vel efast um þennan ald- ur hans, — og hann væri 70 ára, því að svo langt er síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, sem fullþroska maður og snjall hagyrðingur, en svo stansar þetta við það, að í útliti er Hjálmar unglegur, svo ungur í arida og frár á fæti, að við hinir yngri megum fátt um aldursmun tala, — og er því bezt að efast ekkert um aldurinn, og rengja hvorki Hjálmar né okkar góða prest. Það er ekki meining mín, sem þessar línur rita að skrifa 'hér langt mál um Hjálmar, en hans vil eg þó minnast í nökkru, er verður þó ekki í neinum eftir- mælis stíl. Fyrir rúmum 40 árum, er Hjálmar var á Mosfelli í Austur- Húnavatnssýslu, hjá fósturfor- eldrum sínum var mikið talað um nafn hans, því að þá var hann slyngur glímumaður og að byrja sem smellinn hagyrðingur. Eg minnist ekki að hafa kynst manni, sem var jafn vel gefinn andlega og 'líkamlega. Glímumaður yvar hann, sem áður er sagt, ágætur og glímdi svo drengilega og vel að af bar. Aldrei hefi eg séð glímumann sýna eins mikinn drengskap 1 glímu og Hjálmar, og fór stund- um svo, að í harðri keppni milli sveita, eða héraða, þótti okkur, sem stóðum hans megin, sem hann sýndi of mikinn drengskap, en sem ætíð varð ekki nema augnablik, því að dnengskapinn hans Hjálmars varð að meta. Svo varð Hjálmar bóndi á Mánaskál. Þar kynti hann sig sem mætan mann, röskan til verka og liðtækan að góðum málum. Er mér mjög vel minnisstætt mitt fyrsta verk utan heimilis máns um 1910, að Hjálmar, Haf- steinn á Gunnsteinsstöðum, Jó- hann Fr. Kristjánsson húsameist- ari og eg vorum kosnir af Ung- mennasambandi Austur-Húna- vatnssýslu til að sjá um bygg- ingu sundlaugarinnar að Reykj- um á Reykjarbraut, hvað Hjálm- ari var það starf hjartfólgið og gekk vel fram í því. Á þeim árum og síðar vann hann talsvert starf meðal Ung- mennafélaganna, bæði í Austur- Húnavatnssýslu og hér syðra. Árið 1916 flytur Hjálmar, með konu og börn, langan veg norðan frá Mánaskál í Húnavatnssýslu að HOfi á Kjalarnesi og kaupir þá jörð ásamt Jörfa, og á Hofi hefir hann búið, og nú síðustu árin á Jörfa, sem hann hefir byggt upp að öllu. Þessi rúm 30 ár, sem Hjálmar og Anna kona hans, hafa dvalist hér syðra, hafa þau kynnst vel, og eiga nú fjölda vina og kunn- ingja, sem 'hugsa til afmælis- barnsins í dag. Öll þessi ár hefir Hjálmar unn- ið mikið og oft haft við erfið- leika að etja sem hann nú er hann lítur farinn veg, má gleðj- ast yfir að hafa yfirunnið. Ýms störf hefir Hjálmar unn- ið hér í sveit, svo sem í stjórn Búnaðarfélagsins sóknarnefnd, Lestrarfélagi sveitarinnar og safnaðarfulltrúi og altaf verið hinn duglegasti starfsmaður, til- lögugóður og samvinnuþýður. Vér sveitungar Hjálmars send- um honum beztu ámaðaróskir á sextugasta afmælisdaginn hans og þökkum honum samstarfið til þessa, sem hefir ætíð verið hið bezta og óskum honum allrar gæfu í framtíðinni og hans fólki. Lifðu heill! Ó. B. —Mbl. 5. sept. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. -f 0 T V A R P Árdegis guðsþjónustunni frá Fyrstu lút. kirkju, Winnipeg, verður útvarp- að á sunnudaginn kemur, þann 27. okt. Mrs. Pearl Johnson syngur ein- söngva, og yngri söng- flokkurinn verður sömu- leiðis til aðstoðar. -f Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 28. október: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Islenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f Árborg-Riverton prestakall 27. okt.