Alþýðublaðið - 19.03.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nýkomið: Hrísgrjóns hveitij sago, Ideal-mj ölk, linrtöflur, þurlmö epli, rúsínur, sveskjur, gerduít, þvottasódi, kristalsódi, blæsódi, þvottaduft, stangasápa, bládröfnótt og hvít. Kaupíélagið, öamla Wanmn. Kvöldskemtun. Fjölbreitt kvöldskemtun verður haldin í Iðnaðar- mannahúsinu laugardaginn 19. marz kl. 8V2 e. h. til styrktar efnalausri íslenzkri stúlku, sem liggur á heilsuhæli í Danmörku. ^kemtiekrá : Gamanvísur: Gunnþ. Halldórsdóttir. Einsöngur: N. ólafsson. Gamanvísur: E. Finnbogason. Listdans: Sig. Guðmundsson. Upplestur: Frú Guðrún Indriðadóttir. Sjónleikur (Heyrnarleysingjarnir). Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymud- sonar í dag til kl. 6, og eftir þann tíma í Iðnó, og kosta: 2,50, 2 og 1 kr. fyrir börn. Forstöðunefndin. K aupid Alþ ýðnblaðið! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London: Æflntýri. Pilturinn rogaðist með stórann sjónauka út á sval- irnar og skimaðist um sjóndeildarhringinn. „Skip langt burtu, mjög lítið," sagði bann. „Eins og yesste." Hvíti maðurinn andaði léttara. „Ef þú sérð hvórt það er hún, færðu fimm tóbaks- bita,“ sagði hann. Nú varð stutt þögn, meðan hann beið óþolinmóður eftir árangrinum. , ZZZ'-^ „Kannske jfessic, kannske önnur skonnorta," svaraði surtur loksins á báðurn áttum. í-á mjakaði hann sér út af legubekknum og kraup á gólfinu. Hann studdi sig við stól og reis á fætur, og komst alla leið út á svalirnar með því að mjaka honum á undan sér. Svitinn bogaði af honum, og skyrta hans var sýnilega vot á herðunum. Hann settist með miklum erfiðismunum á stólinn og féll máttlaus niður á hann, Eftir nokkrar mínútur hresti hann sig upp. Svertinginn hélt sjónaukanum á handriðinu, og hvíti maðurinn horfði nú sjálfur út á hafið. Hann sá hvit segl skipsins og athugaði það nákvæmlega. „Ekki Jessie," sagði hann rólegur. „Það er Malakula." Hann flutti sig nú í hægindastól. Bylgjur hafsins léku við ströndina þrjú hnndruð fet frá honum. Vinstra megin sá hann álengdar froðurák, sem sýndi rifin við ósa Belasunaárinnar, og lengra burtu sást strönd Savo- eyjar. Beint á móti, hinum megin við tólf sjómílna breitt sundið, var Floridáey; og enn þá lengra 1 burtu grilti í hæðirnar á Malaita—eyju ógnanna, þar sem morð og rán og mannaát var í heiðri haft — þar sem var heimkynni allra verkamanna hans, tvö hundruð að tölu. Milli hans og straudarinnar var skíðgarðurinn ut- an um bústað hans; hann sá að hliðið var opið, og sendi drenginn til þess að loka því. Innan við skíð- garðinn voru nokkrir háir kokospálmar, Sín hvoru megin við stíginn, sem lá upp að húsinu, voru tvær háar flaggstengur grafnar niður í tilbúna moldarhóla. í kringum stengurnar stóðu, með nokkru millibili, hvít- málaðir staurar, sem bundnir voru saman með þungum keðjum. Stengurnar voru alveg eins og siglutré, með lausri stöng efst og reiða, rám, göfflum og flagglínu. Tvö mislit flögg héngu á öðruin gafflinum, annað var eins og tafiborð, með hvftum og bláum reitum, hitt var hvít oddveifa mað rauðum depli f miðjunni; það var alþjóðaneyðarmerkið, sem hér blakti á stöng. Fálki sat í ysta horni garðsins og dottaði. Auðséð var að hann var veikur; hvfti maðurinn fór að hugsa um hvort honum mundi líða eins illa og sér, og honum þótti hálfpartin vænt um, ef svo væri. Að litlum tíma liðnum hleypti hann í sig kjarki og gaf nýja skipun. Það átti að hringja stóru klukkunni, sem gaf til kynna, að vinnutfminn værí úti og verkamennirnir ættu að halda til bústaða sinna. Því næst kallaði hann aflur á reiðskjóta sinn og lagði af stað 1 slðustu umferðina um daginn. Tveir höfðu bæst við á sjúkrahúsið. Hann gaf þeim inn laxerolíu og gladdist yfir því hve dagurín hafði verið léttur; að eins þrír sjúklingar höfðu dáið. Því næst leit hann eftir þvf, hvernig gengi að þurka kjam- ana úr kokoshnetunum og leit eftir, bvort ekki væru sjúklingar einhverstaðar milli kofanna, þrátt fyrir það þó hann hetði skipað svo fyrir, að allir sjúklingar legð- ast á sjúkrahúsið. Þegar hann kom heim aftur tók hann á móti skýrslum verkstjóranna og skipaði fyrir um vinnuna daginn eftir. Líka kvaddi hann til sfn for- mennina á bátunum til þess að fullvissa sig um, að bátarnir væru settir á iand og lokaðir inni, eins og venja var til. Þetta var mjög nausynleg varúðarráð- stöfun, því villimennirnir voru farnir að ókyrrast, og ef einn hvalabáturinn hefði orðið eftir á ströndinni að nóttu til, mundi það kosta tap tuttugu svertingja. Hver svertingi var þrjátíu dala virði, eða minna, í hlutfalli við það, hve lengi þeir höfðu unnið á ekrunni; og svo mikið tap gat ekran ekki borið. Auk þess voru hvala- bátamir ekki ódýrir á Salomonseyjunum; og stór sfcaði var daglega af dauðsföllunum. Næstu viku á undan höfðu sjö svertingjar strokið inn í skógana, fjórir þeirra höfðu komið afíur veikir og sagt frá því, að tveir af þeim félögum hefðu verið étnir af skógarbfl- unum. Sá sjöundi var enn þá fijáls, og sú saga gekk*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.