—Víðir, messa kl. 2 e. h. 3. nóv. Geysir, messa og árs- fundur kl. 2 e. h.; Riverton, ensk messa og ársfundur kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. -f Gimli prestakall Sunnudaginn 27. október: Messa í Árnes, 'kl. 2 e. h.; ensk messa á Gimli kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. -f Messað að Steep Rock sunnu- daginn þann 27. okt. n. k., kl. 2 e. h. H. E. Johnson. NÝJAR - GÓÐAR ÓDÝRAR BÆKUR Notið tækifærið og pantið þess- ar bækur. Þær eru seldar fyrir hálfvirði. Ekki víst að það tæki- færi komi aftur bráðlega. SÉRSTÖK KOSTAKAUP Á eg að segja þér sögu, Br. Sveinsson ..........$ 3.50 Blóðhefnd (Nýjar Sherlock Holmes sögur) .......... 2.50 Minningar frá Möðruvöll- um, margar myndir ...... 7.00 íslenzk annálabrot, Gísli Oddsson........... 2.25 Þjóðsögur Ó. Daviðssonar, I. Bindi, í bandi..... 6.75 II. Bindi ............. 6.75 III. Bindi ............. 6.75 Sandur, Guðm. Daníelsson 3.00 Eldur, Guðm. Daníelsson. .. 3.00 Landið handan landsins, Guðm. Daníelsson........ 4.50 Frá liðnum árum, Elinborg Lárusdóttir.... 3.25 Strandakirkja, Elinborg Lárusdóttir.... 5.00 Hvíta höllin, Elinfoorg Lárusdóttir... 2.75 Úr dagbók miðilsins, Elinborg Lárusdóttir.... 3.25 Símon í Norðurhlíð, Elinborg Lárusdóttir.... 4.50 Hornstrendingabók ......... 6.00 í ljósaskiftum (sagnir) F. H. Berg.............. 1.75 Saga Möðrudals á Efra-Fjalli........... 2.00 Allt í lagi í Reýkjavák (saga) ................. 3.25 Fróða, (leikrit) .......... 2.60 Vopn guðanna (leikrit) Davíð Stefánsson ....... 3.00 Gullna hliðið (leikrit) Davíð Stefánsson ...(... 2.50 Stafsetningarorðabók, F. Gunnarsson........... 2.00 Undur veraldar ........... 10.50 Æfisaga Bjarna Pálssonar 4.50 Lýðveldislhátíðin, 1944 . 20.50 Björnsson’s Book Store 702 SARGENT AVENUE Winnipeg, Canada ÍSFIRZK RIT (Frh. af hls. 5) eru þessar meitluðu ljóðlínur: “Hver fornsögukjarni, hvert kyngiful'lt ljóð, skal 'kalla fram metnað í sál hvers íslendings, sannandi að Fjallkonan fróð á fegurst og djúpúðgást mál. Hver bernskúhlý minning um fjarrænan frið, er fyllir þinn vorheiða geim, er líftaug, sem bindur oss brjóst- in þín við, Iþótt benumst vér langt út í heim.” í árgangi þessa árs, sem er nökkuru stærri en hinn fyrsti, er efnið sem hér segir: “17. júní” (formálsorð); “Héraðsskólinn að Núpi”; “Tónskáld á Vestfjörð- um”; “Þér ska'l, Drottinn, þakkir gjalda,” lýðveldishátíðarkvæði eftir Guðmund Helgason, bónda að Eyri í Skötufirði; “Vormenn íslands,” lag eftir Jónans Tómas- son; “Hátíð gamla fólksins”; “Lífsgleði njóttu”; “Húsmæðra- skólinn á Isafirði”; “Unglinga- skólinn 40 ára og Gagnfræða- skólinn 15 ára”; og “Fyrsta í- þróttasambandið.” Eru allar þessar greinar eftir ritstjórann. Eins og efnisyfirlitið ber með sér, flytur ritið að þessu sinni a'll marghóttaðan og þakkarverð- an fróðleik um menntastofnanir á Vestfjörðum, svo sem um hér- aðsskólann að Núpi, elsta starf- andi héraðskólann á íslandi og hina ágætustu stofnun, sem nú stendur á fertugu. En með lýs- ingum þessum á skólum í þeim hluta landsins, sem og með frá- sögninni um Íþróttasamband Vestfjarða, eru raktir megin- þættir í menningarlífi Vestfirð- inga, sem ibæði er verðugt að draga athygli að og ánægjulegt að fræðast um. Merkilegan menningarfrömuð eiga Isfirðingar, og Vestfirðingar allir, þar sem er Jón tónskáld Tómasson, en hann átti 65 ára afmæli 13. apríl s.l. Munu marg- ir taka undir þá ósk, að hans megi enn lengi við njóta. Greinar ritstjórans “17. júní” AUDITORIUM Winnipeg November 18 & 19 Fred M. Gee Presenls Karlakor Reykjavikur MALE CHOHUS DIRECT FROM REYKJAVIK. ICELAND 36 SINGERS SOLOISTS: Stefan Islandi, Tenor Gudmundar Jonsson, Baritone DIRECTOR: Sigurdur Thordarson • SEATS (For November 19th) $2.60, $1.95, $1.30, 90c—Now on Sale at Celebrity Conccrt Scries Ltd., 383 Portage Avenue Note: Only Seats Available for November 18th are on Main Floor, Rear, at 90c. MAIL ORDERS: Send Money-Order and Stamped, Self-Addresscd En- velope for Return of Tickets to: Celebrity Concert Series Ltd., 383 Portage Avenue og “Lífsgleði njóttu” eru báðar hugðnæmar og vel ritaðar. I fyrri greininni er þessi mark- vissa málsgrein, sem getur talað til manna hvar sem er: “Orðin eru til alls fyrst. Þeirra verksvið er að eggja og hvetja. Máttur orðsins er mikill, en mestur og dásamlegastur verður hann í samtökum og samstarfi fól'ksins til þess að leggja sífelt nýjan skerf ti'l foyggingar bjart- ari, betri og varanlegrar fram- tíðar.” Með útgáfu þessa ársrits síns og þeim anda, sem svífur þar yfir vötnum, sýnir Arngrímur Fr. Bjarnason, að hann vill eiga sína hlutdeild í slíkri framtíðar- byggingu á Vestfjörðum og jafnframt þjóðinni allri til heilla. Hið sama hefir hann sýnt með margþættri þátttöku sinni í menningarmálum heimabæjar síns og landshluta áratugum saman. Hann er orðinn sextugur (f. 2. okt. 1886). Vinir hans víðs- vegar óska þess , að 'hann megi en um mörg ár halda áfram að leggja góðum málum lið með rit- störfum sínum og annari starf- semi. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: MunlB aB Benda mér ftskrlftargjöld a8 blöBunum fyrlr júnllok. AthugiO, a8 blöSin kosta nú kr. 25.00 áransur- inn. Æskilegast er a8 gjaldiö sé sent I pöstAvlsun. BJÖRN OUÐMUNDSBON, Reynimel 52, Reykjavlk. Tombolu og Dans heldur stúkan “Skuld” MÁNUDAGSKVELDIÐ 28. b. m. í GOODTEMPLARAHÚSINU Öllu því fé, sem inn kemur verður varið til þess að gleðja veika og bágstadda. Þar sem þetta er eina samkoman, sem stúkan heldur ó árinu, er þess vinsamlega vænst, að hún verði að- njótandi foins sama góðvilja, sem svo eindregið hefir komið í Ijós á liðnum árum. Ágæt hljómsveit spilar fyrir dansinum. Aðgangur og einn dráttur 25 cents — Byrjar kl. 8 TILKYNNING Bloomquist’s Beauty Craft tilkynnir hér með að Miss Edna McNamara, sem áður var hjá Nels Todd, sé gengin I þjónustu þessarar snyrtistofu, og mun fagna þvl, að gamlir vinir og viðskiftavlinir hitti hana J>ar. Fagurt hár verðskuldar góða hirðingu pví ekki að hringja upp Bloomquist’s Beauty Craft, 95 904 varðandi hársnyrting fyrir haustið. Hin drlfígu vildarkjör í haust byrja 16. október OPIÐ ALLA MIÐVIKUDAGA Bloomquist’s Beauty Craft SÍMI 95 904 900 BOYD BLDG. Ma*u£aha fein&i MOURNING DOVE—Eastern Mourning Dove— Zenaidura macroura Caroliansis Distinctions—The Mourning Dove is distinguished by its fawn coloration and long, pointed tail. The breast is light purplish pink, the head is pale fawn colour, the back is olive-fawn and there is in all but the most immature plumages a small black spot on the side of the neck below the ear. Four middle tail feathers are dark to the tip. Nesiing — A loose nest of sticks in brushy thickets, occasionally on the ground. Nests alone and not in com- munities. Distribution—North America, from southern Canada to Panama and the West Indies. The Mourning Dove is of solitary habits and rarely goes in flocks of any size. It nests entirely alone. This may be a large factor in its continued existence. In many sections the Dove is regarded as a game-bird, but such status is not recognized by law anywhere in Canada. Its long-drawn mournful note of “Oh-woe-woe-woe” is well known and has given the name to the species. Economic Status—Though feeding largely upon acorns, beechnuts, and other soft-shelled tree-fruit, it eats grain readily and a considerable amount of insect food and weed-seed. Most of the grain it takes is waste. Seed properly planted and covered is absolutely safe from it for it never scratches. No serious unpreventable harm can be proved against it and the good it does is positive. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 175

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.